Lögberg - 22.11.1906, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.11.1906, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22 NÓVEMBER 1906 Fréttirfrá Islandi. Reykjavik, 17. Okt. 1906. Tvö skip kvað Sam. gufusk. fél. vera at5 byggja, sem munu ætlu'S til íslandsferöanna. Þau eiga aS verSa töluvért stærri en þau skip fél., sem nú eru hér í förum, og meS stórum og vönduðum farþega sölum á þilförunum. Nýtt timarit kvað eiga að stofn- ast i Khöfn í vetur og verða aS- skilnaöar málgagn. Sagt er, að Einar Arnórsson kand. jur. muni verða ritstjórinn. í læknaskólanum eru 16 lækna- efni; 4 hafa lokið fyrri hluta prófs og 1 er nýr. I prestaskólanum eru 8 og 2 af iþeim nýir; annar þeirra hefir þó lesið guðfræði 2 ár við háskólann. I hinum almenna mentaskóla eru 75; 23 af Þeim eru nýsveinar. Auk þeirrra gengu 4 inn í skólann í haust, er verig hafa þar áður, en höfðu sagt sig úr honum. Reykjavik, 24. Okt. 1906. Kynbóta-hrútur frá kynbótabúi Ingólfs Guðmundssonar á Breiða- bólsstaö i Reykholtsdal fór á upp- boði við Raúðgilsrétt i fyrra mán- uði á 60 kr., og keypti hann ráðs- maðtir séra Guðm. í Reykholti. Hrúturinn var 3vetur. — Vetur gamlir hrútar fóru á 25—30 kr. Á lýðskólann i Askov fóru í haust 3 ungir menn úr Skagafirði: Jón Sigurðsson frá Reynistað, Jóh. Björnsson frá Hofsstöðum og Jakob Lindal frá Hrólfsstöðum hreppi, enda bú§kapur þar yfirleitt síðri en annars staðar í sýslunni. Dáinn er 26. f. m. Torfi Hall- dórsson fyrrum kaupmáður á Flat- eyri við önundarfjörð, 84 ára. 28. f. m. andaðist Ólöf Hjálm- arsdóttir yfirsetukona í Stykkis- hólmi. Flensborgarskólinn var settur 1. þ. m. og jafnframt vígt þar nýtt skólahús, 30x15 álnir, smiðað í Noregi, og hafði kostað um 8 þús. kr. Gamla húsíð er notað til heima- vista. Mokafla 26. f. m. í Ólafsfirði. segir Norðurland frá Húsavík nyrðra og í Minnisvarði var nýlega reistur á Möðruvöllum í Hörgárdal yfir síra Davíð Guðmundsson áður prest á Hofi. Varðinn er úr granitsteini, þrjár og hálf alin á hæð og er kost- aður af sóknarbörnum sira Davíðs, eyíirskum prestum og nokkrum vinum hans. Þ'ess var getið i síðasta blaði, að norskur maður bæði um vinsölu- leyfi á Seyðisfirði. Til „Templ- ars” heíir verið símað frá Seýðis- firði, að beiðninni hafi verið neit- að á borgarafundi með 54 atkvæð- um gegn 48. Af ísafirði segir „Valurinn" frá 12. þ. m. góða tíð og afla. Kjötverð á Akureyri er 19—22 au. pundið, segir „Norðri“ frá 5. þ. m. Fé þar furðu vænt. I kaþólska skólanum i Landa- koti eru nú 60 börn. I Við verzlunarskólann eru nú um 60 nemendur og hafa fleiri viljað komast þar að en hægt hefir verið að taka á móti. Skólastjórinn er hinn sami og í fyrra hr. Ólafur Eyjólfsson frá Akureyri, og er hann nú alfluttur hingað. 8 mán. betrunarhúsvist er Sam- úel Guðmundss. járnsmiður dæmd- ur í af undirrétti hér í Rvík fyrir meðferð á kvenmanni, sem eigi er talin með öllum mjalla, og hcfir áður verið skýrt frá þeirri með- ferð hér i blaðinu. Nokkrir vinir I. C. Poestions hér í Reykjavík sendu honum nú í haust að gjöf pappírshníf, sem St. Eiríksson hefir skorið út af mikl- um hagleik. Á hnífinn er rist þessi kveðja eftir Stgr. rektor Thorsteinsson: „Meðan sól á Snæ- fell skín—Poestion vor hinn prúði —mun á vorri móðurfoldu—nafn þitt uppi um aldur.