Lögberg


Lögberg - 11.10.1906, Qupperneq 2

Lögberg - 11.10.1906, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN ii. OKTÓBER 1906 Loðskinnavara. „Loískinnavaran er miklu meira virði en veiðimaöurinn fær fyrir hana,“ er algengt oröatiltæki i noröurhéruðunum í Canada, og enginn, sem nokkuð þekkir til, ef- ast um sannleikann, sem í því er innifalinn. Að loðskinnavaran sé einhverjum álitleg féþúfa sést glögglega á því að eingöngu það af henni, sem flutt er til Banda- rikjanna á ári hverju, nemur ná- lægt tiu miljónum dollara að verð- hæð. Loðskinnaverzlunin á meginlandi Norður Ameríku hefir tekið gagn- geTðum breytingum frá því er Hudsonsflóafélagið hafði þar al- gerlega tögl og hagldir. Nú er einveldi þess félags lokið. Þ'að hefir neyðst til að láta af hendi eignaheimildir þær, sem það eitt sinn hafði þar, og hefir nú engin þau einkaréttirrdi eða hlunnindi á þessum stöðum, sem öðrum ekki eru veitt. Frjálsverzluparmenn, eins og allir grávörukaupmenn, aðrir en þeir sem tilheyrðu félag- inu, voru nefndir fyr á tímum, hafa látið mjög. til sín taka, og verzlunin, sem áður var háð ein- veldi hins auðuga enska félags, skiftist nú á milli þess og eins eða jafnvel tveggja annara stórfélaga, margra smáfélaga og einstaklinga. Menningin, og afleiðingar henn- ar, bæði akuryrkjan og járnbraut- irnar, ryður sér braut lengra og lengra inn í óbygðir Norðvestur- landsins, og hrekur undan sér villidýrin, sem loðskinnin leggja til, færandi takmörkin æ lengra norður á bóginn. Á geisistórum svæðum, sem fyr meir voru kvik af þessum dýrum, sést nú ekki nokkurt slíkt kvikindi, nema þá að eins af hendingu. Nú á timum eru ekki þessi dýr orðin til annars staðar í Canada, svo neinu nemi, en í Mackenzie- héraðinu, sem nær alla leið norður að íshafi, og á aðrar hliðar er tak- markað af Keewatin héraðinu, Saskatchewan, Alberta, British Columbia og Yukon. Stærsti markaðurinni fyrir loð- skinnavöru í Norðvesturlandinu er borgin Edmonton, höfuðborgin í Alberta. Edmonton var fyr meir, ásamt með héraðinu þar í kring, eina bygðin, sem nokkuð kvað að 'þar norður frá, og hafði Hudson- ílóa-félagið, og hefir enn, bæki- stöðu sína þar. Edmontonborg var fyrst stofnsett fyrir rúmri öld síðan, af félagi sem kallað var Norðvesturfélagið, og var það um tíma keppinautur Hudsonflóafé lagsins í loðskinnaverzluninni þar nyrðra og víðar. I Edmonton sat aðal verzlunarstjórl Hudsonsflóa- félagsins og stendur íbúðarhúe hans þar enn, þó engin nhafi nú búið í því til margra ára. 'Á þeim árum, er verzlimarstjóri Hudsonsflóa-félagsins bjó í húsi jþessu var lífshættan fyrir menn þá er stunduðu dýraveiðarnar til þess að auðga hann og félagið, enn meiri, en hún er orðin nú á dögum, og er ekki all-lítið þar með sagt, auk þess sem aðbúnaður allur var þá miklu lakari. Að eins verzlun- arþjónar félagsins gátu átt kost á að fá hjá félaginu nægilega mikið af öðrum eins dýrindis nauðsynj- um og hveiti, sykri og tóbaki. Verð á öllum lífsnauðsynjum var afarhátt og Indíánarnir, sem veið- ar stunduðu, urðu að gera sér gott af því að lifa eingöngu, að heita mátti árið um kring, á kjöti villi- dýranna, sem þeir veiddu, og klæðast hinum ódýrari skinnateg- umdum, t. d. kanínuskinnum. Hin- ir hvítu menn, sem voru í þjónustu