Lögberg - 28.11.1901, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.11.1901, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1901 3 Arsskýrsla séra Jóns Bjarnasonar, forseta Hins ev. Ivt. kirkjufélags ísl l Vestur- heimi, lesin vpp á siðasta kirkjvþingi, setn haldið var á Gimli, Man25 til 30.jiínl 1901 ,,Kirkjufélftg vort óx til muna út é við á ársþingi í fyrra. Sex söfnuðir ný- lega myndaðir sóttu þá um inngöngu og inngangan var þ im veitt. Með því var tala safnaða fólagsins orðin 32. Réttur helmingur þeirra safnaða er inn- an Bandaríkja (Minnesota og Norður- Dakota), hinn helmingurinn í Canada (Manitoba, Assiniboia og Alberta). Síð- an hafa engir nýir söfnuðir viðbeetzt. Prestar kirkjufélagsins hafa alt þetta ár verið 8 að tölu. Þeir sömu sem voru í fyrra. En þvi miður erum vér að missa einn þeirra frá oss. Séra Jónas A. Sig- urBsson, sem þjónað hefir í prestsem- bœtti innan þessa kirkjufélags ávalt síð- an hann var vígður sumarið 1893 (á kirkjuþingi í W.peg), hefir sagt öllum söfnuðuðum sfnum i Pembina County, N. D., fimm að tölu, upp nú fyrir skömmu, og með 6jálfum sér ákveðið að hœtta algerlega við prestskap. Það er mjög tilfinnanlegt tjón fyrir oss, veru- legt hrygðarefni, Hæfileikar hans eru af öllum í vorum hópi viðurkendir og mörgum öðrum. Og að kirkjulegum málum hefir hann ávalt unnið af alefli, ekki að eins innan hins erfiða presta- kalls, er hann liefir þjónað, heldur líka í félagi voru yfir höfuð. Hann var áður skrifari kirkjufélagsins, lengi einn í skólamálsnefndinni, vann eitt ár að fjársöfnun fyrir skólasjóð með bezta á- rangri og hefir farið i margar missíónar- ferðir um ýmsar íslendingabygðir, sem meðal annars hafa leitt til myndunar nýrra safnaða á þrem stððum. Vér eig- um honum mikið að þakka. Og oss er skylt og vafalaust öllum ljúft að biðja honum hins bezta framvegis. Annar af prestum vorum, séra F. J. Bergmann, hefir, eins og yður mun öll- um kunnugt, verið frá verkum 3—4 mán- uði af árinu sökum heilsubrests. En fagnaðarefni er það hið mesta, að ferð hans að heiman í vetur og dvöl hans í Battle Creok Sanatorium í Michigan hefir leitt tili svo mikillar heilsuhótar, að hann getur uú aftur unnið verk sitt eins og áður. Séra Rúnólfur Marteinssson hóf rétt eftir nýár prestsþjónustu hjá söfn- uðum þeim hér I Nýja íslandi, sem bún- ir voru að kalla hann til sín fyrir kirkju- þing í fyrra. Hinir prestarnir þjóna sömu söfnuð- um og áður. Og engir nýir prestar hafa við bætzt. Séra Rúnólfur Marteinsson var missiónarprestur kirkjufélagsins frá sið- asta kirkjuþingi til nýárs. Fyrst þjón- aði hann Þingvallanýlehdu-söfnuði i Assiniboia i fjóra mánuði, alt til loka Októbermánaðar, og síðan i Alberta- söfnuði í Alberta fram yfir jól. Báðir þeir söfnuðir sáu um laun hans meðan hann þjónaði þeim. — En meðan hann dvaldi í hinum fyrrnefnda sðfnuði fór hann í Missíónarferð til Vatnsdalsnýl. (í Ág.), svo og til landa vorra í Yorkton og við Foam Lake o. s. frv. (í Okt.). Séra Jón J. Clemens hefir tvisvar heimsótt söfnuðinn i Brandon og St. Jóhannesar-söfnuð í Pipestone-bygð — í Nóv, í haust og Maí í vor. Séra Jffnas A. Sigurðsson heimsótti Lúterssöfnuð í Roseau, Minn. um mán- aðamötin Ág. og Sept. síðastliðið sumar, á útmánuðum í vetur (í Marz) Guð- brandssðfnuð i Skálholtsbygð, Man.,— og seinna (í April) Melanktonssöfnuð við Mouse River, N. Dak. Séra Oddur V. Gíslason ferðaðist í Júlí, skömma eftir kirkjuþing síðasta, til íslendingabygðanna við Narrows hjá Manitoba vatni og Big Grass Marsh. Aftur heimsótti hann fólk á hinu