Lögberg - 02.04.1908, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.04.1908, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. APRIL 1908. FANGINN 1 ZENDA. Vjriggjm mánaOa þáttur úr mfisögu tiginbor- ius Engltndings. xftir ANTHONY HOPE. H-l 1 '1 I itl'Ii,M-l"l"l"I-M“I-M L , . JUI utt nMréaf a&O-trJkitot''?SÍfcí»'ííJfc> j “GuS má vita þaö, elskan mín. En ef eg skyldi aldrei—” “SegCu þaS ekki, segSu þaö ekki!” sagSi hún og þrýsti vörum sínum aS mínum. “Ef eg skyldi aidrei koma aftur,” hvíslaSi eg, þá verSur þú aS taka viS embætti minu; þú verBur þá eini réttmæti ríkiserfinginn. Þú verSur aS taka viS stjórninni, en gráta mig ekki.” Hún rétti sig upp í bili eins og drotning og sagSi: “Já, eg skal gera þaS! Eg skal taka viS ríkis- stjórninni. Þó aS líf mitt verSi ömurlegt og tómlegt, þó aS hjartfólgnustu vonir mínar bregSist, skal eg samt gera skyldu mína.” Svo þagnaSi hún, hallaSi sér aS brjósti mínu og sagSi blítt og innilega: “Komdu bráSum! Komdu bráSum!” Eg stóSst þetta ekki og hrópaSi hátt: “Eins sannarlega og guS er uppi yfir okkur, skal eg — já, eg sjálfur — sjá þig einu sinni enn áBur en eg dey!” “ViS hvaS áttu?” hrópaSi hún og starSi á mig undrandi, en eg gat engu svaraS henni, þar sem hún stóS og horfSi enn á mig öldungis forviSa. Eg ÞorSi ekki aS biSja hana aS gleyma mér; henni hefBi hlotiS aS finnast þaS móSgun. Eg gat ekki sagt henni frá, hver eg væri og hvernig á högum mín- um stæBi. Hún var farin aS gráta, og eg hugsaSi ekki um annaS en aS hugga hana. Hví skyldi eg ekki koma aftur til elskulegustu konumiar, sem til er í víSri veröld?” sagSi eg. “Þús- und Michaelar geta ekki skiliS mig frá þér.” Hún huggaSist ofurlitiS viS þetta og hjúfraCi sig aS mér. “Þú ætlar þá ekki aS láta Michael vinna þér mein ?” “Nei, elskan min.’ , “ESa láta hann skilja okkur aS?” “Nei, elskan mín.” “Né neinn annan?” Og aftur svaraSi eg: “Nei, elskan mín.” Þ?.S var annar maSur—ekki Michael , sem mundi skilja okkur aS, ef,hann héldi lífi; og nú var eg einmitt i Þann veginn aS leggja líf mitt i hættu, til aC bjaiga lífi Þess manns. Og ímynd hans — ímynd iturvaxna hvatlega mannsins, sem eg hafSi hitt i skóg- unum viS iTenda, — imynd ósjálfbjarga mattvana lik- amans, sem eg hafSi skiliS viS í kjallaranum í skot- húsinu, virtist risa upp á milli mín og hennar, og þrengja sér jafnvel á milli okkar þar sem hún hvildi föl, lémagna og nærri þvi í öngviti 1 faSmi mínum, en horfandi Þó stöSugt á mig augum sínum yndisfögr- um, er meiri ást skein úr, en eg hefi nokkru sinni siS- ar séS. Þau augu standa mér enn fyrir hugskotssjón- um og munu aldrei líSa mér úr minni fyr en eg hverf undir græna torfu og kannske (ihver veitj þau fylgi mér þangaS lika. XII. KAPITULI. Andspænis kastalanum, en hinummegin viS Zenda. og á aö giska fimm milur þaSan, lá >belti af þykkum skógi. Þar er hálendara en umhverfis ,0g efst upp á hæSinni þar stendur aSalsmannssetur meS nýtízku- sniSi, og átti ÞaS frændi