Lögberg - 31.05.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.05.1906, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. MAÍ 1906 GULLEYJAN skáldsaga eftir ROBBRT LOUIS STEVENSON. Svarti sjóræningja-fáninn var dreginn á hún, og blakti enn yfir Hispaniola. Eg stóö upp og mælti: „Þar sem þessi breyting er oröin á forræði Hispaniola, Mr. Hands, ætla eg aö draga niður þetta þorparamerki. Eg vil heldur sigla með bera merk- isstöngina, en veifa því.“ Eg hljóp fram aö fánalínunni, dró niður merkið og kastaði því fvrir borð. Hann horfði slæglega til min meðan eg var aö þessu, og enn hangdi höfuð hans niður á bringuna. „Eg ímynda mér,“ sagði hann loksins— „eg í- mynda mér, Hawkins kafteinn, að þú munir hafa í hyggju að komast í land. Eg sting upp á, að við töl- um nánar um það.“ I „Náttúrlega ætla eg mér það, Mr. Hands, segðu það sem þér sýnist.“ Svo hélt eg áfram að snæða með góðri Iyst. „Þessi maður,“ tók hann til máls og benti með höfðinu á líkið— „hann hét O’Brien, og var írlend- ingur; hann og eg drógum upp klútana á Hispaniola og ætluðum að sigla henni inn a höfnina aftur. Nú er hann dauður, og tekur aldrei á seglum eða stýri framar, svo eg get ekki séð hvey; á að sigla skipinu. Gefi eg þér engar leiðbeiningar, get eg ekki séð að þú sért fær um það. En sjáðu nú til hvað eg fer fram á. Eg vil að þú færir mér einhvern matarbita, drykk eins og eg þarf með, og eitthvað til að binda um sárin, sem eg hefi fengið. Gerir þú það, skal eg segja þér, hvernig þú átt að stýra skipinu. Þetta finst mér sanngjarnt.“ „Eg ætla að segja þér eitt,“ sagði eg. „Eg hefi ekki ætlað mér að sigla skipinu inn á sundið, sem við lögðumst á fyrst, heldur ætla eg að halda inn í Norð- ursundið og renna henni þar á land á góðum stað.“ „Þú gerir það sjálfsagt/ sagði hann. „En þó figg' hér, og geti ekki gert neitt á skipinu, hefi eg samt fulla sjón og veit betur en þú, hvað þarf að gera til að stvra skipi svo vel fari. Þú hefir ráð mitt í hendi þér. Mér er sama hvert þú siglir henni inn í Norðursundið, eða, eða hvað annað, eg skal hjálpa þér ef þú vilt, en þú mátt láta mig drepast hér, ef þú kýst það ekki, og þér þykir hitt sæmra.“ Eg sá, að öllu yfirveguðu. gat eg haft mikið gagn af ráðlegginum hans, svo það varð úr að við keyptum þessu. Að fáum mínútum liðnum hafði eg komið öllu svo í lag, að Hispaniola sigldi nú fyrir fullum seglum og drjúgum skriði fram með strönd Oulleyjarinnar, og héldist vindurinn, var útlit á að við kæmumst fyrir tangann, sem nú lá okkar megin við Norðursundið, um hádegi. Gátum við svo rent henni þar að landi um fjöruna og komist upp á eyna strax og fullfjarað var. Eg batt því stýrið og fór niður í káetu. Opn- aði kistuna mina og tók þar silkiklút, sem móðir mín hafði gefið mér. Eg færði Hands hann og hjálpaði honum til að binda um sárið, sem hann hafði á mjöðminni, og blætt hafði úr mjög rnikið. Eftir að hann hafði etið nokkuð og hrest sig að nýju á vín- inu, fór hann sjáanlega að rakna við. Við höfðum ákjósanlegasta byr, og svifunt flug- hratt fram með ströndinni. Eg var einstaklega ánægðuV nteð þessa nýju stöðu mina. Þarna hafði eg alt sem eg þarfnaðist, og þó að eg hefði haft samvizkubit yfir a$ leggja í þenna leiðangur, að yfirmönum mínum forspurðum, fanst mér nú Svo mikið um þaö, sem eg hafði af- rekað, að eg var orðinn hæst ánægður með það til- tæki. Það eina, sem olli mér dálítillar áhyegju var það, hve grandgæfilega Hands fylgdi með augunum hverri hreyfingu, sem eg gerði. Hann var alt af brosandi, en mér geðjaðist ekki sem bezt að því. Þetta bros hans bar