Lögberg - 17.05.1906, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17, MAÍ 1906
Umferöa hjúkrunarkonur.
í sérhverri þéttbýlli borg í
Bandaríkjunum, má nú sjá, á
IivaiSa tíma sólarhringsins sem er,
og hvernig sem veðúr er, djarf-
manlegar ungar konur á ferð um
skuggalegu, óálitlegu strætin. —
ÍÞær eru búnar íburðarlausum,
dökkum búningi—vanalega svartri
síðri kápu með lítinn hatt á höfði
og hjúpaðar andlitsslæðum. Og
jafnan bera þær með sér dálitla
leður handtösku.
I»ær eru jafn tíðir gestir í fá-
tækra ranni og sjást eins oft í þeim
hluta borganna.þar sem bágstadda
fólkið á heima, og Hjálpncðisher-
fólkið,en þær eru virtar öllu meira.
Stræti,sem eru næsta hættuleg fyr-
ir aðra að ferðast um, eru öldungis
• örugg umferðar fyrir þær. Þær
dyr, sem harðlæstar eru fvrir öll-
um öðrum, opnast þegar í stað,
jþegar þær beiðast inngöngu. Hvar
sem sjúkdómar og þrengingar eru
fyrir, þar eru þær velkomnar, og
þar sem svo stendur á eru þær jafn
aðarlegast við hendina.
Þessar manneskjur eru umferða
hjúkrunarkournar, — æfðir sér-
fræðmgar, er svo mætti að orði
komast, í þeirri starfsemi,, konur,
sem verja mesta og bezta hluta æfi
sinnar til að sjá um hina sjúku á
heimilum þeirra, og gefa þeim mik
ílvægar leiðbeiningar með heilsu-
\ fræðisreglum og viðeigandi að-
hlynningu. Þær gera og alt,\sem
í þeirra valdi stendur, til að út-
rýnia og neina burtu rót og upp-
sprettu sjúkdómanna í áuðvirði-
lcgu hreysunum, þar sem óhrein-
lætið og þekkingarleysið ræður
mestu. Enda þótt þær séu ungar,
sem skipulega starfandi félagsflokk
ur, eru þær samt sem áður oröinn
mjög atkvæðamikill og með öllu
ohjákvæmilegur liður í heilbrigðis-
3ífi og heilbrigðisviðhaldi stórborg-
anna.
Strafsemi þeirra er þrenns kon-
ar. Þær eru alt í senn: hjúkrunar-
konur, kennarar og eftirlitsmenn.
—Þær flytja með sér inn á heimili
fátæklingsins þá nákvæmu þekk-
íngu og æfðu kunnáttu, sem há-
launuðu hjúkrunarkonurnar láta
ríka fólkinu í té. En þar sem þær
•eru umferða-hjúkrunarkonur.þá er
•ekki nægjanlegt að þær beiti þekk-
ingu sinni og kunnáttu að eins til
Jækningar og aðstoðar þeim sjúku.
Ef verulegt gagn á að verða af
starfsemi þeirra, hljóta þær að
kenna margt af þ-vi, sem þær hafa
sjálfar numiðjhinu heimilisfólkinu,
•<og til þess að gegna þriðju skyld-
unni, sem á því hvílir, verða þær
að tilkynna yfirvöldunum sérhvert
J>að sjúkdómstilfelli, sem til hættu
getur leitt fyrir almenna heil-
brigði.
Verk þeirra snertir bæði einstak-
lingana og þjóðfélagsheildina.
Síðan baráttan gegn tæringunni
hófst, hafa þær unnið meira að
hefting „hvítu plágunnar" en nokk
nr annar flokkur þjóðfélagsins.
Eftir að þær fengu færi á ^iS starfa
fyrir skólana, hafa þær getað tálm-
að svo sj-kingu barnanna, að fært
hefir verið að láta mörg þeirra.sem
sýkt voru, sækja skólana, er ann-
ars hefðu hlotið að verða svift
rétti sínum til réttmætrar upp-
fræðingar og mentunar. Til ó-
metaníegs gagns hafa þær orðið
fyrir heilbrigðismá.la nefndirnar
hvað það snertir, að komast fyrir
og skýra frá óheilnæmis orsökum
*> im, sem dulist fengu, jafnvel
. 'ii æfðum augum skipaðra um-
•sjónarmanna i þeim málum, sakir
hess þá skorti him n Hglegu
nningu, a/ þeim •væðum, þar
sem þær voru öllum öðrum kunn-
ugri og handgengnari hlutaðeig-
endum.
