Lögberg - 08.08.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.08.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST 1907 LlFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. “Eg ímynda mér að þið gerið Það, herrar mín- ir,” sagði Mrs. Payne, og býst eg við að hún hafi verið dálítið upp með sér af því. Valentínus Þagði þangað til við vorum komnir æði kipp frá húsinu, og hann sá að Mrs. Payne var horfin. Þá sneri hann sér að mér og sagði með tölu verðri beiskju í röddinni. “Það var ekki að undra, Þó að mig langaði hing- að. Eg er að líkindum fæddur hér. Þetta er Est- mere-herragatðurinn. Hingað var það að móðir ímn kom fyrir eitthvað tuttugu og fimm árum síðan, þá ung stúlka, er lífið brosti við á allar lundir. Þetta heimili yfirgaf svo faðir minn, sakir nagandi efa, er hann ól i brjósti. Hann hefir aldrei komið hér síð- an. Það er hart, óumræðilega hart, Filippus, að koma til sinna eigin föðurheimkynna eins og bráð- ókunnugur maður. Betur eg gæti komist að hinu sanna og réttlætt móður mína. Bara eg gæti vitað, hvers vegna hann hefir grunað hana. Væri Það ekki furðulegt, ef við hittumst hér t. a. m. Sir Laurence Estmere og eg, og þektum ekki hvor annan, vissum ekki að við værum feðgar, vissum engu meira um það, en eg vissi að þetta var réttmætt feðraheimkynni mitt, þegar eg kom hingað. Hann hlýtur að vera geg-gjaður á geðsmunum. Heldurðu það ekki líka Filippus ?” “Hefirðu aldrei reynt að hafa upp á honum og sannfæra hann um að hann hafi moður þina fyrir rangri sök?” “Nei, aldrei. Fyrir tveim árum síðan hafði eg heitstrengt það. Eg for Þa a fund Rothæells, eina mannsins, sem vissi um, hvar hann var niður kominn Rothwell vissi hvers vegna eg vildi finna hann, og neitaði að segja mér til hans. Eg lagði að honum að segja mér hvers vegna hann gerði það, og þegar hann loksins sagði mér ástæðuna, Þá fann eg að eg hataði föður minn, og læt mig engu skifta héðan af, hvort eg sé hann nokkurn tíma eða aldrei.” “Hverjar voru ástæðurnar?” “Þér einum skal eg segja Þær, Filippus; þér ein um vegna þess að Þú berð fult traust til móður minn- ar, og trúir því að hún sé saklaus. Rothwell sagði mér, hann fullvissaði mig um það, að Sir Laurence Estmere mundi ekki vilja kannast við mig — og reka ' að koma aldrei oftar mig burt — mundi segja mér fyrir augu sín, og segja mér skýrt og skorinort það sama, sem Chesham, óþokkinn, gaf í skyn heima hja þér nóttina góðu.” Við vorum nú komnir að þéttvöxnum trjarunm, er fól okkur sjónum fyrir sérhverjum, er Þar kynni í nánd. Eg tók um hönd Valentínusar og að vera hönd mína, au vtia 1 A****— —’o f þrýsti Þétt að henni; hann tók hka fast 1 og mælti: . . “Það eru ósannindi alt saman, uppspunmn at mannfjanda þessum, en breidd út af undirtyllum hans til að spilla og eyðileggja æfi tveggja, eða jafnve þriggja, göfugustu manna, sem til eru í allri kristn- inni. Eg hefi heyrt ýmislegt frá föður minum sagt. Móðir mín hefir oft sagt mér frá honum og Roth- well sömuleiðis. Hann var talinn með atkvæðamestu mönnum sinnar tíðar, Þegar hann var á yngri árum, áður en hann fékk þá tlugu i höfuðið að tortryggja móður mína. Nú fer hann landflótta og flakkandi um heiminn, en móðir min situr hér eftir angurmædd og óvirt. Eg segi Þér Það satt, Filippus, að eg get engrar betri bænar beðið föður mínum til handa. en að hann fengi aldrei að vita hvað satt er í Þessu máli.” “Fær móðir Þín aldrei neinar fregmr af honum, ekki einu sinni óbeinlínis? Fara