Lögberg - 05.05.1904, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.05.1904, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGIMN 5. MAÍ 1904. iföghcrq cor. Williaia Ave.[& Nena St. SBinniprg, jRan. M. PAULSON, Editor, J-ÍA. HLON'IjAL. Bus.Manager, VTANÁSKRIPT : The LÖGBERG PRINTIKG & PTBLCo.. V. O, Bvx.l.3t)., Winnipeg, Man. Fylkiskjörskrárnar. Fylkisstjórnin hefir nú látiö þaö boö út ganga í stjórnartíö- indunum, aö nýjar fylkiskjörskrár veröi samdar á yfirstandandi og næsta mánuöi — frá 25. Maí og fram í fyrstu vikuna í Júní. I næsta blaöi skýrum vér frá því, hvar skrásetning feriram í þeim kjördæmurn, sem Islendingar eiga heima í. Allir ættu að láta sér vera um þaö hugað að koma nöfnum sín- um á kjörskrá. Ef þeir eiga til- kall til þess, því að svo getur auöveldlega fariö, jafnvel þó ekki sé útlit fyrir það nú, að kjörskrár þær, sem nú veröa samdar, verði notaðar viö kosningar. Bæði geta aukakosningar korniö upp í hvaða kjördæmi sem er þegar minst varir, og svo er ekkert ann- að líklegra en stjórnin breyti kosningalögunum á næsta þingi til þess að halda uppteknum hringlandahætti; og takist henni vel í þetta sinn að bola út nöfn- um andstæðinga sinna, þá er alt eins líklegt að hún haldi kjör- skránum í gildi þangað til næstu almennar kosningar fara fram. Undir öllum kringumstæðum ættu allir frjálslyndir menn að láta sér eins ant unrskrásetning þessa eins og þó kosningar væri fyrir dyrum, það áminnum vér þá um, og minnast þess, aö ef eftir vanda lælur veröur alt mögulegt gert til að halda nöfnum þeirra frá skrán- um. Fylkisréttindi Norðvesturlandsins. Viss flokkur manna heldur lát- lausum æsingum á loíti út af því, aö Dominion-stjcrnin ekki veiti Norðvesturiandinu eða vissum hluta þess fyikisréttindi. Mr. Haultain stjórnarformaður Norð- vesturlandsins og Mr. Bulyea starfsmálaráðgjafi hans voru í síö- astliðnum mánuði staddir í• Ott- awa. Kröfur þeirra nú eru hinar sömu og í fyrra: aö Alberta, As- siniboia og Saskatchewan verði viðurkent sem eitt fyiki er fái til- töluiega sama fjárstyrk frá Dom- inion-stjórninni eins og önnur fylki sambandsins. En þaö eru fremur litlar líkur til, að þétta fáist aö svo stöddu. Sagt er að stj Tain áiíti, að með því Nórð- vesturlandið sé nú sem óöast aö byggjast og bygðin óöum aö breiö- ast norðureftir, þá sé langt um betra fyrir Norövesturiandið sjálft að gera engar breytingar að svo komnu. Þingmenn og aðrir leiöandi menn Norövesturiandsins eru langt frá því aö vera allir á sama máli hvaö þetta fylkisréttinda at- riöi snertir og því ekki viturlegt af stjórninni aö hrapa aö neinu meö- an þannig standa sakir. Frjálslyndu þingmennirnir draga engar dulur á það, aö þeir séu mótfallnir stefnu og kröfum Haul- tains í málinu og aö þessar enda- lausu kröfur hans og æsingar sé geröar í því einu skyni aö hjálpa flokksbræörum hans meö þeim til aö ná völdum í Ottawa. Þeir fuilyrða, meira aö segja, að al- þýða manna sé alls ekki áfram um sjálfstjórn þá, sem Mr. Haul- tain og afturhaldsflokkurinn fer fram á. Frjálslyndu þingmennirnir þykjast vita vissu sína þ ,því, að andstæðrhgarK't)oinfniÓn48t}órna«^ innar hafi sannfærst.