Lögberg - 26.07.1906, Side 6

Lögberg - 26.07.1906, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JULÍ 1906 DENVER og HELGA et5a VIÐ RÚSSNESKU HIRÐINA. SKÁLDSAGA eftir ARTHUR W. MARCHMONT. „En séu skilmálarnir til orönir á þann hátt, sem þér segið, mundi hann þá ekki gruna margt, þegair þegar gengið er að þeim orðalaust ? „Þa5 er ekki ómöguiegt að hann gruni eitthvað. Hins vegar er honum það full kunnugt, að keisaran- uin er mjög hugleikið að ná í skjölin." „Og þér ímyndið yður, að hann kunni að halda, að keisarinn muni tefla á tvær hættur til þess að ná í þau? Jæja, eg býst við, að eg taki þetta að mér, herra prinz, en eg þarf að hugsa málið eins fyrir þvi.“ Kalkov prinz stóð strax á fætur. „Auðvitað. Eg ætla aö eins að geta þess, áð- ur en við skiijum nú, að þér, monsieur, gerið Hans Hátign og Rússlandi greiða,sem ekki verður gleymt. Má eg vonast eftir ákveðnu svari frá yður í fyrra málið ?“ ,,í nótt, ef yður þóknast að koma aftur til m'rn, eftir svo sem tvær stundir. Þér munuð varla hitta mig hér sofandi, rétt eftir að þér hafið sagt mér, öll þe«si tíðindi." Hann brosti ánægjulega og mælti um leið og hann gekk til dyranna: „Þér eruð einmitt sá maður, Mr. Denver, sem eg öllum öðrum fremur hefði kosið til að Ieysa þetta verk af hendi.“ „Þér fáið síðar að sjá, hve nærfærinn þér er- uð um það,“ svaraði eg;„en alls einnar spurningar langar mig til að spyrja yður enn. — Hvaða ríki eru það, sem skjölin snerta?“ Hann þagnaði og hvesti skyndilega á mig aug- un, en fór svo að hlæja. „Ekki Bandaríkin, monsieur. Það eru Evrópu- ríki að ein^“ .Vetta er sú trygging, sem eg óskaði eftir, og þurfti að fá,“ sagði eg — og svo fór hann út úr herberginu. í raun réttri hafði eg ráðið við mig, hvað'gera skyldi, áður en prinzinn fór, og að eins eitt atriði var því til fyrirstöðu, að eg játaöi skýrt og greini- lega að taka við hlutverki því, sem hann ætlaði mér. Þetta eina atriði, sem tálmaði því var það, að eg þekti ekki afstöðu prinz Ivalkovs í þessu máli. Eg hafði það vantraust á rússneskum embætt- ismönnum, sem Englendingi er eiginlegt. Eg hafði lifað í Pétursborg nokkur ár meðan eg var barn að aldri, og faðir minn, sem var einn í sendiherra- sveitinni, hafði gróðursett þetta vantraust í brjósti mínu. Eg gat þess vegna ekki að því gert þó mér findist ýmsir sússnesku embættismennirnir ful'ir fláræðis og undirhyggju, og í huga mínum skipaði eg prinz Kalkov á bekk með þeim viðsjálsgripum. Ef satt skal segja hafði eg engan rétt til þess. Hann var í miklum metum hjá keisaranum; hann hafði gert sér far um að sýna mér velvild sína, og sýnt mér óvanalega mikla tiltrú eftir því sem venja hans var. Hann hafði sömttleiðis játað hættu þá. sem eg hlaut að stofna mér í ef eg tæki að mér þetta verk, sem hann hafði beiðst. Svo var annað sem dró úr mér. Eg gat ekki að því gert, að mér geðjaöist fremur vel en il'.a að Boreski. Eg var ekki rússneskur stórbokki, og frá sjónarmiði samþjóðar minnar, lá mér við að dást að hvgni þess tnanns, sem einn síns liðs stóð í stímabraki við al'.a rússnesku hirðina, eins voldug og hún var, og veitti heldur betur í viðureigninni. Það var ekki hægt að segja, að hann væri vandur að meðulum sínurn, en hann notaði þau svo frá- bærlega. að mig furðaði stórum