Lögberg


Lögberg - 28.02.1907, Qupperneq 5

Lögberg - 28.02.1907, Qupperneq 5
4 LOGBERG fÍMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1907 né reyna að afstýra nýjum svívirð- ingurn. Miklu fremur eru þeir liklegir til að vilja hafa hönd í bagga með stjórninni framvegis. Þvi fáein gróðabrögð má leika enn, meðan eftir eru þó þessar átta hundruö þúsundir ekra. Stórstúkuþing Good-Templara Hið 23 ársþing Stór-stúku Good- Templara Manitoba og Norðvest- ur fylkjanna var sett að kveldi h. 11. þ. m. í Woodmen’s Hall, Elm- wood, og stóð yfir i tvo daga. Ýms mál voru rædd á þessu þingi ,sem yrðu til framgengis bindindismálinu og var þetta þing eitt með þvi bezta sem haldið hef- ir verið um nokkur undanfarin ár. 12 stúkur og þrjár unglingastúk- ur sendu erindsreka á þingið og alls tóku 34 meðlimir stórstúkustig en 9 tóku alheimsstúkustig. Skýrslur embættismanna voru lesnar upp að kveldi hins 11. og allar samþyktar i einu hljóði. Skýrslur ritara gáfu til kynna ab hagur stúkunnar stæði fremur vel. Á árinu síðastliðna voru 9 stúkur myndaðar og 2 endurreistar. 2 unglingastúkur hafa einnig verið stofnaðar. 5 stúkur, hafa hætt að starfa og er nú stúkna tala 31 með 1465 meðlimum og þrjár unglinga- stúkur með 90 meðlimum; þetta sýnir hag stórstúkunnar betri en á síðastliðnum 10 árum. Mikil á- herzla var lögð á myndun og við- hald unglingastúkna i sambandi við undirstúkur og skorað á alla fulltrúa að mæla með stofnun slíkra stúkna í sambandi við stúk- ur sínar. Br. W. Anderson, st. templar, hafði verið falið á hendur áð fram- v.ísa máli um stofnun innanríkishá- stúku er starfaði yfir alt Canada- riki og væri liður milli stórstúku og alheimsstúku; hann flutti þetta mál sköruglega og skýrði nákvæm- lega starf slíkrar stóku, gaf skýr- ingu um hvernig samskonar stúka hefði starfað í Bandaríkjunum síð- astliðið ár og mælti með myndun slíkrar stúku fyrir Canada. Til að ihuga þetta mál var skipuö fimm manna nefnd, sem gaf skýrslu sina og mælti með stofnun slíkrar stúku. Að síðustu var mál þetta falið framkvæmdarnefnd stórstúk- unnar á hendur, til aö leita sér frekari upplýsinga og henni um leið gefið vald til áð hafa með- gjörð með yfir árið. Fulltrúar voru kosnir til að mæta, í sambandi við fulltrúa frá öðrum fylkjum Cana- da, á þingi til að stofna innanrik- .ishástúku ef slíkt álitist til heiila bindindisfélagsskapnum og hlutu þessir kosningu; W. Anderson, J. F. Silvester, B. M. Long, Ch. Holmberg, H. B. Johnston, H. Taylor, C. E. McDonald, G. G. Wilson, F. Hunt, W. H. Lowe, Mrs. J. M. Scott og Mrs. G. Búa- son. Br. L. W. Griggs flutti mál um stofnan umdæmisstúkna. Var þetta mál ítarlega rætt bæði ineð og mót. Alment álit var að undir- stúkur væru of fáar og tvístraðar til þess að umdæmisstúkur gætu starfað að notum. Stór-ritara var falið á hendur að fá úrskurð al- heims-templar um hvort hægt sé að mynda umdæmisstúku fyrir Winnipegbæ, sem ekki skerði rétt undirstúkna með aö senda fulltrúa á stórstúkuþing. Líftryggingar- flnsurancej máli var einnig hreyft á þinginu og meðmæli flutt um að biðja R. T. of T. að leyfa Good-Templara- stúkum að taka hftrygging í þeirra félagi. Margir töluðu í þessu máli og voru mjög skiftar skoðanir manna. Ein stúka hefir tekið upp þessa liftrygging á síð- astliðnu ári og var því siðast af- ráðið að lofa þeirri stúku að halda afram þvi starfi á komandi ári og skyldi hún gefa nákvæma