Lögberg - 08.03.1906, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.03.1906, Blaðsíða 4
4 LOGBERG flMTUDAGINN S. MARZ igo6 gögbcrg er íeflS út hvem flmtudag at l"he Lö|ber| l'rtntlng Jt Psblbhlng Co., (löggilt), a6 Cor. Wtlttam Ave o* Nena St.. Wlnnipeg. Man. — Kostar $2.00 um ári5 (á lslandl B kr.) — Borglst íyrlrfram. Kinstök nr. & cts. Publlshed every Thursday by The LÖKberg Prlntlng and PublUhtng Co. (Incorporated), at Cor.Wllliam Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price J2.00 per year, pay- abie in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSON, Edltor. M. PAUIiSON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar 1 eitt skifti 25 cent fyrir 1 (>ml.. A stærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. Bústaðasklftl kaupenda verður að tilkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústað Jafnframt. Utanáskrift tll afgreiðslust. blaðs- ins er: The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. p. o. Box. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. ; Samkvæmt landslögum er uppsögn 1 kaupanda á blaði ögiid nema hann . sé skuldlaus þegar hann segir upp.— | Ef kaupandi, sem er 1 skuld við | blaðið, flytur vistferlum án þess að ] tilkynna heimilisskiftin, þá er það j fyrir dömstölunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvlslegum tilgangi. Uin fjármál fylkisins. I’ess var minst í síðasta blaíSi 1 liér,á. undan, aS miður vinsæl hefði íylkisstjórnin orðið á þinginu fyrir j liagfræ&ishrask sitt næstliðið ár.— j Hin langa og víða villandi ræða Mr. Agnevv, fjármálastjórans, var þar tekin til alvarlegrar atugunar. Vildi Mr. Agnevv eigna stjórn j þeirri, cr hann sjálfur er einn lif- andi limur á, vöxt og þroska fylk- isins, því nær að öllu leyti. Þótti' flestum slíkt mælt fremur af sjálf- hælni en sannleika. Hann gylti! fyrir mönnum tekjuupphæðina, og 'voru conservatívar hinir roggn- ustu yfir því að liafa getað mætt kostnaðinum, sem þeim þó eigi datt í hug að hera á móti að væri feikimikill, enda sýna útgjalda- skrárnar það, svo enginn getur lengi verið þar um í nokkrum efa, sem þær sér, og hirtum vér þær á öðrum stað í blaðinu. Sá er alvarlegastar aðfinslur flutti, um galla þá og ranghermi, sem ræða fjármálastjórans, um hagfræöislegt ástand fvlkisins har með sér, var fyrverandi fylkisritari liberal þingmaðurinn Mr, C. J. Mickle. Þegar i bj rjun ræðu sinnar <irap hann á það, að fleira lægi til; grundvallar fvrir velmegun fylk-1 isins, eti vísdómslegt stjórnarfar! Roblins og hans ráðanauta. Hann kvaðst síðar mundu sýna; fram á það, að þær miklu tekjur' og farsæld, sem fylkið ætti nú að I fagna, væru af alt öðrum rótuml runnar, og hin fyrverandi fylkis- j stjórn ltefði lagt þar til sinn skerí ómældan. \*æru það viturlegar að- gerðir hennar, ásamt fóíksfjölg- un og góðærinu, sem i raun ogj A-eru mætti telja þær máttarstoðir, j sem velmegun fylkisins hvildu nú iá Þegar maður færi aö rannsaka rcikningsskil þau, er fjármála- stjórinn hefði int af hendi; kæmi j það berlega í Ijós, að ástand fjár- j málanna gæti eigi alt verið að I þakka forsjá fylkisstjórnarinnar,! sem að völdum situr, að þvi við- i bættu að ýmsu af því fé og fjár- afurðum, sem þeirri stjórn var fengið i hendur af