Fritz, fjarskyldur. Stanislás greifi von Tarlenheim. Stanislás greifi var lærSur maSur og lifSi einbúalifi. Hann dvaldi mjög sjaldan á aSalsmannssetri sinu, og var svo greiSvikinn, þegar Fritz vakti máls á því, aS bjóSa mer og föruneyti mánu aS gista þar ef viS þyrftum. ÞangaS var nú för okkar heitiS, og látiS heita svo, aS viS ætluSum aS vera þar viC villigaltaveiSar i'Því skógarins var vel gætt, og gnægS var Þar villigalta, eins og viSast hvar um alla RúritaníuJ, en eiginlega höfSum viC kosiB þenna staB fyrir þá sök, aS þar vorum viB í námunda viS hinn glæsilega dvalarstaS hertogans af Sti*eslau, er var rétt hinu megin viB borgina. Strax um morg- uninn lagSi flokkur Þjóna á staB meB klyfjahestana. ViB lögSum ekki á staS fyr en um hádegi, og fórum þrjátíu mílur meS járnbrautarlestinni. SíBan stigum viB á bak hestum okkar og riSum ÞaS sem eftir var leiSarinnar til aSalsmannssetursins. ViB vorum glæsilegur flokkur til aS sjá. Fyrir utan Sapt og Fritz fylgdu mér tíu menn. Sérhver þeirra hafSi veriS valinn meS mestu aSgætni, og höfSu vinir mínir tveir næga reynslu á þeim, og aliir voru þeir konunginum hollir og trúir. Þeim var sagS- ur sannleikurin aS nokkru leyti. Þeim var sagt frá árásinni, sem gerS hafSi veriS á mig í sumarhýsinu. ÞaS var þeim sagt til aS glæSa konunghollustu þeirra og til aS egna Þá á móti Michael. SömuleiSis var þeim kunngert, aS einn af vinum konungsins væri talinn aS vera hafSur i ströngu varShaldi í kastalan- lun ,og væri förin meSal annars gerS í því skyni aS ná honum á brott; en þess var og látiS viS getiS, aS aSal áform konungsins væri aS kreppa nokkuS aS bróSur sínum misendismanninum, en liversu þvi skyldi hag- aS, væri eigi liægt aS skýra frá aS svo stöddu. Þeim ætti aS nægja ÞaS, aS konungurinn þyrfti aS halda á liSi þeirra, og reiddi sig á aS þeir veittu honum dygga þjónustu Þegar mest reyndi á. Þetta voru ungir, hugaSir og konunghollir menn og Þeir spurSu einskis frekar. Þeir voru reiSubúnir aS láta þjónustu sína í té. og óskuSu þess, aS til bardaga kæmi svo aS þeir gætu enn betur svnt honum hollustu sína. ViS höfSum skift um venistaS, fariS frá Streslau til Tarleníheim slotsins, og komnir í grend viS kastal- ann í Zenda, er blasti viS okkur hinu megin dalsins. Eg reyndi líka til aS skifta um skoSanir, kæfa niBur ást mína, og beina huganum eingöngu aS starfi því, er eg átti fyrir höndum. Ofbeldi var þýSingarlaust. Eúgu varS til vegar komiS nema aS liægt væri aS koma viS brögSum; og mér hafSi Þegar hugkvæmst ráS í þá átt. En miklar hömlur voru á aS koma Því fram vfegna þess, hve mikiS har á ferSalagi mínu. Nú hlaut Michae! aS vita um ferS mína, og eg þekti Michael of vel til Þess aS halda aS honum gleptist svo sýn, aS liann trySi Þvi, aS eg hefSi flutt mig þetta ein- göngu til aS veiSa villigelti. Enginn vafi var á Því, aS hann mundi ráSa í ÞaS hver væri aSal tilgangur fararinnar. En í þaS dugS iekki aS horfa, því aS okk- í ur Sapt kom fyllilega saman um ÞaB, aS