Lögberg - 04.02.1904, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.02.1904, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1904, J'ÖQibeig. ®or. SSTí Uiam JU>r. og <§t. Söinniyrg, JRan. M. PAUUSO.N’, Edltor, J. A. OLONDAL, Bua.Manager. utanáskrift: The LÖGBERG PKINTING 4 PUBL. Co. P. O, Box 136., Winnipc*. Man. FÍ7nlv.daiiÍ7in Ftiráar, 190\ Þorrablótiö var sérlega vel sótt, aö eins örfá sæti óseld, og mun þess rétt vera til getiö, aö enginn sjái eftir að hafa þar veriö. Utanbæjarmenn voru piargir bæöi sunnan og norö- an línunnar. Alt fór sérlega vel og reglulega fram meö því sætin voru númeruö og hver gestur gat gengiS hiklaust til sætis síns. Þegar snæöingi var lokiö skemtu menn sér viö ræöuhöld, söng, spil og dans, eftir því sem hver haföi kunnáttu og smekk til. Aöal- ræöumennirnir voru: Björn Hall- dórsson (miuni í^lands). séra Jón Bjarnason (minni forfeöranna), séra F. J. Bergrnann (minniVest- ur-íslendinga), séra N. S. Thor- láksson (minni kvenna), B. L. Baldwinson (minni konungs); en auk þeirra héldu margir stnttar ræöur og tveir menn fluttu kvæöi: Signröur J. Jóhannesson og Jón JÓDSson (frá Mýri). Á eftir ávarpi ólafs S. Thorgeirssonar. forseta klúbbsins, var sungið kvæöi eftir H. S. Blöndal og á eftir minni íslands kvæði eftir hinn sama. Á eftir minni forfeöranna var sungið ,,ísland! farsælda-frón“ eftir Jón- as Hallgrfmsson; á• eftir minni Vestur-íslendinga, ,,Hvern faðmi gæfan góöan mann“ eftir Einar Hjörleifsson; á eftir minni kvenna, ,, Fósturlandsins Freyja“ eftir Matth. Jochumsson, og á eftir minni konungs, ,,God save the King. “ Prógrammiö varprentaö í vönduöu bæklingsformi og lagt hjá hverjum disk, og gátu því all- ir tekið þátt í söngnum. Vér prentum hér þrjú frumort kvæöi, tvö eftir H. S. Blöndal, sem sung- in voru, og eitt eftir S. J. Jó- hannesson, borið fram af honum sjálfum. Ennfremur flytur Lög- berg hér ræðu séra F. J. Berg- manns, sem hann var svo góöur aö gefa því til birtingar. Eitt af því sem prýddi borö ,,Helga magra“ var ísl. fálkinn á bláum grunni, sitjandi og horfir til vinstri, eins og hann er nú viö- tekinn á íslandi, málaöur af Mr. Fr. Swanson, mesta listaverk. Aö mörgu leyti tók samsæti þetta fram því í fyrra og ,,Helga magra“ ertil þesstrúandi aö láta Þorrablót sín veröa fullkomnari og ánægjulegri meö hverju árinu sem líöur. Oeiiðirnarí latinnskólan- urn í Reykjavík. Oft hafa sögur af því fariö, að ástandiö í lærða skólanum í Reykjavfk væri ekki eins gott og þiö ætti aö vera, en aldrei hefir, s/o vér munum, skörin fariö upp I bekkinn þar í skólanum eins og núna í vetur eftir íslenzku blöö- nnum og prívatbréfum frá Reykja- vík aö dæma; og óhætt erað full- yröa þaö, aö hér í landi mundi skólastjórn, hvaða skóla sem væri, taka eftirminnilega í strenginn ef laerísveinarnir leyföu séraöra eins óhæfu eins og skólapiltar f latínu- skólanum hafa gert sig seka í. Vér álftum réttast aöskýra frá at- Wrðnm þeim, sem f skólanum hafa gerst í vetur, meö orðum ,,Fjallkonunnar “, því aö hún virðist bera blak af piltum aö svo rniklu leyti sem hún sér sér