Lögberg - 28.02.1907, Page 6

Lögberg - 28.02.1907, Page 6
LÖGBERG, FlMTUDAGlNN 28. FEBRÚAR' 1907 DENYER og HELGA etSa VIÐ ROSSNESKU 'IIRÐINA. SKALDSAGA eftir ARTHUR IV. MARCHMONT. “Eg er hér vi5 hendina. Þér getiö látið refs- inguna bitna á niér undir eins. Ætliö 1?ér að sleppa mademoiselle úr fangelsinu?” spuröi eg Þ'ví næst. “Slikt kemur ekki til nokkurra mála. Þa« er fásinna, skammarlega móðgandi af yöur að fara fram á slikt.” “Samt verður að gera það. Mér er sama hvernig þér komiö því i kring,” svaraði eg og hall- aði mér ofurrólega aftur á bak í legubekkinn cg þeytti út úr mér löngum reykar-trokum svo ó- skammfeilnislega sem mér var auðið. Hann sat hugsandi stundarkorn. Siðan sneri hann sér að mér, hvesti á mig augun og spurði hranalega: “Hversvegna skyldi eg verða að beygja mig undir vilja yðar?” “Vegna þess að nú hefi eg skjölin.” Það kætti mig ósegjanlega, hve hverft honum varð við að heyra þetta. Það leyndi sér ekki að hann haíði enga minstu von átt á i>ví. “Spæjarar y'ðar voru mér einstaklega innanhand- ar, og mig langar nærri þvi til að benda yður á einn þeirra sérstaklega, er gerði mér hvern smágreiðann á fætur öðrum.” Eg gat ekki setið á mér aö særa prinz- inn dálítið. “Eg hafði skjölin á mér, þegar eg fór yfir landamærin, og sömuleiðis þegar eg sneri hing- að aftur. Og nú hefi eg gengið frá þeim á óhultum stað.” Hann sat á sér, en þó að hann léti ekki á sér merkja, hve sárt honum sveið þetta, vissi eg vel, hvað hann kvaldist af að heyra það. "Hún er dálítið einkennileg þessi rás viðburð- anna, finst yður það ekki? Skjölin, sem þér senduð mig á stað til að ná í, verða nú, einmitt vegna þess að eg náði ekki í þau þá, vopn i hendi minni móti yð- ur. Og hérna yður að segja eru þau skjöl ekki þau einu, sem eg hefi umráð yfir, og þér megið óttast.’ “Haldið þér áfram.” “Fg hefi auk þess fullan kassa af skjölum, þar scm tiígreindar eru dagsetningar, nöfn vitna, sannan- ir, öll auka-atriði og yfir höfuð alt. sem þörf er á, til að sýna hina þrælslegu og glæpsamlegu aðfer'ð yðar í Lavalski-málinu.” Eg sá að hann kreisti nú stólbríkurnar, er hann hélt um, svo að hnúarnir hvítnuðu og viðbjóðslegt blótsyrði slapp út af vörum hans þó að hann kipraði þær saman af geðshræringunni. Þetta var það eina, sem til hans heyrðist, þar sem hann sat, andspænis ’ mér titrandi og náfölur eins og líkneski dauðans. Það svalaði fullkomlega gremju þeirri, sem eg bar í huga til hans, að sjá hversu þessi fregn fékk á hann og eg þagði til að sjá hvað hann tæki næst til bragðs. Enda þótt hann ætti fáa sína líka að viti, sat hann æði-stund ráða'aus og hugsandi. og var auðsjá- anlcga að berjast við að finna upp eitthvert rað til að bjarga sér úr þessum óvæntu og alvarlegu kröggum., Ilann hafði neytt allra bragða til að dylja þetta leynd- armál sitt, barist fyrir þvi með takmarkalaúsri þraut- seigju og slægð, komið ár sinni svo vel fyrir borð, að það hafði orðið honum til upphefðar, og þó hann hefði nú öðlast þá tign og metorð, að hann gengi keisaranum næst að völdum i ríkinu, vissi hann fyrir vfst, að ef glæpur hans vrði opinber, ætti hann einskis annrs en valdamissis 0g smánar að vænta. Eg vissi, að hann rnyndi halda áfram baráttunni fyrir