Lögberg - 25.08.1904, Síða 5

Lögberg - 25.08.1904, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1904. 5 j RUDLOFF GREIFI.j ,,Ef þér vissuö—“ tók eg til máls, en áttaöi mig og stilti mig um aö segja þaö, sem eg eftir á heföi getaö nagað mig í handarbökin fyrir, en sagöi í þess stað: ,,Ef þér vissuð um allar fyrir- ætlanir mínar, þá munduö þér sjá hvað tilgangs- laust er fyrir yöur að halda þessu áfram. “ ,,Þess vegna spurði eg um fyrirætlanir yðar. Hverjir eru skilmálar yöar? Flestir menn ganga að einhverju boði. Segið mér hvað þér setjið upp, og svo skal eg vita hvort við getum ekki gengið aö því. ‘ ‘ Hann sagöi þetta hægt og gætilega. ,,Eg set þaö upp, að kántessunni verði ekk- ert mein gert og hún tafarlaust látin laus. “ ,,Það er ómögulegt, sem stendur. Ómögu- legt. “ ,,Gott og vel; þá höldum viö málinu áfram f sama horfi og þaö var þegar eg kom hér inn, “ svaraði eg og lézt ætla að fara. ,,Þérhafið ætlað fyrir miklu að vinna, og eg hefi sýnt yöur fram á, aö þér getið ekki öðlast það. Stúlkan kemur yður ekkert við — nema henni hafi tekist að sigra hiö dýrmæta hjarta yö- ar. En þér eruð ekki sá heimskingi aö útslíta kröftum yöar til aö keppa eftir því, sem ómögu- legt er að ná í. Hættið við hana. Setjið upp fjárupphæð eöa einhverja stöðu. Gangiö í liö með mér, og þá skal yður veitast hvað sem þér biöjið um. “ ,,Eg er ekki til sölu, “ svaraði eg reiðulega. , .Þáeruð þér heimskingi, og ekkert annað. Þér hafið sagt nógu mikið viö mig hér, í viðbót viö það, að eg veit hver þér eruð, til þess eg láti umsvifalaust varpa yður í fangelsi, og ef þér sýn- ið mér ófyrirleitni þá megið þér reiða yðui á, að eg geri þaö. ‘ ‘ ,,Langi yöur til að staðfesta dauðadóm Marx hertoga á þann hátt, þá getiö þér það. Eg þekki yður, og var við öliu búinn þegar eg kom hingað. Það eru fieiri en eg sem vita um hlut- töku yöar í málum þessum, og eg ber þaö undir yður, hvað þér og samsærisbræður yðar mundu græða á því, að enginn Ostenburg-erfingi væri til sem konungsefni. Stjórnin í Berlín mundi setja vitskerta konunginn til valda aftur, eða Minnu káritessu, eða einhvern ókunnugan; og hver sem það yrði, þá félli vald yðar og áhrif til grunna. En þetta vitið þér náttúrlega alt. Þó þér varp- ið mér í fangelsi eða látið hálshöggva mig, geðj- ist yður það betur, þá mundi slíkt á engan hátt hjálpa yður. Nei, barún, þér verðið að reyna eitthvað annað. Eghefi betri spil á hendinni en þér. “ Eg sagði þetta harðneskjulega, og hann vissi, að eg sagði satt. Eftir litla þögn svaraði hann: ,,Ætlið þér að halda áfram þeirri heimsku að reyna aö'giftast kántessunni?“ ,,Eg hefi aldrei sagt neitt slíkt. Hiö eina, sem eg er að hugsa um, er að frelsa hana úr hættu frá þeim, sem hún hjálparlaus ekki er maö- ur á móti. Þaö hefir veriö partur af ykkar djöf- ullega ráðabruggi að steypa henni í ógæfu, að ráða hana af dögum eða halda henni einhvers staðar innilokaðri, vegna þess hún hefir komið í bága við áform ykkar. “ ,,Og þér ætluðuð aö koma henni upp í há- sætið í trássi við okkur?