Upphaflega voru þær hjúkrunar-
konur að eins, en þegar þær
gengdu þeim starfa, varð þeim
ljóst, að víðtækari verksvið lá fyr-
ir þeim, og svo tóku þær það að
sér.
Æfð hjúkrunarkona á heimili
fátœklingsms.
Það var árið 1B77 að skipuleg
hjúkrunarstarfSemi, stunduð af
æfðum og velkunnandi konum var
hafin af kvennadeild félagsins
City Mission Cociety í New York.
Á þeim tíma var aðallega litið til
einstaklinganna, og mannkærleiki
var beina orsökin.
Þær góðhjörtuðu konur, sem
komu þeím félagsskap á stað,höfðu
orðið þess vísar í undanfarandi
líknarstarfi sínu, að það var oft-
sinnis ,litt mögulegt, eða að minsta
kosti mjög óheppilegt fyrir fá-
tækt fólk að hafa gagn af sjúkra-
húsunum, og af einbærri með-
aumkvun við þá, tóku þær að
senda hjúkrunarkonur heim til
hinna sjúku og bágstöddu manna.
Unnur félög fóru að dæmi þeirra,
og áður langt leið um, höfðu öll
hin stærri góðgerðafélög eina eða
tvær umferða-hj úkrunarkonur.
Á þeim tíma vann umferða-
hjúkrunarkonan sama verk og hin
hálaunaða, þar sem hjálpar henn-
ar þurfti með. — Hún stundaði
sjúklinginn ein síns liðs. Hún
gætti sjúklingsins, mældi hita og
| æöaslátt, o. s. frv. Hún útbjó og
saumaði viðeigandi fatnað handa
honum, gaf honum meðölin.þvoði
og greiddi honum, bjó um hann,
færði honum máltiðir, hélt her-
! bergi hans í röð og reglu — og
sá um hann að öllu leyti.
En þrátt fyrir alla þessa um-
önnun sáu hjúkrunarkonurnar að
stærra verksvð lá fyrir þeim. Þær
komust skjótt að raun um, að full-
kominn árangur af starfsemi
þeirra var vonlaus, svo lengi sem
íólkið, er þær voru að aðstoða,
brutu niður alt, sem þær bygðu
upp, sakir hins algjöra þekking-
arleysis þeirra á öllum heilbrigð-
isreglúm. Þær sáu að þær urðu
að kenna eigi síður en hjúkra,og
árið 1886 var myndað í Boston
The Instruction Visiting Nursr
Association, sem hafði það augna-
mið, að koma þessu í framkvæmd.
í Philadelphíu var annað líkt fé-
lag stofnað næsta ár og tveimur
árum síðar í Chicago, og hefir síð-
ast nefnda stofnunin orðið höfuð-
stöð allra hinna víðsvegar út um
land. Frá því árið 1890, hefir
hjúkrunarstarfsemin og pauðsyn-
leg þekking þeirra, er hana sækja
! farið svo vaxandi, að varla er
nokkur fólksmörg borg til nú í
landinu, sem ekki er í félag um-
ferðahjúkrunarkvenna. Slikt félag
er áJitið engu ónauðsvnlegra en
borgarhallir slíkra bæja.
Þcrr aðstoSa uimjó'narmcnn
hcilbrigSismála.
Umferða - hjukrunarkonurnar
taka í rauni og veru stórmikla hlut-
deild í borgarráðsstarfseminni. í I
sérhverri borg þar sem hjúkrun-
arkona hefir byrjað starf sitt, fyrst
sem venjuleg hjúkrunarkona og
síðan sem kennari, hafa hei.lbrigð-
ismálanefnda ‘irnar viðurkent gildi
starfsemi hennar með því að taka
hana beinlínis sér til þjónustu og
aðstoðar í lögskipuðu verki sinu.
