Lögberg - 02.04.1908, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.04.1908, Blaðsíða 2
2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. APRIL 1908. Heilsuhælið. Hvar á það að vera. Stjórn Heilsuhælisfélagsinis mun innan skamms geta gert ljósa grein fyrir félagatölu, árstillögum manna og gjöfum um land alt; full vitneskja um allar félagsdeildirnar hefir ekki fengist fyr en nú um áramótin. Það er bert, aö þjóöin hefir tek- ið þessari málaleitun báöum hönd- um og fegins hugar. Undanfarin ár hefir eigi ósjaldan verið skorað á alþýðu manna að gefa til hins og, þessa og hjálpa bágstöddum (mannskaðasomskot), til minnis- varða yfir merkismenn þjóðarinn- ar f'Jónas Hallgrírnsson, Ingólfur ArnarsonJ o .fl. En aldrei hafa undirtektirnar • verið jafn-greiðar og góðar, jafn-almennar um land alt; það er þvi líkast, sem hvert hérað leiti sér sæmdar í því, að gefa sem stærstan iskerf til heilsu- Iiælisins. Það er satt, að fáeinar sveitir hafa ekki enn gert vart við sig að neinum mun; en eg tel víst að þær sláist í förina, vilji ekki vera eftirbátur, er þær frétta af undirtektum annara . Fyrir nokkrum árum, rétt eftir að berklabókin kom (Um berkla- veikina sem Þjóðarmein og ráð til að útrýma henní, I. útgáfa 1903; 2. útg. 1904J hafði margur hug á því að flýta fyrir heilsuhæli hér á landi. Þá kom til mín Þorður hreppstjóri Guðmundsson á Hálsi i Kjós og bauð mér að gefajörðþar í sveitinni, ef eg fengi komið til leiðar, að heilsuhælið yrði reist þar. Nú í vetur hafa mér borist tvö slík tilboð. Séra Stefán Steph- ensen ,fyrrum prestur að Mosfelli i Grimsnesi, hefir sent mér tilboð, að gefa jörð í Laugardalnum, ef til kæmi að reisa hælið þar. Og Eyólfur Runólfsson í Saurbæ á Kjalarnesi hefir komið til mín og boðið að gefa jörð þar á nesinu, ef hentugt þætti að hafa Þar hælið. , Eg læt þessa getið til maklegs lofs þessum mönnum fyrir höfð- ingsskap þeirra. Það er skiljanlegt, að sitt sýnist hverjum um það, hvar hælinu sé bezt i sveit komið. Mjög margir staðir hafa verið til nefndir af al- þýðu manna, t. d. ýmsir staðir í Borgarfirði, Kjós, Kjalarnesi.Mos fellsveit, Ölfusi, Laugardal, Þing- vallasveit, Mývatnssveit og víðar. Ef jámbrautir lægju um allar bygðir landsins, þá yrðu staðirnir mjög margir, sem komið gætu til greina. Ef nota mætti loftskip til allra flutninga í stað sjóskápa og vagna og hesta, þá yrðu um ótelj- andi staði að velja. En járnbrautin er hér engin. Og þó að loftskipasmíðinni fleygi á- fram og allur heimur spái þeim mikillar framtiðar, þá býst eg ekki við, að neinn hafi þolinmæði til að bíða eftir þeim — eða íslenzkum járnbrautum. Heilsuhælið verður að sjálfsögðu að vera á einhverjum þeim stað.að sem auðveldast ,sé fyrir sjúklinga alstaðar af landinu að komast í það og úr þvi, jafnt vetur sem sumar. Og þar með verður að fylgja, að auðvelt sé að ná í hvers- konar lífsnauðsynjar, án ærins kostnaðar. Hælið Þarf miklar kola birgðir á hverju ári; það þarf að geta aflað sér alls konar nýjan mat, mjólk, nýtt