Lögberg


Lögberg - 11.10.1906, Qupperneq 1

Lögberg - 11.10.1906, Qupperneq 1
Ný eldavél. í haust erum við að selja nýja stál elda- vél með 6 eldholum, á $30.00. Við liöf um selt mikið af þeim og þær reynasl vel. Komið og skoðið þær. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. $3$ Main Str Talephone 838. Yeiðitíminn. -iéi___ Ætlarðu á veiðar í __haust? tEf svo ‘er ______ þarftu byssu’og skotfæri. Hvorutveggja fæs' hérfyrir lágt verð. D. B. byssur $10 og þar yfir.jHlaðin skothylki Ji.cjohundr^ Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main St. Telephone 339. 19 AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 11. Október' 1906. NR. 4t Fréttir. Stórkostlegur eldsvoöi kom upp í trjáviöarbirgöum félags nokkurs í Quebec um miöja fyrri viku. Brunnu þar um tuttugu miljón feta af trjáviði, og skaSinn metinn hálfa miljón dollara, og var full vátrygging fyrir því. Sú frétt barst nýlega frá Blue- field í Wyoming ríkinu, aS sjötíu námamenn hafi farist í West Fork námunni. Haföi kviknaS í henni. Námi þessi hefir þá kostaö mörg mannsiif, því áriS 1902 fórust þar sextán manns í einu. Mikill harm- ur er þar í nágrenninu, eins og ab iíkum ræður, og fjöldi kvenna, barna og ættingja námamannanna hópast vi6 námamynniö, leitandi árangurslaust aö jarðfólgnum vin- um sínum og ástmennum. I. “ ——— i Nýja bæjarráöshöll eru Bran- donbúar i undirbúningi meö aö láta reisa, en ætla að rifa þá gömlu, sem nú stendur þar. Kostn- aöar við hina nýju byggingu tal- inn að verða muni um sjötiu og fimm þús. dollarar. Tuttugu þúsund innflytjendur hafa nú sezt aö í Edmonton hérað- inu síöan 30. Júní 1905. Flestir af þeim eru Bandarikjamenn og Eng lendingar. Víngerðarverksmiðja ein í bæn- mn St. Catharines í Ontario brann 4. þ. m. Eyðilögðust þar vín- birgðir miklar og byggingar þær flestar, er notaðar voru til þeirrar iðnar. Verksmiðjan stóð utan til í bænum, og ekkert vita menn um •það, hvernig þar kviknaði í, en eignatjónið af bruna þessum er metið um tvö hundruð þúsundir dollara. C. N. R. félagið kvað byrjað að leggja teina á Hudson Bay braut- ina og búist við að níutíu mílur verði fullgerðar á þessu hausti. Verkfallið í Calgary var til lykta leitt 5. þ. m., og ákveðið að hlíta úrskurði gerðardómsmanna. Hafði verkfallið þá staðið yfir um þriggja vikna tíma. Breskt farþegaskip sökk i nánd við eyna Hainan, austam við Kína, 4. þ. m. Fórust þar sextíu manns auk skipstjóra,en nokkru af skips- höfninni varð bjargað af skipi, er átti þar leið um, skömmu eftir að slysið skeði, þar á meðal tveim konum, er hrakist höfðu á sjónum liðugar fjörutíu klukkustundir. Við ófriði liggur milli Tyrkja og Búlgariumanna út af landa- þrætumálum. Fara Tyrkir þar undan í flæmingi, en Búlgaríu- menn heimta fastlega ákveðin landamerki milli lamdanna og hóta Tyrkjum ófriði verði það ekki komið í kring um miðjan þenna mánuð. | ------o------- Witte greifi dvelur nú í Parísar- borg ásamt frú sinni. Er hann ný- kominn þangað frá Þýzkalandi.en þar hefir hann lengst af dvalið síðan hann fór brott af Rússlandi, enda er hann Þjóðverji að kyni. Þó að greifinn taki nú engan þátt i stjórnmálam Rússlands, fylgist hann manna bezt með öllum gangá landsmála þar. Og er hann var spurður eftir komu sína til París- ar, um álit sitt á ástandinu á Rúss- landi, kvað hann enn þá ekkj von- laust- um, að