Hcilbrigðismálastjórnardeild New
York borgar heldur þannig fimtíu
hjúkrunarkonur til að heimsækja
börn á almennu sóklunum, þar af
sjö til að leiðbeina og líta eftir
tæringarveikum, og tvær til eftir-
lits með öðrum sérlega næmum
sjúkdómum. Bellevue spitalinn og
þær stofnanir, sem standa í sam-
bandi við hann halda eina hjúkr-
unarkonu hver um sig til aðstoðar
í starfrækslu þeirra út á við til
heftingar á útbreiðslu tæringar-
innar. I ýmsum fleiri borgum,svo
sem Chicago og San Franciscgo
aðstoða þær heilbrigðismálanefnd-
imar á margan veg og bera sjálf-
ar umsjónarstarfið að ýmsu leyti.
Þessi hluttaka umferða-hjúkr-
unrakvenna í heilbrigðismálastarf-
seminni á eigi rót sína að rekja
ti.l þess, að umsjónarmennirnir
hafi beinlinis æskt eftir því í
fyrstu. Hjúkrunarkonurnar sjálf-
ar hafa farið þess á leit, að mega
gera þetta, og sumstaðar hefir
jafnvel komið töluverð mótspyrna
geng þvi.
Hjúkrunarkonmnar og al-
mennu sk&larnir.
í sérhverri borg þar sem starf-
semi umferða - hjúkrunarkvenna
stendur í skipulegu sambandi við
aðgerðir umsjónarinanna heilbrigð-
ismála, hafa þær fengið hinn bezta
vitnisburð. í New York hefir tala
hjúkrunarkvennanna, sem vinna
við almennu skólana þar fjölgað
svo, að nú eru þær fimtíu í staS
þess, að ein að eins byrjaöi á
henni.
Mikið og þarft var verkð, sem
þær unnu víða fvrir skólana.Þanm
ig fann Miss Wald, forstöðukona
hjúkrunarkvenna deildar i austur-
hluta New York borgar, fjölda
barna, sem höfðu fyrir löngu náð
skólagöngu aldri, en var bægt frá
skólunum og svift inentunar skil-
yrðum, sem önnur börn nutu, af
þvi að þau höfðu vmsa minni
há.ttar kvilla, sem auðvelt var að
lækna og líta eftir, jafnvel í skól-
unum.
Hún fór ti.l aðalumsjónarmanns-
heilbrigðismála nefndarinnar,
og mentamála umsjónarmannsins,
og útvegaði sér leyfi'til aö gera
lækningar tilraun með einni hjúkr-
unarkonu um mánaðartíma á
þessum börnum, og bauðst til að
láta hjúkrunarkvennadeildina, sem
hún var fyrir standast kosnaðinn.
AIiss Lina L. Rogers, sem nú er
yfirumsjónarkona deildarinnar,
tókst þetta verk á hendur. Á þess-
um eina mánuði hafði hún eftir-
lit með tiu þúsundum börnum , á
fjórum skólum í austur-borginni.
Ekki voru lækninarstofurnar
sem hún hafði hentugar, því oft
varð hún að láta sér nægja að vera
að starfi sínu í gluggakistum
skó.laganganna. Einnig fór hún
heim til fleiri hundrað barnanna
og stundaði þau þar.
Fjölda mörg böm sem útiJok-
uð voru frá sftólunum fyrir ýmsa
smærri húðsjúkdóma, eöa augn-
veiki læknaði hún í skólunum.
Önnur aftur á móti voru stunduð
í heimahúsum á spitölum og ann-
arstaðar. Sérstaklega þau, sem
liðu af alverlegum krankleik, og
sum þeirra, er skólalæknirnum
liafði dulist að veik voru við viku-
lega rannsókn haiis á öllum fjöld-
anum.
Miss Rogers fann meðal annara
barna, dreng tólf ára gamlan, sem
aldrei hafði fengið að sitja heilan
dag á neinum skóla, jafnvel þó
hann hefð sýnt mikla löngun til
þess við skólasetningu á hverju
ári. Hann hafði lítilfjörleg útbrot
í höfðinu, og var því vísað frá
skólum á hverju liausti í fleiri ár.
Full hilla af meðalaglösum var
heima hjá honum, sem lvfjaeftir-
litsmaður skólans hafði fengið
honum, en sem drengurinn eða
aðstandendur hans vissu engar
reglur fyrir hvernig átti að nota.
AIiss Rogers stundaði hann, og
sýndi honum hvernig ætti að nota
meðölin, sem hann hafði fengið.
Síðan kom hún honum í skólann
og leit eftir honum, unz hann var
oröinn heilbrigöur.