úm, aö þeif fái ekki mikið fylgi á meöal Norö- vesturlands-bændanna ef þeir hafi ekkert annað að bjóöa þeim en hækkaða tolla og dýrari nauö- synjavöru, sem auðsjáanlega hlyti að verða þeim til ills í öllum skiln- ingi; þess vegna hafi þeir komið sér niður á þennan sjálfstjórnar- planka, sem þeir ætli aö hafa gott af viö næstu Dominion-kosningar í þessum vissa hluta landsins, því að með honum betur en nokkuru ööru veröi hægt að draga hugi bændanna frá tollmálinu. Einn írjálslyndi Norðvestur- lands-þingmaöurinn heldur því fram, að ef fylkisstjórn kæmist á í Norðvesturlandinu eins og Mr. Haultain fer fram á, þá fylgdu því skattar á bændurna í Alberta, Assiniboia og Saskatchewan, sem þeir hingað til hefðu lítið eða ekkert haft af að segja. Allir skattar í Manitoba eru taldir aö vera um $20 á hverja 160 ekra bújörð að meðaltali, en í Norö- vesturlandinu ekki yfir $6.00—ti alþýðuskólanna. Þetta segir hann að almenningi sé kunnugt um og vegna þess sé langt frá því, aö þaö sé almennur vilji inanna að Mr. Haultain fái kröfum sín- um framgengt. En svo er enn eitt attiði, og þaö mjög þýðingarmikiö, í þessu sambandi. Vestur eftir Norö- vesturlandinu sunnanveröu liggur C. P. R. aðalbrautin og þar er nú bygöin langþéttust og má svo heita, aö sem stendur hafi sáhlut- inn einn alt að segja í opinberum málum. En slíkt veröur ekki ti lengdar. Nú er bygöin óöum að færast út noröureftir, og með því þar eru landkostir betri, hlýtur bvgöin með tímanum ogauk held- ur innan skamms að veröa þéttari þar og fjölmennari en að sunnan- verðu. Þeir sem kunnugir eru landslagi og loftslagi- í norður Al- berta og Saskatchewan og hafa þá trú, aö þar verði miödepill bygðarinnar í Norövesturlandinu, halda því fram, að sá hluti lands- ins mundi ekki þakka fyrir aö láta þá menn ráöa framtíðar-stjórnar- fyrirkonlulaginu, sem hann verö- ur með öllu óviökomandi. Því er ennfremur haldið fram, og ekki að ástæðulausu, að svæöi þaö, sem Mr. Haultain fer fram á aö veröi gert aö einu fylki, sé alt of stórt. Yfir höfuö mælir svo margt á móti kröfum Mr. Haultains og vina hans, en svo fátt meö þeim, að ekki er líklegt að s jórnin sjái sér fært aö veröa viö þeim, hvað fegin sem hún vildi og hvaö mikið sem hún kann að gjalda þess viö næstu kosningar. Vinsældir Edwards konungs. I dönskum blööum hefir nú fyr- ir skömmu veriö mikiö ritað um hátíöahaldiö í Danmörku, í sam- jandi við afmælisdag Kristjáns conungs IX., og hafa jafnframt lylgt ýmsar athugasemdir um gestina. Um Edward konung fer eitt blaöiö svofeldum oröum: ,,Þegar hin aldurhnigna Vic- toria drotning dó, og prinzinn af Wales átti aö taka viö stjórntaum- unum, eins og alment er aö orði komist, þá voru þaö æöimargir, sem efuöust um, aö honum mundi fara stjórnarstörfin vel úr hendi. Þeir hinir sömu báru þaö fyrir, aö prinzinn hugsaði miklu meira um kappreiöar og kappsiglingar en stjórnarstörf, og mundu því hinir