Lögberg - 24.10.1901, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.10.1901, Blaðsíða 4
4 LÖGBERQ, FIMTUDAGINN 24. OKTOBER 1901 LÖGBERG. er srefi ð út hvern fimtndac af THE I^ÖGBERG RINTING & PUBLTSHING CO., (lOgglU), ftO Cor. Wllll >m Ave. og Nenft,<Str. Winoipeg, Man.— Koat- ar $2.00 um ári<3 [á íslandi 6 kr.]. Borgiat fyrir fram, Einatök nr. 5c. Pnbliahed every Thnrsday hy THE LÖG?BERG PRINTING & PUBLISHING CO., flncorporated], at Cor William Ave & Nena St^ Winnipeg, Man — Subscription price *2.00 per year. payable in ad- vance. Síngle copiea 5c. Business Manager: M. Paulson. aUGLYSINGAR: Smá-auglýsingar í elttskifti25c fyrir 30 or<3 eda 1 þml. dálkslengdar, 75 cts um mánuðinn. A stærri auglýsingnm um lengri tíma, afsláttur efiir samningi. BUSTAD \-SKIFTI kaupenda verdur að tilkynna skriflega og geta um fyrverandi bústað jafnfram Utanáskripttil afgreiðslustofubladsins er í The Logherg Printing & Publishing Co. P.O.Boz 1292 Tel 221. Winnipcjc,Man. yUnaakripntll ritstjörans er: Editor Lðgherjr, P 'O. Boz 1292, Wlnnipeg, Man. — Samkvæmt landslögnm er nppsögn kaupanda á bladi dgild, neroa hannsé skuldlans, þegar hann seg r upp.—Ff kaupandi,sem er í skuld við blaðið flytu vtatferlum, án þesa að tilkynna heimilaskiptin, þá er að íyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnumfyrir prettvísum tilgangi. — r/c'Jí*, 24. okt. 1901 — Irar á brezka pingínu. A síííustu tveimur mánuðum hefir all-mikið verið um það talað 05 ritað á Englaudi að fækka írsk- um þingmönnum í brezka parla- mentinu. þeir, sem fyrstir settu mál þetta í hreyfingu, voru Chamb- erlain, Balfour og Winston Church- hill, en svo var *jálið tekið til um- ræðu um alt Bretland, og hefir nú komist í það horf, að miklar líkur eru fyrir, að málið verði tekið til alvarlegrar meðferðar innan lítils tíma. það verður ekki annað sagt en sanngirni mæli með því, að írskum þingmönnum sé fækkað þegar á það er litið, að miðað við fólksfjölda landanna hefir írland tiltölulega fieiri menn á þingi en bæði England og Skotland. írland hefir nú eitt hundrað og þrjá þingmenn, en Skot- land með jafn mikinn fólksfjölda hefir ekki nema sextíu og tvo. I sumum kjördæmum á Iilandi eiu einungis sárfáir kjósendur. Og fækkun írskra þingmanna væri ekki einasta sanngjörn, heldur að sumu leyti mjög ákjósanleg. það mundi draga úr ofstækis gaura- gangi írsku Nationaiistanna, sem hæði eru til leiðinda og óprýði á þingi, og sérmálum íra til meira ills en góðs. Eins og við er að búast bregð- ast írar illa við, og segja, að þing- mönnum þeirra verði ekki fækkað án þess að brjóta samninga þá, eem gerðir voru þegar sambandið var myndað og írska þingið lagt niður; auk þess treysta þeir upp á fylgi frjálslynda flokksins á þingi í máli þessu, því það lítur eginlega helzt út fyrir, tið sá flokkur væri bók- staflega úr sögunni ef ekki væri fyrir fylgi íranna. það eru auðvitað samningar við Ira, að þeir hafi ekki færri en eitt hundrað þingmenn á brezka þinginu, en þeir samningar eru nú orðnir gamlir, og margt hefir komið upp síðan, sem mælir því bót þó þeim væri nú að einhverju leyti breytt. það hefir til dæmis eltki verið hug- myndin þegar írsku samningarnir voru gerðir um árið, að Irar notuðu jafn mörg tækifæri til þess að vinna gegn brezku stjórninni og öllu brezku eins og þeir hafa gert og gera. Og þó á ekkert annað só litið en opinbera framkomu Ira gagnvart Bretum, þá er lífcill vafi á, að þeir hafa með slíkri framkomu sinni fyrirgert öllu tilkalli til þess, að þeir fái um aldur og æfi að njóta allra þeirra réttinda, sem þeim voru áskilin í upphafi. Framkoma Ir- anna gagnvart Bretum síðan Suður Afríku stríðið byrjaði, hefir verið í alla staði óþolandi, og ber það alls ekki með sér, að Irar og Bretar sóu ein og sama þjóðin. Til dæmis upp á það, hvernig afskifti írsku nationalistanna af Suður Afríku málunum eru og hafa verið, má geta þess, að fyrir skömmu síðan var þingmaður frá Galway á írlandj gerður að lávarði svo hann gat ekki lengur átt sæti í neðri málstofunni. 