Lögberg - 02.11.1905, Síða 4

Lögberg - 02.11.1905, Síða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER 1905 S'ógberg er eefiö út hvern fimtudag a£ Thk Lögberg pRINTING & PUBLISHING CO.. (löggllt), aö Cor. William Ave., og Nena St. Winmpeg, Man,—Kostar @2.00 um árið (á Islandi 6 (kr. Borgist fyrirfram, Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by the Lög- Derg Printing and Publishing Co. (Incorpor- ated), at Cor. William Avenue & Nena bt., Winnipeg, Man —Subscription pnce $2.00 per year, payable in advance. Single copies 5 cts. S. BJ0RNS90N, Edltor, M. PAULSON, Hus. Manager. Auglýsingar. — Smá-augjýsingar í eitt- skifti 25 cent fyrir i þml. A stærri auglys- ingum um lengri tíma, afsláttur eftir samn ingi. Bústaðaskifti kaupenda verður að til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bu- stað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The LÖQBERG PRl NTING & PUBL. Co. P.O, Bok 138.. Wlnnlpeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Edltor Lögberg, P.O.Bo* 130, Wlnnlpeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaups anda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.-Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þessað tilkynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönn- un fyrir prettvíslegum tjlgangi. Meðal við tæringu. í París á Frakklandi héldti ýmsir frægir læknar fund meö sér fyrstu vikuna af Októbermánuöi, til jjne^s að bera sig saman og ræöa um lækningu á tæringu, sem nú er farin aö verða svo ömurlega útbreiddur sjúkdómur, er leggur fjölda manns á bezta aldri i gröf- ina á ári hverju. Hið merkilegasta, sem kom íyt~ ‘ir á þessum læknafundi, var yfir- lýsing frá lækni einum frægum, prófessor Behring, um það að hann telur sig vissan um að hafa fundið meðal til að lækna með tæringu. Behring þessi er sami maðurinn, sem heimurinn á að þakka meðalið við barnaveikinni, sem að svo góðu haldi hefir kom- ið, og eru það hin ágætustu með- mæli með honum í þá átt, að ó- hætt sé að reiða sig á yfirlýsingar hans. Sem slendur er þessi yfirlýsing próf. Behrings að eins undirbún- ingiu- undir meiri og fullkomnari staðhæfingar, því eins og áreiðan- legum og samvizkusömum vís- indamanni sæmir, óskar hann eft* ir að uppfundning sín sé reynd og prófuð nákvæmlega af þeim ■ stéttarbræðrum sinum.sem fremst standa í röðinni sem vísindamenn, á’ðfir en hann fer lengra og gprir uppskátt fyrir heiminum í hverju lækningin sé fólgin. Sérstaklega hefir hann látið í ljósi að hann óski eftir því, að tveir nafnkendir vísindamenn, við Pasteur Btofn- unina svo nefndu í París, skuli rannsaka nákvæmlega læknínga* ■aðferð sina. Þetta atriði, að hann óskar eftir því að einmitt þessir merm, sem álitnir eru einhverjir hinir frægustu bakteríufræðingar rannsaki meðalið, er í sjálfu sér sönntm fyrir því, að prófessor Behring er ekki að sækjast eftir því að gera nafn sitt kunnugt, heldur er það hitt, sem fyrir honum vakir að auka framfarir í meðalafræðinni. En auk þpssa er á það að líta, að prófessor Behring nú þegar er heiiiA'flrægur maður, og að hann aldrei hefir álla þá stund sem hann hefir fengist við bakteríu- fræði, og skiftir það nú mörgum 'árum, reyr»t til þess að auðga sjálfan sig með uppfundningum sínum og rannsóknum. Hann hefir ekki verið að sækjast eftir ööru en því að koma til leiðar verulegum umbótum og framför- um i meðalafræðinni, og lá4(a sem mest gott af sér leiða í þarfir mannfélagsins. Menn hafa vitað það, nú um nokkurn tíma, að hann liefir veríð a’ð giera ýmsar tilraunir til þess að ráða gátuna viðvíkjandi lækn- ingu tæringarveikinnar. Fyrir eitthvað þremur árum síðan aug- lýsti hann að hann hefði fundið aðferð til þess að gera ýms dýr, að minsta kosti, ómóttækileg fyr- ir tæringarveiki. Iiann líefir haft ágæt tækifæri til þess að reyna þá a.