Lögberg - 20.09.1906, Page 4
LOGBERG FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1906
Jpgberg
«r gents út Uvern fimtudn* af Tlie
LögberK Prlnttng & Publiahlng Co.,
(löggrilt), aö Cor. Wllliam Ave og
Nena St., Wlnnipeg, Man. — Kostar
(2.00 um &riö (á fslandi 6 kr.)
Borgist íyriríram. Elnstök nr. & cts.
Published every Thursday by The
Lögberg Printing and Publishing Co.
(Incorporated), at Cor.Wiiliam Ave.
A Nena St., Winnipeg, Man. — Sub-
«criptlon price 22.00 per year, pay-
nble in advance. Slngle coples 5 cts.
S. BJÖRNSSON, Editor.
M. PAULSON, Bus. Manager.
Auglýsingar. — Smáauglýsingar 1
• eitt skiftl 25 cent fyrir 1 þml.. A
stœrri auglýsingum um iengri tlma,
aísláttur eftir samningi.
BústaöaskJftl kaupenda veröur a8
•tilkynna skriflega og geta um fyr-
verandl bústað jafnframt.
Utanáskrift til afgreiSslust. biaSs-
tns er:
The LÖGBEKG PRTG. & PCBL. Co.
p. O. Box. 136, Winnipeg, Man.
Telephone 221.
Utanáskrift tll ritstjórans er:
Editor Lögberg,
P. O. Box 136. Winnlpeg, Man.
Samkvæmt landslögum er uppsögn
kaupanda á blaSi ögild nema hann
sé skuldiaus þegar hann segir uPP-“~
Ef kaupandi, sem er i skuld viS
blaðiS, flytur vistferlum án þess a8
tilkynna heimilisskiftin, þá er þaS
fyrír dömstólunum álitin sýnileg
sönnun fyrlr prettvtslegum tilgangi.
Ritsímasaniband við island.
Ritsímasamband er nú ísland
komið í við umheiminn.fyrir röska
frammistöðu Islandsráðgjafa H.
Hafsteins. Um miðjan þenna
mánuð var búist við að búið yrði
að leggja landsímann. Verður J>á
síminn fullgjör hálfum mánuði
fyr en áætlað var, þrátt fyrir hrak-
spár andstæðingablaða stjórnar-
innar, sem margar tröllasögur
hafa af því haft að segja hversu
óhugsandi og óvinnandi verk það
væri að flytja simastaurana o. s.
frv.
Yfir ritsíma Can. Pac. járn-
brautarfélagsins hér í Winnipeg
má nú senda símskeyti til íslands.
Hefir forstöðumaður þess félags
• hér í bænum skýrt oss frá, að 52
cent. sé verðið fyrir hvert orð héð-
an frá Manitoba og Norðvestur-
landinu, en ódýrara frá Ontario.
Fylsta ástæða er til að óska
löndum vorum heima á Fróni til
hamingju með þetta stóra spor í
.framfara- og menningar-áttina.
ALlir þeir, sem daglega eiga
kost á að sjá hversu ómissandi og
áríðandi áhald ritsíminn er, bæði
fjárhagslega og eins í menningar-
áttina, skilja vel í því, hversu stórt
framfaraspor ritsímalagningin til
íslands er fyrir landa vora heima
á ættjörðinni.
Þiugniannatalan í Winnipeg.
Roblin-stjórnin hefir nú tilkynt,
að sér hafi þóknast að auka þing-
mannatölu Winnipegborgar þann-
ig, að þingmenn þessa bæjar verði
eftirleiðis fjórir í stað þriggja,
sem verið hafa að undanförnu. f
sambandi við það er það ætlan
manna, að hækkuð verði tala þing-
manna víðar í fylkinu.
Nú sem stendur eru þingmenn
þessa fylkis fjörutíu, og hvort sem
bætt verður við þingmönnum í
•öðrum kjördæmum eða ekki, þá
•eru Winnipeg þingmennimir nú
ekki einn tíundi af þingmann-
fjöldanum öllum.
Slíkt virðist ekki sanngjarnt,
þegar tekinn er til greina mann-i
fjöLdinn hér i bænum, borinn sam-
an við mannfjölda fylkisins.
