Lögberg - 31.03.1904, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.03.1904, Blaðsíða 4
1' BL'oqbcvq Gor. lliasrt ^tw. iiniaog St, Stinnipcg, jHan. M. PAI’LSON, Editor. JJ. A.. m.ONDAL, Bus. Manager. UTANÁSKRIFT : The I.ÖGItEKO PRINTING & PI BL. Co. P. O, Box I 36.. Winnipeg. Man. FLmludaginn Sl. Marz, 190% Horfurnar. Þaö liggur í loftinu, aö almenn- ar Dominiori-kosningar muni fara fram í Canada áður en sérlega langt líöur, og þeir, sem nokkuö verulega um landsmál hugsa, eru farnir aö viröa fyrir sér horfurnar og reyna að gera skynsamlegar á- aetlanir um það, hvernig næstu kosningar muni fara í þessu og þessu kjördæminu og þessu og þessu fylkinu. Og þó í þeirri á- ætlun komi fram meira og minna skiftar skoðanir, þá verður niður- staðan sú hjá flestum, hvaða póli- tískum flokk sem þeir fylgja að rnálum, að Laufier-stjórnin haldi völdunum með jafnvel auknu fylgi, nema eitthvað stórkostlegt og ófyrirsjáanlegt, sem engir bú- ast viö, verði til þess að veikja hana hér eftir. Afturhaldsleiðtogarnir tala að vísu digurt gegnum blöðin og reyna að gera það sennilegt, að dagar Laurier-stjórnarinnar séu taldir og að hún muni falla við næstu kosningar. En það dylst engum skýrum og eftirtektarsöm- um manni, að á bak við þau dig- urmæli liggur engin alvara; það má alls staðar lesa vonleysið, um sigur, milli línanna. Þegarósann- ar ákærur eru bornar á stjórnina og ósatt er sagt frá gjörtum henn- ar og helztu pólitískum viðburð- Btn í landinu, og á þeim ósann- indum er eingöngu bygð vonin um sigur afturhaldsflokksins, meðan ekki er borið við að reyna aðgera stjórnina óvinsæla í augum fólks- ins með þvf að segja satt um hana—skýra satt og rétt frá því sern hún hefir gert, þá getur ekki verið nein von um að fella hana. Tfl þess aö sýna, að þetta, sem hér er sagt, er ekki út í loftið, vísum vér til ritstjórnargreinar í ,,Heimskringlu“ frá 24. Marz. Fyrirsögn þeirrar greinar er: ,,][ loftinu, “ og er þar sennilega við það átt, að allar staðhæfingar, sem þar eru gerðar, séu bygðar ,,í loftinu“—-í lausu lofti; en ekki hefði átt Síður við að nefna grein- ina ,, Bergmálið, “ því að hún er ekkert annað en bergmál af því sem í öörum málgögnum sama flokks hefir staðið nú að undan- förnu. í þessari ,,Heimskringlu“ grein segir, að miklar líkur séu ti ,.að Ottawa-stjórnin falli við næstu kosningar, “ og líkur þess- ar byggir blaðið á því: 1. Að ,,strandfylkin séu að snúast gegn Laurier, eins og St. John kosningin sýndi;“ 2. Að Laúrier-stjórnin hafi ekki lækkað tollana eins og hún lofaði; 3. Að þjóðskuldin hafi farið stórum vaxatrdi síðan Laurier- stjórnin komst til valda; 4. Að menn séu óánægðir með Grand Trunk Pacific járnbrautar- samningana, sérstaklega með það tvent. að tími sá, sem félaginu er leigður austurhluti járnbrautar- innar, hafi verið framlengdur um 50 ár, og að stjórnin skuldbindi sig til að kaupa eftir 50 ár allar greinar út frá þeim hluta brautar- innar, semG.T. P. félagiö þá kann að hafa bygt. ,, Slfkt eru óþol- andi samningar, “ segir blaðið. ,,Og óánægja kjósendanna út af þeim, er þegar farin að gera vart viö sig, eins og Quebec-kosning- arnar