Lögberg - 02.04.1908, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.04.1908, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. APRIL 1908. 5- Áhrif vor á aðra. Eftir ölaf ísleifsson. Flutt á búnaðar námsskeiðinu að Þjórsártúni 29. Jan. 1908. Oft heyrir maður sagt, þegar menn fara eitthvað að heiman frá sér á mannfundi eða mannamót, að |>eir fari til Þess að sýna sig og sjá aðra. Þetta er vanalega sagt, þegar menn þykjast hafa einskis- vert erindi að reka eða fara al- gerða erindisleysu og þykir þvi fremur lítilmótlegt að hafa ekkert annað erindi en það, að sýna sig og sjá aðra. En í raun og veru er þetta eitthvert hið stærsta og þýð- ingarmesta erindi, sem nokkur maður getur átt. Það er ekki eins Þýðingarlaust að koma á mann- fundi, þar sem manni gefst tæki- færi að sýna sig og sjá aðra, eins og menn ahnent ætla, þvi eftir framkomu vorri erum vér dæmdir, svo framarlega að nokkur veiti oss cftirtekt. Komum vér á mann- fund þar sem vér erum ölliun ó- kunnugir, þá munu þeir, sem fyrir ■eru, geta að miklu leyti séð hverjir vér enxm ,enda þótt það sé ekki tilgangur vor að vekja eftirtekt á oss. Vér getum aldrei farið svo neitt, að vér höfum ekki sjálfa oss með oss. Af framkomu vorri má sjá, hvort vér erum snirtimenni og prúðmannlegir, eða hvort vér er- um ruddalegir, framhleypnir og motnir, hvort vér erum frá myndar heimilum og hvort vér höfum fengið gott uppeldi, hvort vér höfum fengið mentun, hvort vér erum vanir að umgangast gott og siðað fólk og ýmislegt fleira. Oss finst oft eins og vér getiun steypt yfir oss einhverri dularblæju svo enginn geti neitt ráðið í Það, hverjir vér erum. En þessi blæja er einatt svo gegnsæ,að vom innra mann má sjá í gegn um hana, því samband á milli sálar og líkama er mjög náið. Það er því ekki þýðingarlaust aö koma til Þess að sýna sig. Komum vér á mannfundi til þess að sjá aðra, hefir það einnig mikla þýðingu, bæði að sjá menn og að hlusta á þá. Sú þrá, sem knýr mann til að fara að heiman frá sér langar leiðir til Þess að sjá og heyra aðra, er mjög virðingarverð. Það er sú þrá, sem dregur alla menn saman, þessi löngun sem hreyfir sér í hvers manns brjósti— að nálgast hver annan. Sá sem finnur til Þess, að hann er ekki jálfum sér nógur, sem finnur til tómleika hjá sjálfum sér og þörf fyrir samfélag við aðra menn — þörf fyrir ný áhrif frá öðrum, hann á þýðingarmikiö erindi á þá staði, þar sem honum gefst færi á að hlusta á menn og verða fyrir nýjum áhrifum. Vissulega er sá maður ver kominn, sem er svo vaxinn inn í sjálfan sig, að honum finst hann ékki Þurfa að hafa fé- lagsskap við aðra menn eða verða fyrir nýjum álirifum frá öðrum, sem finst hann hafi ekkert af sinni andlegu eign þegið frá öörum, eða þurfi neitt af öðrum að læra. Eng- inn er sjálfum sér nógur. Fáir mundu þola það, aö vera algerlega útilokaðir frá áhrifum amiara, án þess að bíða andlegt tjón. Eftir framkomu vorri ©r oss dómur kveðinn. En oft er því þannig varið, að vér gerum oss litla grein fyrir þýðingu fram- komu vorrar. Með framkomu vorri gefum vér öðrum eftirdæmi, ■og það fer varla hjá því, að ein- hver dragi dám af oss og það oft ósjálfrátt. Fáir rnunu þeir for- eldrar finnast, sem ekki liafa mik- il áhrif á börn þeirra er þau ala upp. Þau áhrif er menn verða fyrir á þroskaskeiðinu, markar djúp spor í meðvitundarlíf þeirra, og ræður oft stefnu manna og framkomu á lífsleiðinni. Maður- inn getur oft verið