Lögberg - 20.09.1906, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.09.1906, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGIN.N 20, SEPTEMBER 1906 3 BEZTA SMJÖRSALTIÐ Windsor satt hjálpar yBur á tvennan hátt til græBa. ÞaB gerir smjörið betra, útlits- betra og bragðbetra. Það rennur fljótt og samlagast vel smjörinu. Það verður ódýrara af því það er hreint og MINNA þarf af því. Þér verðið fljátt var við þetta. Kaupmaöurinn yðar hefir Windsor salt, eða útvegar yður það. Windsor 5ALT. RitsimalaKningin. ViS ("Forberg og eg) urbum aö fara (5. Júlíj vestan og noröan um land sjóveg til Seyöisfjaröar, og höfSum hestana meö. Sökum ferSa tilhögunarinnar gátum vih ekki komist sunnan um land. Mik- inn knurr heyrði eg í mönnum út af tilhögun strandferðanna í ár. Frá Vestfjörðum ('ísafirðij var fjöldi fólks með Vestu til austur- hluta Strandasýs.lu og Húnavatns sýslu, og mikið af sjófangi. Voru sjómenn að flytja heim eftir ver- tíðina. Höfðu eigi komist fyr. Komum til Sf. 13. Júlí. Hestana hirti eg að öllu leyti á skipinu. Býst við að það hefði verið annars miður gert. 15.—16. Júli var snjóveður mikið eystra og nyrðra. Á Fjarð- arheiði voru óbotnandi skaflar svo víða varð að þræða utan vegar eins og eftir vetrarhríðar. Síma- lagningin var komin að Egt'.sstöð- um, og mátti talast við þaðan til Sf. — Þeir sem unnu að lagning Eskifjarðarálmunnar, voru komn- ir inst í Reyðarfjörð. 22. fórum við yfir Smjörvatnsheiði. Lagning símans komin talsvert suður fyrir miðja heiði. Þar höfðu Norðmenn aðsetur. Hafði snjóað upp á miðja tjalddúka 16. Júlí, en 21. var áln- ar snjór rétt við tjöldin. Gatan víðast fær, en talsvert snjósull á veginum, einkum norðan til á heiðinni. Vopnfirðingar hafa í hyggju að leggja álmu frá Hofi til verzlun- arstaðarins — þ€gar í haust, ef þeir fá leyfi til og efni verður til afgangs, er síminn er lagður að öðru leyti. Það er um tveggja mílna leið, góð og greið. Á Dimmafjallgarði hafði hríð- in verið ill. Röskur og ferðavanur V'opnfirðingur var nærri orðinn úti þar 15. Júlí með hóp af norsk- um verkamönnum, sem hann var að flytja. Þar var lagningin kom- in yfir það versta faustur yfir Eystribrekkuj. — Þegar við vor- um í Vopnafirði, var hitinn 2—3 stig að deginum (22. Júlíj. Talið víst að fé liafi fenr og króknað á fjöllum. Elstu menn muna eigi slíkt um þetta leyti árs. Símalagningin gcngur alls stað- ar vel, mikið betur en vænt var og á horfðist í vor. Má búast við að „staursetningunni“ veðri lokið snemma í Sept., og jafnvel, að sumt af verkamönnum geti farið um næstu mánaðamót. Siminn er strengdur jafnótt, ug voru víða komin hráðabirgðarsamhönd á köflum (því verkamenn hafa með sér smá-ferðatalfæri, er festa má við símann hvar sem er). Nokkur slit hafa þegar átt sér stað, en þaö er fyrir steypugalla á þræðin- um, sem alvanalegt kvað vera, og koma þær misfellur fljótt í ljós, er síminn fer að verða fyrir lofts- áhrifunum (hitamun, hristingi o. fl.J. Alls staðar lokið öllum efnis- flutningi á símalínuna, og hafa margir sýnt lofsverðan dugnað í því, eins og ástæðurnar voru erf- iðar, einkum í vor. Nú verður lítið sem ekkert vart við óánægju eða