Lögberg - 06.09.1906, Síða 2

Lögberg - 06.09.1906, Síða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1906 B. L. Baldvinsson, ritstjóri Heimskringlu. Hanser sál afklámikýld, kroppurinn sem á gandi, aiinn upp á sjávarsíld soöinni í hlandi. Þaö er dálítil þjóösaga um þaö, aö eitt sinn í fyrndinni — t. d. á æskutiö Ólafar Siguröardóttur •— hafi verið úti á íslandi kerling ein, er haft hafi til fósturs dótturson sinn ungan. Hafi hún viljaö ala drenginn upp sæmilega og valiö handa honum kraftmestu Hafi hún haft einna mest álit á hafsíld, en til aö gefa síldinni enn þá meiri kraft, hafi hún fundiö jþaö heillaráö, að sjóöa hana í stæku hlandi, þar eð öll hennar móðurlega umhyggja snerist um iþaö að koma sem mestri döngun í drenghnokkann. Fiskur er talinn góö heilafæða, og þá ekki sizt síldin, kröftuglega matreidd—og það vissi kerling—. hleypti það ofvexti i höfuö drengs- ins, svo að lá við sjálft, að hann yrði ofviti; og hafa hæfileikar hans borið fegursta ávexti í siö- ferðislegu tilliti, einkum í fögrum, skáldlegum hugsjónum í pólitík og blaðamensku. Kvað það alt af á- gjörast með ellinni. Þessi drengur var vatni ausinn aö kristnum siö og nefndur B. L. Baldvinsson^?;, þó faðernið væri í meira lagi vafasamt. An þess að setja ritstjóra Hkr. nokkuð í samband viö ofan sagða þjóösögu, ætla eg samt að fara um hann fingrum dálitla stund i tilefni af grein hans til séra Jóns Bjarna- sonar, er hann gæddi mönnum a nýskeö, ásamt öðru fleira og eldra. Eg hefi orðið Þess var, að B. L. B. er af mörgum skoðaður for- kólfur frjálstrúarhreyfingarinnar fyrir vestan haf i seinni tiö, og til- þrif hans og röggsemi á móti kristninni af mörgum skoðuð sem fullgild trútnálavörn, þar sem alhr Únitarar og Frihyggjendur fathe- istar, ognostics etc.j standi bros- andi bak við og kinki kolli segj- andi amen, amen. Svo til að koma í veg fyrir slík- an misskilning, ætla eg mér að hafa orðið dálitla stund, ef Lög- berg vill gera svo vel að leyfa það. Að Baldvin sé forkólfur frjá’s- trúarhreyfingarinnar í Vestur- heitni, nær engri átt. Eru til þess margar ástæður; hér skulu nokkr- ar taldar: 1) Eg veit ekki til, að B. L. B. standi í kristnum söfnuði . 2) Hann er ekki í Únítara-söfn- uöi. , , 3) Hann játar ekki að hafa unt- tariska trú eöa lífsskoðun. 4) Hann hefir aldrei gefið til kynna hver hans trúar- eða lífs- skoðun er. 5J Hann neitar öllu sambandi við hinar helztu skoðanir fríhyggj- enda, svo sem atheism, agnostism o. s. frv. 6) Hann þekkir ekki heimspeki- legar eða siðferðislegar hugsjónir vantrúarmanna. 7) Hans rökfærsla fullnægir ekki vantrúarmönnum. 8) Hans vanþekking á því mál- efni gerir honum ómögulegt að standa svo fyrir því, að það ekki líöi við það í áliti hugsandi, ær- legra manna. g) Hans sífeldi hrærigrautur á málefnum, svo sem að blanda sam- an kirkjumálum og trúmálum.má,1- efni og persónu, o. s. frv. 10J Hans svivifliilegu árásir á persónur heiðvirðra manna, i stað þess að ræða málefnið af viti. Þessar ástæður eru nægilega margar til að sýna að hann er ekki liklegur til að vera útvalinn leið- togi og forsvarsmaður frjálstrúar- manna, hverju nafni sem þeir nefna sig. Og því í nafni þeirra mótmæli eg hans síðustu grein af þvi tagi, nfl .skammar og sviviröu greininni tit séra Jóns Bjarnason- ar, er hann nefnir: „Það lekur úr honum afa.