Lögberg - 15.11.1906, Page 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15 NÓVEMBER 1906
Efnaraunsóknastofan f
Reykjavík.
í>essu stórum merkilega fram-
fara fyrirtæki Islendinga heima, er
lýst mjög nákvæmlega í snjallri
ritstjórnargrein, sem Fjallkonan
flytur 21. Sept. Þar segir svo:
„Mörgum mund’i þykja gaman aS
koma upp á efra gólf í suíSurend
anum á Lækjargötu.uppi yfir skrif
stofu Landbúnaöarfélagsins, ef
Jæir kæmu sér vel við húsbóndann
J>ar. Og einkum aö, kvöldi dags
Þá gætu þeir meöal annars fengiö
aö sjá fjórar stofur á meðalstærö
lýstar átján gasljósum, og er hvert
af þéim ljósum á við fimtíu kerta-
ljós, jafnframt gætu þeir fengið
a’ð sjá hér og þar um herbergin um
fimtíu loga, sem ekk'i eru ætlaðir
til lýsingar, heldur til þess að hita
undir kötlum húsráðanda.
Menn væru þá komnir inn í efna
rannsóknastofuna.
Á alþingi var fyrst vakið máls á
henn'i 1902. Þeir Björn heitinn
Jensson skólakennari, læknarnir
Guðmundur Björnsson og Guðm.
Magnússon og M. Lund lyfsali
sendu þá alþingi áskorun um mál-
ið. Þingið skoraði á stjórnina að
búa málið und'ir næsta þing. Á
alþingi 1903 kom stjórnarfrum-
varp um málið, en þá var því samt
aftur frestað.
Þá ym veturinn hafði hr. Ás-
geir Torfason, sonur skólastjóra
Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal, lok-
ið námi í efnafræðisdeild fjöllista-
skólans í Khöfn. Þingið veitti
honum styrk til frekari undirbún
búnings tmdir það að taka að sér
forstöðu fyrir stofnuninni. Hann
I
hefir síðan starfað á ýmsum efna-
rannsóknastofum við Landbúnað-
arskólann og Fjöllistaskólann í
Kaupmannahöfn og sömuleiðis í
Stokkhólmi hjá professor Söder-
baum, þeim er rannsakað hefir
fóður og beitijurtir fyrir Stefán
Stefánsson kennara.
Fé til efnarannsóknastofunnar
var veitt af alþingi í fyrra, 5,500
kr. til stofnunar og um 3,000 kr.
til árlegs kostnáðar.
Og nú er rannsóknarstofan tek-
in til starfa.
Féð var veitt frá nýári 1906.
En fyrir ýmsra hluta sakir varð
dráttur á því, að unt vær'i að taka
til starfa til fulls, þangað til um
síðustu mánaðamót, þó að smá-
rannsóknir hafi verið gerðar í
sumar. Nú er stofan að mestu
leyti útbúin eins og hún verður að
sinm.
Fjallkonan hefir fundið að máli
forstöðumann stofnunarinnar hr.
Ásgeir Torfason. Meðal annars,
sem þá bar á góma, báðum vér
hann að gera grein fyrir, hvert
gagn landinu væri ætlað að hafa
af rannsóknastofunni.
Honum fórust orð hér um bil á
þessa leið:
„Fyrst og fremst ætti landbún-
aðurinn að hafa gagn af henrii.
Hér er ætlast til, að fari fram rann
sóknir á ýmsu sem áhrærir hann,
t. d. að taka jarðvegi, fóðurteg-
undum O" eldsneyti, einkum mó.
fÞ'á er áburðurinn, sérstök nauðsyn
er á því,að hafa eftirlit með tilbún-
um áburði, af því að hann er mjög
misjafn. Þá er enn fremur mjólk;
láti bændur rannsaka mjólk sína,
verður það beim til aðstoðar, til að
koma sér upp góðum mjólkurkúm.
