Lögberg - 30.05.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.05.1907, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MAÍ 1907 Metur-málið eða tuea-málið. Nokkrum sinnum hefir upp ver- iS boriö á Alþingi frumvarp um að lögleiöa hér tuga-máliö. En jþað hefir jafnan strandaö í þing- inu, og jafnan á þeirri mótbáru, aö þaö tjáöi ekki fyrir oss að taka þetta upp, meðan Danir heföu ekki lögleitt þaö! Fyrst átti þetta að styöjast viö þau rök,meðan vér höfðum danska ráðgjafastjórn í Kaupmannahöfn, að vér hefðum ekki fengiö slík lög staðfesf. Nú síöan vér fengum innanlands stjórn íslenzka, mun á- stæöan til, aö .málið var ekki tekið upp, aöallega hafa verið sú, aö viðskifti vor hafa verið mest viö Dani, og óþægilegt að nota annaö mál (xog og mæli )en þeir. En afkáralega ankannalegt er þetta, þar sem mikiö af hingað- fluttum varningi er nú orðið keypt í Bretlandi, sem aö vísu hefir ekki tuga-málið, en því síöur danska málið. En flestalt það, sem vér höfum keypt frá Danmörku, og ekki var brezkt, hefir verið þýzkur varn- ingur. En Þjóðverjar hafa tuga- mál, og Danir hafa orðið að breyta þýzka tuga-máTmu í danskt mál, áður en þeir seldu okkur varning- inn. Nú hafa Danir loks lögleitt hjá sér tuga-málið í vetur, svo að nú ætti líklega þingið hér að hafa hug til að lögleíða það hér. Flestöll lönd í Norðurálfu hafa nú tekið það upp, nema Bretland, sem er vanafast mjög, og þó er það lög- leyft þar jafnframt hinu eldra máli. Nokkuð hafa menn rifist um á þingi, hvaða sérvizku menn ættu að setja í stað alþjóða-orðanna, sem eru nöfn á stærðum í metur- málinu. Sumir mega t. d. ekki heyra kílómetur nefnt, en vilja kalla það „röst“. “Röst” er fornt orð að vísu, en sá er galli á því, að það var aldrei nein ákveðin lengd. Það þýddi ekkert annað en áfangi. Þ'að mun víst, að það sé skylt enska og engil-saxneska orðinu rest, danska orðinu rast, gotn. rasta =zró, hvíld, og þýðir þá áfangi. Það var ekki ákveðið lengdarmál; því er talað um “langar tvær rast- ir”, og “skammar þrettán rastir”. Langréttast virðist að fara að dæmi forfeðra vorra í fornöld, sem aldrei kinokuðu sér við að taka upp útlend orð,er þau þóttu þeim hent, en gáfu þeim sem íslenzkulegasta beyging og mynd. Mál vort er auðugt af slíkum orðum alt frá fornöld. Grundvöllur metur-málsins er metrið*ý. Metur þýðir ekki annað en mál. Frakkaþing ákvað 1791 að eitt metur skyldi vera fjörutíu- miljóndu hlutar hrings þess er lægi umhverfis jörðina gegn um bæði heimskautin. Við yngri og nákvæmari mælingar hefir það nú komið í ljós, að hringur þessi er vitund stærri, en mönnum mældist hann þá, en þó hefir það ekki haft nein áhrif á stærð metursins. í flatarmálinu er fer-metur ein- ingin. 100 fermetur (t. d. réttur ferhyrningur, sem er 10 metur á hverja röndj heitir eitt ar. í teningsmáli er 1 lítra einingin. En 1 lítra er i-xooo. út tenings- metri, eða teningur, sem er 1-10. meturs á hverja rönd. Lítran er *JMetron (gr.) og metrum ('lat.ý eru kynlaus orð, og er þvi réttast og íslenzkulegast að nefna á ísl. metur feins og gjögur, slitur o. s. frvj, en ekki metri ('karlk.ý. sem næst 1 pottur ('ioo lít.=io3i4 pt.