“ ,,Hún hefir ekki fremur löngun til að verða Bavaríu-drotning en eldabuska yðar. Það hafið þér einlægt vitað. Hún hefir æfinlega verið því mótfallin, og það var yðar eigin vélráða vegna, að þér ekki vilduð viðurkenna það opinberlega. Væri henni leyft það, þá mundi hún, hvenær sem væri, opinberlega afsala sér öllu tilkalli til ríkis. En þér gáfuö henni aldrei tækifæri til þess. Þér notuðuð hana til þess í skjóli hennar að koma fram undirferli yðar og vélum, og þér hafið stöðugt beitt vélabrögðum til að gera henni ilt. Og nú hafa hin dásamlegu vélráð yðar að engu orðið, eins og þau verðskulduðu. Þérhafið veizt miskunnarlaust að kántessunni, og til-þess hafið þér notað hinn illræm^a Nauheim greifa sem verkfæri á svívirðilegan hátt. Hvar er mannhundur sá nú?“ hrópaði eg. Hann gaf spurningunni engan gaum. ep var sokkinn niður í hugsanir sínar, og með því eg bjóst viö einhverju nýju, þá settist eg niður aftur. ,,Má eg treysta yöur?“ spurði hann loks, seinlega. ,,Þér getiö haft þaö eftir eigin höföi. “ ,,Það væri hugsanlegt, “ sagöi hann eins og við sjálfan sig. ,,Þérsegist setja þá kosti, að kántessan sé undir eins látin laus? Til hvers mundi hún nota lausn sína? Eða öllu heldur, þér fyrir hennar hönd? Verði hún látin laus, hvenær kemur þá Marx hertogi til Munchen? Og hvar mundi Minna kántessa veröa?“ Eg skildi óöara hvaö hann fór. ,,Eigiö þér viö það, hvort eg vilji taka að mér að hafa hana nógu lengi fjarverandi til þess þér getið komið fram áformi yðar jafnvel nú?“ ,,Segjum það. “ ,,Áður en eg svara því verö eg aö tala viö kántessuna. “ ,,Jafnvel það ætti ekki að vera ómögulegt, “ svaraði hann gætilega. ,,Eg ska^vita. “ ,,Hvar er hún?“ ,,Sé þetta gert, viljið þér þá lofa því að fara með hana af landi burt.um tfma, verði hún fáan- leg til þess?“ Eitthvaö í málróm hans vakti hjá mér tor- trygni, og eg gaf honum nákvæmar gætur þegar hann bætti þessu viö: ,,Og ennfremur, aö Marx hertogi komi til Munchen undir eins eftir að hún hefir verið látin laus?“ ',,Minna kántessa verður að fá tryggingu fyrir eignum sínum,“ sagöi eg, fremur til aö fá umhugsunartíma en af umhyggjusemi fyrir eign- um hennar. ,,Sem ástfanginn ungur maöur farið þér gætilega, “ sagði hann og glotti; ,,en í því efni er ekkert aö óttast. Þér missiö þær ekki. “ Eg sá hvaö fyrir honum vakti nú. Hanu á- leit, -aö þaö styrkti málstað Ostenburg-manna engu síður, aö kántessan giftist uppgjafaleikara, hieldur en þó hún giftist Nauheim. Öll áform hans næöu þannig fram að ganga. Minna færi úr vegi, eins og hann hafði ráðgert. Það var hægt að nota hana til þess að halda aðalaugna- miðinu leyndu og kalla Marx hertoga til ríkis án þess nokkuð á því bæri, að til þess hefði leikur- inn verið gerður. Eg sá eitt þessu til tálmunar — Nauheim greifa. ,,Hvað segiö þér um Nauheim greifa?“ spuröi eg. ,,Hvar er hann?“ Hann veifaði hendinni án þess að svara, eins og slfkt væri ekki takandi með í reikninginn. ,,Er hann hjá Minnu kántessu nú?