Lögberg - 31.05.1906, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.05.1906, Blaðsíða 4
LOGBERG FIMTUDAGINN 31. MAÍ 1906 er geflö út hvern fimtudag af Tlie Liögberg Printlng & Publishing Co., (löggilt), að Cor. William Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar J2.00 um áriö (á. lslandi 6 kr.) — Borgist íyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printing and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSON, Editor. M. PAULSON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar í eitt skiftl 25 cent fyrir 1 t>ml.. A atærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskiftl kaupenda verður að tilkynna skriflega og geta um íyr- verandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslust. blaðs- ins er: The LÖGBERG PRTG. & PUBU. Co. P. O. Box. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáslcrift tii ritstjðrans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Wlnnlpeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaðl ögild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er 1 skuld við blaðið, flytur vlstferlum án þess að tilkynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvislegum tilgangi. Fj ártpál askýrsla 1 an dst j órn ar- innar. Hinir stórkostlegn tekjuafgangar bæði fvrir næstliðið ár og þetta, sem nú er að liða — í fyrra átta miljónir dollara og í ár hálf jþrett- ánda miljón— verðskulda sánnar- lega hlýja þökk allra hugi^andi Canadabúa og heiðurs og viður- kenningu stjórninm til handa fyrir viturleg afskifti hennar af fjár- málum þessa lands. Þetta er tittnda fjárhagsskýrsla sem Mr. Fielding, fjármálaráð- gjafi, leggur fyrir þing i Ottawa, og þannig en aukið einum álitleg- um hlekk við frægðarkeðju þá er hann hefir knýtt sér á undanförn- unt árttm með dugnaði sínttm og hagíræðislegum hyggindum í af- skiftum sínum á þeitn málttm. Tekju-afgangar líkir þeim, sem hann hefir ár eftir ár sýnt, er hann gjörði reikningsskap ráðsmensku sinnar, voru alveg óþekt stærð í sögu landsins undir fyrirrennur- um hans, enda hefir hann nú hald- ið starfinu lengur en nokkur ann- ar fjármálaráðgjafi í Canada, og er þar meðal annars ein viður- kenningin fyrir hæfileikum hans og viturlegri framkomu í fjár- málunum. Lengst gegndi þessu starfi á undan honum þegar conservativ- ar sátu að völdum George Foster, sem fjármálaráðgjafi var frá 1888 íil stjórnarskiftanna 1896. Mjög hefir skotið skökktt við um fjár- hagsafkomuna undir forsjá þess- ara tveggja ráðgjafa. Skýrslur Mr. Fosters sýndu tekjuhalla, en Mr. Fieldings tekjuafgang á hverju einasta ári eftir að liberala stjórnin tók við, að undanteknu fyrsta árintt 1896—187. Á því ári var tekjuhalli nálægt fimm hundruð þúsundum dollara, sem vitanlega var bein afleiðing af ó- efnum þeim, sem fjárhagurinn var kominn í undir stjórnjnni næst á undan. En strax næsta ár þar á eftir tókst liberölu stjórninni að fá tekjuafgang, sem síðan hefir haldist og numið fleiri miljónum árlega, svo rneðaltal tekjuafgangs- anna fyrir næstliðin níu ár, er er 7,144.462 dollarar. Að sjálfsögðu hafa conserva- tívu flokksbræðurnir reynt að draga fjöðttr yfir þetta blómlega ástand, sem landið á að fagna und- ir núverandi stjórn, en