Manntalsskýrslur, um fólks-
fjölda, nýbirtar, í Manitoba, Sas-
katchewan og Alberta fylkjum,
sýna, að manníjöldinn í Manitoba
er talinn Þrjú hundruð og sextíu
þúsundir. Sama manntaflsskýrsðasn
sýnir og, að fólksfjöldinn í Winni-
peg sé níutíu þúsund tvö hundruð
og sextíu manns, og bæjarskýrslur
Winnipeg telja íbúa bæjarins lið-
.lega hundrað og eitt þúsund. Þ.ar
með er auðvitað talin Elmwood,
sem heyrir til St. Bonifacins kjör-
dæminu.
Af manntalsskýrslum þessum er
auðséð,að íbúar Winipegbæjar eru
meira en einn fjórði af ibúatölu
fylkisins, en samt hefir Mr.Roblin
eigi verið nærgætnafi en svo, að
láta þingmannatöluna fyrir þessar
hundrað þúsundir, vera minna en
einn tíunda af þingmanna tölu
fylkisins.
Það var ákveðið eftir manntalið
1891, þegar fólksfjöldi i Winni-
peg reyndist fjörutíu óg tvær þús-
undir, en fólksfjöldi fylkisins tvö
hundruð fimtíu og fimm þúsund-
irj að þingmenn fyrir Winnipeg
skyldu vera þrír, og var það öllu
senni.legra, þar sem íbúatala bæj-
arins var þá sem næst einn sjötti
af fylkisbúum.
Ætlun vor er ekki að halda því
fram, að þingmanna tala í Winni-
peg eða nokkurri annari borg, eigi
að standa í beinu hlutfalli við
þingmanna tölu fyrir önnur kjör-
dæmi, svo að hér ættu nú t. a. m.
að vera níu eða tíu þingmenn,
miðað við fólksfjölda hér í borg-
inni og fylkinu hins vegar. SAikt
er eigi heppilegt margra orsaka
vegna, og ætti aldrei að eiga sér
stað. Hitt er aftur á móti nauð-
synlegt, sanngjarnt og réttlátt, að
Winnipeg sem hver önnur borg
eða bær hafi svo marga fulltrúa á
þingi, sem nauðsyn ber til, tLl þess
að gæta réttar kjósendanna, og
hlynna að því, að áhugamál þeirra
fái framgang. Með því móti, að
þingmannatalan fyrir bæinn sé
minni en einn tíundi af fy.lkisþing-
mönnunum öllum, virðist eigi
auðið, að sjá þvi borgið, að óskir
bæjarmanna fái nægan byr á þing-
inu, enda hefir að undanförnu ver-
ið kvartað vfir því, að bæjarmál-
um hafi eigi verið veitt samsvar-
andi athygli við önnur mál á þingi
og þau dregin á langinn, mörg, til
síðustu þingsetudaga, þegar tím-
inn hefir verið hlaupinn til að
ræða þau ítar.lega.
Winnipeg þarf auðsjáanlega að
fá fleiri menn á þing, sé réttmætt
tillit tekið til fólksfjöldans, sem
stöðugt hefir farið og fer vaxandi
með hverju árinu sem líður, og
þar af leiðandi ber nauðsyn til, að
semja og lögleiða fjölda nýrra og
þarflegra lagafrumvarpa fyrir
bæinn árlega. Eykst tala slíkra
frumvarpa ár frá ári og stigur
jöfnum fetum við vöxt bæjarins.
Alt þetta þarf að athuga, og sé
tillit tekið til þess, þurfa að vera
liæfilega margir fulltrúar fyrir
bæinn á þingi, eigi færri en fimm1
eða sex, þegar miðað er við íbúa-
tölu bæjar og fylkis nú. Skiftar
skoöanir geta auðvitað verið um
þingmannatöluna, í bænum; sum-
ir vilja ef til vill hafa þá enn fleiri,
heldur en hér hefir verið minst á,
en það eitt virðist áreiðanlegt, að
þó að þessi þingmanna fjö'gun í
bænum sé spor í áttina hjá fylkis-'
stjórninni, þá er það of skamt
stigið, eigi sízt, ef hækkuð verður í
þingmannatalan víðar í fylkinu,
seiti margir munu búast við.
-------0-------
N'ýtt fyrirtæki.