miklu foringjar stjórqmálaflokk- ;anng ráöa lpgurp óg lofum, ver|5a konungar, aö öllu öðru en nafn- inu til, en konungurinn sjálfur að eins verkfæri í hendi þeirra. En þaö hefir sýnt sig aö ,Ed- ward konungur* er alt annar maöur en ,prinzinn af Wales', og eftir því aö dæma, sem enn hefir fram komiö, er hann vel á veg kominn með aö ávinna sér ást og traust þjóöarinnar, og viö- urkenningu sem góöur konungur og stjórnari, bæöi innan lands og utan. Hann er maður mjög ráö- settur og gætinn, og kærir sig ekki um, eins og embættisbróðir hans á Þýzkalandi, aö vasast í öllum hlutum milli himins og jaröar. Framkoma hans bervott um, aö hann viöurkennir aö hann eins og hver annar dauðlegur maður, ekki hefir fullkomna og ó- skeikula þekkingu á öllum hlut- um, og óskar ekki heldur eftir aö almenningur hafi það álit á sér. En viö mörg tækifæri hefir þaö komið í ljós, aö hann hefir til aö bera þann eiginlegleika, er Eng- Lndingum þykirhvað vænst um, og þeir kalla ,common sense*. Auk þessa er hann maöur mjög lundþýður og fljótur til aö átta sig á því, sem fram fer í kringum hann og skilja þarfir hinna ýmsu stétta þjóðfélagsheildarinnar. Eykur lipurö hans,' sem kemur fram í hvívetna, honum mjög al- þýðuhylli. Að öllu samanlögðu virðist þjóöin mega vera í mesta máta ánægð með konung sinn. Meðan konungshjónin dvöldu í Kaupmannahöfn fóru þau aö heimsækja prófessor Niels Finsen, sem liggur mjög þungt haldinn heima hjá sér. En Finsen var svo þungt haldinn, að hann gat ekki talað við konunginn nema örfá augnablik. Áður en Edward konungur tók viö ríkisstjórn. lék sá orðrórnur á, að honum þætti ekki mikið varið í að heimsækja tengdafólk sitt í Fredensborgarhöllinni í Kauþ- mannahöfn. Var sagt aö honum leiddist mjög þær heimsóknir, og að hann heföi alt sér til afsökunar til þess að komast frá Kaup- mannahöfn sem fyrst. En nú í ár virðist þetta hafa verið á aöra leiö. Konungur skemti sér þar vel, og fór þvert og endilangt um borgina, annaöhvort aleinn, eða þá einhver af ættingjum hans eöa tengdafólki með honum. Alls kostar ánægöur með Kaupmanna- hafnarbúa var hann þó ekki. Þótti honum þeir nógu forvitnir um sína hagi og nærgöngulir. Fékk því lögreglan, ,frá hæjri stöðum, ‘ skipanir um aö halda lýönum í skefjum. Edward konungur er að nafn- bót heiðursforingi riddaraliösfylk- ingarinnar í Kaupmannahöfn, og var fylkingin sýnd honum .meöan hann dvaldi þar. Avann hann sér hyili allra liðsmannanna fyrir lít- illæti sitt og kurteisi. Foringjar riddaraliðsins buðu honum til morgunverðar með sér og mælti konungur þar fyrir minni Kristjáns IX., á danska tungu. Krónprinz Þjóðverja var um sömu mundir staddur í Kaup- mannahöfn en ekki varöhann.eöa framkoma hans þar, aö neinu umtalsefni hjá æöri né lægri meö- al þjóöarinnar. “ Hvítu þrælarnir. Ókjör frönsku fiskimannanna VIÐ NÝFUNDNALANDSSTRENDUR. Um þessar mundir er veriö að flytja frönsku fiskimennina vestur um Atlanzhaf til að" sfuiitla hina árlegm þórskveiði á Nýfundna- lands-grunnunum og lifa næstu sex mánuði við mestu