eigi mætti lengur standa viS þaS sem nú var . Einu hugSi eg mér óhætt aS treysta. Þvi, sem sé, aS Michael svarti mundi ekki trúa Því, aS eg vildi konunginum vel. Hann gat ekki metiS aB neinu mann, er breytti heiSar- ]ega> — eg vii ekki segja heiSvirSan mann, þvi aS þaB gat naumast átt viS mig. Hann hafSi orSiS þess var, livaSa færi mér bauSst öldungis eins og eg sjálfur og ! Sapt; hann þekti prinzessuna — og fja, eg get ekki neitaS því aS mér lá viS aB vorkenna honumj elskaSi hana á sinn hátt; honum hlaut aS finnast þaS sjálf- sagt. aS mér mundi takast aS múta Sapt o gFritz, svo aS dygSi. En .ef hann hugsaSi sem svo, mundi hann þá drepa konunginn keppinaut minn, manninn, sem mér hlaut aS standa .geigur af? Vitanlega mundi harrn ekki hugsa sig um aS gera ÞaS, meir en Þó hann ætlaSi aB sálga rottu. En hann mundi drepa Rúdolf Rassendyll fyrst ef hann gæti, og ekkert annaB en vissan um l>unga dómsáfelling, ef konungurinn slyppi lifandi og kæmist til valda ,mundi neySa hann til aB grípa til örþrifaráSsins, sem hann átti hjá sér til aS taka skriSiS af Rassendyll, svikaranum óskammfeilna. Eg hugsaSi um þetta fram og aftur, rneSan eg var aB ríSa til slotsins, og mér óx hugur. ÞaS var svo sem vefalaust aS Michael hafSi vitaB af komu minni. Eg var ekki búinn aS vera þar nema eina klukkústund þegar sendimannahópur kom Þang- aS frá honum. Hann var þó ekki svo óskammfeilinn aS senda Þá, sem reynt höfSu aS.myrSa mig, en hinn helming sexmenninganna alræmdu sendi hann, Rúrít- anana, Þá Ivauengram, Krafstein og Rupert Hentzau. Þetta var allra glæsilegasta þremenning. Þeir riBu ljómandi fallegum hestum^ og voru prýSilega búnir. Rúpert ungi leit út fyrir aS vera hinn mesti fullhugi, og tæpast eidri en tuttugu og tveggja tii þriggja ára. Hann hafBi orS fyrir þeim, og skýrSi okkur frá því í snoturri ræSu, aS Michael af Streslau, dyggur Þegn minn og elskulegur bróSir, bæSi mig fyrirgefningar á því, aS hann gæti ekki sjálfur komiS á fund minn, og eigi boSiS mér til kastala síns; en sú væri orsök til hvorstveggja, aS bæSi hann og nokkrir af þjónum hans lægu veikir í flekkusótt, og væru gróflega þungt haldnir, og hætta á sýkingu í kastalanum. Þanntg fórust Rúpert unga orS og óskammfeilnislegt bros lék um varir lionum undir hrokkna granaskegginu, og hann velti vöngum svo aS þykka mikla háriS á honum hristist eins cg makki á ljóni. Hann var stórfallegur þorpari, og orS lék á því, aS margri konunni hefSi þegar hlýnaS um hjartaræturnar af aS sjá hann. Hafi bróSir minn fengiS flekkusótt, þá er hann orSinn ofurlítiS likari mér á yfirlit, en hann er vanur,” sagSi eg. “Eg vona aB hann sé ekki sár- ÞjáSur.” “Hann er fær um aS annast dagleg störf sín, herra konungur.” “Eg vona aS þeir séu ekki allir veikir kastalabú- ar. Hvernig líSur þeim De Gautet, Bersonin og Det- chard vinum mínum? Eg hefi heyrt sagt aS Detch- ard hafi meitt sig rétt nýlega.” Lauengram og Krafstein settu upp ólundarsvip, en brosiS óx á andliti