Lögberg - 08.08.1907, Blaðsíða 1
jiry -^ai.
Raturmagnsáhöld.
Við höfura nú nægar birgðir af þeim, svo ®
sem rafurm.sléttijárn $6.50 hvert, rafur- S
magns-blævængi $22 hvern, og önnur á- X
höld, alt í frá aðalskiftiborðinu til glóð- w
arlampans. Verðið er lágt. S
Anderson <& Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
538 MainSt. — Telephone 339 ^
■
ÆjÆidd £idCíCí£t££iÆ? ÍÉB éUÉÞ
Nú er sumar
t»
og þér þurfið þá á kælivél að halda. Vér
höfum þær ágætis-góöar fyrir #7.00 og
þar yfir. Garöslöngur, garðsláttuvélar,
hrífur o. s. frv, með sumarverði.
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
538Maín Str. — Telept\one 339,
< 1
< t
( t
< >
<>
< >
< >
20. AR.
Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 8. Ápúst 1907.
NR. 32
Fréttir.
Vér höfum áöur getiö um aö
hér hafi veriö á ferö fréttaritarar
ýmsra heldri blaöa á Englandi.
jí»eir eru nú komnir alla leiö vest-
ur til Vancouver og segja í ræöum
og riti aö þeir fái ekki nógsam-
lega lofaö Þetta land, og telja að
ekki hafi annaö meira hrifiö þá,
en hin glæsilega framtíö, sem þaö
sjáanlega eigi fyrir höndum.
og ráösettur Kóreumaður kom til
mín hérna um daginn og spurði
mig hvort Þetta væri vestræn siö-
menning. Hann vissi að brezka
valdiö stóö hér að baki, þó atS
hann væri of kurteis til að segja
þaö með berum oröum. Eg hefi
aldrei ,boriö kinnroöa fyrir land
mitt fyr en þá.”
Úr bænum.
i --------
Fyrir nokkru tóku vísindamenn
eftir því aö senda má myndir eftir
sima, með rafurmagnsstraum, ef
höfö eru Þar til gerö verkfæri.
Nú nýlega hefir þýzkum vísinda-
manni einum, prófessor Stern,
tekist aö senda myndir alla leið
sunnan frá Munchen noröur til
Berlínar, en þaö er nærri því
þvert yfir alt Þýzkaland. Mynd-
irnar voru vel skýrar og þekkjan-
legar þegar Þær voru sýndar aft-
ur í Berlín.
og grendinni.
Séra Friðrik Hallgrímsson er
staddur hér í dag.
Séra N. Stgr. Thorlaksson býst
viö aö fara út í Mikley næstu
viku og embætta Þar sunnudaginn
þ. 18. þ.m. Fólk verður tekiö til
altaris. Ungmenni, sem fermd
voru i vor, eru beðin aö koma til
kirkjunnar laugardaginn þ. 17. kl.
2 e. h.
Við aðskilnað ríkis og kirkju á
Frakklandi vöknuðu suöurþjóö-
iinar Spánverjar og ítalir líka og
tóku að hugsa um hvernig þeir
gætu komiö á hjá sér sömu endur-
bótum og Frakkar heföu gert.
Bar t sluvert á Þeirri hreyfingu á
Spáni í vetur, en hún var kæfð
niður. Klerkavaldiö þar er enn
þá ríkara og ófrjálslyndara en svo
aö nokkuð i Þá átt nái þar fram
aö ganga. Á Italíu hefir þessi
stefna fengiö marga áhangendur
og halda aðskilnaðarmenn víöa um
landið fjölmenna fundi og skora á
stjórnina að taka’málið á dag-krá.
Páfinn eöa páfaráðið öllu heldur
hefir sakaö stjórnina um, aö hún
væri undirniðri vinveitt hreyfingu
þessari, en stjórnarformaöur Gio-
lette neitaði því opinberlega aö
svo væri.
Fregnir berast nú uin þaö
suntian úr Bandaríkjum að Socie-
ty of Equity, bændafélagiö, er vér
höfum nýlega minst hér í blaöinu,
hafi bundiö þaö fastmælum, að
selja ekkert einasta hveitis-bushel
á minna en 1 dollar. Stálgeymslu-
hylki, er taka um þúsund bushel
og kosta um hundrað og fimtíu
dollara, eru bændur nú í óða önn
aö kaupa sér til að geyma hveiti
sitt í. Sagt er aö um hundraö og
áttatíu þúsund félagsmanna hafi
heitstrengt þaö að selja ekkert
bushel undir dollars veröi, og meö
Því aö í þeim hóp eru taldir helztu
hveitibændur rikjanna, stórauð-
ugir sumir hverjir, er vel eru fær-
ir um aö bíöa um tíma meö sölu
hveitis síns, þykir kornmarkaðar-
spekúlöntum flla á horfast.