sína. “ Hefði ,.Heimskringla“ bætt því við, að óánægja væri í Norð- vesturlandinu yfir því, að Domin- ion-stjórnin ekki vildi veita því fylkisréttindi eins og vissir menn þar hafa farið fram á, þá hefði hún dregið alt fram, sem leiðtog- ar afturhaldsmanna þykjast byggja vonir sínar um sigur á. En blað- ið hefir álitið viturlegast að sleppa því. Það þarf ekki lengi að virða fyrir sér þessi fjögur atriði, sem ,,Heimskringla“ telur aðallíkurn- ar fyrir því, að Laurier-stjórnin ,,falli við næstu kosningar“ til þess að sannfærast um, að blaöið gerir sér allsengar vonir um sigur. Það er kunnugt, að St. John menn urðu öskuvondir af því, að ákveðið var að láta Grand Trunk Pacific járnbrautina liggja ti Moncton, en ekki til St. John; og svo mikið kvað að óánægju þessari, að Mr. Blair (þá járn- brautarmálaráðgjafi í stjórninni) sá sér ekki annað fært en setja sig upp á móti samningunum og gefa upp sæti sitt í stjórninni. Það var því ekki nema það sem allir máttu fyrirfram vita, að St. John menn mundu senda stjórn- arandstæðing á þing þegar Mr. Blair sagði af sér þingmensku. Og svo er þessi St. John kosning hið eina, sem ,,Heimskringla“ getur bent á því til sönnunar, að strandfylkin séu að ,,snúast rnót Laurier. “ Sannar ekki blaðið með þessu einmitt hið gagnstæða? Að frá strandfylkjunum eiga aft- urhaldsmenn einskisliðs að vænta? Enda er það svo—eins og ómögu- legt er annað en lesa á milli lín- anna í , .Heimskr. “ greininni—, að strandfylkin hafa aldrei staðið óiskiftari með Laurier-stjórnir.ni en einmitt nú. Séu Canada-menn óánægöir yfir því, hvað háa tolla þeir verða nú að borga af innfluttum vörum, þrátt fyrir hina miklu toll-lækkun, mundu þeir þá vera líklegir til að gera vont verra með því að greiða atkvæöi með þingmönnum and- stæðinga flokksins, sem lýst hefir yfir því, að ef hann komist ti valda, þá skuli tollar hækka svo, að verksmiðjurnar eystra losist við alla útlenda samkepni og geti einar setið að innlenda markaðn- um, því að, eins og einn aðalleið- toginn komst að orði, ,.bændurn- ir í Vestur-Canada séu komnir í svo góð efni, að þeir standi vel við að borga dálítið hærra verð fyrir vörur sínar en þeir gera nú?“ Plátollafyrirheit þessi spiltu stóir- um fyrir þingmannsefnum aftur- haldsflokksins við aukakosning- arnar í Quebec nú fyrir skömmu, og þá má nærri geta hverskonar verkanir þau muni hafa í vestur- hluta landsins. Afturhaldsleið- togarnir geta því ómögulega gert sér neina minstu von um að græða á þessu atriði þó þeir láti svo íraman í fólkiö. Ekki dettur oss í hug að gefa í skyn, að þeir beri ekki persónulega gott úr býtum fyrir að taka að sér þetta áhuga- mál verksmiðju-auðmannanna, en flokknum stendur ekkert gott af því né Laurier-stjórninni ncin lætta. Þá er ekki sennilegt, að Laur- ier-stjórninni verði reiknað það til stórsyndar hvað þjóðskuldin hefir vaxið í höndum hennar. Jegar afturhaldsmenn sátu að völdum óx skuldin um meira en sex miljónir dollara á áFÍ.og heyrð- L< )G I TLDAGINN M,'. ist aldrei á þeim, að það væri m j ö g m i k i ð. Þau sjö ár, sem Laurier-stjórnin hefir ráðið fjár- lögunum, hefði’ skuldin að