í enda mánaðarins fékk þ.essi
röska hjúkrunarkona útnefningu
af heilbrigðismáJanefndinni sem
eftirlitshjúkrunarkona skólans, og
mentamálanefndin tók að séi að
sjá ttm, að henni yrðu greidd laun
fyrir starfa sinn. '
Næsta mánuð á eftir voru tólf
hjúkrunarkonur skipaðar henni til
aðstoðar, og næsta ár voru öðrum
tólf bætt við og ákveðnir þrjátíu
þúsund dollarar í laun handa
þeim; síðan hefir þeim farið fjölg-
andi og eins og tekið var fram hér
á undan, eru þær alls fimtíu, sem
tilheyra þessari einu deild. Nú er
orðið svo mikið álit á starfsemi
þessara hjúkrunarkvenna við skól-
ana, að i nýreistum skólum, er
ætluð sérstökum bygging til handa
þeim, með útbúnaði, er þeim er
nauðsynlegur.
Áður en þessar skóla hjúkrun-
arkonur komu til sögunnar var
vikulegt, mjög ónákvæmt heil-
brigðiseftirlit á börnunum látið
nægja. Skóla læknirinn hafði það
það starf. Sérhvert barn, sem
hafði einhvern minsta vott smitt-
andi sjúkdóms útvortis eða inn-
vortis, og sem læknirinn varð var
við^ var sent heim til sín og látið
vera brott af skólunum þangað til
það var orðið heilbrigt aftur. Þar
sem enginn var látinn fylgja barn-
inu heim og sjá um að gangskör
yrði gerð að því að lækna það,
vildi það ekki ósjaldan til, að ekk-
ert var um það skeytt, og barnið
misti af skólalærdómi oft um
mjög langan tima. Síðan hjúkr-
unarkonurnar fengu aðgang að
skólunum hafa þær eftirlitið aö
mestu leyti, í þeim borgum, sem
hafa tekið þær i eftirlits þjónustu
í heilbrigðismálum. Sérhvert barn
sem þær verða varar um að hafi
smittandi sjúkdóm, senda þær til
skólalæknisins.
Þar eð af þessu Jeiðir, að lækn-
irinn þarf eigi að skoða eða eftir-
líta nema þau börnin. sem eitt-
hvað er að, getur hann gert það
með miklu meiri nákvæmni og at-
hugan en ella. Sjóndepra og
heyrnardeyfð er rannsökuð mjög
nákvæmlega; svo og öll aðal lif-
færi barnanna, skilningur og and-
ans þroski yfirleitt.
Síðan fær læknirinn hjúkrunar-
konunni veika barnið í hendur til
umönnunar. Þegar því verður við-
komið er barninu haldið á skólan-
um, og^það læknað þar, til þess
það missi ekki af kenslunni. Ef
ekki verður hjá því komist að taka
barnið af skólanum, er hjúkrunar-
konan skyld að fvlgja því heim,
og sýna einhverju ættmenni þess
eða aðstandendum hverja lækn-
ingar aðferð eigi að viðhafa, eða
ef þess þykir þurfa, þá að stunda
barnið sjálf, nema ef sjúkdómur-
inn er einhverrar mjög hættulega
næmrar tegundar, þá er barniö
falið umsjón annarar af þeim
tveimur hjúkrunarkonum, sem
borgin sér fyrir í þeim tilfellum.
Áður eiT þetta fyrirkomulag var
viðtekið í þeim borgum,sem lengst
eru komnar í heilbrigðiseftirliti,
þá varð eigi hjá því komist, aö
bægja hverju einasta barni frá
skólunum, sem hafði einhver ein-
kenni smittandi sjúkdóms, til þess
að hindra, að sú sýki hertæki önn-
ui skólabörn. Með siðari tilhög-
uninni hefir útbreiðsla sjúkdóma í
skólum þeim, er hún hefir verið
viðhöfð, farið minkandi,\ og þó
hefir níutíu og átta prct. af þeim
börnum verið haldið á skólunum
og verið la.tin njóta kenslu þar„
sem eftir fvrir ■ fyrirkomufeginu
mundi öllum hafa verið vísað burt
af þeim.