“ spurði eg og varð þungbúinn. ,,Það lítur út fyrir, aö hann hafi orðiö fyrir einhvers konar slysi í gærkveldi, “ og leit til mín spyrjandi. ,,En þrátt fvrir það getur hann hafa verið hjá henni samkvæmt ósk Gratz barúnessu. En svo—“, og hann veifaði aftur hendinni. ,,Eg geri ekki svona lítiö úr honum, “ svar- aði eg. ,,Þérhafið hingað til átt við hættulegri mót- spyrnur að etja. ,,Þá átti eg ekkert um að velja; nú áegþað. En eg skal eiga það á hættu. Eg get nokkurn veginn ábyrgst kántessuna, ef þér ekki hafið spilt henni við mig. Það ábyrgist þér. En ef þér látið hana lausa nú þegar, og hún gengur að þessu, þá heiti eg því að leyfa áformi yðar að fá framgang, samkvæmt ósk yðar, og skal sjá um, að Marx hertogi komi til Munchen undir eins og Minna er sloppin úr klónum á umboðsmönnum yðar og komin meö heilu og höldnu út yfir landa- mærin. Þetta þolir enga biö, “ sagöi eg og stökk á fætur, því að vonin um aö fá að sjá Minnu hafði fylt mig ákafa. ,,Hvaða tryggingu fæ eg fyrir því, að þér efnið þetta?“ ,,Enga. Hver gæti hún verið, önnur en sú, að því fyr sem egget hrist af mér allar þessar djöfullegu flækjur, því fegnari verð eg. “ Eg sagði þetta í svo mikilli einlægni, að þaö sýndist gera hann ánægðan; því aö eftir fáein augnablik stóö hann á fætur til að binda enda á samtaliö. ,,Og hvar get eg fundið Minnu kántessu?“ spurði eg. ,, Það er bezt hún komi ekki til Munchen. Þið getið fundist á Gramberg. “ ,,Eg þakka kærlega, en kýs helzt að sækja hana sjálfur, “ svaraði eg í hasti. , ,Það eru öröugleikar á því—“ sagöi hann hugsandi. ,,Þá er bezt að rýma þeim sem fyrst úr vegi, “ tók eg fram í. • ,,Eg skal gera yður boð um það, hvar hana verður að fínna. En það eru vissatriði sem fyrst verður að kippa í lag. “ ,,Eg trúi ekki umboðsmönnum yöar, barún; þaö vil eg þér skiljiö. Þaö, sem á aö gerast, verður að gerast í dag. “ ,,Mér er jafn ant um það eins og yður, að þetta gangi fljótt. Dráttur getur leitt til meiri vandræða en þér virðist álíta. Berlín getur þeg KORNVARA Gestum er koma á Dominion- sýninguna frá 25. Júlí til 6. Ág., er viasamlega boðið að koma á skrifstofu okkar (Grain Exchange I Building). Okkur væri ánægja að kynnast yður og útskýra fyrir yð- ur hvernig við rekum viðskifti. Thompsort, Sons & Co. Grain Commission Merchants, WINNIPEG. Bankarar: Union Bank of Canada. Prentsmiðja Gísla Jónssonar, 656 Young st. EYÐIÐEIGI PENINGUM YDAR £ FYRIR ÓBRENT KAFFI =5 þegar þér kaupið 5 pund af óbrendu kaffi 3 fáiö þér að eins 4 pund af kaffl. Hitt er vatn, sem gufar upp við brensluna. Svo 3 yfirbrennist kaffið stundum, svo meira fer til ónýtis, fyrir utan illu dampana. 3 Bezt er að kaupa 3 PIONEER KAFFI I brent í maskínu og hafa góðan keim, enga 3 illa dampa og ekkert, sem fer til spillis.— 3 Biðjiö matsalann um Pioneer Kaffi; þaö er 3 betra en óbrent kaffi. Selji hann það ekki, 3 skrifiö til ^ Blue fíibbon Mfg. Co., Winnipeg. ^ (fANCY ÍOASTED) VÍ í i ! m ög l\ [£& iil í*i«! ú\ \ P X CÖFrfú f 1 BIUE RIBBON KftCO 1 wiNMiPcs j ar minst varir skorist í leikinn. Meira get eg . ekki sagt aö sinni. Ef þér farið nú heim til yð- ar og bíöiö þar feröbúinn, þá skal eg koma orð- um til yðar eins fljótt og unt veröur. Betur get eg ekki gert. Rétt sem stendur veit eg ekki með vissu hvar kántessan er. í gærkveldi var fariö með hana heim til herra Schemmells, rétt utan við borgina, og snemma í morgun — rétt eftir aö ] þér komuö þar, sem mér var náttúrlega tilkynt— átti aö flytja hana út á heimili hans nálægt Landsberg. En þaö væri fásinna aö láta yður fara fyr en eg hefi sannfrétt, aö hún sé komin alla leiö þangað. Þeir, sem áttu að gæta henn- ar á leiðinni, áttu að gera það eftir eigin höföi, hvað sem fyrir kynni aö koma. “ ,,Eg skal bíöa þangað til eg fæ orðsending frá yður, “ sagöi eg, og svo spurði eg að lokum: ,,Segið þér, að kántessunni hafi verið sagt, að eg væri ekki Gramberg prinz frændi hennar?