Greenway- stjórninni, hefði verið varið marg- falt ver en átti að vera, og eigi í samkvæmt ákveðinni tilætlan. Yfir höfuð kvað hann Roblin- stjórnina hafa verið hina eyðslu- sömustu. í stjómíærslukostnað íylkisins hefði hún varið miklu meira fé en nokkur nauSsyn væri a. — Undarlega reikningsfærslu kvað hann það og vera hjá fjár- málastjóra fylkisins, að tilfæra geymslufé (trtist funds) tekna- ir.egin að eins, til þess að jafna með reikningana, og varb gæti slíkt sýnt hið fjárhagslega ástand fylkisins eins og það væri í raun og verit. Þá gerði hann nokkurn saman- burð á efntim og ástæðum síðustu tveggja fylkisstjórnanna. í land- tökugjald hefði Roblin-stjórninni verið greiddir $400,000 meira en liberalstjórninni, fyrir vínveitinga- leyfi $92,942 meira; í rentugreiðslti $90,000 meira ; í fvlkis' landssölu- J deildinni væri tekjuaukningin $i,-| 305.668 ; skattar af járnhrautum | og auðfélögum $220,818 og $215.-j 922, og engir slikir skattar hefðu j runnið inn til Greemvey-stjórnar- j innar. Hlutfallið milli þessara! tckna upphæða beggja stjórnannaj væri mjög ólíkt. A árunum 1895 —99 hefði styrkveiting til fylkis-; ins fráDom.-stjórn. numið $2.359- ’ 616. en á næstliðnum fimm árum ttndir Roblin-stjórninni. $2,648.- 934; í rentur af skólalaudsfé hefði1 Greenwav-stjómin fengið á nefnd. j árahili $78,182. en hin núverandii stjórn $513.525, var þar munurinn vfir $430,000; sektarfjár tekjurj $30,000 hærri; og samanlagðar tekna upphæðir sýndu teknahækk- unina vera nær því helmingi meiri en hjá liberalstjórninni á nefncl- j um stjórnartima. Eigi kvað hann neinn geta þakkað Rohlin-stjórninni þennna j tckjuvöxt, því hann væri alls eigi hennar verk. að undanteknum jarn; brauta og auðfélaga sköttunum. j því að þeir hefðu á komist og ver-, ið lögleicldir á valdatima hennar. j Hvað vöxt allra hinna upp töldu j tckjugreina snerti, gæti hún með j engu móti þakkað sér hann. því i að hún heföi þar eiigum framþró- j unar hræringum á stað komið. 1 nema ef vera skyldi að þvi.er tekj-j urnar fyrir aukin vinveitingaleyfi snerti, og mætti hún hafa lieiður- inn af þeirri inntekt, og bæri hann lika. ef hún teldi sér hann nokkurs virði. Hvað þessu síðast nefncla atriði við kæmi, kvað hann sér eigi að siður vera það hið mesta gleðiefni, að stjórnin mundi hafa í hyggju að láta frumvarp til umbóta á vin- veitingalögunum verða lögfest hiö fyrsta. Þá kvað hann fjármálastjórann j hafa talið fylkinu til inntekta áj þessu ári þær $30.000, sem um tíu j ára bil hefði verið ágreiningur um milli fylkisstjórnarinnar og Ott- j awa-stjórnarinnar, og kvað þaði auðsætt, að fvrst fylkið hefði haft j rétt til þeirrar upphæðar i ár, þc.; hefði það eigi síður haft rétt til j hennar tíu árum áður, þvi að þá j lágu skilvrði kröfunnar fyrst fyr- j ir hendi. Úr því að krafan var J Icigmæt fyrir tíu árum þá hafði j hún borið Greenway-stjórninni, en I ekki þeirri sem nú er. Itann benti og á útgjalda mun j stjórnanna, og sýndi fratn á að hin geysimikla hækkun á kostnaði við i starfsrækslu stjórnarinnar nú, gat | engan veginn heimfærst undir mannfjölgun í fylkinu sem beina! ástæðu. Mr. Mickle fór því næst nokkr- um orðum uni tekjugreinir fylkis- ins. Mintist hann fyrst á fylkis- löndin, og liðaði sundur hina ýmsu flokka þeirra, er