Hr. Á. T. sýndi oss ofurlítil glös,
sem notuð eru í Danmörku til að
senda mjólk í. Keim er stungið inn
í tréhylki, með hleypiloku á öðrum
endanum og bundið utan um.
öðrumegin er utanáskrift til rann-
soknarstofunnar, en hinu megin
nafn sendanda. Frekari formili
er ekki fyrir því hafður. Rann-
sóknastofan rannsakar mjólldna,
þegar pósturinn flytur henni glös-
in og gerir sendanda viðvart um á-
rangurinn, þegar rannsókninni er
lokið.
sérstakra rannsókna. Annars er þar
aragrúi af flöskum, glösum, ýmis-
konar skálum, deiglum úr postu-
líni og platínu o. s. frv.
Af ýmsum efnum og efnasam-
böndum hefir rannsóknarstofan
eignast á þriðja hundráð. Sömu-
leið'iis vísi til bókasafns um efna-
Nú þegar er farið að vinna verk , , . . c ■ ,.__.
, , ,, , ,, fræði, bækur keyptar fyrir nalægt
fyrir landbunaðinn 1 rannsokna- r:-____ 1____i_..* i_a„.._
stofunni, rannsaka vatn úr Þjórs-
á og ölfusá, hve mikið þar sé af
næringarefnum fyrir jurtir, með
það fyrir augum að veita ÍÞjórsá
á Skeiðina og Ölfusá á Flóann,
samkvæmt mælingum, sem Thal-
bitzer verkfræðingur hefir gert í
sumar; jafnframt er verið að rann
saka hey og jarðveg af þessu
svæði.
All-mörg sýnishorn af mýrajarð
vegi, sem mag. Helgi Jónsson hef-
ir safnað, eru komin til rannsókna-
stofunnar.
Rannsóknastofan ætti að taka að
sér eftirlit með ýmsufn vörum, t.
d. að taka með veggjapappír og
leikföngum. Litirnir ' á hvoru-
tveggja geta verið eitraðir. Eins
geta og verið svik í ýmsum vörum,
t. d. vínföngum, og rannsókna-
stofan ætti að hafa eftirlit með því.
Hér í Reykjavík ætti að vera
eftirlit með mjólk, sagði verkfræð-
ingurinn. Lögreglan þyrfti við og
við að kaupa mjólk, sem hér er
höfð á boðstólum og láta rannsaka
hana. Afarmikil hætta stafar af
því, ef mjólk er blönduð vatni,
sem spilt er af gerlum, auk þess
sem þar er um almenn svik að
tefla. Reynsla hefir fengist fyrir
því, að svikin mjólk hefir ver'ið
höfð hér á boðstólum.
En nfremur getur rannsóknastof-
an tekið að sér rannsókn á alls-
konar málmum. Sérstök áherzla
hefir verið á það lögð að afla sér
áhalda til gullrannsókna.
Ennfremur e'iga læknaefni að fá
tilsögn í efnafræði í rannsókna-
stofunni. Hingað til hafa þau ekki
átt ko*t á að nema efnafræði, ann-
an veg en af bókum við læknaskól-
ann. Hér eftir gera þeir efnafræði-
legar t'ilraunir sjálfir, og er búist
við, áð til þess verði varið þrem
klukkustundum tvisvar til þrisvar
á viku, um sex mánaða tíma. Á
þeirri kenslu verður byrjað eftir
nýárið nú í vetur. Svo er til stofn-
að, að læknaefni verði eins vel að
sér í efnafræði hér við læknaskól-
ann, eins og við háskólann í Kaup-
mannahöfn. Útbúnaður rannsókna-
stofunnar segir verkfræðingurinn,
legur. Sumt vantar samt enn t. d.
góða smásjá. Læknarnir hér hafa
hug á, að rannsóknastofan geti,
líkt 0g samskonar stofnanir í öðr-
um löndum, veitt læknum aðstoð
að ganga úr skugga um ýmsa
næma sjúkdóma. Enn það verður
ekki án smásjár.
