Lögberg - 30.05.1907, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.05.1907, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MAÍ 1907 BETRI AFGREIDSLU ^et eg nú lofað skiftavinum mínum en nokkuru sinni áður. Eg hefi nú flutt í stærri og þægilegri búð og get því naft á boðstólum, miklu meiri og margbreyttari vörur en áður, með ó- trúlega lágu verði. Búð- in er að 286 MAIN STR. á horni Main og Graham stræta, fjórum dyrum sunnar en búðin sem eg hafði áður. J VIÐGERÐIR FLJÓTT og VEL af liendi leystar. TH. JOHNSON 286 JEWELER MAIN STREET horni Graham Ave. TELEPHONE 6608 Fiskiskipiö „Georg“ er nú taliö frá, og hefir iþar þá farist 21 maöur. Skipið áttu þeir í félagi Tr. Gunnarsson bankastj., íÞorst. Þorsteinsson kaupm. og skipstjórinn. Það var 84 smál. að stærð, virt á 18,000 kr., en vá- trygt í Faxaflóafélaginu fyrir 10,000 kr. Þessir menn fórust á skipinu: Stefán Daníelsson skipstjóri, 36 ára; Sigm. Sigmundsson stýrim., 25 ára; Bjarni Ásmundsson frá Brekkulæk í Húnavatnss., 22 ára; Bjarni Sigurgeirsson frá Fögru- brekku, 18; Einar Guðmundsson frá Brú í Stokkseyrarhr. 26. Gest- ur Sv. Sveinsson, 27; Guðjón Jóa- kimsson frá Selfossi, 20; Guðm. Daníelsson ýbróðir skipstj.J,' 38; Guðm. Steinsson, 29; Guðm. Guð- mundsson frá Jaðri í Þykkvabæ, 24; Höskuldur Jóakimsson frá Sel fossi, 25; Jakob Þorsteinsson úr Húnavatnss., 24; Jón Daníelsson (br. skipstj.J, 30; Jón Guðmunds- sori, 28; Magnús Magnússon frá Núpdalstungu, 22; Magnús Ingv- arsson, 34; Ólafur Jónsson, 43; Vilhj. Guðmundsson frá Knúts- borg, 39; Þorsteinn Pétursson,33; Þorv. Daníelsson, 46 og Þórárinn Guðmundsson, 58. Skipstjóri lætur eftir sig ekkju og 4 börn, Jón Daníelsson 1 barn, J. Guðmundsson konu og barn, G. Steinsson konu og barn, Þ. Guðmundsson konu og barn, V. Gútknundsson konu og 5 börn, Þorv. Daníelsson konu og 4 börn. Lögrétta Huiinn, fréttablað og fróðleiks. myndir fylgja, ef þurfa þykir. Við munum geta íslenzkra bóka, bæði þeirra, sem oss verða sendar, og hinna og gera grein fyrir hvað íslendingum verður ágengt í vís- indum og fögrum listum. Þá mun- um við og kappkosta að segja mönnum skýrt og rétt frá, hvað erlendis er ritað um ísland og Is- lendinga.‘‘ . Þeir hafa og fengið loforð fjölda hinna ritfærustu manna.sem nú eru uppi á íslandi, um að rita í blaðið, þó einkum hinna yngri manna. Bjarni Jónsson frá Vogi er fyr- ir löngu orðinn kunnur þjóð vorri fyrir ljóð sín og ritverk. Hann stofnaði Ingólf, og var ritstjóri hans fyrstu árin. Nú í haust, sem leið, sendi hann frá sér „Huliðs- heima“, Árna Garborgs í snildar- góðri íslenzkri þýðingu. Bjarni ritar líka prýðisfallega íslenzku,og er ótrauður að láta í ljósi skoðanir sínar og halda jþeim fram með fullri einurð. Gerir hann. sér að þvi engan mannamun. Að því er snertir afskifti hans af opinber- um málum, þá hefir stefna lians jafnan verið sú, „að hugsa rétt og vilja vel“. öll eiga ritin, þeirra Bjarna og Einars, að kosta hálfan annan dollar, og teljum vér það, eftir loforðunum að dæma, einhver hin vænlegustu blaðakaup. -----0---- Fréttir frá íslandi. Fróðlegt er það og eigi slður skemtilegt, að nú er fundin rit- hcnd Jóns Arasonar, á bréfi einu, sem er í