Lögberg - 13.06.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.06.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚN í 1907 m LÍFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. Hún heilsaði mér einkar kurteislega, og losaöi mig. meö nokkrum velvöldum oröum viö öll óþæg- in, sem þaö olli mér, aö Valentínus var ekki viöstadd- ur. Hún bauö mig velkominn, og vísaði mér til sætis við hlið sér. Hún var lágmælt og röddin blið- leg, en sú blíða bar þunglyndiskeim. Og eg ætlaði aö segja, það strax, aö þeim, sem aðgætti frú Est- mere van'dlega, gat ekki dulist það. bæði af svip hennar og fasi, að hún mundi ekki hafa farið var- hluta af harmi heimsins. “Eg hefi heyrt mikið talað um yður, Mr. Nor- ris,” sagði hún. ,-Bæði hefir Rothwell lávarður sagt mér frá yöur og Valentínus lika. Sjálfri mér er því * ánægja aö kynnast yður. Valentinus hefir sagt tnér, að þér væruð bezti vinur sinn. Og þar eð við erum bæði samsinna um flest, , verðið þér að reyna að skipa mér á vinabekk við hlið hans.” Eg var einmitt í þann veginn að koma fyrir mig hæfilegu svari, þegar dyr'nar opnuðust og Valentínus kom inn. En hann kom ekki einn. Hávaxin stúlka kom em ðhonum inn úr dyrunum.og eg fer ekki rangt með þó eg segi. að hann hafi haldið utan um mittið á henni, nema það sé rangt að segja þann sannleika. Á stúlkunni var það auðséð að henni fanst alls ckki til um að ókunntir gestur skyldi verða sjónar vottur að öðru eins og þessu. En Valentinus lét sér hvergi bregða og sagði ósköp.sakleysislega: "Nei, ert þú þá kominn, Eilippus! F.g heyrði þig aldrei drepa á dyr. .Mér þótti það leiðinlegt, en eg er viss um bæði þú og móöir mín þolið að sjá annað eins og þetta. Við Claudina vorum úti í garö- ' inum og vorum að vita hvort við gætum ekki fundið rós, sem lifað hefði af Lundúnareykinn,” sagði hann enn fremur og sneri sér að frú Estmere. “Claudina, Miss Neville, er bróðurdóttir min, Mr. Norris," sagði frú Estmere. og eg og ungfrútn heilsuðumst því næst eins og lög gera ráð fyrir. Valentinus hafði víst sagt mér eitthvað um það, sfð móðir hans muttdi konia með gest með sér, en hann hafði sagt þetta með svo hátiðlegflm alvörusvip, að tnér datt Þá ekki í hug að setja Það á mig. Claud- ine Neville var mér þvi öldungis óvænt sýn, en á- nægjuleg þó, og svo ánjegjuleg jafnvel, að þegar á leiö kveldið, fór mig að langa meir en litið til að vita, hvort atferli þessara tingu frændsystkina, Þegar þau komtt inn í gestasalinn, var eintómur ættingja gáski, frætidsamlegur galgopaskaptir Valentinusar, eða eitthvað meira. Eg var eini gestttrinn. Við sátum umhverfis kringlótt borð og spjölltvðum saman ánægjulega. Alt borðhaldið var yfirlætislaust og óbrotiö, en smekk- legt eigi að siður. Valentíntts sat artdspænis móðttr sinni, en eg henm til hægri handar og naut þeirrar á- nægju að ltorfa á1 fallega andlitið á Miss Neville gegn ttnt blórnin, sem stóðu á borðintt milli okkar Og eg var ekki búinn að horfa lengi á hana, þegar eg komst að raun um, að andlitið á henni átti það vel skilið, að því væri veitt eftirtekt. Valentínus var auðvitað lífið og sálin i þessuin ltópi. Við Miss Neville lögðum einstaka sinnum orö í belg. Frú