völdum sínum og upphefö, ef hann sæi nokkurn ininsta veg ti! þess. En eg gat ekki séð hvernig hann ætti liægt með það. Það hafði orðið æði-löng þögn. Loksins sá eg að hann fór að hreyfa sig til og réð eg af þvi, að hann hefði komist að einhverri niðurstöðu. Loksins tók hann til máls og sagði: “Þessi ákæra Lavalski-ættarinnar er röng. mon- sieur.” “Vísvitandi er ákæran ekki borin fram með röngu,” svaraði eg. “Mademoiselle Helga á það ekki ti! að koma fraili me'ð ákærur svipaðar þessari, vit- andi að þær séu á engum rökum bvgðar. En hugs- anlegt væri híns vegar, að hér væri um misgáning að ræða. En rannsókn sú, sem keisarinn mun skipa fyr- ir um að fari fram, er hann hefir heyrt ákæruna, mun auövitað leiða í ljós, hvort hún er rétt eða röng. Þ.að sannast alt á sínum tíma.“ “Hans Hátign mun ekki skipa fyrir um, áð nein slílc rannsókn fari fram.” “Við skulum sjá til.“ “Hertogafrúin hefir fundið Hans Hátign að máli.” “Hvenær ?” “í morgun. Það var löng og þreytandi yið- ræða. Eg var viðstaddur. Þ.að sem hertogafrúin skýrði frá, hefir sannfært Hans Hátign utn hvaða manneskja þessi mademoiselle er.” Þ.etta hafði eg einmitt óttast. “Eg trúi því ekki á keisarann,” svaraði eg meö áherzlu. Við horfðumst í augu, og árangurs- laust reyndi eg að lesa út úr honum álit hans á þessu atriði. “Þaðan hefir mademoiselle engrar hjálpar að vænta — nú orðið,” sagði hann með hægð. Eg fór nú að skilja hvað hann var að fara. “Eg á eftir að sjá keisarann og segja honum sögu míná,” svaraði eg. “Eg endurtek það aftur, monsieur, það getur engin rannsókn farið fram.” “Slík rannsókn hlýtur að leiða af því, ef made- moiselle Helga kemur fyrir dómstólana,” sagði eg með áherzlu. “Mál hennar þarf ekki að koma fyrir dómstól- ana.” Hann leit til mín þannig, að nú skýrðist enn betur fyrir mér en áður, hvað hann ætlaði sér. Helga átti ekki að snúa sér til keisarans til að fá hjálp, held- ur til hans. “Við hvað eigið þér?” “Það er undir yður komið,” svaraði hann með hægð, eins og orðin væru toguð út úr honum með töngum. Það var heldur ekki fjarri því aö svo væri. Það var eins og létt væri af mér þungum steini. Eg hafði borið hærra skjöld í viðureigninni við hann, og fullvissan ttm það fékk mér svo mikils í bili, að eg gat engu orði upp kontið. Eg stóö á fætur, og gekk tvisvar eða þrisvar fram og aftur utn gólfið. Helga var frí og frjáls> og eg hafði losað hana úr fangelsinu. Hamingjan brosti við olckur. Þegar eg leit á prinzinn sá eg, að hann aðgætti mig vandlega. “Þér eruð ánægður, Mr. Denver,” sagði hann. “Já. Það sem nú er ógert, er ekki nema auka- atriði í þessu máli. Hve nær verður Mademoiselle Helgu slept úr fangelsinu?” ' Undir eins og hun fellttr frá þessari hlægil,egu ákæru gegn mér, og lætur tilleiöast að skila skjölun- ttm.” Það dró úr fögnuði mínum, en eg mintist þess að Helga átti að hætta algerlega viö allar fyrirætlaiiir sínar, og ákæruntt gegn Kalkov prinz,—starfið sem bún haföi varið öllu lífi sínu og kröftum til alt að þessunt tíma. Mundi hún ganga að því? “Skjölunum verður ekki slept fyr en hún er komin svo langt burtu héðan, að þér getið ekki náð til hennar.” Það væri synd að segja að þér berið nokkurt oftraust til mín," svaraði liann gremjulega. “Ef