á þvi. En væri lit- ið á siðferíislegu hliðina hjá báöum pörtum mála, gat eg ekki séð að munurinn væri mikill, þegar til lit var tekið til þess hvernig stóð á skjölunum og tim hvað phu fjölluðu. Það, sem úr skar eigi að siður, var það, hve mikið eg átti keisaranum upp að unna frá. fyrri tíð. Auk þess langaði mig sjálfan að komast í þetta æfintýri, og réöi það nokkru. En hvað sem öðru Ieið einsetti eg mér að greiða nú gömlu skuldina við keisarann, með því að gera það sem eg var beð- inn i*n. Og Þegar prinzinn kom aftur. sagði eg hontim þegar i stað; að eg hefði fastráðið að verða við bón hans, ef við gætum kornið okkur saman um auka atriðin, er að þessu máli luttt. Hann varð himinglaður við. „Eg get naumast lýst því fyrir yður, hve glað- ur eg er af því að þér afréðuð þetta,“ mælti hann. „Nú skulum við veiða refinn í þá gfldru, sem hann sleppur ekki úr. Þetta er Boreski,“ og hann rétti mér ljósmynd. Maðurinn, sent myndin var af, var fríður sýn- um og ti'.komumikill. Hann var dökkhærður, brúnamikill meö greindarleg augu. Ennið bæði breitt og hátt, beinnefjaður, smámyntur og varirn- ar bogadregnar, hakan ntjó og nærri því kvenleg. „Satt er það, hann er tnaður fríður sýnum,“ varð mér að orði. „Það finst hertogafrúnni að minsta kosti,“ mælti prinzinn þurlega og rétti mér myndina af henni. „Þér sögðuð að hún væri tuttugu árum eldri en hann. Þetta er mvnd af ungri konu.“ „Hún var tekin í fyrra; en það er hirðmynd hann brosti við. „Hún er komiri fast að fimtugu.“ „Ást á fimtugsaldri h'.ýtur að vera undarleg á- stríðá, prinz Kalkov. Hafið þér brjóst á að hnekkja henni? Stórhertogafrúin gæti tekið sér þetta svo nærri að hún legðist og dæi.“ • „Hún gæti tekið sér margt verra fyrir hendur en það, t. d. að giftast þessum braðgaref, mon- sieur.“ „Hún nuin sjálf ráöa eigum sínum býst eg við ?“ „Miklu af þeim mundi hún tapa, ef hún gift- ist í leyfisleysi keisarans. Það veit Boreski, og þess vegna hefir hann sagt okkur stríð á hendur. Eg býst samt ekki við, að hann verði erfiður við- ureignar þegar til lengdar lætur. Nú sem stendur hefir hann keyri á okkur, þar sem stolnu skjölin eru; en þegar við erunt búnir að ná í þau, er eg viss um að auögert veröur að hræða allan kjark úr honum.“ Ætti eg ekki að fá að vita um hvað þessi skjöl hljóða ?“ „Eg ltefi lengi búist við þessari spurningu frá yður. Eruð þér mjög áfram um að fá að vita það?“ Nei, ekki er eg það, ef yður er miður um það gefið að segja mér það. En hvernig á eg að geta þekt réttu skjöin, ef mér skyldu verða fengin þau í hendur, meðan eg veit ekki fullkomalega unt inni- hald þeirra?“ „Þau fjalla um mjög heimuleg stjórnarmál- efni,“ mæíti ltann og starði fram undan sér þungt hugsandi. Hann þagnaði, og síðan bætti ltann við hægt og stynjandi, eins og orðin væru teygð út úr honum með töngum. „Eg má líklega til með það. Skjölin snerta Þýzkaland og Ausurríki. Þau hljóða um leynilegan santning við Austurríki, tölu ákveð- inni herstöðva og kastala, að ógleymdu yfirliti yfir hertamningar aðferð og hernaðar fyrirkoulag ná- búa þjóða okkar.