ðferð 'fcil hlítar á ýmsum dýrum, þvi i grend við tilraunastöð hans er blómlegt kvikfjáfræktar-hérað. Tilraunir hans í þessa átt hafa hepnast mjög vel, og allir ’eru því á einu máli um það, að prófessor Behring sé einhver hinn fjölhæf- asti maður, sem nú er uppi «m alt þjað 'er lýtur að þekkingu á tæringarveiki. Hafa menn því vcrið að búast við nákvæmari fréttum af rannsóknum hans og beðið þeirra með mikilli óþreyju. Það var síðasta daginn sem lttknafundurinjn. í París stóð yfir, sem getið er um í upphafi þessar- ai greinar, að prófessor Behríng bar fram yfirlýsingu sína. Tekur hann þar fram að í síðastliðin tvö ár hafi sér verið kunnugt um að til mundi vera efni, sem læknað gæti tæringu, efni sem væri alls- endis ólíkt antitoxíninu, sem brúk- að er við barnaveikinnj. Undjr- staða hinnar nýju lækningaað- ferðar segist hann hafa komist að raun um að sé í því innifalin, að gena Hináry lifandi frumlur í lík- ama dýranna þrungnar af efni nokkujru, sem eigi rót sína að rekja til sýkingarefnisins, er tær- ingunni veldur. Með þessar yfirlýsingu er nú vitaskuld ekki mikið sagt. En af því það er annar eins maður og harrn á hlut að máli, sem bæði er alkunnur orðinn fyrir djúpsæja þekkingu, og varkárni í því, að vilja ekki slá neinu föstu fyr en örugg vissa er fengin, þá er lítill efi á að hér rmmi vera um möglegleika um að ræða, til þtíss að framleiða óyggjandi meðal, er geri sjúklinginn færan um að standast árásir þessarar voðalegu veikj, og að aðfei*ðiu tll þess að fullkomna þessa uppfundningu svo, að hún geti komið að notum, sé nú svo vel á veg komin að telja megi sigúrinn vísan. En bíða verður þess með þol* injnæði að tilraunirnar nái full- komnunarstiginu, því engum er það ljósara en prófessor Behring sjálfum hvað miklum skaða það getur valdið að vera of fljótur á sér að gera fullyrðingar. Næsti lækna fundur um tær- ingarveikina á að haldast í Wash- ington árið 1908. F’rófessor Behr- ing er þess fullöruggur að þá muni hann verða undir það bú- inn að leggja meðalið fram í sinni fullkomnu mynd. * * * Um æfi prófessor Behrings er það að segja, að hann er fædd* ur á Vestur Prússlandi árið 1854. Nám stundaði liann við háskólann í Berlín og að því afloknu varð hann herlæknir í nokkur ár. Fara engar sögur af því að hann skar- aði neitt sérlega fram úr í þeirri stöðu. í kring um 1890 vakti liann athygli á sér á læknaskólair um í Berlín fyrir heppilegar lækn ingar áýmsum næmum sjúkdónr um. Árið 1894 varð hann pró- fessor við háskólann í Halle á Þýzkalandi og næsta ár forstöðu- maður heilsufræðisstofnunar í Marburg. Áriði 1890 auðnaðist prófessor P>ehring að finna meðalið gegn barnaveikinni, er ’ hann varð heimsfrægur fyrir svo að segja á svipstundu og hlaut Nobels-verð- launin fyrir. Síðan hefir hann getiið sér nýja og nýja frægð fyr- ir ýmsar mikilsverðar uppgötv- anir í bakteríufræði, og verið ýmiskonar sómi og virðing sýnd bæði á Þýzkalandi og víðar. Hann er maður þauliðinn og afkasta- mikill, og um’ gáfur hans og skarp skygn’i efa^t enginn. En á hinn bóginn kvað| metnaðargimi hans vera takmarkalaus og hefir orðið til þess að svifta hann hlut- tekningu embættisbræðra hans. Auk þess má bæta því við, að prófes&or Behring hefir ekki gleymt að færa sér rækilega í nyt peningalega hagnaðinn, sem rann- sóknir hans hafa gefið honum tækifæri til að komast yfir um leið og hann hefir verið með þeim að vinna