Lögberg - 23.11.1905, Side 6

Lögberg - 23.11.1905, Side 6
LÖGBERG, FIMTUÐAGINN 23. NÓVEMBER 1905. nxm \m wm ,jí. * i-' <&-'■ uið&z í4i SVIKAMYLNAN Skáldsaga eftir ARTHUR W. MARCHMONT. wm&nSi mmmm mynKwy.TOfla „Eg kemst ekki fram hjá nema með brögöym, og samt mnn ckki af veita,“ svaraði Norman.. „I>ú verður að gera þa». Eg treysti á þ,ig.“ Norman beygði nú við, eins og hann ætlaði sér að lenda í Peru, og dró dálítið úr ferðinni; og þegar þeir á gufubátnum sáu það, þá breyttu þeir einnig stefnunni og einhver kallaði og skipaði okkur að bíða. Við héldum auðvitað áfram án þess aö svara neinu og dró nú óðum saman. En þegar Norman áleit tíma til kominn sneri hann við til þess að komast fram hjá aftan viö gufubátinn, sem ekki gat snúið við lík't því eins tijótt og viö, en greip i þess stað til þess að fara aftur á bak og stefndi þannig beint á okkur. Það mátti ekki tæpar standa, eins og Norman sagði, þvi að þeir á gufubátnum náðu frir borðstokk- Jijá okkur mcð krókstjökum, og tveir menn stukku um borð til okkar. Ekkert gat verið okkur nieira í vil. \ iö losuðum tafarlaust krókstjakana_ og skutumst í sama vetfangi fram lijá; en skipverjar okkar handsömuðu aðkomu- mennina. „Eleygið þeim útbyrðis,“ sagði Grant stillilega, „hinir tefjast þá við þaö að innbyrða þá" ; og var skipun hans oröalaust lilýtt og mönnunum gefiö ó- vænt bað. „Komstu nú eins fijótt og þú niogulega getur ofan fyrir brúna, Norman, svo engir bátar hafi tíma til aö leggja frá ktndi og hefta ferð okkar;" og eftir litla sttind vortim við komnir út á Bosphorus og stefndum út í Sel, og svo mikil ferð var á rafmagns- kænunni okkar, aö enginn tyrkneskur gufubátur hefði gctað mælt sig viö hana. XXI KAITTULI. „Skuggi guðdómsi)is.“ Yið náðum út i Siel án frekari æfintýra, og á nteöan verið var aö bera soldáninn — sem enn þá var undir áhrifum svefnlyfs — til herbcrgja, l>ar sem tun hann, hafði veri6 búið, leit eg eftir föngunum og kom þeim fyrir á óhultum staö. Að iþfví búntt fór eg arð svipast eftir Ednu, og fékk eg brátt að vita, mér til mesta ótta og sorgar, að hún hafði aldrei til eyjar- innar komið. íÞegar eg kom á fund Granís, ti.l þess að færa honum tíðindin, var hann orðinn svo veikttr og úttaugaður, að eg þorði ekki að segja lionum þau. Mrs. Wellings sagði mér, að Grant heföi þotið upp úr rúminu undir éins eftir aö Ibrahim gamli s fann hann, og þrátt íyrif öll mótmæli Arbuthnots læknis og sérfræðingsins frá Vínarborg, verið ein- ráðinn í að ferðast tafarlaust til Hvíta hússins. Ahyggjurnar og æstar tilfinningar liéldu honurn við til þessa, en þegar starfi hans var lokið þá sló honum óðar niður, og hann bar þess öll nierki, aö hann ekki ætti langt eftir ólifað, <eins og hann sagði vib mig um kveldið. En ekki fékst hann þó til að fara í rúmið fyr en hann værj búinn að hafa tal af soldáninum og skýra honum frá öllu sem gerst hafði. Eg þorði ekki einusinni að yfirgefa hann til þess að leita að Etlnu, heldur sendi Norman á burt á „Þögninni" með strengileg boð til læknanna að koma tafarlaust. Þegar eg kom inn til Grants aftur, sá eg, að hann var heldur hressarii eftir að hafa fengið sér brennivínsstuap, og þá sagði1 eg honum frá hvarfi Ednu. Um það og fleiri sakir okkar vorum við að skrafa þegar okkur var sagt, að soldáninn væri bú- inn að fá meðvjitund. „Til hans verðum við að fara. Þú verður að koma með líka, því að nú verður þú að ganga t minn stað—eg er bráðum úr sögunni; en eg hefi efnt loforð mitt.