Það hefir verið á orði undan-
farið, að mynda ætti og setja á
stofn hér í Canada nýtt kornrækt-
ar og kornverzlunarfélag, sem að-
alstöð ætti að hafa i Winnipeg.
Formlega tók félag þetta til starfa
núna um næstsíðustu helgi, er það
opnaði hina nýjti starfstofu sina
hér í bænum.
Höfuðstóll félagsins kvað nema
einum fjórða hluta úr miljón doll.,
en hluthafar eru bændur hingað
og þangað um landið, aða'lega á
svæðinu milli stórvatnanna og
Battleford. Félag þetta nefnist
„Grain Growers Grain Company“,
og er skift niður í tíu þúsund
hluti og kostar hver þeirra tuttugu
og fimm dollara, en enginn á að fá
að kaupa fleiri hluti en fjóra.
Þó að enn sé eigi búið að afla
félagi þessu útbreiðslu í territórí-
unum, eða utanfylkis héruðunum,
hafa um þrjú þúsund búendur
tekið sér hluti, og er búist við þ,ví
að innan skamms tíma muni fleiri
þúsundir bænda bætast við.
Það er markmið félagsins að
koma þvi þannig fyrir með sölu á
korntegundutn, sem aðaLlega verð-
ur að líkindum hveitið, að þeir
bændur, sem hluti hafi í félaginu,
geti selt hveiti sitt eftirleiðis í sam
einingu, á svo miklu verði, sem
hægt er að fá hér fyrir það, án
þess að milliliðirnir græði á því,
og bændur hafi eigin umboðsmenn
sína til að standa fyrir sölunni.
Hugmyndin að sínu leyti sú sama
og verið hefir með kaupfélögin
heima á Islandi.
Félagið virðist fara laglega á
stað, og óþarfi að spá því r.einum
hrakspám að óreyndu og grund-
vallarhugmyndin góð, svo framar-
lega, sem henni verður fylgt með
sanngirni og samvizkusemi.
-------0------
Afnám líflátshegningar.
Um þetta mál hefir mikið verið
rætt frá því að sögur hófust. Hef-
; ir sú verið megin skoðun flestra
| ríkja heimsins á undanförnum
j öldum, að höfuðglæpum ætti ein-
göngu að hegna með líflátsdómi,
og hefir þvi verið farið fram í
flestum ríkjum hins gamla heims
til þessa tíma,að Frakkalndi, Sviss
og Danaveldi undanskildum, og
þó að eins siðasta mannsaldur.
I Bandaríkjunum hefir þar að
auki vaknað all öflug hreyfing
fyrir nokkru, sem fer i þá átt að
nema úr gildi líflátsdóma. Hefir
svo langt gengið, að i fimm ríkj-
unum hefir það verið lögleitt, að
láta lífstíðarfangelsi koma í stað
dauðahegningar.
Nú mætti búast við, að einmitt í
Bandaríkjunum, þar sem morð og
g.læpir eru tíðari yfirleitt en i flest-
um öðrum löndum, væri sízt á-
stæða til að halda því fram, að af-
nema líflátsdóma. En reynslan
sannar, að einmitt þarna hefir
fyrst brytt á þessari hugmynd
vestan hafs.
Hvernig stendur á þvi? Ekkert
annað er sennilegra, en að for-
gangsmönnum nefndrar skoðunar
hafi fremur runnið til rifja, slíkar
dóms-blóðsúthellingar, en öðrum
þjóðum, þar eð þær voru, að heita
mátti meira en mánaðarlegar í
sumum ríkjunum fyr á tíma. Það
er ekki auðið með venjunni einni
að deyfa tilfinningar þeirra manna
er hafa fæðst undir þeirri heilla,-
stjörnu, að verða fram úr skar-
andi menn þjóðar sinnar. Hjá
þeim hefir mannúðar tilfinningin
eigi uppræzt við það, þó þeir sæju
oft á ári hverju lögin fyrirskipa
böðlunum, að brjóta upp ermar
sínar og dýfa fingrum sínum í
blóð náungaVms, enda þó hann
hefði unnið tii mikillar hegningar.