síða£- nefnda svæði í Febrúar í vetur, og enn að nýju í þessum mánuði (Júni) vitjaði hann bygðanna vestan Manitoba-vatns. íslendinga í Keewatin, Ont., hefir hann einnig hvað eftir annað heimsótt í kirkjulegum ertndum. Eg ferðaðist um Nýja ísland alt i fyrra og prédikaði þar á ýmsum stöðum. Var eg í því ferðalrgi frá 20. Ág. til 5. Sept. Á meðan þjönaði sóra Steingrím- ur Þorláksson söfnuði mínum í W.pep. Eina ferð fór hann líka suður i Dakota i vetur og prédikaði í tveimur söfnnðum séra Fr. J. Bergmanns í fjarveru hans. Séra Jón J. Clemens hefir fyrir skemstu heiðst lausnar frá prestsskap hjá söfnuðunum í Argyle, Man., sem hann hefir þjónað síðan hann prestvígð- ist þar á kirkjuþingi sumarið 1896. Því máli er ekki ráðið til lykta enn. En ef vér skyldum missa hann frá oss, þá aukast stórum vandræðin út af presta- skorti í kirkjufélaginu, einkum þar sem enn er með öllu óvist,!hvort fáanlegur er prestur sá (séra Hans B. Thorgrimsen í Milwaukee, Wis.), sem meirihluti safn- aða þeirra, er séra Jónas A. Sigurðsson hefir að, undrnförnu þjónað, hefir til sín kallað. Tilraunir hafa gerðar verið til að fá séra Stefán Paulson hingað veetur i þvi skyni að gerast prestur íslendinga í sambandi við kirkjufélag þetta, En þær hafa hingað til ekki haft neinn árangur. Aftur á móti hefir hr. Gunnlaugur Jónsson, sem enn á eitt ár eftir á presta- skólanum lút, í Philadelphia, góðfúslega heitið os9 því,aðvinna aðmissíónarstarfi í nafni kirkjufélags vors um þrjá mán- uði á þessu sumri. Séra Fr. J. Berg- mann átti í þvi góðan þátt með því að heimsœkja hann í vetr, þegar hann var á ferð þar eystra. Seinna sendi séra Bjöm B. Jönsson, skrifari kirkjufélags- ins.honum formlegt köllunarbréf. Hr. Gunnlaugur er oss frá fyrri tíð að góðu kunnur,hefir bezta orðstír hjá kennurum sinum, og verður oss væntanlega að miklu liði. Prestaskorturinn í kirkjufélaginu hefir aldrei verið eins tilfinnanlegur og nú. íslendingabygðirnar hér í landi allt af að f jölga og fœrast út. Missíón- arsvæðið stœrra og stœrra. En verka- mennirnir til að vinna á þvi svæði svo hörmulega fáir. Aldrei hefir oss eins mikið á því riðið eins og nú að biðja kon- ung kristninnar, herra uppskerunnar, að senda menn til að vinna að hinum andlega kornskurði meðal fólks vors hér, Kirkja safnaðaðarins í Selkirk hin nýja var vígð af mér með aðstoð hinna prestanna meðan stóð á kirkjuþingi síðasta. Engin önnur kirkjuvígsla á árinc. Framh. á 6. bls. DR- J. E. ROSS, TANNLÆKNIR. Hefur orö á sér fyrir aö vera meö þeim beztu í bænum. Telefon 1040. 428 Main St. John 0. flamFS, EFTIRMADUR STRANAHAN t HAMRE. PARK RIVER, - N. DAK SELJA ALLSKONAR MEDÖL, BŒKUR SKRIFFÆRI, SKRAUTMUNI, o.s.frv. ty Menn geta nú eins og aönr skrifaö okkur á íslenzku, þegar þeir vilja fá meööl Muniö ept,ir að gefa númeri* á glRrinu. Vidskistamenn han« ú Ha lðson, Akra og Hens«l eru bednir að borga skuldir sínar 1 Mr. S. Thorwalde- ■onar á Akra. Anyone sending a nketch and descriptlon may quickly ascertain our opinion free whether aq lnvention is probably patentable. Communlca.. tlons strictly confldential. Handbookon Patents ■ent free. ''Mdest apency for securing patents. Patents iaken through Munn & Co. recelve tperial rwtice, withour charge, in the Scimíiic Rmerican. A handsomely illustrated weekly. Largest cir- culation of any sclentiflc lournal. Terms, $3 a year : four months, $L Sold byall newsdealers. MUNN & 0Q#361 Broadway, NewYork TI V* U4 U/ a. V, IrlíTt íin ' i' THROUGH TICKET til staða SUDUR, AUSTUR, YESTUR Ódýr Tickets til ralifornia Ferðamanna (Tourist) vagnar til California áhverjum -miðvikudegi. Hafskipa-farbréf tilendimarka heimsins fást hjá oss. Lestir koma og fara frá Canadian Northern vagnstöðvunum eins og hér segir: Fer frá Winnipeg daglega 1.45 p. m. 1 Eftir nánari upplýsingum getið )>ér eitað til næsta Canadian Northern agents eða skrifað CHAS. S. FEE, G. P. & T. A., St.jPanl, H. SWINFORD, Gen. Ágent, Winnipeg, ARINBJORN S. BARDAL Selurjlíkkistur og annast. um dtfarii Ailur útbúnaður sá bezti. Enn fremur selur hann ai. skona) minnisvarða cg legsteina. Heimili: á horninu á Ross ave. og Nena str. SERSTOK TILHREINSDNARSALA ÞESSA VIKU. Dér getið valið úr 300 buxum úr frenoh og enorlish woisÞd. Vesti úr english og scotch twmds. Boxur frá $3.75 til $5 50 virði. Dér megið velja úr þeim þessa viku fyrir $2.25. 200 pör af hiuurn vlðfrægu Dallas skóm fyrir karlraenn $1.85 virði þessa viku fyrir $1.00. 75 pör af hneptum eða reimuðum kvenskóm úr geitarskinni með gljá- leðurtám $2 25 virði, pessa viku á einungis $1.35. Föt úr Irisb Serge, vkstin tv hnept $10.50 virði. Tii þess að verða af með þau bjóðum við pau.fyrir $6.75. REGLUR VID LANDTÖKU Af öllum sectdonum með jafnri tölu, sem tilheyrasambandsstjórn- inni 1 Manitoba og Norðvesturlandinu, nema 8 og 26, geta f jölskyldu- feður og karlmenn 18 ára gamlir eða eldri, tekið sjer 160 ekrur fyrir heimilisrjettarland, pað er að segja, sje landið ekki áður tekið,eða sett til sfðu af stjórninni til við&rtekju eða einhvers annars. INNRITUN. Mcnn meiga skrifa sig fyrir landinu á þeirri landskrifstofu, sem næst liggur landinu, sem tekið er. Með leyfi inn&nríkis-ráðherrans, eð* i r nflutninga-umboðemannsins í Winnipeg, geta menn gefið öðr- um ’’aboð til þess að skrifa sig fyrir landi. Innritunargjaldið er $1C, og hafi landið áður verið tekið þarf að borga $5 eða $)'' 'fram fyrir sjcrstakan kostnað, sem f>vl er samfara. HEIMILISRÉTTARSKYLDUR. Ramkvæmt nú gildandi lögum verða menn að uppfylla beimilis- rjettarskyldur sínar með 3 ára ábúð og yrking landsins, og má land- neminn ekki vera lengur frá landinu en 6 mánuði á ári hverju, &n sjer- staks leyfis frá innanrlkis-r&ðherranum, ella fyrirgerir hann rjetti sln- um til landsins. BEIÐNI UM EIGNARBRÉF ætti að vcra gerð straz eptir að 3 árin eru liðin, annaðhvort hjá næsta umboðsmanni eða hjá þeim sem sendur er til þess að skoða hvað unn- ið befur verið & l&ndinu. Sex mánuðum áður verður maður þó að hafa kunngert Dominion Lands umboðsmanninum í Ottawa það, að hann ætli sjer að biðja um eignarrjettinn. Biðji maður umboðsmann þann, sem feemur til að skoða landið, um eignarrjett, til þess að taka af sjer ómak, f>á verður hann um leið að afhenda slíkum umboðam. $5, LEIÐBEININGAR. Nykomnir innflytjendur f&, & innflytjenda skrifstofunni I Winni- peg 7 á öllum Dominion Lands skrifstofum innan Mauitoba og Norð- vestui .andsin, leiðbeiningar um pað hvar lönd eruótekin, ogailir, sem & pessum skrifstofum vinna, veitainnflytjendum, kostnaðar Taust, leið- beiningar og hj&lp til f>ess að n& í lönd sem peim eru geðfeld; enn fremur allar upplýsingar viðvíkjandi timbur, kola og n&malögart) Ali- ar slikar reglugjörðir geta f>eir fengið par gefins, einnig geta menn fengið reglugjörðina um stjórnarlönd innan járnbrautarbeltisins i British Columbia, með pvi að snúa sjer brjeflega til ritara innanríkis- deildarinnar í Ottawa, innflytjenda-umboðsmannsins i Winnipeg eða til einhverra af Dominion Lands umboðsmönnum I Manitob* eða Norð- vesturlandinu. JAMES A. SMART, Deputy Minister of the Interior. N. B.