Lögberg - 15.02.1906, Page 4

Lögberg - 15.02.1906, Page 4
4 LOGBERG flMTUDAGINN 15. EBRFÚAR 1906 «r geflB út hvem flmtudag af The Liögberg Printing & Publishlng Co., (löggiit), að Cor. William Ave og Nena St„ Winnipeg, Man. — Kostar J2.00 um áriS (& Islandi 6 kr.) — Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printlng and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSON, Editor. M. PAULSON, Bus. Manager. Auglýslngar. — Smáauglýsingar i eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. Á stærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskiftl kaupenda verBur aö tilkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústaö Jafnframt. Utanáskrift til afgreiöslust. blaös- lns er: The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. P. O. Box. 130, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Uögberg, P. O. Box 136. Wlnnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaöl ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er 1 skuld vlö biaöið, flytur vistferlum án þess laö tllkynna heimilisskiftin, Þá er þaö fyrir dómstólunum álltin sýnileg sönnun fyrir prettvíslegum tilgangi. Landsalan. Heimskringla frá 8. þ. m. liefir gert dálitila tilraun til aS draga úr landsölu- hnevksli Roblin- stjórn- arinnar, og valiö sér aö viöfangs- efni löndin viö Lac du Bonnet,sem lierra kolamokari fylkisráðshúss- ins Robert Ridd fýrstur keypti. Iringmaöurinn i La Verandrye, Mr. Lagimodiere, kvaö hafa talað heilmikið af sér i því máli, og Lögberg eins, er þaö birti ræöu hans. Af því aö Hkr., þrátt fyrir al- kunna aðgætni og sannleiksást, hlcypir hjá sér í þetta skifti ýmsu, sem málið snertir beint, en er all- langorð um það, sem liggur utan við aðalmálefnið, leyfum vér oss að taka fram þaö sein nú skal grcina, og sem fólk má gjarnan fá að vita. Gangur málsins er þcssi: Roblin-stjórnin • selur nefndum Robert Ridd 20. Júní 1904, land, 6,841,3 ekrur, í nánd við Lac du Bonnet fyrir $16,338.60. Robert Ridd er enginn auðmaður að sögn, enda eigi hálaunaður, livaö bein- um árstekjum viðvikur, þar eö laun hans ákveðin í stjórnar- skýrslunni, eru $350 á ári fyrir nefnt starf, eða tæpir $7 utn vik- una, og því enginn álitlegur kaup- andi að annarri eins stórlandeign og hér er um að ræða, en—hann er kunningi fylkistjórnarinnar og það ríður baggamuninn. Robert Ridd selur svo í orði kveðnu að minsta kosti, samkvæmt yfirlýs- ingu Roblins sjálfs á þessu þingi (Hkr. segir sanit, að Ridd eigi löndin ennj,— Charles Gerrie um- ræddu ekrur 5 vikum eftir að kattpin við fylkisstjórnina fóru fram. Charles Gerrie er hirðinga- inaður ráðhússins, með $720 árs- launum fyrir þann starfa, og því ofjarl Ridds í efnalegu tilliti. Hvað St. skrifari 'félags þess, er út lét gefa boðsrit af meira liluta þessa lands í vetur, kann að liafa skrifað fylkisstjórninni unt landið er oss alls eigi ljóst, því Lögbcrg hefir eigi aðgang að pri- vatbréfum fylkisstjétrnarinnar, en engin likindi eru til þess, aö það bréf hafi tapað sér í þýðingttnni í höndum Heimskringlu. Hitt er víst, að boðsritið verðlagði 6,440 ekrur af nefndu Iandi á 209,000 doll„ og vortt þá ótaldar 400 ekr- nr af þessu Ridds og Gerrie lnndi, sent eftir var haldið og aldrei selt, en það var bezti hlutinn af því, sent vissi að Winnipeg River og ntjög ntikils virði vatnsaflsins vcgna. Hkr. er all langorð tint bágleg- ar kringumstæður félags þessa, en auðvitað kemur það niálinu ckkerl við. I>að sem fylkisbúa hér í Manito- ba sérstaklega varðar er sala Rob- lin-stjórnarinnar, á þessum 6,841,- 3 ekrum af bezta trjáviðarlandi, sem liggur að ánni og hinunt verð- ntiklu vatnsafnotum, til maiins sem ltefir $7 um vikuna, þó hann sé stjórnar undirtylla, fyrir $16,- 388.60 og sala lians aftur til há- launaðri undírtyllunnar, hirðiiiga- manns ráðhússins Charles Gerrie. Að þeir kolamokarinn og hirö- ingarmaðurinn hafi ckki selt land- ið, fer líka tvennum sögum tim enn. Nokkuð er .