“ Unglingaskóli er að komast á fót á ísafirði. Við Hólaskóla verður Jósef J. Björnsson skólastjóri i vetur fyrir Sig. Sigurðsson, er ætlar að dvelja erlendis. Við Hrísey á Eyjafirði brotnuðu 3 vélarbátar i stórviðrinu eftir miðjan síðastl. mán.—Lðgr. Reykjavík, 20. Okt. 1906. Hleinargarður í Eiðaþinghá (S. Ms.J brann til kaldra kola í ofsa- veðrinu 13. f. m.—öll bæjarhús og hlaða með heyi. Óvátrygt. Eig- andi efnalítill. Dáinn 28. f.m., Björn Eiríksson snikkari á Eskifirði, um sextugt, valmenni og ágætis smiður, tengda scnur Weywadt sál. kammerasses- ors á Djúpavogi. Fjallk. hitti hér um daginn einn af fremstu mönnum slátrunarhúss félagsskaparins. Hann sagði, að enn væri ekki fengin nein vissa fyrir, að neitt yrði úr honum. Ár- nesingar hafa yfirleitt tekið vel í máJið, en Rangæingar yfirleitt dauflega. Samt vonaði hann að fyrirtækið mundi komast í fram- kvæmd. Málinu verður ráðið til lykta fvrir næsta nýár. Reykjavik, 10. Okt. 1906. Björn Jónsson ritstjóri ísafold- ar varð sextugur þ. 8. þ.m. Nokkrir bændur í Árness- og Rangárvallasýslum sendu honum fagra gjöf þann dag: dýrindis íit- mynd, eftir Ásgrim Jónsson, af I Helclu og. fjöllum þar í grend. en í násýn er nokkur hluti af Eystra- hrepp í Árnessýslu. Myndin er 2 álnir á lengd og 1 alin á hæð innan umgjörðar og er glæsilegt snildar- verk. Á umgjörðinni er silfur- skjöldur og á hann letráð: „Björn Jónsson. Með þakklæti fyrir alúðarstarf í þarfir þjóðar- innar. Frá nokkrum bændum." Önnur gullfalleg litmynd var hr. B. J. gefin í afmælisgjöf, eftir dóttur hans, frk. Sigríði. Sú mynd er af Öxarárfossinum og Almanna gjá- ið nemur og nánari atvik þar að lútandi." Svo er að skilja á hraðskeyti konungs, sem hann hugsi sér að hlaupa undir hagga með gjöfum. En bæjarfógeti á Akureyri hefir tilkynt ráðherra fyrir bæjarstjórn- arinnar hönd, að ekki sé hugsað til áð leita hjálpar utan bæjar. Bæjar- fógeti hefir og skýrt ráðherra frá því og hann aftur konungi, að um 10 þús. kr. af tjóninu hafi lent á félausum verkamönnum og 2 fá tækum fjölskyldum. Ágizkunin í síðasta blaði um fjárhæð þá, sem farist hefir, munu vera mjög nærri lagi. Sagt er að bæjarfógeti hafi virt skaðann 190 þús. kr., en brunaábyrgð 145 þús. krónur. Halldór Jónsson átti hús það, sem eldurinn kom upp í, hafði ný- lega keypt það af Kolbeini kaup- manni Árnasyni. — Fjallk. Jón Einarsson, um fimtugt, kom heim í vor frá Ameríku eftir 1 árs þarveru tæpa, drekti sér í Vest- mannaeyjum 9. þ. m.; föt hans fundust við sjóinn, en maðurinn horfinn. Um 20 mótorbátar er búist við að gangi frá Vestmannaeyjum í vetur til fiskjar. Á eitthvað ári hafa verið keyptir þar mótorbátar fyrir yfir 80,000 kr. D. Thomsen konsúll hefir gefið 500 kr. til kaupanna á standmynd af Ingólfi Arnarsyni. Það er eitt af hans venjulega rausnarskap. Norðtungu, 18. Okt. ('símað „Dagblaðinu“J: Þann 15. þ. m. vildi það slys til í Borgarfirði, að Kristján Þorsteinsson frá Arn- þórsholti í Lundareykjadal datt af baki og festist í ístaðinu; hestur- inn hljóp á stað og dró manninn þar til er ístaðið slitnaði. Annáð nýrað í honum rifnaði eða sprakk, og hann liggur nú hættulega vcik- ur, en læknirinn telur þó von um að honum batni. RaflýsingarmáJið var til síðari umræðu og atkvæða í bæjarstjórn- arinnar, að bærinn byði rafmagns- inni í gærkveldi. — Tillaga nefnd- félögum að koma fram með tilboð um, með hverjum kjörum kjörum þau vildu setja