Lögberg - 07.11.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.11.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTU JAGINN 7. NGVEMBER 1907 LÍFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. Eg hélt aö litli lífsneistinn, sem eftir var 1 henni, mundi slokna af hræ«slunni, sem greip hana. Hún ranghvolfdi augunum af ótta og skelfingu. Þratt fyrir vanmáttinn hálfreis hún upp í rúminu og starSi á mig. , . , “Hvað kemur Richard Chesham eða glæpir hans yður við nú ?” spurði eg enn fremur. Hverníg getrð þér gengiC út í annað líf, meC Þetta siBasta verkhvil- andi á sálu yCar. Ef Þér væntiC miskunnar, Þa ver- iö sjálf miskunnsamar!” “Hver eruð Þér?” spurði hún stynjandi. “Hvern- ig stendur á Því, að Þér vitiö nafn mitt? Þer eruð sonur frú Estmere,” sagði hún svo í flýti. “Eg er Það eíki. Eg er Það, sem eg var buinn að segja yður og ekkert meira. Vinur hennar.” Hún lokaði augunum og lá kyrr tautandi eitt- hvað. Einu orðin, sem eg gat„ heyrt, voru: “Bormn min að deyja úr hungri, félaus!” Þessi ást hennar, tilbeiðsla hennar á börnunum, varð mér til hjálpar. “Mrs Merton—Mary Williams, sag^ði eg. “HlustiC nú á mig. Eg er líkur. Eg skuldbind mig til Þess, lofa Því við drengskap minn, sem heiðvirð- ur maður, að ef Þér af fúsum og frjálsum vilja faiC mér játninguna í hendur, skal eg gera alt, og jafnvel meira, fyrir börnin yðar, en Þér vilduð láta Chesham gera.” Hún opnaði augun og einblíndi á mig, eins og hún ætlaði sér að lesa í sál mína. “Lofið mér að heyra Þetta aftur,” hvíslaði hún. Eg hafði aftur upp Það, sem eg var búinn að segja- “Viljið Þér sverja Það?” spurði hun. “Já, eg sver Það, að eg skal sjá Þeim borgið alla æfi.” Hún lagði augun aftur t ánnað sinn, og Þau fár augnablik, sem liðu Þangað til hún bærði aftur á sér, virtust mér eilífðar tími. “Farið Þér upp á stólinn,” hvíslaði hún, “og lít- ið upp á klæðaskápinn. Þar er kassi. Réttið mér hann.” Eg gerði eins og hún óskaði og rétti henni kass- ann, sem líktist litlu skrifpúlti. Einmitt Þegar hún hafði verið að ganga Þarna frá púltinu Þá hafði slysið viljað til. Það virtist vera maklegt iðgjald. Kassinn var lokaður, og Þar eð Mrs. Merton mintist ekkert á lykilinn, sprengdi eg hann upp. Þar á böggullinn og var engin utanáskrift á honum. Eg tók hann upp og opnaöi hann og hafði hún eKkert á móti Því. Aðrar umbúðir voru innatl undir Þeim yztu, og skrifað utan á Þær, ekki til Sir Laurence Estmere eða frú Estmere, heldur til Rothwell lávarðar. Mary Williams var hygginn kvenmaður, og hún hafði ætl- aC að sjá um Það, að játning sín kæmist á framfæri. Eg reif Þessar umbúðir upp líka. Það var naumur tími til vafninga. Innan í umbúðunum voru nokkur skrifuð pappírsblöð. “Er Það alt hér?” spurði eg. Hún starði áfergislega á mig. “Já alt hvað eina,” hvislaði hún. “Eg lauk við Það óhappanóttina. I Það voruð Þér, sem komuð mér til Þess, að fara að skrifa Þetta.” “Eg verð að fá Þetta undirskrifað af tveimur j vitnum,” sagði eg. “Eg ætla að fara og sækja Þau.” j “Ekki börnin mín—ekki elsku börnin mín, hvíslaði hún með ákefð. “Ef Þér komið með Þau, skal eg sverja deyjandi að Þetta se osatt. “Eg ætla ekki að koma með börnin yðar.'' Eg stakk Þessum dýrmætu skjölum i vasa minn •og fór út. Eg vissi, að eg gat ekki farið of varlega j með Þau. Heill margra var undir Þeim komin. Eg sá að óhrekjandi sannana Þurfti við fyrir áreiðanleik j •skjalanna, ef jafn tortrygginn maöur og mér leist Sir Estmere mundi vera, ætti ekki að geta vefengt Þatí: | Það var svo mikið í húfi fyrir honum, að Þau væiu áreiðanleg. — Eg fór til prestsins í Því kalli—Norð- j urhverfið var prestakall út af fyrir sig.