vott um sársauka og veikleik, en það leyndist þar að auki i því hálfgerð hæðni og, eg var hræddur um, sviksemi líka. ffann aðgætti mig með of áfergislegri eftirtekt til þess að alt gæti ver- ið með feldu. XXVI. KAPITULI. Israel Hands. Við vorum komnir að mynninu á Norðursundinu, og þar sem við vildum ekki leggja skipinu upp, fyr en undir háfjöru, urðum við að doka við um hríð. Is- rael Hands sagði mér, hversu eg skyldi beita skipinu upp í vindinn þar til rétti tíminn til innsiglingarinn- ar kæmi. Loksins tókst mér það, eftir margar atrennur, og að því búnu settumst við niður til að snæða í ann- að sinn. „Hevrðu, herra kafteinn," sagði harm með sama óviðfeldna brosinu, „hér liggur skipsfélagi minn O’Brien. Væri ekki rétt að fjarlægja hann, sem fyrst? Heldurðu að þú gætir ekki komið honum út vfir borðstokkinn ? Mér fyrir mitt leyti finst ekkert ánægjulegt, að hafa hann lengur hér á þilfarinu við hliðina á mér.“ „Eg er ekki nógu sterkur til þess, og þar að auki fellur mér verkið illa í geð. Hann má liggja þar, sem liann er mín vegna,“ svaraði eg. . . „Hispaniola er óheilla skip,“ mælti hann enn- fremur og drap titlinga framan í nug. „Þeir eru ekki orðnir svo fáir, skipshafnar mennirnir af henni, sem mist hafa lífið, síðan viö lögðum frá Bristol. Sá síðasti er hérna á þilfarinu.—Segðu mér nú eitt, því eg er óskólagenginn, en þú ert bæði greindur og vel að þér. Heldur þú að maður, sem deyr hér, sé dauður fyrir fult og alt eða ékki?“ „Það er hægt að deyða likamann, Hands, en ekki andann,“ svaraði eg. „Þetta hlýtur þú að vita.“ „Eftir því ætti það bara að vera tima-eyðsla td ónýtis að drepa menn,“ sagði hann. „En eg trúi ekki á andana þína, Hawkins kafteinn. Sleppum því. Þú ert samt búinn að gera/vel í að gefa mér þessa skýringu. Og nú ætla eg að biðja þig að gera mér annan greiða. Skreptu niður i káetu og sæktu —sæktu mér—hvað var það nú aftur—já sæktu mér eina flösku af víni.—Brennivínið er of áfengt fyrir mig.“ Mér kom það strax undarlega fyrir, hvað lengi Iiann var að koma því fyrir sig, að biðja mig að sækja sér vín. Sömuleiðis þótti mér það fremur ó- sennilegt, að hanti skyldi óska eftir óáfengari vini. Eg grunaði hann undir eins. Það var svo sem auð- séð aö hann gerði sér þetta upp. Eitt var víst og þaö var það, að hann vildi fá mig til að yfirgefa sig af einhverri orsök. Plveísvegna samt, vissi eg ekki. Hann þorði aldrei að ,líta framan í mig,meðan hann var að stvnja þessu upp. Augun í honum flögruðu alls staðar annars staðar en þar sem eg var. Ýmist upp í loftið eða um þilfarið þangað sem O’Brien iá. Hann var hálfbrosandi, en hvert barnið gat þó sagt sér það, að hann bjó yfir svikum. Eg var fljótur að ráða við mig hvað eg átti að gera, því eg sá strax, að mér var auðið að leika á ekki vitrari mann en hann var, og eg gat hæglega dulið grun minn á honum alt til hins síðasta, án þess hann yrði var um það. „Flösku af víni?“ spurði eg. „Eg skal gera það. Viltu rautt eða hvítt vín?“ „Æ eg held mér sé alveg sama hvort er.“ „Gott og vel,“ svarði eg. „Eg skal færa þér hvítt portvín, Mr. Hands. En eg býst við að eg hafi talsvert fyrir að finna það.