hér upp rafmagns- framleiðslu og selja bæjarbúum ljós.var samþykt með 6 atkv. gegn 5 (B. Kr., H. H., Kr. J., Kr. Þ. og B. Bl.J. Ásgeir Sigurðsson var fjarverandi fvestur á ísaf.JJ, en er í nefndinni og henni samdóma. Bæjarf. (íorm.J greiddi eigi atkv., en er sagður vera á sama máli sem nefndin. Það var ákveðið, áð boð- in skyldu einnig ná til gasfram- leiðslu og sölu á eldunar-gasi. Boðin eiga að vera komin lil bæj- arstj. fyrir Marz lok í vor. —Rvík. Fjallk. hitti fyrir skömmu merk- an bónda úr Árnessýslu og mintist á járnbrautarlagninguna við hann. Hann virtist vera henni mótfall- inn, mest vegna snjóþyngsla á hinu fyrirhugaða brautarstæði, hugði, að hún kæmi ekki að fullum not- um. í þess stað vakti fvrir honum að fá höfn við Eyrarbakka éða Stokkseyri og járnbrautarstúf það- an upp eftir sveitinni. Nú hefir verið ritað nokkuð ítarlega um máJið í ísafold, og mun sami mað- ur hafa gert það, eins og sá, er Fjallkonan atti tal við. Væntan- lega verður þetta stórmál athugað af sem mestri skynsemd og sem minstu kappi. c Loftskeytastöð Marconifélagsins hefir nú hætt starfi, éða birtir að minsta kosti engin skeyt'i,hvað sem félagið kann hér frekar að hafast að. Reykjavík, 18. Okt. 1906. Fágæt ‘ rausn hér á landi er það, sem Þórarinn Tulinúus stórkaup- maður hefir sýnt Eskifjarðar-álma landsins, frá Egilsstöðum til Eski- fjarðar (um ReyðarfjörðJ hefir kostað nálægt 31. þús. kr. Þessa fjárupphæð hefir Tulinius lagt fram, að undanskildum 4 þús. er Suður-Múlas. veitti til fyrirtækis- ins. Tveir efnilegir menn frá Mjóa firði, Alexander Halldórsson og Ólafur Þorsteinsson druknuðu ný- lega, á leið milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar, voru 4 á bát alls, koll sigldu bátnum, en tveimur varð bjargað. * , I Reykjavík, 25. Okt. 1906. Bátaábyrgðarfélag Isfirðinga, sem hélt aðal fund snemma í þess- um mánuði, segir „Valurinn“, að hafi tekið áð sér ábyrgð, sem nem- ur um 70 þús. kr., en öll líkindi til, að sú fjárhæð muni tvöfaldast eða þrefaldast á þessu reikningsári. Smjörbú í Staðarsveit, sem ráð- gert var aö kæmi upp í vor, var frestað að setja á stofn vegna ótíð- arinnar, en ákveðið áð það byrjaði á næsta vori. Yfir höfuð er að lifna yfir bú- skap manna á Snæfellsnesi, eftir því er Sigurður búfræðingur Sig- urðsson seglr, sem nú er nýkominn þaðan að vestan. Sem dæmi um Iþað segir hann, að skilvindur séu nú komnar á flesta bæi á sunnan- Terðu nesinu, nema í Kolbeinsstaða Reykjavík, 6, Okt. 1906. Hvað liður gullinu? Svo spyr nú fjöldi manna, og sumir nokkuð óþolinmóðlega. Svarið er þetta, eftir því sem Fjallkonunni hefir verið tjáð: Stjórn „Málms" hefir pantað bor frá Þýzkalandi, fyrir þrem mánuðum. En félagið, sem við var samið, áskildi sér fjóra mán- uði, til þess að búa hann til. Hann aetti þá að vera væntanlegur eftir 1—2 mánuði. Verð hans hefir „Málmur" þegar greitt. Ellefsen hvalaveiðamaður hefir boðið Mjófirðingum að lána hrepnum það fé, sem til þess þarf að koma á talsimasambandi við Seýðisfjörð. Gert ráð fyrir að til Þess þurfi 8—9000 kr. Talið lik- legt, að tilboðið verði þegið og síminn kominn upp á næsta hausti. Norðfirð’ingar hafa og hug á, að sögn, að fá talsímasamband við Eskifjörð. Og frá Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar hefir Tulinius stórkaupmaður í hyggju að leggja talsíma, í samlögum við stjórn Frakka. Frá konungi hefir ráðherrann fengið eftirfarandi skeyti eftir Ak- ureyrar-brunann: „Mig tekur sárt að frétta um hinn mikla bruna sem Akureyri hefir orð'ið fyrir, og votta að svo stöddu hjartanlega samúð mína, og bið yður að senda mér hið fyrsta skýrslu um, hve miklu slys- Reykjav. 