Eins og áður er frá sagt, er gas
notað í rannsóknastofunni til lýs-
ingar og hitunar við rannsóknirn-
ar. Gasstöðin er í kofa rétt hjá
húsinu. Gasið er loft, sem mettað
er me'ð bensíngufu, og veitt í járn-
pípum úr gasstöðinni um alla rann-
sóknastofuna.
Skrifstofur Búnaðarfélagsins á
neðra gólfi verða og lýstar þaðan.
Vatnsveita er í húsinu, vatninu
ausið með dælu úr Skálholtslind-
inni í kassa á hæstalofti hússins,
og veitt þaðan um alt húsið. Af
áhöldum rannsóknarstofunnar má
nefna: rannsóknarvog, sem er svo
nákvæm, að hún sýnir þyngdar-
mun, sem nemur einum fimm-mil-
jónasta úr pundi; góð áhöld til aö
rannsaka hitagildi eldneytis; á-
höld til mjólkur og smjör rann-
sókna; og áhöld til þess að eim-
hreinsa vatn, þessi eru dýrust
þeirra áhalda, sem ætluð eru til
fjögur hundruð krónur. En helzti
litið þykir forstöðumanni vera til
af þeím, þó að hið allra nauðsyn-
legasta sé fengið.
Með stofnun efnarannsóknastof-
unnar hefir þjóð vor sjálfsagt
stigið langt spor í menningaráttina.
Síðan er áhugi vaknáði með þjóð
vorri, á því að færa sér verulega
í nyt landbúnaðanþekkingu annara
þjóða, hefir þörfin á henni verið
mjög brýn.. Auk þess sem gagnið
af henni verður vafalaust með
margvíslegum öðrum hætti, eins
og lauslega hefir verið bent á hér
að framan.“
------0-----—
Edison.
Um Edrson hefir þaö verið sagt,
að hann tæki flestum mönnum fram
hvað snertir ráðvendni í öllum hlut-
um, vingjarnlegt viðmót og starfs-
þol. Þó hann sé nú nálega sextug-
ur orðinn að aldri, vinnur hann me'ð
dæmalausasta þreki að nýjum upp-
fundningum, oft og tíðum dag og
nótt samfleytt, án þess á því beri,
að þreyta eða svefnleysi vinni hinn
minsta bug á honum. Hann er mað-
ur stálhraustur að heilsufari, síkát-
ur og hefir jafnan spaugsyrði á
reiðum höndum þegar á hann er
yrt. Það má næstum því svo að
orði kveða, að han.n beri það með
sér, hvar sem hann sést, að hann
er annað og meira en fólk er flest.
En samt sem áður er ekkert honum
fjarlægara en að þykjast af hæfi-
.'eikum sínum og gorta áf þeim.
Þegar maður sér Edison við
vinnu sína, getur maður ekki var-
íst þeirri hugsun að út liti fyrir,
að hann sé að virða fyrir sér eitt-
hvað sem sé i mikilli fjarlægð,
langt, langt fram í ókomna tíman-
um, og ekki virðist hann þá vita af
neinu því sem fram fer í kring um
liann. Þegar svona er ástatt, má
ekki gera honum ónæði.
Og þegar hann svo er búinn að
ráða fram úr vandræðunum, bú'inn
að sigrast á torfærunum og koma
hugsun sinni í framkvæmd, þá er
sjón að sjá hann. Anægjusvipur-
inn,sem kemur á andlitið,og geisla-
leiftrin, sem tindra úr augunum,
hefir hvorutveggja á sér einskonar
yfirnáttúrlegan blæ.