“ Að svo mæltu hljóp eg niður káetustigann Qg gerði allan þann hávaða, sem mér sýndist um leið og eg hljóp niður tröppurnar. Tók svo af mér skóna, og þaut fram eftir ganginum, sem lá yfir að fremra þilfarinu, upp stigann þar og gægðist, upp þá upp- göngu, aftur eftir skipinu. Eg þóttist viss um að hann byggist ekki við mér þarna, en samt gætti eg allrar varúðar. Sá eg nú brátt að grunsemd sú, sem eg hafði fengið á honum var á góðum rökum bygð. Hann var risinn upp og kominn á hnén. Það var auðheyrt á veininu í honum, þegar hann hreyfði sig að hann kendi mikið til í sára fætinum, en samt tókst honum að mjaka sér yfir þvert þilfarið. Hann nam staðar við stóra, uppgerða kaðalshönk, skamt frá stýrisskygninu, og eg sá hann draga undan henni langblaðaðan riting, roðinn blóði upp að hjöltum. Hann skoðaði vopnið í nokkur augnablik, reyndi bit- ið í því ,á þumalfingursnöglinni, og stakk hnífn- um svo í barm sér. Síðan sneri hann aftur á sama staðinn, og hann hafði setið á áður, yfir við öldu- stokkinn. Eg var búinn að fá að vita alt, sem mig fýsti • su efni. Israel gat hreyft sig og gengið um þilfarið, þegar hann vildi, og það sem enn gat ver- ið hættulegast fyrir mig nú var það, að hann var vopnaður. Mér duldist ekki að hann hafði náð í hnífinn mín vegna. Ilvað hann mundi ætlast fyrir, eftir að hafa losað sig við mig, hvort heldur að stíga á land við Norðursundið, og brjótast gegnum fenin og skóg- ana, til að ná fundi félaga sinna, eða skjóta í sí’- fellu af fallbyssunum, þan'gað til félagar hans kæmu honum til hjálpar—var mér ómögulegt að segja. Að einu leyti vissi eg að 'mér var óhatt aö treysta honum. Honum var jafn umhugað um að ná landi eins og mér, og var því auðvitað, að hann mundi gefa mér áreiðanlegar leiðbeiningar með að stýra skipinu. Það var ákjósanlegt fyrir okkur báða, að koma skipinu að landi áhentugum stað, þar sem auðvelt væri að koma því aftur á flot, þegar lagt væri frá cynni, fyrir fult og alt. Eg ímyndaði mér því, að lífi mínu mundi engin hætta búin af hans völdum* fyr en við værum lentir. Um þetta var eg að hugsa á leiðinni aftur eftir ganginum vfir að káetu stiganum, þar sem eg hafði skilið eftir skóna mína. Hljóp síðan niður í vín- kjallarann og greip af handa hófi einhverja flösku, sem var full af vini, og þaut með hana upp á þil- farið. . , Þá lá Hands á sama staðnum og eg hafði skil- ið við hann. Hann skygði með hendinni fyrir aug- un, eins og hann væri svo veikburða, að hann þyldi ekki að láta birtuna skína framan í sig. Þegar eg kom, tók hann samt hendina frá augunum, leit upp, tók við flöskunni og sló sundur á henni stútinn, með þeirri handlægni, sem verður að eiginlegum vana, mönnum, sem hafa gert það mikinn hluta æfi sinn- ar. Svo saup hann á brotna stútnum og hallaði sér síðan aftur á bak einstaklega ánægður að sjá. Að litlum tíma liðnum dró hann upp hálfa plötu af reyk- tóbaki og bað mig að skera það niður fyrir sig. „Brytjaðu niður fyrir mig rétt í eina pipu,“ sagði hann, ,,eg er hníflaus, og þó eg hefði haft hníf býst eg varla viö, að eg hefði haft krafta til þess. Já, mér er nú gengið, Jim félagi. Láttu nú sá og skerðu mér í eina pípu, það verður líklega sú síðasta, sem eg reyki í þessu lífi, þyí eg finn að eg er á burtleið héðan. Það er enginn vafi á því.“ „Gott og vel,“ svaraði eg, „eg skal útbúa fyrir þig tóbakið í pípuna. En væri eg í þínum sporum, og heldi mig jafn nærri dauða kominn og þú segir, mundi eg heldur lesa bænirnar mínar, en fara að reykja.“ „Hvers vegna?“ hrópaði hann. „Hvað mein- arðu með þessu?“ „Vegna þess,“ svaraði eg. „að þú hefir lifað syndsamlega, logið og drepið og rétt fyrir fótunum á þér liggur nú síðasti maðurinn, sem þú hefir myrt. Geturðu ímyndað þér að þú komist hjá að líða fyr- ir það einhverntíma ?