skýrslurn- ar sýna sig sjálfar og vitanlega stranda öll mótmæli á óhaggan- leik þeirra. Skal t. a. m. bent á það, að ríkisskuldirnar, sem vor'u $50.07 á hvert höfttð árið 1895, hafa færst niður í $44.37 árið íqoS ('sem nú kemur á hvern mann). Sýnir það ljóslega hve öllu hefir fleygt fram undir stjórn- arfyrirkomulagi þeirrar lands- stjórnar, sem nú situr að völdum og hve mikil vellíðan er orðin í .landinu, og alt bendir til að fram- hald muni verða á. Fólkið streym- ir inn í landið, borgirnar þjóta upp, verzlunin vex, utan lands og innan, og huldir fjársjóðir, áður fólgnir í skauti náttúrunnar, eru grafnir upp og framleiddir nteð svo mikilli eljtt og fjöri, að vel- megttn ríkir í landinu og allar þjóðir fá augastað á því, ertt farn- ar að skoða það með réttu ein- hvern. blómlegasta blettinn á öllu þurlendi heimsins. Aðal drif- fjöðrin í slíkri framrás og fram- þróun er hér, sem hvervetna ann- ars staðar, þar sem vellíðan á heima í ríkjunum, viturleg og góð landsstjórn. Sú stjórn, sem greiðir eins fyr- ir framförttnum og bætir þarfir einstaklinganna jafnt sent þjóðar- heildarinnar, svo áþreifanlega sem sambandsstjórnin núverandi hefir sýnt sig gera, á því sannarlega mikið lof og þökk skylda, og von- andi er, að Canada megi njóta hennar, meðan hún keppir að því fagra takmarki, eins dyggilega og raun hefir borið vitni um, á um- liðnum siðustu níu árum. Mr. Fielding skýrði hina ýmsu liöi f járhagsskýrslunnar fyrir þetta ár, nteð þeim skýrleik og ná- kvæmni, sent honum er eiginlegt. í fám orðum lét hann álit sitt í Ijósi á þeim atriðum er hann taldt umbótaþörf á. — I>ar á meðal gat hann þess í sambandi við hinn mikla tekjuefgang í póstmála- stjórnardeíldinni þetta ár fum $900,000), að það væri ekjd rétt- mætt né ákjósanlegt að í henni frekar en hverri annarri stjórnar- deild, væri lögð meiri áherzla en svo á að fá mikinn tekjuafgang, að slíkt kæmi eigi i bága við eða tálmaði fyrir þeim stórfeldu af- notum og fjöri þeirra viðskifta, er Canada væru svo einkar nauðsyn- leg einmitt nú á þroskaárunum. Landslýður ætti heimting á því, að þörfin og auðveldleiki viðskift- anna yrðu þar samferða. Og Mr. Fielding skoraði beinlinis á póst- málaráðgjafann að láta eigi þá löngun sina til að fá rnikinn tekju- afgang í viðkomandi stjórnardeild hamla sér frá því að taka alt nauðsvnlegt tillit til þarfa Iands- manna hér að lútandi. Lítandi til X'estur-Canada, þar sem póstmála- viðskiftin eru að sínu Ieyti ó- greiðari en austur frá, mun öllum hlutaðeigendum þykja slik á- minning hin þarflegasta. þar eð i henni liggur að sjálfsögðu vænt- anleg bót á póstmála tilhöguninni hér, sniðin eftir þörfum hins mikla vaxtar Vesturlandsins. -----------------o------ F>ofleg uniniæli um Mr. Broivn og liberala flokksþingið. Að afstöðnu flokksþingi liberala hér i fylki hafa öll beztu blöðin og tímaritin hér nær.lendis flutt hlýj- ar þakkir fyrir aðgerðir þess, bæði frá ritstjórunum sjálfum og einstökum mönnum. Rétt eitt sýnishorn af handahófi gripið skal sýnt hér á eftir, frá al- gerlega óháðu málgagm i pólitík, ..The Wcstern Methodist Times“, scm Rev. R. Milliken er ritstjóri fyrir. í ritstjórnargerin Maíblaðs þess farast honum þannig orð um hina nýju