engin fjárreiðumál á milli þeirra?” “Að hún færi kannske að þiggja fé frá h®num? Nei, móðir mín hefði fyr farið á vonarvöl, en hún hefði notað nokkurn skilding frá Þeim manni, er héldi að hún hefði brugðist sér. Vafalaust hefir hann boðið henni fé, en hún afþakkaö Það tilboð með fyrirlitningu. Hún átti sjálf nokkrar eignir, er aldr- ei runnu inn í búið, svo að hún gat komist vel af án styrktar frá Sir Laurence Estmere.” Við reikuðum nú viða um garðinn þegjandi og námum öðru hvoru staðar til að skoða þetta fagra svæði. Ef meta átti auðlegð Sir Estmere eftir garði Þessum, þá hlaut hann að vera forríkur maður. Eg fór að leggja það niður f.yrir mér, hvernig mér mundi verða innanbrjósts ef eg stæði í sportim Val- entínusar,—ef eg stæði nú ókunnur gestur á landar- eign föður ntíns, sviftur erfðaréttinum og útskúfað- ur af honum. “Alt Þetta verður einhvern tíma eign bróður míns,” sagði Valentínus fyrirlitlega og í beiskjurómi. Já, þetta fellur í hans hlut, þessa bróðurgarms míns, sem eg hefi aldrei séð,—hans, sem aldrei hefir skrifað henni móður sinni. Hann ætti Þó að minsta kosti ekki að geta verið í neinum efa um foreldrana sína,” mælti hann enn fremur í gremjuróm. Við gengum síðan þvert yfir aðalgarðinn, og til blómgarðanna, er nú höfðu verið í órækt svo ^rum skifti. Marmarinn þar var nú hjúpaður mosa og geitaskófum, gosbrunnarnir þurrir og fiskitjarnirnar fisklausar. Það var raunalegt að sjá þenna fagra stað í jafn-ömurlegri auðn; sérstaklega hlaut þeim að finnast svo, er vissu hver orsökin til þess var. Húsið sjalft aðgættum við nú vandlega utan. “Eg vil og verö að komast inn í það,” sagði Val- entínus. “Við skulum fara og finna Mrs. Payne áft- ur, og sjá hvað hún segir; mér sýndist sem hún mundi vera mesta gæðakona.” Mrs. Payne hafði sjálfsagt verið að svipast um eftir okkur, og sáum við nú hvar hún kom. Við hrósuðum garöinum, en samhrygðumst henni yfir óræktinni, sem blómgarðarnir voru * i. Hvað eftir annað reyndum við að fá hana til að leyfa okkttr inn í húsið. Valentínus lagði að henni ym það, skjallaði haa« og reyndi einkar kænlega að nota nafn Rothwells lávarðar okkur til hjálpar, því að við höfðum komist að þvi, að hún mat hann mjög mikils. Eg skaut Þvi að henni, að hún skyldi ekki tapa á því Þó að hún gerði þetta og loksins fóru að renna á hana tvær grímur. Eg er hrædd um, að eg geti ekki gert þetta,” sagði hún hikandi—“maðurinn minn er ekki heima. Hann er kominn til Flatcham ntarkaðar; ltann mundi verða fokvondur, ef hann kæmist að þvi að eg hefði brotið skipanir hans.” “En við biðjum ekki um annað, en að okkur verði leyft að lita á herbergin, sem allra snöggvast, Mrs. Payne.” Það er svo sem ekkert að sjá, herrar mínir. Húsgögnin eru öll hjúpuð ábreiðum, og skrautgrip- irnir hafa verið fluttir burtu flestallir. Eg held tæp- ast að eg gæti opnað hlerana svo að nóg birta yrði í herbergjunum.” Blessaðar verið þér! Við skulum opna hlerana Mrs. Payne. Leyfið þér okkur nú inn, og þá skal eg senda yður svartan silkikjól frá Lundúnaborg, og kyssa yður þegar við skiljum, ef maðurinn yðar verður þá ekki kominn heim af markaðnum.’ “Þér eruð makalaus,” sagði Mrs. Payne hlæj- andi. “Enginn hefir haft í frammi annan eins munnsöfnuð við mig i fjöldamörg ár og þér. Þér eruð sá þrályndasti maður, sem eg hefi kynst.” Já, eg er það. Eg hefi líka fengið orð fyrir Það, Mrs. Payne. Eg hefi vanalega mitt fram. Far ið þer nú á undan okkur; inn um bakdyrnar býst eg við. Mér finst eins og við vera gamlir kunningjar, Mrs. Payne. Þegar við erum búnir að skoða húsið. >á búið þér til te handa okkur. Jæja, verið þér nú ekki að tefja lengur fyrir okkur. Við erum búin að koma okkur saman um skilmálana: svartan silkikjól að minsta kosti og koss, ef yður þóknast.” Þá lét Mrs. Payne undan. Hún sneri sér við og gekk á bak husum. Við fylgdum henni eftir gegn um girðing, er lukti um þann hluta byggingarinnar, sem vinnufólkinu var ætlaður. Hún opnaði þar sterk- lega járnhurð og loks stóð Valentínus innan veggja foreldra sinna. Það var í meira lagi daufleg aðkoma fyrir hann, yngsta erfingjann. Við fylgdum leiðsögu- manni okkar eftir inn dökk, skuggaleg, steinlögð göng, og fórum um margar dyr, er ekki höföu verið opnaðar árum saman. Það virtist taka undir í öllu húsinu þegar við gengum eftir steingólfinu svo graf hljótt var þar inni. Loks komum við að stórri tré- hurð. Dyra'umbúningur á henni var orðinn fornfá- legur, en þar innar af forsalur Estmereættarinnar Þegar við fórum þar inn á eftir Mrs. Payne hvíslaði Valentinus að mér; Komstu að því hvort hún hefir verið leng þjónustu Bstmereættarinnar. Eg skal koma því svo fyrir að eg trufli ykkur ekki. Eg ætla að segja að eg þurfi að hvíla mig og verða eftir í einhverju herberg- Þá verður færi á að tala við hana eina, og þá ínu skaltu spyrja hana spjörunum úr. Það er ekki ólíkt að þessi heimsókn okkar verði býsna Þýðingarmikil.” Forsalurinn var fremur skuggalegur. Hann var geisistór og gólfið greipt marglitum steinum. Inn- viðir allir voru úr dökkri fágaðri eik, og glampaði draugalega á þá í hálfrökkrinu þar inni. Bakháir stólar, hjúpaðir hvítum biæjum, stóðu umhverfis feiknastórt borð í miðjum salnum. Ir|» úr salnum lágu nxirgar dyr til ýmsra herbergja og úr öðrum enda hans lá breitt rið upp á loftið. Mrs. Payne var nú búin að sætta sig við átroðn- ing okkar og var nú hin fúsasta að sýna okkur hvað eina þar inni. ‘Hérna er aðal gestasalurinn, herrar mínir,” sagði hún hátíðlega, og hratt upp einum dyrunum. Þar sáum við inn í dimt gímald, og vék hún þar inn mjög kunnuglega. Svo heyrðum við að marraði í ryðguðum skrúfum glugga-hlerinn f^ug niður með miklu braki og myrkrið flýði fyrir dagsljósinu. Gestasalurinn var hár og sjálegur, en húsmunir allir voru þar eins og annarsstaðar huldir viðhafnar- lausum ábreiðum. Ljósahjálmarnir voru líka sveip- aðir hvítum blæjum og héngu niður úr loftinu eins og trföllauknir hvítlaukshnúðar. Gólfábreiðurnar voru undnar upp í þykka stranga og lágu út í horni. Þaö var satt, sem Mrs. Payne hafði sagt okkur, að Það væri ekki mikið að sjá á sloti Estmereættarinnar. Mrs. Payne dró hjúpinn af einum tveimur skraut- legum skápum til að sýna okkur, og fletti til hálfs of- an af einum stólnum til að gefa okkur hugmynd um hvernig þeir litu út. Það var hráslagalegur ryk- og fýluþefur í salnum, og var það ekki að undra, ef ekki hafði verið búið í húsinu um tuttugu ára bil, eins og okkur var sagt. Sama var að segja um borðsalinn, hnattborðs-stofuna og bókaherbergið. Þegar eg opn- aði hlerana fyrir gluggunum þar, sá eg að alla vegg- ina huldu fágætar bækur og skrautbundin ritverk frægra höfunda. í borðsalnum og myndaherberginu voru fjölda- mörg málverk listarvel gerð, sjáanlega myndir af for- feðrum Valentínusar. Þar voru myndir af fallegum dökkbrýndum karlmönnum og ljóshærðum og dökk- hæröum friðum konum. Við skoðuðum þessar mynd- ir um hrið, lásum nöfnin á umgjörðunum og hlýddum