félagsins, gátu valið um, hvort þeir vildu heldur þrjá hvítfiska, þrjár kanínur eða þrjú pund af þurkuðu hreindýrakjöti i daglegan matarskamt. Ef þá langaði í te, gátu þeir fengið dálitla ögn að- eins í einu og urðu að borga vel fyrir af hinu litla kaupi sínu. Sama var að segja um sykur og tóbiak. og af sykri var engum einstakling selt meira en níu pund á án. Á jólunum var hverjum manni gefið sitt pundið af hverjii) hveiti, sykri, te og tóbaki, tóbakspipa úr leir og sex smáir pakkar af eldspítum. En þrátt fyrir alt harðréttið varð félaginu aldrei mann’fátt. Færri en vildu komust að til þess að starfa i þess þjónustu. I þeim héruðum landsins, sem nú eru .þéttbygðari orðin, eru nú komnar stærri og smærri verzlun- arbúðir, í stað hinna gömlu selja Hudsonsflóa-félagsins, og sam- kepnin í verzluninni er mikil nú á dögum. Allar nauðsynjar og ým- iskonar óþarfi er nú fáanlegur orðinn í búðum þessum og það jafnvel með svo lágu verði að hin- ir fátæku Indíánar geta veitt sér ýmislegt sem ekki var hugsanlegt fyrir þá að öðlast fyr meir, hvað sem í boði hefði verið. En mis- jafnlega færa Rauðskinnarnir sér verzlunarþægindini í nyt, eins og" eftirfylgjandi saga sýnir. Indíáni nokkur, sem alkunnur er í Edmontonykom þangað í fyrra með óvanalega mikið af loðskinn- um til sölu. Þegar hann var búinn að selja þau öll átti hann nálega tvö þúsund dollara til í peningum. Hann gekk nú um á meðal verzl- unarbúðanna í borgrnni og keypti svo að segja hvern óþarfa sem honum var boðinn, og endaði með því að láta alt sem eftir var af peningunum fyrir píanóskrifli. Fjölskylda Indíánans var með honum í þessari kaupstaðarferð og hafði fólk þetta tjald sitt í grend við búðirnar. Þangað lét nú Indí- áninn flytja píanóið og setja nið- ur úti fyrir tjalddyrunum. Og nú settist öll fjölskyldan, yngri jafnt sem eldri, við að hamra á píanóið hvíldarlaust, frá morgni til kvelds, og var þeirri spilamensku lerrgi viðbrugðið á eftir, sem von var. Þegar tími var til kominn fyrir fjölskylduna að leggja á stað aft- ur að nýju á veiðar batt ihúsbónd- inn enda á þessa skemtun á þann hátt að hann, mjög alvörugefinn, tók sér exi í hönd og braut með henni pianóið í sundur í smámola. „Því ertu að þessu?“ spurði liann hvítur maður, sem fram hjá gekk. „Mig langaði til að vita hvaðan hávaðinn kæmi,“ svaraðí Rauð- skinninn rólegur. Og að þessu af- reksverki loknu lagði hann og fjöl- skyldan öll á stað norður i land, til þess að hefja dýraveiðarnar að nýju. Tiltölulega fátt af hinum inn- fæddu veiðimönnum er það sem kemur til Edmonton. Flestallir fara ekki lengra með vöru sina en á næstu smáverzlunarstaði lengra norður. Selja þeir þar vörur sínar annaðhvort fulltrúum hinna stærri verzlunarfélaga eða einstökivm mönnum, er reka þar verzlun fyr- ir eigin reikning. Loðskinn fá þeir í skiftum fyrir ýmsa vöru,— örsjaldan er það sem peningar sjást þar manna á milli, og sára- lítið er það sem Indíáanarnir bera úr bvtum fyrir vöru sína. Mark- aðsverð loðskinnavörunnar sem til Edmonton kemur árlega, fyrir ut- an það sem Hudsonsflóa-félagið flytur inn þangað,nemur frá fimm til sex hundruð þúsundum doll- ara, en miklu minni upp hæð en það fá veiðimennirnir í sinn vasa. Sumir Indíánarnir í hinum norðlægustu