Skýrslur þær er hjúkrunarkon-
urnar gefa sýna að foreldrar barn-
anna eru yfirleitt innLlega þakk-
lát fyrir umhyggju þá, sem börn-
um er svnd með þessu. og eru
þeir tíðast fúsir að hlvðnast skip-
unum hjúkfunarkvennanna í tilliti
til barnanna, mjög nákvæmlega.
Og eigi óvíða kveðast þær hafa
séð hreinlæti og þrifnað í heima-
húsum barnanna batna að miklum
mun, einmitt fyrir þessi afskifti.
Á sumrin hafa skólahjúkrunar-
konurnar ærið að starfa við að
hlynna að sjúkum ungbörnum.
Þær hafa eitt svæðið til umferðþ
hver, og fara um það á hverjum
degi, gefa mæðrunum leiðbeining-
ar í því hvernig þær eigi að fara
meö cjúku börnin, og vinna sjálf-
ar alla hjúkrunarstarfsemi, er fyr-
ir keniur og þær komast yfir.
(Meira.)
------o—-----
The Winnipeg Paint£» Qlass. Co. Ltd.
Góður húsaviðurl
unninn og óunninn, bæði í smá og
stórkaupum. Veröið hjá okkur
hlýtur að vekja athygli yðar.
Nauðsynin á að fá bezta efni-
viðinn sem bezt undirbúinn er öll-
um augljós. Með ánægju gefum
vér yður kostnaðar-áætlanir. j
The Winnipeg Paint & Olass Co. Ltd.
Vöruhús á hornlnu á 3t
Joseph Street og Gertrude
Ave. Fort knngg.
’Phones: 2750 og 8282. j
CANADA NORÐY ESTURLANDIÐ
KEGI.UK VIÐ LAM>rðKU.
A1 Ollum sectlonum meC Jaínrl tölu, sem tilheyra sambandsstjórnlnnl,
I Manltoba, Saskatchewan og Alberta, nema 8 og 26, geta. fjölskylduhöfuB
og karlmenn 18 &ra eða eldri, tekið sér 160 ekrur fyrlr heimiUsréttarland,
þaC er aB segja, sé landlC ekkl fi,Sur teklC, eCa sett tll sICu af stjörninnl
tll vlBartekju eCa elnhvers annars.
IXXRITUN.
Menn mega skrifa slg fyrlr landlnu & þelrri landskrifstofu, sem næst
Uggur landinu, sem teklG er. MeG leyfl lnnanrlklsr&Sherrans, eCa innflutn-
inga umboCsmannslns 1 Wlnnlpeg, eGa næsta Domlnion landsumboGsmanna,
geta menn geflC öGrum umboC til þess aC skrlfa sig fyrir landl. Innritunar-
gjaldlS er $10.00. /
HEIM II.ISKÉTTAK-SKYI.IIUK.
Samkvæmt núgildandl lögum, verCa landnemar aC uppfylla helmllO*-
réttar-skyldur slnar á elnhvern af þelm vegum, sem fram eru teknlr 1 eft-
lrfylgjandl töluliCum, nefnilega:
1. —AC búa & landinu og yrkja þaC aC minsta kosti I sex mánuCi á
hverju árl 1 þrjú ár.
2. —Ef faCir (eCa móClr, eí faCirlnn er látlnn) einhverrar persónu, sem
heflr rétt tll aC skrifa sig fyrir heimilisréttarlandi, býr f bújörC 1 nágrennl
viö landiG, sem þvllik persóna heflr skrifaC sig fyrlr sem heimillsréttar-
landi, þá getur persónan fuilnægt fyrlrmælum laganna, aS þvl er ábúC á
landlnu snertlr &Cur en afsalsbréf er veitt fyrir því, á þann hátt aS hafa
helmiH hjá föSur sinum eSa mðSur.
3. —Ef landnemi heflr íengiS afsalsbréf fyrir fyrri heimilisréttar-bújörO
sinnl eSa skírteini fyrir aS afsalshréfiS verSí geflS út, er sé undirritaS 1
samræml viS fyrirmæli Dominlon laganna, og heflr skrifaS sig fyrir slSarl
heimilisréttar-búJörS, þá getur hann fullnægt fyrirmælum laganna, aB því
er snertir ábúB á landinu (siSarl heimilisréttar-bújörBInini) áBur en afsals-
bréf sé geflS út, á þann h&tt aS búa & fyrri heimilisréttar-jörSinni, ef slSarí
helmillsréttar-JörSln er I n&nd vlB fyrri heimilisréttar-JörSIna.