auðjð yrði að forða þjóðinni með því að koma þar á einhverri aíSgengilegri stjórnar- skipun, fyrir báða málsparta —! þingbundnu einveldi helzt. Símritað er frá Kaupmanna- liöfn 4. þ.m., að Hákon Noregs-! konungur með drotningu og syni sínum ólafi, hafi komið þann dag til borgarinnar í fýrsta sinn, eftir krýninguna. Var konungshjónun-i um tekið með mikilli viðhöfn og! fögnuði Um hundrað þúsundir manna voru viðstaddir á járn- brautarstöðvunum við komeir uþrj brautarstöðvunum til að fagna' þeim við komu þeirra. Reynt var að ráða herforingja einum rússneskum bana, 8. þ.m., með sprengikúlu, en eigi tókst morðingjanum nema að særa hann Iítið eitt, og forðaði spillvirkinn sér undan eftir það, og hefir eigi fundist. — Sama dag voru þríri upphlaupsmenn hengdir í Warsaw á Póllandi. Ákærur þær, sem bornar hafa verið á fylgismenn Fieldings fjár- málaráðgjafa, út af kosningarsök- um, hefir verið vísað frá fyrir yf- irrétti 8. þjm., þar eð þær voru bygðar á misfellum við kosning- arnar 1900, og því óviðkomandi síðustu kosningum, er fóru fram fjórum árum síðar, eða 1904. Nú berast þær fregnir frá Cuba, að hún sé hætt að vera sjálfstæ(U lýðveldi, að minsta kosti fyrst um sinn. Bandaríkin hafa skorist í leikinn til að koma friði á þar, og liefir hermálaráðgjafi Taft verið settur landsstjóri þar til bráða- byrgða, jafnvel líkindi til að hann haldi því embætti, þar eð fjöldinn allur af íbúnm á Cuba kvað þess fýsandi. Herskip Bandaríkja- manna eru nú sögð lent við Cuba, en búist við að þau 'hafi lítið að gera þar hér eftir, sem betur fer. Danska ríkisþingið var sett 1. þ. m. af Friðriki konungi áttunda. Hélt hann þar fyrstu hásætisræðu sína, síöan hann tók við konungs- tign. Mintist hann á vinsældir þær er Danaveldi ætti að fagna að því er erlend riki snerti, en gat þess og um leið, að Danir ættu ð gæta þess grandvarlega í fram- tiðinni, að vernda frelsi sitt, sjálf- stæði og þjóðréttindi. Þá gat hann þess enn fremur, að hann væri því sérlega hlyntur, að réttmætt tillit sé tekið til þeirra krafa er fslend- ingar gerðu um stjórnarumbætur, og bráður bugur undinn að að sinna þeim bæði nú þegar og síðar, ef þær kæmu þá fram. ------o------ . Nú eru farnar að heyrast ýmsar raddir víðsvegar í Bandaríkjunum sem finna mjög til þess hve skóg- arnir þar víða eru farnir að ganga til þurðar. Þannig hafa nú íbúar San Bernardino countys snúið sér til Roosevelts forseta með beiðni um, að settar verði nægar ráðstaf- anir til þess, að hinir miklu skóg-> ar í þvi héraði verði eigi eyðilagð- ir af hinum trjágírugu viðarhöggs félögum, er mest hafa gengið fram í því að eyðileggja skógana þar i landi. Dómur er nú kveðinn upp yfir Páli Stensland, fyrverandi banka- stjóra i Chicago, og hann dæmdur i eins til tíu ára betrunarhússvinnu fyrir að hafa dregið sér um fjögur hundruð þúsunrl dollara af fé banka þess er hann veitti forstöðu þar í bænum, ásamt ýmsum fleiri fjárglæfrabrellum í sambandi viö stjórn bankans og nseðferð á fé haas. --------p Fimm hundruð enskir skóla- kennarar kváðu væntanlegir til Canada á þessu hausti til að kynna sér menningu, ástand og tilhögun á skólafyrirkomulaginu hér vest- an hafs. Nýr fellibylur dundi yfir New Orleans í þessari viku og gerði miklar skemdir á eignum, manna, eyðilagði híbýli og akra og meiddi margt manna. Ákaft ofviðri er sagt að komið hafi á Lake