“ Eg komst í töluverðan hita þegar eg sagði þetta, þar sem mér var fullkunnugt um, að hann bar á sér blóðroðna ritinginn, og var að sitja um færi til að leggja honum á mér. Hann saup aftur á flöskunni og sagði síðan rólega eins og ekkert hefði í skorist: „Eg er nú búinn að vera fjörutíu ár í sigling- um, og hefi séð og þolað sjálfur súrt og sætt í líf- inu. Aldrei hefir mér sýnzt sá hafa betra af, sem vægði fyrir hinum. En sjáðu nú til,“ mælti hann ennfremur og breytti röddinni, „það er komin nærri háfjara, og varla rétt að eyða tímanum leng- ur í tómt þvaður. Hafðu því mín ráð, Hawkins kafteinn, og farðu að venda skonnortunni til lands, svo við losnum úr þessum kröggum.“ Það var ekki nema tveggja mílna sigling til lendingarstaðarins, en innsiglingin var varúðarverð. Sundið var bæði mjótt og aðgrunt beggja vegna, og þar að auki bugður á því svo að erfitt var að sneiða hjá sandrifstöngunum við þær. Mér tókst það samt framar vonum, enda sýndi Israel, hve góður sjómaður hann var, með þeim skjótu og glöggu leið- beiningum, sem hann gaf mér. Varla vorum við komnir fyrir ysta tangann og höfðum bevgt inn í sundið, þegar land luktist að á bæði borð. Strendurnar beggja megin Norðursunds- ms, voru jafn þétt vaxnar skógi eins og umhverfis siðri höfnina, en sjálft sundið var bæði mjórra og lengra, og líkeist mest árós, eins og það var líka í raun og veru. Andspænis Okkur að sunnanverðu sáum við skipsflak, sem auðséð var að strandað hafði fyrir löngum tíma síðan. Það hafði verið stórt skip, þrísiglt, en nú var það orðið næsta hrörlegt og. hafði marhálmurinn vafist upp eftir báðum hlið- um þess, og breiddist enda upp á öldustokkana og fræ sem þeyst höfðu með vindi frá ströndinni, höfðu fest rætur á þilfarinu og stóðu þar í blóma. Það var eitthvað raunalegt að sjá þetta skip þarna, eftir öll þau mörgu ár, sem það hafði hlotið að liggja þar, en auðséð var þó á öllu, að höfnin var róleg- asta og bezta skipalægi þegar þangað inn var kom- ið. „Sýnist þér,“ tók Hands til máls, ,,að það sé nokkuð amalegt að lenda hérna, í rennsléttum sand- inum, þar sem alt er vaxið háum trjám umhverfis, svo auðvelt er að draga skipið brott aftur þegar vill, rétt hérna hjá þessum fljótandi a!dingarði?“ og hann beitói á gamla skipsflakið um leið.—Stýrðu á stjórn- borða,“ hrópaði hann því næst. „Láttu hana skríða fvrir litla rifið. Það var ágætt. Hléborða — hægt — hægt —“ Þannig gaf hann skipanir sínar, og eg hlýdHi þeim, nærri því með öndina í hálsinum, unz hann hrópaði að síðustu: „Kúfventu — þetta er staður- inn.“ Eg vék við stýrinu eins fljótt og eg gat, og Hispaniola tók skjótan bug til hliðar og rann nú beint upp að ströndinni, sem var vaxinn .lágum viðar- runnum niður í sjáfarmál. Eg var svo önnum kafinn að framkvæma þess- ar síðustu skipanir, og svo hugfanginn að leysa verkið sem bezt af hendi, að eg slepti sem snöggv- ast augunum af Hands, en áður hafði eg þó liaft stöða gát á honum, því eg vissi, að liann hafði ill ill ráð í huga. Og jafnvel eftir að eg var búinn að fullnægja þessum skipunum, var eg svo annars hug- ar af eftirlangan þess, að sjá skipið lenda hagan- lega, að eg g'eymdi öldungis hættunni, setn eg var í, beygði mig út yfir öldustokkinn á stjórnborða, og var að virða fyrir mér hvitu brinlöðurshnoðrana, sem þeyttust frá stefninu fram með skipshliðinni um leið og það klauf öldurnar. Að líkindum hefði eg fallið án þess að geta borið hönd fyrir höfuð mér á nokkurn hátt, hefði ekki skyndileg óróa aðkenning komið yfir mig, og leitt til þess, að eg leit við. — Ef til vill hefir einhver skarkali verið orsökin, eða eg hefi séð skuggann af manninum út undan mér, hélzt held eg þó, að eðlisávísanin ein hafi bjargað mér í þ^ta sinn, og þegar eg leit við sá eg Hands kominn rétt að mér með brugðinn rýting í hendinni. Eg býst við