óvild til símafyr- irtækisins, en margir vilja fá hann heim til sín nú þ.egar. Símamennimir norsku fá hví- vetna hrós fyrir framkomu sína. B. B. —Lögrétta. ------0------ ,,Ceres“ strönduö. Það var 3. Ágúst á útleið frá Þorshöfn í Færeyjum. Einn af farþegunum skýrir svo frá slyS' inu: Lögðum út frá Þórshöfn um k\ nyí um morguninn í töluvert svartri þoku. Eftir að við höfðum farið hér um bil kl.tíma, rakst skipið á. Skipstjóri hafði ætlað leiðina vestur um Sandey og Hestey, en eftir að hann hafði siglt nokkurn tima, gerðist þokan myrkari og mun hann því ekki er hann hafði siglt nokkuð áleið is, hafa þorað að fara þá leið.því þar er fram hjá mörgum eyjum að fara, og ætlað sér að leggja ti.l hafs fyrir sunnan Nolsey, en lenti þá á suðurenda hennar, og rakst skipið með fullri ferð upp í urð sem var á nokkurra feta dýpi und ir eyjarhömrunum. Kl. mun hafa verið um 12^2 eða nær 1, er skip ið rakst á. Leka varð þegar vart Strax og skipið hafði rekist á,var fólkinu skipað upp á þilfar og Bæði þegar skipið rakst á og meðan stóð á biðinni voru farþeg- arnir mjög rólegir og lét enginn á sér hræðslu sjá, enda var veður kyrt og gott í sjó. Hverju strandið sé að kenna geta sjómenn, og þeir, er til þekkja á þessum stað, einir bor- ið um. En skipið mun hafa farið með fullri ferð af því, að hætta kvað get verið á, að straumar að öðrum kosti beri það afleiðis. Eft- ir að skipið var sett á Jand reynd- ist, að stefnið hafði brotnað að neðan og allmiklar rifur komið á skipskrokkinn. Björgunarskip var þegar sent upp og mun það geta þéttað „Ceres“ svo, að hún geti komist til Hafnar til aðgerðar. —Lögrétta. Austfjörðum í kastinu, sem gerði um miðjan fyrra mán. Smjör fyrir 100,000 kr. kvað kaupmaður einn í Danmörku hafa pantað héðan frá rjómabúunum sunnlenzku, og lagt það fé hér i banka fyrir fram. Gestur í Hæli Einarsson er að safna smjörinu þessa dagana austur um sveitir. Boðið fyrir það eins og það selst á Englandi ,að kostnaði frádregn- um. CANADA NORÐVESTURLANDIÐ Fréttir frá Islandi. bátana, er farið var að setja út,og eftir hér um bil 10—15 min. vortt farþegarnir komnir í bátana. Var þá fyrst farið að hreyfa skrúfuna og reyna að koma skipinu af grunni, og tókst það eftir skamm an tíma, og virtist það þá þegar ljóst, að pumpurnar mundu geta haldið skipinu uppi, að minsta kosti nokkurn tíma, enda höfðu skipsmenn dregið segl undir skip- ið til að varna leka. Eftir að í þetta höfðu gengið um það tveir tímar, en þann tíma var fólkið i bátunum við skipshliðina, komu fram úr þokunni nokkrir full- mentir, færeyskir bátar og voru þeir okkur velkomnir, enda höfð- um við ekki fengið fulla visstt um, hvort skipsmenn þektu staðinn, er við strönduðum á, en það sem sást af landi voru háir, sæbrattir k'ett- ar, sent ekki virtist viðlit að lenda við. Eftir að Færeyingarnir höfðu talað við skipsmenn, var okkur skipað aftur upp á skipið úr bát- unum og heyrðum við þá, að þeir ætluðu að stýra skipinu inn til Þórshafnar, en bátarnir voru dregnir með skipinu svo þeir væru til taks, ef lekinn fengi yfir- hönd. En það reyndist ekki. Neyð- arbendingarnar frá skipinu hafði vitamaðurinn í Nolseyjarvitanum