allir tii samans eru að stærö 1,872,931 ekrur, er Roblin-stjórnin tók við af liberal- stjórninni fyrir sex árum síðan.og sem þá voru fylkiseign hver ein- asta og ein ekra. Við þetta land hefði enn bæzt síðan þessi fylkis- stjórn komst til valda 414,596 ekr- ur af flóalandi, svp alt landiö, sem stjórninni hefði komið í hend- tir, væru 2,287,527 ekrur. Af þesstt landi væri nú búiö að selja 1,129,394 ekrttr, að fráteknum Httdson Bbay járnbrautar löndttn- t:m, fyrir $3.32 ekruna. en aö þeim meðtöldum fyrir $2.92 til jafnaðar ekrtt hverja. Meðalverö á þesstt landi undir Greenway-stjórninni hefði verið $3.15 fyrir ekruna, en nú gætu allir séð á hve ntikilli ráð- deild og fyrirhyggjtt salan hefði verið bygð, þegar tillit væri tekið til þess hve feykimikið löndin hafa stigið í veröi ntV á síðustu árum. Lang tilfinnanlegasta fjártjónið fvrir fylkið hefði satnt verið salan á Hudson Bay járnbrautarlöndun- uni. Þatt lönd hefðtt samtals ver- ið að stærð 256,000 ekrur, sem j Roblin-stjórnin hefði tekið viö af! liberalstjórninni. Ariö icjoo vildii íylkislanda stjórnardeildin koma j þeim á markaðinn, en eigi varð þó neitt í því gert fyr en 1903. Fjórt- 'ánda Nóvember það ár ritaði. nefnd stjórnardeild sambands- j stjórninni uni þetta mál, og ósk-j aði eftir að landmæling og skift- ing færi fram. Samhandsstjórnin j svaraði því tnáli svo, að við samn-| ing kmdmælingar „prógramsins“ j fvrir næsta ár skyldi þesstt atriði! ekki verða glevmt, ett til alvar-j Icgrar athugunar tekið. En fylkis- stjórnin beið ekki eftir því aö neitt af þessu, sem hún fór frani á við J sambandsstjórnina, yrði gert. held ttr seltli hún löndin eins og þau komtt pá fvrir, i Maí 1904, fvrir $1.56 ekr. Auðvitað hefði verið hægt aö „inspectera“ löndin þó aö landmælingin hefði verið ófarin fram, og ákveöa viðunanlegt verð á þeim. En utn ekkert slíkt hefði verið hugsað og þau látin fara fyrir umgetið verð fylkinu til mikils skaða, en stjórn þess til æ- varandi skammar. Mr. Mickle benti enn fremttr á í þesstt sambandi. að nefnd sú sem Mr. Roblin hefði útnefnt árið 1900 til að rannsaka tekjugreinir fylk- isins. hefði þá meðal þeirra, til- fært þessar 265,000 ekrur of um- getnu landi, sent $20,000 meira virði en Roblin-stjórnin þremur árum síðar hefði selt það fyrir. Fyrir sitt leyti kvaðst þingmaður- inn furða sig stórlega á því, að nokkur stjórn skvidi dyrfast aö gera sig seka í slíku tiltæki. Því að eigi var hér ókunnugleiki á verðmæti landsins um að kenna, og stjórninni hefði verið það , vel vitanlegt, aö hún seltli löndin fyr- ir minna en þau vor verð. Þingmaðurinn skýröi og frá því hvernig íylkið hefði, fyrir liyg^i- ltga aðíerö Greenway-stjórnarinn- J ar. grætt á Manitoba Norövestur járnbrautarlöndunum yfir $891,- 000, og benti um leið á. að hefði verið íarið eftir tillögum Roblins- j liða þegar mest var rifist um það mál. mundi fylkið að eins hafa getað fengið skuld sina, sem land- io stóð að veði fyrir. greidda, og j tæplega þó að likindum. Þenna tekjupóst væri því trauðlega hægt að heiinfæra undir viturlega for- sjá Roblins-stjórnarinnar . Mr. Mickle kvað fjármála- stjórann hafa getið þess, að í lög- gjafar kostnað, „public institu- tions“ etc., væru áætlaðir næsta ár $500,000. Enga skýringu hefði