Lögberg - 15.11.1906, Síða 1
Ný eldavél.
í haust erum við að selja nýja stál-elda-
vél meö 6 eldholum, á $30.00. Við hóf
um selt mikið af þeim og þær reynasl
vel. Komið og skoðið þær.
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
$38 Main Str. Teleph<me 339
Yeiðitíminn.
Ætlarðu á veiðar f haustVjlEf svo er
þarftu byssu.'og skotfæri. Hvorutveggja
fæs* hérfyrir lágt verð. D. B. byssur $10
og þar yfir.,Hlaðin skothylki $i.c)ohundr.
Anderson <&. Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
538 Uain St. Telephone 339.
19 AR.
Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 15. Nóvember 1906.
NR. 46
Eldsvoöijá Akureyri.
200,000 kr. eignatjón, 100
manns húsviltir.
í norska blaðinu „Decorah Post-
en“ er í vikunni sem leið þannig
löguð frétt frá Akureyri við Eyja-
fjörð, dagsett hinn 9. Októbermán.,
siðastl.:
„í gærkveldi (18. Okt.) kom upp
mikill eldur í nýjasta hluta bæjar-
ins. Eitt af mestu stórhýsum bæj-
arins brann til kaldra kola, Kl. 12
i nótt sem letð tókst fyrst að vinna
bug á eldinum. Skaðinn af brun-
anum er metinn á eitt hundrað og
áttatiu þúsund krónur. Eldurinn
eyðilagði sjö ibúðar- og verzlunar-
hús. Miklar birgðir af húsavið
brunnu til ösku og sex vöru-
geymsluhús mega heita albrunnin.
Þetta er stórkostlegasti eldsvoð-
inn, sem nokkru sinni hefir átt sér
stað á íslandi."
Slðari frétt.—Akureyri, 20. Okt. j
1906.—Brunnin hús Halldórs Jón-
assonar fþar voru upptök eldsinsj,
turnhúsið ('Jósefshús, sem Jón
Norðmann og fleiri bjuggu iJ,Kol-
beins Arnasonar, Magnúsar Blön-
dals, Davíðs Ketilssonar, 2 vöru-
geymsluhús Jlíkl. Magnúsar Blön-
dals og Sig. BjarnasonarJ. Litlu
bjargað. Ekkert manntjón. Skáð-
inn áhtinn rúm 200,000 kr.—Rvík.
Fréttir.
Kærður er nú McGill, ráðsmað-
ur Ontario bankans, er gjaldþrota
varð fyrir nokkru siðan, um að
hafa stolið yfir éitt hundrað þrjá-
tiu og sex þúsund dollurum af fé
bankans.
Atta hundruð kolanámamanna i
Nova Scotia hafa nýlega gert verk
fa.ll. Orsökin kvað vera sú, til verk-
fallsins, að nýlega hafði félag það,
er námana á, flutt að töluvert
marga verkamenn er skortur ”ar á
vinnuafli til þess að aflcasta pví
verki er gera þurfti i námunr.m.
Þessir aðfluttu verkamenn voru
ekki í neinu verkamannafélagi og
varð það nægileg átylla fynr hina,
sem fyrir voru, fil þess að gera
verkfall þegar í stað. .
Landmælingamenn Dominion-
stjórnarinnar teljast nýlega hafa j
fundið mjög álitlegt landsvæði, j
suðvestan við Hudsons flóann, er
skerst vestur eftir norðan við Sas-
katchewanána milli breiddarstig-
anna 54, 30' og 56. Er það háslétta j
sjö til níu hundruð fet yfir sjávar-
mál. Mælingamennirnir halda því
fram, að loftslag þar sé eigi eins
kalt og menn hér syðra hafa ætlað.
Segja þeir, að meðan þeir dvöldu
jþar, frá því um miðjan Júní til
Septemberloka, hafi alls ein frost-
nótt komið þar seint í Ágústmán-
uði. Indíánar, sem búa nokkrir á
þessu svæði, kváðu rækta þar mais
og kartöflur með góðum árangri.
'Þarna er talið allra bezta veið’i-
land.
