Lögberg - 02.04.1908, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.04.1908, Blaðsíða 4
I U)GBERG, FIMTUDAGINN 2. APRIL 1908. +---- goglurg er uefið út hvern fimtudag af The Lögberg Printing & Publishing Ce., (löggilt). að Cor. William Ave. og Nena St.. Winoipeg, Man. — Kostar $a.oo un árið (á íslandi 6 kr.). — Borg- iat fyrirfram. Einstök nr. 5 cents. Published every Thursday by The Lögberg Printing & Publishing Co.. (Incorporated). at Cor. William Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Subscriptjon price $2.00 peryear, pay- able in advance. Single copies 5 cents. S. BJÖRNSSON, Edltor. J. A. BLÖNDAL, Bun. Manager AuglýHÍngar. — Smáauglýsingar í eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml. Á stærri auglýsing- um um lengri tíma, afsláttur eftir samningi. BdstaOaskifti kaupenda verður að til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er : The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. Wlnnlpeg, Man. P.O. Box I 36. TELEPHONE 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Edftor Lögberg, P. O. Box 13«. WlNNIPCQ, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að til- kynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dóm- stólunum álitin sýnileg sönnun fvrir prettvís- legum tilgangi. Hudsonsflóa-brautin og innsigling í flóann. í síöasta blaöi hér á undan mint- umst vér á Þá tiUögu Mr. Siftons aö Dominionstjórnin geröi meiri hlutann af Þeim Þrjátíu miljónum ekra, aö heimilisréttarlöndum, er hún í síöastliöin tuttugu ár hefir haldiö eftir og áskilið sér vegna járnbrautalagninga uni Canada. En Það eru sectionirnar með ó- jafnri tölu. En auk Þessa hreyfði Mr. Sifton öðru afarmikilvægu máli ,er sjálf- sagt má telja eitt af allra helztu Þessar beint úr landsjóði, en Mr. Sifton hefir bent á aðra leið til að hafa upp féð, og ef fylgt væri Þeirri tillögu hans, Þá Þyrfti landssjóður að líkindum engum beinum út- gjöldum að mæta, Þó að samgöng- unum væri komið á. Sifton ætlast til að Þeim Þrem miljónum ekra af móðir hans Því að ala að mestu leyti önn fyrir börnunum. Hún var mesta valinkvendi og frá henni kvað Johnson hafa sína beztu kosti. Hún vann baki brotnu fyr- ir börnum sínum og lét Johnson sinn ganga á alþýðuskóla Þar i bænum. Þegar hann var þrettán áður nefndum löndum, er stjórnin j ára gamall hætti Johnson af sjálfs- gerði ekki að heimilisréttarlöndum, j dáðum að ganga á skóla. Hann yrði varið til að greiða meö kostn- gat þá ekki lengur setið auðum framtíðarmálum Canada, þvi sem sé, að fullgera Hudsons flóa braut- ina og koma á reglubundnum sigl- ingum um flóann. Þetta mál hefir legið á döf- inni alt of lengi, vist nærri fjórð- ung aldar, og á Mr. Sifton því stórar þakkir skyldar fyrir að hreyfa Því nú, sérstaklega vegna þess, að hann benti á heppilega að- ferð til að koma verkinu áleiðis, án ]>ess að af Því leiddi bein út- gjöld fyrir Canada, og þó hefir landiö í heild sinni stórfeldan hag af samgöngunum. Mr. Sifton vill að Canadabúar, Þjóðin sjálf, komi þessum sam- göngubótum á. Hér verður því ekki aö tala um hag neins sérstaks fylkis eða nokkurra fylkja, eða auðfélags eða auðfélaga er svæli andir sig allan arðinn af samgöng- unum. Það er þjóðin sjálf, sem aöinn. Hann heldur því fram, að hægt muni að fá fyrir þessar þrjár miljónir ekra að minsta kosti þrjá- tíu miljónir