það, að Mr. Bathgate fasteignasali kvað liafa gert kröfu á hönd nefndum Gerrie um $5,000 sem sölulaun fyrir um- getið land. Þetta varö réttarmál og var Gerrie dæmdur til að borga upphæðina, þó eigi alveg að fullu. Á því sést ótviræðilega að Gerrie eða þeir félagar liafa selt landiö, og eftir sölulaunakröfunni fyrir talsvert hærri upphæð, en fylkis- stjórnin seldi þeitn. Samt revnir Hkr. að sanna þaö, að þeir $2.40 pr. ekru á nefndu landi liafi veriö fullkomið mark- aðsverð, og færir fram þá ástæðu, að landmælingamaður Canada- stjórnar, , Mr. J. F. Choate, sem landið skoðaði eitt sinn, hafi metíð það til þess verðs. En yfir þvi þagði hún, sem mestu máli skifti, hve nær sú skoðunargjörö fór fram, en þar að lútandi skýrsla landmælingamannsins er frá Júlí- mánuði 1901. A árabilinu 1901—19°4 hafa lönd í vestanverðu Canada víðast stigið í verði um helming og sum- staðar um tvo þriðju, og því sým- lega alt annað markaðsverð á löndum við síðartalda tíVnamark- ið en hið fyrnefnda. I>að sem fylkið hefir enn þá fengið borgað í reiðupeningunt fyrir þessar 6,841,3 ekrur er sam- kvæmt skýrslu fjármála endur- skoðara fylkisins $1,633.86 afborg un og $876.89 í rentugreiðslu, og er rentan ein nærri því jafnhá og samanlagðar árslauna uppliæðir beggja skósveinanna Ridds og Gerrie. í sjálfu sér er sala þessara tæpra 7,000 ekra ekki nema lítið brot af öllu landflæminu, Ij4 milj. ekra, sem Roblin-stjórnin er búin að losa sig við á þeim sex árum, sem hún hefir setið að völdum hér í fylkinu. En aftur á móti bendir salan ljóslega á aðferð fiá og meg- inreglu, er fylkisstjóriiin fylgdi þegar hún var að koma löndunum í peningaverð. Hún seldi stórar spildur af landi gæðingum sínum og öðrum gróðabrallsmönnum, svo lítið bar á; ofurlítil upphæð, rétt til málamynda, var borguð í þeim, að eins til að festa kaupin, og síð- an fengu þeir útvöldu að hanga með eignina árum saman, ef þeir vildu, að cins með því að greiða liðlega rentuna, þangað til þeim byðust sv'o arðvænlegir kaupskil- málar að þeir vildu ganga að þeim og selja löndin aftur. Alt var gert til þess að gæðingarnir og gróðabrallsmennimir Íiefðu hag- inn af þvi að eiga eignirnar, sem auðvitað stigu í verði eftir því sem landið bygðist og hjáliggj andi lönd hækkuðu í verði, en fylkið aftur látið bera hallann af kaupinu, Hvað Lögberg hafi meint með því að flytja áminsta ræðu þing- mannsins eigi síður en þessar skýringar í málinu,er auðvitað öll- um skiljanlegt sem á málið vilja líta með skynsemd og gætni. en í fám orðum skal það tekið fram, að | að eftir sölulagi fylkisstjórnarinn- j af- á umgetnu landi/sem og mörg- j itm fleiri, þá er það fullkomin sann færing þess og hyggja, að fylkis- stjórninni hafi verið margfalt ann- ara um að landgróðinn lenti í vös- 11111 vissra manna :ín?nko eépgist 11111 vina sinna, þar á meðal nefnds „caretakers“ og kolamokara, en— í fjárhyrzlu fylkisins. ------o------- Samband íslendinga vestan hafs og austan. I>að var rétt fvrir skemstu, að j oss barst bréf frá íórnkunningja vorum heima á gamla landinu, og sagði liann nieðal annars/ að í sin- um augum væri svo mikið djúp Staðfest milil samþ jóðarinnar aust-1 au liafs og vestan í andlegum) skilningi, að eigi myndi grynnra! en Atlanzhafið, sem allirwita aö cr 1 enginn smáræðis pollur. I>aö er auðvitað nokkuð djúptl tekið í árinni, að kveða svo frek- lega að orði, en liitt er aftur á móti athugandi, hvort eigi væri æskilegt að íslendingar „beggja megin