Brezki sendiherrann í Banda-
ríkjunum, Henry Mortimer Dur-
and, ætlar að hætta því starfi á
komandi vori. Enn er óvalinn eftir-
irmaður hans. Durand kvað ætla
að hætta algerlega aö gefa sig viö 1
stjórnmálum eftirleiðis.
Nýtt fviirtæki
tslendirigar forgöngumenn.
Nýlátinn er í Cedar Rapids, Ia., j
O’Neill, fimtíu og níu ára gamall. j
Auknefnið ..bygg-kongurinn" fékk j
hann er hann var formaður hins
volduga O’Neill kornverzlunarfé-
lags í Chicago og Winona frá,
1890—93, sem heita mátti að réði
lögum og lofum á kornmarkai$i
heimsins um þær mundir, Um eitt j
skeið var þáð talið fullvíst aö
O’Neill ætti eignir, er næmi mörg-
um miljónum dollara, en mjög i
kvað sá auður hafa verið til þurð- (
ar genginn er hann dó.
, Ofan af járnbrautabrú, niutíu og
fjögra feta hárri, hrapaði verka-
Sask., í fyrri viku. Hann mjaðm-
arbrotnaði og meiddist meira, en
máður einn við Moose Creek,
samt er honum lif hugað.
Níunda þ. m. réðust byltinga-
menn á járnbrautarlest ákamt- frá
borginni Riga á Rússlandi. Köst-
uðu þeir sprengikúlum inri í vagn-
ana og særðu þar fjölda farþega
og járnbrautarþjóna.en aex hundr-
uð og fimtíu þús. dollurum náðu
bófarnir úr póstflutningnum, og
komust undan með það fé.
Þýzki verzlunarmálaráðgjafinn,
Podbielotti að nafni, hefir sagt af
sér embætti sínu. Af hans toga
kvað það helzt spunnið, að Þjóð-
verjar hafa síðastl. ár verið svo j
ntjög mótfallnir innflutningi kjöts
til Þvzkalands, en af því hefir leitt
hin rnikla kjötekla þar í landi, og
gevsiverð sem verið hefir á kjöt-
meti. Og fáar þjóðir,í Evrópu,
munu hafa eti'ð meira af hunda-:
kjöti síðastliðin ár en Þjóðverjar,
eftir því sem blöðin segja.
Leopold Belgíukonungur hefir
afsalað sér forréttindum þeim er
hann liefir haft yfir Kongo-ríkinu
og tók frændi hans Albert pr'inz af
Flandern þar við ríkisstjórn 9. þ.
m. Er Kongo-ríkið því orðið óháð
Belgíu nú, enda var það sambatid
orðið lítt vænlegt til frambúðar.
Edvard konungur vor hélt há-
tíðlegan sextugasta og sjötta fæð-
ingardag sinn 9. þ. m., í Sandring-
ham á Englandi, í kyrþey. Kon-
ungurinn er við beztu heilsu.
Sú fregn, sem nýlega hefir bor- j
ist hingað til lands, að um átta j
hundruð Hindúar séu á leið til!
Brit. Col„ með einu skipi að eins,
í viðbót við þann lýð þeirrar þjóð-
ar, sem þar er fyrir, ætti að verða
til þess að, stjórnin, Bretastjórn
náttúrlega, ger'ði nauðsynlegar j
ráðstafariir til þess við hlutaðeig-
andi Asíuþjóðir, að stöðva þenna |
mikla Hindúa straum að canadiska j
strandfylkinu, sem lítur út fyrir j
að verði því til byrði, en áður- j
nefndum innflytjendum til van-
sældar því þeir ganga þar hópum ;
saman atvinnulausir, og lifa á bón-;
björgum að því er fréttir þaðan
að vestan segja.
Kröfur fylkjanna, Saskatchew-1
an, Manitoba og Ontario, um að
landamerki þeirra ver'ði færð út,
hafa nú nýlega verið lagðar fyrir
sambandsstjórnina. Kréfst Sask-
atchewan að fá landið norðan við i
Nelson-ána, Manitoba alt Keewa-
tin, og Ontario alt vestur að Fort
Churchhill.
Ákafir stormar og illviðri hafa j
gert mikla skaða á skipum og eign-
um manna viö vesturströnd Ame-
ríku næstliöna viku.