Ruperts unga. “Eg vona aS mér hepnist bráBum aS ná í læknis- lyf, sem honum batnar af, herra konungur,” svaraSi hann. Eg rak upp hlátur, þó að eg viissi að læknislyfiS, sem hann átti viS,— er kallað Hefnd. “Ætliö Þið ekki aö gera svo vel og eta með okkur miSdegisverö, herrar mínir?” spuröi eg. Rúpert ungi var fljótur til að afþakka Það. Sagði þeim væri það ómögulegt vegna þess að þeir ættu svo annríkt í kastalanum. “Þá geymum við það, ÞangaS til viö sjáumst næst, herrar rnínir,” sagSi eg og’veifaði hendinni í kveðju skyni. “ÞaS er likara til aS viS fáum þá aS kynnast betur!” “ViS skulum hitta YSar Hátign svo fljótt, sem við geturn,” sagSi Rupert glaðlega; en þegar hann fór fram hjá Sapt ygldi hann sig svo fyrirlitlega, að gamli maöurinn steytti hnefann og varð sótsvartur af gremju. Þegar um það var að ræSa, að einhver sé þorpari, þá segi eg fyrir mig, aS eg felli mig betur viö aö hann sé glæsimenni heldur en hitt; mér geöjaSist Því betur aS Rúpert Hentzau heldur en langleitu, mjónefjuBu félögnnum hans. Syndir manna vaxa ekkert viS þaö, •býst eg við, þó aS Þær séu drýgSar á smekklegan hátt. Þó undarlegt kunni aS virðast, þá varS eg nú aS sleppa því að eta þann ágætis kveldverð, sem mat- sveinar mínir höfðu til reitt, en láta förunauta mína setjast aS honum ásamt Sapt, Því sjálfur reiB eg brott meS Fritz til veitingahússins í Zenda, sem eg var kunnugur í áSur. Sú för mátti heita hættulaus; þá var lengi bjart fram eftir kveldinu, og fjölförult um vegina þeim megin viS-Zenda. ViS riðum því af staB og höfSum meS okkur hestasvein. Eg dúSaSi mig í stóra kápu. Þegar við vorum komnir inn i borgina sagði eg við Fritz: “ÞaS er óvenju lagleg stúlka á veitinga- húsinu.” “Hvernig vitið Þér Þaö?” spurSi hann. “Eg veit þaS vegna þess, aö eg hefi veriS hér áður,” sagBi eg. “Þegar—” tók hann til máls. • “Nei. ÁSur,” sagSi eg. “En ætli þér þekkist þar ekki?” “Vitaskuld þekkist eg. En við skulum ekki fara aS þrefa um þa]S, en hlustiö nú á mig. ViS segjumst vera tveir af förunautum konungs. og skal annar okk- ar látast hafa tannpínu. Hinn skal biSja um herbergi þar sem viB getum verið út af fyrir okkur, og enn fremur flösku af góSu víni handa sjúklingnum. Ef sá fer eins fimlega aS sem eg býst viS, þá er eg illa svikinn, ef laglega stúlkan gengur ekki um beina fyr- ir okkur.” “En ef hún skyldi nú ekki gera þaS?” sagSi Fritz. “Ef hún fæst ekki til aB gera þaB fyrir ySur, Fritz minn, þá gerir hún þaö fyrir mig.” ViS komum brátt aB veitingahúsinu. Eg lét ekk- ert sjást af andliti mínu nema augun þegar viS fór- um inn. Veitingahússkonan tók á móti okkur; rétt á eftir kom kunningjastúlka mín. Eg held helst hún hafi oftast veriS á varSbergi til aS lita eftir gestum, sem skemtilegir væru . ViS báSum um rnat og vín. Eg settist síðan niður í herberginu, sem okkur hafSi veriS visaS til. Rétt á eftir kom Fritz inn. “Hún kemur,” sagSi hann. “Ef hún vildi ekki koma, Þá hlyti smekkur Helgu greifadóttur aS vera