ý. 1 lítra af vatni vegur við 4 stiga hita í lofttómu rúmi nákvæmlega 1 kílógram, en 1 kílógram er 2 pund vor. 1 kílógram er 100 gröm, og er gram þungaeiningin. Ar er einingin í flatarmálinu. Vér höfum þá einingarnar: metur, ar, lítra og gram. Hverja einingu má hundraðfalda emð því að setja hcktó- fyrir fram- an, en þúsundfalda með því að setja kíló- fyrir framan. T. d. hektómetur (100 meturý, kílar ("1000 ör), kílógram 1000 gröm, o. s. frv. En deila má þeim í hundr- uðustu hluta með centi- eða sentí- fyrir framan, og i þúsundustu með millí- fyrir framan. T. d. sentímetur—1-100. úr metri; mili- Iítra=i-iooo. úr litru. Sjaldan þarf að nota aðrar sam- setningar, t. d. dcka- til tíföldunar, áeci- eða desí- til tídeildingar, eða mýría- til tíþúsundföldunar: deka- metur= 10 metur, desímetur=i- 10. meturs; mýríametur=io,ooo metur ('meturmilaý. Af því að meturmáls-frumvarp mun ekki vera meðal stjórnar- frumvarpanna, teljum vér sjálf- sagt að einhver þingmaður taki það nú upp þegar í þingbyrjun. Það eru óþolandi óþægindi að hafa aðra vog og mæli en flest- allar aðrar Norðurálfu-þjóðir. 1875 komu allar þær Norður- álfuþjóðir, sem metramál höfðu upp tekið (en það munu vera allar nema Rússar og Ungverjar og að miKlu leyti BretarJ, sér saman um að setja á stofn i París alþjóða- meturmálsstofu,og skyldi þar jafn- an viðhalda öruggum fyrirmynd- um vogar og mælis, og þar má fá vogir, og mæla lögmerkt, ef vill. Þessi stofnun er kostuð af öllum meturmálsþjóðum með árlegum framlögum ('misstórum eftir mann mergðý frá hverri þjóð. Hve miklu allur verzlunarreikn- ingur verður auðveldari eftir þetta fyrir þjóð, sem hefir tugakerfis- skifting á peningasláttu sinni, er í augum uppi. Örðugleikunum við skiftin þurf- um vér varla að kvíða, því að reynslan við breyting vogar og sláttu hjá oss síðast sýndi það, að engin þjóð er eins fljót að semja sig við slíka nýbreytni_sem_vérjs- lendingarT~ Svo 'náttúrugreind er þjóð vor. —Reykjav ík. Börn vor og vinnukomir. Eg hefi margsinnis heyrt það ijflfur að vinnukonur hafa s .arið það, að þær skyldu aldrei, aldrei framar taka vinnukonu stöðu hjá hjónum, sem ættu börn. En hvað eru nú margar fjölskyldur, sem ekki eiga eða hafa börn? Þess vegna fá nú stúlkurnar að “drag- ast” með börnin ('eftir því sem þær sjálfar komast að orðiý enn þá um æði-tíma. Af hverju kemur það þá, að stúlkurnar hafa svo litla löngun til þess að vinna á þeim stöðum, þar sem að börn eru? Orsakirnar geta verið svo marg- víslegar. Ein orsökin, sem leiðir af sjálfu sér, er auðvitað sú, að þar sem mörg börn eru á heimili, þar er vinnan svo margfalt meiri, næði hvað matartilbúning, upp- þvott og ekki sízt allskonar ræst- ing snertir. 'Þar að auki er vinn- an býsna erfið og þreytandi, því örn hafa ekki mikla hugsun á reglu, og færa þar af leiðandi oft úr lagi og útata, það sem vinnu- konan hefir með mestu nákvæmni lagað og hreinsað. I húsi nokkru, sem eg kem oft í, hefi eg séð kornung börn leika sér að sandi og smásteinum á táhreinum gólfábreiðum í stofunni ái. þess a ðnokkur tilraun væri gerö af foreldrunum til að láta þau ekki gera þetta. Þar að auki var vinnukonunni skipað að koma með bala fullan af vatni, til að láta smælingjana “sigla i“! Auð- vitað hlýtur það að vera óþakk- lát staða að vera vinnukona á slíku heimili. En að visu er það venja í flestum betri húsum, að þar er sérstakt herbergi handa börnun- um til að leika sér í, svo að óregl- an, sem þau valda, verði ekki eins tilfinnanleg. En það er samt ekki eingöngu vegna vinnu-erfiðleikanna. að stúlkurnar forðast heimili þar sem mörg börn eru. Nei, það er börnunum sjálfum að kenna, því ef maður á að trúa stúlknanna eigin sögum um þetta, þá hljóta nokkur af börnum hins betra og mentaða fólks að vera litt betur siðuð og eins leiðinleg, eins