þess vanmátt- ugur að hafna hinum óhollu áhrif- tim og velja þau betri, þvi liann getur orðið þeim itáður áður en hann veit af. Það virðist líka svo með suma menn, að þeir séu mót- tækilegir fyrir það, sem siður á við en það, sem betur mætti fara. Mað urinn á alt af hægra með aö stiga sporiö niöur fyrir sig, en hefja sig upp á hærra stig. . Maður mfcð veiklaða og hvarflandi lyndiseink- unn, er oft setn strá fyrir straumi fyrir áhrifum, atvikum og tilhneig ingunn. Innrætí og lyndiseink- unnir ráða miklu um framkomu mannsins, Þó eru þau áhrif sem hann verður fyrir frá öðrum engu þýðingarminni. Einn spekingur hefir sagt: “Segðu mér hverja þú umgengst, þá skal eg segja þér liver þú ert.’’ Vitanlega eiga ekki allir tækifæri að umgangast þá menn, sem þeim eru fremri, eða Þá, sem líklegir eru til þess að gefa góð álirif frá sér; en yfirleitt leggja menn alt of litla rækt við sinn andlega gróður. Á sérhverj- um hvílir sú ábyrgð, að láta sér verða eitthvað úr því, sem honum er lánað, og afleiðingarnar af slíkri vanrækslu verða oft tilfinn- anlegar. Einhver hin óþaríasta hugsun, sem ungur maður getur fengið inn í sig, er sú, að hann sé til einskis nýtur og að hann geti ekkert lært eða náð fuhkoiunun, og að honum sé fyrirfram markað svið á hinum dökku reitum mann- lífsins. Ekkert, sem er mikilsvert, fæst án fyrirhaínar og viðleitni. Mannssálin er lengi að þroskast, en flestum tekst að þroska sál sína sem löngun hafa til þess og sýna viðleitni til þess. Þegar vér fáum einhverja hugmynd frá einhverj- um, sem er oss áður ókunn, er hún oss í fyrstu óljós og ekki okk- ar meðfæri; en smámsaman skýr- ist hún fyrir oss eftir því sem vér kynnumst henni og hugsum meira um hana. Svo förum vér að færa út kvíarnar, gera athugasemdir og breytingar og um síðir finst oss hún vera orðin vor frumleg hugs- un. Nokkrir eru Þeir, sem ekki vilja kannast við það, að þeir hafi neitt af öðrum þegið eða hafi orðið fyr- ir áhrifum frá öðrum, og finst það eins og nokkurs konar rýrð, aö hafa fengið sína andlegu eign frá öðrum. En hvað er sálarlíf vort annað en stórt samsafn áhrifa? Því meiri og margbreyttari áhrif,- sem einn hefir orðið fyrir, því fjöl skrúðugra getur maður búist við að hans sálarlíf sé. Þegar sál mannsins er orðin stórt samsafn á- hrifa og hugsanirnar orðnar æfð- ar, þá fyrst getur maðurinn farið að mynda sér skoðanir og treysta dómgreind sinni. Það, sem mað- urinn hefir frá sjálfum sér, er að eins móttækilegleikinn og eftir því hvað hann er mikiil fyrir hendi hjá hverjum einum, eftir því fara gáf- ur hans. Sá, sem vill koma sér upp safni af hugsunum—dálitlum and- legum forða, verður að leggja sig mikið eftir hugsunum annara, hvort sem þær birtast í ræðum eða ritum. Þá er líka mikið varið í það, að kynnast hugsunum annara á þann hátt, að tala við menn. Bacon segir: “Þá er menn bera sig saman við vini, er sem þeir fleygi hugsunum sínum hægara fram og raði þeim betur niður, þaö er eins og menn sjái, hversu þær líta út, þegar þeim er snúið í orð; loks er sem maður verði sjálfum sér vitr- ari og það fremur fyrir stundar viðræðu en dags umhugsun.” Að tala við sér fróðari menn getur oft verið betra en lestur heillar bókar. Þó er ekki alt undir því komið, að sækja hugsanir sinar til sér meiri manna, þvi jafningjar leika bezt. Og oft er því lika þannig varið, að þeir sem standa oss langt ofar, að þekkingu og mentun, finst það sem á glæ kastað, að