Estmere var hin skrafhreifasta, en það var meiri alvöruþungi í orðttm hennar, en, okkar “Skelfing hafa æskuár yðar verið einkennileg,” sagði frú Estmere og stttddi hvíttt hendinni sinni snöggvast á handlegginn á mér. “Þér hljótiö að vera-mikltt ánægðari nú en þá?” “Eg er hissa aö Mr. Norris skyldi ekki verða skáld þarna,” sagöi Miss Neville. “En kannske líka að þér séttð það?” mælti hún enn fremur, þegar hún sá að V alentínus leit til mín íbygginn á svip, en eg sótroðnaði þegar eg sá það. “Skáld! Jú, víst er hann skáld. Þú þarft ekki annað en sja ennissvipinn á honttm,“ sagði Valenttn- us. “Þú mátt trúa mér, Claudtna mín góð, hattn á ógrynni af ljóðasyrpttm, sorgar- og gamanleikjum eftir sjálfan sig. Það vantar svo sem ekki. Biddtt hann að kotna með dahtinn slatta í ferðatöskitntii sinni af þessu góðgæti til að lesa þér. Hann ltefir lengi beðið eftir því að eg yntpraði á því að fá að sjá það alt sainatt. En eg hefi getað stilt mig ttm að leggja að honttm nteð það.” Mig daitðlangaði til aö sparka í Jhann, því að all- ir vita, að mönnum býr dulinn hlátur í hug þegar einhver er kallaður skáld. “En svo eg sleppi ölltt glensi, Filipptts.” sagði \ alentinus og vék aftur að aðal-ttmræðuefninu. “þá lilýtur faðir þinn að vera býsna “einkennilegttr fugl’’ —eg vcrð að biðjd þig að afsaka óvandað orðfæri, móðir min—. Hvernig mttndi þér geöjast að þvi, Claudina að eiga heitna á öðrum eins stað? Þar seni ettga nýja kvenhatta er að fá, þar setn enginn kannast viö neina tizku, þar sent cngar búðir ertt. Ilvað lteld- iirðu yrði tir þér, Claudína?” “Settu yfirfrakka og karlmannshatta i staðinn fyrir kvenhattana. og þá getttr þ\i sjálfttr gert þer Ijósa lutgitiynd iint hvernig mundi að vera þar,” svar- aði Miss Neville með hægð. Það var eins og hún væri að svara frænda sin- um, cjt ekki elskhttga, og ntér var töluverð hugarhægð að þvi. “Rétt er |>að hjá þér,” svaraði Valentinus. “Eg mundi ckki lifa lengi yfirfrakkalatts og haltlatts. Eg sá lika ljóinandi fallegan safír-stein i Bond stræti dag, Clattdina mín. Eg hað gimsteinasalann aö halda honum óseldum í eitt ár. Þá verður þú komin til lögaldurs og þá getur þú gefiö mér hann." Miss Neville fór að hlæja. Að því búntt fóru þær burtu. hún og frú Estmere, og við Valentínus notuðum stundina, nteðan þær voru fjarverandi, til að kveikja okkttr i vipdlum. Eg skal gjarnan játa það strax aö þó að eg hefði ekki kynst Claudínu nema i nokkrar klukkustundir hafði eg þó orðiö mjóg svo hrifinn af henni. Eg get sagt þetta með góðri santvizku, því að alt að þesstt hefi eg ekki nefnt ást á nafn í framanritttðu. Það hafði þó einstaka sinnttm komið fyrir. að eg hafði fengið ofurlitla aðkenningtt af þvi tagi áður. Eg man sérstaklega eftir tveimur stúlkum sem snöggvast röskuðu hjartafriði míntim, en meður þvi að ástar- guöinn hafði eigi enn veitt tnér neitt svööusár. ætla saman fór það ljómandi vel úr hendi hjá þeim. Þatt vortt auðvitað allra-mestu mátar, en að því undan- hinna, unglinganna. Það var allmikið talað unt hve einkennilegur maðttr Rothwell lávarðttr væri. Frú Estmere hafði gaman að vita hvernig það atvikaöist að eg kyntist hotutm. og hvcrnig stóð á