stjórnarstefnu og for- mann flokksins: „Liberala flokksþingið, sem er nýafstaðið hér í Manitoba, hefir hlotið að skoðast setn sendiboði umbóta og framtiðarvona af sér- hverjum hugsandi og tilfinninga- sömum manni, er liggur siðgæði og þjóðþrif félagsheildarinnar þungt á hjarta. Slík hugsun hefir að sjálfsögðu vaknað hjá hverjum þeim, er runnið hefir til rifja, hve fyrirlitlega og smánarlega alt slíkt hefir verið sniðgengið hér i fylki á siðari árum. og vænleg umskifta- von, þar sem h.lynt yrði að slíkum áhugamálum,hefir hlotið að hreyfa sér í brjósti hvers þes manns eft- ir að þingið var um garð gengið. Það er ekki vegna fjölmennis þess. er saman var komið á þessu þingi, eða mannvalsins, sem þar var fyrir, né heldur hins mikla á- huga á málunum, . sem lýsti sér í aðger.ðum þess. Það er jafnvel ekki vegna þess að kunnugt varð, að þingið bygði á grundvallar- atriðum frjálslyndu stjórnarstefn- unnar. Það, sem oss hrífur, er vonin, sem það vekur hjá oss, innifalin í hinum skýru og at- kvæ.ðamiklu siðgæðishugsjónum, sem þar koma svo ljóslega fram. ásamt með innilegri löngun þeirra sem forkólfar voru fyrir því, til að taka höndum saman við alla rétt- hugsandi borgara, í því skyni að stevpa nú fyrir fult og alt hinni vanheiðarlegu og vanheiðrandi stjórn, sem ófrægt hefir og mis- boðið þessu fagra fvlki megin- lands-sléttunnar í Canada.“ Ritstjóri Times lætur vel yfir þvi, að þingið skuli hafa gefið ýmsum hinum yngri og efni^'gu mönnum flokksins færi á að taka atkvæðamikinn þátt i starfi þess,og sérstaklega lýsir hann ánægju yfir vali foringjans, Mr. BroWn. Um það segir hann svo: „Persónu- lega höfum vér eigi þann heiður að vera kunnugir Mr. Edward Brovvn frá Portage la Prairie, en vér höfum með nákvæmni spurst fyrir um hann hjá mönnum, sem að voru áliti, og án þess að vera flokksmenn hans eða vinir,hafa öll skilyrði til að skýra frá með sann- indum, og einróma höfum vér hevrt jafnt conservatíva sem lib- erala lýsa virðingu sinni og trausti á honum. Lýsingin á honum er sú, að hann sé maður hreinn og beinn, undirhyggjulaus og heiðar- legur, skýr í hugsun og glöggur i dómum sínum, maður sem ekki er hræddur við að segja sannleikann, maður sem á svo mikið að sér bæði að vitsmunum og skarpleik, að hann er vel fær um að leiða flokk sinn til sigurs. Þetta er það, sem sagt er um manninn. Og einmitt slíkan mann þurfum vér. Alt bendir til þess, að hann muni ekki standa framan í kjósendum sínum með neinu auðmýktarvæli né svika loforðum. Hann ætlar að sigra eða falla með sæmd.“ . Þá fer Times hlýlegum orðum um bindindisákvæðið, og skýtur máli sínu til allra er unna siðgæði og umbótum á félagslífinu, hvetj- andi þá til að veita liberölum 6fl- ugt fylgi. Um það atriði segir svo: * „Vitur.leg er eigi síður stefnu- ákvæðin sem þingið gerði í bind- indismálinu, sem færð hafa verið síðan inn í stefnuskrá flokksins. Það var ógnarlega hægt fyrir þingið að ganga fram hjá því máli þegjandi, og mátti flokkurinn ganga að vísri óvild hinna öflugu vínveitingamanna víða hvar. — Auðvelt var fyrir það að fylgja sömu skeytingarleysisstefnunni og núverandi stjórn hefir leyft sér í þeim efnum, til mikillar minkun- ar henni sjálfri, en fylkisbúum til ómetanlegs tjóns og siðspillingar. Flokksþingið gat hallast að skoðun þeirra, sem er „utn og ó“ í bindindismálinu, og óbeinlínis unn ið á móti bindindinu og gert öllum vinum þess ómögulegt að koma á svo viðtækum samtökum sem nauð leg eru og ein geta leitt til sigurs þar. Bindindishreyfingin á enga verri óvini, en þá sem látast vera vinir hennar, en gera þó ekkert í hennar þágu.