slæmur,” sagSi eg. Svo kom stúlkan. Eg gaf henni tóm til aB setja frá sér víniS. Mig langaSi ekki til aS hún misti ÞaS niBur. Fritz helti í glas og rétti mér. “Þessi herra er ekkert veikari en þegar hann sá yöur síðast,” sagSi eg og snaraBi mér úr kápuani. Hún hrökk viB og rak upp óp. SíBan sagSi hún: “ÞaS hefir þá verið konungurinn! Eg sagSi móöur minni þaS strax þegar eg sá yöur. Æ, fyrir- gefiö mér!” “Eg hefi ekkert aS fyrirgefa,” sagSi eg. “En þaB sem viö sögSum.” “Eg fyrirgef ÞaB vegna Þess sem Þú gerBir.” “Eg verö aS fara og segja móBur minni þetta.” “Bíddu viS,” sagSi eg meB alvörusvip. “ViS fór- um ekki hingaS aö gamni okkar i kveld. Faröu og sæktu mat handa okkur, en láttu móBur þina alls ekki vita aS konungurinn sé hér.” Hún kom aftur eftir litla stund, og var mjög al- varleg á svip. “Jæja, hvernig líöur Jóhanni?” spurSi eg og fór að snæSa. “Á, honum, herra — lávarBur mirm — konungur, ætlaBi eg aB segja.” “’Herra' nægir. Hvemig líSur honum?’, “ViB sjáum hann sjaldan nú orSiö, herra!” “Og hvers vegna?” “Eg sagSi honum aS hann vendi of mikiB komur sinar hingaS, herra,” sagSi hún og hristi höfuSiB. “Svo aB hann syrgir nú í fjarlægS og þorir ekki aS koma?” “Já, herra!” “En þú gætir fengiS hann til aS koma aftur?” sagöi eg brosandi. “SkeS gæti aS mér væri þaö hægt.” Þú sér aS eg veit, hvers þú ert megnug,” sagSi eg, en hún roSnaSi af ánægju. “ÞaS er nú fleira en þaö, sem hindrar hann aS koma. Hann hefir margt aö starfa í kastalanum.” “En þeir eru ekki á veiöum nnúa.” “Nei, en hann verSur aS sjá um alt inni í kastal- aunm.” "Er Jóhann þá orðinn þjónustustúlka?” Stúlkan fór aö hlæja. j “Þaö er ekki um neina aöra aö gera,” sagSi hún. “Þar er ekki neinn kvenmaður — þaö er aS segja þjónustustúlka. Reyndar er sagt — en ske Sgetur, aS það fari milli mála ,herra?” SegSu samt ÞaS sem þú hefir heyrt,” sagSi eg. “Ja» satt aS segja skammast eg mín fyrir aö segja frá því, herra.” “Láttu ekki svona. Þú sérS, aS eg horfi upp á loftiS í herberginu.” “Menn segja, aS þar sé frú nokkur, herra; en fyrir utan hana er enginn annar kvenmaöur þar. En Jóhann verður aö þjóna þeim herrunum þar.” “Aumingja Jóhann! Hann hlýtur aS hafa meira aS gera en hann kemst yfir. Samt þori eg að segja, að hann fær tóm til aS fara og finna þig.” “ÞaS væri undir tímanum komiS, herra. Vera má aö hann gæti þaö.” “Þykir þér vænt um hann?” spuröi eg. “Ónei, herra.” “En viltu ekki sýna konunginum hollustu?” “Jú, herra.” “Þá skaltu segja Jóhanni aS hitta þig tvær milur vegar frá Zenda annaS kveld kl. 10. Þú skalt segja, aö þú verðir stödd þarna þá, og svo fylgi hann þér heim.” “ÆtliS þér aS gera honum nokkuB ilt, herra?” “Nei, ekki ef eg gri þaS sem eg skipa honum. E11 eg held eg hafi sagt þér meir en nóg, stúlka mín. Mnudu nú eftir, aS gera eins og eg hefi beöiS þig. Og eins máttu ekki gleyma því, aS láta engan vita aö konungurinn hafi veriS hér.’ ’ Eg sagSi þetta mjög alvarlega, þvi þaS er sjald- an neinn óhagur í því. aS konur hafi ofurlítinn beig af karlmönnum, sem ætla aS ná hylli þeirra; en svo blíökaSi eg hana aftur meS því aS gefa henni laglega gjöf. Því næst snæddum viB. Og eg fór svo í kápu mtna og aS Því búnu lagSi Fritz á staS út á undan mér og við riðum á brott. Klukkan var ekki meir en hálf átta og varla orS- iö dimt. Fjöldi fólks var úti á götunum, i ekki stærri bæ en þetta var. Og viS heyrSum, aS nóg var um aö tala. Þar eS konungurinn var annars vegar og hertoginn hins vegar, þá taldi bærinn sig vera orSinn lijarta Rúritaníu. ViS riSum hægt í gegn um bæinn, en þegar við komum út á bersvæSi fórum viS aS spretta úr spori. “EruS Þér aS hugsa um aS ná í hann Jóhann?” spurSi Fritz. “Já, og eg held aS eg hafi beitt þeirri beitu á öngulinn, sem dugir. Litla Dalila nær í Samson fyrir okkur. ÞaS nægir ekki Fritz, þó aS enginn kvenmaS- ur sé á heimilinu, en víst er þaS samt hyggilegt af Michael bróSur. Þ’aS má engin kona vera nær en í fimtíu mílna fjarlægS, ef duga skal.” “Engin nær en í Streslau, t.a.m.” sagSi aumingja Fritz og stundi mæSulega. ViS komum á veginn, sem lá aS slotinu, og náS- um brátt heim. Sapt kom þjótandi á móti okkur, þegar hestatraðkiS heyrSist á sandbrautinni. “GuSi sé lof, aS þiS eruS heilir á hófi!” hrópaöi hann. “HafiS þiS séS nokkttrn þeirra?” “Nokkum hverra?” spurSi eg og steig af baki. Hann tók okkur afsíSis, svo aS hestasveinamir heyrSu ekki ti lokkar. “Vinur minnl’ ’mælti hann, “þér megiS ekki fara í svona leiBangur nema viS sjötta mann. ÞekkiB þér ekki einn fömnauta okkar, hávaxinn mann tingan, sem heitir Bemenstein?” Eg þekti hann. ÞaS var gervilegur ungur maS- ur, á vöxt viS mig, og bjartur yfirlitum. “Hann liggur nú upp í herbergi sínu, meS kúlu- skot t handleggnum.” “Eftir kveldverS fór hann út aS ganga sér til skemtunar, og fór inn í skóginn. á aS gizka eina mtlu. Og Þegar hann var kominn þangaB, sá hann þrjá menn Þar inni t skógarþykninu, og einn þeirra miSaSi byssu sinni á hann. Hann var vopnlaus og brá því viS og flýSi til slotsins. En einn maSurinn skaut & eftir honum og hitti hann. og ÞaS svo aS Bemenstein komst meS naumindum hingaS, áSu rhanin féll í öng- vit. Sem betur fór, þorSu þeir ekki aS elta hann hingaS.” Hann þagnaBi í svip og sagSi svo: “Þér megiS trúa þvt. vinur minn, aS kúlan var ætluS ySur.” “PaS er mjög líklegt,” sagSi eg, “og þetta er fyrsta undin, sem Michael bróBir hefir slegiS okkur.” “Eg hefSi gaman aB vita hvor þrenningin þetta hefir veriB,” sagSi Fritz. “Jæja, Sapt,” sagSi eg, “eg fór nú út í kveld og ekki erindisleysu, eins og þér skuluS fá aS heyra siS- ar. En eitt er mér fremur öSrtt hugleikiS.” “HvaS er þaS?” spttrSi hann. “ÞaS er ÞaS, aS eg verSskulda illa þá miklu sæmd, sem Rúritaniubúar hafa sýnt mér, ef eg skilst svo viS hér, aS nokkur sexmenninganna verSi á lífi — og þaS geri eg ekki, þvi heiti eg viS allar helgar vættir.” Og Sapt tók í hönd mina því til staSfestingar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.