dollara, ef vel væri á haldið, og það fé mundi fullkom- lega hrökkva til að byggja járn- brautina, gera við höfnina og stækka hana, gera uppdrátt af sundinu, setja upp vita og koma á reglubundnum gufuskipaferðum til flutninga' ef þörf gerðist. Ein sog vér gátum um hér í blað inu í fyrra, þá er það sérstaklega tvent, sem mælir með samgöngum þessum. Þeð er stytting land- leiðarinnar með flutninga og feiki- lega mikil lækkun á farmgjaldi. Ef vér lítum á landabréfið sjá- um vér að landleiðin milli vestur- hluta Norðvesturlandsins og Fort Chucrhill er nærri tvö Þúsund míl- um styttri heldur eti ef farið væri þaðan að vestan til Montreal. Þessi stytting landleiðarinnar hlyti að verða til þess, að farm- gjaldiö lækkaði að miklum mun, með því að miklu er ódýrara að senda vörur með skipum heldur en landveg eins og allir vita. Hingað til hafa mestu örðugleikarnir á að koma afurðum Canada, einkum hveitinu, verið í því fólgnir, hve flutningskostnaðurinn milli hafna hefir verið geysimikill, en því halda ýmsir fram, að hann muni lækka nær þvi U91 helming, ef fyrirhuguðu samgöngur komist á. Yrði slíkt ekki neinni smáræðis hagnaður fyrir Þá, sem hveiti Iiafa að selja, og svo er að sínu leyti um aðrar afurðir. Þörfin á Því að fá ódýrar og hagkvæmar samgöngur um flutn- inga hér í Canada fer sivaxandi eftir því sem landið byggist og afurðirnar aukast. Fyrir því er afar áríðandi að gerð sé gangskör að því að umbætur á flutningum komist á. Þessi samgönguleið austur um Hudsonsflóa er álit- legust þeirra sem nú er utn að gera, og er vonandi að stjórnin geri sitt til að greiða fyrir því, að koma þessum samgöngum á. John A. Johnson Um þessar mundir er ekki uro annað meira rætt hér i álfu en hverjir muni verða útnefndir að á að annast þær og líka að hafa . keppa um forsetakosningu i Banda arðinn af þeim. Fyrsta sporið i áttina til Þess að koma þessum samgöngum á, er að leggja brautina tii fló- ans, en það er að eins nokkur hluti ríkjunum á komandi hausti. Sam veldismenn hafa mörgum á að skipa eins og kunnugt er, en af sérveldismönnum þykir ekki vera nema um tvo að velja, W. J. Bryan af öllu þvi, sem gera Þarf til að og John A. Johnson, ríkisstjóra í nokkurt verulegt gagn verði að j Minnesota. Hann hefir nýlega samgöngunum. Svo er til ætlast, j lýst yfir, að hann væri í kjöri. að brautin verði lögð til Fort Churchill. Þar kvað vera hentug- asta skipalægi við flóann. En til þess að koma á reglubundnum samgöngum, þarf að stækka höfn- ina þar svo að hún verði viðunandi endastöð flutninganna þaðan og Þangað. Þá verður og að mæ’.a sundið nákvæmlega og búa til upp- drátt af því, og setja vita þar er þcrf gerist, svo að innsigling þurfi eigi að verða hættuleg ne ógreið. Viunlega kostar þetta alt ærið Johnson er sænskur að ætt og Því skyldur oss íslendingum. Vér flytjum þess vegna stutt æfiágrip af honum fyrst. Hinna forseta- efnanna skal getið síðar. John Albert Johnson er fæddur 1861 nálægt St. Peter, Minnesota. Foreldrar hans voru sænsk og liöfðu fluzt vestur um haf með fyrstu útflytjendum frá Svíþjóð til Norðvesturríkjanna. Johnson ólst upp með foreldrum sínum í St.Pet- er og þar bjó hann alla tíð þangað til hann var kosinn ríkisstjóri. fé, jafnvel svo mörgum miljónum : Foreldrar hans áttu við þröngan skiftir. Varla er ef til vill við þvi kost að búa. Faðir