—Flokksþingið hefir sýnt sig sem vakandi meðstarf- anda allra bindindisvina. Það hefir ákveðið sér þá stefnuskrá, sem vér tökum á móti með fögn- uði, og viljum biðja og vona að verði efst á baugi í þessu fylki áð- ur langt um líður. Sé nú einhver efi eða sundurlyndi meðal nokk- urra fylgismanna bindindishreyf- ingarinnar utn það, hverja beri að stvðja til valda, þá segjum vér, látum þá menn aldrei opna munn- inn um bindindismál, en hylja andlit sín -með blygðun, er sleppa þvi tækifæri, sem hér býðst bind- indismálinu til viðreisnar. Viti þeir nú ekki með hverjum þeir eiga að vera, þá viljum vér ekki hevra orðaglamur um svik og pretti neinum pólitískum flokki til álasts út af bindindismálinu, þvi að nú er það fólkinu sjálfu að kenna, ef það grípur ekki gefna tækifærið til að hnekkja valdi Bakkusar, með því að kjósa þá stjórn yfir sig, er eindregið vill hefta vínsöluna.“ Það er ekki flokksfy.lgi, sem hefir komið nefndum ritstjóra til að skrifa þessa grein, er birt hafa verið nokkur atriði úr hér á und- an, heldur er það bölið, sem hin takmarkalausa vínsala, tíðu vín- veitingaleyfi og hið illa eftirlit á þeim málum hér í fy.lki leiða af sér fyrir almenning. Það knýr hann til að flytja fram þessa á- skorun. — Honum er það Ijóst, að hér er um eitt hið langstærsta vel- ferðarmál íbúanna að ræða, og hann verður innilega snortinn af þeim ótvúræða vilja, sem liberal flokksiþingið sýnir að það hefir á takmörkun vinveitingaleyfa og vínsölu. Hann metur þá siðferð- islegu hugsjón, sem þar lýsir sér, og vill að hún fái að taka á sig mynd veruleikans í Manitoba. Ummæli þau, sem farið er um Mr. Brown, eru mjög mikils virði, þar eð þau koma frá jafn merkum manni og hér er um að ræða, og sakir þess að mörgum lesendum Lögbergs mun vera forvitni á og ánægja af að kynnast skoðunum Mr. Browns í bindindis sré - Ó2Óý Mr. Browns í landsmálum, þar sem hann er liklegur til að verða stjórnarformaður hér L íylkinh, skulum vér bráðlega í þessu blaði benda á helztu atriðin úr ræðu þeirri, er hann hélt í Selkirk í þessum mánuði og lauslega var getið um í Lögbergi næst hér á undan. -------o------- Ileni'ik Ibscn. Frá Noregi bárust þær fréttir í vikunni sem leið, að liinn heims- frægi skáldsagna- og leikrita-höf- undur, Henrik Ibsen, væri and- aður. , Ibsen var fæddur 20. Marz 1828 og varð þannig rúmlega 78 ára að aldri. Hann fæddist í litlu kauptúni í Noregi, sem Skien lieit- ir, og var faðir hans, Knud Ibsen, þar kaupmaður. Forfaður Henrik Ibsens í föðurætt voru danskir að tppruna en móðurættin þýzk. Á fyrstu æskuárum Ibsens voru foreldrar hans vel efnum búin og i heldri manna röð í Skien. En þegar Ibsen var 8 ára varð faðir hans gjaldþrota og varð að flytja burtu úr kaupstaðnum og setjast að á óvistlegu' bóndabýli uppi í sveit, sem hann að vísu átti sjálf- ur en