Því, að honttm var svo hlvtt til mtn. Það varð orsökin til þess, aö eg sagði henni frá því, hvernig fundum okkar lá- varðarins bar fyrst saman og lýsti svo vel sem eg gat því kátbroslega atriði t þeirri sögu, er sérstaklega snerti Mr. Dunstable. Þá urn leið mintist eg á ein- manalega staðinn, þar sem þeir komu í land og eg átti heima, og varð það til þess að frú Estmere spurði frekara, og eg fór sfnátt og smátt að verða málhreif- ari og skýra skorinort frá æskudögum mtnurn. Frú Estmere hlýddi á sögu mína með mestu athýgli og hvatti mig til að halda áfram. Valentínusi virtist þykja vænt um að heyra hve mælskur eg var, og Miss Neville stalst til að líta til mín nokkrum sinnttm gegn um rauðtt blóntin á borðinu, með hluttekningar- semi að mér fanst. Eg leiddist svo til að segja þeim nær því frá ölltt, er eg hefi skýrt frá hér að framan viðvíkjandi æskuárum mínum. Eg mintist auðvitað ekkert á hið dularfulla t sambandi við æfi föður míns, eða hve lítið eg vissi um móöur rnína. Eins og gef- ttr að skilja spurðti þau mig um föðttr minn, og lýsti eg honutn eins vel og eg gat, hrósaði honum og lét í ljósi hve vænt ntér Þætti ttm hann. eg ekki að þreyta lcsarann á bví aö lýsa þeim barna brekttm með vonimum.vonbrigðunitm og fyrirlitning- unni. sem þeim er samfara. Eg haföi aldrci áöttr kynst jafn-fallegri stúlktt og frænka Valentinusar var. svo að mig langaði til að fá að vita sent mest um Itana. Það var svo sem ekkert ónáttúrlegt. “Hvernig geðjast þér að móður minni?” spurði \ alentinus nærri því eins og milli vonar og ótta. “Eg Itefi sannfærst um að þú hefir lýst henni al- veg eins og hún kemtir mér fyrir sjónir. Annað ætla cg elcki að taka fram þar að lútandi, nema að þakka |>ér fyrir aö hafa veitt ntér kost á að kynnast henni. Það kom einlægur gleðisvipttr á andlitið á hon- nin. “En hvað rnér þykir vænt um,” sagði hann. ‘Eg er viss ttm að lienni geðjast sérlega vel að þér. Eg ltefi aldrei séð hana taka ókítnnugum manni jafn- vel og þér.” “E11 þti ltefir öldttngis leitt það hjá þér, að láta mig vitá hve laglega frænktt þú ættir.” “Á, hefi eg gert |>að. Það er eins og gengur. Karl menn ertt oftast of ktinnugir frænkttm sínttm til að vera fjölorðir um þær.’’ “En hvað er þetta maður? Hefirðu aldrei tek- ið eftir þvi hvaö htin er yndisleg?” “Jú. auðvitað hefi eg gert Það, Okkur þykir einstaklega vænt hvortt utn annað. Sjálfur dáist eg hreint og beint að henni.” “Það er eins og þú hafir ekki ljósa hugmynd um gæftt þína. Eg býst við að það sé alt klappað og Jslárt á mijli ykkar?” “Það hekl eg.” svaraði hann kæruleysislega. “Þá er bezt að eg óski þér til hamingju. Þaö er víst óhætt?” “Já. við eigttm vist aö giftast einhvern tíma, eft- ir eitt tvö ár, minnir mig. F.r dautt í vindlinum þínum? Við skultim fara inn og spila og syngja dá- lítið.” Svo fórum við inn til kvenfólksins. Valentínus og Clattdina sungtt tvísöng. og Þar eð þau vortt æfð skildtt, sem eg hafði orðið var við þegar þau komu fyrst inn í gestasalinn, var mér ómögulegt að sjá meðan eg dvaldi þarna, nein merki þeirrar ástar, er stúlka, eins og eg gerði mér í hugarlttnd að Claudína væri, hlyti að vænta cftir af þeim manni, sem hún heföi