“ Hinn „allra tignasti“, „skuggi guðdóirtsins,“ var ekki sérlega tignarl’egur þegar við klomum inn og hneigðtim okkur fyrir honum. Hann leit út ’fyrir að vera dauðveikur og að rakna við úr stórfeldu drykkjuskapprroti. Hann var einkennitega og skop-, lcga búinn—sumpart sem karlmaður og sumpart sem. k venrriaöur—tneð ólitreina rauðkollu á höfðinu og í pilsi’, sem stígvélin og endinn á buxnaskálmunum jstóðu niður nndan. Svo skoplegt var að sjá hann, að eg gat ekki stilt mig unj að brosa, og hneigði mig óþarflega lengi’ til þess að láta hann ekki sjá það. Auk þess var hann svo gagntekjnn af hræðslu, að eg er viss um, að hann bjóst við dauð(a sinum á hverju augnabliki'. Þegar honum varð litiö á Grant þá hrökk hann við og skalf svo ákaft, að hapn kom engu hljóði upp. Við biðum þess, að hann leyfði okkur að áí- varpa sig, og Grant benti hjúkrunarkonunum að fara út úr stofunni. Eftir nokkurra mínútna þögn reyndi1 hann eitthvað að segja, sem elcki varð skilið, og tók Grant það sem leyfi til aö taka til máls. „Sameiginlega þökkum við guöi fyrir náð lians, ' yðar hátign,“ sagði Grant á frönsku. ,.Yö höfum j orðið til þqss að bjarga yður. Eg fullvissa’ yðar há- 1 tign um það, að þér eruð einfe óhultur hér eins og | þér hafið nokkur tíma verið í Yildis hölliuni." Á meðan eg túlkaðá' þetta á tyrkneskul—því að ' hirðsiðanna í því efni varð að gæta—-staröi lianfi framan í okkur á víxl eins og hann væri að reyna að sjá, hvort þessar góðu fréttir gætu verið sannar; og hið fyrra traust hans á Grant fór að koma fram. „Hvar er eg?“ „í húsinu á eynni', sem yðar hátign náðarsandeg- ast þóknaöist að leigja mér,“ svaraði Grant; „og með yðar lfeyfi ætla eg að segja hvernig á öllu þessu stendur." Svo ant var Abdúl um að heyra tíðindin, að hann beð þess ekki, að eg túlkaði, hieldur leyfði ' Grant að halda áíram. Svo máttvana var vinur minn; að hann treysti sér ekki að standa lenguii, og fékk hann því levfi til að 'sitja á meðan haaijn sagði I söguna af því, hvernig vi'ð hjörguöum soldáninum. ! Grant sneiddi nákvændega hjá þjví, að við hefðtun j nokkurn tíma verið við samsærið þeiidlaðir, og lét j það heita svo, að kænan okkar hefði verið stödd úti j á Gullhomi af hendingu eða, eins og hann sagði, af ! guðlegri handjéiðslu til þess að 'frelsa líf lians há- tignar. Frá öllu öðru sagöi hann, að aðalefninu, satt og rétt; en hann dró þaö undan, að vfð hefðum tekið tvo fanga. Og svo endaði hann með því að spyrja soldáninn, hvað næst ætti að gera. Það leyndi sér ekki, að soldáni’nn trúði sögu Grants og varð hann nú svo rólegur og óhræddur, að furðu gegndi. Eitt merki þess var það, að hann lézt nú ekki framar skiija frönsku, heldur lét mig túlka á milli þpirra. „Hvernig kviknaði' í höllinni ?“ spurði hann. „Segðu hans hátign, að eg viti það ekki,“ svar- aði Grant. „Þeir hljóta að hafa kveikt i henni, sem — sem ætlúðu að ráða mig af dögum,“ sagði soldáninn í háífum hljóðum. „En það skal verða neiknings- skapur haldinn,“ bætti hann við og augu hatis I tindruðu. „Ef til vill man yðar hátign ekki eftir neinu sem gerðist?“ spurði Grant. „Eg man það, að kallað var ,eldur', en þá kom eitthvað fyrir. Eg hefi að líkindum verið sleginn. Eg man það líka, að eg var borinti úti úndir beru lofti; já, eg var eitthvaö að furðia nrg á því, lívað cijnkennjlega eg væri búinn." Haun leit nú niður á s‘g> °g þcSar hann kom auga á pilsið, reif hann það af sér ogl fleygði þvi nteð vioujúði. „Það var líka byrgt fyrir andiitið á mér,“ sagði hann, og þpnnig rann þetta smátt og smátt upp fvrir honum. „Og eg hljóðaði; og eg var á bát, og einhver helti eitihverju ofan í mig. Þeir héldu tnér niður og mér lá vi<ö köfnun; og svo man eg ekld nöitt frá því og þangað til cg vaknaðai' hérna.