Þeir menn, sem mest hafa unn-
ið að útbreiðslu þessarar skoðun-
ar, svo sem Mr. Thomas Speed
Mosby í Missouri, halda því fast-
lega fram, að dauðarefsing skuli
afnema úr hegningarlögum land-
anna, og eins og áður var minst á,
hafa fimm Bandaríkjanna: Kan-
sas, Maine, Michigan, Visconsin
og Rhode Island þegar aðhylzt þá
stefnu.
Mesta furða er það, hve hægt
þessari hreyfingu miðar áfram,
sem óneitanlega er þó af sið-
mennilegu bergi brotin, og hefir
sýnt, að höfuðglæpir hafa hlut-
fallslega ekki farið vaxandi þar
sem dauðahegning hefir verið úr
lögum numin h’eldur þvert á móti.!
Þ.að er eigi samrýmanlegt mannj
úðarþeli sannrar siðmenningar, að
vega mann, og eigi heldur að
hefna fyrir þá misgjörð með sömu
syndinni.
Lífstíðar fangelsið er svo ægi-
leg refsing, að hún ein ætti að vera
nægilegt aðhald til að hamla
mönnum frá stórglæpum, sem
mannkynið er enn eigi orðið svo
þroskað að gera sig eigi sekt i,
enda er í þeim fangahúsum mik'u
vísari iðrunarskóli fyrir afbrota-
menn, heldur en sá fárra vikna
eða mánaða tími, sem vanalega er
látinn líða milli dóms og dauða-
hegningar.
Þó að þetta afnám dauðahegn-
ingar, sé enn ungur cg veikur
frjóangi, þá á hann þó fyrir hönd-
um að þroskast á ókomnum tíma,
svo framarlega sem þjóðirnar eiga
eftir að þroskast og vitkast, en:
slíkt munu fæstir hugsandi menn
draga í efa. Afnám líflátshegnin-
ar. er enn fremur eitt af undirrót-
um þeirrar kenningar, að til þess
að draga úr hinu illa í heiminum,
þurfi að menta og göfga manns-
andann, ekki með hátt reiddri
refsisvipu, heldur með því að
glæða það góðleikseðli, sem liggur’
falið í hverri einustu mannssál, og
takmarka bæði afbrot og refsingar
með þ vi.
-------0------
Niöursoðin niatvæli I Canada.
í sambandi við hið marg-ít-
rekaða umtal út af niðursoðnurfl
matvælum í Bandaríkjunum, og
rannsóknum þeim, sem þar hafa
farið fram, hefir í Canada, sem
í öðrum fleiri löndum verið farið
að líta í kringum sig og kynna sér
ástandið hér í þeim efnum.
Hlutaðeigandi rikisstjórnar-
deild, hefir fyrirskipað rannsókn-
ir á niðursoðnu kjöti, og öðrum
matvælum, og hefir sú rannsókn
þegar farið fram, og skýrslur um
hana birtar fyrir skemstu.
Skýrslurnar sýna, að rannsókn-
in hefir verið gerð um endilangt
Canada, og hafa þrjú hundruð
tuttugu og tvö sýnishorn, sem
keypt hafa verið af ýmsum kaup-
mönnum víðsvegar í landinu, ver-
ið lögð undir efnafræðislega rann-
sókn á aðal-efnafræðisstarfshýsi
landsstjórnarinnar.
Sýnishorn þessi hafa verið valin
þannig, að allar mögulegar teg-
undir af niðursoðnu kjöti, nauta->
kjöti, kálfskjöti, svínakjöti, sauða-
kjöti, og alifuglum, o. s. frv.,hafa
verið rannsakaðar.
Eru því mikil líkindi til, að eft-
ir þessum rannsóknum, sé auðið
að fá all-nákvæma hugmynd um
niðursuðu á þeim matvælum hér í
landi.
Á áðurnefndu efnafræðisstarf-
hýsi Dominion stjórnarinnar í
Ottawa þar sem sýnishornin, lið-
lega þrjú hundruð og tuttugu,
voru rannsökuð, var það tekið
nákvæmlega til athugunar, hvort
skemdir fyndust í kjötinu, og
sömuleiðis var það rannsakað,
hvort óleyfileg skemdvarnarmeðöl
hefðu verið notuð við kjötið. Af
þessum þrjú hundruð tuttugu og
tveimur sýnishornum kom það x
Ijós við rannsóknina,' að fjögur að
eins reyndust skemd. Eitt þessara
fjögra var markt sem kjöt af
beztu tegund, en bar með sér að
hafa gengið í gegnum hendur eft-
irlitsmanna Bandaríkj ast j órnar.