fjármáiastjórinn samt gefið á því, hvernig þetta fé yrði notað, og ‘ stjórnin ætti líklega að verja því eins og henni sýndist, án þess að þingið hefði þar um nokkurt atkvæði. Áður fyr, hefðu $50,000 verið álitin duga í þessu skyni og árið sem leið, hefðu $200,000 verið skoðaðir sem full- komlega nægileg upphæð, og enga ininstu nauðsyn kvast hann geta séð 6 því, að hent væri út hálfri miljón fyrir þetta nú, á bak við Jjingið og án eftirlits þess. Um þá ráðagerð, að verja $150,000, sem líklegt væri talið að fíist mundu sem skattar af járn- brautum og auðfélögum, mælti Mr. Mickle svo, að sér væri þaö mesta fagnaðarefni, aö þessu fé skyldi verða varið til sveitanna, að eins kvaðst hann vilja benda á, aö $90,000 hefði verið varið til brúa og vegabóta árið sem leið, og að einungis $60,000 væru áætlaðar, þar fvrir utan í þessu skyni fyrir líöandi ár í staðinn fyrir $150,000 eins og fjlá.rmálastjórinn hefði vilj að telja mönnum trú um. Hann kvað það næst skapi sínu að vel væri séö fyrir sveitunum og þær væru styrktar til framgangs með góðum vegabótum og ööru því- liku. en alla sanngirni kvaö hann mæla með því, að fjárveitingunni væri þannig iitbýtt, að allar hygð- irtiar fengju styrkinn i réttum hlutföllum, i staðinn fyrir að und- anfarið hefði fénu veriö varið til vegagerða og brúahygginga þann- ig, að nokkrar hygðir hlytu allan hagnaðinn af stvrknum, en aðrar yröu algerlega afskiftar og nytu einskis af fénu. Þaö eru að eins nokkur helztu atriðin úr ræðu Mr. Mickles, um fjármál fylkisins og athugasemdir hans við reikningsskil Mr. Ag- news, sem hér eru tilfærð. Ræð- an er öll yfir höfuð að tala stór- yrðalaus, alvarlega mælt og ítar- lcg. bvgð á fvrirliggjandi gögn- um, svo að hver áá, er vill kynna sér fylkisreikningana og fjárhags- ástand fylkisins, getur komist aö raun um, að hvergi er hallað réttu máli. Hún gefur manni glögga hugmynd um hagfræðislega stefnu fylkisstjórnarinnar og framkvæmd arsemi hennar íbúum þess til hags- niuna, þar með talin sú hugulsemi Roblinga að losa fylkið við land- eignir þess, nokkuö á aðra miljón ekra, fyrir mjög óálitlegt verð. Plann færöi gilcl rök aö því, að fylkisstjórnin, sú sem nú heldur á veldissprotanum, hefði lagt ógn- arlega auðvirðilegan skerf til nú- verandi framfara og tekjumagns lylkisins, en til grundvallar lægi fóklsfjölgunin, landkostirnir, góð- ærið og uppskera, sprottin af vit- urlegum aögerðum fyrverandi st j órnar. -------o------- Útujaldahcekkunin. Líti menn á útgjalda listana vfir fimm síðustu stjórnarár Greenway og Roblinstjórnarinnar verður munurinn þessi: Utgjöld Greenway-stjórn.: 1895 ................$704.946 iB()ó................ 769>857 1897 ................807,608 1898 ................837,887 1899 ................972,461 Saintals .........$4,092.759 .. Útgjoh! Roblin-stjórn.: 1901 ...............$ 988,250 190;................. 1.248,128 1903 ...............1,262,2192 19 >4 L4I7.748 1905 .................1.765.709 Samtals.........