Lögberg


Lögberg - 12.12.1907, Qupperneq 6

Lögberg - 12.12.1907, Qupperneq 6
LÖGBERG, FIMTUDA&INN 12. DESEMBER 1907 LlFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. Hepnin var ekki me8 okkur. Akstur var hvergi fáan.egur, nema á litla bóndabýlinu, sem á«ur hefir verib nefnt. Þegar vi« komum þar, heyröum vi« a« Pasmore bóndi væri ekki heima, og Þó Þótti okkur enn verra a« heyra Þa«, a« hann heföi fariö á létt- vagni sínum. Þ'ar var enginn hestur til, sem hægt var a« leggja aktýgi á, þó a« einhver aktýgi heffiu fundist. Mrs. Pasmore sá þa« á okkur, hve afar- hughaldiö okkur var a« komast áfram, og sagCi okk- ur á mjúkri Devonshire-mállýzku, a« maöur sinn mundi koma aftur á hverri stundu. Svo viS réSum þá af a« bíBa. Rothwell fór aS reykja stóreflis- vindil en eg sat hjá og hreytti úr mér ónotum. Mrs. Pasmore varS sármædd þegar alt af drógst heimkoma bónda hennar. Eftir a« viS höfBum beSiS þar og eytt löngum dýrmætum tima, urSum viS ásáttir um a« fara á staS gangandi, þangaS til okkur kæmi einhver fararléttir. ViS vorum búnir a« þramma áfram eitthvaS tíu mílur Þegar hann kom. ÞaS fara venjulega fullar þrjár klukkustundir í a« ganga tíu mílur, ef menn hafa bagga a« bera. - AfleiSingin af því varC sú, a« þegar viS komuní til Minehead, var lestin, sem viS ætluSum aS na í, ny- farin, og Þá ómögulegt fyrir okkur a« komast ti Bristol fyr en meB kveldlestinni. ViS komum því ekki fyr en kl. fjögur um morguninn til Paddington. Ef faSir minn hefCi ná« í fyrstu lest á Minehead, þá var auSséC aC hann var tuttugu og fjórum klukkutím- um á undan okkur. , Eg ver« aS játa þaB; aS eg var orCinn dauSupp- gefinn þegar hér var komiS. Rothwell sá ÞaS. Hann var svo vanur þreytu og erfiCi, aS ekki sá á honum af þessu. _ ■'■■M "ViS getum ekki gert meira í kveld, Filippus. ViC skulum fara inn i gistihús og hvila okkur eina tvo tíma. Vi« eigum langa ferS fyrir höndum og verSum aS leggja á staS eins fljótt og hægt er. ViC lögSumst til hvílu, en sváfum ekki lengi. Klukkan hálf átta vorum viS seztir aS morgunverC: og fórum aS ræSa um hvemig förinni til Evrópu skyldi hagaB. ‘‘ViS skulum vera komnir þangaS fáum klukku- stundum á efíir honum. ViS skulum vera komnir til Monakó áSur en hann hefir tíma til a« gera nokk- uS, sem úr sker.” ‘‘EruS þér alveg viss um, aS hann hafi fariB þangaS? Skyldi hann ekki hafa fariS beint til móS- ur minnar?” En hvaS þessi tvö síSustu orB hljómuSu ein- kennilega í munni minum. “Nei—hann hefir um þaC eitt hugsaC, aS koma fram hefndum. Hann vill ekki koma í augsýn konu sinnar fyr en hann er búinn aS jafna á Chesham. Eg mundi hafa fariS eins aSl—og þér líka, Filippus minn.” ý !i;l “En viS ættum samt aS vita vissu okkar.” “AuSvitaS—en hvernig eigum viS aS fara aS því ? ViS getum símaS móSur ySar og spurt hana hvort nokkuS óvanalegt hafi komiS fyrir. En eg held hann hafi ekki vitaS hvar hana var aS finna. SögSuS þér honum, hvar hún ætti heima?” ' Eg hristi höfuSiS og stakk upp á því, aS viS hittum Mr. Grace; eg vissi aS faSir min nhafSi jafn- aSarlegast lítiS fé heima hjá sér. Ef hann hefSi þurft á peningum a« halda, var næsta líklegt, a« hann hefSi fariS til lögfræSings síns. Rothwell lávarSur félst á ÞaB. ViS lukum viC morgunverS okkar og ókum því næst til Russel Square, því aS þá var of snemt aS ætla aS hitta Mr. Grace á jskrifstofu