1 hans stað liafa nú nationalistarn- ir valið fyrir þingmannsefni mann, Arthur Lynch að nafni, sem var ofursti í liði Búanna gegn Bretum bæði í Natal og í Orange frírikinu. þegar Bretar unnu Pretoria, þá komst Arthur Lynch úr landi, og hefir síðan setið á Frakklandi. Að llkindum kemur maður þessi aldrei til Englands, að minsta kosti ekki á meðan ófriðurinn stendnr yfir í Afríku, því hann mundi vafalaust verða tekinn fastur, en tilnefningin er engu óvingjarnlegri í garS Breta fyrir það. Með þessu og öðru eins hafa ír- ar gert Englendingum og Skotum mjög gramt í geði eins og ekki er að furða, og kveður svo ramt að, að miklar líkur eru til, að frjílsl. flokk- urinn fylgi stjórninni í því að fækka liði íra á þingi. Sá maður, sem nú er álitinn einn- með álitlegustu mönnum úr liði frjálslyndra, sem flokksforingi, hefir nýlega lýst yfir því, að frjálslyndi flokkurinn vilji alls eigi komast til valda ef hann þurfi að vera upp á fylgi íra kom- inn. það er því engin hætta á, að brezka afturhaldsstjórnin komi ekki máli þessu fram ef hún leggur það fyrir þing; og það er mikil ástæða til að halda, að' það yrði vinsælt bæði á Englandi og Skotlandi. Sumir eru því hlyntir, að írum verði bætt upp væntanleg þing- mannafækkun með fylkisþingum innaniands, sem mundi verða þeim miklu notabetra; en svo eru þá aðr- ir því mótfallnir, og færa það fram sem ástæðu, að slíkt mundi verða til þess að auka Bretahatrið enn þá meira. Framkoma írskra þing- manna í brezka parlamentinu bend- ir á við hverju mætti búast á al- írsku þingi. þar yrði undir öllum kringumstæðum fylgt og hlynt að óvinum Breta, hverjir sem þeir kynnu að verða. þannig er það nú og hefir verið með flestar sveita- og bæja-stjórnir á írlandi. Áreiðanlegt er það þó, að hvað ssm um mál þetta kann að verða, hvort heldur þingmönnum Ira verð- ur fækkað, og þeir látnir hór eftir verða jafnir þingmönnum Skota að tölu, eða ekki, þá munu Englending- ar gera allt, sem frekast er unt, til þess að ryðja öllu því úr vegi, sem Irum heflr verið mest óánægj- efni að undanförnu, og reyna að láta samkomulagið fara batnandi en ekki versnandi. Fylkismál. Roblin-stjórnin sá það á síðasta þingi, að kjósendur í Manitoba skyldu járnbrautarsamningana við McKenzie og Mann og lýstu mis- þóknun sinni yfir þeim. Menn fóru fram á það við stjórnina, vegna þess hér væri um svo mikið að tefla, að leysa upp þingið og gefa kjósendum kost á að sýna vilja sinn við al- mennar kosningar. þeir, sem um þetta b&ðu, voru ekki aðallega póli- tískir andstæðingar Rohlins, holdur vinir hans og flokksbræður. Eíds og kunnugt er tók stjórnin ekkert til greina af því, sem fylkisbúar fóru ;'ram á, jafnvel þó járnhrautarsamn- ingarnir væru þvert ofan í loforð afturhaldsflokk8Íns við kosningarn- ar. Roblin-stjórnin var ekki að hugsa um hag fylkisins eða vilja i'ólksins, heldur um sjálfa sig og fá- eina útvalda vini sína. Samning- arnir urðu því að gerast. En Rolin- stjórnin sá líka, að, eftir að hún refði þannig virt vilja fólksins að vettugi, hleypt fylkinu í botnlausa skuldasúpu og flæmt NorthernPaci- fic járnbrautina út úr fylkinu.