sama skapi átt að hafa aukist um tals- vert yfir fjörutíu miljónir, og það án þess afturhaldsmenn ættu að láta það á sér heyra, að þeim þætti það m j ö g m i k i ð. En nú hefir ekki skuldin vaxið um neinar fjörutíu miljónir ekki einu sinni um eina miljón, heldur að eins um sjötíu og eina þúsund á öllu tímabil- inu, eða að meðaltali um tíu þús- undir á ári. Það var ekki aukn- ing þjóðskuldarinnar, sem kom mönnum til að taka völdin úr höndum afturhaldsmannn, við það mun ritstjóri ,, Heimskringlu“ hiklaust kannast, og þó óx skuld- in hjá þeim, eins og fram hefir verið tekið, um meira en sex miljónir á ári að meðaltali. Er þá nokkurt vit í því fyrir aftur- haldsmenn að reyna að byggja vonir sínar um sigur við næstu kosningar á ööru eins og því, að Laurier-stjórnin ,,falli“ fyrir það að hafa aukið skuldina um tíu þúsund dollara á ári eða einn sex hundraðasta á móti því sem hinir gerðu? Það sem blaðið segir um Grand Trunk Pacific samningana og á- standið í Quebec verður tekið til yfirvegunar í næsta blaði. Vinarbréf til íslands frd JÓNI fríi SleObrjót. III. Mary Hill P. O., 9. Marz 1904. Kæri vin ! Eg skrifaði þér í næstl. mánuði og ætla nú að bæta dálitlu við. Síðan eg skrifaði sfðast, hefir fátt fréttnæmt viöborið. Kuldarnir héldust út næstl. mánuð, en fyrstu dagana af þessum mánuði fór frostið að minka, og einn dag — mig minnir jj. 6. þ. m. — var hér 4 stig hiti á Reaumur. I dag er aftur norðaustan hríð með mik- illi snjókomu og stormi. Heilsu- far er hér allgott nú um hríð. — Uppboð var haldið hér nýlega. Mr. Skúli Sigfússon seldi nálægt 60 kýr og kvígur, tvævetrar og eldri, og ýmislegt fleira. — Það er alveg eins og heima aö vera á uppboði hér, sama fjörið !! En hér er samt aldrei vín veitt með- an á uppboði stendur. — Kýrnar seldust frá 26 upp í 45 dollara, og var 8 mánaða frestur á greiðslu verðsins rentulaust. Skúli veitti gestum sínum höfðinglega, og all- ir fóru víst þaðan glaðir, en marg- ir með nokkuð stóra skuld. Svo verða nú víst ekki fréttirnar meiri í þetta sinn. Eg verð að masa við þig eitthvað annað. Þú baðst migeinusinniað segja þér, þegar eg væri kominn hing- að, hvort eg álíti betra að vera hér eða heima, og hvort Islend- ingum líði betur hér yfir höfuð en heima. Eg ætla að svara síðari spurningunni, að því leyti sem eg til þekki. Eg hygg, að öllum þeim, er lifa af búskap og dag- launavinnu, líði yfir höfuð beturi hér en heima. Fátækir menn, sem hafa heilsu til að vinna, gefa mikiö betur haft ofan af fyrir sér og sínum hér og hafa alment betra! viðurværi en heima, og miklu meiri líkur til að geta komið börn- um sínum ,,til manns". Kyn- slóðin, sem hér er að vaxa upp, ber þess líka óræk merki. Hún er þrekmeiri og frjálslegri en al- ment er heima. Veldur því bæði hollari og kjarnmeiri fæða, minni vosbúð og léttari vinna, og þó hafa menn hér fult svo mikið gagn af börnum sínum til vinnu. Hér úti á landinu ganga börnin á skóla um sumartímann, og hefir það eflaust holl áhrif á líkamlegt upp- eldi þeirra, eins og andlegí, því i samfara því er holl hreyfing, bæði j i á skólagöngunni og stundum við j j létta vinnu á kvöldin þegar