Lögberg - 08.08.1907, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.08.1907, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST 1907 b BETRI AFGREIDSLU get eg nú lofað skiftavinumf mínum en nokkuru sinni áður. Eg r4 gf* hefi nú flutt í stærri og þægilegrí búð og get því •haftá boðstólum. miklu meiri og margbreyttari vörur ea áður, með ótrú- lega lágu verði, Búðin 1 er að 1286 MAINST I á horni Main og Graliam | stroeta, fjórum dyrum sunnaren búðin sem eg Ih- hafði áður, Hringar, lindarpennar og vekjaraklukkur 90C. , og yfir. tír hreinsuð fyr- j ir $1.00 og ársábyrgð gefin á þeim. ; Viðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. TH. JOHNSON 286 JEWELER MAIN STREET horni Graham Ave. TELEPHONE 6606 þessu, er velferð þjóöarinnar und- ir þvi komin, aS borgarar hennar séu menn meí göfugar hugsjónir, og einlægan vilja til aö fram- kvæma þaö, sem getur oröiö til gagns og blessunar fyrir sem flesta. Sú sannfæring er óöum aö ryöja sér til rúms, aö þaö aö vera frjáls borgari í frjálsu landi hafi ekki einungis sín hlunnindi, heldur og sína ábyrgö í för meö sér. Frelsiö í sjálfu sér er ekki allra þjóöarmeina bót, heldur ef illa er meö fariö, getur oröiö til stórkost- legs tjóns. Atlévæöisrétturinn heimtar, aö minsta kosti einu sinni á hverjum fjórum árum, úrskurö borgara þessa lands um þaö, hver stjórnmálastefna skuli ríkja, og eru borgararnir því í óeiginlegum skilningi konungar þjóöarinnar, sem ráöa aö miklu leyti stefnu hennar og högum á næsta f jögra ■ ára tímabili. Reynslan hefir þeg- ar sýnt, aö engin stjórn er betri eöa fullkomnari en svo, aö hún' 1 veröi við þeim kröfum, sem þjóö-j in gerir henni til handa, heldur er þaö sú mesta fullkomnun, serti hægt er aö krefjast af einni stjórn að hún geri það. Það er ekki hægt aö vonast eftir meiru en því, aö stjórn sú, sem skipuð er af ( einni frjálsri þjóö,sé sannur speg- ill þeirrar þjóðar, sem sýni ekki einungis hiö góöa og göfuga í fari hennar, heldur og líka hiö gagrtstæöa. Borgarar frjálsrar þjóöar veröa aö vera menn, sem ekki láta leiðast af eintómu flokks fylgi eöa pólitískum hleypidómum eða öðrum afvegaleiöandi öflum. Eigingirnin má ekki vera of sterk hjá mönnum Þegar um velferð þjóöarinnar er aö ræða, heldur veröur hún aö víkja fyrir einlæg- um vilja, til aö framkvæma Það, sem velferð fjöldans er undir komin. í ööru lagi er þaö skylda vor að gert Vort ítrasta til að gróður- setja í þessu landi alt þaö, sem íslendingar eiga gott og göfugt og háleitt í eigu sinni og fari sínu, og reyna aö gera sem flesta af borgurum þessarar þjóðar þess að njótandi. Um það efast enginn, sem til þekkir, aö íslendingar eiga margan þann fjársjóð, sem er ekki einungis gagnlegur heldur og líka þeim til sóma. Mhrgar lyndisíeinkunnir þjóö- ar vorrar eru mjög góöar og þess viröi aö þær séu varöveittar og hlúö að Þeim sem bezt. Eg ætla aö eins aö minnast þeirrar ráö- vendni, sem þjóö vor fær alment orð fyrir, trúmensku, þrautseigju þegar á móti blæs, og hina al- mennu mentaþrá og þekkingar-, löngun, sem einkennir svo margt af fólki voru. Alt Þetta er þess viröi, aö kappkostað sé aö vor litli islenzki þjóölífsstraumur flytji ( sem mest af því inn í hið hérlenda | þjóölíf. | Um leið og vér sem íslendingar