þá var engin von til þess lengur, að hún fengi fylgi kjósenda við næstu kosningar. Til þess að bæta úr því grípur stjórnin til þess úrræðis að semja ný kosningalög, sem þannig er gengið frá, að stjórnin býst við að geta átt það svona nokkurn veg- inn í hendi sór hverjir komast á kjörskrá og liVerjir ekki. Sam- kvæmt þessum nýju kosningalögum getur enginn komist á kjörskrá nema hann gefi sig sjálfur fram á vissum degi við vissan stjórnarþjón (registration clerk), sem alls ó- ljóst og óákveðið er hvar eða hve- nær hægt er að finna; og svo, eftir að maðiir lietir grafið það upp, hvar og hvenær rétti staðurinn og tímion er, og hefir tekið sér ferð á hendur fleiri eða færri mílur, þí á maður þ»ð þvínær eingöngu undir náð þessa eina manns, hvort beiðnin urn að komast á kjörskrá verð ir tekin til greina eða ekki. Enginnmaður, só hann andstæðingur stjórnarinn- ar, getur því gert sér neina von um atkvæðisrétt við næstu fylkiskosn- ingar hafí hann ekki sjálfur mætt áður frammi fyrir registration clerk og sancfært hann um löglegt til- kall sitt til þess að komast á kjör- skrá. þegar Roblin stjórnin var búin að semja nýju kosningalögin og fá þau samþykt, áleit hún óhætt að þjappa að fylkisbúum, því til þess að verða endurkosin þurfti ekki annað en líta eftir því,að ekki kæm- ist of mörg andstæðinga nöfn á kjörskrárnar. Og svo gerir hún það svikalaust með eyðsluseminni, beinu sköttunum, svikunum um lækkun á flutningsgjaldi með Can. Northern járnbrautinni, meö þvl að reka hæfa og heiðarlega menn úr embættum til þess að koma vinum s'num að án tillits til þess hvort þeir eru stöðu sinni vaxnir eða ekki, og með því að svíkja hvert eínasta loforð, sem afturhaldsflokk- urinn gerði áður en hann komst til valda. Sum blöðin, sem minst hafa á nýju kosningarlögin Roblin-stjórn- arinnar, segja, að þau hefðu átt að heita: „Lög til að tryggja Roblia, Rogers & Company endurkosningu við næstu fylkiskosningar." Til þess að geta sem allra bezt látið registration clerlcs beitaójöfn- uði og hlutdrægni við tilbúning kjörskránna, hefir Roblin-stjórnin sama sem tekið fram í nýju kosn- ingalögunum, að það varði engu þó þeir herrar geri ekki skyldu slna, eða hvernig þeir standa í stöðu sinni og leysa verk sitt af hendi. þar stendur, að þeir eigi að „reyna að svo miklu leyti sem þeir get) komið því við“ að gera skyldu sína. það er eftir því gild afsökun fyrir registration clerlcs, hvaða* ranglæti sem þeir beita, að segja, að þeir hafi ekki getað gert verlc sitt betur. Til ÍO og 15 ára me>51inia í Mutual Rescrve. Vegna þess, að út lítur fyrir, að mis- skilningur eigi sór stað hjá sumum is- lenzkum meðlimum Mutual Reserve fé- lagsins, sem lifsábyrgð hafa með 10 og 15 ára fyrirkomulaginu, viðvíkjandi aukagjaldi (special calls) á skírteinum þeirra, þá vil eg hér með taka það skýrt fram, að eins og fram er tekið í fyrra hréfi Eldridge, er ekki ætlast til, að gjöld þessi séu auka-álögur, heldur er þetta gert í því skyni að breyta fyrir- komulaginu þannig, að ekki þurfi að leggja gjöld á að meðlimum látnum (eins og verið hefir við þess konar skírteini að undanförnu) heldur séu iðgjöld innkölluð fyrirfram eius og við höfum það nú með öll okkar nýju skirteini. Deyi maður, þá er upphæðin, sem nú er ktllað eftir, með vöxtum, látin ganga upp í þess árs gjald, og lifi maður, þá á maður þess meira inni, sem nemur aukagjaldi þessu með vöxtum. Þar, sem aukagjöld þessi ekki hafa verið greidd í peningum, eru þau færð til skuldar, rentulaust, á móti gróðaeign skírteinanna, og meðlim- irnir geta haldið uppi iífsábyrgð sinni með því að greiða sín vanalegu iðgjöld eins og að undanförnu. ' (Undirskr.) A. R. McNICHOL. Western Manager. hefir frá heimili undirritaðs þann 21. Ágúst par