Lögberg - 21.12.1905, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.12.1905, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1905. 7 w * o -» Jólagjafir litlu stúlkunnar. ÍLauslega þýtt.) Esther Hawley sat í lágum1 ruggustól í herberginu sínu, döpur í bragði, og athugaöi meb ná- kvæmni 75 cent, sem hún hafði í lófa sínum. | „Hvernig á eg aö fara aö,“ sagöi hún í fimta eða sjötta sinni.um leið og hún velti centunum í hönd sér. „Eg á að eins ein 75 cent til að kaupa fyrir allar jólagjafirnar.“ Faðir Esthers hafði verið fremur efnaður. Hann átti dásnoturt heimili, og svo langt sem hún mundi aftur í tímann, höfðu þau I haft nóg af öllu, og þó nokkuð um frant. En nú var fremur farið að ganga af foreldrum hennar, svo'í- búðarhúsið og innanstokksmun- irnar voru aðal eignin, sem efit’ir var. „Hvað mikla peninga ætlarðu að láta mig fá, mamnia, til aö kaupa fvrir jólagjafir mínar?“ ltaf ði Est- her sagt við móður sina þenna santa morgun, þegar hún var að | þvo upp dískana í eldhúsinu og ■ ganga frá þeim. „Elsku Essie mín, eg veit ekki hvort við höfum ráð á að gefa þér nokkuð núna,“ hafði móðir hennar svarað stúrin á svipinn. „Faðir <þinn hefir fult í fangi með að borga alt, sem við Jþurfum til fata og fæðis ,svo eg er hrædd um að lítill verði afgangurinn til að gleðja þig barnið mitt.“ „En, elsku ntamma, eg sem ætl- aði mér einmitt nú að kaupa svo margar fallegar smágjafir til jól- anna handa kunningjunum," sagði Esther og flóði öll í tárum. „Eg veit það, elsktt barnið mitt, en við megum samt vera guði þakk lát fyrir, að hann hefir gefið okkur af ríkdómi sinnar náðar, föt, fæði og heintili, hvað sem hinu líður,“ sagði rnóðir hennar og klappaði henni á kinnina, „mundu það barn- ið miitt, og á meðan hann gerir þaö ætti enginn að kvarta.“ Esther lauk við að þvo upp disk- ana, og gera það, sem var hennar verk í eldhúsinu, og fór síðan upp í herbergi sitt, til að hugsa um vandræði sín,og reyna að finna upp eitthvert ráð. Hún opnaði litla saumakassann sinn, og tók upp úr honum centin sín, sem hún hafði dregiö saman á mörgum vikum. En hvað hún hafði hugsaö sér að kaupa fallegar jólagjafir, til að gefa einmitt á þessum jólum; hún hafði lagt það al,t niSur fyrir sér í huganum, og um leið séð í anda á- nægjubrosiö fæðast á vöruni kunn- ingjanna við að skoða gjafirnar. Ömmtt sinni, sem var lasburða og alt af varð að sitja, daginn út og daginn inn í hægindastólnum sínum, hafði hún ætlað að gefa eina, og Nellie föðursystur sinni, sent rnist hafði dóttur sína þetta ár, og var alt af síðan hrygg og harm- andi, hafði hún ætlað að gefa aðra, og þriðju Bessie frænku sinni, sent bauð ltenni til sín dögttm oftar, og gerði henni alt til gantans. o. fl o.fl. Esther hafði öll nöfnin vfir í huganum og taldi um leið á fingr,- um sér, og margir voru kunningj- arnir, en centin fá. Þeir voru 25, sem hún endilega hafði ætlað að