miðla af hugsanaauöi sínum á meðal smæl- ingja. En flestum er það hugð- næmt að miðla út frá sér þekkingu sem þeir álita mikils virði og beita áhrifum sínum á aðra . Það má til dæmis vera mjög hugðnæmt fyrir kennara aö flytja fyrírlestra fyrir mörgum nemendmn með góðum skilning og næmri eftirtekt vitandi það, að hann er aö gróður- setja heilbrigða skoðun og nyt- sama þekking hjá nemendum sín- um . Svo fara þessir nemendur hver heim til sín og breiða smám- saman út þær skoðanir og þá þekk ingu, sem þeir hafa fengið hjá kennurum sínum. Þannig geta eins manns áhrif orðið að almenn- ings heill. Mörg ein einstaklings- hugsun hefir reynst dýrmæt og orðið heiminum til mikillar bless- unar. Hversu fagrar og góðar hugsanir ,sem einn kann að búa yfir, eru ekki mikils virði ef hann lætur þær ekki í ljósi eða sýnir þær í framkvæmdum. Eg veit ,að sum- ir kunna að álíta, að þaö sé ekki mikils virði að afla sér hugsana, þtví þaö sé ekki svo mUdð verð- mæti í þeim; en í raun réttri mega allar hugsanir kallast verðmætar hugsanir, því þær eru grundvöllur alls þess, sem starfað er. Það þyk- ir mörgum óþarfi að afla sér þekk- ingar á öðru en Því, sem kemur við hans eigin verkahring eða hans daglegu störfum. Þykir það þýöingarlaust að vera nokkuö að hugsa um þau fjölda mörgu spurs- mál og ráðgátur, sem fyrir manni verða á lifsleiðinni — þýðingar- laust að gefa sig við neinu öðru en því, sem maður hefir beinan hagn- að út í hönd. Þó mun mega sanna Það ,að því fjölbreyttari þekkingu, sem einn maður hefir, samfara æfðum líkamskröftum, því hæfari verður harnn að standa í baráttunni fyrir tilveru sinni. Áhrifum mannsandans eru eng- in takmörk sett og þau ná ná langt út yfir hans hérvistar dvöl, svo framarlega að kraftmikill kjarni liafi í þeim fólginn verið. Þannig sjáum vér mörg ljós skína í gegn- um myrkur aldanna, sem komið hafa fram á hinum andlega hinini mannlegrar tilveru. Og þau ljós lýsa oss nú og eyða tómleikanum og myrkrinu í sálum vorum, og gera oss styrkari í lífsbaráttunni. Alt hið fagra, göfga og góða og þróttmikla í mannssálinni mun lifa þó líkaminn líöi undir lok. Yfirleitt fer farsæld manna eftir því, hverjar skoðanir þeir hafa á hlutunum og öllu lífinu umhverfis þá, og sérhver geymir farsæld sína í sjálfum sér. Þess vegna ríður j hverjum mest á þ vi, að láta sér j verða sem mest úr því, sem í hon- j um býr og að æfa sína betri krafta. j Margur leitar alla sína æfi að kröftum þeim, sem búið hafa í sjálfum honum, en Jiafa verið svo bundnir veiku viljaþreki og ónógu sjálfstrausti, að hann hefir ekki af sjálfsdáðum getað komist inn á þá braut, er hann helzt kaus aö ganga. En svo geta atvik og áhrif frá öðrum oröið til Þess, að leysa bundna krafta hjá þeim, sem yfir einhverju býr og þannig beint hon- um inn á farsældar brautir. Eg Þykist viss um það, að þessir kraftar séu til staðar hjá mörgum af þesum ungu mönnum, sem eru hér innan veggja og dvalið hafa hér Þennan stutta tíma — þykist viss um, það, að þau áhrif, sem þeir hafa orðið fyrir hjá kennur- um sínum, muni verða þeim góð vakning og muni leysa bundna krafta, sem smám saman ryðja sér til rúms og verði sjálfum þeim og j öðrum til heilla. Og eg veit, að þessir nemendur muni bera kæra og Þakkláta endurminningu til kennara sinna óskandi þess, að þeir fái bráðlega aftur tækifæri að hlusta á þá og verða fyrir góðutn áhrifum frá þeim. Framanritaöa grein sendi höf. oss til