á frásögu leiðsögumanns okkar um þær. Mér var blátt áfram mesta unun að heyra hana skýra frá for- feðrum Valentínusar. Sjálfur vissi eg ekkert um mína. En þeim manni er lítið gagn að forfeðrunum, sem neitað er um allan rétt til Þeirra af nánasta ætt- menni sínu. Valentínus skoðaði allar þessar myndir eins og í leiðslu. Hann var fámálugur, og þegar hann brosti að einhverju sem Mrs. Payne sagði, þá var hláturinn harðneskjulegur. Þegar hann var bú- inn að skoða allar myndirnar, spurði hann: “Er engin mynd til af Sir Laurence Estmere— honum, sem nú er höfðingi ættarinnar?” “Nei, herrar mínir, ekki í þessu safni.” “En hún lilýtur þó að vera til, einhversstaðar í húsinu. Lofið mér að sjá hana.” Hann sagði þetta svo einbeittur að Mrs. Payne varð öldungis hissa. “Já, reyndar er til mynd af honum. Það er mynd af þeim hjónunum báðum—Milliais málaði hana skömmu eftir að Þau giftust.” “Hvar er hún? Lofið mér strax að sjá hana.” “Eg get ehki sýnt yður hana, herrar mínir,” svar- aði Mrs. Payne kuldalega. “PUustið á orð min, Mrs. Payne,” mælti Valen- tinus. “Eg skal greiða yður 50 pund sterling — eg er ekki að gera að gamni yiínu—, ef Þér viljið sýna mér þessa mynd eftir Millais. Yður er óhætt að reiða yður á það. Hvað mikla peninga hefir þú, Filippus?” Eg rétti honum peningaveski mitt. Hann tók 30 pund úr því og 20 frá sjálfum sér. “Hérna eru peningarnir, Mrs. Payne, ”lofið mér að sjá myndina, og þá skulið þér samstundis fá Þetta fé. Það er býsna álitleg upphæð fyrir ekki meiri greiða., en eg sé ekki eftir henni.” Hún roðnaði. Þ.etta var stórfé fyrir konu í hennar sporum. “Eg get ekki innunnið mér þessa peninga, herr- ar minir,” sagði hún angurmædd. “Eg vildi óska að eg hefði getað það.“ “Þér þurfið ekki annað að gera, en að lofa mér að horfa á myadina í fimm mínútur.” “Eg veit það, en eg get ekki komist Þangað, sem hún er.” “Hvar er hún þá? Liklega í húsinu þó?” “Já, i fjárgeymsluherberginu.” “Hvernig stendur á því, að myndin skuli hafa verið læst inni í fjárgeymsluherberginu?” ‘Þegar Sir Laurence fór héðan skipaði hann að taka myndina þaðan sem hún hafði verið. I fyrstu talaði hann um að brenna han^. En svo hætti hann við það aftur og sagði að læsa hana inni í fjár- geymsluherberginu. Yður getur ef til vill orðið þetta skiljanlegt, ef þér gætið þess, að Sir Laurence fór héðas vegna ólags, sem komið var milli hans og konu hans. Þess vegna var rsyndiú tekin burt og lokuð >arna inni.” Valentínus sá á henni að ósk hans gat ekki orðið framgengt svo að liann stakk mútufénu á ’sig. “Hver hefir lykilinn?” spuri hann. “Sir Laurence, imynda eg mér. Eg vek reynd- ar ekkert um það. En hvers vegna eruð þér svo á'- fram um að sjá þessá mynd?” spurði hún hálf grun- samlega. “Spyrjið mig ekki um það. ,Skeð getur að þér fáið að vita það einhvern tima.” “Ef yður langar til að sjá mynd af frúnni, þá ur ofan til félaga yðar? hirLnL^.r dá,itia n,;rnd af h“"‘ * kefð UtÍð mÍg Sjá hana’’’ SagðÍ Valentínus á- Mrs. Payne brá sér frá okkur sem snöggvast og kom aftur að vormu spori með litla mynd í umgjörð um lei«ir LfUrenCe gleymdi Þessari mynd,” sagði hún l°g ,Un StraUk' rykÍS af &lerinu- “Þessi mynd Hkl M -. gCrÖ’ Cn hÚU Var dregin af listamanni, hkíega M.lla.s, Þetta hefir líklega verið frummynd- ‘n að annari stærri- Mynd þessi var af frú Estmere Þcgar hun var tuttugu og eins árs að aldri, þá fyrir skommu giftri. Myndin var öldungis eins og eg hafð, buist við henni. Hárið Ijósgult og