þér hefðuð líf mitt i yðar hendi, munduð þér þá afhenda mér morðhnífinn og búast við að eg.ræki hann í hjartað á mér?” “E11 samt búist þér við að eg trevsti yður.” Þér getið ekki bjargað yður af sjálfsdáðum. Eg bý heídur ekki yfir neinum undanbrögðum. Eg er ekki rússneskur stjórnmála-krókarefur.” “Ætlið þér að segja mér hvar skjölin eru?” Haldið þér að eg tejgi þannig höfuðið inn í snorubuginn og rétti yður endann á henni til að herða að hálsinum á ntér?” “E11 hvaða sönnun hefi eg fyrir því að þér hafið skjölin?” “Stjðhæfingu mína. Hún ætti að nægja yður; en þar að auki vitið þér fullvel, að eg mundi ekki liafa iarið hirgað, ef eg hefði ekki verið búinn að ná i skjöl þessi.” “Komuð þér ekki hingað í þeirri von að ná fundi keisarans ?” "Jú, og eg mundi hafa hert svo á að fá viðtals- leyfi við hanii, að mér hefði tekist það, ef eg hefði ekki verið viss um, einmitt vegna þess að skjölin voru 1 nnnum vörzlum, aö mér var óhætt að eiga við yður.” Mér varð hálf-kynlega við spurninguna og leit framan í hann. Og grunaði mig strax, hvað hann ætlaði sér, og herti viljandi á honum. "Eg er sá cini, sem veit nú um skjölin,” svaraði ' .?• (lg duldist mér þa ekki, á þvi hvernig hann leit undan, að grunur minn var á rökum bygður. “Viljið þér heita því við drengskap yðar, að þér skulið afhenda mér skjölin, ef eg geri það, sem þér beiðist?” Þetta sagði hann líka án þess að þora að horfa framan í mig. “Já. Eg skuldbind mig til þess, hvort sem þér heimtið munnlegt eða skriflegt heit,” svaraði eg til að greiða fyrir honum. “En þér verðið fyrst aö gefa mér það skriflegt, að þér uppfyllið kröfur rnínar.” “Já. Eg geng að því. Það er ekki nema rétt- uiættt” Og nú fór hann fyrst að rita á stóru papp- írsörkina, er legið hafði óskrifuð fyrir framan hann allan tímann, sem við höfðum talast við. “Nægir þetta?” spurði hann og rétti mér blaðið. Eg lézt lesa það mjög vandlega, en eg var að eins að virða hann fyrir mér í kyrþey, og sá nú, að þessi a'far-sterkbygði maður skalf eins og laufblað. “Já. þetta nægir,” sagði eg og stakk blaðinu í vasa minn. “Þá skulið þér skrifa,” sagði hann og eg seltist’ vi'ð skrifborð hans, en hann stóð við hliðina á mér. “Jæja, hvernig á eg að orða skuldbindingu mína?“ “'Það skal eg segja yður,” sagði hann og skalf rödd hans mjög. “Skrifið hvar skjölin eru, annar:, drep eg yður.” Eg vatt við höfðinu og fann þá að ísköldu skammbyssuhlaupi var þrýst áð vanganum á mér. Eg þorði ekki að hræra mig, því að eg vissi, að hvað lítinn mótþróa sem eg sýndi mundi hann lileypa skotinu af. Eg sá strax hvernig hann hafði lagt a!t niður fyrir sér. Hann ímyndaði sér að eg einn vissi livar skjjölin væru, og ef hann stytti mér stundir, dæi sá leyndardómur út með mér. Ef eg neitaði að skrifa það sem liann heimtaði, og segja til skjalanna, ætl- áði hann að drepa mig og eiga undir því að þati fyndust aldrei, og þó eg segði honum til þeirra ætl- aði hann að skapa mér aldtir eigi að sí’ður, og ná í skjölin síðarmeir. En trvggingar-ráðstafanir rnínar stóðust þessa þrælslegu aðferð hans. Jafnmikið og hann liataði mig, vissi eg sarnt, að hann jmundi ekki vilja kaupa það svo dýrt að svala hatri síntt, að hann eyðilegði sjálfan sig. “Eg ætla að rita það, sem ekki er ófróðlegt fyrir yöur áð lesa,” sagði eg einbeittur og skrifaði: “Eg hefi gengið frá skjölumim á vísum stað, þaðan sem þau verða send, ef mér skyldi eitthvcrt mein verða gert, annar bréfa böggullinn á sendiherra skrifstofu stórveldanna” — eg nafngreidi þau — “og hinn beint til keisarans.’