“ Rökfærsla í þeirri grein sýnist í fljótu bragði dágóð, og er það á einn hátt. Og fyrir mitt leyti er eg með Baldvin i aðal hugmyndinni, nfl. að mótmæla samskotum hér vestra til þess fyrirtækis. Og eg get ekki dulið þess, að eg furða mig þar á framkomu séra Jóns og álít að þar starvli eitthvað annað á bak við en hugsun um heill krist- indómsins; en svo velt eg þaö ekki og það er ekki umræðuefnið í þessari grein. Málefnið út af fyrir sig er því ekki ágreiningsefni mitt við Bald- vin, og hefði hann rætt það meö meiri kurteisi og minni gorgeir, væri minni ástæða fyrir athuga- semdir utan að. Mönnum kann að virðast þaö undarlegt tiltæki af mér að fara að skrifa vandlæting fyrir hönd séra Jóns Bjarnasonar, og það væri þaö, ef trúarbragðalegar ástæöur lægju til grundvallar. En þegar aðrar hliðar málsins eru teknar til greina, er það eigi eins undarlegt. Hvort Lúterstrúarmenn og vin- ir séra Jóns tala í þessu máli eöa þegja, kemur mér ekki viö, þeir um það. Það er fyrir hönd mín sjálfs og þeirra, serr/ aðhyllast sömu lífsskoðanir og eg, og þeirra, sem finna til líkrar siðferðisá- byrgðar, að eg tek til máls. Það er búið að þegja helzt til lengi og láta þennan þindarlausa bu.llustamp vaða. En meðan hann skaðar engan, og bullar bara sér til nautnar i sinu eigin blaði, þó á almennings kostnað sé, er ekki á- stæða til að verða uppnænrur. En það er nú of oft tilfellið, að bullið úr honum skaðar, og skal eg sýna það siðar. En í bráðina held eg áfram að skilgreina það, hvers vegna eg fór að skrifa nú. Séra Jón Bjarnason er stærsti mótstöðumaður frjálstrúarmanna hér vestra og því hætt við að það sé skoðað eðlilegt að vantrúar- menn gleðjist við hverja þá ráðn- ingu ,er hann kann að fá frá ein- um eða öðrum úr flokki vantrúar- manna. Og á því verði svo bygt siðferðisástand þeirra manna, að þeir gleðjist af annara sorgum, noti sem rökfærslu í trúmálum svívirðingar á persónu heiðvirðra manna, hafi gaman af að sjá hær- ur heiðvirðs öldungs og leiðtoga fjölmenns félagsskapar ataðar, þegar hann sé skoðaður að vera farinn að linast fyrir elli sakir og heilsulasleika og liðsmenn hans aö sundrast og hann að verða ein- stæðingur á orustuvellinum. En slíkt er alls ekki tilfellið, og það sannar Baldvin fyrr eða síðar. Það er engum vafa bundið að all- ir betri menn, af hvaða skoðun sem er, hafa stórhneykslast á þess- ari dónagrein Baldvins. Eg tek sérstaklega upp til sýnis dálítinn part úr fyrri hluta ritgeröar hans, Hkr. 23. Ag. 1906: „Sú eina hugsanlega málsbót, sem hann hefir í þessu efni, er sú auk sturlaðra geðsmuna, og haf- andi aldrei átt barn sjáJfur, þá er ekki til þess ætlandi að hann hafi þá meðlíðun fyrir kjörum munað- arlausra barna, sem hverju heil- skygnu foreldri er eða ætti að vera gefin.“ Þessi dásamlega sómagrein er nægilegt sýnishorn hans prúð- mannlega ritháttar. Fyrst bregð- ur hann honum um sturlun, brjál- semi, og svo um að hafa aldrei átt barn, sem svo á að vera sönnun þess að hann hafi ekki föðurJegar tilfinningar og geti ’ því ekki haft hluttekningu með munaðarlausum börnum. Þrælslegri, dýrslegri, lágborn- ari hugsun er naumast hugsanleg í heila nokkurs siðaðs manns, en þessi. Og að halda, að nokkur sé sá ærlegur maður, hverju sem hann kann að trúa eða ekki trúa, sem hafi gaman af eða gleðjist við svona fjarstæðar, illmannlegar og andstyggilegar staðhæfingar um jafn heiðarlegan öldung og séra Jón er. Manni verður að gleyma alveg trúarágreiningi við svona tækifæri. Það gripur mann svipuð tilfinning og að finna mann i lifsháska. Hið fyrsta, sem maður reynir, er að bjarga manninum, án þess að gera sér nokkra grein fyr- ir, hvort þessi máöur hafi verið lúterskur, vantrúarmaður, sósíal- ist eða hver svo sem lífsskoðun hans er. Vantrúarmenn hafa komið sér niður á þá skoðún, að siðfræði sé sérstæð hugsunarheild, sem