gefa eitthvað, en hvernig í ósköp- ttnum átti hún að kaupa jólagjafir handa þeim öllum fyrir ein 75 cent? Það var ómögulegt. Hún var búin að gjörskoða öll þau ráð, sem hennar litla höfuð gat upp- hugsað,og horfði armædd og sorg- bútin á hinn myntfáa fjársjóö sinn. Alt í einu datt henni í hug vers úr sunnudagsskólalexíunni, sem hljóð aði um það, að eigi væri tekfð til- lit til stærðar gjafarinnar, heldur hugarþelsins og viljans, sem bæri hana fram. Viljann vantaði liana ekki, og skvldi hún þá ekki geta ráöið fram úr’ þessu? Hún sat nokkra stund hugsandi, spratt síðan upp og hrópaði: „Það skal eg gera,“ og var þá sem þungum steini væri af henni létt, armæðusvipurinn hvarf af andliti hennar, og gleðibros lék um hinar litlu rósrauðu varir. — Hún flýtti sér í kápuna sína og hljóp niður í snatri. „Eg þarf aö skreppa niður í bæ, mamma,“ sagði luin og leit inn í setustofuna til móður sinnar, „eg kem bráðum aftur.“ Frú Havvley var alveg hissa á svipbreytingunni, sem komin var á andlitið á litlu dóttur hennar, en Esther þaut út úr stofunni, gekk niður götuna hröðum fetum, og stanzaði ekki fyr en við bóksalí- búðina, og fór þar inn. „Eg sotla að kaupa fallegan kassa með bréfsefnum i,“ sagöi Esther. Hún fékk hann, en hann kostaði 25 cent. Þá átti hún 50 cent eftlr. „Tuttugu og fimm itveggja centa fríiT)erki,“ sagði Esther ennfremur viö afgreiðslumanninn. Frímerkin voru afheut henni, hún lagði 50 centin, sem eftir voru á borðið, og gekk heimleiðis glöð yfir kaupun- um. „Hvað ertu þarna með, Essie mín?“ sagði móðir hennar þegar hún kom inn. „Það eru jólagjafirnar mínar,“ svaraði Esther glaðlega. „Eg gef tuttugu og fimm jólagjafir um þessi jól, þó að hart sé í ári.“ Enn voru tvær vikur til jóla, og á hverjum degi varði Esther góðri stund til að útbúa bréfin, sem voru jólagjafirnar hennar. Og hún lauk við þau öll fyrir jólin. Sannarlega voru þau fallegar jólagjafir, þar sem þau lágu öll á boröinu fyrir framan hana, vel skrifuð, innileg. barnsleg og blíð eins og hún sjálf. „Sjáðu jólagjafirnar minar, mamma," sagði Esíher þegar hún hún kom hlaupandi með öll bréfin, á aðfangadagsmorguninn, inn í svefnberbergi móður sinnar. Móð- ir hennar tók bréfin og las þau öll, greip svo dóttur sína í faðm sér, og kysti hana innilega og sagði: „Elsku litla döttir mín, þú getur varla ímyndað þér, hvað mér þykir vænt um þig og hversu glöð eg er yfir yndislegu litlu jólagjöfunum þínum. Það eina, sem hrygði mig við komu þessara blessuöu jóla. var tilhugsunin um það, hvað þungt þér mundi falla aö missa þína vanalegu jólapeninga." Það þyngdi yfir svip Esthers nokkra stund, ei svo sagði hún: „Já, þaö er satt, mér fanst þaö dálítið hart' fyrst í svipinn,—en nú er eg miklu ánægðari, heldur en þó eg hefði fengið jólapeningana, og nú ætla eg að fara með bréfin mín í póstinn, svo þau komist til skila í tæka tíð.