Lögberg - 12.05.1904, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.05.1904, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1904, 3 Fréttir frá lslandi. Reykjavík, 22. Marz 1904. Úr Xrneshr. í Strandasýslu 8. Marz Það, sem komið er af vetrinum, hefir verið í gððu meðallagi, snjór lítill, en mjög umhleypingasamt. — Fiskiafli brást algerlega i haust og h&karl hefir enginn aflast enn sem kotnið er af vetr- inum. Hákarlaveiðarnar brugðust og algerlega í fyrravetur. Sumarið, sem leið, var það langversta, er elztu menn muna eftir. í öllum mið- og norður- hluta hreppsins náðust ekki töður fyr en um miðjan Óktóber, og þá auðvitað stórskemflar, og hjá sumum jafnvel ö- nýtar.— Búpeningi var því fækkað mjðg mikið í haust, sérstaklega kúm og hestum, enda víöa nú ekki nema ein kýr á b*. Útlit er mjðg iskyggilegt, enda naumast við öðru að búast, þar sem at- vinnuvegirnir bseði til lands og sjávar hafa brugðist svo hraparlega nú sam- fleitt S 3 missiri. Verði hið komandi sumar annað eins hörmungasumar og sumarið sem leið, getur ekki hjá því farið, að hreppurinn lendi í stórvand- ræðum. 5. Febrúar kom ,,Laura‘‘ á Norð- urfjörð með 100 tunnur af rúg, sem setlaðar eru til fóðurs, og sem sýslu- maður, Marino Hafstein, hafði utvegað oss gegnum landstjórnina og fengið .,Lauru“ til að koma með. — \ er erum ðllum hlutaðeigendum mjög þakklátir fyrir þetta, því oss dylst það ekki, að af eigin ramleik hefðum við ekki getað fengið ,,Lauru*‘ til að koma á Norður- fjörð á þessum tíma árs; en hinsvegar stór liætta. að láta það dragast vegna hafíssins, er komið getur sem þjófur á nóttu, þegar minst varir. Embættispröf í lögum hafa tekið Tómas Skúlason og Magnús Jönsson, báðir með I. einkunn, Dáinn 8. þ.m. kaupm. Magnús Jochumsson á ísafirði, bróðir skálds- ins séra Matthíasar og þeirra mörgu bræðra. Mag ús var mannkostamað ur, skáldmæltur vel og gáfaður. Son- ur hans er séra Magnús prestur í Nörre Omme á Jótlandi, sá er hér var á ferd í sumar, er leið Gæzlustjóri við söfnunarsjóðinn í stað Björns sál. Jenssonar er skipaður 1, þ. m. af ráðherranum landshöfðingi Magnús Stephenssen. Þingmannsefni Seyðfirðinga kvað vera Jón frarr.kvæmdastjöri Jónsson {frá Múla), segir Austri. Fiskiskip hata verið að koma inn sæmil. fiskuð. Langbeztur afli hjá Golden Hope (skipstj. Sig. Þórðarson), 14,500 af mjög vænum þorski. Aflinn sá fenginn á 12—13 dögum djúpt af Selvogi. Skipstjóri áleit fisk í vestan- gðngu. Dáin 13. þ.m. hér f bænum ungfrú Margrét Guðbjörg Kristjánsdóttir, ung og efnileg stúlka, náskyld Guðm. lækni Magnússyni og að nokkru leyti uppalin hjá þeim hjónum Banameinið tæring. Árnessýslu, 22. Marz 1904. Norðanátt var hér allan þorrann, oftast þó hæg, en mikill snjór á jörð og hver skepua á gjöf frá þvi skömmu eft- ir jól og svo er enn. A góunni h'efir veður verið óstöðugra. tvisvar eða svo gert stutta hláku, þö eigisvo, að í upp- sveitum kæmi hagar að neinum mun, enda snjöaði jafnóðum aftur. Taiiðer, að flestir muni sæmilega heybirgir, þó gefa þurfi til