að báðir höfum við rekið upp hátt hljóð þegar við sáum hver framan í annan, en mun- urinn var sá, að eg æpti upp af ótta, en hann af drápgjarnri ilsku. Á sama vetfangi hentist hann á- fram, og stefndi á hornið, sem eg var króaður í, stjórnborða megin, en eg vék mér undan, svo fljótt sem eg gat, til að komast fram hjá honum. Um leið og eg hljóp á stað, slepti eg stýrissveifinni, sem þegar vékst yfir á hléborða með snöggri sveiflu, og tel eg víst, að það hafi mest hjálpað til þess að eg slapp undan ómeiddur, því sveifin slóst yfir brjóstið á Hands, svo að hann stanzaði og varð andfall við höggiJS. Áður en hann náði sér aftur var eg sloppinti fram hjá honum, og kominn fram á þilfarið. Eg nam staðar framan við síórsigluna, dró skammbyss- una upp úr vasa minum, miðaði svo vel sem mér var unt og hleypti af. Bógurinn small á hvellhettu píp- una, en skotið gekk ekki úr byssunni. Púðrið vár orðið blautt af ágjöfunum sem eg fékk á bátnum. Eg ásakaði mig harðlega í huganum fyrir það skeyting- arleysi að gæta ekki fyr að þessu. Mér hefði þ<> verið innan handar að vera búinn að hlaða byssuna þarna á skipinu löngu áður. Hefði eg sint um það, mundi eg nú ekki hafa þurft að flýja eins og hrædd- ur héri undan veiðihundi. Eg vissi að mótstöðumaður minn var mjög særður á fætinum og morðhugurinn vírtist ljá hon- um vængi, svo furðulega fljótur var hann fram eftir þilfarinu. Hárið, úfið og luppalegt, hangdi niður á andlitið á honum, sem var blóðrautt af reiði og mannvonsku. Eg get ekki hugsað mér nokkurn mann líkari blóðþyrstu rándýri, en hann var, þar sem hann kom æðandi þarna fram eftir þilfarinu á móti mér.—Eitt varð mér skjótt ljóst, og það var, að mér dugði ekki að flýja beint undan honum, því þá mundi hann króa mig i framstafninum, eins og hann hafði gert aftur við stýrið, þar sem eg var fyrst þegar hann réði á mig. Tækist honum það í ^nnað sinn, vissi eg, að það síðasta sem eg yrði var við hérna megin eilífðarinnar, rrtundi verða tíu eða tólf þumlunga hnífsblaðið hans, blóðroðna. Eg lagði lófana að stórsiglunni,—hún var ákaflega digur— og beið þar. Hver einasta taug í mínum litla og veikbygða líkatna stóö á þani. Har.n stanzaði um leið og eg, þegar hann sá að eg ætlaði að verjast honum með því að hlaupa kring- um siglutréð; og " svo liðu tvær eða þrjár minútur, og reyndi hann þá að víkja sér sitt á hvora hlið á víxl, til að villa fyrir mér og reyna að ná mér, eg vék mér til að sama skapi til að forðast hann. Þetta var leikur, sem eg hafði oft þreytt í kringum ýmsa klettana heima á Benboga, og eg bjóst við að geta jafnast á við gamlan sjómann, haltan og stirðan, í að leika þá list. Mér fór meira að segja að vaxa svo hugur, að eg tók að leggja niður fyrir mér í huganum, hver málalokin mundu verða. Mér virtist dauðinn ekki vera jafn vís fyrir-mig og fyrst leit út fyrir; þarna stóðum við sitt hvoru megin við sig.lu- tréð þegar Hispaniola stakk stafni að landi, og um leið og hún kendi gruns hallaðist hún skyndfilega á aðra hliðina, þá, sem að ströndinni vissi, og *sjór féll inn yfir þann öldustokkinn. Hvorugur okkar var við þessu búinn, enda ult- um við báðir um koll, svo að segja hver fast há öðrum, og dauði maðurinn slengdist líka yfir að öldustokknum til okkar. Svo nærri Hands komst eg það sinn, að höfuðiö á mér rakst í fótinn á hon- um með svo miklu afli, að tennurnar í mér skeltust saman og mig snarsvimaði. Þrátt fyrir þetta höf- uð högg var eg þó fyrri til að komast á fætur, því að dauði maðurinn hafði ka6tast ofan á Israel.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.