Miðlungi góöan vitnisburö fá
Japanar hjá dr. R.P.MacKay trú-
boða fyrir meöferö þeirra á Kór-
eumönnum. Trúboði þessi er nú
‘taddur í Matichuríu og ritar þaö-
an á þessa leiö: “Eg var mikill
Tapana vinur áður en eg kom
Hngaö en mér hefir veráö ómögu-
legt annaö en breyta Þeirri skoönn
nauöugur viljugur. Japanar hafa
eytt svo Þúsundum dollara skiftir
til aö láta rita gott um sig og öðl-
ast meö Því vináttu Evrópu- og
Ameríkumanna. Á þenna hátt
hafa þeir öðlast fylgi og fjárlán
úr þeim álfum báöum. En í raun
cg veru eru Japanar siðleysingjar.
iVleöferð Þeírra á Kóreumönnum
er engu grimdarminni en ósköpin
stm á ganga í Kongo. Gama'.l
trúboöi hér hefir sagt mér, að
aldrei hafi Kóreumaður getaö náö
rétti sínum gagnvart Japana, lwaö
mikiö sem til saka væri, og þetta
hatda menn þar í landi sé aö
kenna Weekum áhrifum. Gamall
Látinn er í Breiðuvík í Nýja Is-
landi, þ. 17. f. m., Helgi Bene-
diktsson, söðlasmiður og fyrrum
bóndi að barnafelli í Köldukinn í
Þingeyjarsýslu á íslandi. Kom til
Vesturheims 1887; settist aö i
Nýja íslandi og dvaldi Þar ávalt
síðan, aö mestu eða öllu hjá þeim
Benediktu dóttur sinni og manm
hennar Gunnari bónda Helgasyni,
að Gunnarsstööum i Breiðuvík.
Helgi sál. var nálega áttræður er
hann lézt; vaj^ myndarmaöur á
sinni tíö, greíndur og fróöur um
margt. — Sigurlaug kona Helga
lifir enn, enda töluvert yngri en
hann var.
Þjóöhátíð héldu Gimli-búar 2.
Ágúst eins og tilstóö. Ræöu*-
fluttu þeir séra Rögnv. Pétursson,
séra Fr. J. Bergmann og Skafti
Brynjólfsson (\ staö séra Rúnólfs
Marteinssonar sem var fjarstadd-
urj. Þar einnig farið fram
margskonar íþróttir og yfirleytt
hafði þótt hin bezta skemtun aö
hátíðahaldinu.
Baldur Sveinsson stúdent, ætt-
aður af Húsavik nyrðri, var einn
fslendinganna þeirra er komu
hingað um mánaöamótin síöustu
meö M. Markússyni. Baldur haföi
verið kennari viö búnaöarskólann
á Eiðum næstliðinn vetur og Uk
sér far hingað vestur frá Eskií.
Hann býst við aö dvelja hér í
landi um hríö. Bréf til hans má
íinda á skrifstofu Lögbergs.
----o-----
Vesturfarahópurinn íslenzki, sá
er vér gátum um í síðasta bh.fi,
kom hingaö til bæjar 31. f. m aö
kveldi og meö honum Maguús
Markússon erindsreki Döminnn-
s* 'ómarinnar. Mr. Markúss. kvað
sér liafa verið tekiö einkar vel
hvarvetna á íslandi og heföi hanu
komið í allar sýslur landsins úema
Skaftafellssýslurnar.
Þessir voru vesturfararnir:
V'lb. Magnúsdóttir, ögmundina
Ögmundsd., Guör. Einarsd.,K.ist-
m M. Guömundsd., Málfr. Jóns-
dóttir, Guör. Eliasd., frá Reykja-
vík; Guðr. Eiríksd., Flatey; Guðl.
Fjeldsteö, Ólafsvík; Jakob Espó-
lin, Langadal; Guöm. Jónsson,
Rannv. Bogad., Porb. Guö-
mundsson, Blönduós; Guðmunda
Haraldsd., Sauöárkrók; Erlindur
Jónsson, Svanfr. Þorkelsd., Fr.