birtingar í Lögbergi og kunnum vér honum beztu þakkir fyrjr. — Ritstj. . — FRÆNDURNIR. Eftir Edmund About. Eg er viss um, lesari góðir, að þú gætir gengið tuttugu sinnum fram hjá húsi Auvray læknis án án þess að hafa minstu hugmynd um Þau furðuverk, sem þar eru gerð. Húsið er viðhafnarlaust og blátt áfram, á því er ekkert merki, það er ekki einu sinni letrað. á dyrnar — heilsuhæli. Það er við endann á Montaigne Ave. milli hallar Soltikoffs prinz og Triats leikfimishússins, Þar sem menn fá endumýjung kraftanna við leik- fimisæfingar. Hliðið er málaö og líkt til eirblendings; fyrir innan það er lítill garður þakinn liljum og rósum. Skáli dyravarðar er til hægri handar, en til vinstri býr læknirinn, kona hans og dóttir. Að- albyggingin er fjær og snýr frá götunni. Allir gluggar vita til suðvesturs út a?j litlum skemti- garði alsettum lcastaníu- og lindi- trjám. Þarna stundar læknirinn, og læknar stundum, fólk, sem mist hefir vitið. Eg myndi ekki hætta þér inn í býgginguna ef nokkur hætta væri á því að þar væri að hitta allskonar vitfirringa. Þú munt ekki sjá þar vesælinga, eða aumingja eða bandvitlusa menn. Herra Auvray er sérfræðingur. Hann læknar einæði fmonomaniaj. Hann er mesti ágætismaður, gáf- aður og mentaður vel og sannur heimspekingur, lærisveinn Esqui- rol og Laromiguére. Þú mundir ekki geta greint hvort hann væri <.Jmt til að vekja mig, því læknir, kennari eða klerkur ef þú mættir honum á förnum vegi. Hann er sköllóttur, og alt af ný- rakaður í svörtum fötum og ró- legur á svip. Hann er stóreygður. Þegar hann horfir á Þjg gætir þú búist við aö hann segði: “Bamiö mitt.” Augun eru ekki ljót, þó hann sé úteygður; þau eru gáfu- leg, björt og góöleg og maðurinn allur hinn alvarlegasti. Augun stóru eru spegill hreinnar sálar. Herra Auvray hafði valið sér lífs- starf sitt strax þegar hann var á læknaskólanum. Hann lagði þar mikið kapp á að nema alt, sem að einæði laut. Þessari einkennilegu truflun hugans, sem sjaldan er að kenna meiðslum og heldur ekki stafar af taugabilan svo rnenn viti, en'læknast að eins með því að hafa áhrif á huga sjúklingsins. Yfir- hjúkrunarkonan við eina deild spít- alans hjálpaði honum mikið við "Eg hugsa eins skýrt og þ.ú, frændi, svo eg veit ekki við hvaö Þú getur átt. Hugsvmin ljós, á- lyktanimar réttar og minnið ágætt Á eg að hafa yfir nokkrar vísur? Á eg að snúa latínu? Tacitus er Þama í bókaskápnum .... Ef þér Þykir það betra, þá skal eg leysa dæmi í talfræði eða rúmfræði.... Þú vilt Það ekki. Jæja, hlustaðu þá á hvað eg hefi gert í morgun: Þu komst inn klukkan átta, ekki cg lá vakandi í rúminu, heldur til að fá mig á fætur. Eg klæddi mig hjálp- arlaust. Þú baðst mig um að koma með Þér til Auvray læknis; eg vildi ekki fara, en þú sazt við þinn keip. Þá reiddist eg og þú fékst Germain til að hjálpa þér til að binda hendur mínar. Eg skal reka hann í kveld. Eg skulda honum fyrir þrettán daga, það verða þrett án frankar; hann réðist til mín fyrir þrjátíu franka á mánuði. Þú átt að greiða honum skaðabætur; það er þér að kenna að hann fær enga jólagjöf. Er rétt sagt frá? Og svo heldurðu að þú getir kom- ið mönnum til að trúa því að eg sé ekki með öllu ráði. Hugsaðu þig nú ilm, frændi góður. Manstu ekki að hún móðir mín var systir þín? Hvað heldurðu að hún segði ef hún sæi mig hér. Eg er þér ekki reiður og alt getúr fallið í ljúfa , ,Iöð. Þú átt dóttur, jungfrú Claire rannsóknir hans. Hun