fært. Sagan veröur nógu ljót samt. Fyrst dregur blaöiö athygli manna aö því sem ónefndur stú- dent skólans ritaöi sföasthöiö vor um andlega og líkamlega óholl- ustu í skólanum, sem leitt hafi til ýmsra umbóta, er ætla heföi mátt, aögeröi skólavistina ánægju- legri og skólapilta ánægöari en undanfarna vetur. ,,Enþaö hef- ir fariö á aöra leiö“, segir blaöiö; ,,er þaö ljót, en þó sönn saga. Þaö sem af er skólaárinu hafa ver- iö þar sífeldar óeiröir og hreöur, og nú upp á síökastiö gerst þar þau tíöindi, sem vér ætlum dæma- laus eöa dæmafá í sögu skólans, og sem ættu ekki aö geta komiö fyrir í neinum skóla. Auk ýmsra atvika, sem öll bera vott um ó- hæfilega óhlýöni og sorglegan, al- geröan viröingarskort hjá piltum fyrir sumum kennurum og stjórn skólans, hurfu þar í vetur 2 proto- kollar, og vitnaöist ekki, hver hvarfinu olli. En — loks geröust helztu tíö- indin 28. Nóvembermánaöar. Þá voru f 2. bekk í stærðfræðisstund, kl. ro—1 oYx f. m., allmörg blcö meö árituöum einkunnum skorin upp úr einkunnabók bekkjarins og blööunum stungiö í ofninn. Inni í bekknum voru 17 piltar.er þetta skeöi, og hefir því brotiö veriö framiö að líkindum af ein- hverjum þeirra, einum eöa fleiri. Stiftsyfirvöldin létu setja þess- um 17 piltum 2 kosti, annaShvort aö hinn seki eöa hinir seku gæfi sig eða væru gefnir fram, eda ef brotiö yröi eigi uppvíst, yröi þeim öllum vísaö burt úr skólanum, er viö voru, gegar brotiö var framiö. Þessari ráöstöfun tjáöi kennara- fundur sig samþykkan. En þrátt fyrir rannsóknir og yfirheyrslur uppgötvaöist ekkert. Enginn piltur gaf sig fram og enginn varö til að Ijósta upp. Með bréfi frá 3. þ. m. úrskuröuðu því stiftsyfirvöldin, að meö því þessir 17 piltar ,,með framkomu sinni gera sig samseka í hinu framda* broti, skuli þeim öllum vísað burtu úr skólanum. “ Þannig voru þá 17 piltar rekn- ir úr lærðaskólanum. Af þeim voru margir alsaklausir í broti þessu; hið eina, sem þeim var gefið aö sök, var þaö, aö þeir gátu ekki eða vildu ekki segja til hinna seku. Ymsum feörum og fjárhaldsmönnum þótti samt ekki skynsamlegt eða réttlátt, að leggja þessa sömu þungu hegningu, þyngstu hegningu, sem skólinn á ráð á, á alla jafnt, saklausa eða saklitla og seka. Áfrýjuðu 9 menn úrskuröi stiftsyfirvaldanna til landshöföingja. Landshöíöingi, Magnús Stephensen, á einn af þessum 17 piltum og taldi sig því málinu of nákominn til að fella úrskurö í því. Varð þá háyfir- dómari L. Sveinbjörnsen aö úr- skurða í málinu í landshöföingja staö. Hefir háytírdómarinn þegar lagt fyrir stiftsyfirvöldin aö veita inntöku aftur nú þegar f 2. bekk próflaust 18 piltum af þessum 17, ef fjárhaldsmenn þeirra óska þess. En hvaö hina 4 pilta snertir, þá er látið sitjá við úrskurö stiftsyfir- valdanna. Skulum vér nú ekki aö þessu sinni leggja neinn dóm á þaö, hve réttlát sú hegning er, sem þessir piltar hafa hlotiö. Um það geta jafnan veríöskiftar skoö- anir. Skiftir þaö auövitaö miklu í þessu máli, aö sennilegt er og mikil lfkindi tii, aö þeir fái, ef óskaö er, aö taka próf f vor. Þaö léynir sér ekki, aö háyfir- dómarinn hefir viljað gera