-Eg var orð- inn málkunnugur honum áður. Eg sagði honum, helztu málavexti, sagði honum að deyjanch mann- eskja vildi játa syndir sínar, og bað hann að koma með mér Þangað sem hún væri, og hafa með . sér j annan atkvæðamann. Presturinn var reiðubúinn að 1 gera Þetta. “Nábúi minn er lögmaður,” sagði hann. “Hann j cr rétti maðurinn, ef við getum náð í hann heima.” “Lögmaðurinn var ekki farinn út. Hann var að vökva vermireitinn sinn. Hann var vist ekki vanur að láta gera sér ónæCi áÞekt Því, sem eg gerði nú, og Þótti honum Því ekkert að nýbreytninni. Og eftir stutta stund vorum við allir komnir að rúmi sjúku konunnar. En á Þeim stutta tíma, sem liðinn var, hafði þar orðið töluverð breyting. Eg sá Það glögt 'þó að eg væri enginn læknir. Eg tók Því upp skrifuðu játninguna, las hana eins fljótt og eg gat, svo fljótt, að eg festi mig tæplega á efninu, en vottarnir báðir störðu spyrjandi á konuna, sem lá þ„egjandi og hreyf- ingarlaus, en, mér til mikillar ánægju, sýnilega með öllu ráði. Loksins hafði eg lokið lestrinum. Lögmaðurinn tólc við blöðunum 'af mér, beygði sig ofan að Mrs. Merton og sagði í alvarlegum yfirvaldsrómi: “Þér hafið heyrt Það, sem blöð þessi hafa inni að halda, og játið, að þaö sé satt, eftir beztu þekk- ingu yðar og sannfæringu.” “Já, það er satt,’ ’sagði konan deyjandi. Lögmaðurinn bað um blek og penna, og bæði hann og presturinn rituðu nöfn sín á skjölin . “Hafið Þér engu við að bæta?” spurði eg og beygði mig ofan að Mrs. Merton. “Nei, engu, sem þeir þurfa að heyra. Komið nær mér. Eg skal segja yður hvers vegna eg gerði Það,” hvíslaði hún. “Eg var fljótfærin og hégóma- gjörn stúlka og unni Sir Laurence. Eg lét hann skilja það á mér. Hann þóttist of góður til að lát- ast sjá það. Hann tildi mig svo langt fyrir neðan sig, að það væri ekki þess vert að segja konu sinni það og láta hana vísa mér úr vistinni. Ást mín snerist í hatur og eg lét Það bitna á honum. Þegar presturinn var búinn að skrifa nafn sitt á skjalið, féll hann á kné við rúmstokkinn og fór að biðja fyrir syndugu sálunni, sem var að skilja við jarðnesku bústaðina. Lögmaðurinn rétti mér skjölin undirskrifuð og gekk svo hróðugur út. “Sendið eftir börnunum mínum—börnunum mínum," stundi konan sem komin var aö bana. Eg sá, að ekki mátti draga það, og kallaði á þau undir eins, og skipaði Þjónustustúlkunni um leið að sækja læknirinn. Eg fór síðan aftur inn í herbergið þar sem hún lá. * Börnin þrýstu andliti sínu fast að fölu kinnunum hennar, og hún reyndi að klappa Þeim með skjálfandi höndunum, en varirnar bærðust af stöðugum krampa dráttum. Fyrirbænir guðhrædda prestsins voru tal- aðar fyrir eyrum, sem ekki heyrðu. Þegar eg kom aftur inn í herbergið leit Mrs. Merton til mín þann- ig, að eg réði í að hún vildi eitthvað segja við mig. “Þér lofið?” heyrði eg hana stynja, eða öllu heldur varimar bærðust til að mynda þessi orð. “Já, eg skal halda loforðið; deyið í friði.” Svo lagði hún aftur augun í siðasta sinni og Það eina, sem heyrðist nú inni