þau koma heim. En þrátt fyrir það ; j þó mönnum líði hér alment betur, j þá fara fjölda margir hingað með j j falskar vonir um það, hve fljótt j og auðvelt það sé að afla sér auðs j hér. Það er satt og rétt sem Jón j Ólafsson kvað um það: ,,Virðar ! nýtir vel hér dafna, með vinnu og guðs hjálp lukkast það“ (að safna | auði). Margir sem koma hingað félausir eru nú orðnir í góðum efnum, og ekki allfáir þeirra auð- menn, eftir íslenzkum mæli- kvarða.fjj] En þeir hafa orðið að leggja hart á sig fyrstu árin, einkum þegar þeir hafa haít j fyrir fjölskyldu að sjá, og gróða- brautin hefir verið regluleg þyrna- braut fyrir marga fyrstu árin með- an þeir voru að koma fótum und- ir sig, en hér vinna allir í f u 11 r i trú um góðan árangurverka sinna. Og það gefur flestum byr undir báða vængi. Hér sjá ! menn líka, að ekki dugar að í treysta á ,,sveitina“. Félausum : mönnum er hér víðast hvar hjálp- að drengilega þegar þeir koma. En eftir fyrsta árið, þegar þeir I eru komnir ofurlítið á laggirnar, þá er ætlast til,að þeir hjálpi sér sjálfir, ef þeir hafa heilsu, Þetta hefir góð áhrif. Það skapar sjálfstæðan hugsunarhátt og drep- ur ,,sveitarstyrks“ hugsunina, ; sem er íslands versta átumein og j gengur eins og rauður þráður j gegnum þjóðlífið í ýmsum mynd- j um. : Þegar nú hér við bætist, að ; menn koma óneitanlega í betra land, með reglubundnara tíðarfar; komast í sambúð við þjóð, sem i hefir það aðaleinkenni, sem fylgir j hverjum hennar einstaklingi, að : vilja vera sem sjálfstæðust, kom- ast inn í frjálst og fjörugt verzl- ! unar og viðskiftalíf, — þá skapar í þetta alt nýjan og dáðmeiri hugs- unarhátt, meiri starfsemi og fjör- | ugri framkvæmdir en alment er j heima. Og þegar þar við bætist, ! að menn sjá þess daglega dæmi, j að dugnaður og hagsýni ber hér j ríkulegan ávöxt, þá er það eðli- j legt þó menn. verði hér dugmeiri ; og hagsýnni en heima. Eg er j viss um það, að ef einhver gæti í gert það kraftaverk að fá breytt hugsunarhætti bændanna og verka j lýðsins á Islandi, svo að hann j vrði eins og hann er hér, þá j mundi margur lifa góðu lífi heima, I sem nú flýr þaðan að eins af því j hann getur eigi lifaö þar viðunan- legti lífi. Það er ekki einungis j eldur og ís og illviðri sem hamlar j því, að menn geti lifað góðu lífi á íslandi. Það er úreltur hugsun- arháttur, hálf kyrkt framfarabrölt. j Og þetta eru gamlat menjar af j j stjórnarfarslegri og viðskiftalegri j kúgun og harðstjórn, sem enn þá1 á djúpar rætur í þjóðeðlinu, sem það er búið að gegnsýra í margar aldir og drepiö hafa dáð og dug! úr þjóðinni. Nei, það er ekki I eingöngu jarðveginum á íslandi; og óblíðu náttúrunnar að kenna j þó við höfum inargir orðiö að flýja þaðan, af því við höfum lið- j ið þar efnalegt skipbrot. Eg er þess fullviss,, að Islandi gæti ekki hlotnast meira happ, j heldur en ef svo sem þúsund ís- lenzkra bænda, sem komnir eru í efni og búnir að læra vinnuaðferð- j ir hér, væru komnir með. bú sfn j og búsáhöld heim til íslands, og1 önnur eins tala af verkamönnum í ýmsum iðnaðargreinum,»og gætu ! kent þar vinnuaðferðir, sem h’tr tíðkast, og komið inn hjá þjóð- inni