“ Og glöð varð gamla amma Esth- ers, þar sem hpn hún sat i hæg- indastólnum sínum á jóladagsmorg uninn, þegar pósturinn kom með jólabréfið frá sonardóttur hennar, og tárin glömpuðu í augumgömlu konunnar þegar hún braut það saman, og sagði við heimafólkið: „Þetta litla bréf þykir mér vænna um, en allar dýru jólagjafirnar.sem eg hefi fengið í morgun, því að eg veit* með vissu, að það kemur frá góðu og ástríku hjarta.“ Líkar tilfinningar vöknuðu í brjóstum hinna annarra vina og kunningja litlu Esthers, en oss brestur tima til að geta þeirra allra hvers fyrir sig. „Þetta hafa verið ánægjuleg- ustu jólin, sem eg hefi lifað, elsku mamma mín,“ sagði Esther við móður sína, er hún las andsvör bréfa sinna, „og eg er hrædd um, að mér hefði aldrei hugkvæmst, að hafa þaö svona, heföi blessað versið í sunnudagalexíunni ekki bent mér á að hinn góði vilji er ætíð sigursæll.“ Kæru skiftavinir! Þrátt fyrir að verö á nautgripa liýiðum er aö lækka held eg áfram að gefa nc. fyrir pundið í þeim, út þennan mánuð að minsta kosfci. —Eftirfylgjandi kostaboð hefi eg hugsað mér að bera á borð fyrir alla, sem geta og vilja nota sér þau, fram að nýári að eins: Að með hverri $5 verzlun gef eg 20 pd. af sykri fyrir einn doll- ar, hvort sem menn heldur kjósa sér hann malaðan eða i molum.— Með hverri $10 verzlun 25 pd of sykri fyrir dollarinn, og með $25 verzlun 25 pd. af sykri fyrir doll- arinn og þar að auk heilt box af ágætis vindlum ókeypis. — — Munið eftir þvi, aö húðir gilda sem peningar, og gleymið ekki að nota þetta tækifæri til að fá sykkur billega, því nú er hann óðum aö stíga í verði aftur. — Ef einhverjir nú væru búnir að kaupa nauðsynjar sinar i bráðina, þá gætu þeir, til þess að nota þetta tækæifæri og fá vörur bil- lega, lagt inn 5—10 eða 25 dollara í húðum, eða peningum og verzl- að upp á þá seinna, og fá sömu kjör og þeir sem verzla strax. Viö erum nú að fá inn jóla- vaming á hverjum degi, sem verð ur seldur meö mjög lágu verði. — Komið og sjáið hann áöur en þér kaupið slíkt annars staðar. Eg hefi að eins fáein $6.50 Dinner sets, 42 st. af skrautleirtaui, sem eg sel meðan þau endast að eins $3.25; eru slíkt ljómandi jólagjaf- ir; og ýmislegt hefi eg fleira eftir þessu, sem er of margt að telja upp hér. — Komið bara sem fyrst og gerið verzlun ykkar; bíðið ekki þangað til rétt síöustu dag- ana fyrir jólin; þess fyr sem þér komiö, þess fljótar verður fólk af- greitt. Svo óslca eg öllum gleðilegra jóla og farsælt nýtt ár. ELIS THORWALDSON. Ódýr matvara fyrir peninga, Eg vil hér með tilkj nna íslendingum að eg hefi opnaö matvörubúð á horni Alexand- er & Nena og getið þér fengið mjög ódýra matvöru fyrir peninga út í hönd. — Komið og fáið að vita verðið á vörunum áður en þér kaupið annarstaðar. J. 0. ENDERSBY 242 NE»A ST. Brúkuð töt. Agæt brúkuð föt af beztu teg- und fást ætíS hjá Mrs. Sliaw, 488 Notre Ðame ave., Winnipeg. MUNIÐ EFTIR AS hjá G. P. Thordarson