Eitt méð helztu fytirtækjum ís- j
lendinga hér í bæ á síðari tíð er
nýja hlutafélagið, sem þeir Sig-
tryggur kafteinn Jónasson og lir.
Albert Johnson ffyrrum kjötsalij j
eru nú að stofna með tvö hundruð
og fimtíu þúsund dollara höfuö- j
stól, er skiftist í tvö hundruð og I
fimtíu hluti, hundrað dollara hver. j
Augnamið félagsins er að kaupa
og verzla með allan lifandi kúpen-
ing, slátra, salta og rcykja o.s.frv.,
einkum flesk.
Núna eru þeir að bjóða á mark- 1
áðinum fimtíu þúsund af höfuð-1
stólnum, og hafa þegar menn hér i
bænum og út um nýlendurnar j
skrifaö sig fyrir þrjátíu og sjö
þúsundum af þeirri upphæð.
Það hcfir þegar vcrið sótt uni
löggildingu fyrir félagið lil stjórn-
arinnar. Fyrstu stjórnendur verða j
Sigtryggur kaft. Jónasson, Albert 1
Johnson, Jóh. kaupm. Sigurðsson, j
Gimli, Jóh. kaupm. Halldórsson,
Lundar, og Laxton Sturgess slátr-
unar-heildsölumaður í Winnipeg.
Hugmyndin var í fyrstu að byrja
þetta félag ekki fyr cn i vor, en nú j
í haust buðust forgöngumönnum
félagsins næsta góð kaup, er full- !
nægöu l>örf þeirra í bráðina, svo :
að þeir Sigtr. kaft. Jónasson og A. j
Johnson réðust í aö kaupa upp
á eigin spýtur he’ildsölufcjötverzl-
un þeirra herra Mitchells & Stur-
gess vestur á Portage ave. hér í
bænum, i því skvni að afbenda
þessu félagi, þegar það er íull-
myndað, og fært til að taka við
henni.
Kaupverð á verzlun þe9sari, á-
samt með vörum og öllu tilheyr-
andi, sem fylgdi, var þrjátíu og
tvö þúsund dollarar.
Kaupendurnir tóku við þessari i
stofnun 1. Nóv. þ. á. og hafa rek- j
ið hana síðan, með svo góðum á- ;
rangri. að þá fáu daga, sem liðnir
eru af þcssum mánuöi, liafa þeir
fengið inn i gripum full fjögur
þúsund dollara.
Geta má þess, að meginþorri ;
félagsmanna eru Islendingar, og
þó að örfáir Englendingar séu i fé-
laginu, er svo til ætlast, að hlutun- j
um verði dreift út um íslendinga-
bygðirnar, svo að landinn geti haft j
sem mest gagn af þessu fyrirtæki !
að hægt er.
Vér væntum, að sem flestir
þeirra Islendinga. sem þess eru um
komnir, stvðji og styrki þenna fé-
lagsskap, og (’meitanlega er gaman
sjá þáð, að landinn hér skuli
vera svo vel á veg kominn, að liann
gcri*i«»pt við Engkndinginn í stór-
fyrirtækjum likum þessum.
Fregniraf Peary.
Nýkomnar frcgnir af heim-
skautafaranum Peary, sýna að
hann hefir kom'ist lengra norður
eftir, en nokkur annar heimskauta-
fari á unrian hcmum, að því er
kunnugt er. Eigi náði hann því
takmarki, cr hann hafði sett sér,
en honum tókst að komast á 87 gr.
6’ norðurbreiddar. Lengst norð-
ur á undan honurn komust þe’ir, er
i Abrizzialei'ðangrinum voru,86 gr.
34’ n.br.
Simskeytið sem Peary sendi frá
Hopedale á Labrador, lýsir ferð
hans þannig:
Norðurfararnir liöfðu vetrarsetu
á skip'i sinu, er ,,Roosevelt“ heitir,
við Grænland norðanvert.
I Febr.mán. síðastl. gengu þeir
af skipinu, og lögðu á istáð norður-
eftir á hundasleðum. Milli 84 og
85 breiddarstigs komu þelr á auð-
an sjó, og tafði það" ferðina um
sex daga. Ofviðri hafði brotið þar
upp ísinn, ög rak hann austur eft-
ir.