eymd og volæði. Litla franska St. Pierre-Mique- lon nýlendan sunnan viöNýfundna- land er fiskistöð Frakka við hinar miklu fiskiveiðar þeirra á Ný- fundnalands-grunnunum. Þar er haldið út fjögur hundruð skipum og við veiðina vinna tíu þúsund manns sem skoðaðir eru megin- mannafl franska sjóliðsins. í því skyni veitir franska stjórnin iðn- aöi þessum fjárstyrk eða verðlaun sem svarar sjötíu og fimm prócent af fiskverðinu og neyðir til vinnu þessarar meö útboöi unga menn í Atlanzhafsfylkjunum. Á grunnum þessum koma sam- an til fiskjar menn írá Nova Scotia, Massachusetts og Ný- fundnalandi, en af öllum þeim mikla grúa, sem þar kemur sam- an, eru kjör frönsku sjómannanna vafalaust lang aumust. Vinnan hlýtur ætíö að vera erfið og mjög hættuleg, en sjómenn annarra þjóða eru aö því leyti betur stadd- ir, meðal annars, að þeir ganga út í vinnuna af frjálsum vilja, ráöa sjálfir gjöröum sínum, geta róiö eða setið kyrrir í landi eftir eigin geöþótta. Frönsku sjó- mennirnir aftur á móti eru útboös- þrælar, sem ekki geta á neinn hátt fengið kjör sín bætt, hversu aum sem þau eru, hvað þá annað meira. St. Pierre er aðalhöfnin og skipalagið fyrir Miquelon-flotann. Þar liggja flest skipin yfir vetur- inn og mennirnir eru fluttir til Frakklands >á haustin og vestur aftur á vorin. Fiskimennirnir eru varalið her- skipaflotans. Utboð getur náð til pilta þegar þeir eru sextán ára gamlir, en áður en þeir eru tekn- ir á herskipin verða þeir að vinna í tvö ár á landi viö fiskverkun og síðan í þrjú ár á botnverpingum sem sjómenn. Þá eru þeir tekn- ir á herskipin eftir þörfum, séu þeir hraustir. Þeir sem ekki eru álitnir hæfir til herþjónustu, veröa að halda áfram viö fiskveiöina. Nálægt miöjum Marzmánuöi ár hvert koma útboðsþrælar þessir saman í St. Malo, og eftir að þeir hafa verið skoðaðir og skráöir, eru þeir reknir eins og nautahjörö um borö á flutningsskip, sem flytja þá til St. Pierre, og þar er þeim skift niöur milli fiskiskipanna til sumarsins. Allan sumartímann eiga þeir viö bág kjör aö búa og vinna hvíldarlaust jafnt sunnudaga og alla aöra daga. Myrkranna á milli, og stundum löngu eftir að dimt er oröiö, vinna menn þessir hart og hvíldarlaust, og veröa aö beygja sig undir dutl- unga og grimd ölvaðra og harö- hentra ákipstjóra og búa við tak- markalausan óþverra og óþrifnað. Þeir sofa í daunillum, hálfdimm- um kimum, sem aldrei eru hreins- aöir og loftskifting kemst ekki aö. Rúmfatnaðurinn er hálmbindi undir og saltpokar ofan á manni. Viðurværið er hið óvandaðasta, fatnaöurinn þinn ómerkilegasti og kaupiö hið auöviröilegasta. Af sífeldri umgengni við lesti og of- drykkju.sljófgast allar góöar til- finningar mannanna; og takist þeim ekkiaö strjúka til Nýfundna- ]ands eöa Canada—-eins og mörg- j um hepnast árlega—þá draga þeir | bráðlega dám af félögum sínum og j sökkva sér niður í sömu spilling- una. Ógeðslegri stað er ekki unt að ! hugsa sér en fram í barkanum á frönskum botnverping, þar sem j tuttugu menn eða fleiri eru sam- an komnir.v;’ I ,,Captain