sumars. En þá muni líka heyin þrotin hjáflestum. Yfirieitt eru menn ekki verulega hræddir um af konru í þetta sinn, ef bærilega vorar, því nú höfðu menn alment góð og raikil hey. En gjafatími er orðinn l'ingur. En kæmi nú rosa-suraar. og sí'’an ann- ar slíkur gjafavetur að vetri, þá er ekki hægtað sjá, hvernig menn ætti að halda fénaði sinum. Og þetta er þó nokkuð, sem oft hefir liomið fyrir Það mun mega fullyrða, að hjá oss Sunn- lendingum standa allar framfarir á veikum fötum svo lengi sem vér kom- umst ekki upp á, að tryggja OS3 gott föður, þó að þurkur biegðist um slátt- inn. Það læra menn ekki af orðum eingöngu. Mjög hafa sjógæftir verið stirðar hér í verstöðum, enda er afli íírenn sem komið er. Ef veðrótta stillist, vona menn, að úr því lætist. Suðurmúlasýslu, 16. Febr. 1904. Tíðaifarið hefir verið hiö ákjósan- legasta það sem af er vetrinum alt fram að þorrako au. Brá þá til snjóa og tók fyrir haga víðast livar, svo að bændur hafa orðið að gefa öllum grip- um sinum inni nú á 4, viku og sum- staðar lengur. — Verður útlitið all- ískj-ggilegt fyrir tnörgum. ef harðindi haldast lengi, því að margir voru il’a uardir veturinn búnir undan sumrinu. Hey skemdust og víða í rignifigunum í haust. Reykjavík, 6. April 1904. Fólkstalið áíslandi 1. Nóv. 1901. Hagfræðisskrifstofa ríkisins er nfi loks búin að reka smiðshöggið á fólks- talið hér á landi 1. Nóv. 1901. Mannfjöldinn hér á landi var þá 78,470. Þar af voru 37,583 karlar. en 40,887 konur. Hundrað árum áður var mannfjöldinn alls 47.000, árið 1840 var hann 57,000, árið 1880 var hann 72,000 og loks 1890 var bann ekki nema 70,000. Eftirtektaverð er mannfjölgunin sfðasta áratuginn (1890—1900), einkum ef litið er til þess, að næsta áratug þar á undan fór fólkinu fækkandi Mest hefir fjölgað í Reykjavfk. Árið 1801 voru Reykjavíkurbúar ekki nema 307, 1840 voru þeir 890, 1880 voru þeir 2567, 1890 voru þeir 3886 og 1901 voru þeir orðnir 6682. Beri menn saman Island og Dan- mörk, þá reka menn augun í það meðal annars, að minna er um hjúskap á Is- landi en í Danmörku. Eru konur samt miklu fleiri en karlar; er þvíekki kven- fólksskortinum um að kenna. Þannig voru í Rvíkekkinema 900 hjón 1901, þóttíbúarnir væru 6682 að tölu. Flestir stunda landsmenn land- búnað og fiskiveiðar, eða 78 af hundr- aði hverju. Þá koma iðnaðarmenn 5J af hundraði. (í Danmörku eru þeir 28 af hundraði). Þá eru þeir, sem fást við verzlun og samgöngur, og eru þeir 4 af hnndraði. (í Danmörku 15 af hundraði). — Fjallkonan. Opið bréf til Péturs Árnasonar lögregluþj., Lundar P.O., Man. Herra lögregluþjónn P. Árnason. Þú hefir borið það hér út um bygðina, að lögreglan í Winnipeg kenni föður mínum, Árna Reyk- dal, um að hafa kveikt í fjósun- um hjá þér í fyrravor og brent þau og gripina, sem í þeim voru, af ásettu ráði. Eg hefi nú skrifað og talað við alla yfirmenn lögreglunnar í Winnipeg. Svör þeirra hljóða þannig: Skrifstofa fylkislögreglustjórans í Winnipeg, 6. Apríl 1904. Paul Reykdal, Esq., Lundar P. O., Man. Herra, —Til svars