kjöt, nýjan fisk o- s. frv., árið um kring . Ef menn íhuga Þetta, þá hygg eg að öllum skiljist, að ekki er um margar sveitir að velja, og að þeir sjái, að hælið getur ekki annars- staðar verið en í grend við Reykja vik. Til höfuðstaðarins eru allar samgöngur greiðastar af landinu í heild sinni, eins og eólilegt er, ekki sízt sjóferðir, en sá flutningur er | sjúklingum hentastur úr fjarlæg- um héruðum. Hugsum okkur að hælið væri i ölfusi; hvernig ætti að fara að koma sjúklingum fram og aftur yfir Hellisheiði á vetrar- dag úr Reykjavík? Því að hingað mundi allur þorri þieirra koma með strandskipunum. Eg veit að þungt haldnir sjúklingar hafa ver- ið fluttir yfir heiðar á vetrardag, á sleðu mog vögnum, í sjúkrakist- um; en þeir vita það bezt Ámes- ingar, að slíkur flutningur er neyð- arúrræði, enda mjög kostnaðar- samur. Það er því eflaust hagkvæmast fyrir sjúklinga, þegar á alt landið er litið, a£ð hælið sé rétt nálægt Reykjavík. Af Þeirri sömu ástæðu voru holdsveikrahælið og geð- veikrahælið bæði sett hér nærlend- is. Þingið sá, að svo hlaut að vera. Eg býst við að ýmsum komi illa þessi fregn; því að eg hefi orðið þess var, að margir telja loftslag hér verra og óhollara en viða ann- arsstaðar á landinu. En það er síður en svo. Hér á suovesturhorni landsins er mjög milt loft; því veldur Golf- straumurinn; hér kemur mjög sjaldan þoka, og loftið er prýðis- hreint; því valda meðal annars tíð úrfelli og hins vegar jarðvegurinn, að engar Þær auðnir eru í nánd, er sent geti mistur og mökk yfir hér- Eg hefi orðið þess var, að allir horfa spurnaraugum til stjómar félagsins, vilja vita, hvenær heilsu- hælið verði reist, hvar það eigi að vera. Og það er von að menn spyrji. Félagsstjórnin hafði fyrst í hyggju að koma öllu á skrið, hafa til allar áætlanir í vor sem leið, fyr ir Þing, og leita siðan til þingsins um þess aðstoð . En því varð ekki framgengt; þá vantaði skýrslur um undirdeildir víðsvegar að, og þess vegna ekki hægt að skýra þinginu frá stærð félagsins og væntanlegum árstekjum þess, og ekki unt að vita, hvenær gerlegt yrði að reisa hælið. Þvi að það er vafalaust vilji allra félagsmanna, að félagið leggi fram sem mest féð og reki hælið á sinn kostnað, og reyni að komast sem lengst án styrkveitinga úr landsjóði. Mér virðist, sem þessi félags- skapur hafi leitt í ljós alt það sem bezt er og göfugast í þjóðinni. Eg hefi hvað eftir annað orðið þess var, að menn hugsa á þessa leið: —Berklaveikin er sárasta mein þjóðarinnar; heilsuhælið er lifs- nauðsyn; eg vil gefa til þess; eg vil styðja það í orði og verki; eg tel það skyldu mina, þjóðfélags- skyldu og mannúðarskyldu. Svo góðar hafa undirtektirnar orðið, svo rikur cg almennur er þessi hugsunarháttur, að öll von er til, að félagsmönnum fjölgi með hverju tungli, tillög hækki og gjaf- ir streymi að frá öllum þjóðrækn- um efnamönnum. Enn vantar stórfé. En ef allar vonir rætast, þá mun félagið Þó megna að reisa heilsu- hælið á næsta ári — sumarið 1909. Þess vegna er