Hin þrjú, skemdu sýnishornin,
voru niðursoðin hér i Canada.
Þess má geta til að gæta aLlrar
sannsýni, að skýrslurnar lýsa því
yfir, að eigi sé auðið að ákveða
hvort kjötið hafi verfð látið skemt
í dósirnar, eða það hafi skemst
síðar í þeim, vegna þess að loft
hafi komist að því og það spilzt af
þeim sökum. Hvað lítil óná-
kvæmni og vangá, sem fyrir kann
að koma hjá niðursuðumönnun-
um, getur haft þær afleiðingar,
sérstaklega ef kjötdósirnar lóðast
ekki svo þær verði loftheldar.
Þá kom það fram við rannsókn
þessa, að skemdvarnarmeðöl, svo
sem salicyl, beneozoic, sulphur og1
borsýra höfðu verið notuð, þó þau
skemdvarnarmeðöl séu eigi álítin
sem bezt viðeigandi. Að nota j
slík meðöl er leyfilegt samkvæmt
lögum, þó að eins, að viss örlítill
skamtur, sé brúkaður. Virðist slíktj
lagaákvæði samt þess eðlis, að vel
mætti það missa sig. Við það
græða einstakir menn en almenn-
ingur ekkert, þvi þó að mjög lít-
ið sé ákveðið samkvæmt lögum,að
nota megi, án þesa að það skaði
heilsu þess eða þeirra, sem kjöts-
ins neita, þá getur það engum ver-
ið heilsubót, að eta ofan í sig slíkt
góðgæti, en hins vegar gefur þetta
lagaákvæði niðursuðumönnum
undir fótinn með að vanbrúka
skemdvarnarmeðölin, jafnvel svo,
að háski geti hlotist af. í fimtíu
og einu af sýnishornunum varð
það augljóst, að borsýra hafði ver-
ið notuð, en eigi vanbrúkuð að
niun, eftir því sem skýrslurnar
segja.
Yfir höfuð bera skýrslur þessar
það með sér, að eigi muni ástæða
til að óttast skemdir á niðursiðnu
kjöti hér í landi að svo komnu,
þar eð ekkert sérstaklega hættu-
legt kvað komið hafa í Ijós við;
rannsóknimar, og þessi fjögur til-j
felli, af Liðugum þrjú hundruðum, í
bera vott um meiri vöndun á nið-
ursuðuhúsunum hér, en menn al-
ment munu hafa búist við. En
mörgum mun þykja vænt um
rannsóknina, bæði vegna þess, að
niðursuðumenn hafa hitann í hald-
Inu, þar eð þeir geta átt von á
slíkum rannsóknum, nær sem
kvisast kynni um „óvöndugheit“
af þeirra hálfu, og eins vegna
hins, að menn geta nú etið kjöt,
sem er niðursoðið hér i landi, ó-
hræddari en áður, um að það
spilli heilsunni, því að langstæðar
óþrifnaðar umræður um niður-
soðið kjöt hér vestan hafs hafa
víst tekið matarlyst á niðursoðnum
kjötmatvælum frá mörgum mann-
inum.
------0-------
Úr Árdalsbysð í N. í.
(Frá fregnrita Lögb.J
Héðan er alt bærilegt að frétta.
Tíðin hefir verið hin hagstæðasta
í sumar. Menn alment búnir að
heyja og slá akra sína. Þ'reskingj
fer bráðum í hönd; en hún stend-j
ur ekki lengi yfir, þvi akrarnir eru
ekki stórir enn þá, sem ekki er við
að búast, þvi þessi bygð er tiltölu-
lega ný, en land örðugt að ryðja
það, því það er mikið til skógi
vaxið. Samt hafa flestir orðið þó
dálitla akurhletti og sumir ekki
svo smáa. Má búast við, að hér
verði töluverð akuryrkja með tím-
anum, ekki sízt ef járnbraut kæmi
hér í nágrenninu nú bráðlega, eins
og búið er að lofa manni.