kosið sér til eiginmanns. Frú Estmere ræddi við mig og eg sa að httn horfði með innilegri ánægjtt á hjónaefnin. Öll vortt þatt svo ljúfmannleg og al- þýðleg við mig, að rnér fanst sem eg væri einn af meðlitnum fjölskyldttnnar, og með því að mér fanst að eg ekki leggja nema svo lítinn skerf til glaðværð- arinnar reyndi eg að vera svo skemtinn sem eg gat. Kveldið leið fljótt. Þegar eg bauð góðar nætur, bað frú Estmere mig mjög vingjarnlega að heimsækja son sinn og sig sem oftast. Clattdina sagði eitthvert alment si>attgsyrði við mig þegar eg kvaddi hana, og svo sneri eg heirn á Albemarle stræti, og var í engttm efa um að þetta hefði verið eitthvert skemtilegasta kveldið, sem eg ltefði lifað, því að eg hafði dvaliö hjá alþýðlegasta fólki, sem eg hafði nokkurn tima kynst, OR OR var viss ttm að Clattdína var lang-elskulegasta stúlkan, sem eg hafði séð á æfi minni. ó Þú ham- ingjusami Valentinus! F.g fór ekki strax að hátta þegar cg kom lteim. Eg sat um stitnd reykjandi og hugsandi um þessa nýjtt vini mína. Eg var nú farinn að eignast þá svo marga—, \ alentínus, Rotlnvell lávarð, frú Estmere, Claudínu Neville, attk annara. sem eg setti skör lægra og eigi er þörf að minnast á hér. Það er tilvalið og ánægjulegt fyrir ttngan mann. sent hneigður cr til þtmglyndis að verða þess var, aö mönnum geðjist vel að sér. Eg fór að httgsa ttm frú Estmere og gera mér i htigarjund hve álitlegur kvenkostur hún hefði verið þegar htin var a æsktt skeiði. Eg fé>r að gera mér í hugarlund hvernig fríöskapaða, Þunglyndislega andlitið á henni hefði verið meðan sólskin æskttár- anna lék um það, hvernig hárið á henni hefði verið, þetta ttndarléga. mikla, silfurlita hár. Hún lilaut að hafa verið yndisleg stúlka á þeint dögttm. Svo fór eg að hugsa ttm Valentínus, og því næst leiddist hugttr minn að Clattdínu. Og eg vissi ekki fyrri til. en eg var í huganttm farinn aö draga saman í eina heild alt það, sent hún hafði sagt utn kveldið, rifja upp fyrir mér söngvana, sem hún lrafði sttngið, með mjúkri og hljómþýðri röddtt, gera mér skýra grein fyrir hvem- ig hárið á henni væri litt og eins attgun, og jafnvel hvernig hún hefði verið klædd um kveldiö. Auð- vitað var cg að þesstt Valentínusar vegna. Eg hlaut aö láta nrér ant ttm að konuefnið hans hefði alla góða kosti til aö bera. En Þegar eg gekk til sængttr ttm kveldið, gat eg ekki látið hjá ltöa að óska þess, að hann hefði betur sagt mér frá öllunt þeint böndum,. sem tengdu hattn og frænktt hans saman, svo að eg þegar í upphafi hefði getað skoðað Claitdinu sent konttefnið hans tiívonandi. Næstu vikttrnar á eftir var eg tiður gestur á heimili Estniere, og þótti mér vænt um að svo leit út, sem fólkið þar teldi það svo sem ’sjálfsagt, að eg kæmi þangað sem oftast, og brátt varð eg skoöaður þar sem einn af heimilismönnum. En þrátt fyrir þessar vingjarnlegu viðtökur, hét eg l>ví i httganum i hvert sinn, er eg hélt á brott þaðan, að eg skyldi alveg hætta að koma þar, minsta kosti um tíma. Því oftar, sem cg korn Þar. því hrifnari varð eg af Claudínu, og mér ditldist ckki, að þetta var að gera vini mínum rangt til. En þrátt fyrir Það, þó eg leitaði ýmsra bragða til að forðast