nú i ráði að hraða öllum undirbúningi, fara að velja staðinn, afráða húsaskipun, semja kostnaðaráætlun um húsverð og ársútgjöld, og hafa þetta alt til á korricíndi hausti. Og það er sjálf- sagt, að stjórn félagsins muni gera almenningi kunnugar allar ráða- gerðir sínar og áætlanir svo fljótt sem auðið er. Veturinn 1908— 1909 ætti svo að efna til hússins og reisa það um sumarið, og láta hælið taka til starfa haustið 1909. En hvar á heilsuhælið að vera? Allir spyrja um Það, og hugsa þá mest um, hvar hollust sé vistar- veran. Kvœði eftir Alexander Pet'ófi. ó, kvíðvcenleg hugsun. Ó, kvíðvænleg hugsun, sem kvelur mig æ, Að á koddanum mjúk-svellum gefi’ eg upp önd, Og drúpi með höfuð sem bliknandi blóm, Er ormurinn neðan frá nagar. Eða deyi sem týran á dvínandi kveik, Er döpur í stofunni smásloknar út; Ó, alvaldi drottinn! þeim dauða mig firr, Þess bið eg, mér hlífðu við honum. Nei, fyr lát mig falla sem öflg steypist eik, Er eldingin klauf eða stormur upp sleit — Eða farast sem bjargið, er fleygist af brún Með drunum í afgrunns djúp ofan. En fáist ei þetta ,eg þá kýs mér hel, Er þjóðirnar kúguðu sórust í lög, Að hrista’ af sér þrældómsins háðungar ok Og reisa gegn harðstjórum rimmu; Þá bruna þær móðgar í brandahríð fram Með bálandi kinnar — og gunnfánar hátt Á lofti sjást blakta með leifturorð björt, Um heimsþjóða’ og heimsins alls frelsi. Frá austri til vesturs þá kveður við kall, Að kónganna hástólar skjálfi’ alt í kring, Og endurgjaldsdagurinn upprunninn sé,— Þá lát þú, ó d~»ttinn I mig deyja. I hergangi þeim verði hels auðið mér, Og heitt streymi blóð mitt á vígvallar slóð Og rauðliti grasið, — en siguróp sé Það hljóð, sem eg hinzt frá mér sendi. Og deyi það óheyrt og hverfi í hlym Og hávaða af skothríð og lúðranna glaum, Og fákar í reiðliðsins ferðhraðri þröng Með hófum mitt hrer traðki sundur. Á dreyrfoldu liggi svo dreifð út mín bein Unz dagur sá kemur, að leg hljótið þér I einni gröf allir, sem út gáfuð líf Til helfórnar heilögu frelsi. 1 Septemher-lok. Enn garðablóm neðra hér gróa í dalnum, Við gluggann enn skrúðgræn er öspin vor há; En, skoðaðu I veturinn skjótt fer að nálgast , Á skógvöxnu hæðunum fest hefir snjá. Svo ber eg enn sumarsins síðgeisla í hjarta, Þar sáðkornið frumunga þróast og grær, En haustlega á koll mínum hárið samt gránar Og hermir, að veturinn færir sig nær. Að fold hníga blómin og burt streymir lífið, Kom, brúður mín elskaða I og sezt mér á kné I dag ertu mínu svo mjúkt vöfð í fangi, Á morgun við gröf, ef eg vopnbitinn hné. Ó, seg mér, þá eg er á undan þér dáinn, Munt angráð þú gráta við kuml yfir mér, Eða með ástmálum aðra við bundin, Það af sverja nafnið, sem fyr gaf eg þér. Ef ekkjunnar blæju svo af þér þú leggur, Þá ásttregans fánu, sem þér heyrir til, Þá sannlega kem eg úr svarthýsi grafar Og sæki’ hana til þín um miðnætur bil. Eg sæki’ hana til þess mín tárin að þerra, Er títt græt eg þín vegna í dánarheims rann; Eg þek henni um sárið míns þreyjandi hjarta, Sem bar, þá og enn