ekki tilheyri neinni trúarkoðun sérstak- Jega. Og þegar um góðverk van- trúarmanns er að ræða, þá fremur hann þau án tillits til átrúnaðar. Hann grundvallar sitt siðalögmá.1 á hluttekningu. Og af því hún er manndómleg tilfinning, sem ekki er háð öðrum skoðunum, þá nær húp óhindrað til allra manna. Hún er manndóms tilfinning, sem & samræmi í tilfinningum annara manna, og jafnvel dýra. Þetta er sá eini óbrigðuli siðferðismæli- kvarði, frá sjónarmiði vantrúar- manna. Það er því sannarlega að mis- bjóða siðferðistilfinningum van- trúarmanna, að bjóða þeim annað eins djásn og ofan nefnda grein. Það atriði, að séra Jón sé geng- inn af vitinu, er í mesta máta ó- sæmilegt og jafnframt ósatt, og ekki heldur sagt í þeirri trú, held- ur af strákskap og fantaskap, ti.I að særa með þvi tilfinningar öld- ungsins. Sama er um hitt atriðið. Það er kunnugt, að séra Jón er fósturfaðir munaðarlausra bama, og ekki ósennilegt að hann eigi til föðurlegar tilfinningar, þó Baldvin sé ekki á þeirri skoðun. En fátæk- legt er það að brigsla manni um að hann hafi ekki átt barn, og þá sýnist fátt um sakir, ef það er manns stærsta ódygð. Enda mun tilgangurinn með því brigsli vera sá sami og með brjálsemis-sakar- giftinni, að særa tilfinningar gam- als manns. Þessi staðhæfing Baldvins er sálarfræðislega röng að minsta kosti. Það er engin sönnun fyrir því að maður eða kona, sem ekki á afkvæmi sjálft, sé ekki gætt for- eldraást. Og þess eru næg dæmi, að fósturforeldrar hafa sýnt eins mikla ást og umhyggju þeim börn- um er þau höfðu undir höndum, eins og þó þau ættu þau sjálf. Þessi tilfinning býr i eðlinu, en er ekki lærð utan að. Þaö má jafnve.l finna sannanir fyrlr þessu hjá dýrum, og ráða þar þó ekki trúar- skoðanir. Baldvin setur því séra Jón niður fyrir dýrin í þessu til- felli. Það er annars óþarfi að orðlengja þetta, þetta atriði þarf ekki að rökræða, enginn trúir að þessi dónalega ákæra hafi verið á rökum bygð. En allir hafa skömm á henni, og það á hún skilið. Og höfundur þeirrar staðhæfingar á skilið almenna fyrirlitningu allra ærlegra manna, hverja skoðun sem þeir annars hafa. Þá er þjófsatriðið annað. í hinni frægu tíundargrein, sem almenningur var svo hrifinn af, var Iútersku fólki gefið nafniö „kristnu þjófarnir." Og nú er það endurtekið, að þjófnaður sé kend- ur í „Sam.‘, og að tveir íslending- ar hafi verið dæmdir fyrir þjófn- að i Jögreglurétti i Winnipeg, sem afleiðing af kenningu séra Jpns i tiuhdarmálinu. Það er ekkl auö- velt að ganga öllu lengra i ósvífn- inni. Að vera búinn að skifta við kristið fólk í mörg ár og vera að miklu leyti upp á viðskifti þeirra kominn, og eiga mestmegnis undir ráðvendni kristinna manna sina hagsmunalegu velgengni, og krydda svo vitnisburð þeirra með þessum þokkalega þjófstitli, er ineira en eg minnist að hafa séð í nokkru blaði eða riti fyr, undir nokkrum kringumstæðum. Það má segja ýmislegt um hjá- trú og kreddur kristinna manna og jafnvel tileinka þeim ýmsa galla, en að flokka alla kristna ís- lendinga sem þjófa, er æði langt gengið. Eg hefi skift við lúterskt fólk í mörg ár og fundið það yfirleitt nrjög ráðvant og samvizkusamt fólk, bæði í orði og verki. Kaup- endur Freyju hafa ýmsar skoðan- ir: Frihyggjendur , Únitarar, lút- erskir og hver veit hvað, og eg get engan mun séð á ráðvendni fólks í tilliti til trúarskoðana. Sumar konur, sem eru hinar heitustu trú- konur, og einnig persónulegir vinir séra Jóns, eru af okkar beztu við- skiftavinum, þykir vænt um blaðið og borga það með reglu fyrir fram. Þetta er sá vitnisburður, sem eg get gefið „kristnu