5. Okt. 1906 Nú þykjast menn fullvissir um, að farist hafi hér í Faxaflóa í ofsa- veðrinu 12.—13. f. m. lítill þilju- bátur, „Hjálmar“, er hafður var til flutninga hér um flóann og Thor Jensen kaupm. átti. Hefir það síðast til hans spurzt, að hann lagði af stað úr Leirunni 12. f. m. um það leyti sem rokið skall á. 5 menn voru á skipinu: Þorste'inn Ólafsson skipstjóri, Hafliði Páls- son stýrimaður fson Páls skipstj. HafliðasonarJ, Guðmundur Jóns- s°n og Arnfinnur Pálsson, og hinn 5-: Magnús Jónsson frá Flanka- stöðum á Miðnesi, er var farþegi með skipinu. Hann var kvæntur og á mörg börn, sjómaður ágætur og dugnaðarmaður. Reykjav. 12. Okt. 1906. Ásgrímur Jónsson málari er fyr- ir skömmu kominn hingað til bæj- arins. Hann hefir í sumar verið að mála vestur á Snæfellsnesi og austur í Árnessýslu. Er það mikill fjöldi mynda, er hann hefir málað og margar ágætar, en hann á eftir að ljúka við sumar þeirra. Hann hefir t. a. m. málað stóra mynd af Snæfellsjökli og aðra af hinu ein- kennilega fjalli Kirkjufelli L-Syk- urtoppnum“J í Eyrarsveit, ennfr. ágæta mynd frá Arnarstapa og aðrar fleiri þar í nágrenninu fvið Hraunhöfn og víðarj ennfr. frá Búðum og Ólafsvík, en úr Árnes- sýslu ýmsar myndir með útsýni t'il austurfjallanna úr Gaulverjabæj- arhreppi í Flóa, en þar er Ásgrím- ur fæddur (í RútsstaðahjáleiguJ og eru þær myndir mjög góðar. Hann ætlar að halda sýningu fyr- ir almenning á þessum myndum sínunf undir eða um næstu mán- aðarmót, og geta menn þá feng'ið að sjá, hve góðum tökum Ásgrím- ur hefir nað a list sinni, Tvær and- litsmyndir eru í þessu safni hans, nýmálaðar, önnur af frk. Unni Thoroddsen, sérlega vel gerð og hin af Svölu, ungri dóttur Einars sýslum. Benediktssonar. Sigríður Högnadóttir Leifsson. Þann 7. Okt. síðastl. lézt að heimili sínu við Fishing Lake, Quillplain P. O., eftir langar sjúkdóms þjáningar, konan Sig- ríður Högnadóttir, Iæifsson, dótt- ir Högna sál. Jakobssonar, fyrr- um bóndi á Skálmholtshrauni í Árnessýslu, og konu hans Guð- rúnar Halldórsdóttir. Hún var fædd 15. Janpar 1864; ólst hún upp í foreldrahúsum þar til ^ð hún árið 1894, giftist eftir- lifandi manni smum, J. F. Leifson. Ásamt honum byrjaði hún þá bú- skap á áðurnefndri jörð, foreldra sinna, og bjó þar, þar til árið 1901, að Þau hjón fluttust með fjöl- skyldu sína til Fishing Lake í Canada. í hjonabandi lifði hun 12 ár, og varð sex barna auðið; þremur af þeim varð hún, með sorgfullu hjarta og veikum líkamskröftum að fylgja mjög snögglega til grafar, en þrjú eiga nú á bak að sjá, ásamt manni hennar og aldur- hniginni moður, elskulegri móður, konu og dóttur. Sigríður sál. var hin mesta geðprýðis kona og vel skynsöm; kunni að mæta sorg og gleði með hógværð og stilIingiT, hugljúf og trúföst öllum sem henní kvntust. Þjóðólfur og ísafold eru vin- samlega beðin að birta lát hennar. /. F. L. Thos. H. Johnson, lalenzkur lðKfræCingur og m&la- færelumaCur. Skrifstofa:— Room 83 Canada Life Block. suCaustur horni Portage avenue og Main st. tJtan&skrift:—p. o. Box 1884. Telefön: 