Árnasafni, og þá um leið víst, að hann hefir ritað rímnabók mikla, sem kend er við Staðarhól, og helgikvæðabók. Báðar þessar bækur eru í Árnasafni og sama höndin á þeim og á bréfinu. Dr. Jón Þorkelsson færir öruggar á- stæður fyrir því, að enginn annar hafi getað skrifað bréfið en Jón Arason. Rithöndin er skýr og föst og með heldur fornlegri blæ, en hjá sam- tíðarmönnum, og ber það með sér, að hún er eftir munklærðan mann. Vafalaust hefir oflítið verið gert úr klerklegum lærdómi Jóns Ara- sonar. Hann stóð í svo miklum stórræðum að skugga bar á bók- vísina. (Nýtt kirkjublaðj. 1 Nú um sumarmálin kemur út ný skáldsaga hér í Reykjavík eftir Jón Trausta. Þessi nýja saga ger- ist að mestu i smákaupstað hér á landi og er viðburðarík og efnis- mikil. Halla kemur út í danskri þýð- ingu einhvern tíma á þessu ári. I Júlímánuði í sumar byrja þeir Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Gunnarsson í Rvík, að gefa út nýtt blað, er þeir ætla að nefna “Huginn". Honum eiga að fylgja þrjú ársrit: „Sumargjöfin“, sem mörgum hér vestra er nú orðin að góðu kuíin, „Muninn“, tímarit með myndum, í líku broti og „Eimreið- in“, 4 arkir, og „Æringi“, gaman- rit með myndum. Þeir ætlast svo til að „Huginn“ komi út einusinni á hverjum hálfum mánuði, þang- að til honum vex svo fiskur um lirygg. að útgefendurnir sjái sér fært að gefa hann út vikulega. Fyrst um sinn gefa þeir út „Nýj- Reykjavík, 24. Apríl 1907. Frá Sauðárkróki er símað 23. þ. m.; Prestskosning á Hvammi í Laxárdal 19. þ.m. Arnór Árnason kosinn í einu hljóði með 25 atkv. af 49 á kjörskrá. Influensa gengur um Skagafjörð, væg fremur. Haldið, að hún hafi komið með Tryggva kongi 17. f.m. Margir nokkuð fengið lungna- bólgu upp úr henni. Snjókast gerði á sunnudagsnótt- ina; kalt síðan; hiti í dag o stig. Séra Jón Jóhannesson á Sandfelli í öræfum, sem dvalið hefir á Lyster-heilsuhæli í Noregi síðan í fyrrasumar, kom hingað nýlega og fór heim með Hólum. Aðfaranótt 27. f. m. andaðist hér í bænum Eyjólfur Eyjólfsson, skipstjóri á fiskiskipinu Hardal. Hann var nýlega kominn inn á skipinu, stórmeiddur af hreyfivél- inni, hafði verið að fást við hana og brugðið kaðli um handlegginn, en vélin hljóp á stað, að honum ó- vörum, og snerist öfugt, kipti honum að sér, muldi allan hand- legginn framan við olnboga og stórmeiddi hann víðar, þar á meðal á hálsi. Eyjólfur var um þrítugt, efnismaður og nýlega kvæntur. Skipið átti hann sjálfur í félagi við Kristinn kaupm. Magnússon * og tengdaföður sinn, Þórð Pétursson í Olgeirsbæ. Úr miltisbruna drápust á Reykja- nesi 5 hestar og hundar 5.—9. mars. Nýlega hafði og drepist hestur úr honum í Kaldaðarnesi. —Lögrétta. Reykjavik, 24. April 1907. Skipstrand hafði orðið nýlega við Breiðamerkursand, frönsk fiskiskúta, er fór þar í spón. Menn björguðust allir, og voru sendir austur á Djúpavog. Snjórinn i nótt er hinzta kveðja einhvers hins mesta snjóaveturs í manna minnum hér á landi. Sext- án vikna innigjöf samfleytt fyrir allar skepnur víðast um Iand. En batinn kom góður þegar hann kom. Verði vorið bærilegt, kom- ast skepnur vel af, eftir því er til hefir spurzt um land alt. Svo hefði fráleitt orðið fyrir nokkrum