þjófun- um“. En svo er nú minn vitnis- burður lítils virði á móti vitnis- burð þingmannsins. Eg stend svo lágt í mannfélaginu. En eg stend þó ekki svo lágt, að eg vilji líða einum eða neinum að níða kristinn almenning eða séra Jón Bjarnason eða nokkurn annan prest ('þó eg sé ekki mikill prestavinurj fram yfir það sem eg held að sé sanngjarnt, undir mínu nafni eða þeirra, sem eiga .lifsskoðun með mér, án þess að gera mín hæfileg mótmæli. (Framh.J Mannraunirog manndáC. Eftir Guðmund Friðjónsson. Undarlegt er það, og næstum óskiljanlegt, að þessi þjóð skuli ekki vera stein-dauð fyrir löngu. Eg á’ekki við það, að náttúran og veðráttan séu svo harðar og grimmur, að ólíft sé undir þeim að búa. Þær eru reyndar ómildar og ómjúkar, hafa oft og tiðum lagt þungar byrðar á bak þjóðarinnar; en þó hafa þær verið góðar hús- freyjur „innan um og saman við“ og hagað sér likt þvi, sem Gyöing- ar sögðu um drottinn.að hann „ag- aði þá sem hann eJskaði." Þegar eg segi, að þjóðin væri aldauð, ef að líkindum hefði látið, þá á eg við önnur eyðingar-öfl, heldur en isa-tíð og eldgosa-hörm- ungar. Eg á við þá eyðingu, sem stafar af öfugri framferð einstak- linganna, þeirra manna, sem veikt hafa þjóðfélagið, í stað þess að styrkja það. Hagaðu þér svona og svona, en láttu hitt ógert, sögðu spámenn Gyðinga og þeir bættu þessu við: „svo að þú og þín ætt verði lang- líf í landinu.“ Boðorð þeirra og fyrirskipanir miðuðu að því alla tíð, að efla þjóðfélagið og að gera einstakling- inn þannig úr garði, að hann væri i samræmi við heildina og efldi hana, — brot, sem gengið gæti upp í þann samnefnara. Spámenn Gyðinga voru öndveg- ismenn þjóðar jsinnar, og í raun- inni Landvarnarmenn. Þjóðin okk- ar hefir einnig átt öndvegismenn í ýmsum efnum, sem hafa talað snjalt til lýðsins. En því er ver og miður að orð þeirra hafa verið eins og bylvindur úti á þekju, oft- ar en hitt. Einn og einn maður hefir reynd- ar lagt höndina á plóginn. Skúli fógeti gerði meira en að tala. Hann braut ísinn og brauzt í fram kvæmdunum. Eggert Ólafsson var á þeim vegi, að lifa með bændun- um íslenzku, þegar hann féll frá. En þegar þessir menn eru undan- skildir, þá eru fáir menn ónefndir, sem verið hafa meira og annað en „hrópandi rödd“ úti á þekju. Sumir gáfumenn þjóðarinnar hafa sezt að í Höfn og dáið þar. En allur fjöldinn skólamanna vorra, heíir sezt að embættum, og skift sér af engu öðru en því, sem em- bættisskyJdan bauð, átt góða daga og safnað sér fé. Þeir hafa lifað að ýmsu leyti ut- an við almenning og langt frá lífs- kjörum hans. Og þvi fer svo fjarri, að þetta sé að Iagfærast, að embættisstéttirnar eru jafnvel að fjarlægast alþýðuna meira nú á síSustu timum. Til þess að sanna þetta, þarf ekki annað en minna á prestastéttina, sem verið hefir nold af holdi almennings og bJóö af blóði hans. Prestarnir hafa þolað súrt og sætt með bændum, eða svo má að orði kveða. Nú una prestarnir þessu ekki lengur. Nú vilja þeir endilega komast burt úr mannfélaginu — samfélaginu við almenning. Og undir þessa end- emis-vitleysu tekur annar hver maður í landinu og geJdur já- kvæði við. Eg kveð svona að orði, þegar það er nú í ráði, að prestarnir verði nokkurs konar farandmenn og lausamenn í landinu — hálaun- aðir prédikarar og ekkert annað. Prestunum hefir verið fundið það til foráttu, og færð rök fyrir, að kenningar þeirra hafi komið of litið við jörðina. Satt mun það vera. En um hitt hefir þeim líka verið neitað, að þeir hafa lifað með þjóðinni, ver- ið sjúkir með sjúkum,hryggir með sorgbitnum og glaðir með glöðum. Þetta vona eg að þeim muni