$6,682,127 Conservatíva stjórnin hefir þannig eytt $2,589,368 meira en liberala stjórnin á sama árafjölda, og þessi útgjaldamunur verður nær þvt tveir þriðju hlutar af öllum út- gjölduin Greenvvay-stjórnarinnar í nefnd fimm ár. Að sjálfsögðu kemur til atliug- unar við þessa feikilegu útgjalda- hækkun mannfjölgun og þar af Ieiðandi vaxandi kröfur gerðar til fylkisstjórnarinnar, en eigi fær það réttlætt bruðlunarsemi henn- ar, borið saman við hagsýni frá- farandi stjórnar. Útgjöld Greeii- way-stjórnarinnar fóru vaxandi árlega eins og ofan greindar tölur sýna, og enginn finnur að því ef bvggist sú hækkun á nauðsyn og íyrirhyggju, en eigi já eyðslusemi og óforsjálni, er svo lítt sést fyrir, að fylkinu mun innan fárra ára verða ómögulegt að standast þann kostnað, eftir þeim efnum, setn þaö nú hefir úr að spila. Þrátt fyrir það þó útgjöld Greenway- stjórnarinnar hækkuðu ár frá nri, nam útgjaldahækkunin eigi meira en 38 prct frá árinu 1895 61 1899. Enginn her á móti því að sá vöxtur útgjaldanna er töluvert mikill, en smáræöi eitt verður liann hjá útgjaldaliækkun Roblin-stjórnarinnar næstli. finun ár. Hefðu útgjöldin hjá þeirri stjórn eigi farið fram úr 38 prct. liækkun á þessu ára hili, eða vaxið aö sama skapi og undir Greenway- stjórninni, mundu útgjöld næstlið- ið ár liafa verið um fjögur hundr- uð þúsund doll. minni en þau reyndust. Alment mun þaö að minsta kosti t'i.litið, að eitthvað meir en lítiö sé bogið við það, að útgjöldin þurfi að fleygjast upp í hálfa þriðju rniljón fram yfir það, sem þau voru á jafnlöngum tíma undir hinni stjórninni, jafnvel þó íbúatala fylkisins hafi fariö vax- andi. » Til að breiða yfir brúðlunarsemi sina og villa mönnum sjónir hefir fylkisstjórnin og fylgifiskar henn- ar fært sér það til afsökunar, að aukning útgjalda fylkisins væru í réttu samræmi viö útgjaldavöxt ýmsra stærri starfsfélaga innan endimarka fylkisins, þar sem út- gjöldin hafa tvöfaldast og þre- íaldast á siöastliðnum árum. En eigi virðist sú samlíking réttilega valin. Vöxtur og tekju uppsprett- ur margra slíkra félaga, er engum vissum takmörkum bundinn, en það er aftur tekjustofn fylkisins. Tekna uppsprettur þess eru mönn- uin kunnar og þær eru hvorki mjög ákveðnar né heldur ótæman- legar, og auknar verða þær eigi neraa með álögðum sköttum. Með líkri stefnu og nú er á dag- skrá hjá stjórnar forkólfum fylk- isins, bendir alt til br.áðra vancl- ræöa innan fárra ára. Þó að fylk- isstjórninni hafi tekist að mæta út- gjöldunum í þetta sinn, sannar það býsna lítið um væntanlega bjargvænlega afkornu fyrir fylkiö síöar meir. , Á þessu ári er tekju- skráin þrungin af innleggum, sem eru þes e&lis.að stofn þeirra geng- ur til þurðar þ.rlega og hverfur af tekjulistanum áður en langt líöur, og engan sprenglæröan hagfræö- ing þarf til að sjá það, aö eftir örstutt árabil verða t. a. m. tekj- urnar af fylkislöndunum, sem nú gefa yfir fjögur hundruð þúsund á |.ri, litlar eða engar, ineð þeirri stjórnarstefnu sem nú ræöur hér. Það verður ekki bæöi slept og haldiö. Það er hægt fyrir fylkis- stjórnina að lifa „í vellystingum praktuglega“ meðan hún er að ausa upp teknalindir fylkisins, en þegar bikarinn er tæmdur í botn og ekkert er eftir nema dreggjarn- ar, þá vandast málið. Þá verður annað hvort að færa útgjöldin niðttr svo hundruðum þúsunda skiftir árlega, eða leggja beina skatta á fylkislýðinn — nema svo ólíklega skyldi til vilja að Ottawa-stjórnin, sem Roblins- liðið veitist alt að, til að ausa auri við öll mögtileg og ómöguleg tækifæri, skyldi þá hlaupa undir baggann