veiðShéruðum, þar sem beztu loðskinnin fást, sjá sjaldan eða aldrei hvítan manfi sín á meðal, eða nein merki heims- mermingarinnar. Þeir halda kyrru fyrir á stöðvum sínum ár frá ári og selja vöru sína til farandsala. Þessir farandsalar hafa með- ferðis mikið af allskonar dóti, ætu og óætu, til þess að láta i skiftum fyrir loðskinnavöru, og er ferða- lag þeirra með flutning sinn um þessar óbygðir æði miklum erfið- leikum bundið, eins og vænta má. Vanálega er ferðinni heitið til Eort Resolution, sem er meira en eitt þúsund mílur norður frá Ed- monton, eða enn lengra norður í land. En þó flutningurinn, sef.n þessir verzlunarmenn hafa með- ferðis, þegar þeir leggja á stað frá Edmonton, sé æði umfangs- mikill þá er hitt þó miklu meira sem þeir koma með aftur að norð- an, bæði að vöxtum en einkum þó að verðmæti. Hin svokölluðu ^ilfurlituðu refaskinn eru dýrustu skinnin enda er það mjög sjaldgæft að fá þau verulega falleg og ógölluð. Veiðimenn þeir, sem svo hepnir eru að ná slíkum dýrum, fá reynd- ar ekki neitt nálægt því verði fyr- ir þau sem sk’innini siðar meir eru seld fyrir, þegar búið er að undir- búa þau þannig, að gera þau hæfi- leg til skrautfatnaðar handa rík- isfólkinu. Fyrir þessa tegund af refa- skinnum, Þegar þau eru ógölluð að öllu leyti, er borgað í Edmon- ton tvö þúsund og fimm hundruð dollarar fyrir hvert skinn. En,sein sagt eru skinn þessi mjög sjald- gæf og vegna þess er verðið á þeim svo afar hátt. En þó dýraveiðar þessar séu arðsamar þá er það tiltölulega mjög fátt hvítra manna, sem leggja þær fyrir sig. Erfiðleikarn- ir í sambándi við þær eru miklir og margskonar og einlcum er það einveran í þessum endalausu ó-j bygðum þar norður frá sem hvað mest þykir fráfælandi. Verði menn þar fyrir einhverju slysi, af byssu eða exi, þá er dauðinn vís á þess- um afskektu stöðvum þar sem ó- blíða náttúrunnar, i ýmsum mynd- um, ríkir og ræður. Og oft kemur það einnig fyrir að auðnin og ein- veran á þessum slóðum gerir rnenn vitskerta svo þeir grand^ sjálfum sér, og ganga um slíka at- burði margar hræðilegar sögur manna á meðal þar nyrðra. Nyfundinn hellir. lítil smuga, er þeir urðu að skríða um inn. En inn úr afhelli þeim lá önnur smuga, er þeir urðu að skríða um á fjórum fótum. Þar varð fyrir annar hellir, nær 2 mannhæðir mest og freklega 3 faðma breiður, en lengdin nokkuru meiri. Þar varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólf hægra megin. Þeir skriðu 2 inn um hana, og fundu að þeir voru komnir í stór- an helli, en gátu ekki kannað hann þá, með því að ljósfæri þraut fyr- ir þeim. Þetta var 2. þ. m. Dag- inn eftir fór með þeim, leiðtogi þeirra, séra Friðrik, með ljós og mælivað. Honum reyndist sá hell- ir vera rúmir 10 faðmar á lengd,, nokkuð jafnbreiður allur, 4—5 álnir, og hæðin 2—2j4 alin. „Inst inni er hann íhvolfur og hvelfing yfir honum öllum, skreytt smá- gerðu dropasteins-útflúri. Hellir- inn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju; gólfið er slétt og fast, og lítið sem, ekkert er þar lausagrjót inni,“ Séra Fr. þótti hann vera mjög fallegur og þeim félögum. — Svona segir hann frá í Fjallk. 