“ „Það er deginuin ljósara að illmannleg og svik- santleg tilraun hefir verið gerð tií þess að ráða yðár hátign af dögum, og við af guðs náð orðiö til þúss að afstýra því. Og nú verð eg að bo'öja yðar hátigtn að leyfa ntér að fara. Eg er veikur og máttvana." „Þú mátt ekki yfirgefa mig, Mr. Grant," sagði hann óttasleginn. „Eg er óhræddur á meðan þjú ert hjá mér.“ „Verið óhræddur. Hér hafiö þér ekkert að ótt- ast; og hann Mr. Ormesby, vhiur minn og trúnaðar- maður, leggur lífið í. sölumar fyrir yður, eins og eg hefði1 gert ef á þarf að halda." Hans hátign veitti' mér þá þi viðurkenningu að aðgæta mig nákvæmlega. Gat rnanni virzt, að hann ekki' tryði mér sem bezt, að niinsta kosti leyndi þaí. sér ekki, að hann trpysti Grant betur og var nauðugt að leyfa honum að fara. „Eg er enn þá upp á hjálp þína kominn, Mr. Grant,“ sagði' hann hikandi. „Auðvitað er eg algerlega í yðar hendi, en sjálf- ur býfet eg við að geta líti’ö gert héðan áil Viljið þér hverfa heim aftur til Yildfs, þá er kænan nún við hendina handa yður; eða ættuin við að senda ’eftir einhverjum af ráðgjöfum yðar? Væri eg spurður ráða, þá mundi' eg ráðleggja að gera eitthvajð tafar- laust.“ „Náttúrlega; en hvað ættí það að vera?" hróp- aði hann mæðulega. „Eg kemst hvergi án lífvárðar míns. Hvað er að gerast í höllinni? Hvað hafa illmennin aðhafst? Ætli ráðgjafar mínir séu í engri hættu? Það getur verið að ganga út í opinn dauð-> ann fari eg þangað án þess að vita, hvað gerst hefir., Eg er ráðalaus." Hann var svo veiklaöur og hrædd- ur, að liann gat ekki hugsað í samhengi; og eg var nú svo áhvggjufullur vegna Grants, sem stöðugt fór hnignandi, að eg leyföi mér að leggja orð í belg. „Vilji yðar hátign fremur vera hér þangað til áreiðanlegar fréttir eru fengnar frá höllinni, þá skal eg fara og vita, hvað þar hefir gerst. Eg get fundið ráðgjafana og kcmið hingað með hverja þeirra], sem þér viljits; eða eg get flutt þíetm skipanir yðar um hvað gera eigi..“ Hann hlýddi á með stillingu, og sat síðan þegj- andi og horfði við og við \rand!ega á mig, þangaö til eg loks sá einhverja slægð koma fram í svip hans. „Þú segir eg liafi fult frelsi til að fara héðan?" „Skilmálalaust, yðar hátign," svaraði Grant. „Eg ætla þá tafarlaust að snúa heim til hallar- innar." „Að mér undanskildum, sem eg óttast, að eklo' sé fær um að fylgja yður, skal hvert mannsbarn á eynni hlýða yður í öllu.“ „Vill Mr. Orntesby íara með ntér?“ spurði hann. „Ef þér segð svo fyrir," sagði eg og hneigði mig. Hann kvaddi Grant, þakkaði honum mikillega alla hjálpina og hét honum ríkulegum laúnum, og svo fór hann með tnér út á kænuna, sem lá við bryggjuna. í lians áheyrn sagði eg ðvo fyrir, að lenda skyldi skaint frá Y’ildis Kíosk hliðinu sem fjær lá. Eftir beiðni hans var eg hjá honum i þilfarská- etunni, þur sem hann sat vafinn feldum. Við töluð- uin ekkert saman þangað til eg spurði hann, hvar hann vildi helzt lenda. Það var óljós bjarmi á loftinu frá ljósum mn- hverfis höllina og ef til vill frá leifum af eldinum, og soldáninn staröi á þetta stöðugt og sorgmæddur út tim káetugluggann án þess að mæla orð frá munnþ Þannig héldum við áfram þegjandi þangað til ekki var eftir nema en míla til lendingarstaöarins, sem við stcfndum á. „Viltu láta snúa við bátnum, Mr. Ormesby, og stefna til Stambúl? Mér hefir snúist hugur.