mót bréfi yðar dags. 2. þ. m. leyfi eg mér að segja, að hvorki eg né nokkur annar í þjónustu þessarar deild- ar befir nokkurn tíma sakað föður yðar um að hafa kveikt eld í fjósum Péturs Árna- sonar. Yðar auðmjúkur þjónn, E. J. Elliott, fylkislögreglustjóri. verði ekki hrifin af því að hafa þig fyrir embættismann þegar hún sér, að þú ert brennimerktur ó- sannindamaður, og fyrirlitlegur slúðurberi eins og eg hefi sýnt hér aö framan að þú ert? Eða voru þetta launin fyrir þá hjálp sem eg veitti þér eftir brun- ann? Því trúi eg vel, því af ó- skammfeilninni hefir þú ætíð ver- ið ríkastur og þessvegna aldrei þurftað skamta hana úrhnefa. Heldur þú nú ekki, Pétur, að þú yrðir skár liðinn ef þú hættir þvf að bera út lognar glæpasögur um þér betri menn? Ekki þarftu að skáka í því skjóli, að sögur þínar þekkist ei; þær eru allar með sarna marki. „Auðþektur er asninn á eyrunum. “ Eg veit það er seint að kenna gömlum hundi að sitja. Lundar P.O., Man., 20. Apríl'04, Páll Reykdal. ISRJOMI HEIMA. Kallaðu til okkar gegnum telefón 177 og við skulum færa þér isrjóma heim ril þín. Eias mikið og lítiðog þú óskþr eftir, á hvaða tima sem er og af hverri tegund sem er. Ekkert, er eirs njtaiegt 1 samkvæmi og ísrjómi og ekkert sælgæti eins ódý.t. BOYD’S Skrifstofa lögreglustjórans í Winnipeg, n. Apríl 1904. Herra Paul Reykdal, Lundar P. O., Man. Kæri herra. Viðvíkjandi málefni því, er þér rædduö í dag, að lögreglan hefði sakað föður yðar um að hafa kveikt eld í húsum Péturs Árna- sonar nábúa yðar, þá leyfi eg mér að segja, að hvorki eg né nokkur fyrir mina hönd hefir fengið neina tilkynningu um slíkt né starfað í þá átt. Yðar einlægur, J. C. McRae, lögreglustjóri. Winnipeg, Man., 11. Apríl 1904. Paul Reykdal, Iísq., LundarP. O., Man. Herra,—Til svars mót bréfi yðar 2. Ap- rfl. Eg hefi aldrei komið til Lundar og veitekkert um eld þann er þér getið um. Yðar einlægur, J. A. McKenzie, fylkisspæjari. Hvernig líst þér nú á þessibréf, | Pétur? Hver var tilgangur þinn með 1 því aö bera út þessarsögur? Gerð- I irðu það tii að þjóna þinni gömlu : náttúru að bera út óhróður um j náungann og látast hafa Jtað eftir j Jtér merkari mönnum til þess aö vita hvort þú gætir ekki svert Jiér betri mann í augum þeirra er hvor- ugan ykkar þektu? Ekki gaztu búist við aö neinn sem þekti þig og föður minn rétt mundi trúa sögtt þinni.—Hélztu, ef til vill, að stjórnin hefði sett Jiig til að gegna lögreglustarfi í þeim til- gangi, að þú ættir að gera það að aðalstarfi þínu að svfviröa saklausa menn? Það lítur svo út, því þessi söguburður þinn var víst fyrsta verkið þitt eftir að þú fékst em- bættið. Heldurðu að stjórnin Mclntyre Block. Phone 177. Islendingar sem í verzluar erindum fara um í Stomval naundu hafa hugsað af aö koma við í Búð Genser’s og spyrja um verð á vörum áður en þeir afráða að kaupa annarstaðar. Stórar birgðir af vorvarningi nýkomnar. Skór og stigvel; alskonar álnavara og tilbúinn fatnaður fyrir menn, konur og börn. Einnig matvöru tegundir ferskar og fjölbreyttar. Smjör