það, I sem í hans valdi stóö, til að greiða úr þessu máli, og vér teljum þaö vel og viturlega afráöiö af honum, að opna skólann þó fyrir þessum 13 piltum. Að leggjasömu hegn- ingu á alla piltana, hvort sem á þeim hvíldi nokkur sektargrunur eöa lítill eöa enginn, var í flestra augum hvorki skynsamt né rétt- látt, og heíði aldrei leitt annaö en ilt af sér. En fáum mun líklega þykja sem vegur og álit skólans og skóla- stjórnarinnar hafi vaxið af atburö- um þessum. Skólastjórnin rekur pilta út úr skólanum í stórhópum; landsstjórnin leggur fyrir aö ljúka upp fyrir þeim aftur. Skólapilt- arnir löðrunga kennarana og skólastjórnina, skólastjórnin löör- ungar aftur piltana og landsstjórn- in löörungar enn aftur skólastjórn- ina. Aö hverjum ráögjafinn mundi rétta löðrunginn sinn, ef til kæmi, er ekki gott að segja. Til þess aö komast út úr þessum ógöngum eru loks 4 piltar af 17 reknir úr skólanum. Var þaö auövitaö, aö seinasti skellurinn yröi látinn koma einhverstaöar niöur. Er vonandi, aö hér hafi ekki svo tekist, aö srr iöur sé hengdur fyrir bakara. Mikið væri tilvinnandi, að þessi sorgarleikur hefði aldrei veriö leik- inn. Leikslokin eru ekki fram- komin enn, og munu þau efalaust á sínum tíma ekki ósögulegri en þaö, sem búið er“. Nærri má geta.hvert piltarekki hafa fengiö vind í seglin viö þaö, aö burtrekstrarúrsk. skólastj. var',ónýttur, enda voru þeir ekki fyr komnir í skólann aftur en ó- eiröirnar hófust á ný í sama bekkn- um; sjö piltar gengu burt úr tíma í óleyfi kennarans, en komu þó aftur næsta dag og fengu þá ekki sæti í bekknum, vegna þess þeir vildu ekki biðja fyrirgefningar á óhlýöninni daginn áöur. Stukku þá fimm pilta þessar til og sögðu sig úr skóla, en tveir voru reknir og hefir enn ekki heyrst, aö þeim burtrekstri hafi verið áfrýjaö til landshöföinga. En svo er ekki hér meö búiö. Rétt þarna. á eít- ir sprengdi einhver skólapiltur, eöa einhverjir, upp hitunarofn í bekknum meö púöri og urðu af því talsverðar skemdir. Ekki lít ur út fyrir, aö skólastjórnin hafi fengiö aö vita ’nver fyrir þessum síðasta óskunda gekst og skoraöi hún því á bæjarfógetann aö hefja sakamálsrannsókn, hvort sem þaö hefir nokkurn verulegan árangur eöa ekki. Vegna óeiröanna. var skólanum lokaö tveiniur dögum fyrir jólafríið. Otdráttur úr ræðu Mr. Greenway i fylkisþinginu 26. Janiiar síðastliðinn. —A thuga- setndir við ráSsmensku Roblins —Hvernig almenningsff er ausiS i vissa stjórnarvini. Mr. Greenway byrjaði ræðu sína meö því að segja, aö vissir vinir sínir ætluöust til þess af sér, að hann svaraði ræðu þeirri, sein Mr. Roblin hefði flutt og kallað fjármálaræðu; sjálfur sagöist hann álíta, aö til þess væri ekki ætlandi af sér eftir úrskurð kjósenda viö síöustu kosningar, aö hann héldi uppi jafnsterkri baráttu nú eins og á fyrri árum sem leiðtogi and- stæðingaflokksins. Eftir síöasta úrskurö fylkisbúa áleit hann sfna einu skyldu á þingi aö mæta þar sem fulltrúi kjördæmis þess, sem hann hefir mætt fyrir í fjölda nörg undanfarin ár, aö andmæla því, sem ekki er samkvæmt hans eigin skoöunum, og láta þar viö sitja. En