mannkyninu gagn. Hann fer heldur ekki í neina launkofa með það að það sé áformið, að minsta kosti fyrst um sinn, að hafa sem mestan hagnað aí upp- fundningunum að honum er mögulegt. Siðferðislega álítur hann sig hafa fullkomnasta rétt til þess, og ætlar hann á þann liátt að afla sér nægilegs fjár til þess að geta haldið áfram ýmsum vísindalegum rannsóknum. Persónulega er próf. Btehring ekki í miklu afhaldi hjá þeim sem umgangast liann mest. Enn allir hljóta þeir að bera virðingu fyrir honum og viðurkenna hann sem vísindamann. Þó nú svo færi að prófessor Behring ekki auðnaðist að full- konina tæringarmeðal sitt, á þann hátt sem hann gerir sér von um, þá er liann þó manna líklegastur til að auðga læknisfræðina á eín- hvern annan hátt með einliverri nýrri og nytsámri þekkingu. Annar eins starfsmaður og próf. Behring er, leggur ekki árar í bát og heldur að sér höndum, þó ein- hverjir þröskuldar kunni að verða á veginum að takmarkinu. Hann er einn af þeim mörnuim sem vex ástnegin við þraut hverja. Síberíu-járnbrautin. Ilvernig hún var notuð meðan á stríðtnu stóð. Síðan stríðið á milli Rússa og Japansmanna vai; á enda kljáð, hefir ýmislegt komið í ljós, sem ber einkennilegan vottum á hvaða hátt rússneskus fyrirliðamir not- uðu sér hið eina samgöngufæri, sem þeir höfðu við heimalandið, járnbrautina gegn um Síberíu. Allir þeir, sem nokkurt skyp- bragð bera á járnbrautarmálefni, exu nokkum veginn á einu máli um það, að Linevitch, yfirherfor- ingi Rússa í Manchúríu, megi þakka hamingjunni fyrir, ) að Witte flýtti sér að ganga að frið* aesamningunum í Portsmouth. Hefði hann ekki gert það, er það talið áreiðanlegt, að ekki hefði getað hjá því farið að Oyama hershöfðingi hefði algerlega gert út af við herdeildir þær, sem Rússar höfðu í Manchúríu. Oy- ama var þess albúinn að leggja þar til stór-orustu, jafnskjött og han nfengi fregnir af því, að ekki liefðu gengið saman friðarskil- málarnir. En Rússar voru ekki eins vel undir búnir þar austur frá og Japansmenn. Þegar bundinn var endir á stríðið hafði Oyama nálægt sex hundruð þúsundum manna á að skipa, en hvorki áður en byrjað var á friðarfundinum, né á meðan á honum stóð, hafði Linevitch verið sendur nokkur minsti liðs- auki, hvorki menn, herbúnaður né matarforði. Þiví má ekki gleyma, að til þfess að getá rétt Linevitch hjálpar- liönd, urðu Rússar að láta flytja livað eina, sem hann þurfti me'ð, lifandi og dautt, hermenn, her- búnað, matvæli, klæðnað o.s. frv., hér um bil sex þúsund mílur veg- ar ýfir einsporaða járnbraut, sem fá upphafi vega sinna hefir verið þannig á sig komjn, að hún liefir ekki getað fullnægt allra eínföld- ivstu þörfum manna á íriðartím- um. Og þegar við alla þá galla og ófullkomleika, sem á járn- brautinni eru, bætist það, að alt, sem við kom stjórn flutninganna, bæði á mönnum og vörum, var eins heimskulega af hendi leyst og mest mátti vprða, þá er engin von að vel færi. MpðSíberíu-járn- járnbrautinni var hreinasti ógern- ingur að ætla sér að flytja heilan lier, sem voru í fjögur hundruð’ þúsundirí manna, alla leið til Austur-Asíu, og ætlast til þess að hann jafnskjótt og þangað kæmi væri í færum um, að lleysa af hendi afar mikið og vanda- samt verk. Einn af fréttariturum rússneska blaðsins „Novoe Vremya,“ sem var í Manchúríu á meðan stríðið stóð yfir, hefir nýlega ritað í það hlað ýmsar greinar um þiað/, hverni gflutningunum með Síber- íu-brautinni var stjórnað á því tímabili. Þegar stríðið byrjaði, og Alex- ieff undirkonungur hafði á hendi yfirumsjón hersins í Manchúríu, ferðaðist liann allmikið fram og aftur með járnbrautinni. Alexieff