hans. Mr. Grace sat a« morgun- verSi; en þegar hann heyrSi hverjir komnir voru, rauk hann strax á staS, og ilminn af morgunkaffinu lagSi af honum og hann var aS strjúka brauSagnirn- ar af buxunum sinum þegar hann kom til okkar. “Rothwell lávarSur og Mr. Filippus Norris ^agSi hann; “eg er öldungis hissa—alveg forviSa— reyndar.” “YSur er óhætt aS kalla Þenna herra Estmere,” sagSi Rothwell “Hann hefir fengiS alt aS vita.” Eg verð þá aS biSja ySar tign allra mildilegast fyrirgefnmgTr. Án þess að eg vilji vefengja þaS, aS Mr. Filippus bafi fengið alt aS vita. þá verS eg aS ha’da áfram aS kalla hann því nafni, sem faðir hans nefn:r liann, þangaS til fyrnefndur leggur öðru vísi fyrir.” “Látum þaS gott heita, Mr. Grace,” sagSi tg, “kalliS mig hvaS sem yBur þóknast.” “Ekki þaS sem eg vil, heldur þa«, sem faBir yS- ar vill.” “GeriS svo vel og segiS okkur,” sagSi Rothwell óþolinmóSlega, “hvort Sir Laurence hefir hitt y«ur.” “Sir Laurence er, eins og þér vitiS, skjólstæSing- ur minn, og eg hefi, um mörg ár, verið beSinn aS segja ekkert frá því hva« hann tæki sér fyrir hend- ur.” lí' Rothwell var orSinn mjög reiSur yfir hinni ein- strengingslegu nákvæmni og ófrávikjanlegu hlýSni Mr. Grace viS skjólstæSing hans. “Mr. Grace,” sagSi eg, “viS skulum ekki tala meir um Sir Laurence; en segiS mér hvort Mr. Norr- is, faSir minn, hefir hitt ySur? Líf manns liggur viS aS þér svariS.” “FaSir ySar, Mr. Filippus, hitti mig klukkan eitt i gærdag. Hann sagSi mér aS hann væri aS fara í langferS. Hann þurfti á peningum aS halda, og eg fékk honum tvö hundruS pund.” ViS Rothwell litum hvor til annars. ViS höfSum getiS rétt til. “SagSi hann ySur ekkert hvert hann ætlaSi, eða í hvaða erindagerðum hann væri?” “Hann sagði ekkert um þa«, Mr. Filippus.” "Sýndist yður hann frískur, og eins og hann átti að sér?” “Já, mér sýndist hann frískur, þó að eg geti ekki sagt, að hann liti beinlínis hraustlega út. Hann var hér ekki nema fáein augnablik og talaSi ekki viS mig nema örfá orS.” “Var hann rólegur og stiltur?” “Hann var mjög rólegur og mjög stiltur, Mr. Filippps.” ViS þökkuSum Mr. Grace fyrir upplýsingarnar og kvöddum hann síSan. ÞVí næst fórum vi« hvor sína leiS út í bæ til aS útbúa okkur undir feröina, og komum okkur saman um aS hittast aftur og leggja á staS meS fyrstu ferS frá Dower. “Eg veit varla hvaS viS erum aS fara,” sagSi Rothwell, nema ef ÞaS er til aS sjá “fagran leik.” Laurence Estmere lætur Chesham fá makleg mála- gjöld í Þetta skifti.” “Vi« ættum a« geta hindraS þ'aC, a« fundi þ'eirra bæri saman.” “Ættum viS aS geta það? Ekki nema þeir menn hafi báSir breyzt mjög mikið. Þ'rátt fyrir all- an stráksskap Cheshams, þá hefir hann aldrei veriS heigull, og um föBur y«ar er þa« a« segja, a« eg hefi aldrei getað fengiC hann ofan af því sem hann hefir ætlaS sér. Ef hann smánar Chesham á almanna færi, hvernig getum vi« þá, tveir hei«arlegir Eng- lendingar, hindraS hólmgönguna ?” Eg vissi hvernig hægt var aS hindra hana. Eg hafSi forgangsréttinn. Hann hafSi engan rétt til a« stofna lífi sinu í hættu móti Cheshám, áSur en eg var búinn aS reyna viB hann. Eg hélt samt a« réttast væri fyrir mig a« segja Rothwell ekkert frá þessu, svo aS hann.færi ekki aS sletta sér neitt fram í þaS. “ÞaS er bezt fyrir okkur aS leggja á staB,’ ’sagBi egT- “Já, viS skulutn fara, en eg lofa því viS