í herberginu var grát- urinn í piltinum og stúlkunni og rödd prestsins, er sagCi: “Það er meiri gleði í himnaríki.......” Eg er hræddur um, að ef sá góði maðtrr hefði vitað með hvaða hugarþeli hún dó, að þá hefði hon- um eigi fundist þessi texti viðeigandi. En hvort sem Mrs. Merton háfði nú iðrast eða ekki, þá var fiún nú látin, og síðasta verk hennar liafði bætt fyrír mis- gerðir hennar að svo miklu Ieyti sem hægt var. XXIV. KAPITULI. Þegar eg fór út úr Acacia ViIIa og köm heim til mín, fanst mér, þrátt fyrir það þó að dautfefallið væri mér í fersku minni, sem þungum steiní væri létt af mér. Nú fann eg í fyrsta sinni, eftir að eg fór að gera mér upp vinskap við Chesham kaftein, að eg gat komið fram eins og heiðarlegum manni sæmdi. Fari alt undirferli og fals kolað, jafnvel þó afi það sé gert í góðum tilgangi. Ef eg skyldí þurfa að koraa fram einhvers konar leyrtilegri rannsökn, þá ætla eg að láta lögregluna annast um slíkt. En samt fanst mér, að í þessu máli, mundi enginn lögreglu- maður hafa boríð sigur úr býtum, þó að eg híns veg- ar þakkaði ekki sjálfum mér beinlínis þessi heppilegu úrslit, sem orðið höfðu. Atvik ýmiskonar höfðu greitt fyrir mér frá byrjun — og loks, sá hræöilegi atburður, er olli dauða konunnar, sem á móti mér var. Mér hafði orðið töluvert um Það, sem fyrir hafði komið, en eigi hefði verið rétt að segja, að eg væri hryggur af Því. Það mátti heita svo að Mrs. Mer- ton væri mér ókunnug, en við fráfall hennar hafði eg losnað við starf, sem mér gat ekki betur virzt, en væri niðrandi fyrir mig, hvernig sem eg leit á það. En livað átti nú að gera. Það var skrifað titan á böggulinn, sem játning- arskjalið var í til Rothwells lávarðar. Og þó að eg hefði lesið þafi í dauðans flýti, hafði mér fundist, sem 1 það sýkna frú Estmere fyllilega. Eg leit því ekki á það aftur, en stakk því í umslag, er eg ætlaði Roth- J well lávarði að opna, og engum öðrum. Eg vissi, að hann var á veiðum í grend við Derbyshire og símrit- j aði honum á Þessa leið: “Gátan er ráðin. Hvar get eg hitt yður?” Að því búnu fór eg að búa mig á stað frá Surbury. Fyrst af öllu þurfti eg að gera eitthvað til að hjálpa Mertons-börnunum. Eg gæti eigi eins og nú stóð á, komið því við að vera við jarðarför móður þeirra, en eg fól lögmanni að sjá um jarðarförina og börnin að öllu leyti, og kvaðst mundi skrifa honum um fyrirætlanir minar um þau eftirleiðis. Eg fór svo yfir götuna til þeirra, og sagði þeim frá þessu. Þau voru mér innilega þakklát, en þeim féll það þungt að heyra, að eg yrði að skilja við þau strax þá um dag- inm. Eg var eini maðurinn þar í nágrenninu, sem þau gátu litið til eins og vinar. Mér lá við að blygð- ast mín þegar eg hugleiddi, hve eiginlega var langt frá því, að eg væri vinur þeirra, og eg ásetti mér að efna loforðið, sem eg hafði gefið móður þeirra. Mér datt ekki í hug að láta syndir móður þeirra koma niður á þeim. Eg fékk ekki svar frá Rothwell upp á símskeyti mitt fyr en morguninn eftir, og meður því að hann sagði mér að mæta sér í Lundúnum daginn eftir, sá eg að honum hafði þótt nokkurs vert um fréttina, þar eð hann hafði snúið til borgarinnar þegar í stað. Klukkan sjö var eg kominn á gistihúsið, þar sem hann hélt til og beið þar eftir honurri. Undir eins og hann kom greip hann áfergislega um hendurnar á mér, og eg er