Lögberg - 05.05.1904, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.05.1904, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDÁGINN 5. MAÍ 1904- NÝOPNUD YINSOLUBUD í SELKIRK Heildsala Smásala Naegar birgBir af vfnum, liquors, öli, bjór og öörum víntegundum. Vér seljum aö eins óblandaðar yíntegundir Þegar þér komiö til Selkirk þá heimsækiö okkur. Beint á móti Bu/locks Store, Eve/yn five.. SELK/RK, MAN. ERUÐ ÞER AÐ BYGGJA? EDDY’S ógegnkvæmi byggingapappír er sá. bezti. Hann er mikið sterkari og þvkkari en nokkur annar (tjöru eða bycginga) pappír. Yincíur fer ekki i gegn um hann, heldur kulcía úti og bita inni, engin ólykt að honum, dregur ekki raka í sig, og spillir engu sem hann liggur við. Hann er mikið notaður, ekki eingöngu til að klæða hús með, heldur einnig til að fóðra með frj’stihús, kælingarhús, mjólkurhús, smjörgerðarhús og önnur hús, þar sem þarf jafnan hita, og forðast þarf raka. Skrifið agentum vorum: TEES & PERSSE. WINNIPEG, eftir sýnishornum. Tlie E. B. Edilf €0. Ltil., II11II. Tees & Persse, Agents, Winnipeg. LOAíi AND e CANADIAN AGENCY CO. LIMITED. Peningar naBir gegn veBi S rsektuBum bújörðum, með þægilegum skiimalum, RáðsmaBur: Virðingarmaður: Ceo. J. Maulson, S. Chrístopl\erson, 195 Lombard St., Grund P. O. WINNIPEG. MANITOBA. Lan(Itil sölu i ýmsum pörtum fylkisins með láguverð og góðumkjörum, m*mm*mm**m**mmmm*m**m***mm m m # Við búuni til að ein«s £ * m m m m m m m m BEZTU TECUND AF HVEITI. m m m Okkar „PREMIER HUNGARIAN" * tekur öllu öðru fram. Biðjið kapmanninn yðar um það, H Manufactured u*' —n ALEXANDER & LAW BROS., ♦ * .BKANDON, Man. * mmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmrnm ísland hið nýja. Kafli úr sanll«»ctisricðu fyrir minnl íslands 18. Marz 1904 f Reykjavfk. Eftir Björn JónssoN ritstj. ísaf. T>etta eru mefkis-tímamót sög 1 vorri. Ný stjórnarskrá: ný stjórn. Mörgum finst því sem vort forna Frón hafi kastað ellibelg og ger- ist nú ungt í annað sinn. Hvers mundum vér óska Is- landi hinu nýja, ef vér hittum óska- stunTina ? Þrjár mega þær vera, óskirnar, eftir óskastunda-þjóötrúnni. Eg vil fyrir mitt leyti nota þetta tækifæri til aö kveöa upp úr um, hvernig eg mundi vilja hafa þær: Fyrstu óskina á eg, þótt kyn- legt sé, ekkert orö yfir, sem mér líkar sjájfum. Vér vitum, hvað er aö vera myrkfælinn. Ct af því oröi hefir veriö búið til orðiö ljósfælinn. Þá vakir fyrir mér þar út af eitt ný- yröi enn, orðið ljóssækinn. Mér Jíkar þaö ekki, en verö aö notast viö það, og leyfi mér að skýra þaö, gera grein fyrir, hvaö eg á viö og hvað felst í þeirri hugsun, er fyrir már vakir, er eg óska, að lýður sá, er þetta iand byggir, væri h i n Ijóssæknasta þjóö í heimi. Eg fekk fyrir mörgum árum bréf frá íslenzkri konu í Ameríku, er gift var enskum heföarmanni, göíugri konu og vel mentaöri. Ef eg ætti mér óskastund, kvaö hún, mundi eg óska mér þess, aö eg væri svo sterk, aö eg þyrfti ekki annað eri aðjbregöa taug um Snæ- fellsjökul og gæti þá dregið Is- land suöur í mitt Atlanzhaf. Vér vitum, að þetta er ósk, sem aldrei getur ræzt, eftir orös- ins bljóðan. En hitt getur vel ræzt, aö vér færumst í