vinir sínir vildu fá sig til að gera dálítiö meira fyrir þá. Hann sagði sig langaði til að vera sanngjarn í öllu sem hann segði, enda stæöi hann eins vel að vígi með að geta það eins og nokkur stjórnmálamaöur meö því hann hefði eftir engum pólitískum á- vinning að keppa. Saga Mani- toba-fylkis frá fyrri tímum, sem hann var meira og minna viðrið- inn, sagöi hann, aö væri sér ein- mitt við þetta tækifæri sérstak- lega minnistæð í vissum atriöum. Hann mundi vel eftir fyrsta þing- inu, sem haldiö var í þingsal þess- um fyrir tuttugu árum síöan þeg- ar vinur hans, Mr. Norquay, var stjórnarformaöurinn f Manitoba. Hann mundi vel eftir því, vegna þess viö það tækifæri voru báöir flokkarnir á þingi algerlega sam- hljóöa um mál, sem fyrir þingiö var lagt og, af þinginu, fyrir kjós- endur. Hann mundi eftir því þegar vinur hans lagöi frumvarp- iö um réttindakröfu Manitoba- fylkis fyrir þingiö, og eftir ræö- unni, sem hann var svo vel vax- inn aö flytja, til stuönings kröf- unum, sem fram á var fariö í frumvarpinu og nákvæmlega voru þar dregnar fram. Jafnvel þó þar væri viö því búist, aö Mr. Greenway geröi athugasemdir við ræðu stjórnarformannsin, þá gerði hann þaö ekki. Hann settist niö- ur við skrifborð sitt sem leiðtogi andstæöinga flokksins, skrifaöi stjórnarformanninum bréf og lét afhenda honum þaö þegar hann haföi lokiö ræöu sinni; í því bréfi benti Mr. Greenway stjórnarfor- manninum á það, aö því, sem frumvarpiö færi fram á. mundi bezt veröa framgengt með því aö hafa heimullegan þingfund. Hiö sama mundi hann enn segja ef um svipaö væri aö tala. Og all- ur þingheimur í einum anda gekk á heimullegan fund, og allir komu sér saman um það, hvaö Mani- toba-fylki ætti að fá og kæmist ekki af án og því bæri meö réttu. Og til þess aö leggja mál þetta fyrir Dominion-stjórnina voru t/eir þingmenn valdir: stjórnar- formaðurinn og forseti þingsins. Þeir fóru austur og lögðu árang- urinn af ferö sinni fyrir þingiö þegar það kom saman næstfþess- um þingsal áriö 1885; en árang- urinn var alt annað en það, sem fram á hafði verið fariö. Þá áleit Mr. Greenway þaö skyldu sína að viöhafa alt aöra aðferö og and mæla af öllum mætti því, sem þá vpr lagt fyrir þingiö til samþykt- ar. Andstæöingaflokkurinn var einkar fámennur við þaö tæki- færi; og þótt núveraudi stjórnar- formaður sæti þá ekki á þingi, þá haföi Mr. Greenway eindregiö fylgi hans, því aö Manitoba-fylki fékk ekki þaö, sem um var beöið, og í staðinn fyrir löndin var slett í fylkið skitnum $icx),000 á ári. Þá sýndi Mr. Greenway fram á það í ræöu, hvaðan vænta ætti fylkistekjanna á síðari árum, nefnilega af löndum fylkisins. Eitthvaö svipaö vakti nú fyrir stjórnarformanninum í því sem hann kabaöi fjármálaræöu stjórn- arinnar; og með því aö ávíta stjórnina í Ottawa fyrir aö gera ekki skyldu sína, ætlar hann sér aö vekja mál þetta upp og krefj- ast betri kjara. Vissi hann þaö, aö sá stjórnmála flokkurinn, sem hann telur sig meö nú í dag, hefir aö svo miklu leyti sem í valdi hans hefir staöiö LOKAÐ DYRUNUM gegn öllum kröfum um bætt kjör Manitoba-fylkis áókomnum