“ „Yðar hátign skal ráða;“ og án jicss að grensl- ast cftir livað hann hefði i huga, skipaði eg fyrir eins og hann bauð, og viö stefndum út á Hom aftur og höfðum haldið áfram ftillar tíu mínútur þegar soldáninn tók aftur til ináls og sagði: „Mér ber að biöja Mr. Grant fyrirgefningar, og þig einnig. Þú fyrirgefur mér þó alt, sem á hefir gengið í nótt, hafi gert mig tdrtrygginn og hræddan, jafnvel við einlæga vini mína, eins og eg sé nú, að þið eruð. Ferð þessi var gerð einungis til þess ali reyna þig. Eg á svo rnarga óvini. Nú sé eg, að mér er óhætt á eynni hjá ykkur, og vil eg því hverfa aftur þangað. Viltu segja svO fyrir?" „Yðar liátign liefði ekki þurft að efa okkur,“ svaraði eg tneð liægð um leið og eg vék mér frá til þess að láta snúa aftur til eyjarinnar. „Eg hefi verið sárt reyndur„ Mr. Orme(sby,“ sagði s«'.dáninn þegar eg kom aftur;,, en nú ætla eg að bera fult traust til þin og eiga afdráttarlaust og hiklaust lif mitt í hendi þér.“ „Það gleðyr mig, yðar hátign, að þér hafið sannfærst," svaraði eg þurlega. „Og eg álít það .viturlegra aö lenda ekki hjá Kíosk i nótt,“ „Eg hefi reynt að hugsa, en eg er ckki búinn að ná mér í höfðinu. Samt er eg ráðinn i því áð dvelje. hjá ykkur á eynni þangað tfl svo hefir vjerið' um búið, að mér sé óhætt að hverfa til hallarinnar. Fyrst ferö þú þangað fyrir mig og kenjst eftir hvað gerst hefir. Eg skal búa þig út með vald og umboð og leynimerki því til sönnunar, að eg sé lifandi og í góðra maima höndum. Þar hafa, ef til vitl, ódáða- vcrk verið framin; en skrildadagarnir eru í nánd, og þeir mega vara sig, sem hafa leyft sér að snúast gegn mér.“ „Því fyr, sem eg keniist á stað þangað, því bctra, yðar hátign," sagði eg, því mér var ósegjan- lega ant um að geta sem allra fyrst leítað Ednu. „Veizt þú nokkuð um samsæri þetta, Mr. Orm- esby?“ sptirði lunn næst. „Eg veit um það, og var að því komið, að þœr upplýsingar kostuðu niig lífið, yðar hátign;“ og svo sfegði eg honum a(t, sem mér þótti ráðlegt að segja, af þvi sem við bar þegar eg var í húsi Marabúks pasja; og hafði saga sú sýnileg áhrif á liann. „Svo samsærið var til þess að reka mig frá völdunt. Það getur haft þýðingarmikil eftirköst og, eins og þú sagðir, er nauðsynlegt að bregða sem fyrst við. Þú kant tungumál okkar vel, en ertu jafn vel að þér í lögum <jk|car—eg á við hvað það snert- ir ?“ „Já, yðar liátignj ef þr eigið við ha(ns tígn Sheikh-uI-Islam.“ Lög þau, sem hann átti við, eru cinkennileg. Soldáninn hefir álgert og ótakmarkað vald til að útnefna menn í ti'gnarstöðui; og sietja þá frá-—æðstir þeirra eru höfuðpresturinn eða Sheiklý- ul-Islam, sem eiginlega öllu ræður í dóms og kirkju- máladeildunuiri, og istórvezírinn—■, en órituð lög eru j t'l fyrir því, að ekki má reka soldán frá völdum án j skriflegfe samþykkis Sheikh-ul-Islams. Þegar Mid- 1 hat pasja rak Abdúl Aziz frá völdum um ári'ð, þá ! gætti pasjinn þess að tryggja sér 'slikt samþykki fyr- j irfranU Án þcss hefði' mátt við því búast, að herinn hqfði neitað að viðurkenna fráreksturinn og hefði' þá j að likindum ekki legið annað fyrir en alger stjórn- ; bylting. Væri því Sheikh-ul-Islam ekki með í sam særi þessu þá var hann aðalmaðurinn sem alt snerist ! um. Þess vcgna var um að gera, að ná sem fyrst j fundi* hans og færa honum heim sanniun um það, að ! soldáninn væri á lífi og í engum lífsháska. Það var því ráðið, að eg fyndi' hann fyrstan j manna, jafnvel áður en eg færi ti'l hallarinnáþ og j þar næst stór-vezírinn; og fyrirskipanir hans hátign- ; a'r til þeirra beggja , voru, að ekkert annað skyldi j gera en að viðhalda stjórninni þangað til