dreng- skap minn, aS ef faðir yðar vill ráða þenna mann af dögum, þá skal hann fa færi á því. Og hann mun Iíka nota það.” / “En nn á dögum ganga menn ekki á hólm til aS drepa hver annan.” “Menn gera þaS ekki! SkeS getur aC yðar líkar þekki ekki til þess, en eg hefi þó séS margar hólm- göngur enda með þeim hætti, á þessari úrættu öld. Þetta einvígi endar meS bana annars hvors. ÞaS skal ckki verða hindrað. Eg mun standa viS hlið föður yðar. og horfa á hundinn falla, og standa aldrei upp aftur.” “En setjum nú svo aS—” "Eg vil ekki setja svo aS neitt kom fyrir þessu til hindrunar. En eitt skal eg segja ySur/ aS ef Chesham slyppi óskaddur af Þeim hólmi, þá skora eg á hann að berjast við mig næsta dag.” MeS því að þessir þrír menn voru svona sam- huga um aS koma Chesham út úr veröldinni, þá voru allar líkur á Því, að æfiskeiS hans væri nær því á enda runniC. Eg var þó fastráðinn í því aS verCa til þess a« eiga vi« hann fyrstur. XXVII. KAPITULI. ViS hröSuðum ferðinni til Monako eins og hægt var. AlstaSar þar sem viSstaSa var fórum við í hvern vagn í lestinni, til aS leita föBur míns, því að við vissum, að hann gat ekki veriS langt á undan aS tryggja okkur náttstaB á gistihúsinu, svo a« viB næSum til Monte Carlo fyrir þann tíma, er sú heiS- arlega stofnun skoraSi bæ«i á þá sem unniö hÖfBu og tapaö, aC leggja niSur vopnin þangaö til sól væri komin hátt á loft næsta dag. Viö þóttumst viss- ir um, aö dmaksins vert væri aS leita Cheshams á nokkrum öörum staö, meöan hægt væri aö halda á- fram aö spila, og líklegt var, aö ef viö findum Ches- ham, þá væri faöir minn Þar einhversstaöar á næstu grösum. Rothwell lávarSur var eingan veginn laus viS mannlegan breiskleika, og hafSi verið oft áBur í Monte Carlo. Honum var kunnug leiö þangaö, og eins um venjur þar. Þegar formreglur allar höföu veriö intar af hendi, en á Því stóö ekki lengi, sté eg meö hann fyrir leiösögumann í fyrsta sinni fæti mínum í þetta geysimikla spilahús, er monsieur Blanc hefir feikna tekjur af, meS lítilli áhættu, og tekjur þær eru honum jafnvissar eins og þó aB hann stundaöi rólegustu og heiðarlegustu atvinnugrein, sem veriö getur. , ViS gengum milli spilaboröanna og rendum augum yfir þann aragrúa eftirvæntingarfullra á- sjóna, er þyrpst haföi aö sérhverri þessari hólm- göngustöö hamingjunnar. Chesham gátum viS hvorki séö viö kúunaspilaborSið né Þar er spilaö var Trente et Quarante, og fööur míns urSum viö hvergi varir. Viö vorum í þann veginn aö halda leitinni á- fram annars staSar í byggingunni, þar sem spila- menskan var áhættuminni, þegar maSur nokkur á- varpaði okkur, er viö þektum vel. Hann var nýstaö- inn upp frá einu boröinu heldur en ekki glaöur í bragöi, því aö hann hafSi unniö. “EruS þiS komnir til aS freista hamingjunnar ?” spurSi hann. “Ekki í kveld; viS erum aS eins aö sjá okkur dá- lítiS um,” sagSi Rothwell. “Sjá ykkur um?” sagði kunningi okkar, sem oft reyndi aö vera fyndinn. “Hér er margt aS sjá, eg er t. d. s'jáandi núna, meS fulla vasa af gulli og seðl- um; eg hefi veriö bráöheppinn.” ViS samglöddumst honum. “Þér heföuS átt aS vera hérna áSan, Mr. Norr- is,’ ’sagði þessi hepni kunningi okkar. “YSur hefSi víst veriS skemt viS aS sjá gamla óvin yöar Chesham tapa hverjum skilding, sem hann átti.” “Hefir Chesham tapaö öllu fé sínu? Hvernig stóS á því?” “Já, víst tapaBi hann öllu