—Auk lands pess, sem menn geta lengið gefins, og átt er við í reglugjörðinni hjer að ofan, þ& eru þúsnndir ekra af besta landi.sem hægt er að £á til leigu eða kaups hjá járnbrautarfjelögum og ýmsum 1 andsölufélögum og einstaklingum. 41 „það gerum við líka—það gerum viö,“ tautaði Marl, og horfði framan í Pál með skuggalogu brosi; en Buffó liorfði brosandi á meðau framan í Marl og bros hans var þannig, að fleiri en einn furðuðu sig á því hvað það gæti þýtt. Páll snéri sér undan og gekk aftur að skut- grindunum; og það var auðséð á svip hans, að hon- um geðjaðist ekki að samtali þessn. „Hamingjan g6tS&,fmst þér hann Pá)l vera lík- ur gamla manninum?" spurði Ben Morton, þegar Burnington kom fram á og stanzaði hj& lóngu fallbyssunni. Gamli Ben starði framan i nýkomna manninn & meðan hann lagði spurning þessa fyrir hann, eins og lmnn efaðist um, að honum hsfði verið alvara með það, sem hann sagði við Larún. Ben hafði heyrt samtalið, og langaði nú til að vita í hverju þeim svipaði saman. „Já,“ svar&ði Buffó; „mér finst þeim svipa sam- an. Hvorugum þeirra svipar til hests, né hunds, hé höfrungs; þeir líta báðir út eins og menn. Held- ur þú ekki, að kafteinninn só af mönnum kominn?“ „Sé hvað?“ „Heldur þú ekki, að Mail Larún só af konu fæddur?" „Víst held eg það,“ svaraði Ben, sem nú fyrst skíldi hftuu. 48 „Nei, en heilinn hefir orðið fyrir svo miklum hrystingi að allrar varúðar verður að gæta eigi það ekki að ríða honum að fullu þessi orð Páls höfðu sjáanleg áhrif á alla skip- verja, því þeim var sárara um B§n en nokkurn annan mann í sínum hópi. Kafteinninn var ótta- sleginn og órólegur, þvf honum var full-ljóst, að ágæti löngu fallbyssunnar minkaði ef herra henn- ar misti við. A8 stundarkorni liðnu raknaði gamli maður- inn við úr öngvitinu, og strax eftir aö hann hafði áttað sig iðaöi hann og hljóðaði af kvölum. „Eg hef svo miklar kvalir í höfðinu!" sagði hann, „það er eins og það ætli að klofna! í guðs- bænum reyndu eitthvað!" það fyrsta sem Páll gerði, var að baða höfuð mannsins með köldu vatni, svo gaf hann honum inn til hreinsunar—laxérsalt—og setti sfðan blóð- sugur á höfuðið. þegar blóðsugurnar fóru að fyllast minkaði höfuðverkurinn; næst gerði hann honum heitt fótabað. þegar blóðsugurnar voru búnar að draga alt það blóð, sem Páll áleit við eiga, lét hann bera sjúklinginn í rúm sitt, og setti mann til að gæta hans og halda umbúðunum um höfuðið blautum af sjóvatni. Ungi maðurinn hafði nú gert alt, sem hann gat, svo nú var ekki um annað að gera en halda houum rólegum, og sjá hvort nokkur breyting 37 Báturinn var við hendina, og innan skamms var halti sjómaðurinn komlnn upp á þilfarið á skipinu, sem hann hafði ákveðið aö gera að heim- ili sínu. Seglgeröarmaðurinn lét hann f4 hengi- rúm, og undirforinginn gaf honum númer til að setja & það. Einungis fáir skipverjar voru á fót- um, svo hann komst til náða án þess honum væri mikill gaumur gefinn. Buffó Burnington var þannig r&ðinn í hvers- konar leiðangur, ssm herra hans þóknaðist helzt að leggja út í, enda leit hann ekki þannig út, aö hann mundi láta sér neitt fyrir brjósti brenna, heldur stæði engu meiri ótti af byssukjaftinum en brennivínsstaupi. Og Marl Larún hafði fengið sór nýjan mann, °g þegar hann var seztur að í káetu sinni þá sat hann lengi og reyndi að ryf ja upp eitthvað frá fyrri tímum. Síðustu orðin, sem hann sagði áður en hann sofnaði, voru: „það fer ekki hjáþví, að eg hafi séö hann áður. ó, hversvegna—.hversvegna get eg ekki komið honum fyrir mig?“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.