hugsunarhætti hérlendrar al- þýðu. Það væri innflutningur sein betur borgaði sig fyrir Island en aö flytja heim norskan og sænskan bæjarskríl. íslendingar hafa sýnt það hér, að þjóðin á til í eðli sínu dugnað og hagsýni; en þó sorglegt sé að þurfa að segja það, hefir þjóðflokkurinn þurft að komast undan íslenzku ánauðar- oki þrælbundins vanaogdáðleysis- mollu — þurft að komast undir á- hrif af frjálsu þjóðlífi — til þess að geta sýnt hvað í honum býr. Því hvað sem hatursmenn vestur- fara segja heima, þá verður því ekki neitað, að þjóðflokkurinn ís. lenzki hefir áunnið sér hér álit stjórnar og þjóðar fullkomlega á borð við hvern annan þjóðflokk; og áf því ættu Islendingar heima að vera stoltir, en ekki að reyna með öllum móti aö svívirða niður þjóðflokk sinn hér. íslenzkir verkamenn eru álitnir hér með bezu verkamönnum, þegar er þeir hafa lært vinnuaðferðina. ís- lenzkir bændur, sem hafa komið hér félausis, hafa eftir nokkur ár átt meiri eignir en (og lifaö þó fult eins góðu lífi eins og) hér- lendir menn og Englendingar, sem byrjað hafa búskap sainhliða þeim með talsverðum höfuðstól. Svo er það hér í bygðinni, og er viðurkent af Englendingum, og mun þessi bygð engin undantekn- ing vera með það. íslenzkir námsmenn eru taldir hér með þeim sem bezta námshæfileika hafa af þeim er skólana sækja, og íslendingar eru að smáfæra sig upp á skaftið með að ná í arð- samar stöður og ýmsar af þeim sem taldar eru heiðursstöður, og er það Islendingum hér og heima sæmdarauki. í þeirri grein hefðu Islendingar hér getað verið komn- ir feti framar ef ekki hefði skort samheldi. Eg[er þess fullviss, að íslenzkir unglingar og bændaefni, sem vilja læra praktiska búnaðarhætti, gætu ekki varið. æskuárunum bet- ur en að koma til Canada og vera hér daglaunamenn hjá bændum úti á landi 2-3 ár, og læra búnað- araðferð og vinnuaðferðir, og auk þess gætu þeir safnað sér fé, því fyrir unga og hrausta verkamenn, sem eru sparsamir og reglusamir, er hér góður og viss gróðavegur. Þeir mundu vera vissir að hafa hér 600 kr. um árið fyrir utan föt og fæði. Svo þeir kæmu heim aftur bæði nýtari menn og auð- ugri. — Islendingar hér unna ís- landi fult svo heitt sem íslending- ar heima. Alt of margir hanga heima með þeirri hugsun: ,,Eg vildi eg væri kominn til Ameríku. Hér er engin framtíðarvon fyrir mig og mína. ‘ ‘ Þessi hugsunar- háttur skapar kjarkleysi og stefnu- leysi. Eg veit hér er fjöldi manns, sem hugsar svo: ,,Eg skyldi fara heitn og vinna fósturjörð minni gagn, ef eg héldi það yrði að liði, ef eg héldi eg gæti lifaö og starfað þar jafnfrjálst og hér og með jafn- sterkri framtíðarvon fyrir mig og mína eins og hér. “ En til þessmokkur íslendingur þyrði að flytjá heim, yrðu sam- göngur, viöskiftalíf og stjórnarfar að breytast stórum heima. Það þyrfti að vera byrjað að leggja járnbrautir, nota aflið í fossunum til að knýja áfrain vinnuvélar, svo mannshöndin þyrfti ekki að vinna alt hjálparlaust. Það yrði að vera kominn ritsími til lands- ins, og yfir landið, og samgöngur á sjó, að minsta kosti, helmingi meiri en nú er. Það yrðu að vera komnir akvegir fyrir vagna, þar