verða til gildis ta.lið og til réttlætis reikn- að. En nú á að rifa upp alla þá grasrót, sem gróið hefir á þann hátt. Prestarnir sjáJfir heimta það og þjóðin segir já og amen. En eg segi nei! Embættismennirnir eru verka- menn þjóðarinnar. Þeir eiga að lifa með þjóðinni og líða með henni. Ef þjóðin er fátæk, þá eiga þeir að vera fátækir líka. Djúpið milli embættismannanna í landi voru og almenningsins hef- ir verið of mikið, og sízt af ölJu ætti að auka það, eða skapa þar afgrunn, sem eigi hefir verið áður til. Allar tilraunir i þá átt, miða til tjóns og glötunar þjóðinni — að því er eg get séð. Annars skal eg ekki fara lengra aö sinni út í þennan kirkjusálm. Þ’að málefni er nógu stórt í sérstaka, langa rit- gerð. Ýmisleg umbrot eru meðaJ manna í landinu í ýmsum efnum, sem virðast vera runnin af góðum rótum. En svo er eins og gróður- inn sá visni upp í miðjum hliðum. Svo að eg nefni dæmi, sem er mjög alment, skal eg minnast á búfræðingana. Margir ungir menn af bænda- ('Framh. á 3. bls.J iHiss Louisa G. Thorlakson, TEACHEft OF THE PIA\0. 602 Langside St„ Wiuipeg S. K. Hall, b. m. Áður yfirkennari viÖ piano-deildina í Gust. Adolphus College. Organisti og sóngflokkst jóri í Fyrstu lút. kirkja í Winnipec. Kenslustofur^ Sandison Block, 304 Main St., og 701 Victor st. P. Th. Johnson, KENNIR PÍANÓ-SPIL og TÓNFRÆÐI Útskrifaður frá 1 Kenslustofur: Sandison músík-deildinni við T Block, 304 Main St., og Gust, Adolphus Coll. t 701 Victor St. Thos. H. Johnson, lelenzkur lögfræBIngur og mála- færslumaSur. Skrifstofa:— Room 33 Canada Llfe Block. suSaustur horni Portage avenue og Main st. Utanáskrlft:—P. O. Box 1364. Telefön: 423. Winnipeg, Man. H. M. Hannesson, íslenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: ROOM 412 McINTYRE Bloc* Telephone 4414 ■ Dr. O. Bjornson, f Orncs: 660 WILLIAM AVE. tel. 89 $ ? OpricE-TÍMAR: 1.30 til 3 og 7 til 8 e. h. | > Housk: flio McDermot Ave. Tel. <300 Residence: 620 .McDermot ave. Tel.4300 WINNIPEG. MAN. Dr. G. J. Gislason, Meöala- og UppskurOa-Heknlr. Wellington Block, GRAND FORKS, - N. Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. Dr. M. Halldorson, PAItK RIVER. N. D. Er aC hitta & hverjum miCvlkudegl 1 Grafton, N.D., frá kl. 6—6 e.m. I. M. Cleghorn, M D læknlr og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfJabúBina & Baldur, og heflr þvl sjálfur umsjón á. öllum meB- ulum, sem hann iwtur frá sér. Elizabeth St„ BALDLH, - MAN. P.S.—íslenzkur túlkur vlB hendlna hvenær sem þörf gerist. : J L \ Jónas Pálsson Piano og SOngkennari. S Eg bý nemendur undir próf í nefnd- f um greinum, við Toronto University, \ ef óskað er eftir. ) Áritun: Tribune Block. Winnipeg, Mín. A. S. Bardal selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Telephoue Star Electric Co. Rafmagnsáhöld sett í hús. Aðgerðir af hendi leystar. Telephone 579 Wm. McDonald, 191 Portage av Páll M. Clemens, byggingameiHtari, Baxkr Block. 468 Main St. WINNIPEG Phone 4887 M, Paulson, selur Giftingaleyflsbréf cftiu — því aö —] Gðdu’s BuDOingapapplr Jieldur húsunum heitumj og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LT_P- úobnts, WINNIPEG. LStærsta Skandinavaverzlunin í Canada. Vér óskum eftir viðskiftum yðar. Heildsala og smásala á innfluttum, lostætuffi raatartegundum. t. d.: norsk K K K og K K K K spiksíld, ansjósur, sardínur, fiskboll- ur, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauð-sagó, kartöflumjöl og margslton- ar grocerie-vörur The GUSTAFSON-JONES Co. Limited, 325 Logran Ave. 325

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.