Jensen, Vorem Jensen, barn á 1.
ári, Magnús Jónss., Grímur Lax-
dal, Haraldur Sigurðss., Helga
Gunnlaugsd., Egill Haraldsson,
Lúövík Haraldss., Valfr. Har
aldsd., Svanfr. Jakobsd., Akur-
eyri; Jón Runólfss., Jón Jónat-
anss., Sæunn Ásgrímsd. Unnur
Jónatansd., Sigr. Jónsd. Þorgerð-
ur Jónsdóttir, Marja Jónsdóttir,
Sigtryggur Kristjánsson, Anna
Benediktsson, Benedikt Sig-
trygsson, Áskell Sigtryggsson,
Ragnar Sigtryggsson, Herborg
Kristjánsdóttir, Jón Árnason.Kon-
ráö Sigtryggsson, frá Húsavík.
Guörún G.Marja og Anna Sigríð-
ur, Seyðisfiröi. Sólrún Jóns-
dóttir, Skriðdal. Mekkin Jóns-
dóttir, Baldur Sveinsson, Eski-
firöi. Þorleifur Ásgrímsson, Þór-
ey Þorleifsdóttir, Marja Þorleifs-
dóttir, Sauöárkrók, ókomin.
Frá Leith: Regina Sigtryggson,
og Rannveig Johnson.
Einar Hjörleifsson
skáld og rithöfundur og fyrver-
andi ritstjóri þessa blaös, kom
hingað 31. f. m. Hann lagöi á
staö frá Reykjavík 10. Júlí og
hitti vesturfarahópinn í Leith og
varð honum svo samferða hingaö
vestur. Þaö eru nú um tólf ár
síðan hann fór heim héöan eftir
tiu ára dvöl hér í landi. Fyrstu
árin eftir aö hann kom heim var
liann meöritstjóri ísafoldar, stofn-
aöi síöan Norðurland á Akureyri
og var nú síðast ritstjóri og eig-
andi Fjallkonunnar þangað til
hann seldi hana viö síöastliöin
áramót. Síðan hann lét af rit-
stjórn, hefir hann fengist við
skáldsagnagerð. Hann hefir í
hyggju aö feröast um bygöir ís-
lendinga til þess aö halda fyrir-
lestra. Fyrirlestrum hans veröur
óefað vel tekiö og þá ekki síður ef
hann læsi upp eitthvaö af nýjum
skáldsögum eftir sig. Hann er að
allra dómi langsnjallasti skáld-
sagnahöfundur vor núlifandi, og
sú list að lesa upp sögur eða hvað
annað sem er lætur honum hverj-
um manni betur.
Gutlarinn.
Það vita allir, aö varkárnin er
veikasti “liðurinn í hæfileikakerfi”
ritstjórans á Sherbrooke, sem
“beitir nafni” meö '“tvöföldu
vaffi”, svo að eg taki mér hans
eigin orð i munn. Það hendir
hann tíöum aö fara meö staðlaust
rugl og þaðan af verra og láta
sér aldrei til hugar koma aö biðja
gott fyrir það, heldur stökkva frá
einu í annað, þegar vaöallinn og
vi-tTeysurnar eru reknar aftur í
hann.
Orðaskifti okkar út af skrípa-
nöfnunum, er nýtt dæmi þessa.
Fyrst velti hann sér meö roga-
skammir yfir háskólanemendur af
Því aö þeir nefndu sig heitum sín-
um styttum, kallaði það skrípa-
nöfn. Eg sagöi honum, aö nöfnin
væru Það ekki og aö honum fær-
ist ekki aö vera meö stóryrði, því
nafniö hans sjálfs væri engu
betsa. En þá rekur hann úr sér
aöra roku yfir nemendurna meö
sömu fjarstæðunum eins og áöur,
og fer aö fjargviörast um, aö alt
saman sé íslenzku-kennaranum viö
Wesley aö kenna. Þegar það er
svo rekið í hann, aö slíkt nái
engri átt, og aö hann höggvi of
nærri sjálfum sér, en svo, aö hann
megi stórorður vera, þá d&ttur úr
honum botninn, og hann gerir
enga grein fyrir ásökun sinni við
kennarann, né hví hann leyfi
“skrípanöfnin” innan sinna eigin
veggja.