fáiö þér bezt tilbúiö kaffibrauö og kryddbrauð af öllum tegund- um. Brúöarkökur hvergi betri eöa skrautlegri, en þó ódýrari en annars staöar í borginni. Telefóniö eftir því sem þér viljiö fá, og eg sendi þaö aö vörmu spori. — Búöin er á horninu á Young st. & Sargent ave. Húsnúmer mitt er nú 639 Furby st. Phone 3435 P. S. Herra H. S. Bardal verzl- ar meö brauö og kökur frá mér. Herra Á Friö- riksson á Ellice ave. verzl- ar meö kökur frá mér. G. P. Thordarson •« I | R0BINS0N ii* 300 kvenf. yíirhafnir þykkar, hlýjar, vel fóðraðar, fara mjög vel. Svartar, bláar, gráar, bleik o. s. frv. Þessar yfirhafnir eru úr ágætu efni og vanalega seldar á Sio—$18. Við viljum losna við þau til þess að fá pláss fyrir aðrar vörur. Þér megið ekki ganga fram hjá því að kaupa þess- ar yfirhafnirnú fyrir.$3,00. ÆÐARDÚNS-TEPPI Á.......$3,75. 24 æðardúns teppi, með dökkleitu veri úr ágætu efni. Stærðir 5^2 — 6. Verð..............$3,75. ÆÐARDÚNS-TEPPI með veri úr bezta sateen, ýmislega rósuð. Verð.................$5,50. 10x4 hvít og grá flaneletts blankets. Bezta tegund. Verð.......75C. 11X4 stærði r á.........90C. ■ ROBINSON & co LlaltMi S9S-Í02 tUin £)t, Wlnnlpe*. A.E. BIRD á horninu áNOTRE DAME og SPENCE st. Kjörkaup um jólin. Af því hvað veturinn enn hefir verið mildur höfum við nú of mikið af vetrar- skófatnaði fyrirliggjandi sem við megum til aðselja fyrir 1. Janúar. Karlm. flókaskór, reimaðir. Vanalega $2.00. Nú............................$1,70. Karlsu. flókaskór með lsðurbryddingum. Vanalega $2,50. Nú ..................$2.00. Kvenna Dolge flókaskór, reimaðir. Vanalega $3,50. Nú á.................12,50. Kvenna Elmira flókaskór.vanalega 81,75 Nú á.................................ít.75- Ennfremur mikið til af karlm.og kvenna slippers, með gjafverði, hentugir til jóla- gjafa. Þetta er aðeins fátt eiít af því sem við höfum til, rétt til þess að gefa mönnum hugmynd [um kjörkaupin: sem hér bíða allra. Þegar þér komið í búðina getum við sýnt yður margar fleiri tegundir sem hér er ekki rúm til að skýra frá. A. E. Bird. James Birch Jg 329 & 359 Notre Dame Ave. 1 LÍKKISTU-SKRAUT, - búiö út meö litlum fyr- vara. LIFANDI BLÓM altaf á reiöum höndum ÓDÝRASTA BÚÐIN S í bænum. Telephone 2638. »1/ il/ ú/ vt/ W I * Vt/ i * vl/ 'i/ Nú er tíminn til aö kaupa Ofna og eldavélar. Viö höfum góða j ofna á $2,50—$3, 50. Kola og viöarofna frá $8,00—$15,00. Stór 1 úr stáli meö sex eldholnm á $30. i Aðra tegund af eldstóm meö 6 eldholum og hillu, á $30. Allar tegundir af húsa máln- ingu. WYATT s CLARK, 495 NOfRE DAME TBX.EPHONX! 