7. þ. m., og greinilegar þó. Komið hafa þó menn áður í að- al hellinn að minsta kosti,því grjót garður er þar hlaðinn um þveran hellinn nær 10 faðma inn frá munn anum, 10 álna langur og il/2 alin á hæð mest; þar er og enn dálítill afhellir á vinstri hönd, 4—5 faðma langur, líkastur bás, er högginn væri í bergið, og liggur nokkuð af garðinum í boga fyrir hann. Ekki vottaði fyrir, að fé hefði ver- ið geymt þar inni. Þeir hinir ungu menn, er hellinn fundu nú, heita Helgi Jónasson, Matthías Þorsteinsson, Sigur- björn Þorkelsson og Skafti Da- víðsson; hann er trésmiður, en hinir búðarmenn. Göngufélag sitt nefna þeir Hvat, og eftir því hefir séra Friðrik skírt hellrnn Hvats- helli. —lsafold. Fáeinir ungir menn hér í bæ, er hafa gert það að ráði ungmenna- vinárins Friðriks: spítalaprest9 Friðrikssonar, að temja sér skemti ferðalög á fæti í tómstundum sín- um, heldur en á hestbaki eða á hjólum.hafa fundið nýlega mikinn og merkilegan helli hér skamt frá höfuðstaðnum, sunnan við Set- bergshlíð svo nefnda, nærri rétt hjá veginum úr Hafnarfirði austur í Selvog. Það mun vera einn með merkilegustu og feg- urstu hellum hér á landi. Aðalhellirinn, þegar inn er gengið, er rúmlega 30 faðmar á lengd og nær 7 á breidd og meira en tvær mannhæðir, þar sem hann er hæstur, en allsstaðar vel mann- gengur. Afhelli fundu þeir félagar litinn nærri munna aðalhellisins, vel mannhæðar háan; inn í hann var Hallgrímur Melsteð landsbókavörður var sonur Páls Melsteðs amtmanns (d. 1861J og síðari konu hans Ingileifar Jóns- dóttur Bachmann, einkabam þeirra, f. 26. Jan. 1853 í Stykkis hólmi, fluttist með móður sinni til Reykjavíkur,þegar hún varð ekkja og ólst þar upp, útskrifaðist úr Reykjavíkur lærða skóla 1873 með I. eink., sigldi til Kliafnar s. á. og tók þar próf árið eftir í heimspeki legur fdrspjallsvísindum, hvarf heim hingað nokkru síðar og stundaði um hríð læknisfræði hér í Reykjavík, gerðist eftir það að- stoðarmaður við Landsbókasafnið og hafði á hendi tímakenslu við lærða skólann, varð landsbóka- vörður 1887 við fráfall Jóns Árna- sönar; hafði þá sýslan á hendi í 19 ár. Hann var fróðleiksgjarn maður og fróður um margt, sem föður- frændur hans margir. Hann rit- aði mannkynssögu fornaldarinnar, sem Bókmentafélagið gaf út fyrir nokkrum árum og fékk góðan orð stír. Annað sögufræðishandrit frá honurn hefir félagið í undirbún- ingi til prentunar. YandaðiVr maður og viðkynningargóður, trú- lyndur og vinfastur. Hann kvænt- ist aldrei, en bjó eftir lát móður sinnar með frændkanum sínum frk. Sigr. Vigfúsd. Thorarensen og Önnu Guðmundsd. Heilsuveill var hann lengi með köflum síðari hluta æfinnar. Hann ferðaðist suður um lönd (til Vínar lengstj fyrir nokkrum árum. Af hinum mörgu hálfsystkinum H. M. hwtins lifa nú tvö ein: Páll Melsteð, 41 ári eldri en hann, og Ragnheiöur, ekkja Vigfúsar Thor- arensens sýslumanns. —Isafold. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfræBlngrur og mála- færsIumaCur. Mrs. WmJ Skrlfstöfa;— Room 83 Canada Llfe Block, suSaustur homl Portage avenue og Maln st. Utanáskrift:—P. O. Box 1364. Telefön: 423. Winnipeg, Man. notkun Baby’s Own Tablets. það er til stór fjöldi mæðra, sem er þess fullviss, að þegar mest á reið hafi þessar Tablets bjargað lífi barnanna þeirra. Fortin, St. Genevieve, Que., segir: „Eg er viss urn, að Baby’s Own Tablets frelsuðu líf barnsins míns. Þegar eg fyrst fór að' gefa því þær inn var það mjög veikt afj U IUI U iðrasjúkdómi, og þjáðist mikið. h. IYI. H3.nn6SS0n, Undir eins fyrsta daginn varð eg » , , ... , •* , i íslenzkur logfræðingur os má a- vor við mikla breytingu og á , ö ° s minna en vikutíma var sjúkdóm-j færs*umaður. Skrifstofa: urinn læknaður og barnið hefir síðan verið við beztu heilsu.