af akneptum, Annar uxinn er rauður með siuttum beinum hornum, Hinn uxinn er rauöur með löngum horn- um boguum uppá við, Báðir eru 7 vetra og voru reypi bundin um hornin þegar þeir sftnst síðasi fyrir norðan Lake Norris. $5D0 þóknun fier hver sem flnnur þá og lætur mig vita eða $10.00 fyrir að fsera þa heim til Wm. Jkffkhscn’s, tíu mílurfyrir norðan Balmoral, ALEX. GUTHRIE, Argyle P. O., Man. Skór og Stigvjel. Viljið þér kaupa skófatnað með lígu verði þá skuliðþér fara I búð ina, sem hefur orð á sér fyrir að selja ódýrt. Vérhöfum meiri byrgð- ir en nokkrir aðrir i Canada. Ef þér óskið þess, er Thomas, Gillis, reiðuhúinn til að sinna yður’ spyrjið eftir honum,hann hef- ur unnið hjá oss í tiu ár, og félag vort mun ábyrgjast og styðja það, sem hann gerir eða mælir fram með. Vér seljum bæði í stór- og smá- kaupurn. The Kilgoup Bimep Co„ Cor. Main & James St. WINNIPEG. 34 ekki tala meíra um þetta í kveld—þetta hefir verið mér erfiður dagur; en að þú findir mig nú á skrif- stofunni minni á morgun. Kannske við gætum þá betur komist að einhverri niðurstöðu. Hvað segir þú til þess?“ Ungi maðurinn stóð á fætur til að fara, „Eg þakka þér fyrir góð orð,“ sagði hann. „Eg efast ekki um, að þú hafir einlægan vilja á að vera mér góður, en eg held við höfum talað út. Bregðist mér ekki vonir mínar viðvíkjandi Chicago, þi er framtíðar stefna rnfn ákveðin, og undir engum kringumstæð- um finst mér eg geta neitt þegið af þinni hendi.“ „það nær þá ekki lengra,“ sagði gamli maður- inn, hálf raunalega, og stóð upp af stólnum, „sért þú algerlega ósveigjanlegur." þeir urðu samferða fram úr stofunni, og sögðu hvor um sig, „góöa nótt.“ Samnó gekk upp stigann, en vinur vor fór að svipast efiir hattinum sínum og yfirtreyjunni f ganginurö, í því hann tók treyjuna niður af snag- enum, kom þjónustustúlka til haDS, og sagði; „Miss Sarnnó vill fá að vita, hvort þú ert ófáan- b gur til að koma allra snöggvast inn í gestasal- inn.“ Hann hengdi treyjuna upp aftur, og gekk í hægðum s'num inn í gestasalinn. Margar endur- minningar um hús þetta komu upp í huga hans, en andlit hans bar vitni um endurminningarnar frá því þegar hann og hin unga heimasæta mættust í 43 IX. í efra horninu til hægri haadar á íendibréfum Samnó & Co. stendur prentað nafn fyrverandi gjaldkerans í Franklin bánkanum. Spurning: Gerði gjaldkerinn rétt, þegar á alt er litið? 38 „Eg,“ hélt hún áfram, „sagði bróður mínum, að pabbi yrði að fá að vita þetta fyr eða síðar, vegna þess, að mikið ranglæti hefði af þessu staf- að, og bezt væri að segja honum alt næst þegar hann kæmi. ,Eg trúi því ekki, að hann verði mjög harður við þig,‘ sagði eg við bróður minn, ,þegar hann sér, hvað veilcur þú ert; og svo hefir hann að ýmsu leyti breyzt síðan þú fórst að heiman‘.“ „Yarð hann vondur?" spurði vinur vor. „Nei,“ sagði Helena, „honqm hnykti óttalega við og hrygðist mikið, en hann var sérlega þýður við Karl. Eg hef aldrei vitað föður minn sýna jafnmikla blíðu, enda opnaði drengurinn hjarta sitt fyrir pabba, eg held I fyrsta sinn á æfinni. Hann sagði mér eftir á, að sór hefði aldrei fyrri komið það til hugar, að faðir sinn elskaði sig.“ Fyrverandi gjaldkerinn horfði stöðugt 1 eld- inn, og dróg vetlingana sína hægt og hægt í gegn- um hnefann á vinstri hendinni. »þykir þér fyrir því, aö eg sagði þér þetta?“ spurði hún. ,.Nei,“ svaraði hann, blíðlega, „mór þykir vænt um að heyra það. Svo varð dálítil þögn. „Viltu fyrirgefa mór forvitnina," sagði hún, „ef eg spyr þig hvernig fór á milli þín og föður míns í kveld?“ „Yið töluðum ýmislegt," svuraði hann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.