“ „Þá get eg vel skilið þó yður sé um hugað um að ná í þau, Kalkov prinz,“ sagði eg þurlega. „Það ma til að ná í þau, Mr. Denver, hvað sem það kostar,“ svaraði hann mjög alvarlega. „Eg skal gera það sem eg get,“ svaraði eg, og því næst tókum við að bera okkur saman um ein- stök atriði, og aðferð þá, sem bezt mundi að hafa viðvíkjandi ferð minni til fundar við Boreski. Hann sagði mér frá ráðstöfunum sínum þar að lútandi, og var aöal atriði þeirra að tryggja mig fyrir allri hættu svo sem auðið væri. „Eg ætla að viðhafa öídungis sömu varúðar- reglur, eins og Hans Hátign sjálfur ætti hér bein- línis hlut að máli,“ mælti hann. „Vagninum, sem þér ferðist í skal verða veitt eftirför; lýsing á hon- um yerður símrituð á allar stöðvar hér nærlendis; svo erindsrekar okkar eigi hægt með að þekkja hann á morgun. Þeir skulu vera við hendina á hverju einasta götuhorni i allri höfuðborginni. Samstundis og þér farið inn í húsið til aö tala við Boreski, hvar svo sem það verður, skal þegar verða sleginn hringur um það af hermönnum, án þess að á beri, og komi nokkuð grunsamlegt fyrir svo sem afturkoma yðar frestist lengur en góðu hófi gegnir, veröur þegar í stað valdi beitt til að frelsa yður.“ „Er þetta ekki brot á lieiti því, sem þér hafið gefið Boreski ?“ „Eg gaf honum auðvitaö loforð í embættis- nafni um það að vagninum skyldi eigi verða veitt eftirför." „í embættisnafni. Á það að vera fullgilda af- sökunin til að rjúfa það?“ Hann bló. „Maður verðttr að gera þess konar í embættisnafni.“ „Þér eigið við, að maður verði að gefa slík loforð, með það á bak við eyrað að svíkja þau “ Hann ypti öxltim. „Hér er við ref að eiga.“ „Réttlætir það hitt, að beita óheiðarlegum brögðum." „Óheiðarlegum ?“ át hann eftir mér gremjtt- lega. „Já, eg sagði „óheiðarlegum". Eg vil biðja yður að leggja réttan skilning í orð mín. Eg er hvorki hirðmaður eða stjórnkænskumaður, en blátt áfram Bandaríkjaborgari. Og þegar við Banda- ríkjamenn heitum einhverju, hvort sem við eigum við heiövirðan mann eða óþokka, þá efnum við það. Þaö má til a standa viö loforð yðar, Kalkov prinz..“ Hann varð æstur í fvrstu og sló út höndunttm með ákefö urn leið og ltann sagði: „Það er ómögulegt, ómögulegt! Þér getið trauðlega gert yður í htigarlund hve afar áríðandi þessi skjöl eru, Mr. Denver. Að þessu hefir okkttr ekki verið auðið að komast að því, hvar þau voru niður komin, en nú vituin við að þau verða annað kveld í húsinu, sem Boreski mun keyra yður til. Þess vegna hefi eg gert þessa ráðstöfun. Og þegar eg hefi aö eins komist fyrir það hvar skjölin eru, skal hvorki þessi Boreski, né jafnvel tíu hans líkar hittdra mig frá að ná í þatt.“ Þetta var ný og þýðingar mikil ttpplýsing fyrir mig, en hún olli mér áhyggju. „Þá verðið þér að fá einhvern, annan til að taka þetta hlutverk í stað mín,“ svaraði eg. „En >þér hafið lofað, að taka þetta að yður,“ hrópaði hann í bræði. „Eg lofaði að leika hlutverk keisarans, i þessu rnáli, og nú vil eg annaðhvort að mér sé hlýtt,þessu viðvíkjandi sem keisaranum, eða eg biðst undan heiðrinttm. og verð blátt áfram Harper Denver éins og eg hefi verið. Þér hafið að velja um þetta tvent og það strax.“ Hann beit á vöritta í sífellu, og langaði auð- sjáanlega að fá mig ofan of þessu með nýjum rök- semdum. „En—“ „Hér kemst ekkert „en“ að. Yður er heimilt að ganga að eða frá, en skilmála mína verður að taka ti! greina. Kjósið." En það var einmitt þaö sem hann vildi ekki. „En hættan sem þér stofnið yður í—“ byrjaði hann á ný. „Látið mig um að ráða fram úr því,“ greip eg fram í. „Gangið að eða frá boði mínu.