sjávar“ stæðu nær hver öðrum en nú gera þeir. Eins og allir víta, liggur hér vík; á milli vina og fjörður á milli frænda, en hann er samt eigi svo djúpur eða breiður, að liann ætti að neina burt úr brjóstum þjóö- bræðranna gagnskiftalega þjóð- rækni og láta þá nokkurn tíma gleyma því, að, þeir eru í raun og veru tvær greinar, sem vaxnar eru út ur sania þjóðstofninum og draga þjóðlíísþrótt sinn gegn uin sömu rótina, þó Atlanzhafið að skilji limarnar. ‘ Hvað V estur-Islendingum við- lceniur, þá virðist alls eigi ónauð- synlegt, þó brýnt væri fyrir þeiin, viðhald hins íslenzka þjóðernis, og þá eigi sízt móðurmálsins. Þeir eru eigi sem bezt setfir í læssu víðáttuniikla landi, sem flestar þjóðir heimsins byggja, til þess að vernda sérkenni þjóðflokks síns, en eins qg allir vita, er sú varðveizla skilyrðið fyrir því, að þeir geti haldið áfram að vera til sem einn kynþáttur, aðskilinn frá öllum hinum sem hér eiga heima. Þeir eru eins og einn lítill dropi í hinu mikla þjóðflokkahafi, og þurfa því alís að gæta, til þcss að blandast ekki saman við hringið- una og hverfa þangað, sem marg- ar miklu stærri og öflugri þjóðir hafa týnzt á liðnum tíma, horfið sjónum og hætt að vera til nema í endurminningunni, og sumar eru þó gleymdar með öllu nú á dögum. Þá spádóma hafa menn Iátið sér um munn fara, að íslendingar mundu eftir fáar aldir verða horfnir af skildi sögunnar hér vestra, en vér viljum ekki trúa því. Vor skoðun er sú, að íslendingar eigi hér langa framtíð fyrir hönd- um, sem sérstök þjóðheild, svo lengi sem þeir geyma og gæta þjóðtungu sinnar, arfleifðarinnar sem forfeðurnir eftirskildu þeim, til halds, trausts og varðveizlu. Það er sú þrautseigja i landanum og fastheldni við það sem honum ber með réttu, að ef hann v i 11 lialda einhverju, þá má töluverður liðs- og aflsmunur vera til þess,að liann fari halloka, og eigi dettur íeinum í hug að ætla það, að hann rilji nokkurn tíma hætta að vera til sem íslendingur, og meöan hann vill það af sínum insta hjart- ans grunni, verður hann það,hvort sem hann á heima i Ameríku eða annars staðar. Hvað Islendingum lieima á gainla landinu viðkemur, þá er þeim svo í sveit komið, að marg- falt léttara ætti þeim að vera, að yfirstiga örðugleika þá, sem ný- nefndir eru Yestur-íslendingum hættulegir sem sérstökum þjóð- flokki, en eigi að síður er þeim æskilegt að sambandið við bræður þeirra vestan hafs væri talsvert nánara en það nú er. Eins og gefur að skilja, þar eð Vestur-íslendingar fjölmargir lifa í hjarta framfara og meuningar heimsins, sérstaklega það er verk- lega þekkíiigu snertir, gæti ís- lenzku þjóðinni lieima, mórg heil ráð og holl þaðan komið, til að örfa hana til ýmiskonar heppilegra fyrirtækja og framtakssemi. Að nota siim eigin kraft, á sem hag- kvæmastan og beztan hátt, færa sér réttilega í nyt þau gæði, er landið sem maður lifir i hefir aö bjóða, að lijálpa sér sjálfur og bíða ekki eftir því að aðrir leggi alt upp í hendurnar á manni, og geri alt fvrir menn, gætu íslend- ingar heima lært at’ íslendingum hér, ef þeir væru samrýmdari en þeir eru. En þá kemur sú spurning fram, hverjar eru orsakirnar til þess, að sambatidið er ekki öflugra, eða á- hrifaipeira, en raun gefur vitni? Orsakirnar eru auðvitað marg- ar, og vér ætlum ekki að færast það í fang að gera grein fyrir þeim öllum í þetta sinn, og svo mikið er víst, að fleira er það en hafið eitt, sem Jiar skilur á inilli. Það veldur sjaldan einn þegar tveir deila og svo er um þetta mál. Vestur-íslendingar eru yfir höf- uð að tala starfsmenn meiri en landar þeirra heima. Tíminn er þeim peningar og þeir læra fljótt að nota hann. Hér opnast þeim víðáttumikið starfsvið, og þeir taka þegar í