var ung, Morlot ” lagleg og vel mentuð. Hann fékk «Þ’a”a* 'kemur ])að Þú hlýtur ást á henni og þau giftust rett eft.r ag ajá a(5 þú ert ekkJ meS öllum að hann utsknfaðist. Þau byrjuðu mjaIla A eg dóttur? Eg> E- búskap við lítil efni. Hann átti of- urlitla landareign og hana seldi hann til að koma upp þessari stofn- sem fyr er frá sagt. Ef hann sem er piparsveinn. Piparsveinn með húð og hári.” “Þú átt dóttur,” sagði Francois ósjálfrátt. “Veslings frændi minn. Sjáðu nú til. Hlustaðu nú á það, sem eg segi. Átt þú nokkra frænku?” metorðafýsn eða samvizkubit. Það hefir sömu einkenni og ástríður yfirleitt. Stundum verða menn glaðir, 'sakátir, fífidjarfir cg há- værir. e stundum aftur á móti hugdeigi. hryggir og þögulir.” Francoi virtist fara að blunda meðan á k rinum stóð. “Þetta er ágætt. ’ hi, ,saði M. Morlot tneð sér. “Læknisfræðin hefir strax gert hér kraftaverk. Hún hefir svæft mann, sem hvorki var svang- ur né syfjaður.” Francois var san.t ekki sofnaður en lézt sofa og tókst það vel. Hann dottaði við og við og dró andann þungt og með hæfi- legu millibili. Morlot hélt hann svæfi og las áfram i hálfum hljóð- um, svo fór hann að geyspa, hætti að lesa, lét bókina detta lokaði aug- unum og steinsofnaði. Frænda hans þótti það ekki ónýtt: hann hafði stöðugt haft gát á honum út inn annað augnvikið. Francois færði fyrst til stólinn, en M. Morlot hreyfði sig ekki, svo stóð hann upp og fór að ganga um gólf og lét braka i skónum sínum M. Mor.ot fór að hrjóta Vitfirr ingurinn gekk l>á að skrifborðinu, fann Þar pappírsltnif, ýtti honum út í hom og festi hann þar og skar svo af sér handfjöturinn. Þegar hann var laus orðinn, rak hann upp dálítið gleðióp og læddist svo til móðurbróður síns. Hann batl svo hendur Morlot á tveim mínút- um en fór svo fimlega að því, a8 hann ekki einu sinni rumskaðist í. svefninuni. Francois þóttist hafa vel að ver- ið. Hann tók því næst upp bókina af góJfinu, það var siðasta útgáf- an af Monomanie raisonnante, og fór með hana út í horn og tók að lesa af kappi og beið Þess að lækn irinn kæmi. fFramh.J un hefði farið að eins og skottulækn- ar hefði hann sjálfsagt getað grætt stórfé, en hann lét sér nægja að hafa rétt ofan af fyrir sér. Hann : -<Frænku. Nei> á en frænku. var omannblendinn, og þö honum ( Nei. ?óci minn Þér tekst ekki aC hepnaðist lækmstilraumrnar dæma- koma aC méf 6v6rum R á laust vel, þá gerði hann aldrei veð- • náfrændur ” ur af Því, Orðstir hans óx af ‘«Er eg ekki mó8urbróeir þinn?' Hi" “nni há«ar veikindi barna _ ,1.1 • .... S». ' ber oft bratt að enga Þegar barnið er veikt geíið því Baby’s Own Tablets. sjálfu sér og án vitundar hans. Bók 1 Rr e]fki svo?» hans, Monomanie raisonnante, sem! «Já þrátt fyrir þag þ6 þú Bailliere gaf út 1842 hefir nu ver- gjeymdir þvi i morgun/' ið prentuð í sjötta sinn og Þó hefir, «Rf eg. ættj d6ttur> þá væri hún hann aldret sent nokkru blaði ein- frænka þin. en nú s ;st þ- en tak af henni. Hæverska er vita-jfrænku eiga SVQ þá á e heldur skuld goður kostur, en of mtktð enga d6ttur » má af öllu gera. Jungfrú Auvray | «ÞaC er satt Mér veittist sú á_ verður tuttugu og tveggja ara • „ægja að kynnast henni í Ems i vor kemur og fær þó ekki nema sumar Hún var þar meC mó8ur tuttugu þúsund franka i heiman- sjnnj Rg e]ska hana. Qg eg hef; munci- . ástæðu til aö ætla að henni standi Fyrir hálfum manuöi (mig mmn ekki 4 sama um mig ^ le f; mér ir Það væri miövikudagmn 