^ Hann grúfði sig ofan yfir blaöið, sem eg hafði skrifaö á. og eg fann að skammbyssuhlaupið þrýstist fastar en áður að höfði mér rneðan hann las. En jafnskjótt og liann liafði rent augum yfir þessar línur, tók liann svo snögt viðbragð, að það var mesta furða áð liann skyldi ekki þrvsta svo fast á byssugikkinn að I skotið riði af og í höfuðið á mér.. Eg var bara að reyna yður,” sagði hann loksins, og fleygði byssunni ofan í skúffuna, er hann hafði laumast til að ná henni úr, meðan eg sneri við hon- um bakinu. “Reyna heimsku niína. hafið þér víst ætlaö aö segja, Kalkov prinz. Vita hvort eg væri nógu ófor- sjall til að ana inn \ ljónshellinn óvopnaður.” “Mér fellur það illa, ef eg hefi móðgað yður. Eg held áð eg hafi ekki verið með sjálfum mér,” sagði liann með lágri rödd og veikluleri. Svo hné liann ofan í legubekkinn, sem eg hafði setið á, og lá þar náfölur og skjálfandi, og datt mér ekki annað í hug, en að það ætlaði að líða yfir hann. Eg gat ímyndað mér af útliti lians, hve mikið honum hafði orðið um þetta. Hann lá svo lengi þarna í legubekknum, að eg fór ad/ialda að hann væri fárveikur og mundi jafnvel ekki afbera þetta geðríkiskast. “Á eg að kalla á hjálp fyrir yðtir?” spurði eg. “Nei,” tautáði hann ofurlágt, og bandaði frá sér andmælandi með mögru, hvítu hendinni. Enn leið góö stund, þangað til hann hrestist svo að hann gat risiö á fætur og sezt í stólinn við skrif- borðið. Hann var líkari dauðu líkneski en lifandi manni. Og þegar hann fór áð skrifa var handstyrk- urinn svo lítill að hann náði engri mynd af stöfunum. Eg beið þegjandi og horfði á hann. Enda þott hann hefði fyudr skemstu sýnt sig jafn-kærulausan, svikulan, illraðan og morðfúsan og eg hafði buist við að hann væri, þá var hann nú svo niðurbeygður og aumingjalegur, aö mér lá við að kenna í brjósti um hann. F.ftir dálitla stund hafði hann þó styrkst svo að hann gat skrifað: “Eg ætla að treysta drengskap yðai*, Mr. Denver. Hér er skipunarbréf. er veitir yður heimild til að tala við Mademoiselle Boreski heimullega. Það er því bezt að þér farið þangað. Þér rnegið tilkynna henni að eg gefi ykkur báðum leyfi til að fara burt af Rúss- landi strax í kveld, ef hún hætti við þá heimskulegu ákæru, á hendur mér, er hún býr yfir. Að því búnu getið þér látið skjölin af hendi. Eg býst við að eg þurfi ekki að taka það fram, að eg ætlast til áð þér liraðið yður að þessu.” “Eg verð Iíka að sjá Mr. Siegel,” sagði eg, “og fá lausnarbréf handa honum.” f annað sinn ritaði hann með miklum erfiðis- mujium. fyrirskipun þess efnis. “Svo verð eg að biðja yður að afsaka mig, eg er ekki vel friskur," sagði hann, stundi þungan og birgði fyrir andlit sér með höndunum. “Gerið svo vel og hringið bjöllunni fyrir mig.," tautaði hann. . Eg gerði það og fór út að því búnu en skildi hann eftir yfirbugaðan og illa til reika. XXVI. KAPITULl. / fangelsinu. Saintal mitt og prinzins hafði snúist