4. —Ef landneminn býr aS staSaldrl & bújörS, sem hann heflr keypt,
tekiS I eríSir o. s. frv.) 1 nánd viS heimllisréttarland þaS, er hann hefir
skrifaS sig fyrir, þá getur hann fullnægt íyrirmælum laganna, aS þvl er
ábúS & helmilisréttar-JörSlnnl snertlr, á> þann h&tt aS búa & téSri eignar-
jörS sinnl (keyptu landi o. s. frv.). _
KEIÐM UM EIGNARBRÉF.
ættl aB vera gerS strax eftir aS þrjú árin eru liBIn, annaS hvort hjá næstá
umboSsmanni eSa hjá Inspector, sem sendur er tll þess aS skoSa hvaS &
landinu heflr veriS unniS. Sex m&nuSum &Sur verSur maSur þð aS hafa
kunngert Dominion lands umboSsmanninum I Otttawa þaS, aS hann ætll
sér aS biSJa um eignarréttlnn.
LEIDBEIMNGAR.
Nýkomnir lnnfiytjendur f& á innflytjenda-skrifstofunnl f Winnlpeg, og á
öllum Domlnion landskrifstofum innan Manjtoba, Saskatchewan og Alberta,
leiSbeiningar um þaS hvar lönd eru ðtekin, og allir, sem & þessum skrlf-
stofum vinna velta innflytjendum, kostnaSarlaust, leiBbelnlngar og hj&lp tll
þess aS n& I lönd sem þeim eru geSfeld; enn fremur allar upplýsingar vlfir
vlkjandl timbur, koia og náma lögum. Allar sllkar regiugerCir geta þeir
fengiC þar geflns; elnnig geta ir enn fengiC reglugerClna um stjðrnarlöhd
innan J&mbrautarbeltlsins 1 British Columbia. meS þvl aS snúa sér bréflega
til ritara innanriklsdelldarinnar í Ottawa, lnnflytJenda-umboSsmannslns I
Wlnnlpeg, eBa til einhverra af Ðomlnlon lands umboBsmönnunum I Manf-
toba, Saskatchewan og Alberta.
þ W. W. CORY,
Deputy Minlster of the Interior.
Auglýsing.
■ Ef þér þurfið a8 senda peninga til ís-
lands, Bandaríkjanna eða til einhverra
staða innan Canada þá notið Dominion Ex-
press Company’s Money Orders, útlendar
ávísanir eða póstsendingar.
LÁG IÐGJÖLD.
Aðal skrifstofa
482 Main St., Winnipeg.
Skrifstofur víðsvegar um borgina, og
öllum borgum og þorpum víðsvegar um
landið meðfram Can. Pac. járnbrautinni.
PLUMBING,
hitalofts- og vatnshitun.
The C. C. Young Co.
71 NENA ST.
’Phone 3669.
Ábyrgð tekin á að verkið sé vel af hendi
leyst.
Sárar brjðstvörtur.
Þetta má lækna með því aö
bera á Chamberlain’s Salve jafn-
skjótt og barniS hefir sogiS í hvert
skifti. Þerra skal þaS síSan af
meS mjúkr.m klút áSur en barniS
ctur L'"‘- brjóst. Margar
æfSa ’’ rutiarkonur hafa notaS
þetia salve meS bezta árangri.
ivbsth- :';c. askjan. Selt hiá ö’
f—1 I-
BAGLE•
FWSH
SELF FILLING
F0UNTAIN PEN.
The Simplest—Surett—Safest— |
Handieat — and only Perfect
Silf-filling Pen. No glass filler
—no ink to spiil—no cloggine
or shaking.
You simply preM the button (m
in the picture) and the pen fiila
in a “flash.”
Writea the instant if
touches the paper
Flash
N0.25 with 14 karat aolid eold
pen point — finest vulcanized
rubber and fully guaranteed.
SoU by Stationers
and Other Storea
Aak YOUR DEALER. If he
doeen’t aell you the Eagle
k‘FLASH” Fountain Penathen
send the retail price direct to
us. Each pen absolutely guar-
anteed.
Eagle Pencil Co.
Manufactuters
w 7 Broa lway, New York
PRESS