var ekki mikið um það gefið að vera á ferðinni að nóttu til og gerði hann því að ófrávíkjanlegri reglu, aö láta ætíð, þegar leið að kveJdi, renna lestinni, sem hann var með, inn á hliðarspor við þá járnbrautarstöðina, sem næst var og stóð lestin þar kyr í tíu klukkutíma á hverri einustu nóttu. Og af því hann vildi fá að sofa í næði, þá lagði, hann blátt baiMi fyrir, að nokkur önnur lest mætti fara á nóttunni fram hjá brautar- stöðinni þar sem hann svaf, hvort sem þiær lestir höfðu hennenn, herbúnað, matvæli eða aórar, nauðsynjar að flytja eða ekki. Það stóð á sama. Lestirnar urðu að gera svo vel að bíða þangað til hans hátign vaknaði. Hver einasti af yfirforingjunimi heimtaði.að fá sérstaka lest hanjda sér, til þess að ferðast á. Til þess útheimtist svo mikið af fólks- flutningavögnum, að flytja varð meiri hlutann af hinum óbreyttu liðsmönnum í vömfiutninga og gripavögnum. Allár þessar sér- stöku lestir foringjanna urðu or- sök í liinurn mesta glundroða og töfum fyrir umferð um brautina. Svo er sagt að Gripenberg hers- höfðingi hafi haft út af fyrir sig eina af þessu sérstöku lestum og að hann hafi haldið þar til mestan tímjann ^em hann var í Manchúr- íu. En svo komst hann að þvi eitt sinn, að lestarvagnar ein- hverra annara af hershöfðingjun- um voru lýstar með' rafunnagni, og lét hann þá samstundis sínal lest renna inn á hliðarspor, til þess að hægt væri að koma fyrir samskonar lýsingarfærum í sínum vögnum. Og þar stóðu svo vagn- arnir hans höggunarlausir í hálf- an mánuð., Nokkru síðar var það að vagnlest þessa sama höfðingja stóð á hliðarspori nálægt því átta mílur frá aðsetri annars hershöfð- ingja, sem Jíka var á sérstakri lest. Auk járnbrautarinnar var ágæta akbraut milli þessara staða. en ekki gat Gripcnberg gert svo lítið úr sér að vera að nota hana. Þegar hann langaði til að skreppa og heimsækja embættisbróður sinn, heimtaði hann, aðv sérstaka lestin sín flytti sig þangað. Einn gilti hvernig; jáxnbrautarstjórarjv ir mæltu á móti þessti, og kvört- uðu yfir töfunum, sem af því lilyt- isý, fyrir aðrar lestir. Hinn fór sínu fram engu að síður. En það voru einnig fleiri .len hershöfðingjarnir sem þannig tóku sér einkaleyfi hjá sjálfum sér, til þess að nota brautina eft- ir eigin geðþótta, þegar svo bar undir. Það voru flleiri lifandi skepnur en liðsmannaræílarnir sem þurftu að komast leiðar sinn- ar hiklaust, og þar á meðal mjólk- urkýr þœr, af bættu kyni, sem áttu að veita hershöfðingjunum volga nýmjólk á hverju máli. þannig bar eitt sjnn svo vjð, að einnj ágæta góðri mjólkurkú.sem liafði geng.t þessu embætti um hríð sunnarlega í Manchúríu, var veitt samskonar embætti í grend við Harbin, lengra norður. Að sjálfsögðu þurfti nú að senda sér- staka lest með kúna. Á brautinni var troðfult af lestum, sem verið var að fiytja á hermenn, suma til vígvallarins, og suma burtu þaðan, særða og sundur skotna, sem áttu að fara á spítalastöðv- arnar hingað og þangað fram með brautinni. En þaö hafði ekki neitt að þýSa. Allar slíkar lestir urðu að bíða. Þær voru látnar renna inn á hliðarsporin og bíða þar í tólf klukkustundir á meðan verið var að lcoma kúnni áleiðis. Þ)egar aðfarirnar nú voru þannig, og þessu líkar, er ekki að furða, þó margt færi i handaskol- um, og endirinn yrði eins og raun hefir gefið vitni um. Þeir hegðuðu sér öðruvísj her- foringjar Japansmanna. Þeirra markmið var að vitinju sigur og annað ekki. -------o------ Ljóðmæli S. li. Benediktssonar Fyrir nokkru síðan hafa Lög- beirgj verið send „Ljóðmæli teftijr S. B. Beneditcsson, með mynd höfundarins.