Samt komust þéir norður eftir
ishruðlinu og á áðurnefnt breidd-
arstig, en urðu þar að snúa. aftur
vegna isreksins, sem bar þá stöð-
ugt austur eftir.
Á suðurleið þraut þá svo nesti ;
að þeir urðu að leggja sér til
munns átta sleðahundana.
Eftir miklar mannraunir kom-
ust þeir aftur að norðurströnd
Grænlands. Feldu þeir þar mosk-
usuxa til matar sér. Þaðan komust
þeir slysalítið til skips síns.
F.ftir að hafa hvílt sig liðugan
vikutíma á skipinu lögðu þeir á
stað á sle'ðum norðvestur um
Grænland og fundu þar annað
land við hundraðasta hádegisbaug-
inn.
Á heimleið höfðu þeir við mikla
erfiðleika að stríða og gekk mjög
ógreiðíega.' Hreptu þeir hvöss veð-
ur og óhagstæð og isrek öðru
hvoru.
Vel lét Pearv at’ skipi sinu og
kváð það hafa reynst ágætlega í
ísnum, enda var mjög til þess
vandað að smíði og öðrum útbún-
aöi.
Enginn maður fórst af þeim er
Peary fylgdu, og sýktist jaínvel
enginn þeirra á þessu erfiða og
liætttilega ferðalagi.
Siikaniálið gegn Martin Dovle.
Mikið hefir riú utidanfarið verið
rætt i blöðunum um morðmál nokk
urt. sem verið hefir fvrir réttinum
í Morden, Man., og kviðdómurinn
gaf úrskurð sinn i á fimtudaginn
var. Sá úrskuröur féll þannig, að j
kviðdómurinn áleit hinn ákærða
sýknan saka.
Aðal atriðin í sakamáli þessu eru 1
á þessa leið:
Svo bar við hinn 2. April síðast- ;
liðinn, að bondi nokkur fann lík af
manni á sléttunum nálægt bænum
Snowflake í Manitoba. rétt suður
undan merkjalínu Manitoba og N.-
Dakota. Þóttust menn þekkja að
það væri lik manns nokkurs, Win-
cent Weiler að nafni. frá Mount
Carrnel í Norður Dakota. Maður
þessi hafði, að því er menn frekast
vtssu, seinast verið á ferð á þess-
um slóðum hinn 20. Nóv. 1905, og
þá i för méð hinum ákærða, Martin
Dovle. Tveimur dögum áður, eða
hinn 18. Nóv„ höfðu þeir báðir
verið staddur i bænum Mowbray i
Manitoba og hafði Weiler þá gef-
ið syni Martirt Dovle’s skriflega
veðtrvggingu í bújörð sinni. Þann
sama dag, sem þeir Weiler og
Doyle höfðu sézt á ferð saman í
Snowflake, eða þar í grend (hinn
20. Nóv.J, kom i Ijós við rannsókn
inálsins, að Doyle hefði haldið suð-
ur yfir nierkjalínuna, verið þá einn
; í för og látið skrásetja í bænum
! Dresden í Norður Dak. tryggingu
þá í landi Weiler’s, sem áður er
! nefnd. Því næst fékk hann sér
| eitt þúsund dollara lán, er hann
setti landeignina að veði fyrir.
Af því nú að hvorki fundust
I neinir peningar, né nein viðurkenn-
! ing fyrir viðskiftum þeirra Doyle’s
og Weilers, bújörðinni viðvíkjandi,
á líkinu, er fanst á sléttunum i
grend við Snowflake, og álitið var
áð væri lik Weiler’s, fór sá grunur
að leika á, að Doyle mundi hafa
myrt Weiler þarna, og rænt pen-
ingunum eða viðurkenningunni.
Smátt og smátt varð grunurinn
nú sov sterkur, að sakamál var
höfðað gegn Doyle og hann tekinn
fastur, ákærður um að hafa ráðið
Weiler bana.
Bonnar málafærslumaður hafði
það starf á hendi að verja hinn á-
kærða mann og tófcst það svo vel,
að kviödónmrinn komst að þeirri
niðurstöðu, sem að framan er sagt.