ogg cg loðskinnavara tekið í vöru8kifta.n. Allir velkomnir! I. GENSER, GENERAL MERCHANT, Stonewall, Man. THE CanadaWoodamiCoal Co. Llmiteci, Merki: Blá stjarna. BLAA BUDIN 452 Main St. m 5tl póstlnisinu Ef allir vissu um okkar miklu kjörkaup sem við bjóöum, mundu menn koma til okkar í DAG viðvíkjandi þeim kjörkaupum t. a. in. á HÖTTUM eða þá á FATNAÐI. Komið með drengina til að klæðast. Buster Brown Suits, $6.50 viröi. Fæst á laugardaginn fyrir $4.25 Standard Suits, tvær fiíkur $3.00 virði, á laugardaginn fyrir $2.00 Drengja íatnaður, þrjar flíkur fyrir 9 til 16 ára drengi, svart eða blátt wor- sted $7.50 virði, á laugardaginn fyrir $5.75 Drengja fatnaður, þrjár flíknr úr tweed, vel gerð og falleg, $6.00, á laugardaginn fyrir $3.95 UNGU MENN Viljið þér eignast fallegan VARSITY fatnað tví eða einhneptan ? Sniðið nýtt og efnið framúrskarandi gott. TWEEDS $4.00 til $14.00 SERGES $7.50 til $17.70 UNGLINGA BUXUR M Ljómandi úrval af fínasta worsted og fallegustu Tweeds $3.00, $4CX), $4.50 Ls&jgj virði. Þér getið valið úr þeim fyrir $2.57 Merki: Blá stjarna. Chevrier & Son. blAa budin 452 Main Street p Uclnt á mót! pósthiísínu. Fotografs... Ljósmyndastofa okkar er opin hvern frídag. Ef þið viljið fá beztu'myndir komið til okkar. Öllum velkomið að heimsækja okkur, . C. Burgess, 211 Rupert St., Reyndu ekki að líta glaðlega út á þessum eldgamla Bicycle þínum. Þú getur það ekki, En þú getur feng- ið nýjustu Cleveland, Massey=Harris, Brantford, Perfect, Cusliion frame hjól með sanngjörnu verði. Skriflð eftir catalogue, það gef- ur allar upplýsingar. Agentar óskast i hverju þorpi. Csiiada lyele&MotorCo. I 44 PRINCESS ST. .4 m&a CANADA NORÐVESTURLANDIÐ Reglur við landtöku. sectionum með jafnri tölu, sem tilheyra sambandsstjórninni, í og Norðvesturlandinu, nema 8 og ‘26, geta fjölskylduhöfuð og karl- KOL, ELDIVIDUR, SANDUR. .....Bezta American hardkol........ ..... ,, Galt kol................. ..... ,, þurt Tamarac............. ...... ,, ,, Jack Pine............. Girðingastólpar úr Ced«r og viður af öllum tegundum. 193 Portage Ave. East. P. 0. Box271. Telephone 1352. Ty ttaiiiy Hiver Fuel Dompany, Linjiled, eru nú viðbúnir til -:- að selja öllum ELDI- VID Verð tiltekið í stórum eða smá- um stíl. Geta flutt viðarpant- anir heim til manna með STUTTUM FYRIRVAPA d. a. scott, manaoino d.RKotor. Brown, Manager. p.o.Box 7. 219 inclntyre bir. TELEPHONE 2033. Af öllum sectionum Mamtoba og Norðvesturianainu, nema a og 26, geta tiö menn 18 ára gamlir eða eldri, tekið sér 160 ekrur fyrir heimilisréttarlahd, það er að segja, sé landið ekki áður tekið, eða sett til síðu af stjórninni til við- artekju eða ein hvers ann&rs. Innritun. Menn mega skrifa sig fyrir landinu á þeirri landskrifstofu. sem næst ligg- ui landinu sem. tekið er. _ Með leyfi innanrikisráðherrans, eða innflutnÍDga- um boðsmai r.iisr i Winnipeg, rða næsta Dominion landsamboðsraanns, geta menD gefið ö< .t • mboð tii þess að skrifa sig fyrir landi. Innritunargjald- ið er 810. Heimilisréttar-skyldur. Samkvæiut núgildandi lögum verða landnemar a.