staö að beita þar afli sínu. Sú nýja mynd af heiminum sem her birtist landanum, dregin með sTo margvíslegum og gagn- ólíkum litum þeim, sem hann áður þekti, gerir það að verkum að myndin af gamla landinu hans, og þjóð dregst smám saman í skugga. Hann „lifir sig inn í lífið“ hér, en gleymir þá því lífi sem hann lifði heima, og Um leið. skyldum þeim, sem liann hefir þjóð sinni þar að inna af hendi. Það er þjóðskylda hvers góðs íslendings að vinna ættbálknum beggja megin liafsins alt það gagn sem hann getur, en feti framar gætu þó Vestur-ís- lendingar stigið, eins hlýtt og vér höfum orðið varir við, að mörg- um þeirra er til gainla landsins og landanna j>ar. Að voru áliti liggur þó skuLdin fremur fyrir greiningunni og þátt- tökuleysinu hvers í annars kjör- um, hjá íslendingum heima. ó- trúin á alt, sem héðan er sagt að vestan, er þar ein aðal orsökin. ísletidinguin heima er ómögulegt að trúa því, mörgum hverjum, að handverksmenn t. d. geti liaft hér upp hærri laun, til krónu tals metin, en hálaunaðír embættis- menn á Fróni. — Almúginn lieima íniklar fyrir sér afkomu blá- snauðra íslendinga, sem liafa meö dugnaði og atorku „rifið sig fram" á fáum árum vestan hafs, og orðið stór auðugir, hann hrist- ir höfuðið yfir því, og endar með þvi, að trúa því ekki, jafnvel þó allar hugsanlegar sarmanir væru við hendína. Sama er aö segja um ýms hepþileg ráð cg nýbreytni sem Vestur-íslendingar hafa bent löndum sinum heima á, þær verða þeim eigi að tilætluðum notum, ýmist vegna framtaksle.ysis, van- trúar á verðmæti ráðlegginganna eða þá kæruleysi. Þetta hefir margan Vestur-Islending firt frá að endurnýja leiðbeiningar sínar, cn afleiðingarnar eru báðum pört- um máls óheillavænlegar og miða að því að fjarlægja flokkana hvern öðrum. Auðvitað viljum vér eigi neita því að á síðustu tímum eru eigi eins mikil brögð að þessari Vest- urheims vantrú heima. en hún er of mikil samt og þjóðinni þar í mörgum greinutn hin skaövænleg- asta. Þar sem vér höfum þá skoðun og væntum aö flestir, séu oss satn- dóma uiri það, að sambandið milli íslenzka þjóðflokksins hér og heima, ætti að vera meira og styrkara en það er, og höfum stutt lega dregið á ýmsar af or- sökunum til greiningarinnar, skul- um vér að síðustu minnast á veg- inn til að ráða bót á þessu. Hann er, að voru áliti sá, að báðir flokk- arnir mætist á miðri leið, og leggi meiri rækt við að taka þátt hver í annars kjörum en liingað til, að íslendingar lieima varpi af sér dofahjúpnum og færi sér í nyt gæði lands og sjáfar með starfs- þoli, þreki og verkhyggni Vestur- íslendinga, og landar hér vestra aftur á móti geri sér sem mest far um að hlynna að öllu íslenzku bæði hér og heima, og hinar að- skildu þjóöarhelftir taki höndum saman yfir hafið, til Jiyss að varð- veita sameiginlegt þjóðerni og efla liver anars heillir. Nýtt verkfall í vændum. I vikunni sem leið lauk þingi því er kolarfemamenn í Banda- ríkjunuin liafa verið að halda i Indianapolis. Árangurinn af þingi þessu er hinn ískyggilegasti því mjög mikil hætta er nú talin á því að nýtt verkfall muni byrja og í því taki þátt flestallir þeir náma- menn í Bandaríkjunum, sem í verkamannafélögum eru. Sagt er að það verkfall muni byrja 1. Apr. næstkomandi. Þessar fréttir komu mörgum ekki á óvart.enda þótt inenn hefðu fyrirfrain gert sér fremur daufar vonir um að hægt yrði að koma á samkomulagi á milli verkamann- anna í námunum og námaeigend- anna. Þegar kola-verkfallinu mikla lauk fyrir tveimur árum síðan, þá gengu verkamennirnir að fast- settum kaupgjalds-taxta, sem í raun og veru var lægri en kaup það, sem þeir áður höfðu úr být- um borið. Á þeim tíma stóð svo á, að erindsrekar verkamannanna sáu , að námaeigendurnir