andiegri eöa óeiginlegri merkingu það suöur á bóginn, það nær hinum mentaöa heimi, nær sólarbirtunni og sólarylnum, sem því svarar, ef Jandiö sjálft færöist suður í mitt Atlanzhaf. Vér getum iátið í þeirri merk- ingu opnar standa allar dyr, þær er vita mót austri og suöri, mót blessaöri sóbnni í upprás hennar og hádegisstað, en haft hinar harölokaðar, þær er snúa í kulda- áttina og myrkurs, hlaðið öflug- ann skjólgarö fyrir noröan næð- ingnum og kóigunni,—í andlegri merkingu. Vér getum ieitaö meiri sam- b’endni viö aörar þjóðir en vér höfum gert, einkum þær sem næstar oss eru líkamlega og and- lega. Því er vel tekiö þar. þaö er áreiöanlegt; og vér getum haft ómetanlega mikiö gott af því, beiniínis og óbeinh'nis. Vér get- um fariö aö dærni býfiugnanna, flogið víösvegar, sogiö hunang af hverju blómi og fært heim J búiö hjá oss. Einmitt það hafa Jap- anar gert, hin mesta framfaraþjóö í heimi um vora-daga. Hnekki getum vér engan af því haft, ef vér kunnum meö aö fara. Oss getur þá engin hætta af því staðiö, hvorki tungu vorri né þjóö- erni né þjóðfrelsi voru. Enginn út í fr^leitar nú fram- ar á tungu vora né þjóðerni. Svo er fyrir að þakka mikil- mennum þeim, er vér áttum á öldinni sem leiö, — áttum sjálfir eöa áttum aö. Það var mikiimennið Rask, út- lendingurinn, sem fann, að tunga vor var kongsdóttir í álögum, skii- getin systir forntungnanna suö- rænu, er skipaö höföu þá um langan aldur öndvegi í heims- mentuninni, en móöir norrænu tungnanna, er þá liföu og lifa enn. Hann hóf hana til sætis þeim viö hliö. Konráð Gíslason færöi hana í drotningarskrúðann, lagöi yfir heröar henni hina dýru guðvefjarskikkju, er hvergi mátti á sjá blett, né hrukku þ^ð þoldi í hann ekkí. Þaö var hans mikla æfistarf. Jónas Hallgrímsson setti á hana faldinn, skínandi bjartan, og kendi henni mjúklegan limaburö og tígulegt látbragð. Jón Sigurösson — hans mikla stjórnarbarátta var í insta eðli sínu barátta fyrir þjóöerni voru, fyrir því,aö .þaö væri látið óáreitt og í jöfnum metum viö þjóöerni annarra þjóöa af sama kynstofni. Oss er því alveg óhætt aö hætta aö miklast af einangruninni, þykj- ast af því, aö flest meö oss sé því ólíkt og frábrugðiö, er gerist ann- arsstaöar. Vér glötum éngu, sem oss er dýrmætt og á dýrmætt aö vera, þótt vér gerum þaö. Önnur ósk mín mundi veröa sú, aö vér værum oröin hin ment- aðasta þjóð í heimi. Einhver hin mesta skaðræöis- kenning, er hér hefir flutt veriö, er sú, aö vér séum nú þegar og höfum lengi veriö einhver ment- aðasta þjóö í heimi. Að sjá það ekki og skilja, aö lestrarkunnátta og skriftar er í sjálfri sér engin mentun, heldur aö eins mentun- artæki, nauða gagnslítil, ef þau eru látin ónotuö, heldur lofaö aö ryöga og veröa aö engu, eins og hver önnur tól, sem svo er meö fariö. Eöa hitt, aö ímynda sér, aö bókvitið eitt sé mentun. „ QTil þess aö menta þjóö þarf sama verklag og til aö yrkja iand. Þaö verður aö byrja á því aö hreinsa jaröveginn og bæta. Fyr er ekki til neins að sá í hann eöa bera á hann. Það er efirt verk, örSÍugasta verkiö. En ekki veröur hjá því komist. Þaö stoðar ekki að hlífa sér viö því. . Meingrýti heimsku