“ ,,Auðvitað. Og að öllum líkindum hefir saga sú ekki verið gerð sem glæsilegust. Gratz barúnessa er engin vinkona yðar. “ ,,Og Nauheim?" ,,Hann getur hafa farið á eftir þeim, séhann nógu frískur til þess. Eg get ekkert um það sagt. “ ,,Verði henni nokkurt mein gert, þá kennj eg yður um þaö, “ sagði eg æstur, því að fréttirn- ar .um Nauheim fyltu mig reiði. Að því búnu fór eg, óttasleginn yfir þvf, að Nauheim kynni jafnvel enn aö takast að vinna okkur tjón með svikum sínum. Á heimleiöinni kom eg við hjá Nauheim, og fékk þar fréttir, sem ekki gerðu mig rólegri. Hann hafði komið heim seint um nóttina, farið aftur eftir litla stund og sagst ef til vildi verða um tíma að heiman. Þetta var eins og að hella olíu á logandi eld. ,,Hafði húsbóndi yðar meitt sig?“ spurði eg þjóninn. ,,Já, yðar tign. Hann mun hafa komist lífsháska í vagnslysi; en hann var að mestu leyti búinn að ná sér aftur, og var til allrar hamingju ekkert hættulega meiddur. Hann var að vísu flumbraður, en að öðru leyti óskemdur. “ Þetta þóttu mér illar fréttir. Eg nísti tönn- um í gagnslausri reiði eftir að eg kom heim og varð að sitja þar aðgerðalaus meðan eg beið eft- ir skeyti frá barúninum; og það einmitt þegar eg gat búist við, að Nauheim væri að beita svíviröi- legri áleitni við Minnu. Skömmu fyrir hádegi kom nokkuð nýtt fyrir sem gerði mig enn þá órólegri. 'Mér var fært bréf frá Minnu. Þaö haföi verið skrifaö í flýti og var naumast í fullkomnu samhengi. ,,Hans frændi,—Eg er yfirkomin af sorg og hræðslu. Það er enginn vafi á því, að eg er í höndum Ostenburg-umboðsmanna—þeir beittu mig brögðum á dansinum, og nú er verið að flytja mig í burtu frá Munchen. Gratz frænka mín er með mér, og það lítur út fyrir, að María hafi reynst ótrú og sagt frá öllu—þó eg eigi bágt með að trúa því. Það er nú ein sagan. Önnur sagan er svo óttaleg, að eg má ekki til þess hugsa. Það leyfir sér að segja mér, að þú sért ekki frændi minn, heldur launaður spæjari konungsflokksins til að svíkja okkur og ónýta alla ráðagerðina. Eg trúi því_ekki. Eg tryði þér þó allur heimurinn bæri vitni gegn þér. Eg ber óbifanlegt traust til þín. En mig langarsvo mikið til að fá aö sjá þig og heyra þessu mótmælt frá þínum eigin vör- um. Eg held það sé verið að tiytja mig til Landsberg, í sumarhús herra Schemmells. Svo segir Gratz frænka, og hún heldur, að þú gætir komið þangað til okkar. Hún ætlar að koma þessu bréfi til þín. Reyndu að koma strax á eft- ir okkur, og frelsaðu mig frá—eg veit ekki hverju. Alt þetta er að gera út af viö mig. Þín sorgbit- in frænka, Minna. “ Hvernig étti eg að skilja í þessu? Gratz barúnessa meðalgangari* til að koma bréfinu. Fullvissar Minnu fyrst um þaö, aö eg sé níöings- legur spæjari, og gefur þar næst bendingu um, að eg gæti fylgt þeim eftir og hjálpaö þeim. Hér voru einhvers staðar svik á ferðum. Átti