naurn- ast gátu borgað hærra kaup en þar var ákveðið. Þeir gengu því að kostunum sem boðnir voru, þó ekki værí ábatavænlegir, og áttu samningarnir að standa þangað til í Apríl 1906. Undanfarnar vikur hafa fulltrú ar námauianna-félaganna frá öll- um kolanámahéruðum í Bandaríkj unum nú setið á þingi í Indiana- polis, sérstaklega í því augnamiði að koma sér saman um kaupgjalds taxta fremvegis, og í vikunni sem leið varð endirinn sá, að samþykt var að nauðsyn bæri til þess að liækka kaupið. Var svo ákveðið, að sú kauphækkun skyldi miðuð við 1. Apríl. Eftir útlitinu að dæma má nú búast við því, að 1. Apríl í vor byrji eitthvert hið stærsta verk- fall, sem átt hefir sér stað í Ame- ríku. Og það verða fleiri en þeir, sem námamanna-félögunum heyra til, sem þátt taka í verkfalliuu. í verkamannafélögum í kolanáma- héruðum í Bandaríkjunum eru nú fjögur hundruð og sjötíu þúsuiul- ir manna. I kolanámunum í Vestur-Virginíu ríkinu eru þar að auki eitt hundrað og fimtíu þús- tindir námamanna, sem ekki eru rcyndar í verkamannafélögunitni, en samt er búist við að fylgja mmii þeint að málum. í verkfall- inu er því talið líklegt að taka nuini þátt sex hundruð og tuttugu þúsundir manna. Námamailnafélögin cru lengi búin að búa sig undir þessa liöfuð- orttstu sem nú er í aðsígi, og eiga nú í sjóði hálfa .þriðjii miljón doll- ara til þess að standast með kostn- aðinn. Þar að auki var jafnskjótt °g þinginu í Indianapolis var sjitið, lagður eins dollars viku- legttr skattur á hvern einasta námamann, sem í verkamannafé- lagi er, og iieniur sú upphæö því að sjóðurinn verður orðinn ná- lægt fitum iniljónum 1. Apríl í vor. En þó má búast við því að þessi fjárupphæð verði alls ónóg, þegar farið verður að skifta lienni upp á milli hálfrar miljónar af verkíalls- mönnum. Hvað mikið feikna-fjártjón eins umfangsmikið verkfall og þetta leiði af sér, getur maður fengið hugmynd um með því að athuga upphæðir þær, er Mitchell for- maður kolanámamanna- félaganna sýndi fram á að farið hefðu for- görðum seinast er verkfall var gert. Þá töpuðu verkamennirnir tuttugu og fimm miljónum doll. í kaupgjaldi, námaeigendurnir fim- tiu miljónum af ágóða sínum og járnbrautarfélögin tuttugu og sex miljónum dollara af flutnings- gjaldi. ----!-O-----— Forystunienn. Ameríkumenn eigi síður en aðr- ar þjóðir finna til þess og játa það, að þeir eigi færri forystu- menn en æskilegt væri. Ýmsar eru skoðanir manna ura það, hvað til grundvallar liggi bæði hér og annars staðar fyrir fæð sjálfstæðra leiðandi manna. Iiallast flestir hugsandi menn a* því, að orsökin liggi fremur í upp- eldi einstaklinganna en í hæfileg- leikaskortinum. " Eitt hið bezta mánaðarrit í Bandaríkjunum, „Success“, hefir tekið þetta þetta mál til athugun- ar og lýsir skoðun sinni þannig: „Aðal gallinn í uppeldi einstakl- inganna er skorturinn á glæðing einstaklingseðlsins. Skólarnir, með því fyrirkomulagi sem nú er, eru enganveginn haganlegir til þess að glæða sjálfstæðið og sérkenni- lega hæfilegleika einstaklingsins. Piltar og stúlkur, með mjög mis- munandi upplagi og andans at- gjörvi, eru sett í sömu skólastof- una og leidd sömu lærdómsbraut- ina. Tornæmi piltu'rinn og skarp- leiks pilturinn, sá bókfúsi og sá vinnugefni, sá sem elskar söng og hljóðfærasjátt, og liinn sem mest er gefinn fyrir harðfeng útivinnu- störf, allir eru þeir í uppeldinu og barnaskólagöngunni leiddir gegn um sama nálarauga venjunnar. Afleiðingarnar af því eru auð- sæjar en ekki sem ákjósanlegast- upp eru alin eftir þessari sam- ar. Níu tíundu barna, sem steypu meginreglu, verða sama út- gáfan í mörgum bindum. Hin ríkjandi uppeldis megin-

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.