og börn þau, er fæðast í útjöðrum stórborganna og á gctunum — þó það sé upp á nokkuð annan máta. Þau hvorki hrópa, grýta eða klipa —nei, það er langt frá því, — til þess að gera slikt eru þau of vel upp alin engu að síður------- “Getið þér hugsað yður,” sagði 12 ára heföarkvendi við mig ekki alls fyrir löngu, “vinnukonon okkar er orðin svo óskammfeilin, að hún vill ekki kalla kunningja- stúlkur mínar 'fröken’, og á sunnudögum klæðir hún sig i kápu, sem er alt of fín fyrir rétta og slétta vinnukonu; og við höf- um sannarlega sagt henni það, því megið þér trúa!” Upp á þessa vísu gengur það og mamma styð- ur hana að nokkru leyti í þessari ósvífni.” Mörg börn geta verið uppvöðslu söm og leiðinlega afskiftasöm gagnvart vinnukonunni, án þess að foreldrarnir skifti sér af því. Á stundum á auðvitað metnaður stúlkunnar að lægjast,—en léleg vinnukona! Fyrir mína eigin per- sónu held eg ekki með vinnukon- unum í einu og öllu,—það finnast áreiðanlega nokkrar stúlkur, sem ekki einungis skilja það, að laga sig eftir háttum siðaðs fólks, og sem einnig geta gert sig nógu myndugar ("slikar stúlkur eru oft myndarlegar í orðum og gerð- um, og eru fyrir það lengi í sömu vistinniý. En það vil eg segja: “að verður er verkamaðurinn launanna", og eigi nokkur mann- eskja að niðurlægjast, þá á allra sízt við að láta mann gjalda þess hvaða tegundar vinnan, sem mað- ur vinnur, er, því að öll lögmæt vinna er heiðarleg. Það er eitt, sem sjaldan verður vart við hjá börnum, og það er, að þau beri virðingu fyrir vinnu- konunni. Þeim er skipað að heilsa aðkomandi kurteislega og vera þægileg í viðmóti gagnvart öðr- um, en vinnufólkið þurfa þau ekki að biðja um neitt með kurt- eisi. Það á að þola börnin með hógværð, því það ('vinnufólkiðý er undirgefið, til hvers sem vera skal: Gerðu þetta! Sæktu þetta! Flýttu þér o. s. frv. Og hvað ger- ir vinnukonan—hvað gerir hún þá? Er hún ánægð með þetta? Stundum, en stundum ekki. Stund tim verður úr því rifrildi, sem alls ekki er skemtilegt, ellegar að hún nöldrar og klagar og hygst að flytja í burtu. Oftast nær verður vinnukonan óánægð með heimilið vegna barnanna, enda þótt að húsbóndinn og húsmóðirin séu allra beztu manneskjur. En kon- an hefir gleymt að segja börnun- um að „vera góð og lipur við Theódóru, þar sem hún væri allra bezta stúlka, og að þau fengju þá að halda henni lengur hjá sér.” Ef að börnunum væri oft innrætt þetta af foreldrunum, einkum af móðurinni, þá mundu þau áreið- anlega skilja, að það væri fyllilega ósk móður þeirra, sem þau yrðu að hlýða. Og við ýms tækifæri gæti móð- irin sagt börnunum ýmislegt við- víkjandi Theódóru, svo að þau kendu í brjósti um hana og hjálp- uðu henni í stað þess að skipa henni. “Hugsið þið um það, börnin mín,“ gæti hún sagt, “hversu gott að þið eigið. Búið vel og í tryggri vernd hjá pabba og mömmu. Aumingja Theódóra hefir ekki séð foreldra sína í mörg ár, enda þótt að þau séu orðin gömul, vegna þess að ferðin kostar svo mikið; og þið fáið að vakna í þægilegu og heitu her- bergi, og setjast að borðinu til að drekka heitt kaffi,— en hún verð- ur að klæða sig í köldu herbergi þarna frammi, og það oft snemma að morgni án þess að fá nokk- urn volgan sopa að drekka” — og þannig mætti halda lengi áfram. Og það mundi leiða gott af sér. Næsta morgnu mundu börnin koma fram til Theódóru, og með gleði og fúsum vilja bjóða henni hjálp sína, til að þurka ryk, eða taka hýöi af kartöflum og bera inn við og margt annað