Edison er vafalaust emhver
hinn ótrauðasti starfsmaður, sem
nú er uppi. Oft kemur það fyrir,
að hann vinnur samfleytt í fimm
dægur án þess að hvíla sig eða
neyta svefns eða matar svo nokkru
að sé áð flestu leyti vel viðunan-
Sem dæmi um þrautseigju Edi-
sons má taka það fram, áð þegar
hann var að búa til hljóðritann sat
hann við í átján til tuttugu klukku-
stundir á hverjum sólarhring, eins
helgidaga sem aðra daga, og hróp-
aði í sífellu sama orðið inn í við-
tökuáhald hljóðritans. Eftir sex
mánuði, sem gengu til ýmsra breyt-
inga og umbóta, var hljóðritinn
fyrst orðinn fær um að hafa upp
eftir honum orðið á þann hátt, sem
Edison líkaði. '
Edison segir svo sjálfur frá, að
þegar honum dietti einhver ný upp-
fundning í. hug, þá geti hann ó-
mögulega hætt við að berjast við
hana fyr en hann sé búinn að koma
henni í framkvæmd. Að því búnu
verði hann svo jafnskjótt leiður á
meistarastykkinu, sem honum hef-
ir tekist að framleiða, og fái jafn-
vel hina mestu skömm á því.
Edisomsegir: „Heimurinn kall-
ar mig nú frægan mann og auðug-
an. Eg byrjaði á því áð vinna fyr-
ir mér með að selja dagblöð á járn-
brautarlest sem gekk á milli borg-
anna Detroit og PortHuron og var
þá blásnauður. En eg var ekki á-
nægður með þessa atvinnugrein
eingöngu og setti því á stofn tvær
litlar og mjög ófullkomnar sölu-
búðir í Port Huron. I annari
þeirra seldi eg dagblöö og í hinni
ýmsa suðurlandaávexti, kálmeti,
ber, smjör og egg. Eftir nokkum
tíma tók eg mér tvo drengi til að-
stoöar. Þeir voru ekki sérlega á-
hugasamir og hætti stundum við áð
sofna við verk sitt, svo eg tók það
ráð að gefa þeim inn daglega tvær
teskeiðar af dufti nokkru, til þess
að halda þeim betur vakandi.
Ástæðan til þess að mér datt í
hug að læra símritun var þessi:
Þegar fyrstu fréttirnar tóku að
berast um bardagann við P'itts-
burg, í þrælastríðinu, og sagt var
frá því að fallið og særst hefðu
alt að 'sextíu þúsundum manna, þá
varð mér undir eins ljóst, að eftir-
spurn eftir fréttablöðum mundi
verða mikil meðfram járnbrautinni
sem eg ferðaðist með, ef eg gæti
verið búinn að láta berast á undan
óljósar fregnir um hið mikla mann
fall. Eg fékk nú símritarana til að
láta aðaldrættina úr frásögnmni
um orustuna berast á undan lest-
inni stöð frá stö'ð, gegn þeirri
þóknun, að þeir fengju fréttablað-
ið sem eg seldi ókeypis í hálft ár.
Vanalega seldi eg um fjörutíu ein-
tök af blaðinu i hverri ferð, en í
þetta skifti tók eg með mér e'itt
þúsund eintök og seldust þau öll á
svipstundu þrátt fyrir það þó eg
seldi þau fimmfalt dýrara en áður.
Og eg þóttist meira en litill bur-
geis um kveldið, því nálægt eitt
hundrað dollara hafði eg grætt yfir
daginn á blaðaverzluninni. Þetta
atvik vakt’i nú athygli mitt á sim-
anum og eg einsetti mér að læra
símritun. Eftir tuttugu stunda
vinnu á hverjum sólarhring, í fjóra
mánúði samfleytt,var eg orðinn út-
lærður símritari og fékk atvinnu
við ritsímann. Þar gafst mér nú
fyrst tækifæri til að gera tilraunir
með rafurmagn, á ýmsan hátt.
Á íneðan eg vann á ritsímastöð-
inni gerði eg fyrstu uppgötvanir
mínar, en ekki var þeim þá nemn
sómi sýndur. Hér var það einnig,
að eg fann upp hinn svonefnda fer-
földunar-ritsíma er síðan hefir
frægur orðið. Fyrst þegar farið
var að reyna þá uppgötvun þótti
hún ekki ná tilganginum og var
þáð fyrst nokkrum árum síðar að
farið var að nota hana. I sambandi
við það að koma henni í fram-
kvæmd var það að eg flæktist til
New York, og átti eg þá ekki eitt
einasta cent í eigu minni.