13. þvJ hér meB ag bicja hennar » Des.J nam vagn staðar fyrir fram-1 "Hverrar ” an hliðið hjá hra. Auvray. öku- ( maður hringdi bjöHunni og hliðið j var opnað. Vagninum var svo ekið til læknishússins og tveir menn gengu hvatlega inn í viðtökustof- una. Annar gestanna var um fimtugt, hár maður, dökkur að yfirlitum, blóðríkur og rauður í andliti, ljót- ur við hóf og einkar illa vaxinn. “Dóttur þinnar.” “Svona er það,” hugsaði Mr. Morlot með sér, “Auvray lfeknir er meir en meðal snillingur ef hann læknar hann. Eg ætla að leggja sex þúsqnd franka af árs- tekjum frænda míns með honum. og Sex frá þrjátíu eru tuttugu fjórir. Aumingja Francois.” „ , , , , Hann settist niður og opnaði af Eyrun stoðu ut, hann yar handstor tilviljun Wk sem lá þar «Settu og þumalfingurmr gnðarstorir, I- þ. njCur/. sagCi hann vic frænda myndaðu þer svo, lesan goður að sinn «R ætla aS lesa þér dálit_ þu sæir vmnumann . fotum hus- j^ h]mt^u 4 þú sefast vic þaC » bonda sins, og þa er herra Morlot ( SvQ j hann. rétt lýst. ! Frændi hans, Francois Thomas, og verða oft hættu leg ef Þau eru ekki læknuð í tíma. Forsjálar ntæður hafa alt aí Babys Own Tablets við hendina og gefa börnununt þær inn við og við til þess að varna veikindum eða að lækna þau ef þau korna að óvöru. Bayb’s Own Tablets lækna alla minni háttar , banna sjúkdóma og eru alveg hættulausar. Mrs. A.H. Bonnyman, Mattall, N. S., farast orð á þessa leið: “Eg hefi brúkað Baby’s Own Tablets við tanntöku- eymslum, teppu og öðrurn barna- sj úkdómum ,og ávalt reynst þær bezta meðal og hættulausar.” — Seldar hjá öllum lyfsölum eða sendar með pósti, á 25C. askjan, ef skrifalð er til “The Dr. Williams’ medicine Co., Brockville, Ont.” VIÐUR er ungnr maður, tuttugu og þriggja ára gamall. Honurn er erfitt að lýsa vegna þess, að hann er rétt eins og fólk er flest. Hann er hvorki hár eða lágr, fríður eða ófríður, hetja eins og Herkúles eða . mjór eins og þvengur; heldur var þetta alt í meðallagi. Hann er hæverskan sjálf, hárið hefir engan blæ á sér og sama er um sálina og fötin. Hann var í æstu skapi þeg- ar hann kom inn í hús Áuvray, æddi fram og aftur um gólfið og gat auðsjáanlega ekki haldið kyrru fyrir. Áugun voru á einhegu iði og hann liefði sjálfsagt snert á öll- um hlutum í stofunni ef hendttr hans hefðu ekki verið bundnar. “Vertu rólegur,” sagði móður- bróðir hans. “Þetta er þér fyrir beztu. Hér líöur þér vel og hér fær þú lækningu.” “Eg er ekki veikur. Því hafið þið bundið mig.” “Að öðrum kosti hefðir þú fleygt mér út úr vagninum. Þú ert ekki með sjálfum þér, veslings Francois. Herra Auvray læknar Þi g’’ “Einæöi er stöðugt áframhald sömu htigsunar, þrá.sem yfirgnæf- ir alt annað. Það á aðsetur sitt í hjartanu, þar verður að leita þess og Þar verður að lækna það. Or- sök þess er ást, ótti, hégómagrnd, Tamarac og Poplar, ÓsagaBur og sagaöur viðui Hæfilegur í stór. The Rat Portage Lumber Co., Ltd NORWOOD. Talsimi 2343. í TIiá Ceníral Coal and Wood Company. D. D. WOOD, ráðsmaður. 904 Ross Ave., horni Brant St. Allar tegni(dir E3E REI3ST Fljot skil OL Ef þér snúiö yBur til vor meö pantanir eru yBur Abyrgst næg kol í allan vetur TELEPHONE 685 NEW YORK STUDIO, ST.f Cabinet myndir, tylftin á Myndir. 578 MAIN ST., WINNIPEG ................ $3.00 Myndlr stækkaBar meö vatnslit, Pastel Sepia og Crayon. Hópmyndir. Myndir teknar viB ljós, TALSÍMI 1919. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.