smávegis, sam þeim hefir kannske áður þótt mesta minkun að, en þeim þ)’kir nú svo sem sjálfsagt, vegna þess að það var vinnan hennar Theódóru, sem þeim var nú farið að þykja svo vænt um. J. P. ísdal þýddi. Farlanra af íigt. Lá á spítala, en batnaði ekki —Dr. Williams’ Pink Pills læknuðu hann. “Eg þjáðist af kveljandi gigt. Helztu læknar réðu mér ýms með- ul, en mér batnaði ekki. Eg varð að Ieggjast á spítala, en lega mín þar gagnaði heldur ekkert. Þá fór eg að brúka Dr.WilIiams’ Pink Pills, og í dag er eg alhraustur maður.” Svona fórust Mr. Clif- ford L. Forbes orð, þegar átt var tal við hann heima hjá honum í Port Maitland, N. S. Mr. Forbes er sjómaður og hafði alt af verið við góða heilsu, þangað til fyrir þrem árum síðan að hann varð al- tekinn af gigtveiki, er hann var við fiskveiðar hjá Newfoundland Hann segir svo frá: “Eg var við veiðar úti á miðum vorið 1903 þeg- ar eg fékk gigtina. Eg gat hvorki unnið né sofið, og sársaukinn var alveg óþolandi. Eg varð svo veik- ur, að það varð aö setja mig í land; og vikum saman lá eg svo á spítala í Cape Breton og gat enga björg mér veitt. Eg fór svo af spítalanum heim til mín með þeirri fullu vissu, að gigtin væri alveg sezt að í mér. Eg þjáðist dag og nótt. Alt, sem eg gerði til að láta mér batna, kom mér að engu Iiði. Loks kom á mig hugarvingl og eg örvænti um bata. Þá ráðlagði einn vinur minn mér að reyna Pink Pills. Eg hafði ekki meira en svo trú á þeim, en hann hrósaði pill- unum svo mikið að eg afréð að reyna þær. Árangurinn sjáið þér nú i dag. Eg er orðinn albata og hefi ekki haft snert af þessum voða sjúkdómi síðan. Eg get ekki nógsamlega lofað Dr. Williams’ Pink Pills, og eg legg að öllum gigtveikum að reyna þær.” Dr. Williams’ Pink Pills lækn- uðu Mr. Forbes vegna þess að þær hittu rétt á undirrót og orsök gigt- ar hans, sem var að gera hann að krypling. Þær eiga ekki við tóm sjúkdómseinkennin , eins og vana- leg meðul. Þær verka ekki á mag- ann. Þær gera einungis eitt, en það gera þær vel — þær búa til, í raun og veru, nýtt blóð. Á þann hátt útrýma þær orsökinni til allra vanalegra blóðsjúkdóma, svo sem: blóðleysi, höfuðverk, bakverk, gigt og mjaðmagigt, húðgigt og hina duldu sjúkdma, sem stúlkur og kvenmenn kveljast af, þegar ó- regla kemst á blóðrásina eða blóð- ið þynnist. Dr. WiIIiams’ Pink Pills eru seldar hjá öllum lyfsölum eða sendar með pósti, á5oc. askjan, sex öskjur á $2.50, ef skrifaö er beint til “The Dr. Williams Medi- cine Co., Brockville, Ont.” HiR ísl. bókmentafélaii. Ritari “Hins íslenzka bókmenta- félags" bókavörður Sigfús Blön- dal, hefir sent Lögbergi eftirfar- andi til birtingar; Þriðjudaginn 23. Apríl kl. 6 síð- degis var haldinn aðalfundur í Deild hins íslenzka Bókmentafé- lags i Kaupmannahöfn á Borchs kollegii. Forseti lagði fram endurskoð- aðan reikning deildarinnar fyrir umliðið félagsár. Var hann sam- þyktur umræðulaust. Tekjur deildarinnar á árinu höfðu verið 4,906 kr. 65 a., útgjöld 4,206 kr. 86 a. í sjóði voru við árslok 22.804 kr. 57 a. Þá skýrði forseti frá starfsemi félagsins á umliðna árinu. Reykja víkurdeildin hafði gefið út: Skírni 80. árg., Diplomatarium Island- icum VIII. bd., 1. h. og Sýslu- mannaæfir Boga Benidiktssonar 3. bd. 3. h. — Kaupmannahafnar- deildin hafði gefið út: Bygging og lif plantna eftir Helga Jónsson i.h; Islendingasögu eftir BogaTh. Melsteð, II. bd. 1. h. og Land- skjálfta á ísl. eftir Þorvald Thor- ollsen 2. h. Ársbækur Hafnar- deildarinnar mundu