Superior 8. þ.m. Sleit fjölda skipa upp á ýmsum höfuum og rak nokkur skip á land, flest í LilyPond höfn. Eru menn hræddir urn ýms skip er voru á ferð um vatnið, þegar ofviðrið skall á, og ekki hafði spurst til á miðviku- dagsmorgun. Róstur kváðu hafa verið í Buch- ingham i Quebec næstliðinn mánu- dag, er tvö hundruð verkfallsmenn er áður höfðu unnið hjá McLaren viöarsölufélaginu þar.réðust á hóp af verkfallsféndum,og áttust hvor- irtveggja ilt við. Skarst lögreglu- liðið i leikinn, og meiddust margir menn í uppþoti þessu, en tveir af verkfallsmönnum voru skotnir til bana. Nýja skipaleið milli stórvatn- anna Superior og Huron eru nú Bandaríkjamenn að grafa við hlið- ina á Soo-sundinu. Hefir verkið þegar staðið yfir nokkra mánuði, og er búist við að það verði full- gjört á næsta vetri. Þessi nýi skurður á að verða mílu að lengd, þrjú hundruð feta breiður og tuttugu og sjö fet á dýpt. Mik- iö af leiðinni er klöpp, sem þarf að bora og sprengja upp, og vinna átta hundruð manna við að flytja burt grjótmylsnuna. Að tilhlutan Bandaríkjastjórnar kvað nú eiga að höfða mál gegn eitthvað fjörutíu járnbrautarfélög- um þar í landi fyrir skort á eftir- liti og notkun varúðartækja á járn- brautunum til að hamla slysum. Kvað stjórninni nú loks vera farið að ofbjóða, hve feikna margir lát- ast þar í landi árlega af jáxnbraut- arslysum. Nú síðast hafa farist í Bandaríkjunum af þeim sökum, frá því síðasta September í fyrra, eigi færri en áttatiu og fjórar þús- undir, tvö hundruð fjörutíu og fjórir menn, en liðlega hálft sjötta hundrað þúsund særst. Sér það hver heilvita maður, að slíkt er ekki alt með feldu, og eitthvað hlýtur að vera áfátt með eftirlitið, enda Þótt umferðin sé þar mikil. Vonandi er að stjórnin gangi rösk lega fram í að skylda jámbrautar- félögin að sjá Hfi farþega sinna betur borgið eftirleiðis en að und- anförnu, og væri hægt að taka England þar til fyrirmyndar. Sir Wilfrid Laurier og fleiri ráðgjafar Dominion stjórnarinnar sitja nú á fundi með öllum stjóm- arformönnum fylkjanna í Canada, þar er ræða á ýms áhugamál fylkjanna, er við koma sambands- stjórninni. Enn er fátt kunnugt af því sem þar hefir farið fram, en það ætla menn að óskir fylkis- stjórnarformannanna fari nú i líka átt og á fundinum í Quebec 1902. í skriðum og vatnavöxtum sunnan til í Mexico fórst nýlega eitt hundrað tuttugu og fimm manns. Skriðurnar eyðilögðu mcð- al annars langa kafia af járnbraut- um og brutu margar járnbrauta- brýr og fluttu á burt með sér eða moluðu niður fjölda húsa. TyrkjasoMán hefirr nú um hríð legið veikur og þungfe haldinn, en því haldið levndu að þessu hvað að honum gengi,. 10. þ. m. berast þær fréttir með símskeyti frá Parísarborg, að krankleiki soldáns stafi af því að kurdversk kona hafi sært hann með skammbyssu- skoti all-hættulega, og veitt hon- uin þann áverka sakir afprýðis- semi. Sagt er að kúlan hafi lent í maga soldáni, en lækni nokkrum þýzkum hafi tekist að bjarga lífi hans, og ná brott kúlunni og hafi soldán eigi verið svæfður rneðan það var gert, en borið sig mjög karlmannlega. Látinn er 9. þ. m. erkibiskup Bond í Montreal níutiu og tveggja ára gamall, merkur maður og þjóðkunnur. -----—0----- Simritað er frá Brussel, höfuð- borginni í Belgíu, að Belgjastjórn hafi að ráði Leopolds konungs á- kveðið, að koma sér upp herskipa flota, og þegar