Eg fékk nú atvinnu á skrifstofu
hjá málmhreinsunar - félagi einu,
sem veitti fimm hundruð manns
atvinnu. Hér var það sem eg fyrst
fór að hafa mig áfram. Þetta var
einmitt á þeim árunum þegar gull-
verzlunin var sem Hflegust. Dag
nokkurn bar svo við að allar vél-
arnar i verksmiðjunni 'stöðvúðust,
og allir stóðú uppi ráðalausir. „Eg
held að eg geti komið þeim á
stað,“ sagði eg hálf hikandi og var
leyft að reyna það. Mér hepnaðist
það mæta vel, enda gekk ekki ann-
að að en að fjö'ður hafði losnað og
farið á milli tveggja af ganghjól-
unum.
En afleiðingarnar af þvi að mér
tókst þetta svona vel urðu þær að
nú voru mér boðnir þrjú hundruð
dollarar í kaup um mánuðinn
framvegis. Það var næstum því
liðið yfir mig þegar mér var sagt
að eg ætti a'ð fá öll þessi ósköp í
kaup.
Nú var það þessu næst að eg
gerði uppfundningu þá er eg tók
fyrsta einkaleyfisréttinn fyrir.
Þegar kom að Þeim degi er eg
skyldi segja til fyrir hvað mikla
upphæð eg vildi selja einkaleyfis-
rétt minn, var eg mjög .gruflandi
yfir því hvað hátt eg ætti að verð-
leggja hann, og hvað mikið eg
mundi geta selt hann fyrir. Eg var
að hugsa um að setja upp fimm
þúsund dollara, en fanst þó sjálf-
um að þáð væri feikna upphæð.
Eg skalf eins og hrísla þegar eg
gekk fyrir formann einkaleyfis-fé-
lagsins, — þenna mikla og volduga
stórherra. Hina gífurlegu upp-
hæð, fimm þúsundir dollara, þorði
eg nú naumast að láta mér detta í
hug að nefna, og þegar hann nú
spurði mig að hvað mikið eg vildi
fá fyrir einkaleyfið þorði eg ekk-
ert að segja. Eg óttaðist að ef eg
færi nú að nefna áð fá fimm þús-
und dollara yrði það máske álitin
sú óhæfa að algerlega yrði hætt
að semja nokkuð um kaupin fram-
ar. Eg hefi aldrei á æfi minni tek-
i« annað eins út, aldrei liðiö aðra
eins kvöl, eins og augnablikin sem
á þessu stóð. Loksins stundi eg
því þó upp við hinn mikla mann
að hann skyldi gera mér eitthvert 1
tilboð.
„Gerir þú þig ánægðan með að
fá fjörutíu þúsund dollara?" spurði
formaðurinn. Eg gerði mitt sár-
asta til að halda mér í skefjum og
hníga ekki niður, og svaraði nú
eins hægt og stillilega og mér var
mögulegt að eg héldi að eg gerði
mig ánægðan með það. Jafnvel
eftir áð eg var búinn að skrifa
undir kaupsamninginn og fá ávís-
un fyrir peningunum átti eg mjög
bágt að trúa því að þetta væri
annað en draumur. Á leiðinni
heim til mín þorði eg ekki að koma
nálægt nokkrum manni,svo hrædd-
ur var eg um að ávísuninni yrði
stolið af mér.