heyrt og hlaupið þegar til bygða, sem eigi er allskamt, og hefir það gengið ótrúlega fljótt að manna skipin og róa þeim suður með eynni. Eftir að við vorum komnir inn á Þórshöfn vorum við fluttir á land og skipað til vistar á ýms- um heimilum þar í bænum, og nutum við þar beztu gestrisni, eins og títt er hjá Færeyingum. En „Ceres“ var stýrt til hafnar einnar þar skamt frá, Kongshafn- ar, og sett þar á land. Þegar þangað var komið kvað hafa verið orðið svo mikið vatn í skipinu, að litlu mátti muna til að flyti. Til allrar hepni fyrir okkur var ritsíminn kominn til Færeyja og var símskeyti sent strax um kveld- ið, kl. 3 daginn eftir lagði „Laura“ á stað frá Höfn til þess að flytja okkur áfram, og var „Laura“ ó- venjulega fljót í förum, bæði frá Höfn til eyjanna og frá eyjunum og hingað. Seyðisfirði, 21. Júli 1906 . Norskt hvalaveiðaskip „Harald“ strandaði á sunnudagsnóttina á Rifstanga á Sléttu. Var á leið til Siglufjarðar hlaðið tunnum og salti. Margt verkafólk var og með skipinu. Allir menn björguðust. * Landsstjórnin hefir nú keypt svo nefnt „Járnhús“ hér í bænum fyrir sóttvarnarhús. Kaupverð var 3,500 kr. Er þegar byrjað á að leggja þangað vatnsleiðslu og út- búa það að innan eftir þörfum. Seyðisfirði, 28. Júlí 1906. Baðstofa brann 12. þ. m. á Víf- ilsstöðum í Hróarstungu. Innan- stokksmunum var að mestu bjarg- að. Sláttuvél he’fir séra Vigfús Þórð- arson á Hjaltastað keypt sér. Er liann þegar farinn að brúka hana á flæðiengi og reynist hún ágæt- lega. Þetta er fyrsta sláttuvélin, sem notuð er á Fljótsdalshéraði. En vonandi verður þess eigi langt að bíða, að fleiri bændur útvegi sér sláttuvél. Mun sérstaklega hag kvæmt að nota þær á útengi víð- ast hvar í Hjaltastaðaþinghá í hinum svokölluðu „blám“. Ingvar E. Isdal er búinn að reisa vélarhús sitt inst á Búðar- eyrinni upp i brekkunni og setja þar upp trésmiðavélarnar. Eru það fimm vélar, sem þar eru. Vatnið á túrlwnuna leiöir hann í pípum ofan úr Búðarárfossi. Seyðisfirði 10 Júli 1906. Jónas bóndi Jónsson frá Bessa- stöðum í Fljótsdal varð bráð- kvaddur á Egilsstöðum 1. þ. m. Hann var rúmlega sextugur að aldri. Sóma- og dugnaðarbóndi Nýlega er látinn Jörgen Sig- urðsson að Hafursá í Skógum, 28 ára gamall. Banamein hans var innvortis-meinsemd. Hann var dugnaðartnaður mikill og greind- ur vel. —Austri. Loftsigling í River Park. 2. Ágúst 1906. Fólk heyrði’ um það heilmargar sögur, í Heimskringlu mátti það sjá, Að loftsigling sú yrði fögur, Þá sýn mætti reiða sig á. Menn héldu það greitt mundi ganga, —Gabb neitt datt engurn í hug.- Þar áttu tveir hundar að hanga Og hefjast án vængja á flug. Én margt er til ónýtis unnið, Alveg kyrt loftfarið sat; Til bölvunar hafði þá brunnið Á belg þess eitt óhappa-gat. Þá ófögur orð mátti heyra, Er upp varð ei loftfarið sent. Þeir nefndu slíkt „fraud“ og margt fleira, Og fengu það svikunum kent. Hið umrædda atvik skal grunda Er það ei dálítið valt? Þar á.tti að hefja upp hunda! í hundana fór það svo alt. G. Hjaltalín. EFTIRMÆLI. Listama nn asj óöur. Rvík 10 Ágúst 1906. Nokkrir menn hér i höfuðstaðn- um — Árni Eiríksson leikari, Jón Sigurðsson stúdent, Sigurður Sigurðsson skáld, og