hafði lítið skeytt um á með- an hann var kaupmaður og hafði þá leigt jörðina öðrum til ábúðar. Úr því svona var nú komið var enginn möguleiki á þvi að Ibsen gæti gengið i latínuskóla. Hann varð að láta sér nægja þá mentun, sem hann gat fengið á óæðri skóla, en dálítið komst han nþar þó nið- ur í latínu. Þegar hann var sext- án ára að aldri varð liann lærling- ur í lyfjabúð nokkurri ! smábæ í grendinni, sem Grimstad heitir. í sex ár vann Ibsen í lyfjabúð- inni og varði jafníramt öllum þeim stundum sem hann gat til að afla sér mentunar . Fyrsta sjónleikinn sinn samdi hann nú á meðan hann stundaði þessa atvinnu. Hét sá sjónleikur ,,Catilina“ og var Ibsen í nokkra i nokkra mánuði að semja hann og hefla til svo setn honum líkaði. En ekki varð hann nú samt frægur á svipstundu fyrir það ritverk. Þ vert á móti gat hann engan leik- hússtjóra fengið til þess að láta leika þenna sjónleik sinn, né held- ur neinn sem þyrði að ráðast í að koma honum á prent. En árið 1850 fór nú Ibsen til Kristjaníu til skólanáms. Gaf hann þá sjálfur út leikritið, og var höf- undur þess nefndur með dular- nafmnu Brynjólfur Bjarmi. Eftir að Ibsen hafði tekið stúdentspróf hætti hann við skólagöngu en sökti sér niður í ýms bókmentaleg störf. Árið 1852 fór hann utan og var í ferðalagi í nokkra mánuði. Þegar hann kom heim til Noregs aftur fékk hann atvinnu við leik- húsið í Bergen, sem leiksviðsstjóri og var hann þar i fimm ár. Samdi hann þá eitt leikrit á ári hverju og er „Gildet paa Solhaug“ þeirra nafnkendast. Nokkru síðar varð Ibsen meðstjómandi leikhússins í Kristjaníu og samdi hann þá á þeim árum ýms leikrit sögulegs efnis. Eftir hað fór Ibsen að semja ýms leikrit og var efni þeirra ekki sótt í fornsögurnar heldur tekið úr daglegu lífi. Eru leikritin „Brand“, „Per Gynt“ og „Et Dukkehjem" líklega þau sem fræg ust hafa orðið þessara leikrita og hlotið hafa mesta útbreiðslu. Frá þvi árið 1864—1891 var Ib- sen utanlands, og þá lengst af i Munchen á Þýzkalandi. Allan þennan tuttugu og sjö ára tíma skrapp hann að eins við og við til Noregs. En árið 1891 fór hann alfarinn heitn þangað og hefir oftast nær siðan haft aðsetur sitt í Kristjaníu. Engin norskur rithófundur hef- ir orðið að bíða eins lengi og Ibsen eftir.því að hljóta atmenna viður- kenningu. En tæplega hefir nokk- ur annar Norðmaður orðið eins heimsfrægur, og Ibsen að síðustu varð fvrir skáldverk sin. Sjón- leikar hatis hafa verið sýndir alls staðar á meðal mentaþjóðanna og hafa verið þýddir á fjöldamargar tungur. Leikritin „En Folke- fjende", „Et Dukkehjem" og „Per Gvnt“ hafa jafnvel nú verið þýdd á japönsku og leikin í Japan. Um engan norrænan síðari tíma höfund hefir jafnmikið verið rit- að og um Henrik Ibsen, og óhætt mun að fullyrða, að enginn höf- undur hafi liaft meiri áhrif á bókmentir sanitiðar sinnar en hann. í langa tið undanfarið liefir Ib- sen verið mjög heilsubilaður og jafnvel verið við þvi búist að and- lát hans mundi bera að höndum þá °g þegar. En síðari hluta nýlið- ins vetrar virtist hann þó á góðum batavegi, og gerðu menn sér von- um að hann mundi rétta víð aftur. En alt í einu hnigaði honum svo aftur, og var að mestu leyti með- vitundar.laus i nokkur dægur áður en