Eg haföi í fyrstu sýnt honum,
aö málinu á bfaöinu hans væri
mjög áibótavant og tilfæröi mý-
mörg dæmi úr skrípanafnagrein-
inni ei»ni. Hann lét sér nægja aö
koma meö þá fjarstæðu, aö máliö
væri eins gott hjá sér og öðrum.
Nú í síðustu Hkr. ritar hann
langa grein, sem hann nefnir1
I “Meira um málfræði”. Af fyrir-!
sögninni mundi mörgum koma í
hug, að hann mundi nú loksins1
koma meö rök aö því, að aðfinsl-|
ur mínar væru rangar, en máliö
rétt hjá honum. En því er fjarri,
enda er þaö ekki eftir honum.
Aö því leyti, sem hægt er aö
botna í þessum síðasta graut hans,!
Þá viröist þaö vera ætlan hans,
að enginn nema útlærður sérfræð- j
ingur í norrænum fræöum geti
fundiö villurnar, ambögurnar og
lýtin á málinu hjá honum og aö
mér sé Það ofvaxiö. Þetta er arg-
asta heimska. Þaö þarf enga
“sérfræðilega máJþekkingu” til
þess, ekki nerna aö vera sendi-
bréfsfær maöur. Sá, sem getur
skrifað rétt mál, getur líka fundiö
hvort aörir gera þaö.
Hitt sjá allir, aö það kemur aö-
finslum míjium um málið ekkert
viö, hvaö eg heiti. Hvort eg er
| landflóttamaður eöa stórglæpa-
maður, þá geta Þær verið réttar
fyrir því. Slikum útúrdúrum er
ekki svarandi. Þaö er heldur ekki
satt, áð eg liáfi ekki fært rök fyr-
ir aðfinslunum. Það getur hver
maður séð, sem greinarnar les.
Þar eru færðar til málvillur rit-
stjórans, þeim snúiö á rétt mál og
svo komist aö þeirri niðurstöðu,
að slíkar ritsmiðar séu verulegt
tjón vestur-íslenzkri menningu og
svartur blettur á íslenzkum bók-
mentum. Þaö vantar hér ekkert á
“grundaða röksemdafærslu”, það
sér hver maöur meö gripsviti.
Baldwin sjálfur étur lika o.’an i!
sig allar málleysurnar, nema eina,
að “beita nafni”. Honum klíar
víst viö henni. Hann hyggur
þaö vera rétt mál, en eg get
fullvissað^ hann um, aö honum
er óhætt aö kingja henni lika. því
aö svo tekur enginn Islendingur
til orða.
Hvað honurn gengur til að |
gera sig að þeim aula, aö látast
ekki skilja “mora”, er mér ráð-
gáta. Eg segi, að grein hans
mori af málvillum, til þess aö
lýsa því, aö það sé óþverri aö
þeim, og er ekki aö því aö finna,;
því heldttr sem mora er ekki siöur
haft tim dauöa en lifandi hluti
fsbr. morandi af berjum, reki
morar af viöi, morviöur, mor fjár
o.s.frv.J, þótt ritstjóri Hkr. virö-
ist ekki þekkja nema lifandi skrið-
kvikindamor. Þetta má sjá í ís-
lenzkum orðabókum, sem til eru.
Honum væri sæmra aö tíma að
kaupa sér Þær i staö þess aö at-
yrða islenzku Þjóðina, eins og há-
skólanemendurna, fyrir oröabók-
arleýsi.
Þaö er langt frá, aö aöfinslur
mínar um ritháttinn á Hkr. hafi
verið gagnslausar, eins og ritstj.
segir. Aö málinu til er þæs9í síö-
asta grein hans skáíst, og lesendur
blaösins mega óhætt þakka mér
þaö. Eg skal líka fús aö taka
hann til bæna síðar, ef mér þykja
syndir hans viö íslenzkuna fram
úr hófi keyra.
Ursus.
íslendingadagurinn
2. Ágúst,
Um tvö þúsund manns saman
kommr.
Fjörug rcatiuhöld. Ibróttir margs-
konar. Gó5 skemtun.