Menn eru annars orðnir hálf ó-
rólegir ylr því, hvað seint gengur
með framlenging Teulon-brautar-
innar. Menn höfðu búist við, að
minsta kosti tíu mílur yrðu bygðar
af þessari braut á þessu sumri, en
það er víst öðru nær en það verði.
Er slíkt illa farið, og grunar suma
að þessi slóðaskapur stafi af ein-
hverju verra en uppi er látið af
þeim, er hlut eiga að máli.
Tveir alþýðuskólar eru hér í
bygðinni, og eru nýteknir til starfa
eftir sumarfríið. Á öðrum þeirra
kennir Björn Sigvaldason, en á
hinum ungfrú Frímann frá Sel-
kirk. En hvort hún verður áfram
út skólatímann, er enn ekki ráðið.
Hún er sem sé ekki prófgengin,
þó hún hafi svipuð þekkingarskil-
yrði og þeir, er próf hafa tekið.
En fyrir þá sök vill ekki menta-
máladeild fylkisins Leyfa að hún
kenni hér áfram. Aftur á móti
vill mentamáladeildin láta skóla-
nefndina fá nýkominn Englending
fyrir kennara, en nefndin vill ekki
þýðast það boð; ber meira traust
til ungfrú Frímann en til þessa
Englendings, og vill hana þess
vegna heldur fyrir kennara. Við
þetta situr. Þykir sumum það
æði stirð framkoma af mentamála-
deildinni, að synja ungfrú Frí-
mann um leyfi til að mega kenna
yfir skólatímann í hönd farandi
og hyggja, að það sé fremur gert
til að útvega ráðlitlum Englendi
samastað, en að neitunin stafi af
umhyggjusemi fyrir velferð skól-
ans, eða af þvi, að deildin álíti
ekki ungfrú Frímann nægilega
undirbúna til að hafa kensluna á
hendi. — Þ'að mun óhætt að segja,
að hér sé almenn óánægja út af
þessum einstrengingsskap og ráð-
ríki mentamáladeildarinnar þar i
höfuðstaðnum.
Sögunarmylnu höfum vér nú
haft í bygð þessari í sumar. Hef-
ir hún unnið stöðugt að heita má
að undanteknum nokkrum tíma
þegar annir við heyskap voru sem
mestar. Þeir Gísli Sigmundsson
og Þorsteinn Þ’orsteinsson (úr
Víðinesbygð) eru eigendurnir.
Bændur ýmsir hafa þegar látið
saga allmikið af borðvið fyrir sig,
en aðrir bíða eftir að mylnan komi
í þeirra nágrenni ýþví hún er fær-
anlegý og fá þeir þá sinn við sag-
aðan. Má hér sjá býsna laglega
borðviðarstafla hjá mörgum bónd-
anum þegar farið er um bygðina,
og getur maður sér til, að híbýli
manna muni bráðum stækka og
rýmkast, þó þau séu nú raunar
áður óvanalega myndarleg, eftir
því, sem vant er að gerast i nýjum
bygðum.
Ein verzlan er hér í bygðinni.
Hana rekur Tryggvi Ingjaldsson,
dugnaðarmaður og bezti drengur.
Sami maður hefir og smjörgerð í
allstórum stil
I ráði er að nýtt ppsthús verði
sett á laggirnar hér norður í bygð-
inni innan skamms. Það er það
þriðja hér í Árdalsbygð og veitir
ekki af, því bygðin vex óðum.
Þetta nýja pósthús á að heita
„Víðir“, að sagt er.— Gömlu póst-
húsin, sem fyrir eru, heita „Árdal“
og „Framnes“.
Nýlega er látinn i bygð þessari
gamall bóndi, Benedikt Benedikts-
son„ ættaður úr Skagafirði, en
hafði lengi búið að Króki á Skaga-
strönd í Húnavatnssýslu. Hann
lætur eftir sig ekkju hér, og tvö
upp komin börn heima á íslandi.
------0-------
Fréttir iir Breiðuyík, N. ísl.
(Frá fregnrita Lögb.J
Sumir segja, að framfarirnar
hjá okkur hér norður frá, séu æði
smástígar og ekki mikið í áttina
við það, sem þær eru í búsældar-
sveitunum hér vestur í fylkinu og
annars staðar, og má vel vera að