þetta aö vera til þess eg fyndi þær alls ekki? Var ver- ið að flytja þær í alt aðra átt? Eg gat ekki átt- að mig á þessu eöa séð neitt samhengi í því. Það, að Nauheim var búinn að ná sér og haföi, var eg viss um, fariö á eftir þeim, kom mér til aö halda, að hann væri á einhvern hátt við þetta riðinn; en hvernig? Husunin um þetta og biðin eftir skeyti frá Heckscher barún gerði mig svo óðan af gremju, að eg réði mér ekki, og ofan á alt var mér sagt, að Praga væri kominn. XXII. KAPITULI. í Landsberg. Praga var með sína vanalegu léttúð. Þegar eg bað hann að segja mér tíðindin, þá hló hann svo, aö skein í hvítar tennurnar, og fyrsta svar hans var einkennilega samfléttuð blótsyrðakeðja. ,,Öllu er óhætt sem stendur, prinz, en þér fenguð okkur ekki vandalaust verk að vinna. Þessi maður yðar, Krugen, er svei mér kjark- góður ogþezti drengur aö öllu leyti. “ ,,Hvaö hafiö þiö gert við hertogann? Eyðið ekki tímanum til óþarfa mælgi, “ sagði eg óþolin- móðlega. ,,Vesalings kvikindið!“ hrópaði Korsíku- maðurinn og hló herfilega. ,,Við urðum aö hræða hann þangað til svita sló út um enni hans, tennurnar nötruðu í munni hans, og hné hans börðnst saman eins og lausir spælar ígömlu hjól- skrifii. Við vissum satt aö segja ekki hvað við áttum við hann aö gera, og eg var hálfvegis á því að losast við hann meö duglegu höfuðhöggi, cn Krugen vildi það ekki. Þá kom okkur þaö ráð í hug aö látast vera í undirbúningi með aö ráða hann af dögum, og með því Krugen var á skrautklæðum, létum við hann látast vera böðul vitskerta konungsins. Við dubbuðum upp nokk- urar lygasögur, saumuðum þær saman með ógn unitn og jöfnuðum þær meö blótsyröum. Við sögöum honum, aö samsærið væri alt orðið opin- bert; aö umboðsmenn konungsins heföu upp- götvaö þaö alt; að af þeim,sem ættu að hálshöggv- ast, væri nafn hertogans fyrst á blaöi, og aö Krugen hefði verið sendur til að fullnægja dómn- um. Það var dásamlegt. “ Og hann hló dátt þegar hann rifjaöi þetta upp fyrir sér. ,,Jæja?“ sagði eg, því að drátturinn þreytti mig. ,,Hertoginn yðar er huglaus tuská þegar* hann á von á dauða sínum, enda verð eg að segja það, að Krugen var fjandi ófrýnilegur og einráðinn aö sjá þegar hann, með grímu fyrir andlitinu, brá sverðinu og gaf skinninu fimm mínútna frest til að jafna reikningana við skap- arann. Eins og við bjuggumst við var hann ekki í því skapi, að hann gæti búið sig undir dauðann, og í stað þess að stíla bænir sínar til skaparans, þá féll hann á kné og bað okkur aö gefa sér líf. Hann grúfði sig niður, engdist sundur og saman, skreiö á maganum og skældi, svo eg gat spýtt á hann. Svei!“ og Korsíku- maöurinn setti upp fyrirlitningarsvip. ,,Eg fer nú að skilja, “ sagði eg. ,,Ekki til hlítar,“ sagði félagi minn hlæj- andi. ,,Næsta airiðið var það, að okkur Krugen sinnaðist, og við létumst jagast og rífast þangað til út leit fyrir, að eg hefði mitt fram og hertoga- kjáninn hélt hann ætti mér fjör að launa. Hann hörfaði frá böölinum og hangdi í mér, og var nú kominn í það ástand að lofa hverju sem var sér til griða. Eg sagði honum, að það kostaði Krugen lífið ef upp kæmist, að hann ekki heföi

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.