því fé, sem hann haföi á sér. Hann fór út héBan slippur og snauBur. ÞáS byrjaöi vel fyrir honum. Hann sat í hepni. Hann vann þá hæsta vinninginn þrisvar sinnum. Eg sat næstur honum þangaö til hann fór aö tapa. MaSur kom inn og staönæmdist beint á móti honum, og einblíndi á hann. Þá var eins og Chesham yiSi aS engu.” Rothwel hló nokkuS haröneskjulega. “HvaSa maður var þetta?” spurSi hann. “Eg veit þaö ekki. ÞaS var hár maSur, fríöur sýnum, meS snöggklipt vangaskegg og granaskegg. Mér fanst eins og eg hafa séS mann nokkurn fyrir mörgum árum líkan honum, en mér er ekki hægt aS muna hvar þaö var. Hann stóö andspænis Ches- ham svo klukkustundum skifti og veöjaSi fimm punda seðli ööru hvoru, rétt til málamynda, en hann kom Chesham i óhepni.” “TalaSi hann viS hann.” “Nei, ekki eitt einasta orö; en Chesham horföi á hann og þá kom þessi “fallegi” svipur á andlit hans, sem viS þekkjum. Og svo fór hann aö tapa, tapa í sífellu. ViS þaS varö hann æ æstari og spilaði eins og barn eSa vitlaus maöur. Hann hefir sjálfsagt tapaS öllu, sem hann vann og að minsta kosti 5,000 að auki.” “HvaS er langt síöan hann fór?” “Þaö er tæplega hálf klukkustund. Mér þykir væntjum aS hann fór. Eg var hræddur um aS hann yröi sér til minkunar. Eg lánaöi honum tvö hundr- uö. Hann vildi fá meira lán, en eg sagöi aS hann skyldi ekki halda lengur áfram í þetta sinn, vegna þess aö hann væri óheppinn. Og þá fór hann.” “En maöurinn, sem þér mintust á?” “Eg býst viS, aS hann hafi fariS líka. Eg sá hann þó^ekki fara.” Rothwell tók um handlegginn á mér, og eftir aö viö vorum búnir að losa okkur viS þenna hepna kunningja okkar, lögðum viö á staS aö leita aB Chesham. MaSurinn, sem við höfSum átt tal viö, sagöi okkur á hvaSa gistihúsi Chesham héldi til. Klukkuna vantaði fáeinar mínútur í ellefu. Viö stóðum viS eitt kúlnaspilaborSiS. SpilafólkiB, konur og karlar, svikust nú ekki' um* aS nota stundina, því réö til. Mér fanst ekki rétt af okkur aS tefja þarna, því aö eg var órólegur yfir hverri mínútu sem leiS. “ViS skulum vita, hvaSa fyrirboSa viS fáum, Filippus,” sagöi Rothwell. “Hve gamall eruB þér.” “Eg sagöi honum ÞaS. “SetjiS þessa fjóra napoleons á þá tölu. Nei, setjiS fjóra, sem þér eigiB sjálfur.” Eg geröi þaS, og eftir eina mínútu var eg búinn aö vinna 140 napoleons. “SetjiB all^ upphæöina á rautt,” sagSi Rothwell. Vegna þess aS mér stóS alveg á sama, hvort eg vann eöa tapaöi, þá gerSi eg þaS, sem hann bauS mér, og sá skjótt aö vinningurinn hafBi tvöfaldast. “Einu sinni enn,” sagöi sagöi Rothwell, “setjiC alla upphæSina Þarna, 240.” Spilavélin fór aS hreyfast, litla kulan hring- snerist þangaS til hún staönæmdist á ákveönum staS. eg haföi unniö aftur. Þetta var síöasta færi til aö spila þaö kveld. Eg stakk Þeim tólf hundruSum franka, ^sem eg hafCi unniö, í vasann, og hugsaöi mér aS kaupa fyrir þá skrautgripi handa Claudínu. “Komiö,” sagöi Rothwell, “stjarnan okkar er í uppgöngu. Eg tel þetta fyrirboSa góös, og kvíCi engu.” Mér fanst þetta bera vott um helzt til mikla hjá- trú, hjá jafn velmentuðum og gáfuöum manni og honum. Eg haföi nokkrum sinnum orSiö þessa sama var hjá honum upp á síökastiö, og mér gramd- ist aS þessar grillur hans höföu orSiS til þess aC eyCa timanum fyrir okkur, en nú gat hver mínútan veriC afar dýrmæt. Eg þóttist viss um, aS faðir minn hafSi veitt Chesham