skýrslu yfir starf sitt á næsta þingi þegar þetta mál skyldi ræðast til hlýtar. Embættismenn stórstúkunnar kjörnir fyrir komandi ár, voru:— Stór Templar, J. F. Silvester; S. kanslari, W. H. Lowe; S. V. T., Mrs. N. Benson; S. G. U. V., Mrs. W. L. Scott; S. Ritari, Mrs. G. Búason; S. Gjaldk., B. M. Long; S. Kap., Rev. W. L. Scott; S. Marsk., H. H. Johnson; F. S. T., W. Anderson; S. G. kosninga, H. Taylor; S. G. kapplestra. Mrs. .H. P. Bjarnason; S. V., G. G. Wil- son; S. A. R., O. P. Lambourne; S. A. M., Bergström; S. U. V., G. Hjaltalín; S. sendisv." F. Hunt. Þinginu var slitið á miðvikud.- kv. með skemtisamkomu, sem var opin fyrir alla. Á þessari samkomu fluttu þessir ræöur: Rev. Mac- Lachlan, R. Marteinsson, R. J. Hays, Mrs. W. L. Scott, og Mr. B. Hagg. Allar voru ræðurnar liprar og vel fluttar og áttu sér- staklega vel við málefnið. Bind- indisvinir voru hvattir til að fylgja þeim mönnum með atkv. sínum i komandi kosningum serri hlyntir væru bindindi, án þess að taka til greina hvaða pólitískum flokki þeir tilheyrðu. Ágætis söngvar (Solos) og upplestrar voru fluttir og yfirleitt má telja að samkoma þessi hafi verið með beátu af þessu tagi sem haldnar hafa verið í Winnipeg. Winnipeg, 22. Febr. 1907. G. Búason. , ------o------ Fréttir frá íslandi. Seyðisfirði, 9. Jan. 1907. Frá Reykjavík er símritað. — Á gamlárskveld safnaðist um 2,000 manns fyrir utan hús ráðherrans. Hélt Jón Ólafsson ritstjóri þar ræðu fyrir ráðherranum og endaði með því að kalla: “Lengi lifi ráð- herra Hannes Hafstein’’. Var tek- ið undir það af mannfjöldanum með margföldum húrra hrópum. Ráðherra þakkaði með ræðu fyrir fósturjörðinni og var að henni gerður mikill rómur. Seyðisfirði, 19. Jan. 1907. Talsímaskeyti frá Sauðárkrók í kveld; Verzlunarhús Popps í Hofs- ós brunnu í fyrrakveld ásamt vör- um í búðinni. Eldurinn varð þó slöktur áður en hann náði til fleiri húsa. Skaði 10—15 þús. krónar. Orsök brunans óþekt. — Einnig er nýbrunnin tööuhlaða á Ulugastöð- um í Laxárdal. —1,000 Templarar gengu í skrúð- göngu um bæinn á nýársdag, er þeir vígðu Hotel Island. fEins og kunnugt er þá hafa Templarar í Reykjavík keypt Hotel Island og halda því áfram nú frá þessum áramótum á sinn kostnað án vin- veitinga, en að öllu öðru leytí á sama hátt og áður. Fundi sína halda Templarar í þessu nýja húsi sínu í stórum sal, er þeir hafa látið útbúa í öðrum enda hússins.J Að kveldi 2. þ. m. kviknaði í tré- smíðaverkstæði Ingvars ísdals hér í bænum; brann það til grunna á tæpri einni klukkustund. Hús og vélar var vátrygt fyrir 8,000 kr., en óhætt mun mega fullyrða, að það hafi verið 12,000 kr. virði, svo að skaðinn er því mjög tilfinnanlegur fyrir eigandann. Auk þess rnunu aðrir liafa átt þar inni bæði timbur og verkfæri og aðra muni fyrir um 1,000 kr., alt óvátrygt. Þannig misti einn maður, er vann á verksmiðjunni, öll smíðaverkfæri sín óvátrygð og mun það vera 4—500 kr. skaði. Látin er ungfrú Sigríður Bene- diktsdóttir Sveinssonar bréfhirð- ingamanns í Mjóafirði. Hún and- aðist þar 6. þ.m. eftir ,-ltta daga þjáningarfulla legu í botnlanga- bólgu. Hún var nær þritug að aldri, góð og vönduð stúlka að dómi allra er þektu hana. Dáin er á Vejlefjord Sanatorium þ.ió.