Courage- ous“ dregur Kipling ófagra mynd af Frökkum viö þorskveiði á Ný- fundnalandsgrunnunum, en hann segir þaö öldungis ekki verra eða ljótara en þaö er í raun og veru. Til þess að fá rétta hugmynd um ástandiö þarf ekki annað en | leita í skjalasafni sjómáladeildar j stjórnarinnar á Frakklandi og renna augunum yfir skýrslu nefnd- arinnar, sem skipuð var árið 1897 j til aö rannsaka ástandiö í sam- bandi viö fiskveiöarnar, en sem aldrei var öll lögö opinberlega fram vegna hinna viðbjóöslegu og óttalegu lýsinga, sem þar voru gefnar. Jafnvel sá hluti skýrsl- unn4r, sem lagöur var fram, skýröi j frá svo viðbjóðslegu ástandi í jýmsum greinum, að reglurnar viö mannval á herskipin úr hópi fiski- j mannanna voru gerðar langtum strangari. I síöastliðnum Febrú- armánuöi var í St. Malo opinber- | uö grimd sem viöhöfð haföi veriö j á fiskiskipinu einu ogbræör tveir, j skipstjóri og stýrimaður, kæröir j fyrir að hafa ráðiö tveimur háset- um sínum bana. Annar maðurinn, sem drepinn var, var rithöfundur og feröalang- ur sem hafði gert sig út til aö kynnnast ástandi fiskimannanna og fletta ofan af meðferðinni á þeim væri hinar óttalegu sögur j sannar, sem af því höföu borist. j Þegarskipstjórinn komst að augna- j miöi mannsins, ofsótti hann hann j á alla vegu og varð að lokum or- sök í * dauöa hans. Maðurinn mótmælti ógurlegri húöstroku, sem yfir unglingspilt var látin ganga, og fyrir afskiftasemi þá var hann flettur klæðum, bund- inn við mastrið, húöstrýktur vægöarlaust og látinn liggja þar bundinn, nakinn ogsærður, marga klukkutíma í kuldaveöri. Annar háseti dó af illri með- ferö frá hendi skipstjórans, sem misþyrmdi honum og meðal ann- ars reif af honum bæöi eyrun. Lík þess manns var látið niður í saltpækilsstamp og síöan haldin yfir því drykkjuveizla. Litlu síð- ar var það brytjað niður í smá- ; stykki og stykkjunum fleygt út- byröis. Rithöfundurinn fyrnefndi hótaði að skýra yfirvöldunum frá illræðisverki þessu þegar á land kæmi, og til aö koma í veg fyrir þaö, fleygðu skipstjórinn og stýri- maðurinn honum útbyröis. Há- j setunum tókst þó aö bjarga hon- j um, en nokkurum dögum síöar j réðist stýrimaðurinn aö honum og j veitti honum bana meö ífæru,sem j hann lagöi í höfuöiö á honum. Unglingsdrengur reyndi að styrma yfir manninum dauövona og var húöstrýktur fyrir það og maðurinn látihn deyja hjúkrunár- laus á þilfarinu. Hann dó þar eftir fáa klukkutíma. Skipstjór- inn lét lík hans hanga í reiðanum tuttugu og fjóra klukkutíma, áöur en því var fleygt útbyröis, til aö láta skipverja sjá, hvaö biöi þeirra, sem sýndu sig í að flytja sögur af því sem á skipinu gerö- ist. Ættingjar mannsins fengu þó upplýsingar um alt þetta hjá ein- hverjum úr flokki skipverja, sem leiddi til þess, að morðingjarnir (skipstjórinn og stýrimaðurinn) voru teknir fastir og báöir dæmd- ir til að hálshöggvast. Sögur fara árlega aí samskyns eöa svipuöum grimdar og illræð- isverkum. Sfðastliðiö sumar kom skip til St. Pierre utan af grunn- um með skipstjórann brjálaðanog í