eftirför, þegar hann fór út úr spilahúsinu, og veriö gat aö nú væru þeir búnir aS koma sér saman um staö og tíma, til aö heyja ein- vígiö. ViS keyröum beint til gistihúss Cheshams. Ef okkur tækist aS ná í hann , þá mundum viB skjótt komast aS því hvar faðir minn væri. Þá var heldur ekki ólíklegt, aö eg gæti jafnaS þá litlu skuld, sem okkar var á milli, en Rothwell vissi ekkert um. Eg vonaöi, aö eg gæti orSiö á undan föSur mínum. Þegar Rothwell heyrSi alla málavöxtu, þá mundi hann verSa neyddur til aB veita mér alla þá hjálp.sem hann gæti. Ef alt gengi aC óskum, gat skeS aB eg yrBi fyrri til en Sir Laurence. Chesham var ekki heima. Hann hafSi komiB þangaS, borgaö reikning sinn og fengiö sér vagn. En alfarinn var hann ekki, því aö hann hafSi skiliS pjönkur sínar þar eftir. Hann haföi víst ætlaS a« koma þangaö aftur sama kveldiö. ökumanninum haföi hann sagt aö fara meö sig til einhvers staöar á leiöinni, sem lá til Nizza. ViS vorum spuröir hvort viS vildum ekki skilja eftir nafnspjöld okkar. Viö neituSum því, og sögöum aö okkkur lægi ekkert á aS finna Chesham. Viö fórum burtu, og tókum strax aö ráögast um hvaö gera ætti. Hvers- vegna haföi Chesham lagt á staö í vagni svona seint á kveldi ? “Hann hefir kannske ætlaS aS vinna einhvem kunningja sinn, og biSja hann aS vera einvígisvott sinn,” sagöi eg. “Eöa hann hefir fariö til aö ganga á hólm viS manninn,” sem ekki ætlar sér aB missa sjónar á hon- um,” sagöi Rothwell íbygginn og meS áherzlu. Eg hrökk saman, þegar eg heyrCi þessa tilgátu. “En getur þaö skeð—aö næturlagi!” sagSi eg. “Þeir veröa þó aö hafa einvígisvotta.” “A8 næturlagi! Lítiö þér á tunglið; þaö er bjart núna eins og um hádag. Þegar faöir yöar skýt- ur Chesham, lætur hann sig engu skifta, hvort nótt er eða dagur, hvort nokkrir einvígisvottar eru eöa engir.’’ “ViS veröum aö veita þeim eftirför undir eins,” hrópaCi eg. “ÞaS má ekkert dragaát.” ViS náSum í vagn, og skipuSum ökumanninum aö aka svo fljótt sem hann gæti veginn sem lægi til Nizza, þangaS til viB segSum honum aS stanza. Rothwell haföi rétt fyrir sér. TungliS var kom- iS hátt á loft, og húsin, girSingarnar og fólkiö, sem viS mættum, sást greinilega í tunglsljósinu. Birtan var nægileg til þess aS þessir tveir menn gætu gengiC aS hinu voSalega verki sínu. Og Þegar eg sá aö um- ferSin um veginn fór síminkandi og umhverfis hann aS verSa æ eySilegra, fór eg aö verSa hræddur um, aS Rothwell heföi getiS rétt til. Eg baö ökumanninn því aS slá í klárana og láta þá fara þaö sem þeir lcæmust. Nýir kaupendur Lögbergs, sem Uorga $2.00 fyrir- fram, fá blaöiS frá þessum tíma til 1. Janúar 1909 og tvær af sögum þeim, sem auglýstar eru hér aö neSan: SáSmennirnir, HöfuSglæpurinn, Hefndin, Rudloff greifi, Svikamylnan, Gulleyjan, RániS, Páll sjóræningi, Denver og Helga, Lífs eBa liSinn, þegar hún kemur út. okkur, svo aS ef hann teföist af einhverri tilviljun, bá gat skeS aS hann lenti í sömu lest sem viö. En i a<$ spiltiminn var rétt aS segja út runninn. Rothw | leit sú varð árangurslaus; viS fundum hann ekki. ViS komum til Monako aö kveldlagi. Okkur stóS kyr ofurlitla stund og horföi yfir spilaborð sem þöktust gulli því er spilafólkiö veSjaSi, eftir ] v.ir kunnugt um ,aS viS höfSum þá aS eins tíma til sem hjátrúarhugboB eSa áhættufýsn hvers um

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.