Vöm sina 1 málinu bvgði Bonn-
ar aðallega á því að reyna að sanna
að líkið sem fanst nál. Snowflakc
hinn 2. Aprílmán. síöastliðinn hafi
ekki verið lik Weiler’s. Þessu til
sönnunar hélt hann því fram, að
fatnaðurinn, sem likið var klætt í
þegar það fanst—hinn 2. Apríl-
mánaðar siðastliðinn—bæri það
með sér, að líkið hefði ekki getað
verið búið að liggja úti lengur en í
mesta lagi hálfsmánaðar tíma, og
næði það þá engri átt að Doyle
hefði getað myrt manninn þarna í
Nóvember 1905. Auk þess leiddi
bann vitni, sem sóru það að þau ;
hefðu séð Weiler í l>ænum Battle-
ford, eftir þann tima, sem ætlað
var að morðið hefði verið framið.
Og ýmsar fleiri sterkar likur leiddi j
hanp að því, að einhver annar en |
Doyle hefði orðið til þess áð ráða
Weiler bana, ef hann hefði myrt-
ur verið.
Álit Bonnars sem málafærslu-
manns þykir stórum hafa aukizt
við það, hvernig honum tókst að
verja mál þetta og leiða það til
lykta.
Síðasti concertinn í Fyrstu lút.
kirkju og pípuorgeliö nýja.
Orgel concertinn, sem haldinn
var af dr. Fletcher næstliðið fimtu-
dagskveld í Fvrstu lút. kirkju und-
ir forstjórn S. K. Hall, orgariista
kirkjunnar, tókst fram úr skarandi
vel frá listfræðilegu sjónarmiði. og
mun auk þess hafa orðið stórmikill
ágóði af honum fvrir kirkjuna, þar
eð hann var svo vcl sóttur, sem
hægt var að æska eftir.
Við þetta tækifæri var formlega
opnað hið nýja pípuorgel.sem þeg-
ar hefir verið minst á að kirkjan
hafi eignast.
Dr. Fletcher er þjóðkunnur org-
anleikari.og sýndi sérlega vel þetta
kveld, snild sina í þeirri list. Pró-
grammið var og þess eðlis, að ber-
lega gátu komið fram liinir mörgu
og góðu kostir, scm þetta hljóðfæri
hefir fram vfir þau pípuorgel, sem
íslendingar hafa nokkurn tíma átt
að venjast, á concertum sinum.
bæði hér í lanrii og austan hafs.
Einsöngslög söng og Mrs. S. K.
Hall við þetta tækifæri, og enn
fremur voru Þar sungnir fjórradd-
aðir söngvar af karlmönnum.
Mrs. Hall tókst sérlega vel að
vanda þetta kveld. Söng hún tvö
lög: „O Lord correct me,“ eftir
Handel, og „Elisabeth’s Praver“,
úr Tannhauser, eftir Wagner.
Bæði lögin voru sungin af hinni
mestu snild.
Þá sýndi og Mr. Hall á ný hina
góðu hæfilegleika sína sem „ac-
companist“ á þessum concert.
Fjórrödduðu lögin sungu þeir
herrar Th. H. Johnson, H. Tlior-
olfsson. D. Jónasson og C. Clem-
ens. Lögin: „Give me Thy hand“
j eítir Reichard og „Til Austur-
heimsi vil eg halda“, einstaklcga
vel, og var samhljómur raddanna
hinn ákjósanlegasti
Vart mun það ofmælt þó sagt sé
að concert þessi hafi verið einn
hinn allra tilkomumesti, sem
nokkurn tima hefir verið haldin.i í
Fyrstu lút. kirkju.
Járnbrautarslys.
Tvær járnbr.Iestir rekast
á.— 47 manns tarast.