423. Winnlpeg, Man. H. M. Hannesson, íslenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: ROOM 412 McINTYRE Block Telephone 4414 Star Electric Co. Rafmagnsáhöld sett f hús. ACgerOir af hendi leystar. Telephone 579 Wni. McDonald, 191 Portageav Dr. O. Bjornson, [ Offick: 660 WILLIAM AVE. tel. 89 £ Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. j House : 8ao McDermot Ave. Tel. 4300 Dr. B. J. Brandson, < , Offick: 650 VVilllam ave. Tel, 89 j 1 Hours : 3 to 4 & 7 to 8 p.m, J Residence : 620 McDerraot ave. Td.4300^ WINNIPEG, MAN. Dr. G. J. Gislason, Meöala- og Uppskuröa-lseknir, Wellington Block, GRAND FORKS, - N, Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. Stephenson & Staniforth 118 Nena St.. - WINNIPEG Rétt norðan við FyrsLu lút. kirkju, Tel. 5730, Píanó og Qrgel enn óviðjafnanleg. Bezta tegund- m sem fæst í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPE6 PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. Dr. M. Haildorson, park river. n. d. Er aC hltta & hverjum mlCvfkudegi I Grafton, N.D., frá kl. 5—8 e.m. 1.1. Cleghora, M D læknlr og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúCina & Baldur, og heflr þvf sj&lfur umsjón á. öllum meC- ulum, sem hann lwtur frá sér. Ellzabeth st., BALDTJR, . MAN. p-s-—lslenzkur túlkur viC hendina hvenær sem þörf gerist. MissLouisaG.Tiiorlakson, TEAOHER OF THE PIAAO. 602 Laitgside St., Wiuoipeg Reykjav. 26. Okt. 1906. Nýdáinn er Þorsteinn Þor- steinsson á Hofi í Svarfaðardal, fræðimaður mikill á forna vísu. 1. C P. Th. Johnson, KENNIR PÍANÓ-SPIL oe TÓNFRÆÐI títski-ifaSur frá ] Kenslustofur: Sandison muBlk-deildinni við T Block, 304 Main St., og ••"t.Adolphus Coll. T 701 Victor St. A. S. Bardal selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá beati. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Telepfa.oxa.e 3oG Páll M. Clemens, hygrgringameistari. 219 McDermot Ave. WINNIPEG Phone 4887 iVI, Paulson. selur Giftingaleyflsbréf Hinn 17. þ. m. hrökk maður útbyrðis og drukknaði af vclabát á Jeið úr Vestmannaeyjum upp undir Eyjafjöll. Hann hét Magn- ús Magnússon frá Landamótum í Vestmannaeyjurn um þrítugs ald- ur og kvæntur. I Hörmulegt slys varð hér í bæn- um á þriðjudaginn var. Piltbarni á 3- ári fsyni Hendriks Erlends- sonar stud. med.f' á laugavegi nr. 52 var hrundið af öðru barni ofan í pott eða vatnsfötu með sjóðandi vatni í. Börnin voru að kankast á eða leika sér í eldhúsinu. Barnið brendist svo, að það lézt að rúm- um sólarhring liðnum (í fyrra kveld. Síðastl. sunnudag fyrirfór sér maður á Stokkseyri, Jón að nafni Pálsson, bróðir Jóns Pálssonar organista og þeirra bræðra. Dáinn er 12. þ. m. Símon Jóns- son á Jórvikurbryggjum í Alpta- veri á 95. aldursári, einkennilegur maður á ýmsa lund. ÞjðBólfur. (^lumb eftir — þvi að —* Edfly’s Bugglngapapplr heldur húeunum heituml og vamar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LLR- áoKNTS, WINNIPEG. [Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada. Vér óskum eftir viðskiftum yOar. Heildsafa ’og smásala á innfluttum, lostsetum raatartegundum, t. d.: norsk K KKogKKKK spikslld, ansjósur, sardínur, fiskboll- ar’^w:eri^-vöruraUtab0rgar b,ÓgU' gamalostur' rauB-sagó, kartöflumjöl og margsWon- The GUSTAFSON-JONES Co. Limited, 325 Logan Ave. 325

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.