han>. var hneigð ir bænastaö vina sirtna og áeggjan að búaet að fé yrði veitt til Þess ur til drykkjuskapar um of og varð ýmsra mikilsmegandi samveldis- höndum og látið móður sina vinna fyrir sér. Upp frá Þeim degi hef- ir Johnson aldrei komið í skóla, en mentað sig sjálfur. Fyrst fékk liann sér vinnu i lyfjabúð og litlu síðar varð hann afhendingamaður í lyfjabúð. Fimtán ára gamall vann Johnson fyrir móður sinni og systkinum. Móðir hans hætti að vinna hjá öðr- um . Hann þurfti auðvitað að leggja mikið á sig til þess, en það lét liann ekki á sig fá. Hann tók mikinn þátt í félagslífinu, var kirkjusöngflokknum og allsstaðar fyrir þegar skemtanir voru um hönd hafðar. í stjómmálum hallaðist hann fyrst að stefnu samveldismanna, en breytti brátt skoðun og gerðist sérveldismaður. Það var einkum endurskoðun tollmáianna sem var þeirri breyting valdandi. Arið 1886 vildi eigandi St.Peter Herald fá ritstjóra, sem fylgdi stefnu sérvtldismanna. Þeim kom saman um að ráða Johnson til sín. Hann var þá 25 ára. Hann hafði ekkert fengist við ritstörf áður, en menn vissu að hann var ódeigur og fylginn sér og vel látinn af al Þýðu manna. Það sást brátt, að honum lét ritstjórn mæta vel. Hann gerðist þegar forsprakki öllum bæjarmálum, stóð fyrir hér- aðssýningunni, gekk i þjóðliðið og varö sveitarforingi. Hann tók líka þátt i stjórnmálum og þótti þar strax góður ræðumaður. I æsku hafði liann æft sig í að tala svo enginn vissi. Árið 1894 sótti hann um kosningu til efri deildar í rík- isþinginu. en þá vom samveldis menn i svo miklum meiri hluta í héraðinu, að Johnson féll við kosn- ingarnar. Fjórum árum. síðar reyndi hann i annað sinn og var þá valinn. Á þingi fylgdi Johnson sannfær- ingu sinni óhikað hvort heldur þaö var að skapi flokksins eða ekki. Einginn bar honum það þó á brýn að hann væri ekki góður sérveldis- maður, enda var hann kjörinn tn að halda útnefningarræðuna á flokksfundi sérveldismanna, er Lind ríkisstjóri var valinn til að sækja um endurkosningu 1900. Fyrir kosningamar 1902 höfðu margir augastað á Johnson fyrir ríkisstjóra, en hann aftók með ölht að vera í kjöri. Hann bauð sig aft- ur fram til þings en varö un^ir við kosningarnar. Það mátti heita happ mikið fyrir hann, þvi ella hefði hann ekki getað orðið í kjöri við ríkisstjórakosningarnar 1904. Það ár var ósamlyndi í herbúðum samveldismanna, og lögðu margir þeirra að Johnson að gefa kost á sér. Sérveldismenn vom um það leyti í miklum minni hluta í ríkinu og örvæntu sigurs. Þeim þótti þó helzt von góðra úrslita með John- son í bioddi fylkingar og var hann útnefndur á flokksþingi að honum fornspurðum. Þegar Johnson fékk það að vita, fanst honum hann varla geta tekið þvi boði. Hann hafði ekki fé til að leggja út í kosningarbaárttuna og þótti þar að auki lítil von um sigur. Samt lét hann tilleiðast fyr- manna. Það ár voru forsetakosn- ingar og í þeim fékk Roosevelt fjórfalt fleiri atkvæði en Parker gagnsækjandi hans. Þó lauk rík- iskosnineunum svo, að Johnson var kcann með 7,000 atkv. meiri- hluta, tn allir aðrir embættismenii : íkisins ■> oru samveldismenn. Þegar Johnson var orðinn ríkis- stjóri þótti strax skifta i tvö horn um embættaveitingar og nefnda- skipanir, sem hann hefir á hendi. Hann fór alls ekki að þvi hverrar skoðunar menn voru i stjórnmál- um ,heldur hvort þeir væru færir