farið að byggja fvrstu skipin, sem nota kvað eiga í byrjuninni til strahdgæzlu við Belgíu. Óvanalegar miklar rigningar á Spáni hafa gert þar stórskemdir á eignum manna. Hef.ir mest kveð- ið að þeim í ná.id við Gibraltar sundið. Hafa þar komið svo mikil vatnsflóð að húsum hefir -svift af grunnunum og akrar bænda alger lega eyðilagst allviða. ------o----- Ur bænum. Tveir veitingamenn hér i bænum eru ákærðir fyrir að hafa orðið or- sök 1 dauða manns nokkurs næst- liðið laugar dagskveld á Stoch Ex- change hótelinu. Mennirnir heita Thomas Powers og Alex. Savage. Kvenfélag Tjaldbúðar-safnaðar cr að stofna til kveldverðarsam- komu þar í kirkjunni þakklætis- daginn, þann 18. þ.m., eins og á undanförnum árum, klukkan 8 að kveldi. — Menn safnast saman uppi í kirkjunni, eins og til guðs- þjónustu. Þar verður sálmur sunginn til að byrja með. Þá flyt- ur presturinn ræðu um þakklætis- daginn og tilefni hans. Því næst fer fram stutt prógram. Síðan verður gengið niður í samkomu- salinn og neytt kveldverðar. Inn- gangur 35 cts. í Lögbergi var þess getið í vik- unni sem leið, að Mr. A. Freeman hefði verið fluttur frá Dominion Lands skrifstofunni á aðra skrif- stofu. Mr. Freeman er nú samt sein áður aftur kominn á Domin- ion Lands skrifstofuna og verður þar að minsta kosti fvrst um sinn, sökum þess að ekki var hægt að vera án hans hjálpar þar að svo- stöddu. En hvort Mr. Freeman verður á skrifstofu þe sari áfram að staðaldri, er enn ekki fastá- kveðið. . Einireiðin. Þriðja hefti af Eimreiðinni fvr- ir þetta ár hefir nýlega borist Lög- bergi. Er það fjölfrótt, og að- gengilegt almenningi til lesturs, eins og vant er. Efnis yfirlit er'þetfa: 1. Um prifnað og óþrifnað, eft- ir Steingrim lækni Matthiasson. 2. Tvœr systur, íslenzk 3\-eita- saga, eftir Jóni Trausta. 5. A. P. Berggren með mynd, eftir Stgr. Thorsteinsson rektor. 4. Við aðal fojsana á sumtan- verðu Islandi, eftir C. Köchler.— Fylgja ritgerð þeirri átta myndir af fossunum. 5. Anatole France, eftir doktor Helga Pétursson. 6. Nokkur smákvœði, eftir Ólöfu Sigurðardóttur. 7. Bjartsýni og svartsýni, tekið eftir Lögbergi. 8. Sýnishorn íslenzku á 16. öWj, eftir R. Meissner. 9. Sjálfstjórnarmálið í blöðum Dana, eftir doktor Valtý Guð- mundsson. 10. — 11. Ritsjá — og íslenzk hringsjá. -------0------ Fréttirfrá Islandi. Reykjav. 1. Sept. 1906. Vísindalegan styrk af danskri dánargjöf, Linnes-legati, hefir cand. jur. Einar Arnórsson fengið ádrátt um og fór því utan um daginn á Láru. Hr. E. A. er einn hinn alla efnilegasti laganámsmað- ur vor, fékk afbragðsgóða prófs- einkunn í vor, enda höfðu þeir, sem til hans þektu, gengið að því vísu að, hann fengi landssjóðs- styrkinn frá síðasta þingi til und- irbúnings lagamensku hér. En þá þurfti að gera það fé, 2000 kr. á ári, í 2 ár, að bitling handa Stykk- ishólmsmág ráðgjafans. Hr. E. A. hugsar sér að leggja sérstaklega stund á íslenzka rétt- arsögu. Látinn er 20. f. m. Þ'orsteinn bóndi Magnússon á Húsafelli,fað- ir séra Magnúsar í Selárdal. Han« var í öllum greinum sómi sinnar stéttar. Sláttuvélar segir timaritið Freyr að notaðar hafi verið 10 hér á landi í sumar, 9 Herkulesvélar og 1 Deeringvél. Vel er yfirleitt látið af vélunum og þykja hinn mesti mannsparnaður. Reykjav. 