árum, eftir harðindi og heyskort í fyrra vor og ilt sumar þar á ofan með miklum heyskapart>resti. Það er ánægjulegur vottur um betri búskap, meiri framsýni og fyrir- hyggju en áður, sem hefir sýnt sig í gætilegri ásetning og ekki síður í fóðurkornsaðdráttinn til heydrýg- inda. Þó mun vera allmiklu áfátt enn um gætilegt hrossahald í mörg um sveitum. Kalsaveðrátta síðan á helgi. Þó hlýindi í gær síðari hluta dags og fagurt veður. En í nótt hefir snjó- að; alhvít jörð fram um miðjan dag. Snjóhret gerði fyrir norðan á helginni, er símað i gær af Sauð- árkrók, og kalt veður þar síðan. Annars góð tíð norðanlands frá því fyrir páska. Reykjavík, 27. Apr. 1907. Kristján læknir Jónsson í Clin- ton í Iowa, Bandaríkjum, hefir sent heilsuhælisfélaginu 200 kr. gjöf, og Þórður Guðjohnsen, fyrr. verzlunarstjóri á Húsavík fnú í Lohals í DanmörkuJ, 100 kr. Heim frá Ameríku aftur komu um daginn alfarnir, á Hólum, Guðmundur Jóhanneson frá Mið- húsum i Rvík, Kristján Kristjáns- son frá Hólakoti í Rvík, og Jónas nokkur af Vatnsleysuströnd. Lausn frá prestsþjónustu eftir- launalaust hefir séra Pétur Helgi Hjálmarsson á Helgastöðum feng- ið 8. þ.m. Hann kvað ætla að ger- ast aðstoðarprestur séra Beneðikts próf. Kristjánssonar á Grenjaðar- stað, sem hefir sótt um lausn, en ekki fengið. Reykjavík, 1. Maí 1907. Skrifað er ísafold frá Khöfn 16. f. m., að Einar Jónsson vinni af kappi að Ingólfsmyndinni. “Hún verður allmikið bákn, 6—7 álnir á hæð.’’ Veðrátta hlý með köflum og gróðrarvænleg, en krapafjúk við og við, síðast í nótt til muna, al- hyít jörð fram um miðjan dag. —Isafold. Doukhobora nýlendu lönd. Öll laus lönd í héraði því, sem áður var ætlað Doukhoborum, verður opnað til heimilisréttarland- töku fyrsta Júní 1907, sem hér seg- ir:— A landskrifstofu Dominionstjóm- arinnar í Yorkton, Sask. Twsp 27, Range 31, W. I, June I. do 28, do 31, do 3- do 29. do 3L do 4- do 27. do 32, W. 1. do 5- do 28,. do 32, do 5- do 29. do 32, do 6. do 30, do 32, do 6. do 3L do 32, do 7- do 28, do 33, W. 1, do /• do 29. do 33, do 7- do 29. do 1, W. 2, do 8. do 30, do 1, do 10. do 3L do 1, do 11. do 32, do 1, do 12. do 29, do 2, W. 2, do r3- do 30, do 2, do 14- do 3L do 2, W. 2, do r5- do 32, do 2, do r7- do 3L do 3, W. 2, do 18. do 30, do 5, W. 2, do 19. do 3L do 5, do 20. do 3L do 6, W. 2, do 21. do 32, do 6, do 22. do 3L do 7, W. 2, do 24- do 32, do 7, do 25- do 33, do 30, W. 1, do 27. do 34, do 30, do 29. do 35, do 30, on July 2. do 36, do 30, do 3- do 33, do 3r> W. 1, do 4- do 34, do 3i, do 5- do 35, do 31, do 6. A landskriftsofu Dominionstjórn- arinnar í Prince Albert, Sask. Twsp 39, Range 7, W 3-, Júní 1. do 39, do 8, do 3- do 39- do 9, do 4- do 39, do io, do 5- do 40, do 8, do 5- do 42, do 7, do 6. do 43, do 6, do 7- do 43, do 7, do 8. do 44, do 5, do 10. do 44, do 6, do 11. do 44 do *T /f do 12. do 44, do 8, do 12. do 45, do 5, do r3- A landskrifstofu Dominionstjórn- arinnar í Regina, Sask. Twsp. 38, Range 9, W.3, June 1. do 38, do 10, do 1. Landtökuleyfi verður veitt á sérhverjum sectionar fjórðungi, fyrsta löglegum umsækjanda, er um landtöku biður á hlutaðeigandi skrifstofu. Beiðnir um ógilding- ar (‘cancellationsj, sem