reynum eftir megni aö leggja fram vorn litla skerf til þeirrar, göfugu þjóöarbyggingar, sem hér| er verið að reisa, Þá er þaö engu siður skylda vor aö handsama og gera aö vorri eign alt hiö bezta, sem til er í fari hinnar hérlendu' þjóöar. Hér er ekki að eins talað um hugsjónir og hugsunarhátt Canadamanna, heldur er hér um aö ræöa þá fjársjóöu, sem hinn engilsaxneski þjóðflokkur í heild sinni skoöar sína dýrmætustu gim- steina og sameiginlegt erföagóss. Sjóndeildarhringur vor á ekki aö takmarkast af ströndum Canada, þótt þetta sé víðáttumikið land, heldur á hann aö ná yfir öll lönd cg höf, þar sem hinn brezki fáni blaktir. Vér borgarar þessa lands getum skoðað oss hluthafa, ekki e'nungis í Því, sem þetta land hef- ir að bjóöa, heldur í hinum mikla andlega auö, gem starf ruargra alda ágætismanna hefir eftir skiliö hinni ensku þjóð. Can- ada er aö eins grein á hinu gamla og sterka enska þjóðtré,sem stend- ur þann dag í dag meö fullum þroska, hafandi staöist storma og óblíðu-aðköst tímans í meir en þúsund ár. Greinar trésins draga að sjálfsögðu styrk sinn frá þeim stofni, sem þær spretta af,en samt kemur sá tími, aö stofninn fer aö Þarfnast styrks frá greinum sín- i um ef hann á aö halda lífi. j Eg vona aö, ef sá tími nokkru sinni kemur, aö hinn gamli enski! þjóðtrésstofn þarflnist styrks frá greinum sínum, aö þá liggi Can- ada ekki á liöi sínu,til þess aö veita þá hjálp, sem auðið er, til þess að viöhalda Þeim dýröarljóma, sem margra alda ágætt starf í þarfir heimsmenningarinnar hefir krýint hina ensku þjóð meö. Aö eins meö því móti getur þessi unga Þjóö sýnt aö hún sé ekki eftirbát- ur forfeðra sinna um leið og hún er reiðubúin aö gera skyldu sína. , Nýir timar leiða fram nýjar spurningar, sem krefjast viturlegr ar úrlausnar. Canada er ungt land og mikiö er undir því kom- iö, aö grundvöllur þeirrar veg- legu þjóðarbyggingar, sem hér er verið að reisa, sé vel og viturlega j lagður. Mikiö er undir því kom-' iö, aö þjóöin og stjórnmálamenn hennar læri að foröast þau sker, | sem öörum og eldri þjóöfélags-' fleyjum hefir oröiö aö grandi.' ?itt af frægustu stórhýsum Lund- únaborgar er St. Páls kirkjan, bygð af Sir Christopher Coren á ofanverðri 7. öld. Gröf hans er þar í kirkjugólfinu, en enginn minnisvarði er á henni reistur, að eins steintafla, en á henni standa þessi orð: “Ef þú ert aö leita að minnisvaröa, þá líttu í kring um þig.” Hiö veglega stórhýsi er byggingameistarans fegursti minn isvaröi. Eg vildi óska, aö þegar —ef til vill eftir fleiri aldir hér frá— að Canada er orðið eitt af stórveldum heimsins og feröa- menn frá fjarliggjandi löndum óska eftir aö sjá eitthvað af minnisvörðum frumbýlinganna, aö þá verði hægt'aö benda þeim á farsæla og volduga þjóð, þar sem' hvorki auðvald eöa örbirgö á sér stað, og segja um leið: Bf hú ert að leita að minnisvörðutn frunt býlinganna, bá líttu á bessa vold- ugu bjóð.”. ísl.dagurinn 2. Ágúst, f'Framh. frá 1. bls.