Símskevti frá Chicago 12. þ. m.
segir frá ógurlegu járnbrautar-
slysi er varð á Baltimore og Ohio
brautinni, í grend við Woodville
í Indiana, kl. þrjú næstl. mánu-
dagsnótt. Tvær brautarlestir rák-
ust þar á og fórust þar fjörutiu og
sjö rnanns, og fjörutíu aðrir meidd-
ust meira og minna. Það kviknaði
í lestunum um leið og slysið skéði,
og brunnu farþegavagnarnir svo
eigi tókst að ná nema í tvö likin af
þeim seni fórust í þessu slysi. Hin
brunnu öll. Farþegarnir, sem fór-
ust voru flestir innflytjendur. Um
slysið er kent vangá jámbrautar-
þjónanna.
ínn er úr vönduðustu eik, og píp-
urnar á framhliðinni skreyttar
sömu litum og kirkjan,og gvltar að
auk til prýðis.
Innri bygging orgelsins vcrður
hér eigi auðið áð lýsa, enda slikt
eigi á valdi annara cn æfðra hljóð-
færameistara. Þess má þó geta að
1 orgelbelgirnir ganga fyrir rafur-
j magni.
Þessi kjörgripur Fyrstu lút.
j kirkju kostaði um fjögur þúsund
dollara. og vonast Lögberg til að
I geta sýnt lesendum sinum mynd af
o:ium áður langt um liður.
—a---o------
Ur bænum.
Þann 1. þ.m. voru gefin saman i
1 hjónaband þau Miss Lilian John-
j son frá Cavalier, N. D., dóttir Mr.
; Footer Johnson, sem þar býr, og
| prófessor J. W. Heath, frá Denver,
! Col. Heimili þeirra verður fyrst
um sinn í Walsenburg, Col, þar
sem Mr. Heath hefir opnað söng-
stofu ('Studio of Musicj fyrir vet-
urinn.
| Ljómandi myndarlega og smekk-
! lega gjöf, skrifborð og bókaskáp
('secretairej, færðu kvenfélagskon-
ur Fyrsta lút. safnaðar Mrs. M.
Paulson, féhirði félagsins, konu
Magnúsar Paulsons. ráðsmanns
Lögbergs, 9. þ.m„ sem er fjórt-
án ára giftingardagur þeirra hjón-
anna.
Mjög fjörugt samsæti fór fram
það kveld að heimili Paulsons hjón-
anna, er kvenfélagskonur stofnuðu
til ('surprise partyj. Stóð það til
miðnættis. — Ritstjóranum er ó-
j hætt að fullyrða, áð velvildarvottur
i þessi muni sérstaklega mega skoð-
ast sem ljúf viðurkenning frá fé-
lagskonunum Mrs. Paulson til
handa, fyrir margra ára starfsemi
hennar og dugnað í kvenfélagi
Fyrsta lút. safnaðar.
I sambandi við áöur ritað er rétt
l að minnast lítið eitt á hið nýja org-
el kirkjunnar. sem notað var fyrst
við messugjörð á sunnudaginn var.
Fluttu þann dag báðir prestar
kirkjunnar, séra Jón Bjarnason og
séra Rúnólfur Marteinsson, ræður,
og mintust þess meðal annars. hve
mikið fagnaðarefni fyrir söfnuðinn
væri að hafa fengið jafn gott org-
el í kirkjuna og þetta er.
Það mun óhætt að segja. að org-
! el þetta tekur fram öllum slíkum
hljóðfærum. er sézt hafa áður í ís-
lenzkum kirkjum. Þáð er geisi-
stórt, tuttugu og tvö fet á breidd,
tuttugu og sex á hæð, og átta á
dýpt. Hylur það stafn kirkjunnar
bæði á breidd og hæð. Orgelkass-
Mjög fjölmennur fitndur var
haldinn á samkomusal liberal
klúbbsins enska á Notre Dame ave..
13. þ. m. Þar flutti Mr. Brown
leiðtogi liberala hér í fylki, mjög
snjallt pólitískt erindi. Margar
fleiri ræður voru þar fluttar af
enskum—og islenzkum, því all-
margir landar sóttu fujid þenna.
Fyrir skömmu síðan lézt í Ár-
dalsbygð í Nýja íslandi, að beimili
Tryggva Ingjaldssonar, Mrs.Revk-
dal. móðir Andrésar Reykdals og
þeirra systkvna. Hún var kona
háöldruð. Væntanlega verður
hennar nánar getið síöar hér i blað-
inu.