liann gerði frekari ráðstafanir. Þaðan átti eg síðam að fara til Yildis, fiiina þar vissan hershöfðingja og afhenda honum umboð til þess að gera alt, sem liann álili nauðsvnlegt til að koma á reglu aftur. . Enginn átti að vita hvar sol- dáninn héldist vi<S. Þætti nauðsyn 'til bera, þjá átti að gefa út opinbera skýrslu um það, að hann lægi veikur. Stór flokkur hallarli'ösins átt i að vera til taks, hvenær sem það vrði khllað, og þrjár bryn- snekkjur átti aö leggja við akkeri' miðja vcgu millr lands og eyjar. Alt þetta ræddum við nákvæmlega á heimleið til eyjarinnar, og kom eg því að, að minnast á Ednu og þarð, sem eg heyrði Marabúk um hana segja, og gætti eg þess að setja það i samband við samsærið. „Eg skal leggja sérstaka áherzlu á þaö að hjálpa hermi. Mr. Ormesby, og þú skajt þrei’fa á því, að viti eg hvernig á að beita harðneskju við óvini mína, þá veit cg cinnig hvernig eg á að breyta við vini mína, sem eg treysti. Þú skalt hafa fult vald.“ Hann efndi þaö loforð sitt. Það tók liann nokk- urn tíma að útbúa öll skjöl og gögn eftir að út í Sel kom, og þcgar hann var búinn að afhenda mér þau og vandlega að ítreka allar fyrirskipanir og reglur, þá dró liann upp hjá sér sérstaka fullmagt handa mér til að leita Ednu. Þar var sagt, að eg væri ráð- 0111 til sérstakra, áríðaiidi embættisverka; að allir embættismenn af öllum stéttum, æðri sem lægri, ættu aö aðstoða mig á hvern hátt, sem eg segði, og hlýða öllum fyrirskipunum minum; að eg væri soldánsins fulltrúi, og hefði sama vald eins og sjálfur hann; að allir, sem óhlýðnuðust mér, bökuðu sér með þvi reiði' soldánsins og mættu húast við þungum fésekt- um og fangelsisvist. Þegar þessu var lokið, þagnaði hann við, og sagði’ siðan rrteð mikilli áherzlu: „Þetta er vottur trausts míns og velvildar, ek- sellensa." „Yðar hátign meinar hvað?“ spurði eg forviða á því hvernig hann ávarpaði mig. „Vald þietta og umboð er handa sendiherra mín- um, Qrmesby pasja. Það á vel við, að sendimaöur í svona mikilsvarðandi erindagjörðum beri aðals- nafn. Héðan af verður þú, cksullensa, í röð helztu pasja minna." „Eg cr vðar hátgn þakklátur," svaraði eg og hneigði’ mig djúpt. „Eg hefi fyrir miklu meira að þakka, eksellensa; og eg reyni að hætta ekki' fyrri en allir hafa mieðtekið laun sín. Mr. Grant hefi eg hugsað annars konar viðurkenningu." „f.igi eg að vilnna verk mitt vel, yðar, hátign, þá verð eg tafarlaust að byrja á því,“ sagði eg; og með endurtekmi þakklæti og loforðum um að vitina verk mitt vel og trúlega, hneigði eg mig og fór út frá lionum. Þantiig óvænt undi'rbúinn og útbúinn lagði eg út i þessa einkennilegu ferð, en áhvggjulaus var eg ekki. í fyrsta lagi var eg hræddtir um að Edna væri i hættu—Norman, sem komjifnn' var með læknana, flutti þær fréttir, að hún væri ekki í Hvíta húslnu— og í öðru lagi' var sagt, að ástand Grants væri hfrð versta. Itg kom snöggvast inn til lians í rúminu áð- ur enég fór; en hann gat svo sem ekkert við mig talaö; hann einungis reyndi að taka í hendhia á mér og hvíslaði ofur lágt í eyra mér: „Frtidu hana Haydée, góði vinur minn, og lofaðu mér að sjá hana.“ „Hvernig líður honum?" spurði eg Arbuthnot læknir þegar cg k!om fram úr herberginu. „Eg er hræddur um liann hafi gert út af vi'ö sig,“ svaraði hann og hristi höfuðið. „Eg varaði liann við því, en það liafði ekkert að þýða. Hann hefði .ef til vill komið til heilsu aftur; við gerðum okkur báðir von um það; en nú—“ og hann fórnaði höndttm og stundi gremjulega.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.