ð uppfylla heimilisrétt- ar skyldur sinar a einnvern af þeim vegum, sem fram eru teknir í eftir- fylgjatidi töluliðum, nefnilega: [1] Að búa á landiuu og yrkjalbað að minsta kostii í sox mánuði & hverj" ári í þrjú ár. [2] Ef faðir (eða móðir, ef faðmnn er látinn) einhverrar persónu, sem hefi rétt til aðskrifa sigfyrirbeimilisréttaiiandi, býr á bújörð í nágrenni við iand- ið, sem þvílík persóna hefir skrifað sig fyrir sem heireibsrcttar landi, þá getur peisónan fullnægt fyrirmælum .agauna, að því er ábúð á landinu snertir áður en afsalsbréf er veitt fyrir því, á þann hátt að liaia heimili hjá föðnr sinum eða móður. [3] Ef landnemi hefir fengið afsalsbiéf fyrir fyrri lieimilisréttar-bújórð sinni, eða skírteini fyrir að afsalsbréflð verði gefið út, er sé undirritað í sam- ræmi við fyrirmæli Dominion landiiganna, og hefir skrifað sig fyrir síðari heimilisréttar bújðrð, þá getur hann fullnægt fyíirmælum iaganna. að því er snertir ábúð á l&ndinu (siðari heimilisréttar-bújörðinni) áður en afsalsbréf sé gefiðút. á þann hátt að búa á fyrri heimilisréttar-bújörðinni, ef siðaii heiin- ilisréttar-jörðin er i nánd við fyrri ^eimilisréttar-jörðina. [4] Ef landneminn býr að stað \ bújörð sem liann á Ihefirkeypt. tek- ið erfðir o. s, frv.] í nánd við heimilisreitarland það, er hann hefir skriíað sig fyrir þá getur hann fullnægt fyrirmælum laganna, að því er ábúð á heimilis- réttar-jöri'inni snertir, á þann hátt að búa á téðri eignarjtrð sinui (Ueyptula ndi o. s. frv.) Beiðni um eisuarbréf ætti að vera gerð strax eftir að3áiin eru liðin, annaðhvort hjá næsta um- boðsmanni eða hjá Inspector sem sendur er til þess að skoða hvað UDnið hefir veriö á landinu. Sex mánuðum áður verður maður þó að hafa kunngert Dom- inion landa umboðsmanninum í Ottawa það, að hann ætli sér að biðja um eignarréttinn. Leiðbeiningar. Nýkomnir innflytjendur fá, á innflytjenda-skrifstofunni i Winnipeg, og á öllum Dominion landa skrifstofum innan Manitoba og Norðvesturlandsins, leið- beiningar um það hvar lönd eru ótekin, og allir, sem á þessum skrifstofum vinna veita innflytjendum, kostnaðarlaust. leiðbeiniugar og hjálp til þess að ná í löndsem þeim eru geðfeld: ennfremur allar upplýsingar vidv!kjar.<íi timb- ur, kola og náma lögum. Allar slikar reglugjöröir geta þeir fengið þar gef- ins, einnig geta menn fengið reglugjörðina um stjómarlönd innan jámbrautar- heltisins í Britisb Columbia, með þvi að snúa sér bréflega til ritarainnanrikis beildarinnar i Ottawa innflytjenda-umboðsmannsins i Winnipeg, eða til ein- dverra af Dominion landt umboðsmönnum í Manitoba eða Norovesturlandinu. JA3IES A, SMART, iDeputy Minister of the Interior. N. B. — Auk lands þess, sem menn geta fengið .gefins ogátt er við i regl i gjörðinni hér að ofan, eru til þúsundir ekra af bezta landi sem hægt er að á til leigv eða kaups hjá járnbrauta-félögum go ýmsum IsDdeölufélcgvm < ic einsi»h'úi?ur..

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.