hann lézt. Andlátsfregn hans vakti mikinn harm hvervetna í Noregi, en þó einkum í Kristjaníu. Jafskjótt og Hákon konungur og drotning hans fréttu látið sendu þau ekkj- unni og Sigurði syni Ibsens bréf til þess að tjá þeim samhrygð sína. Eins gerði og Stórþingið norska og var þar, fyrir hönd al- þjóðar í Noregi,látinn í ljósi sökn- uður yfir fráfalli þessa hins mesta nútíðarskörungs í bókmentaheimi þjóðarinnar. Öllum leikhúsum í Noregi var í virðingarskyni lokað að kveldi dags þess er Ibsen and- aðist, og rithöfundaféiagið í Kristjaníu lét setja stóran og vandaðan blómsveig við fótstalla myndastyttu Ibsens er stendur fyrir utan þjóðleikhúsið þar í borginni. Jarðarförin verður gerð á kostnað þjóðarinnar. -------0——— Heimsálfurnar fjórar. Tollbúð ein mikilfengleg, sem ný búið er að reisa í New York, er skreytt með fjórum mjög vegleg- um líkneskjum eftir Daniel Ches- ter French, og táknar hver þeirra um sig eina af hinum fjórum heimsálfum. Myndirnar eru höggn ar í marmara frá Tennessee nám- unum, og myndhöggyarinn, sem er fæddur i Ex-eter, N. H., árið 1850, er talinn einhver hinn amer- ískasti myndhöggvari, sem til er vestan hafs, bæði hvað hugmyndir smekk og listfengi snertir. Kvenlíkneski tákna álfurnar allar. Myndin af Ameríku ber vott um fjör og þrótt. Hún er þar háleit kona, sem horfir með alvörubland- inni staðfestu beint fram undan sér, reiðubúin til starts og fram- kvæmda. Hún situr á kletti. í hægri hendi heldur hún á frelsis- blysinu og við lilið hennar situr ameríski örninn. Að baki hennar stendur Indíáni og hallast fram á klettinn. Vöndur úr maiss-stöng- um liggur í keltu liennar, og fyrir fótum hennar höfuðið af mexi- könskum höggormi, táknmynd sól guðsins forna, sem Mexikanar nefndu „Quetzalcohuatl“. Skikkj- an, sem hún ber, hefir hrunið nið- ur af herðum hennar og brjósti, og grípur hún hana vinstri hend- inni og bregður henni eins verm- andi yfir Framfaradísina, er krýp- ur við fætur hennar, og snýr tneð annarri hendinni vængjuðu hjóli, sem „Ameríka“ stendur á, en í hinni hendintti heldur hún á seg- ulmagsstöng og prismu, er tákna skal hina gagnskiftilegu aðstoð sem vísindi og iðnaður veita hvort öðru í þessu landi fremur öllum öðrum löndum heimsíns. Sérlega litskarpur er munurinn á devfðar- og drungalegu mynd- inni af Afríku og hinni táplegu og framfúsu ímynd' Ameríku. Afrikumyndin er í líkingu svert- ingjakonu bæði að því er útlit og líkamaskapnað snertir. Þéssi í- mynd Skuggaálfunnar er álút og þunglamaleg. Á aðra hönd henn- ar er hin forna og veöurbitna sphinxmynd, og hinu tnegin við liggur ljón, og hvílir olnbogi gyðjunnar á enni þess. — Að baki hennar má sjá ýmsar leyndardónts fullar táknniyndir, er eiga að sýna hina órannsökuðu og væntanlegu framtíðarmöglegleika Afríku. Myndin af Evrópu er drotning- arleg, og iýsir drambsemi « og sjálfsáliti. Hún situr tigulega á veldisstólnum, eins og sæmir drotningu viðskiftaheimsins, list- anna og bókmentanna. Vinstri hönd hennar hvílir á bók og hnetti, og hægri hendinni hcldur hún um stefni á skipi, til merkis um yfirráð Evrópumanna í verzl- unarviöskiftum og sjóiveralim. llásæti hennar er skreytt með

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.