verða; Lýsing íslands eftir Þorv. Thoroddsen, I. bd. 1. h., Bygging og líf plantna eftir Helga Jónsson 2. h., Islend- ingasaga Boga Th. Melsteð II. bd. 2. h., Æfiminning Willard Fiskee’s (\ alþýðuritum deildar- innarj eftir sama höfund, og að lokum Safn til sögu Islands IV. I bd. 1. h. Gat forseti þess, að Hjelmstjerhe-Rosenkrone sjóður- inn hefði veitt 500 kr. árlega í 2 ár (1907—1908) til að gefa út Safn til sögu íslands. Þá var borið upp rittilboð frá Sigfúsi Blöndal um útgáfu á hinu íslenzka frumriti Sögu JónsÓIafs- j sonar Indíafara. Var það samþykt og þvi vísað til Safnsnefndar. Þá las forseti upp bréf frá for- seta Reykjavikurdeildarinnar út af samþykt Hafnardeiklarinnar viðvikjandi „Skirni“ á síðasta að- alfundi. Um það mál urðu engar umræður. Þá var lagt fram nefndarálit um skáldrit það er deildin hafði heitið verðlaunum fyrir. Eitt leik- rit hafði komið. Allir nefndar- menn réðu frá að verðlauna ritiö. Fundurínn tjáði sig nefndinni sam þykkan í einu hljóði. Þá var lagt fram álit nefndar- innar í lagabreytingarmálinu. Um það urðu nokkrar umræður; eng- in uppástunga kom þó fram í máli þessu og féll það niður. Þá var kosin stjórn: Forseti, Þorvaldur Thoroddsen, prófess- or; gjaldkeri, Gísli Brynjólfsson, læknir; skrifari, Sigfús Blöndal, aðstoðarm.við konuhgl. bókasafn- ið ('endurkosnirj og bókavörður, Pétur Bogason, stud. med. I vara- stjórn voru kosnir: Varaforseti, Bogi Th. Melsteð, mag art.; vara- gjaldkeri, Þórarinn E. Tulinius, kaupmaður; varaskrifari, Stefán G. Stefánsson, cand. jur. Jendur- kosnirj og varabókavörður, Þor- steinn Þorsteinsson stud. mag. Elidurskoðunarmenin voru endur- kosnir: Þorkell Þorkelsson cand. mag. og Sigurður Jónsson læknir. Loks voru 12 nýir félagar teknir í félagið. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfrsBClngur og málz* fœrsluroaöur. Skrlfstofa:— Boom 83 Canada Ufv Block. suöaustur hornl Portag* avenue og Maln st. Utan&skrlft:—P. O. Box 1364. Telefön: 423. Wlnnlpeer, Uan. Hannesson & White lögfræðingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Ðank of, Hamilton Chamb. Teícphone 4715 Dr. O. Bjornson, I Ofíici: 650 WILLIAM AVE. tel. 8p Okfice-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. I n°rSE : e.Q McHermot Ave, Tel. 4300^ | Dr. B. J. Brandsoíb ^ t Office: 650 Wllllam ave. Tel, 89 J Houas:h to . AI7 to 8 p.m. Resicence : 6ao McDermot ave. Tel.4300 WINNIPEG, MAN. I. M. Cleghorn, M D læknlr og yflrsetumaöur. Heflr keypt lyfjabúölna & Baldur. og heflr þvt sjálfur umsjön & öllum meC- ulum, sem hann Iwtur frft sér. Ellzabeth St., BAIiDUK, . MAN. P-S-—íslenzkur túlkur viC hendina hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Telephone 3oS. M, Paulson, 1 * selur Giftingaleyflsbréf MaþleLeafReÐovatingWorks Karlm. og kvenm. föt lituð, hrcins- uð, pressuö og bætt. TEL. 482. PíanóogOrgel enn dviSjafnanleií. Bezta tegund- in sem fæst I Canada. Seld meB azborguoum. Einkaútsala: THE WiNNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. M I L L E N E R Y. Vor- og sumarhattar af nýjustu gerö fyr- ir 93.SO og þar yfir. Strútsfjaörir hreinsaöar, litaöar og liöaö- ar. Gamlir hattar endurnyjaöir og skreyttir fyrir mjög lágt verö. JCQMMONWEALTH BLOCK, 524 MAIN ST, Jttwnib efti ir — því að —\ Eúdu’sBuoainoai DaDDir lieldur húsunum heituml og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishori.- um og verðakrá til TEES & PERSSE. LI_d. áOUNTS, WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.