svipurinn á nægJl,legur og hreinn. Enginn maður með fullum sonsiim vmtist geta grunað hana um neitt misjafnt. Iun helt a ungbarni á handleggnum og dökkhærður þettvaxmn drenghnokki stóð við hnén á henni. Raunabros lék um varir Valentínusar þegar hann bent. á ungbarnið, sem hún hélt á—sjálfan hann. Baðir skoðuðum við myndina nákvæmlega en hvorugur sagði neitt. Það .var myndin af Sir Laur- ence. sem okkur langaði til að sjá. Mrs. Payne virt- íst hissa á Því, hve lítils okkur þætti um þessa mynd vert. Þegar yið afhentum henni myndina lagði hún hana frá sér á einn stólinn. Þeir voru báðir gullfallegir drengir,” sagði hún. Hvenær skyldi eg fá að sjá þá aftur?” Haf.ð þer verið lengi í þjónustu Estmereættar- innar ?” Eg kom hingað Þegar eg var fjórtán ára göm- ul. Það er nú orðið langt síðan,” sagði Mrs. Payne og andvarpaði eins-og gömlu fólki er títt þegar það minnist horfinna tíma. Langar ykkur til að sjá herbergin uppi á loftinu og turmnn ?” spurði Mrs. Payne. “Það er líklega bezt að þið fáið að sjá alt húsið.” “Mig langar ekkert sérlega til þess,” svaraði Valentínus. “En vera má að félagi minn hafi gaman að því. Eg ætla að hvíla mig hérna á meðan. Eg er orðinn hálfþreyttur.” Valentinus dró mig afsíðis til að skoða mynd. “Hún hlýtur að vita um það alt saman,” sagði hann. “Náðu tali af henni einslega, og spurðu hana, eg treysti mér ekki til þess sjálfur.” Mrs. Payne leit til hans hálfhissa. “Eg skal engu stela hér,” sagði hann, “þó að mig langaði til að komast inn í fjárgeymsluhúsið áðan. Viltu fara upp á loft, Filippus?” “Já, eg hefði gaman af því,” svaraði eg, “ef Mrs. Payne þorir að skilja Þig einan eftir hér niðri.” Eg ætla á meðan að skoða þessar tvær þýzku myndir hérna, og athuga ýms málverkin betur. Eg er sjálfur málari, skal eg segja yður, Mrs. Payne!” “Einmitt það! Mér datt hálfvegis í hug að þér væruð eitthvað þvílíkt.” Hún kendi vitanlega því um að V alentínus skyldi vera eins óstýrilátur og gáskafullur og hann var og taldi því óhætt að skilja hann einan eftir. “Gerið svo vel að koma á eftir mér,” sagði hún og fór upp breiða riðið, sem lá upp á loftiö, en þ'ar voru öll svefnherbergin. XIII. KAPITULI. í þeim herbergjum var fátt markvert að sjá í Estmere-slotinu, nema að útsýnið þaðan var hið bezta um allan herragarðinn og sveitina í grendinni. Samt dvaldist mér þarna býsna lengi, því mér var umhug- að um að fá sem nákvæmastar fréttir af Mrs. Payne. Þetta var í fyrsta sinn að eg reyndi að veiða mann- eskju í orðum. “Sögðuð þér ekki að Sir Laurence hefði skilið við konuna sína?” “Jú, herra minn.” “Frú Estmere hlýtur að hafa verið einkar fríð kona, þegar myndin, sem þér sýnduð okkur, var mál- uð af henni. Hafið þér annars séð hana sjálfa?” “Eg var í þjónustu Sir. Laurence þegar hann kvæntist, svo að eg hefi auðvitað séð hana.” “Hverjum var það að kenna að þau skildu, Mrs. Payne ?” Hún brosti háðslega. “Þér eruð býsna nærgöng- ull, herra minn, bráðókunnugur maður. Vitið þér ekki að góðir þjónar eru ekki vanir að láta uppi skoðanir sínar á framferði drotna sinna?” “öldungis rétt,” sagði eg, “en mig er farið aö langa svo mikið til að vita um Þetta eftir að eg sá myndina af frú Estmere og börnum hennar — þar að auki hefi eg heyrt Rothwell lávarð minnast á þetta.” “Þa væri bezt fyrir yður að spyrja lávarðinn sjálfan um það, sem yður fýsir að vita um það frekar. Ætlið þér að sjá turninn, eða eigum við að snúa aft-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.