viss um að hann hefði faðmað mig að sér, ef gistihússþjónarnir hefðu ekki verið viðstaddir. “Komið upp mcð mér. Upp í herbergið mitt,” sagði hann. Eg fór upp með honum. Hann hafði herbergi út af fyrir sig, og bar alt af lykilinn með sér. Leyfði hann engum að fara Þar inn nema hann væri sjálfur með, svo að aðdáanleg óreiða og ryk var þar á öllum sköpuðum hlutum. Hann lokaði dyrunum, lagöi hendurnar á axlirnar á mér og horfði beint framan x mig mjög blíðlega. En hann var samt svo hátíðleg- ur á svipinn að eg varð hálf hissa. “Er það satt, Filippus? Hafið Þér ráðið gát- una?” spurði hann. “Já, eg hefi gert það. Eg hefi beitt ölluin brögðum og logið óspart. Eg hefi gengið með yfir- skynsgrímu svo mánuðum skiftir, og eg hefi komiö mínu fram.” “Ágætt! Hvernig komust þér að hinu sanna? Er það víst? Hér má ekki vera um neinn misskiln- ing eða óvissu að ræða.” “Hvorugt kemur til mála, Það er alt skýrt orð- ið, og deginum ljósara.” Hann sneri frá mér og fór að ganga um gólf rnjög æstur. Um stund virtist hann gleyma Því, að eg var inni. * “Latrrence! Laurence!” heyrCi eg að hann sagði. “Loksins hefir komið að Því—eins og eg sagði þér—, að öll fiörðu orðin, sem Þú lézt þér um mun nfara, kæmu yfir sjálfan þig og nístu hjarta þitt eins og' oddhvassar örvar. Hvernig skyldi þér ganga að þola það, Laurenoe? Mér ga-zt alls ekki að þessari meöaumkvun. Mér fanst hún öldungis óviðurkværnileg. “Þér ættuð að hugsa um frú Estmere en ekki þenna mann hennar. Vanalega er sá meöaumkvunar- verður, sem verður fyrir röngum dómi, en ekki dómarinn, sem dómfelt fiefir ranglega. Hann sneri sér að mér og sagði nærri því reiðu- 'lega: “En hver eruð >er, sem setjið yður í dómarasæti, tingi maður? Eg get sagt yður Það með sanni, aC eg hefi haldið taum frú Estmere árum saman og vor- kent henni. Meira að segja, eg hefi trúað því, að hún væri saklaus. En nú, þegar þér segið mér, að Þér getið sannað sakleysi hennar, Þá vorkenni eg henni ekki fieldur fionum. Eg vorkenni honum, segi eg, sem er einhver göfug-lyndasta sál, sem eg þekki, honum, sem myndi biðja fyrirgefningar á hnjánum, þó að það hefði verið Þræll hans, er hann hefði móðg- að. Já, eg vorkenni honum bernsku vini mínum, keppinaut mínum í ástamálum og Þó bezta vininum, sem eg á, fionum Laurence Estmere!” Eg Þagnaði við þessa ræðu. “Þer fiafið Ieyst hlutverk yðar vel af hendi, Eil- ippus,” mælti hann enn fremur, “en nú liggur nærri að mig langi til að Það væri ógert. Hugsið yður hversu þessum manni muni verða við fréttirnar, sem þér flytjið! En þér getið ekkert gert við því. Yður var falið þetta verk. Yður var ekki annað hægt en að gera það. Það var ákvarðað yður. En hver get- ur sagt, hverjar afleiðingarnar verða? En látum sannleikann koma í ljós.!” mynda ser að eg hefði verið ákvarðaöur til aC sanna sakleysi frú Estmere í augum manns hennar. Hún var kær vinkona mín, einkar kær. Eg unni Valentín- usi ems og bróður minuni, og eg ætlaði að ganga aC eiga frænku hans; samt virtist ekkert af þessu nauð- synlegt til Þess, að einmitt mér skyldi bera að gera Þetta. Nú minkaði æsingurinn í lávarðinum. “Fyrir- gefið ákafann í mér,” sagði hann rólega, og settist við borðið. “Jæja, segið mér nú alt, sem gerðist, frá byrjun.” Þér hljótið að vera þreyttur eftir ferðina. \ iljið þér ekki borða miðdegisverð fyrst?” Þreyttur