“ Þer getið fengið Baby’s Own Tablets hjá öllum lyfsölum, eða sendar með pósti, á 25C. öskjuna, ef skrif- að er beint til „The Dr. Williams’ Medicine Co., Brockville, Ont.“ ROOM 412 McINTYRE Block Telephone 4414 A. 8. BABDAL, 4 hefir fengið vagnhleðslu af Granite Legsteinum alls konar stærðir, og á von á annarri vagnhleðslu í uæstu viku. Þeir sem ætla sér að kaupa LEGSTEINA geta því fengið þá með mjög rýmilegu verði hjá A. S. BARDAL Winnipeg, Mán. Píanó og Orgel enn óviðjafnanleg. Bezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. MissLouisaO.Thorlakson, TEACHER OF THE PIASO. Langside St., Winnipeg P. Th. Johnson, KENNIR PÍANÓ-SPIL.og TÓNFRÆÐI < Útskrifaður frá . 1 Kenslustofur: Sandison 5 músík-deildinni við t Block, 304 Main St., og ) Gust, Adolphus Coll. t 701 Victor St. > Dr. O. Bjornson, Offici : 660 WILLIAM AVE. TEL. 8, | Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 «, h. j House : 810 McDsrmot Ave. Tel. 4300 NVvO Office: 650 Wllliam av«. Tel. 8, ] Hours : 3 to 4 & 7 to 8 F.M. Residence : 620 McDermot ave. Tel.4300 WINNIPEG. MAN. Dr. G. J. Gislason, Meöala- og (JppskurOa-laeknlr, Wellington Block, GRAND FORKS, - N. Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. Dr. M. Halldorsoo, PARK RIVKR. N. D. Er aC hitta & hverjum miðvlkudegi i Grafton, N.D., frá ki. 6—6 e.m. I. H. CleghorD, M D læknlr og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúðina & Baldur, og heflr þvl sj&lfur umsjón ð. öllum meC- ulum, sem hann lwtur frá sér. Ellzabeth St., BADDUR, . MAN. H-S.—íslenzkur túlkur vlö hendina hvenær sem þörf gerlst. >n Jónas Pálsson Plano og Söngkennarl. 1 Eg bý nemendur undir próf í nefnd- i’ um greinum, við Toronto University, ( ef óskað er eftir, ]i / Áritun: Colonial Collkge of Music, c'Phoni 5893. - 522 Main St J Star Electric Co. Rafmagnsáhöld sett í hús. Aðgerðir af hendi leystar. Telephone 579 Wm. McDonald, 191 Portage av A. S. Bardal selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Telephone : Páll M. Clemens, byggingameistari. 219 McDermot Ave. WINNIPEG Phone 4887 M, Paulson, - selur Giftingaleyflsbréf Jfíunib dtix — þvf að — Edflu’s Bugglngapapplr neldur húsunum heitumj og varnar kulda. Skrifið eftir sýnishom- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LILR- ÚQBNTS, WINNIPEG. Frelsaöi líf barnsins. Það eru til þúsundir mæðra i Canada, sem elcki hika við að segja að hin góða heilsa barna þ.eirra séj eingöngu aS þakka skynsamlegri Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada, Vér óskum eftir viðskiftum yðar. Heildsala og smásala á innfluttum, lostætun; matartegundum. t. d.: norsk KKKogKKKK spiksíld, ansjósur, sardínur, fiskboll- ur, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauð-sagó, kartöflumjöl og margskon- ar grocerie-vörur The GUSTAFSON—JONES Co. Limited, 325 Logan Ave. 325

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.