svo mér í vil, að mér liafði tekist svo laglega að snúa á hann og ónýta vélabrögð hans, að mér datt ekki í hug að vara mig á neinum nýjum brellum. Mér hafði gengið alt að óskum, eg hafði útveg- að Helgu frelsi, og var nú á leiðinni til að tilkynna henni þær gleðifregnir. Nú áttum við loksins að fá yfirgefa Rússland. Siegel var og leystur úr öllum ivandræðum. Eg hafði neytt prinzinn til að sam- þykkja alt, sem eg fór frant á. Eg hafði gengið svo nærri þessum fjandmanni mínum, að hann gat að eins með hörkubrögðum út- kljáð það sem fyrir lá að gera til þess að hann gæti losnað viö mig. Og þar sem jafn-voldugur maður og hann átti hlut að máli, var ekkert undarlegt, þó að eg væri helzt til hróðugur af að hafa sigrað hann. Samt sem á'ður flaug mér í hug, þegar eg var á leiðinni til fangelsisins, að prinzinn hafði ekki fengið mér í hendur skipunarbréf um að láta Helgu lausa, og fyrirskipanir hans, að því er hana snerti voru enda dálitið undarlegar. “Færið mér samþvkki hennar,” hafði liann sagt. I.n þegar alls var gætt sýndist þetta ekki venjuleg varasemi af hans hendi. En hvað hann hafði ætlað sér fékk eg síðar að vita. Þegar til fangelsisins kom voru engar bægðir á því, að skipunum þeim, er eg hafði meðferðis frá prinzinum, yrði hlýtt. Mér var fylgt inn í herbergi eitt, sem ekkert var inni í nema litið borð og tveir stólar. Og er eg hafði beðið þar litla stund var Helgu fylgt þangað inn. Hún var mjög föl, en undrunarlegur gle'ðiroði spratt fram í kinnar henni þegar hún varð mín vör. Eg retti henni báðar hendurnar, og hún tók í þær og við horfðumst í augu um sttind. “Þú ert ógn föl, elskan mín,” sagði eg loksins. Það var í fyrsta sinni er eg talaði til hennar svo blíðlega, og þaö leyndi sér ekki, að hún tók eftir því. “Eg er svo innilega glöð,” sagði hún, “en mér er óskiljanlegt, hvernig þú hefir komist hingað. Vegir Bandaríkjamanna eru órannsakanlegir.” Já, þeir eru það,” sagði eg lágt og dró hana að brjósti mínu og kysti hana. "Eg hefi verið svo hrædd um þig,” hvislaði hún og lagði hendurnar um hálsinn á mér. “Um sjálfa mig var eg óhrædd. En nú er eg glöð, innilega glöð og ánægð, af því að Þú ert hjá mér.” Og svo kysti hún.mig aftur og grúfði sig niður að vanga mínum. Eg þagði. Eg hafði varla getað ímyndað mér að hún, þessi stórláta fyrna, byggi yfir svo mikilli blíðu. “Fögnuðurinn bar mig ofurliði,” sagði hún. “Mér þótti svo vænt um aö sjá þig heilan á húfi. Segðu mér nú frá öllu. sem fyrir þig liefir komið. Þú ve:zt, að eg muni vera forvitin eins og konum er títt.” "Eg kem frá Kalkov prinz til að láta þig vita, að þú ert frí og frjáls, elskan mín.” Strax og eg nefndi nafn prinzins, hrökk hún 1 saman, og hefði víst hoppað frá mér ef eg hefði ekki aftrað hfenni. “Kemurðu frá honum?En hefirðu ekki verið í fangelsi ?” “Nei, eg hefi aldrei verið neitt nálægt þvi að vera tekinn fastur.” “Ertu þá frjáls núna?” spurði hún og horfði á mig, eins og hún ætti bágt með að trúa mér. “Já, víst er eg frjáls.” Hún sleit sig þá af mér brosandi og sagði: “Þá var blíða mín og gæði .við þig óþörf og—" “En eg hefði þó ekki viljað missa af þeirn fyrir nokkurn mun,” greip eg fram í fyrir henni.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.