járnum. Hann hafði í drykkju- skaparæöi ráöist á skipverja og myrt þrjá þeirra. Skömmu áður hafði skip farist.. í óveðri, og ekki nema tveir skipT; verjar af tuttugu og fjórum kom- ist lífs af, vegna þess skipstjórinn, sem var drukkinn og hélt á hlaðnri marghleypu, hótaði að skjóta hvern þann mann sem reyndi að rifa seglin. Árið áö- ur var skipstjóri dæmdur í æfi- langt fangelsi í St. Pierre fyrir að fara svo illa með tvo unglings- drengi, aö þeir biöu bana aí því. En það er aðeins í örfáum til- fellum, sem illmennum þessum er hegnt; langflestir illræöismenn- irnir sleppa óhegndir. Herskip eru þar stööugt á varðbergi, sem meðhöndla allar kærur gegn sjó- mönnum fyrir óhlýðni, og því þora menn ekki nema í • einstöku lilfellum aö bera sig upp undan meðferð og illverkum skipstjór- anna, sem æfinlega má búast við aö yrði kallaö óhlýðni eöa upp- reist, og þá er ekki framar að sökum að spyrja. Mannslífin eru ekki virt mikils á þessum frönsku botnverpingum, Dauðsföllin skifta hundruðum ár- lega. Bandaríkjamenn, Canada- menn og Nýfundnalandsmenn fullyrða, aö í rnörgum tilfellum hiröi frönsku skipstjórarnir ekkert um að leita lóðabáta, sem verða viöskila við skipin eða ná ekki til þeirra fyrir veöri, heldur láti þá eiga sig og sé bókstaflega sama um mennina. Þaö er og fullsannað, að Frakk- ar nota ósjófær skip til fiskiveiö- anna. Þegar skip hinna þjóð- anna eru álitin ósjófær og fá ekki veiðileyfi, þá eru þau æfinlega seld Frökkum í St. Pierreogþeim haldið út þaðan. Af þessu leiðir svo eðlilega það, að þegar fiski- skipin á grunnunum fá stórsjó og garð, þá farast þessi frönsku skipa- skrifli hóputn saman. Þannig var það haustiö 1900 þegar mikla veðrið, sem eyðilagði Galveston, gekk yfir grunnin, þá fórst aö eins eitt skip með tutt- ugu og þremur mönnum úr Glou- cester-flotanum; þrjú skip með fjörutíu og einuin manni úr Nova Scotia-flotanum, og tvö skip með tuttugu og tveimur mönnum úr Nýfundnalandsflotanum; en úr franska flotanum fórust tuttugu og fjögur skip með tvö hundruð áttatíu og níu mönnum—á einni nótt. Ein orsökin, sem leiöir til hinna miklu mannskaða í franska flot- anum, er vínið. Skipin flytja mikið af vínföngum .og mennirnir fá drykk meö hverri máltíö. Auk þess eiga þeir hægt meö aö ná f vínið á milli máltíða, og þegar þeir svo eru meira og minna ölv- aöir, þá eru þeir hvorki færir um aö meöhöndla skipin né lóðarbát- ana svo í lagi sé; og fyrir það far- ast margir, ýmist tveir og tveir í lóöarbátum eöa öll skipshöfnin. Margir lóöarbátar annarra þjóöa farast einnig fyrir þá sök, aö mennirnir fara um borð í frönsku skipin og drekka sig þar ölvaöa þegar þeir eru á ferðinni. Skip annarra þjóöa reyna aö halda sig sem lengst í burtu frá skipum Frakka á fiskimiðunum, þvf ætíð J»ykir hætta af þeim standa. Sumariö 1901 kveikti drukkinn Frakki í skipi sfnu, sem lá innan um skip hinna þjóðanna. í hræösluæöi skar einn skipverj- inn stjórann, svo skipiö, sem stóö í björtu báli, barst aÖ hinumskip-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.