Fyrir þessa peninga setti eg nú
á stofn vitjnustofu og byrjaði á
nýjum uppgötvunum. Næsta upp-
fundning mín var sjálfhreyfanlegt
ritsímunar-áhald og svo þar næst
mimeo-grafinn. Félögin sem
keyptu einkaleyfið fyrir þessum
nýungum græddu á þeim margar
miljónir dollara. En eg fékk fyrir
þær eitt hundrað þúsund dollara
og gerði mig vel ánægðan með
þáð. Það var mér nóg til að geta
haldið áfram að gefa mig við frek-
ari tilraunum og heilabrotum, og
Þótti mér það mest um vert.“
Star Electric Co.
Rafmagnsáhöld sett f hús. AtigertJir af
hendi leystar. Telephone 579
Wm. McDonald, 191 Portageav
ir riuiii
Stephenson & Staniforth
118 Nena St.. - WINNIPEG
Rétt norðan við Fyrstu
lút. kirkju,
Tel. 5730,
Píanó og Orgel
enn <5viðjafnanle*r. Bezta tegund-
in sem fæst í Canada. Seld með
afborgunum.
Einkaútsala :
THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO.
295 Portage ave.
TEACHER OF THE PIASO.
662 Langside St., • • Winuipeg
P. Th. Johnson,
KENNIR PÍANÓ-SPIL og TÓNFRÆÐI
Útskrifaður frá | Kenslustofur: Sandison
músík-deildinni .við t Ðlock, 304 Main St., og
>Gu8t,Adolphus Coll. | 701 Victor St.
Thos. H. Johnson,
lslenzkur lögfræhlngur og mftla-
fœrslumaCur.
Skrifstofa:— Room 83 Canada Ltfe
Block, suSaustur hornl Portage
avenue og Maln st.
Utanáskrlft:—P. O. Box 1364.
Telefón: 423. Wlnnlpeg, Man.
H. M. Hannesson,
íslenzkur lögfræðingur og mála-
færslumaður. Skrifstofa:
ROOM 412 McINTYRE Block
Telephone 4414
Dr. O. Bjornson,
| Office: 650 WILLIAM AVE. tel. 8, £
Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. <
House: 6jo McDermot Ave. Tel. 4300
>wO
Office : 650 William ave. Tel, 89 (
Hours: 3 to 4 & 7 to 8 p.m,
Residence: 620 McDermot ave. Tel.4300
WINNIPEG, MAN.
Dr. G. J. Gislason,
Meöala- og Uppskuröa-Iœknlr.
Wellington Block,
GRAND FORKS, - N. Dak.
Sérstakt athygli veitt augna, eyrna
nef og kverka sjúkdómum.
Dr. M. Halldorson,
PARK RIVER. N. D.
Er aC hltta & hverjum mlðvlkudegl
í Grafton, N.D., frá kl. 6—6 e.m.
I. M. ClegboFD, M D
læknlr og yfir.se tumaður.
Heflr keypt lyfjabúCina á Baldur, og
heflr þvl sjúlfur umsjön á öllum meC-
ulum, sem hann lwtur frá sér.
Ellzabeth St„
BALDUR, . MAN.
P.s.—fslenzkur túlkur vlC hendlna
hvenær sem þörf gerlst.
A. S. Bardal
selur líkkistur og annast
um útfarir. Allur útbún-
aOur sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minnisvarOa og legsteina
Telephone 3oS
Páll M. Clemens,
byggingameistari.
219 McDbrmot Ave.
WINNIPEÖ Phone 4887
IVI, Paulson,
selur
Giftingaleyflsbréf
ríHhhib dtix
— þvi að
Eúfly’s Byflílngapapplr
iieldur húsunum heituml og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishom-
um og verðskrá til
TEES & PERSSE, LIR-
Ilgbnts, WINNIPEG.
iStærsta Skandinavaverzlunin í Canada.
Vér óskum eftir viöskiftum yOar. Heildsala ’og smásala á innfluttum, lostaetutr
matartegundum. t. d.: norsk KKKogKKKK spikslld, ansjósur, sardinur, fiskboll-
ur, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauö-sagó, kartöflumjöl og margskon-
ar grocerie-vörur
The GUSTAFSON-JONES Co. Limited,
325 Log-an Ave. 325