eftir ferðina!” hrópaði hann. “MiC- dagsverð fyrst. Þér getið varla verið með öllúm mjalh! Eg he?i nú beðiðreftir Þessum fregnum í ftieira ert tUttugu ár, og svo stingið þér upp á að eg eti miðdagsverð áður eri ég heyrí þær! Byrjið strax á sögu yðar!” Eg varð hálf hvimsa við, en lét það Þó eígi sjast a mér. Eg settist niður á stólinn rétt hjá honum, og skýrði honum frá öllu, sem fyrir hafði komið. Eg sagði honum hvernig eg, vegna óvarkárni Cheshams hefði komist að því að Mrs. Merton var til, og hvers hún hefði krafist af honum. Hvernig eg hefði rakið feril bankaseðilsins, og síðan farið til Surbury til aC njósna um mót.-töðumennina. Hvernig Mrs. Payne hefði þekt Mary W illiams. Hvernig atburðurinn voðalegi og ást konunnar á börnum sínum hefði hjálpað mér að takmarkinu. Hvernig eg hefði dag- inn fyrir fengið hjá henni játningarskjalið, sem stýl- að væri til hans, en hefði þó eingöngu átt að komast í hendur hans ef Chesham hefði neitað að verða viö kröfum Mrs. Merton. Hvernig eg hefði séð um að láta vitni staðfesta Það, er engin ástæða var til að rengja. Nú kvaðst eg færa honum skjalið, og teldi hlutverki mínu lokið, og hann væri sjálfráður um hversu hontim virtist ráðlegast að fara að. Hann hlýddi á mig steinþegjandi, meðan eg sagði frá, og eg fékk honum skjalaböggttlinn í hend- ur. Hanrt opnaði böggulinn ekki strax. Hann virt- ist vera annars hugar. “Eg man eftir henni,” sagði hann, “laglegri dökkeygðri stúlku. Eg vissi aldrei hvað af henni varð.” Hann velti böglinum milli handanna um hriC. “Á eg að opna hann, Filippus?” sagði hann. “Hvers vegna ekki?” “Það getur skeð, að hann hafi dauðadóm manns að geyma. Á eg að ráðgast fyrst um Það við frú Estmere ?” “Enginn hygginn lögmaður mundi leyfa slíkt. Hún ætti ekkert um Þetta að vita fyr en búið er að sanna manni hennar að hún sé saklaus.” Rothwell starði Iengi á mig, og var í sjáanlegum vafa. “Við skulum þá fiafa ÞaC svo. Eg ætla aC fara að ráðum yðar,” sagði fiann alvarlega og hátíðlega. Hann opnaði böggulinn og las skjaliC hvaC eftir annað. Hann hleypti brúnum og einu sinni eða tvisvar sló hann hnefanum ofan í borðið. Síðan sneri hann sér að mér. “Og hann Iét Þá leika á sig, óvini sina. HafiC þér lesið Þetta, Filippus?” spurði hann, eftir að hann hafði Iesið það enn þá einu sinni.” “Já, vitanlega hefi eg lesið Það, en eg las þaö svo fljótt, að eg gat naumast skilið það.” “Setjist Þér niCur og lesiC Það aftur, á meðan eg skrepp snöggvast út. Eg má til að kæla i mér blóCið og fara út, annars kann eg að gerá eitthvað ilt af mér.” Svo skilcli hann við mlg, en eg fór aC lesa, hægt og með atfiygli, söguna um Það ódrengilega en úr- slitamikla bragð, sem Chesham hafði beitt, til aC koma fram hefnd sinni, og með Því að orðavalið og setningaskipunin hjá Mrs. Merton bar Það með sér, að hún fiafði verið allvel að sér, læt eg -fylgja hér á eftir játningu hennar alla og óbreytta. Hún var á þessa leið: baX virf-ícf vpru Nýir kaupendur Lögbergs, sem borga $2.00 fyrir- fram, fá blaöið frá þessum tíma til 1. Janúar 1909 og tvær af sögum þeim, sem auglýstar eru hér aö neðan: Sáðmennirnir, Höfuðglæpurinn, Hefndin, Rudloff greifi, Svikamylnan, Gulleyjan, Ránið, Páll sjóræningi, Denver og Helga, Lífs eða liðinn, þegar hún kemur út. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.