Þorkell Þorláksson gjaldkeri — hafa tek- ið sig fram um að stofna sjóð, er lagður verði á vöxtu og geymdur, þar til einhver meirihluti vaxt- anna verður nægjilegur til þess að sýna þeim, er þá þykja af- burðamenn að hæfileikum, ein- hvern verulegan sóma, hvort sem eru skáld, málarar, söngmenn, lagasmiðir o. s. frv. Stofnendurnir hafa leitað sam- skota hér i bænum dálítinn tíma undanfarinn. Og málinu hefir verið tekið vel. Töluvert fé safn- ast. ■—Fjallkonan. Rvik 4. Ágúst 1906. Góður þerrir hefir verið hér þessa viku þangað til í dag, að Eins og getið var um í Lögb fyrir nokkru síðan lézt í Winnipeg Kristín Stefanía Stefánsd. Jónsson kona Jóns bónda Jónssonar i Gil haga í Árdalsbygð, i Nýja íslandi Kristín sál. var kornung kona fædd 22. Apríl 1874, að Leifsstöð um í Svartárdal í Húnavatns- sýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru þau Stefán bóndi Stefánsson og kona hans Þorbjörg Jóns- dóttir. Frá þeim fór hún þriggja ára gömul til fósturs til séra M. Thorlacíus og frú Guðrúnar konu hans og ólst upp hjá þeirn. Vest- ur um haf fluttist hún með frú Guðrúnu árið 1896. Þann 2. Desember 1899 giftist Kristin sál. Jóni T. Jónssyni, frá Gilhaga í Skagafirði. Dvöldu þau fyrst um sinn í bæjunum Selkirk og Winnipeg, en fluttu svo til Ár- dalsbvgðar í Nýja Islandi árið 1900. Þar reistu þau þegar bú og nefndu bæ sinn Gilhaga, eftir heimili Jóns þar heima á ættjörð-< unni. Mátti það vel takast, því bærinn stendur á bökkum íslend- ingafljóts, þar sem farvegur þess er alldjúpur og hvammur mynd- ast. Þar bjuggu þau hjón þar til nú að húsmóðurinni var í burtu kipt. Fjögur börn höfðu þau eignast. Af þeim lifir að eins eitt, Þorberg Marsil, efnilegur og laglegur drengur á sjötta ári. Veikindi Kristínar sál. byrjuðu í Ágústmánuði í fyrrasumar, sem afleiðing af barnsburði. Frá þeim tíma fór heilsu hennar sí-hnign- andi. Loks fékk hún svo brjóst- tæring, sem dró hana til dauða. Hún var stödd í Winnipeg til lækninga þegar dauða hennar bar að höndum. Var lík hennar flutt lieim og greftrað í grafreit Ár- dalssafnaðar þ.23. Júlí s.l. Jarðar- förin var fjölmenn. Húskveðju og líkræðu flutti Jóhann Bjarnason stúd. theol. frá Winnipeg. Kristín sál. var á ýmsan hátt fyrirmyndarkona. Hún var hátt- prúð á heimili, snyrtikona í allri umgengni, en fáskiftin út í frá; átti fáa vini, en rauf aldrei vináttu ef hjá þvi var komist. Má með sanni segja, að maður hennar sjái á bak ágætri eiginkonu og þarf sizt að undra þó sorg og söknuður REGLUB VTÐ LAXDTðKC. AI Bllum sectlonum meB jafnrt tBlu, eem Ulheyra sambandsatjúralanl, I Manitoba, Saskatchewan o» Alberta. nema 8 og 28, seta fjðUkjrlduhðfu* og karlmenn 18 &ra eða eldrl, tekið eér 180 ekrur fyrlr helmlUaréttarland, það er að ee&ja, sé landlð ekkl 6.8ur teklB, eBa sett U1 sIBu af stjðmlnal tll vlBartekju eBa elnhvers annars. LVNRITO. Menn mega slerifa slg fyrir landinu & felrrl landskrifstofu, sem naaal Ugsrur landlnu, sem tekiB er. Með leyfl lnnanrtklsr&Bherrans, eBa innflutn-* inga umboðsmannsins t Wlnnlpeg, eBa næsta Dominton landsumboBsmanna Keta menn geflB OBrum umboð U1 þess aB skrlfa slg fyrlr landL Innrltunar* gjaidlS er <10.00. HEIMrriSHtTTAR-SKYLDUR. Samkvæmt nOglldandl lðgum, verBa landnemar aB uppfylla helmUto* réttar-skyldur slnar & einhvern af þelm vegum. sem fram eru teknlr 1 eft- lrfylgjandi tðluliBum, nefnllega: !