þér til eilífðar ann. Steiftgr. Thorsteinsson. —Skírnin. Til Eiríks Magnússonar, á 75 ára afmæli hans 1. Febrúar 1908. Þig dreymdi hinn glæsta draum um arma þá , sem dygðu bezt við stærsta grettistakið, og um þann örn, sem hæsta heiðið sá og hvernig skýin eru lit á bakið. En takt’ því vel þó brygðist eitt og eitt af öllu því er dreymt var forðum sætast, þyí það er djörfum drengjum einum veitt að dreyma fleira og stærra’ en nær að rætast. Þig dreymdi’ ef til vill, kynja-kappa þann sem kaus að yild hver laut hans töfrasverði; en sástu þjóðarstríð og sterkan mann, sem stóð þar glaður hverja nótt á verði? Og sástu það: hann átti’ úr málmi mál og mat það lítið hverir fyrir stóðu: Því úr þeim auði’ hann drap það dýra stál sem dvergar höfðu’ í fornu vopnin góðu ? Og sástu’ hann kunni að sigra’ og heyja strið, er sultarvættir hremdu fósturstrendur og hversu mörgum mynd hans þá var fríð og minnisstæðar þessar bróðurhendur ? Hann einn sá neyð, sem fól sig bak viö fjöll, og fálát móðir hugði’ að sínu’ í leyni: hún sá þá opin sonabrjóstin öll og sá hver hjörtu voru þar úr steini. Og sástu þá hvar voldug öfund var, sem vildi’ hann fengi brennimerktar hendur og tæki land — svo megindjúpt í mar ' að mannorð hans ei ræki’ á neinar strendur? En sástu Hka för að feigðarmúr, sem fólksins óþökk lykur eins og klaki og öfund þá, sem á þar snígilbúr og ekki nokkurt framaverk að baki? Þig dreymdi frítt; en fár þann sigur hlaut sem fékstu’ á bræðrum þínum hinum ungu og horfa’ á það, sem hlekki vora braut hvert hiklaust spor og geiglaust orð á tungu. Og ef vér undum ver við réttarrán, og reyndist dáltið meira, sem við þorum, ef hreinna’ er mælt og síður sæzt á smán, þá sjást þó nokkur blóm í þínúm sporum. Vor æska horfði’ á hafið eftir þér og hefði fylgt þér glöð að yztu skautum, sem lengst frá þeim, sem hoknir þræða hér í hunda’ og manna spor á lögðum brautum. Frá þér bar yfir æginn geislastaf, sem æska’ og dugur langa vegu kenna, og þeim er horfið leiðarljós í haf, er logar þínir hætta’ að verma’ og brenna.. —Ingólfur. Þorsteinn Erlingsson . aðið á vængjum vindanna. Og Þá er alt fengið. Menn héldu áður, að brjóstveik- um mönnum batnaði bezt í heitu loftslagi; menn vita nú, að heilsu- hælum í köldum löndum veröur fult eins vel ágengt og þeim, er njóta suðrænna hlýinda. Þá héldu menn fyr að heilsuhæl- in væru bezt komm upp til fjalla, hátt yfir sjó; nú vita menn, að fjallahælin bera að engu leyti af af þeim, er standa á láglendi út við sjó. Og svo vita menn einnig, að sjúklingunum er hollust hælisvist í loftslag sem líkast því, er þeir eiga að búa við eftir á. Hæli hér á landi munu reynast hérlendum rnönnum bezt. Við læknar sjáum enga mein- bugi á því, að hafa hælið hér, ná- lægt höfuðstaðnum. Við sjáum mikla meinbugi á því, að hafa það ansnarsstaðar. Stjórn Heilsuhælisfélagsinis fól þremur möinnum að rpnnsaka Þetta atriði, hvar hælrð eigi að vera. Það erum við Guðm. Magn- ússon læknir, og Hjörtur Hjartar- son húsasmiður. Vrð munum inn- an