“ Og eg horfði beint framan i ltann. Hann stundi þungan, beit aftur á vörina og virtist ætia að hefja ný mótmæli, en hætti við þegar hann leit frarnan í mig. Svo ypti hann öxlum, og lét undan. „Þetta er voðalegur ábyrgðarhluti, sem eg tek á mig yðar vegna, en fyrst þér heimtið það, verður það svo að vera.“ „Það er ágætt. Og nú býst eg við að tími sé kontinn til að taka á sig náðir, og geyma það sem eftir er til morguns." Hann stóð upp og rétti mér hendina. „Góða nótt, Mr. Denver. Þér eruð þrekmað- ur,“ mælti hann. r „Góða nótt, herra prinz. Við skulum ræða um þrek milt, þegar hlutverk mitt er á enda kljáð. Eg skal gera það sem eg get. eins og eg sagði áðan.“ Hann nam staðar við dyrnar og sneri sér við. „Reyndar ætlaði eg að eins að gera Boreski dá- lítinn grikk. Betur að þér hefðuð látið mig ráða.“ „Það er satt, grikkur er það; en nú spilum við með spilin á borðintt að undanteknum mannamun- inttm á mér og keisaranum. Eg get ekki gengið að hinu.“ „Eins og Yðar Hátign þóknast,“ sagði hann, brosti einkennilega og fór. III. KAPITULI. Keisarinn \tggur á stceð. öll útbúin með sérstakri nákvæmni. Meðal annars hafði eg með mér einkaleyfis bréf þar, sem ákveðið var, að Boreski skyldi verða gerður að greifa; og var mér munnlega skýrt. frá siðvenjum þeim, sem vant er að fvlgja á Rússlandi, þegar slík bréf eru afhent; ennfremur hafði eg með mér skráð sam- þykki frá stjórn latidsins til þess, að gifting Bor- eski og hertogafrúarinnar mætti fara frant, þar að auki hafði eg ávísun stílaða á ríkissjóðinn, sem nam einni miljón rúbla. „Ávísunin er dagsett í ókominni tíð, eins og þér sjáið,“ sagði prinzinn við mig. „Þar sem ætl- ast er til að þetta fé verði morgungjöf hertogafrú- arinnar, fellur ávísunin ekki í gjalddaga fyr en gift- ingin er farin fratn. Þér eigið sjálfsagt hægt með að útskýra þetta fyrir honum.“ „Að líkindum vill ltann fá peningana útborg- aða undir eins,“ sagði eg andmælandi. ,,Hann á hér við keisarann, serri- óþarfi er að rengja,“ svaraði prinzinn og brosti slæglega, og minti ntig þannig á samtal okkar um petta efni kveldið fyrir. „En séu þessi skjöl eins mikils virði og þér hafið látið í ljósi, því þá ekki að borga honum út þessa upphæð, og láta ntig taka hana með mér t reiðu peningum ?“ „Vegna þess, að eftir að við höfum náð í skjöl- in, getum við komist að samningum við hann fyrir tíunda hlutann af þessari upphæð. Miljón rúbla eru ekkert smáræðis fé.“ „Kotni fjársparnaðarhyggja yðar okkur í bobba þá er ekki mér tim að kenna,“ svaraði eg Itálfgramur. „Og eg endurtek það aftur að eg held þér ættuð að senda peningana." „Yðar Hátign getur lofað honum öllu fögru. Skyldi Boreski setja nýja afarkosti er réttast að vísa honum til mín.“ „Er þá ekkert fleira setu eg þarf að hafa með mér ?“ „Nei, ekkert nema innsig,lishring keisarans. Eg held það sé vissara að þér berið hann, því að sú er venja keisarans á mannamótum, ske kynni og að hyggilegra væri fyrir yður að hafa með yður marg’hleypuna, jafnvel þó eg búist alls ekki við því, að þér þurfið að nota hana í þetta sinn.