ý Hann hefði í fyrstu enga ástæöu séð til þess aö setja þetta minni á skemtiskrána, og sér hefði dottið í hug að nefndin heföi búið það til sérrstaklega handa sér, en þegar hann heföi betur að gáö, sæi hann aö þaö ætti vel viö aö minnast Þessarar borgar, er væri höfuö- borg vor íslendinga hér og meginstöð vestur-íslenzkrar menn-j ingar. Timfnn væri nú naumur og hann gæti því ekki fariö út í sögu borgarinnar, enda sæi hann aö flestir þeir, er hér væru stadd-, ir nú, væru henni vel kunnir. Þó aö aldur borgarinnar væri skamm- ur þá væri þó frægö hennar korri- m út um allan heim, og framtíð- arhorfur hennar hinnar glæsileg- ustu. Hann kvað íslendinga mega vera upp meö sér af þeim skerf, er þeir heföu lagt til byggingar Winnipegborgar. Eldri kynslóöin heföi gert Þar mikið aö verkum og ef yngri kynslóöin ísl. aflaöi sér jafn-mikils heiöurs í því efni og eldri kynslóðin heföi þegar gert, Þá yrði gaman aö koma hér eftir tuttugu ára skeiö. Hann kvaöst fyrir sitt leyti vera sann- færöur um, aö hún léti ekki sitt eftir liggja. — Merkur maöur einn heföi sagt aö á 19. öldinni heföi runnið upp stjarna er benti öllum þjóðum til Bandarikjanna, en með 20. öld. heföi runnið upp önnur stjarna er beindi brautum manna til Canada, bg mikið á- nægjuefni væri það, að sú stjarna virtist hafa staönæmst yfir Win- nip6?-. Því aö aöstreymi fólksins væri til engrar borgar í Canada tiltölulega meira en hennar. Hann sagði, aö þegar hann heföi verið drengur heima á ís- landi, heföi ekkert orö vakiö hjá sér fjölbreyttari hugsjónir en orö- iö Vesturheimur, drauma- og undralandiö mikla. Nú á síöari árum jværi fundinn hér nýr Vest- urheimur, land mögulegleikanna, sem hvergi ætti sinn líka annars- staöar í heimii í þessum nýja Vesturheimi væri Winnipeg höf- uðborgin. Þá las M.Markússon upp kvæði er hann haföi ort við þessi hátíða- brigöi. Eftir óskum manna talaði Ein- ar Hjörleifsson því næst nokkur orö. Hann Þakkaöi fyrir góðvild þá, er menn hefðu sýnt sér hér. Hann hefði verið beöinn fyrir ó- sköpin öll af kveðjum heima til kunningjanna hér vestra og nú ætlaði hann að sæta færi og skila Þeim af sér. Annars kvað hann j varla aöra atkvæöameiri breyting eiga sér staö heima á íslandi, en þá er orðin væri á skoöunum fólks á vesturferðum. Mikiö kvað hann það hafa glatt sig þegar hann kom inn í garðinn og sá ísl. fán- ann nýja blakta þar á stöng. Sér hefði ekki verið þaö kunnugt hverhig Vestur-íslendingar tækju í það mál, og víst mundu landar heima veröa harla glaöir, er þeir fréttu hve miklum vinsældum nýi fáninn ætti hér aö fagna. Vonað- ist til að geta talað rækilegar viö menn síðar. Grímur Laxdal og Jón Runólfs- son sögðu og nokkur orð. Þeir eru báöir nýkomnir hingað aö heiman. 1 Milli ræöanna voru sungnir ís- lenzkir þjóðsöngvar undir stjórn J P.álssonar og lúðrar þeyttir. J Þá fór næst fram í senn barna- sýning á ræðupallinum, kappsund yfir Rauðána og knattleikur fbase ballj á vellinum fsjá verölauna- skrána.J Næst fóru fram kapphlaup, glímur og hjólreiðar. j Tólf manns tóku þátt í glimun- um, og hlaut Halldór Metúsalems- son, Wpg., 1. verölaun, gullmedal- íu; 2. verðl., $8, Ketill Eyford, Glenboro, en 3. verðl. Sv. Björns- son hér í bæ. Var það mál manna að glímurnar hefðu farið vel , fram og glímt heföi nú verið af meira listfengi en oft hefði átt sér staö áður. Þá þreyttu giftir menn og ó- giftir aflraun á kaðli og skorti þar ekki stór orö og eggjanir á (báðar hliöar, en eftir nokkrar stympingar lauk svo, aö giftu mennimir dróu kaöalinn aö sér. j Þegar hér