hana, var eins og það dygði ekkert. Eg hlaut að sjá ltana dögum oftar. Hún var nærri ]>ví alt af með Valentínusi. Þau fóru á samsöngva, gengu úti sér til skemtunar, léktt “cricket”-leik á dag-, inn, og á kveldin fórtt þatt í leikhúsið. Valentínus var ólnntr í að hafa mig með þeint við þessar skemt- anir. Hann haföi auðvitað nógan tíma þar fyrir ut- an til ástaratlota, aö því er eg ímyndaði mér. Einu sinni eða tvisvar vildi svo til, þegar hann lutrfti að bregða sér eitthvað frá, að hann fól mér að annast og sjá unt unnustu sina. Eg skammaðist ntín með sjálfttm mér fyrir það, lwe feginn eg varð, þegar mér gafst færi á þesstt, og blygðaðist min fyrir það að eg væri ótryggur vinur. Eins ánægjulegt og mér fanst það að sitja klukkustundum satnan við hlið Clattdínu, vera mér þess nteðvitandi. að hún væri undir tinisjá ntinni, ttppfylla allar óskir hennar, og láta ltana að síðustu þakka tnér fyrir skemtunina, — eins ánægjulegt og mér fanst þetta, segi eg„ svo gremjttlega hart fanst mér aftur á móti vera að vita til þess, að enginn minsti ástarneisti mætti kvikna í brjósti mínti til hennar. Stundum fór frú Estmere með syni sítium og bróðurdóttur út til að skemta sér. Henni þótti jafnan vænt urn að hafa mig þá með. En eigi leið á löngu unz hún staðfesti það, sem Val- entínus hafði sagt mér, og lét mig vita, að frænka sín og sonur ltefðtt verið í tilhttgalífinu i nokkur ár. “Mig hefir til einskis langaö meira, en að þau giftust, sagði hún. Alér þykir ekki eins vænt utn nokkra manneskju og Clattdínu, að Valentínusi und- anskildum. Þatt ertt í tilhugalífinu, og áformað er að þatt giftist áðttr en langt um líötir. En þau hafa nú 1‘ekst svo lengi, því að þau ertt leiksystkin alt frá bernskuárttm, svo að umgengni þeirra er líkari syst- kina en elskenda.” 1 il l>ess að kæfa niður alla umhugsun um Claud- mti for e& aö starfa af kappi. Eg mátti til aö gleynta henni. F.g hefi verið upp meö mér af því, að eg eigi toluvert viljaþrek til, og nú þurfti eg aö taka á því. I íer grfst færi á að reyna það. En eiijs og oft vill verða, geta krosstré brostið eigi síður en önnttr tré. Þiö ntegið hlæja að mér, fyrirlíta mig og fyrirdænta ',v* l>a® í?ei • cg sjálfur, en mér var ómögulegt að gleyma Claudínu. Mér var ómögulegt að liætta að dást að ltenni; og ef satt skal segja ómögulegt að komast hjá því að verða |>vi ástfangnari af henni, sem við kyntumst lengtir. Eg held að óþarft sé samt fyrir mig að geta Þess. að eg inti aldrei að því með einu oröi, hvað ntér bjó í brjósti. Þann tattm gat eg þó liaft á tilfinning- tint minum. Eg gat enn þá horft frantan í Valentíti- tis. vitandi nieð sjálfum mér, að eg hafði hvorki i orði eöa athöfn brotiö neitt á móti honum. Væri um eitthvert olag að ræöa, þá var i>að eg einn og enginn annar, sem hafði ilt af því, og eg var ekki á því að beia mig ttpp um það við neinn. Þegar frá leið fór eg að hta nokkuð stórt á ntig fyrir þá stjórn, setn eg gæti haft á sjálfttm mér. Eg þóttist meira aö segja svo viss nteð að hafa nægilegt vald á sjálfum mér, að eg fór að gefa hinni dtlldu ást minni lausan tauminn. % var nú steinhættur aö lofa þvi með sjálfum mér, að foröast Clattdínu, fanst