3631‘ Bamaveiki. Þegar vart veröur við barna- veiki þarf skjótra úrræða viS Sé Chamberlain’ Cough Remedygef- ið inn undir eíns og vart verður við hæsina, eða jafnvel eftir það að farið er að bera á hóstanum, má koma í veg fyrir hana. Þetta meðal læknar ætíð, og er gott á bragðiö. Til sölu hjá kaupmönn- um öllum. ÞJÓÐLEGT BIRGÐAFÉL AG. Húsaviður og Byggingaefni. Skrifstofa: 828 Smith stræti. ’Phone 3745. Vöruaeymsla: á NotreDame ave West. ’Phone 3402. HÚSAVIÐUR, GLUGGAR, HURÐIR, LISTAR, SANDUR, STEINLÍM, GIPS, o. s. frv. Greiö viðskifti. Allir geröir ánægöir Reyniö okkur. <9 G) National Supply Corapany Llmited. Skrifstofa 328 Smith st. Yarö: 1043 Notre Dame ave. Teppahreinsunar- verkstæöi RICHA RDSONS Tel. 128. er aö 218 Fort Street. SEYMODR HODSE Market Square, YVinnipeg. Eitt af beztu veittngahúsum bæjar- ins. Máltiðir seldar & 35c. hver., $1.50 á dag fyrir fæði og gott her- bergi. Billiardstofa og sérlega vönd- uð vinföng og vindlar. —ókeypis keyrsla til og frá JárnbrautastöSvum. JOHN BAIRD, eigandi. I. M. Gleghoro, M D læknir og yfirsetumaður. Hefir keypt lyfjabúðina á Baldur, og hefir þvl sjálfur umsjön á öllum meÖ- ulum, sem hann lwtur frá sér. Elizabeth St., BAI.DUR, - MAN. P.S.—Islenzkur túlkur vi8 hendina hvenær sem þörf gerist. San. JSÍor. Raiiwaj Til nVja landsins. LANDMÁMSMANNA - FAR- BRÉF selur Canadian Northern járnbrautin frá Winnipeg og stöövum vestur, austur og suöur frá Gladstone og Neepavva, gild- andi á lestum sem fara frá Winni- peg á hverjum miövikudegi, út Ágústmánuö, fyrir hálfvirði til Dauphin og allra viðkomu- staöa vestur þaöan á Prince Al- bert brautargreininni og aðal- brautinni til Kamsack, Humbolt, Warman, North Battleford og viökomustaöa þar á milli. Farbréfin gilda í þrjátíu’ daga. Viöstööur leyfðar vestur frá Dauphin. Landabréf og upp^s- ingar fást hjá öllum Can. North- ern agentum. Farbréfa-skrifstofur í Winnipeg Cor. Port.'Ave. & Main St. Phone 1060. Water St. Depot, Phone 2826. Telefónið Nr. 585 ■ Efiþér þurfiö aö kaupa ko eða viö, bygginga-stein eöa mulin stein, kalk, sand, möl, steinlím.P'irebrick og Fire- cHy. Selt á staönum og flutt heim ef óskast, án tafar. CtNTRAL Kola og Vidarsolu-Felagid hefir skrifstofu sína að 904 ROSS Avenae, horninu á Brant St, sem D, D. Wood veitir forstöðu Tilkynning. „Bowerman’s brauð“ er alkunn- ugt eystra fyrir gæði sín. Nú get- ið þer reynt það og fengið hvort þetta er satt. Sérstaklega búum við til góðar kökur og sæta- brauð. Allar pantanir fljótt og vel ’ afgreiddar. 1 Bowéri Eftirmenn A. G. Cunningham. 591 Rossave, • Te! 284. JAFNVEL hinir vandlátustu segja aö þeir geti fengiö þaö sem þeim líkar bezt af álnavöru, fatnaöi, hött- um, regnkápum, regn- hlífum og öllu ööru er aö klæönaði lýtur, hjá GUÐM. JONSSYNI á suövesturhorni ROSS og ISABEL Mikið úrval 1 Agt verð. BÁÐIR LEIÐIR TIL AUSTUR-CANADA, frá 4. til 31. Des. Californíu ferðamanna- vagnar 21. Nóv., 5. og 19. Des. Frá W innipeg til Los Angeles án þess skift'sé um vagna, via Portland og San Francisco. Lægsta verð. Tryggiö yöur svefnklefa sem fyrst. FáiS upplýsingar hjá R. CREELMAN. H.SWINEORD. Ticket Agt. Pbone 1446. Gen. Agt. 341 Main St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.