var komið var fariö .a® skyggja og varö því aö hætta viö frekari íþróttir. Hástökk var síðast reynt. Síðan var tekiö til viö dansinn og hann stíginn fram eftir kveld- inu. CAIRNS NAYLOR & COMPANY, CLENBORO, MAN. f t I\\ ink[iijcii'suiht mikiil TJ M 11 p ]) sl v <3 r 111 í 111 c 11 j r| Nú er byrjuð stærsta sumarútsala, sem nokkru sinni hefirverið haldin í nálægum sveitum. Við höfum leitaðum alla búð- ina og valið úr öllum deildum muni til að selja með kjörkaupsverði. Lesið alla auglýsinguna og þér munið komast að raun um að það er hœgt að spara sér fé. Það borgar sig að verzla við okkur. Vér spörum yður dollarana. SYKUR. Ósvikinn rifinn syk- ”ur $5 fyrir ioo pd. sé borgað út í hönd. Muniö eftir því aö þetta er hreinn og ó- svikinn Cane Scotch rifinn sykur. Bezta sykur til niðursuöu. * m í Sérstök sala á hvítum kven- beltum, Þau eru búin til eftir nýjustu tízku og kosta aöeins..................... 2 50, Svartir kvensokkar úr bómull, Vanaverö 20C. pariö, nú 2 pör fyrir .... 25C. Karlm. og drengja stráhattar. 3 tylftir af karlm. og drengja stráhöttum, alt aö því $1.50 viröi hver, fást nú hver á 25C. „Wrappers“. Aö eins25 ,,wrappers“, vanav. $1.50 og þar yfir, nú á.................$1.00. 30 Sápustykki fyrir $1. Svört ,,Sateen“ millipils Vönduö ,,Sateen“ millipils, vanalega $1.25 nú á 75C. Sumar-lífstykki, Vanaverö 65C., nú á............. 45c. Stóreflis sala á kven- og karlm,- skóm. Fallegir karlm.skór, úrval ur miklum birgöum, [smekklegt sniö, seldir undir inn- kaupsveröi. Karlm.skór, vanal. $5-S°> nrl ú $3-95- “ “ 3-50, “ 2.35. Kvenskór, “ $3.5°. “ 2.35, “ “ 2.75, “ 1.95. Þurkuð epli ÍOc, pd, $2.50 fyrir kassann. Þetta eru kjarakaup um uppskerutímann. Sleppiö þeim ekki. Birgöirnar eru ekki miklar. Kvenjakcets fyrir haust og vor þeir eru yý lengd úr ljómandi fallegu gráu „tweeds, “ búnir til eftir allra nýjustu tizku. Vanaverö$i5. Þér getiö fengiö þaö fyrir hálfviröi núna.................$7-50 Valentcia-rúsínur pd. ioc. Þetta eru þær fínustu Valentcia-rúsfnur, sem fást á markaðinum. Vanalega eru þær seldar á 15C. pundiö. Sumarfatnaður karlmanna. Sumarfatnaöur karlm , jakki og buxur. Fatnaöir okkar eru smekklegir, búnir til eftir nýjustu tízku. Hafa kostaö alt aö $10.00—þér getið fengið þá fyrir hálfviröi. Siikikápur kvenfólks. Viö höfnm aö eins 3 kvensilkikápur eink- ar fallegar, skreyttar meö ,,applique“ og ,,chiffon“, líka til óskreyttar. Vanav $9.50,nú á $7; vanav. $11.50, nú á $8; vanav, $16.50, nú á $12. Óheyrður afsláttur á muslíni. Hver stumpur af muslíni seldur meö 20 prct. afslætti. Óbrent kaffi ioc, pundið. Þetta er eitt af kostaboöum okkar nú f Ágústmánuöi. Þetta kaffi er afbragös gott, hreint, engar svartar baunir í því. Bezta kaffi, sem völ er á. Ávextir. Peaches 25C. viröi fæst nú fyrir....2oc. Perur 20c. “ “ “ “ ........ 15C. Plómur 20C. “ “ “ “ ........ 15C. Bláber, kannan á....................15C. Mikil útsala á nvítum kventreyjum 100 hvítar kventreyjur, hið smekkleg- asta fat fyrir þennan tíma árs, búnar til af Gale Manufacturing-félaginu, sniöiö fallegt, seldar meö 33 l/j prc. afslætti. $ .60 kventreyjur á $ .40 1.00 “ .65 2.00 “ 1.30 2.50 “ 1.65 3.00 “ 2.00 5>oo “ 3.35

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.