og fylla í skörð þau, sem hin ráðdeildarlausa Roblin-stjórn hefir rifið í fjárvörzlugarð fylkis- ins. Vel mætti maður halda að Rob- lin-stjórnin hefði gert margfalt meira fyrir almennu mentamálin, en Greenway-stjórnin þegar litið er á hæð útgjaldanna )á stjórnar- tíma hennar, en ekkí virðast skýrslurnar þar að lútandi bera henni þann heiður. Síðustu fimm stjórnarár Green- vvay-stjórnarinnar lagði hún, af teknaupphæðinni $3,765,065, til mentanýálanna $856,000 eða 23 prct.. Roblin-stjónnin aftur á móti ekki nema 19 prct, eða $1,360,832 af síðustu fimm ára tekjunum sín- um, sem námu $7,151,691. En svo er verið að guma um það, hvað mikla elsku þessi stjórn hafi á al- þýðunni, og láti sér ant um hana í öllum greinum. Lítið hrós virðist hún samt í þeim ernum eiga skilið fram yfir Greemvay-stjórnina.með- an Iw'm L eftir að lækka sig um 4 prct. hlutfallslega, til að standa henni jafnfætis i fjárframlögum alþýðunni til uppfræðingar. -------o-----— Kveðja. B. L. B„ ritstjóri Heimskringlu, henti að mér hnútu í blaði sínu 15— þ. in. upp úr þurru, og alveg að óþörfu. Hann kveður mig liafa sent sér „skamma-þvætting“, sem hann geti ekki í blað sitt tekið, bregður mér um kurteisisskort við sig og vísar mér á hug frá blaðinu, nema eg geti „göfgað elli mína.“ Að B.L.B. neitaði kvæðinu upp- töku.gildir mig alveg einu. Hvern- ig hann lýsir því eða mér, liggur mér í léttu rúmi. En hugsum okkur ögn um.... B.L.B. hefir nú í háa tíð sent mér Heimskringlu gefins, og í þeirri gjöf borið þjófnað, svik og lygar, fimtíu og tvisvar sinnum á einu ári.á þann stjórnmálaflokkinn, sem eg hefi greitt atkvæði með. Eg hefi ekki virt honum það til ókurteisi og aldrei um þaö fengist. Fáeinar línur frá mér í eitt skifti, og gef- ins eins og margt fleira, en ef til vill heldur svipaðar lians eigin orðbragði, hleypa honum svo upp, aö hann vill revna að gera hávaða úr því ef hann gæti. Hvor okkar er kurteisari, eigi það orð annars nokkurs staðar inn í þetta mál ? Það getur vel verið, að vísurnar, sem eg sendi, hafi verið skammir. Flokl íum, eins og mönnum, getur orðið það til skammar, að satt sé um þá sagt. Þvættingur eru þær ef til vill hka. Þetta voru þrjú örstutt erindi og, aö því leyti, ólík suinu stjórnmála-skolinu í Heims- kringlu. Hvað sem þessi „elli- göfgun" þýðir, þá hefir ritstjór- inn sjálfur líka reskt og skekst, svo þegar eg er orðinn biðukolla verður hann varla fífill, Það sem mér sárnaöi við B. L. B. er hvorki úthýsingin né ummælin, heldur aðferðin. I mörg ár hefi eg sent honum og nokkrum ísl. blaðamönnum öðr- uin, ýmislegt í ljóðum, oftast fyrir ósk þcirra sjálfra, en æfinlega tek- iö það fram í byrjun, að þykkju- laust væri frá minni lilið, þó mér yrði sent það aftur ónotað. Eg vissi að blaðstjórn var víða sund milli skers og báru — hreinskiln- innar og inntektanna. Eg þekti sjálfan mig að því, að fara ekkert eftir því í kveðskapnum, hvað vinsælast var í bráðina. Mér var aldrei ant um það, að vinir mínir legðu vinsæld blaða sinna í veð, mín vegna — ekki einu sinni for- dóma-fylgið og flokkadrátts-sleikj- urnar. Jafnvel illgresið í ökrunum verður að stancla til kornskeru- tímans, hvernig sem manni fell- ur það. Eg ætlaði aldrei að

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.