skamms lúlca við tillögur okkar og afhenda þær stjórn félagsins. Við erum sammála um það, að hælið eigi að vera hér nærlendis; og Þegar við höfum afhent tillö- gu okkar félagsstjórninni, mun eg skýra almneningi frá því.hver stað urinn er, sem okkur fellur bezt, og lýsa honum sem nánast. Það er sjálfsagt, að öllum blöð- um landsins er frjálst að birta þessa frásögu mína og það sem á eftir kemur, hvort þau vilja alla eða kafla úr henni. Eg veit að þau vilja öll styðja heilsuhæliö. G. Björnsson. —Isafold. ORKAR lorris Piano ■ > 1 Tónamir og tilfinningin er. framleitt á hærra stig og mei meiri list heldur en á nokkru öðru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgst um óákveðinn tima. Það ætti að vera á hverju heim- ili. S. L. BARROCLOCGH * OO., 338 Portace ave., • Wlnnlpe*. Thos. H. Johnson: Islenzkur Htcfraðincur og mi.lt. færslumaður. Skrifstofa:— Room SS Canada Uír Block, suðaustur hornl Portact avenue og Maln st Utaaáskrift:—P. O. Box 1S<4. Telefón: 423. Wlnnlpeg, Man. ■H-H-I I I 1 "M-M-I-M llll li-i. Dr. B. J. BRANDSON Office: 650 William Ave. Telephone: 89. Office-tímar: 3—4 og 7—8 e. h. Heimili: 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. •H-l-H 1 l H-H-I-I-H-1 I I I I Hi Dr. O. BJORNSON Office: 650 William Ave. Telephone: 89. Office-tímar: 1.30—3 og 7—8 eJi, Heimili: 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. ’I-I-I-H I I I H-I-I-I-M' I I I I I H- I. M. Clegborn, M D beknlr og yflrsotamaður. Hefir keypt lyfjabúðina á Baldur, og hefir því sjálfur umsjón á ÖU- um meðulum. Bllzabeth St., BALDUR, . MAN. P.S.—Islenzkur túlkur við hendlna hvennr sem þörf gerlst. •M-I-H 1 .I"I„I-H-H-H-H-I-I-HmÞ N, J. Maclean, M. D. M. R. C. S. fEn^ Sérfræðingur í kven-sjúkdómum og uppskurði. 326 Somerset Bldg. Talsími 135 Móttökustundir: 4—7 síðd. og eftir samkomulagi. — Heimatalsimi 112. A. S. Bardal 121 NENA STREET, | selur Ifkkistur og annast am útfarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Ennfrem- nr selur bann allskonar minnisvarða og legsteina Tol ephone 3oS I KerrBawlfiWameeLtd. ■ __ UNDERTAKERS & EMBALMERS 229 Maio Street, Winnipeg Ráða yfir fyrirtak sjúkravagni. Fljót og ■ góð afgreiðsla. Hvítur barnalfkvagn $11 | FERDIN. 1 Píanó og Orgel enn óviðjafnanleg. Bezta tegund- in sem fæst f Canada. Seld með afborgunum. ^ Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO &. ORGAN CO. 295 Portage ave. Auglýsing. t~ Ef þér þurfiö að senda þeninga til ís- lands, Bandaríkjanna eða til einhverra staöa innan Canada þá notiö Dominion Ex- press Company's Money Orders, útlendar ávísanir eöa póstsendingar. LÁG IÐGJÖLD. Aðal skrifsofa 482 Main St„ Winnipeg. Skrifstofur viðsvegar um borgiua, og öllum borgum og þorpum víðsvegar um landið meðframCaa. Pac. Járnbrautinni . Hvelllausu stoíu eldspýtur. „Þöglar eins og Sphinxin“. — Allir góöir matvörusalar selja EDDY’S eldsptýur. TEES & PERSSE, LTD. Agents, CALGARY ----- WINNIPEG EDMONTON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.