8. Sept. 1906. Eyrarbakkahéraði þjónar í vet- ur læknaskólakand. Eiríkur Kier- ulf, í fjarvist héraðslæknis Ásg. Blöndal, sem dvelur vetrarlangt i Silhiborgar-heilsuhæli fyrir berkla- veikt fólk. Reyk^av. 12. Sept. 1906. Grimur Magnússon, þb*i. á Grundarstíg, bjó áður á Gljúfur- holti í ölfusi, nál. 70 ára, dó 9. þ. mán. Þilskipafloti Reykjavíkur er nú heiiM kominn, meiri hlutinn, illa fiskaður heldur úr síðustu útivist- inni. Símskeyti frá Se_3iðisfirði til Poli- tiken 27. f. m. segir skipstrand við Langanes. Það var norskt gufu- skip, Rapid, frá Kopervig, á heim- leið frá Siglufirði með 1950 tunn- ur af síld. Skipshöfn og nokkuð af farmi flutti fær^’sk fiskiskúta til Seyðisfjarðar. — lsafold. Reykjavík, 12. Sept. 1906. Margrét Þorláksdóttir, kona Jóns Helgasonar kaupmanns á Laugav. (írz HjallaJ, andaðist 5. þ. m., 71 árs. Hún hafði legið rúmföst í alt sumar. Bráðkvaddur varð á leið fra. Reykjavík upp að Elliðavatni umc síðustu mánaðamót, Guðmundin: Þorsteinsson kaupamaður á EIF- iðavatni. Hann hafði verið sendur 31. Ág. ofan í Reykjavík, en komr, ekki heim um kveldið. Daginn eft- ir fanst hann örendur fyrir vestara túnið á Elliöavatni. Hann var a£ Akranesi, átti þar konu og bönu Jón Jónsson, bóndi á Litlu- brekku á Grímsstaðaholti hér vi5' bæinn, andaðist 6. þ. m. Hann lætur eftir sig konu og uppkomire börn. —Fjallkonan. Reykjavík, 1 Sept. 190ÍL Landsímastöðvar verða þegar- frá byrjun þessar: 1. Reykjavík; 2. Kalastaðakot; 3. Grund; 4. Norðtunga; 5. Sveinatunga; 6_ Staður ( iHrútaf.J ; 7. Lækjamót; 8. Blönduós; 9. Sauðárkrókur; io>_ Urðir (\ SvarfaðardalJ ; 11. Akur- eyri; 12. Háls (FnjóskadalJ; 13. Breiðumýri; 14. Reykjahlíð; 15. Grímsstaðir; 16. Hof (Vopnaf.) ;. 17. Egilsstaðir; 18. Seyðisfjörður; 19. Eskifjörður.— Auk þess verða væntanlega í haust opnaðar síma- stöðvar á Vdpnafjarðarverzlunar- stað, og ef til vill víðar. — Hafn- arfjörður, sem hefir simasamban(E’ við Reykjavík og miðstöð fyrir sig verður og vafalaust settur í sam- band við landsímann. Sama er og að segja um símanet Reykjavíkur, svo að menn geti simtalað hér heiman úr húsum sínum til allra stöðva. • Byrjunin verður því væntanlega 20 stöðvarr fyrir utan Reykjavík. Ilt tíðarfar á austurlandi. 20. f. mán. fenti í miðjar hliðar í Breið- dal, en krapahríð niðri í sveit. j Reykjavík, 8. Sept. 1906. Laugard. 1. þ. m. hvolfdi fiski- skipi í Steingrímsfirði kl. 5 árd. í a bezta góðviðri. 5 menn, er á vont, . druknuðu. Þeir voru Pétur Þórð- arson (írá Gróttu, næturvörður * hér áðurj, Jón Jónsson frá Ho’.U (áður húsvörður í barnaskólanumjj/ Jón Jónsson (af Laugavegi ?), all- ir úr Reykjavík; GuðjónPétursson úr Keflavik og Jóhannes Jónsson úr Steingrimsfirði. Það er ætlun manna að stórfiskur hafi grandað skipinu. (Fregnin símuð suður með landsímanumj. Sumarleysi er að frétta norðan af Reykjafirði. Þar hafði taða ver- ið borin í sjóinn um miöjan fyrri mánuð. Á sumum bæjum þar þá ekki farið að bera ljá á útengi. Frá Reykjavík kostar 3 mínútna viðtal alt upp að Grund (eða nærj 50 au., norður að Lækjamóti 75 au., að Urð í Svarfaðardal 1. kr.., að Reykjahlíð 1 kr. 25 au., til Seyðisfjarðar 1. kr 25 au. Möðruvallakall veitt séra Jóni Þorsteinssyni á Skeggjastöðum. Kristján Jónsson fyr bóndi á Hliðsnesi, síðast kaupm. í Hafnar firði, drekti sér 2.þ.m. Var góður bóndi áður, og vandaður sæmdar »iaður alla tíð. 62 ára að aldri. —Reykjav ík.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.