og hleypi- dóma veröur að pæla upp eöa þá sprengja, ef ekki veröur viö ráöið öðruvísi. Fúamýrar þekkingar-káksins veröur aö ræsa fram, eí þar á að hætta aö spretta gráhvít, kjarn- laus sina, en koma í hennar staö hollur gróður og helzt töðugæfur. Og stinga verður á grænmosa- dýjum vanþekkingar-gorgeirsins. Vatniö tómt og mosinn er fyrir- staöa fyrir hollri rækt, og annað ekki. Þessi undirbúnings-iöja er ekki einungis erfiö og miður skémtiieg, heldur einnig miður vel þokkuö. þeir mega'ekki vera of mjúkhent- ir, sem þar viija láta eitthvaö undan sér ganga, og þeir mega ekki kippa sér upp viö það, þótt hljóð heyrikt einhversstaðar. Grjótsprengingum fyigja hvell- ir, og grjótflögurnar fljúga í ýms- ar áttir. Vér könnumst við það, blaðamennirnir, þegar þeir, sem horft hafa á, flýja þá í ýmsar átt- ir og þora-hvergi nærri aö koma, fyr en ef þeir sjá, aö brotin lenda á húsum náungans, en ekki þeirra. Þá hafa þeir sig aö aftur og — eru kátir. Mér ofbauö aö sjá í túnum í Færeyjum krökt af jaröföstu stór- grýti. Þetta sést þó ekki í tún- unum í Reykjavík og þar í grend, hugsaöi eg. Aldrei kemst iand í viðunaniega rækt, ef meingrýtiö er látiö í friði. Síöasta óskin en ekki sfzta er sú, aö vér værum orðin hin trú- ræknasta þjóð í heimi. Engin vantrúuö þjóö hefir nokk- urn tíma blessast til langframa. Svo segir og í hinni fegurstu og djúpspökustu tölu, er nokkurn tíma hefir mannlegt eyra heyrt: ,,Sælir erfl hreinhjartaöir, sæl- ir eru hógværir, sælir eru misk- unnsamir“, o. s. frv. þ. e. sælir nú þegar, í þessu lífi, í þessum heimi, og ekki aö eins annars heims. Yður þykir, býst eg við, mikið í boriö, er eg kemst svo að orði, aö eg vilji láta þjóö vora veröa mentaö-a sta og trúrækn-asta þjóð í heimi o. s. frv. En óskir eru hugsjónir, mark- miö. Því hærra, sem markmiðiö er sett, því ríkari á aö veröa áhug- inn aö komast að því. Þaö tekst ekki þrautalaust. Konungsdótturina og hálft kon- ungsríkið hlutu þeir einir, sem þrek og áræöi höföu til aö vinna þrautir. Og þeir einir eiga þaö skiliö. Þeim einum veröur hnoss- iö aö happi, en ekki hinum, sem hún fellur í skaut úrskýjum ofan, fyrirhafnarlaust. ,,Vér erum fáir, fátækir, smá- ir“, svara einhverir, býst eg viö. Gyðingar voru fáir, fátækir, smáir, og uröu þó útvalin þjóö Drottins, öndvegisþjóð heims á sínum tíma. Grikkir voru fáir, fátækir, smá- ir, og urðfl þó á skömmum tíma, til þess aö gera, öndvegisþjóö heims í inentun, listum og vís- indum. Þær eru máttugri í veraldleg- um efnum, stórþjóðirnar. En andlegt ágæti er því ekki sainfara nema stundum. Og vissulega hefir skaparinn ætlaö smáþjóðun- um sitt hlutverk ekki síður en hin- um. Allar framantaldar óskir geta raézt. Vér erum ekki svo fáir, fátækir, smáir, að oss sé um megn aö láta þær rætast. Berum merki þjóðar vorrar hátt. Það er aldrei of hátt boriö, ef rétt er stefnt, og af viti og með nægilegum áhuga. Með þessum formála bið eg yö- ur, kærir vinir og bræöur, að taka undir með mér: Blessist, dafni, blómgist ísland hiö nýja ! —ísafold. CATARRH LÆKNAST EKKI ' með áburði, sem ekki nær að upptökum veikinnar. Catarrh er sýki í blóðinu oc