borist kunna að hafa* viðvikjandi þessum löndum, verða nú skoðaðar ómerk- ar með öllu. Með allar landtökubeiðnir verö- ur að snúa sér til landskrifstofu l>ess héraðs, er hlutaðeigandi land- liggur í, sem eru: Yorkton, Prince Albert og Regina. Slíkum beiðn- um verSur ekki sint á neinni und- ir-landskrifstofu. Engum “scrips’’ verður móttaka veitt undir neinum kringumstæð- um. Athygli manna skal sérstaklega vakin á því, að engin heimilisrétt- arlandleyfi vcrða veitt í neinu Tsp. fyrir ákveðinn auglýsingartíma ýhér að framanj. Fjórðungssectionum, þar sent einhverjir hafa búið á í óleyfi, verður haldið eftir, í tíu daga frá auglýsingardegi Tsp. þess til land- nátns, er þeir liggja í, til þess að gefa ábúanda þessum færi á að mæta á hlutaðeigandi skrifstofu, °g leggja fram eiðfesta yfirlýs- ing óvilhallra manna um umbætur þeirra og ábúð á landinu. Kröfur engra annara verða teknar til greina, en þeirra, sem um er get- ið í skýrslum hlutaðeigandi stjórn- ardeildar, viðvíkjandi ábúð og um- bótum, gerðum fyrir 1. dag Des- etnbermánaðar 1906. ungar“ þá vikuna, sem „Huginn“ kemur ekki út. Þær verða í minna broti nokkuð. Um fyrtrætlanir sínar farast út- gefendunum orð á þessa leið: „Við munum gera okkur far utn að segja mönnum frá nýjum upp- götvunum og skýra þær og láta Fiskiskipin afla illa. Hæstur er Björn Ólafsson með 13 þús.; hin flest með 5—8 jþús., , Reykjavík, 1. Maí 1907. 2. f. m. andaðist Kristján Tóm- asson hreppstjóri á Þorbergsstöð- um í Laxárdal í Dalasýslu. PETKE & KROMBEIN selja í smáskömtum beztu teg- undir af nýju, söltuðu og reyktu KJÖTI og KJÖTBJÚGUM, smjöri, jarðarávöxtum og eggjum Sanngjarnt verð. 161 Nena st., nálægt Elgin ave. Frekari upplýsingar verða gefn- ar á landskrifstofum þeim, er að framan eru tilgreindar. P. G. KEYES, Secretary. Innanríkismálastjórnardeildin, Ottawa, 13. Maí 1907. CLEVELAND RAMBLER BRANTFORD MASSEY IMPERIAL PERFECT FYRIRTAKS HUGMYND—Okkar eigin eign. The Hygienic Cushion Frame. Þa5 er því að þakka, að áhugi manna er að vakna aftur á hjólreiðum. Gerir óslétta vegi slétta. Reynið eitt og þér munuð ekki vilja sjá nokkuð annað. Vér höfum alt, sem lýtur að hjólhestum. Fallegur verðlisti sendur ef um er beðið. Canada Cyde & Motor Co.. Limited WINNIPEG t L mre m '5 —VIÐUR—LATH —ÞAKSPÓNN— Allskonar innanhúsviður—Eik. Birki.Fura. Hurðir úr cedrusvið af öllum tegundum. Umboðsmenn fyrir Paroid Roofíng. Skrifstofa og vöruhús við austurenda Henry avenue, Phone 2511. - - Winnipeg, Biðjið um verðlista. t i # t %%%%%%%%%%%% 0 %%%%%% 0 %%%%%%%%%%%% 1 N 4 ZPZEŒl ISTTTTISr allskonar gerð fljótt og vel, fyrir sanngjarna borgun á LÖ&BE FLGrX Dunfield & Son Plumbing harðvara—hitun Byggingamenn eruð þér að kaupa á réttum stað? Kornið fyllir mæljrinn. Vér spörum yöur peninga á harð- VÖRU Og TINVERKI. Skoðið okkar mörgu sortir. Það borg- ar sig. Skrár $4.75 til 20.00 tylftin 602 Ellice Ave. Phone 1514 A. S. BARDAL, selut Granite Legsteina alls kcnar stærðir. Þeir sem ætla sér að kaupa LEGSTEINA geta því fengið þá með mjög rýmilegu verði og ættu að senda pantanir sem fyrst til A. S. BARDAL 121 Nena St„ Winnipeg, Man

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.