Sjaldan fyrri hefir jafn ötul
lega vertó unniö aö því aö gera
Þjóöminningardag vorn Vestur-
Islendinga hér í bæ tilkomumik-
inn og veglegan, og nú síðast, né
fleiri og betri kraftar eindregnar
hjálpast aö Því en þá, enda var |
hátíðin nú með langfjölmennasta
móti og sóttu hana auk bæjar-1
manna íslenzkra, fjöldi Islendinga
utan úr nýlendunum víöa aö. Telst
svo til að um tvö Þúsund manna j
hafi verið þar saman komnir í
þetta sinn.
Veöur var allgott og hreinviöri
allan daginn, þó skýjaö væri loft
og úrfellislegt fyrri hluta dagsins
og heldur kalt.
Hátíðarsvæöiö er hiö ákjósan-
legasta, upphækkuö sæti gegnt
ræðupalli, sléttir balar til leika og
iþrótta, en umhverfis alt svæöið
ak- og hjólreiöabraut.
Beggja megin viö innganginn
blöktu tvö íslenzk skjaldarmerkin
á stöng, fálkinn í bláum feldi.
Ræöupallurinn var skrýddur þjóð-
litum vor íslendinga, en á hornum
smáflögg íslenzk. Þegar inn var
komið blasti strax viö manni nýi
fáninn islenzki yfir áhorfenda-
pallinum annars vegar, en hinu
megin brezka flaggið. Hátíöar-
haldsnefndin bar einkennilegar
dökkar húfur meö giltum boröa
letrað á þær aö framan. “Nefnd-
in” meö gyltum stöfum.
Fyrir hádegi fóru fram kapp-
hlaupin og visum vér til úrslita
þeirra í verölaunaskránni á öörum
staö í blaðinu.
Formaður nefndarinnar var J.
J. Vopni. Hann setti aöalhátiö-
ina klukkan tvö síödegis meö
nokkrum oröum. Las þá Krist-
inn Stefánsson upp kvæöi til gest-
anna.
Þar næst hélt W. H. Paulson
snjalla ræöu fyrir minni íslands,
og er hún prentuð á öörum staö
hér í blaðinu. En Gunnl. Jóhanns-
son las upp kvæöi fyrir minni ís-
lands, sem Sig. Júl. Jóhannesson
haföi orkt.
Fyrir minni Vestur-íslendinga
mælti Sigtryggur Jónasson, en W.
H. Paulson las upp kvæöi eftir
Sigurö J. Jóhannesson ort fyrir
þessu minni, og birtum vér þaö á
öörum staö i blaðinu.
Sigtryggur Jónasson geröi fyrst
stutta grein fyrir því, hversvegna
hann væri kominn upp á ræöu-
pallinn þar og þá. Hann kvaðst
áöur hafa barist fyrir því ,aö 17.
Júní yröi hafður fyrir Þjóðhátíð-
ardag hér, en nú kvaöst hann ætla
aö mætti láta sitja viö þennan dag
í svip þangaö til lögákveöinn yröi
þjóðhátíðardagur heima á íslandi
og taka hann þá upp hér, hver sem
hann yrði.
Viövíkjandi Vestur-íslending-
uin kvaö hann Það sannfæring
sína. aö þeir heföu einmitt lent á
bezta blettinum, sem hugsanlegur
væri, er Þeir heföu flutt hingað,
og hvergi heföu Þeir getaö átt
betri framtið en einmitt hér.
Hann kvaöst jafnan sjálfur
finna til töluverðrar ábyrgöar á
afkomu íslendinga hér, vegna
þess að hann Tæföi veriö hvata-
maöur þess aö þeir settust að hér
viö Winnipegvatn. Vonir sínar
um framtíð Islendinga hér hefðu
eigi brugöist, og dytti sér oft' í
hug, er hann hugsaði um þrótt og
dugnaö Vestur-íslendinga, þjóð-
sagan um orminn í Lagarfljóti, er
sprengt hefði af sér öll bönd. Á-
líka heföi íslendingum fariö niöur
viö vatn, bygö Þeirra heföi þanist
út á allar hliöar, og engum gæti
dulist þaö, aö stórt og mikiö verk
lægi eftir þá þar og víðar hér í
landi á Þessum þrjátíu og tveimur
árum, sem þeir heföu dvalið hér,
og miklu meira en á sex hundruð
sumrunum, er Jónas Hallgrímsson
i Keföi kveöiö um. Vér lifðum og
á annari öld nú en Þá. Veröldin
i öll væri að veröa aö einni ætt.