•—AB bða & landlnu og yrkja ÞaB aB mlnsta kosU t sex m&nuBt & hverju ftri 1 þrjú ftr. 2.—Ef faBir (eBa mðBlr, ef faBlrlnn er l&tlnn) elnhverrar persðnu. seua heflr rétt tll aB skrtta slg fýrlr helmlUsréttarlandl, býr t bújðrB t nftgrennl vlB landlB, sem þvlllk persðna heflr skrlfaB slg fyrlr sem heimlllsréttar- landl, þft getur persðnan fullnægt fyrirmælum laganna, aB þvt er ftbúB * landlnu snertir ftBur en afsalsbréf er veltt fyrlr þvt, ft þann h&tt aB hato helmlM hjft fBBur stnum eBa mðBur. 8—Ef Iandnemt heflr fengtB afsalsbréf fyrlr fyrri helmllisréttar-bújðr* slnnl eBa sktrtelnl fyrlr aB afsalsbréflB verBl geflð út, er sé undlrrltað 1 samræmi viB fyrirmæii Domlnion laganna, og heflr skrifaB slg fyrir stBarl helmilisréttar-búJörB, þft getur hann fullnægt fyrirmælum laganna. aB þvl er snertlr ftbúB & landlnu (slSarl heimillsréttar-búJörBinni) ftBur en afsala- bréf sé ge&B öt, & þann h&tt aB búa ft fyrrt helmiHsréttar-JörBinni, ef stBart heimilisréttar-JörBln er t nftnd vlB fyrri heimiHsréttar-JörBina. 4.—Ef iandnemlnn býr aB staBaldri & bújörB, sem hann heflr keypt, teklB I erfBlr o. s. frv.) t n&nd vlB heimlllsréttarland þaB, er hann heftr skrifaB sig fyrir, Þ& getur hann fullnægt fyrirmælum laganna, aB þvt ec ftbúB & heimUlsréttar-JörBinnl snertlr, & þann h&tt aB búa & téBri eignar- JörB sinnl (keyptu landl o. s. frv.). . BEIÐNI UM EIGNARBRfeF. ætti aB vera gerB strax eftir aB þrjú ftrin eru llBin, annaB hvort hjft n*«t» umboBsmanni eBa hjft Inspector, sem sendur er U1 þess aB skoBa hvaB 4 landlnu heflr veriB unniB. Sex mánuBum ftBur verBur maBur þð að hafa kunngert Domlnion lands umboBsmannlnum 1 Otttawa þaB, aB hann ætll sér aB biBJa um etgnarréttinn. LEIÐBEINTNGAR. Nýkomnlr lnnflytjendur fft ft innflytjenda-skrifstofunnl í Wlnnlpeg, og® öllum Dominion landskrifstofum innan Manltoba, Saskatchewan og Alberta, lelSbelnlngar um þaB hvar lönd eru ðtekin, og allir, sem & þessum skrif- stofum vinna veita innflytjendpm, kostnaSarlaust, lelBbeiningar og hjftlp tU þess aB nft 1 lönd sem þeim eru geBfeld; enn fremur allar upplýslngar viB- víkjandi timbur, kola og nftma lögum. Allar sllkar regiugerBir geta þeir fengiB þar geflns; elnnig geta rrenn fengiB reglugerBina um stjðrnarlðnd innan Jftrnbrautarbeltisins I Brltlsh Columbia, meB Því aB snúa sér bréflega til ritara innanrikisdeildarinnar t Ottawa, InnflytJenda-umboBsmannsins 1 Winnipeg, eSa til einhverra af Ðomlnlon iands umboBsmönnunum t Mani- toba, Saskatchewan og Aiberta. þ W. W. CORY, Deputy Mlnister of the Interior. sem gera alla menn ánægða. Brenna litlum við. Endast í það ó- endanlega. er töluverð rigning. Töður hafalbúi nú í hjarta hans og litla son- náðst í þeim þerrikafla. — Snjó- arins við burtför hennar. J. B. að hafði ofan í miðjar hlíðar á -------o-------- Gísli Goodman Nci,aTt'.boBsmwi',mip^ Tilden Gurney & Co > iu< I. Walter Martin, Manager

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.