þ.m. María Stephensen fÞ.or- valdsdóttir ThoroddsenJ kjördóttir Stefáns Stephensens umboðsmanns á Akureyri og frú önnu konu hans. Hannes Þórðarsson bóndi á Tjarnarlandi andaðist á jólanóttina eftir langvarandi sjúldeik. Hann var nær fertugur aö aldri, vænn og dugandi maður. — Austri. Greiðið atkvæöi með Thomas H. Johnson. Thc DOttlNION BANK SELK-IRK itTIBtÍH). Alls koaar bankastörf af hendi leyst. SpurisjóOsdeildin. TekiB vi8 innlögum, frá $1.00 að upphae* og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir. ViB- skiftum bænda og annarra sveitamanna sérstakur gaumur gefinn. Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. O eftir bréfa- viSskiftum. Cairns Naylor & Co., Glenboro - - Manitoba. ÖNNLR MAKALAIJ8 KJOKKAIPAVIKA. Hér er kjörkaupastaöurinn, staöurinn þar sem þér dag eftir dag og viku eftir viku getiö keypt betri vörur og ódýrari en nokkurs staöar annars staöar í landinu. Vér óskum eftir viöskiftum íslendinga. Vér óskum eftir aö íslendingar geri þessa búö aö aöalverzl- unarstað sínum. Vér ábyrgjumst að gefa þeim betri viöskifti en þeir nokkuru sinni hafa áöur átt völ á. Mr. Halldór Bjarnason og Mr. Jón Baldwin eru ætíö við hendina í búö- inni til þess aö sinna löndum sínum. FÍKJUR Kjörkaup á kvenpilsum niðursoðnir ávextir ' , „ Að eins fá eftia. Þau eru $5.00, Strawberries. vanal. 25C. Nú 20 c Sérstaklega goð tegund. Kosta $6.oo og j7.oo vir5i. Nú fást þau Peaches „ 25C. „ 20 c vanalega ioc pd. Utsoluverðnu fyrir$5 oo. Pears ,, 2oc. ,, 15 c ^ 2$C ' ^ YFIRHAFNlR FYRIR HÁLF- KÓRENNUR DÖÐLURv VIRÐI . Besta tegund fra Cahforniu, vel Ágætar döðlur með niðursettu „ ' . . . ... hreinsuð. Kosta vanalega I2jácpd verði, þær eru glænvjar. Vanalegt Hugsið eftir þvt að margt af þessu Utsöluverð nú i2Pd á |t .00. verð I(£ d. ótsöluverð 4 pd á 2?c eru ayjar vorur. , r ^p D Vanal. $12 yfirhafnir á .$6,oo RÚSINUR WAGSTAFFS JAM ™ 5.oo Hugsið að eins eftir hve mikið Bezta og hreinasta tegundin.svip- - ?’5° þérspanð. þessum kaupum. Vana- uðust því sem búið er til heima fyV- ’’ % .........legtverð i5c pd. Utsoluverönu ir Selt í tinfötum, Vanalegt vero ’’ ° .........3'°° iapdáli.oo. 75C, Nú að eins á 50 c, GÓLFDUKAR pEAg Nýju tegundirnar eru komnar, ^ , . , SIRZ.—Allar nýjustu tegundir af tvö og fjögur yds á breidd, falleg- Bezta tegund sem faanleg er af sirzum og bómullarefnum, Komið ustu litir. Verð 3$c,5°c, 6oc og *i,io ^ænnn: Peas Kosta vanalega ioc og skoðið, J Utsöluverð nú 3 konnur á 25C mam Nátur innkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjörn umboðslaun. Við skifti við kaupmenn, sveitarfélög, skélahéruö og einstaklinga með hagfeldum kjörum. d. GRISDALE, bankastjórl. 14 DAGA afsláttur á gullhringuin og armböndum. Kvenhringa, sem eru $3 til $5.75 viröi'læt eg fara fyrir.... $2.40 Armbönd, sem eru ekki minna en $2.50 til $4.50’virði sel eg nú næstu 14 daga íyrir .. .. $1.95 Úr hreinsuð fyrir $1.00 og ábyrgst í eitt ár. Allar viögeröir fljótt og vel af hendi leystar. — Gestir, sem heimsækja bæ- inn ættu að athuga þetta. Th. Johnson, Jeweler, 292k Main St., Winnipeg Phone ðöOð. Til kiósenda í Mid=Winnipeg. Atkvæða yöar og áhrifa, viö næstkomandi kosningar, æsk- ir viröingarfylst Dr. J. A. MACARTHUR ÞINGMANNSEFNI LIBERALAFLOKKSINS. Dr. MacArthur 1 hefir átt heima í Winnipeg í síöastliöin tuttugu og tvö ár og hefir jafnan tekiö mikinn þátt í málefnum þeim er snerta hag verkamannanna jafnframt öörum málefnum. £3 NEFNDARHERBERQI f LIBERAL CLUB BYCCINCUNNI A NOTRE DAME AVE, Beint á móti Winnipeg leikhúsinu.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.