| Þaö gerðu samgöngurnar. Þeim
væri þaö að þakka, aö nú færi
heiminum meira fram á tíu árum
en áöur á hundrað. Vér Vestur-
Islendingar yröum aö gæta tákna
tímans og fylgjast með honum ef
vér vildum ekki standa í staö. I
þessu efni vildi hann “benda lönd-
um sinum á, aö þeir heföu ekki
notað öll þau hlunnindi, sem þeir
ættu kost á hér,. Þeir heföu t. a.
m. ekki notað löndin sem væru í
boöi, ekki náö Þar þeirri fótfestu,
sem þeir heföu átt aö ná. Land-
búnaðurinn væri farsælli en bæj-
arlífið. Þetta sagöist hann ekki
segja mönnum í aðfinningarskyni,
heldur til þess aö einhver í hópn-
um, sem þar væri saman kominn
kynni aö liugsa eftir þessu og
færa sér bendingarnar í nyt.
Hann kvaöst alla sina tíö hafa
reynt aö sá góöum fræjum meðal
landa sinna og heföi stundum líka
séð þau bera ávöxt. T. d. kvaöst
hann endur fyrir löngu hafa skor-
aö á menn aö kaupa sér lóðarbletti
hér í bænum og eignast sjálfir
húsin, sem þeir byggju í. Síöan
kvaöst hann hafa hitt menn, er nú
væru fasteigna eigendur hér, er
einmitt heföu fariö eftir þessum
bendingum hans þá.
Að endingu gat hann þess, aö
íslendingar heföu fengiö orö fyr-
ir þaö aö standa öllum útlendum
þjóöflokkum hér feti framar, og
hann vonaöi og óskaöi aö Vestur-
fslendingar héldu þar fram sömu
stefnunni eftirleiðis sem hingað
til.
Fyrir minni Canada flutti dr.
B. J. Brandson prýöisgóöa ræöu,
sem birt er hér i blaöinu, en Guö-
jón Johnson las upp kvæöi eftir
J. Magnús Bjarnason fyrir því
minni.
Fyrir minni kvenna talaði B. L.
Baldvinsson ritstjóri.
Hann kvað kvenfólk aldrei hafa
fengið aö njóta Þess réttar, sem
það ætti skilið. Karlmenn heföu
jafnan viljáö ráöa mestu og hafa
þær í minni metum, en eigi aö síö-
ur væru þær jafngóöum hæfileg-
leikum búnar og jafngildi karl-
manna i hvívetna, en það heföu
þær fram yfir aö tilfinningar
kvenna væru miklu næmari fyrir
því, sem fagurt væri og gott.
Karlmennirnir ættu kvenþjóðinni,
mæörum sínum, systrum og eigin-
konum alt þaö gott aö þakka, sem
þeir heföu til aö bera. Starfsemi
kvenþjóöarinnar væri engu síöur
mikilsverö en karlmanna og sér-
staklega mættu Vestur-íslending-
ar minnast Þess hve mikið konur
þeirra heföu lagt á sig á fyrstu
landtiámsárunum .hér.
Þá væri eigi síöur Þýö ngarmik-
ið verksviö þeirra í uppeldis- og
kenslu nálum. Þær væru sérstak-
lega vel til þess fallnar aö inn-
ræta unglingunum þaö, sem gott
væri og göfugt og enginn karl-
maður gæti talist fullkon inn maö-
ur fyr en hann heföi kvtngast
góðri konu. Hann kvaö þær upp-
hafiö og endirinn aö öllu því, sem
gott væri í heiminum.
Næst las Gunnla gur Jóhanns-
son upp kvæöi fyrir minri íslands
, eft'r séra Matth. Jcchumsson, er
nefndinni haföi veriö sent, eins og
áöur var á vikið.
Þá mælti T. H. Johnson fyrir
minni Winnipegborgar.
Hann kvaö Það vera í fyrsta
skifti sem hann heföi verið beö-
inn aö halda ræöu á íslendinga-
deginum og kvaöst gera Það meö
fúsu geöi. Því ekki mætti minna
vera en vér helguðum minning
Islands einn dag á árinu og aö vér
þá sýndum, aö íslendingar vildunr
vér allir vera.
Minniö, sem sér hefði veriö fal-
iö aö tala fyrir núna væri nýtt
minni, sem aldrei heföi verið tal-
aö fvrir áötir á íslendingadaginn.
(Tramh. á 5. bls.J