sem ekki væru járnbrautir. — Þetta er alt þægindi eg starfs- meðul, sem Ameríkumaðurinn hefir, hverrar þjóðar sem hann er. Væri öllu þessu kipt héðan, þá væri þjóðarframförin minnien húner. Væri alt þetta komið á á Islandi, þá væri þjóðarframförin m e i r i. Trúin á þjóðina og land- ið sterkari en er. Væri komin járnbraut frá Akureyri til Reykja- víkur, og þaðan austur í Rangár- vallásýslu, þó eigi væri meira, og frá Akureyri og Sauðárkrók inn eftir fögru sveitunum, Eyjafirði og Skagafirði. Væri komin sigl- ing eftir endilöngu Lagarfljóti, og búið að taka Fljótsfossinn í vinnu til að knýja fram vélar — og búið líka að beizla fleiri fossa á landinu til að láta þá vinna og létta á mannshöndinni; já, þá færu ýmsir góðir drengir hér að hugsa um, hvort ekki væri rétt að snúa heim í gömlu átthagana; og ef að þing og stjóín yrðu þá búin að fá trú, sem sýndi sig í verkinu, trú á landi og þjóð, svo sterka, að hún þyrði að senda -hingað skip til að flytja fólk heim með góðum kjörum, þá færi það ekki tómt aftur. Það er mín spá. Eg hefi oft hlegið íhuga mínum þegar eg hefi séð járnbrautarlest- ir þjóta hér áfram í vetur, og þegar eg hefi húgsað til þess, hve skelkaðir margir urðu þegar dr. Valtýr var að berjast fyrir því að rannsakað væri, hve mikið járn- braut mundi kosta frá Reykjavík austur í Árnessyslu. ,,Að leggja járnbraut hérna á Islandi, þar sem alt fer á kaf í snjó“, sögðu menn, ,,það er óðs manns æði! “ En þetta er hégilja. Hér í Ame- ríku er víða mikið snjóþyngra en á Suðurlandi, og íveturhefir víða verið hér eins snjóþungt eins og hvar sem er á íslandi, og þó er það undantekning ef lestagangur teppist. Svo mundi verða víðast á íslandi. Aðalatriðið er: Trúa menn því, aö járnbrautir hafi sömu áhrif á íslandi eins og hér og annarstaðar? Þau áhrif, að bygðin þéttist meðfram þeim, nýir atvinnuvegir komi npp, og þeir gömlu blómgist, fólkið fjölgi, framleiðslan og verzlunarmagniö margfaldist? Hvert það land, sem ekki hefir þau skilyrði að geta fylgst tímanum í notkun verkvéla og samkyns samgöngu- færa og aðrar þjóðir nota, það land getur ekki alið framfaraþjóð, þjóðin dregst aftur, þjóðlífið visn- ar og trúin á það deyr. — ísland hefir eitt framfaraskilyröi framar en mörg önnur lönd. það er hið ómælanlega afl, sem liggur í foss- unum, til að knýja fram verkvél- ar, rafmagnsvagna o. fl., ef fram- takssemi vantaði eigi til að nota það. — Eg hefi nú þá trú, að alt það, sem eg liefi talið að væri skilyrði til framfara, gæti þrifist á íslandi, ef þjóðin gerði nokkurn tíma annað en ,,sakna og trega — en enginn vaknar. “ En rnáske nú sé morgunroðinn runninn heima hjá ykkur? Gleði- legt væri ef svo er. Þið hafið nú fengið nýja stjórnarskrá; nýtt þjóðarmerki til að berjast undir og, í fyrsta sinn, nýjan íslenzkan ráðgjafa, og, það sem eg tel mest um vert, þið hafið fengið í ráð- gjafasætið góðan Islending, góðan dreng, sem var hngsjónamaður, áður en hann varðráðgjafi. Vænt- anlega fylgja hugsjónir hans hon- um í ráðgjafasessinn, og hans góðu ættareinkenni: framkvæmd- arsöm stjórn. Skáldið sem kvað

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.