byggingunni. og til þess að lækna verðuT að vera iuntaka; Hall’s Catarrh Cure er tekið inn og‘verkar á blóðið og slímhimn- urnar. Halls Catarrh Cnre er ekkert skotturaeðal. Það hefir hl inargra ára verið ráðlagt af helztu læknum heimsins. Það er tett saman af beztu hressandi efnum ásamt blóðhreinsandi efnum sem verka á slímhimnurnar. Samsetning þessara efna hefir þessi læknandí áhríf á Catarrh. Sendiðeftir gefins vottorðum F. J. Cheney & Co,, Toledo, O.. Selt í öllum lyfjabúðum á 75C. Halls Family Pills eru þær beztu. Hej’rnarlej^si kemur ætíð af bðlgu, og ef vel lyktandi sölt eru brúkuð í óhófi. Til þess að fyr- irbyggja heyrnarleysi ætti að lækna bólguna með 7 Monks’ töfrasmyrsli. EFTIRSPURN um hvar Ólafur Gunnar sonur Kristjáns sál. Sigurðssonar Back- mann er niöurkominn. Kristján sál., faöir Ólafs, mun hafa flutt frá Meðalheimi á Sval- barösströnd viö Eyjafjörð til Ont., Canada, og þaöan aftur tii Nýja íslands, Man. á fyrstu árum land- náms þar, og svo þaðan hingaö suöur í Víkurbygö, N. Dak. og dó hér síöastl. ár cg lét|eftir sig tals- veröar eignir, og er eg gæzlumaö- ur þeirra á meðan þessi meöerf- ingi er ekki fundinn, eða þar til skilyröi laganna er fullnægt. Sé því nokkur, sem veit um þennan Ólaf Gunnar, óska eg hann geri svo \æl og láti mig vita þaö. Mountain, N. D. 28. Febr. 1904. Elis Thorvaldson. ARiKBJORN S. BARDAl Selnr likkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfiemur selur ann alls konar minnisvarða og legsteina. Telefón 306 Heimili á ho'-nRoss ave og Nena St. Dr. O. BJORNSON, 650 William Ave. Ofpice-tímab : kl. 1.30 til 31 og 7 til 8 e.h Telefón: 89, Clare ofnar, eldavélar, „Furnaces“. „HECLA“ fyrir kol og við. „HILBORN" fyrir við eingöngu. Þessir ,,furnaces“ hafa Arum saman reynst mjög vel og vaxa í áliti. Teir eru mjög full- komnir. Þeir eru mjög endingargóðir, og engin tegund af Furnaces eyðir minni eldivið. Þeir borga sig mætavel. Öllum líkar vel við þá. Kaupið að eins þær tegundir af ofnum, eldavélum, „Furnaces“, sem hafa gott orð á sér. Búið til af CLARE BR05. & CO., Preston, Ontario Clare & Brockest, Agentar 246 Prlncess St., WINNIPEG. Skrifið eftir verðskrá. MAN. Thos. H. Johnson, íslenzkur lðgfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: Room 33 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. & Main st. Utanáskrift: P. O. box 1361, Telefón 428. Winnipeg. M&nitoba. DEM.HALLDÖRSSON, Er að hitta á h verjum viðvikudegi i Gr&fton, N. D., frá kl. 6—6 e. m. ELDID VID GAS Eí gasleiðsla er um götuna ðar leið- ir félagið pípurnar að götu línunni ókeypis Tengir gaspfpur við eldastór sem keyptar hafa verið að þvi án þess að setja nokkuð fyrir verkið. GAS RANGE ódýrar, hreinlegar, ætíd til reiðu. Allar tegundir, $8.00 og þar yfir. Komið og skoðið þær, The Winnipep Etectrie Slreet Railway Co., G&8bw Aeildin 215 PoBKTAðB AVBMUB. Okkar l Soda í í I; Fountðins eru nú til reiðu. Fáiö yöur drykk Verð: ^ískaldir j gos- drykkir 5c. Isrjóma-' Soda ioc. ; ísrjóma Soda meö aldina- lög .. . ioc. THORNTON & ANDREWS, ®}.0o _ MAIN ST ortage Ave ! Cor C oiony.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.