“ Bók þessi er gef- in út hér í Winnipeg og prentuð í prentsmiðju/ Freyju. Að ytra frágangi er bókin frcimirjdélega úr garði gerð. Eitt með öðru því til sönnunar er það, að af'tast í lienni er prentuð heil blaðsíða af leiðréttingum við prentvillur, og er þó tekið fram þar, að þietta séu að eins ..skað- legustu prentvillurnait í bókinni“. Þessi blaðsíða með leiðrétting- unum er, samt sem áður, eina blaðsíðian, í bókinni, sem lesanjdi er. Á hinum eitt hundrað og þrjá* tíu blaðsíðunum er iekki nokkutr skapaður hlutur, sem minsti veig- ur er í. Bókin er full af svívirði- legasta guðlasti, svo mögnuðu að annað eins hefir ekki sézt fyr á íslenzka tungu. Iiún er bæði höf- undi sínum og Vestur-íslending- um til meiri skammar en frá verði sagt, og er því betra þess minna sem á hana er minst. Lögberg hafði ætlað sér að leiða alveg hjá sér að minnast á þessa bók, áleit hana langt fyrir neðan það. En sökum þess að „Heimskringla" hefir brotið ísinn og getið hennar, viljum vér • að Nýja búðin á horninu á SARGENT og VICTOR strætum. Viö óskum eftir aö landar okk- ar unni okkur viðskifta og lofum þeim hreinum og góðum viðskift- um. Nákvæmari auglýsing kem- ur í næsta blaði. Munið eftir staðnum: Cor. Sargent & Victor. CLEMENTS & ÁRNASON eins undirskrifa það • sem þar er sagt og vara hvern heiðvirðan mann við að kasta út peningum fyrir annan eins óþverra. ------o------- Fréttabréf. Kristnes, 18. Okt. 1905. Heiðraða Lögberg! Eg hefi sent Lögbergi fáeinar línur haust og vor síðan eg flutti hér út, og eins ætla eg að gera enn. Sumarið er að kveðja og er því viðeigandi að segja fáein orð um það. Það væri sannarlegt van- þakklæti við náttúruna ef við værum ekki vel ánægðir með sum arið, sem nú er að kveðja okkur. Það hefir framleitt í fullum mæli alt sem við gátum búist við. Upp- skera hér alment yfir liefir orðið góð. Meðaltal af hafra uppskeru mun vera sem næst 50 bush. af ekrunni; hv)eiti u|m 30 bush., flax og bygg tiltölulega eins. Garð" uppskera ágæt, grasspretta í með- a'llagi, hirðing allgóð á ölltij og heilsufar manna íbetra lagi. Eg man ekki eftir nema einum sem dáið hefir hér í ísl. bygðinni í suniar, og var það gamall maður, Björn Jósefsson, sem fluttist hing að ásamt konu og börnum á síð- astliðnu vori frá Nortli Dakotai. Þar hafði hann verið í fjölda- mörg ár, og vari mjög vel liðinn maður. Dauðamein hans var inu- vortissjúkdómur. Eg þekti hann of lítið til þ|ess að geta sagt meira um lífsferil lians. Hanm var jarðaður hér án prests og kirkju, sem von var, því við höfum engan prest og enga kirkju. Það liefir enginn ísleuzkur prestur heimsókt okkur á þessu sumri. Það ert ekki nema tvent til með það, að annað livort eiga islenzku prest- arnir svo annríkt, að þeir hafa engan tíma til að finna okkur hér úti, eða þá að þeir halda að við séum í því trúarástandi'., að' vjð þurfum þeirra ekki með. Þessi bygð hér er ekki svo lítil. Hún mun vera yfir 40 mílur á lengd og sem næst 10 mílur á breidd, mest bygð íslendingum. Verkliegar framfarir eru hér ekki svo litlar. Menn bæta byggingar sínar, brjóta upp jörðina og gera vegabætur. Hér var bygt skóla- hús austarlega í ísl. bygðinni í sumar; það er myndarlegt hús, 32 fet á lengd og 20 á breidd, al- gjört utan og innan, með fllestum áhöldum, sem þarf til þess að hægt sé að byrja kenslu. Það er ákveðið að b.yrja kenslu í því með næsta vori. Tveir landar hér við Foam L<ake, Gísli Bíldfell og Bjarni Jasonson, keyptu þreskivél og hafa þreskt hér hjá mönnum og gengið vel. Ingimundur Eiríksson og Guðbrandur Narfason fóru til Winnipeg með yfir 70 gripi og.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.