ekkert á móti því, að’ eg ttmgengist liana, og bæri svo harnt minn í hljóði. Það sýndist vera saklaust. En eftir hér ttm Þriggja vikna tíma, varö eg var við töluverða breytingu i viðmóti Clattdinu. Djarf- legi vingjarnleikablærinn í fasi hennar var horfinti. Hún virtist helzt vilja forðast mig, og svaraði mér ekki jafn-óhikaö og áður. Mér duldist ekki að helzt leit út fyrir, að hún væri hrædd við mig. Framkoma hennar gagnvart mér var nú oröin svo breytt að eg fór að óttast um. að hún kynni aö hafa komist að leyndarmálinu, sem eg hafði dulið fyrir öllum með svo mikilli varasemi. og eg þóttist' þá vita, að hÚn 'i’yti að fyn'rlíta mig fyrir það. Nú reið mér á að vmna sigur á sjálfum mér. Tækist mér það ekki, þá varð eg aö flýja! Eg blóðroönaði, þegar eg hug- leiddi. hvar komið var. Qg eg var vinttr Valentínus- ar, vinur móður hans, og samt sem áðtir óhæfur til að nppfylla fyrsta skilyröi sannrar vináttu. Claudína em visst ttm veikleika minn, og eg þóttist viss unt, að hún mundi ekki bregöast mér. 'En eg varð samt að flýja. Það stóð á sama hvert eg færi. Eg þurfti bara að hraða mér aö því. Þetta var nú samt neyðar- úrræði, og bæði auðvirðilegt og barnalegt í tilbót. F.g vissi. að hún ætlaði að fara burtu eftir svo sem vikutima, og að hún nntndi ekki koma aftur fyr en löngu seinna. Það sýndist nú svo, sem mér ætti að vera hægt aö standast þetta, að eins örfáa daga enn. Eg ætti aö geta fundið mér nóg til afsökunar á þvi Þó eg heimsækti þatt ekki. Eg gat látið það heita svo, að eg væri í önnum, eða þyrfti að vera annars- staðar. Þegar Claudína var farin vonaðist eg til að koniast úr þessari leiðslu og verða sami maður og eg var áðttr. Svona ætlaði eg að hafa það. ! fjóra daga sýndi eg frábæra sjálfsafneittin. \ alentinus bað mig árangurslaust að koma til St. Johns Wood og fara með sér á ýmsa skemtistaði. Eg gat auðvitaö ekki borið það fyrir við hann, að eg væri í önnum eða þyrfti annað að fara, svo eg tók það ráð, aö segjast vera lasinn. Það var líka nokk- tið satt i því. Sálarórósemi min verkaði á heilsuna. Eg fann aö eg var veikur, og mér leið herfilega illa. “Það er ósköp að sjá þig,“ sagði Valentinus, “en eg veit ttm meðal. sem óbrigðult er til að lækna þig. Við tnóðir min ætlum til Bournemouth í vikttnni sem kemur. Það er auðvitað ekki rétti timinn til að fara þangað, en það er gaman að vera þar. Þér er bezt að koma með okkur. Við ætlum að dvelja þar mán- aðar tíma.” Eg hlaut vitanlega aö hafa gott af sjóloftinu. Claudina yrði þá farin. F-g vissi að eg mundi hafa mikið gaman af ferðinni, svo að eg þáði boðið. Eg ásetti mér, ef mögulega yrði hjá því komist, þá skyldi eg ekki veröa á vegi Claudintt þangað til. Eg ætlaði meira að segja ekki að kveöja hana þegar hún færi. Ef eg þekti hana rétt, mundi hún geta getið sér þess til. hversvegna eg drægi mig í filé; en áður en eg var búinn að ásetja mér þetta. sá eg eftir því, og langaði til að falla frá þvi aftur. Eg varð líka neyddur til þess. Morguninn eftir fékk eg hraðskeyti frá Valentínusi, svo hljóðandi: "Hittu okkur við ‘Floral Hall‘. Þú verðtir að fylgja Claudínu á samsöng.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.