“ „Maður veit aldrei hvað fyrir kann að koma,“ sagði eg‘ og ásetti mér að fara að ráðtun lians. „Eg þarf varla að minna yður á að mæla eigi neitt orð á rússneska tungu t þessari ferð. 'Þ'að yrði ti! þess að koma upp um yður á augabra^ði. Frönskti getið þér talað átt þess að vekja nokkurn grun, með því líka að alkunnugt er,að Hans Hátign kýs venjulega að mæla á franska tungu þó óheppi- legt sé. Þér verið að hafa þetta. hugfast." „Það eru litlar líkur til að eg gleymi því. Eg skil hvert eínasta orð í rússnesku, en eigi að síður veit eg vel í hverju mér er áfátt þar.“ „ „Þá ætla eg að fara og undirbúa alt til að fylgja yður fyrsta áfangann af leiðinni, til mótstað- arins, ferflatarins við St. Péturs kirkjuna.“ Þar sem nú var komið svo nærri því að eg tæki við hlutverki mínu, var eg býsna óþolinmóður eftir að sjá fyrsta þáttinn af því. „Þér eruð mjög líkur Hans Hátign á velli. Þér gangið og hreyfið yður öldungis eins, mon- sieur,“ sagði Pierre við mig, og aðgætti mig vand- lega. „Sæi eg á bakið á yður mtindi jafnvel eg láta blekltjast af því, þó að á stuttu færi væri. Þið eruð undarlega líkir.“ „En því niiður get eg ekki alla tíð snúið bak- inu að mönnttm,“ svaraði eg. „Satt er það, monsieur; þar að auki er það ætíð tryggilegra að snúa brjósti en ekki baki að — að hættunni. Haldið þér þaö ekki?“ Hann lagði svo mikla áherzlu á orðin, að eg sneri mér við og leit á liann. „Þér búist þá við að hér sé liætta á ferðum, Pierre ?“ „Það er alstaðar liætta á ferðum á Rúsdlandi," og hann gretti sig til að sýna mér viðbjóð sinn á Jandinu. Eg fór ekkert út úr herbergjum mínum daginn ’ eftir, en varði mestum hluta lians til að búa mia- O undir hlutverk það, sem eg haföi tekið að mér að leysa af hendi þá um kveldið. j Við höföum fundist oft þann dag prinzinn og eg. Sömuleiðis hafði eg átt langt sarntal við her- bergisþjón hans, franskan mann, sem hét Pierre. Hann reyndist mér vel í því að gefa rner smá bend- ingar um háttsemi og látbragð keisarans, sem mér var nauðsynlegt að vita. • I Við komum okktir saman um að eg skyldi vera , í slðri hempu, sem hátt standandi embættismenn á' Rússlandi tíðum bera innan undir ytri fatnaði. Þar utan yfir fór eg í einkennisbúning rússnesks liðsfor- ingja; en það var langur kufl borðalagður, sem náð hafði verið lianda mér, úr fataskáp Hans Hátignar. Skjöl þau, er eg þurfti að hafa meðferðis voru „Sámt liafið þér dvalið hér langan tíma.“ „Eg er bara lítilf jörlegur herbergisþjónn, hættan nær ekki til mín. En eg hefi verið fimtán ár í landinti og séð ýmislegt á þeim tíma.“ „Haldið þér þá. að keisarinn nitindi komast í mikinn háska, ef hann persónulega færi þá för, sem eg ætla nú að fara í stað hans?“ „Það gæti verið öðrti máli að gegna með yður, því líklegt er að uppkomist í tæka tíð hvcr þér eruð. En væruð þér sjálfur keisarinn og' legðuö í álíka ferð og þessa, mundi eg kalla yður úr helju heimt- an, ef eg sæi yður aftur lifandi." „Þér eruð að gera að gamni yðar, Pierre.“ Hann fórnaði höndunum og mælti: „Bandaríkjamenn og Englendingar eru að því leyti bvor öðrum líkir, að hvorirtveggju sækjast eftir að fara forsen-dingar. En eg segi fyrir mig, að þó mér væri boðin keisaratignin rússneska til að taka að mér hlutverk yðar nú, þá gerði eg það ekki. Eg veit mínu viti.“

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.