tfma? veit hann þaö, aö leiðtogarnir þá sögðu, að meö því, sem fyrir þingiö var lagt, væri máliö endi- lega til lykta leitt? -Einmitt það, sem við þá hræddumst. þetta segist nú stjórnarformaðurinn ætla sér aö vekja upp. Mr. Green- way sagðist vita, aö Roblin væri þörf á því, hann vissi, aö honum var ekki hægt aö láta tekjurnar mæta núverandi útgjöldum; eng- um var það kunnugra en Mr.Rob- lin, og nú ætlaði hann aö villa mönnum sjónir meö því að segja, aö hann ætlaöi aö krefja Dom. stjórnina um bætt kjör til aö geta mætt hinum óstjórnlegu útgjöld- um, sem stjórn hans hefir innleitt síöan hann kom til valda. Það var afturhaldsstjórn, sem samn- ingana geröi við fylkið fyrir hönd Canada, og þaö var afturhalds- stjórn, sem aö samningunum gekk fyrir hönd Manitoba-fylkis. Og meÖ því stjórnarformaöurinn hefir nú gengiö inn í afturhaldsflokk- inn, þá ætti hann aö láta sér vel lynda aö bera vandann af því, sem sá flokkur hefir á hann lagt. Mr. Greenway skyldist það á stjórnarformanninum, aö einhver ágreiningur væri milli hans og Dom. stjórnarinnar, og yfirskoö- unarmanni Dom. stjórnarinnar væri þar um aö kenna, manr'i, sem því embætti heföi haldið síö- an hann (Mr.Greenway) var Dom. þingmaöur. Haföi ekki stjórnar- formaðurinn lesiö um það, hvern- ig afturhaldsmenn reyna aö gera númer úr því, aö yfirskoöunar- maöur þessi hafi gert skyldu sfna og tekiö að sér málstaö þjóöar- ínnar meö þrí aö verja almenn- ingsfé fyrir Laurier stjórninni? Mr. Greenway sagöist hafa reynt viö síöustu fylkiskosningar aö vera sanngjarn viö andstæö- inga sína, og aldrei dregiö fram neinar tölur, sem hann ekki áleit nákvæmlega réttar, til aö hafa á- hrif á kjósendur. Hann heföi lagt mikla áherzlu á þaö aö láta ekki leggja fyrir sig neinar tölur sem ekki væri í alla staöi réttar og áreiöanlegar. Þetta hefði engum átt aö vera kunnugra en stjórnar- forinanninum; en þó aldrei nema honum hafi veriö þaö kunnugt, þá hafi hann gert s^r (Mr. Green- way) mjög rangt til og það hafi sér falliö illa. Mr. Greenway talaði f Carman snemma í kosn- ingaundirbúningnum á síðastliðnu ári og lagði þar fram sömu töl- urnar til samanburðar eins og annars staðar,—sýndi muninn á stjórn þeirri, sem hann hafði ver- iö formaöur fyrir, og stjórn Rob- lins, og eftir hans beztu vitund, tilfæröi engar tölur, sem ekki voru nákvæmlega réttar. Hann áleit, að alt, sem hann hefði þar sagt, heföi verið rétt og satt og hann kallaöi Mr. Roblin til vitnis um, aö svo heföi veriö. Hann hafði nú í höndunum ræöu, sem stjórnárformaöurinn hélt í Car- man 31. Marz 1903, litlu síöar. Sú ræða var gefin út f bæklings- formi til hjálpar við kosningarnar. Þegar hann leit yfir ræöu þessa, sá hann, að nafn hans stóö oft á hverri b.aðsíöu. Hann sá, aö víða var vísaö þar til ræöunnar, sem hann hélt f Carman, ogkomst aö þeirri niöurstööu, aö hann hlyti aö hafa komiö við kaun stjórnarformannsins meö ein- hverju, sem hann heföi þar sagt. Hann sá nafris síns þar getiö eitt- hvaö níutíu sinnum og aö eitt- hvaö var talaö þar um eitthvaö, sem hann heföi átt aö segja á þingi um blaðið Winnipeg ,,Tele- gram. “ Hann kannaöist við aö hafa sagt það, að blaöið ,,Tele- gram'* heföi fengiö ofmikið af almenningsfé þAÐ VAR SVÍVIRÐING . aö verja fé almennings til þess að styrkja blað, eins og þar hefir veriö gert. Hann tilnefndi þær tölur í á- heyrn stjórnarformannsins og þaö var því óþarft aö bera blaöiö ,,Free Press" fyrir því; það var á allra vitund. Hann kannaöist viö aö hafa sagt þetta þá, og hann sagðist segja þaö enn. Hann sagðist hafasagt, aö blaöiö ,,Tele- grarn" hefði tengið $23,641—þaö dytti sér ekki í hug að taka aftur. Svo væri sagt hann hefði brugöið „Telegram" um lygi—þaö tæki hann aldrei aftur. Hann haföi bent á, aö stjórnarprentun heföi kostaö fylkiö $17,000 áriö 1898, en $37,000 áriö 1902. Stjórnar- formaöurinn vildi heldur láta hann taka áriö 1899 til dæmis. Hann sagöi, aö þessi samanburöur sinn væri sanngjarn og réttur. Hann sagöist hafa tekiö árið 1898 til dæmis vegna þess þá heföi engar kosningar veriö. Allir vissu, aö kosningum fylgdi mikil aukaprent- un, þess vegna tók hann vana- legt ár, sem var hiö eina rétta. Mr. Greenway neitaði aö hafa sagt þaö, aö prentunarkostnaður- inn áriö 1899 hefði ekki verið nema $17,000; hann var $31,- lii. 37—nærri helmingi meiri. Þaö var ósatt, aö hann heföi gert tilhæfulausar staöhæfingar. Ef stjórnarformaöurinn vildi láta sig njóta sannmælis, þá ætti hann aö taka þann áburð aftur. Hann sagöist ekki vera hér einungis aö bera blak af sér, heldur flokk þeim sem hann heföi veriö leiötogi fyr- ir yfir 20 ár. Hann bað vini sína aö minnast þess, aö síöasta árið, sem hann var viö völdin, hefði kjörskrár veriö prentaöai og allur annar nauösynlegur prentunar- kostnaöur í sambandi viö kosn- ingar. Síöasta ár hinna heföi prentunarkostnaðurinn veriö $36,- 971-37- (Meira). ísland. FTeiI sit þú enn eykonan austnr I sjá. þú ísfold, vor m<5tiir hugumkæral Þér vinblýju kve?5jurnar Vínlands-strönd- um frá enn vilja börn þín einum rómi færa. Því hvar sem um heiminn aS liggur vor leiS ei liSur oss feðrastorS úr minni. Og ljúft er að vinna og efna vel þann eið að unna þér, sena barnið móður sinni. f huga hvers sannarlegs sonar þíns er það sífelt, og bezt hann áfram hvetur, að verða hann megi til vegs og heiðurs þér, og verkin sýni hvað þinn niðji getur. Þín sæmd er vor heiður, og sómi vor þinn, og sýnt skal í orði jafnt og verki, að flokkurinn heitíri æ feðra-arfinn sinn og fylki þétt nm gamla íslands merki. Þinn nýfengni sigur og nýunna þraut að notum og gæfu verða magi. Og falli þér blómgun og blessun öll í skant, og birti nú af sönnum heilladegi. Hannes S. Blöndal Drápustúfur. FlUTTOR AÐ þoRRABLÓTl „HbLGA MAGRA " 29. Jan. 1904. Fyrr þá feður vorir fögnuðu heiðnum Rögnum, fórnar-elds að arni íturmenni nýtust sátu og bljúgir blétu, Baldur og föður galdra; . glaðir síðan goða ginnhelg drukku minni. Þrúðug þá við goðin þjóðmæringar fróðu festu heitin föstu: frónið verja tjóni; sömdu lög er sæmdu—- sjálfs f nafni—frjálsum; stýrðu síðan storðu, sterkir í orði' og verki. Helgi ólmum ylgi áflar vaitti bráðir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.