I t'l verksins. Það gat ekki hjá því iarið, að slíkt bæri árangur, enda uiðu líka skjótt breytingar til hins betra um mörg helztu mál ríkisins. Svo var um háskólamálið og lífsá- byrgðarlögin. Johnson er höfund- ur þeirrar hreyfingar að koma á sömu lífsábyrgðarlöggjöf i öllum ríkjunum. Við næstu ríkisstjóra kosningu haustið 1906 var Johnson aftur í kjöri og hlaut þá 72 þús. atkvæði umfram gagnsækjanda sinn. Það er meira en nokkur ríkisstjóri hef- ir fengið þar áður. Allir aðrir em- bætismenn ríkisins voru samveldis- menn. Þeir voru lika í meiri bluta í þingi, en samt höfðust fram mikl- ar og gagngerðar breytingar á járnbrautalöggjöfirmi. Og margt fleira hefir hann gert, síðan hann varð ríkisstjóri, sem hefir aflað honum vinsælda. í fyrra sumar gerðu sextán þúsundir námamanna í Minnesota verkfall svo að til vandræða horfði þar. Johnson fór þangað og með lipurö og viturlegum orðum fékk hann komið á sættum með þeim og vinnuveitendum. .Þótti hann vaxa mjög af þvi máli . öll mál, sem til hans kasta hafa komið síðan hann varð ríkisstjóri, hefir hann leitt til farsællegra lykta og aldrei orðið ráðafátt eða gert nokkuð, sem menn eftir á geti sagt um að hafi verið misráðið. Johnson er alþýðlegur mjög og verður vel til vina. Hann hefir vakandi auga á öllu, sem fram fer í rikinu, og lætur sig alt skifta. Johnson er vel máli farinn og tal ar ljóst og skipulega. og sannfær andi. Enn um bóksöluna. í grein minni um sölu íslenzkra bóka, sem birtist i næst síðasta Lögbergi, til varnar mér og bók- salafélaginu íslenzka fyrir ákærum gegn því og mér í þá nýútkominni Heimskringlu-grein, lagði eg aðal- áherzluna á það, að sýna og sanna, aö bækur félagsins, sem eg ræð söluverðinu á í þessu landi, væru ekki dýrari en aðrar íslenzkar bæk- ur, seldar hér vestra, sem hvorki eg né félagið ræður veröinu á. Eg færði fyrir þvi nokkumveginn ljós rök, að hvorki eru þessar félags- bækur seldar hærra verði hér í landi en aörar íslenzkar bækur, né heldur er verð á þeim fært meira fram frá íslenzku söluverði. En það var nú einmitt á þessari uppfærslu á verðinu, sem einokun- ar-ákæran var bygð. Og þegar Það var sannað, eins og eg gerði, að allir útgefendur íslenzkra bóka, og sem sjálfir ráða söluverðinu á þeim hér vestra, seldu sínar bækur fult eins dýrt, og færðu Þær upp úr íslenzku söluverði að minsta kosti fult eins mikið.þá get eg ekki betur séð, en að einokunar-ákæran falli um koll og verði að engu. Þetta hefir líka ritstjóri Heims- kringlu vafalaust séð, og þá lik- lega fundið til Þess, að hann hafði lítið unnið fyrir lofinu og þakkar- gerðinni, sem hann segir að sér drífi frá íslendingum hér í landi fyrir frammistöðu hans í þessu máli. Og því finst honum sér nú nauðugur einn kostur, að reyna til að klóra eitthvað í bakkann, eftir að hafa þegið alt þetta lof, og fer því í síðasta blaði sinu að hræra upp í málinu að nýju . Hann fer, sem sagt, að fást við samanburð á verði og uppfærslu á verði bóksala félagsbókanna frá íslenzku sölu- verði og verði og uppfærslu á öðr- um íslenzkum bókum. Með Þeirri aðferð sinni gengur hann inn á það, sem eg hefi haldið fram, n.l. að undir því hvernig sá samanburður reynist, sé það alger- lega komið, hvort ákæran gegn mér og félaginu sé á rökum bygð eða ekki. Reynist það svo, að bóksaliafélagsbækumar séu meii settar upp frá íslenzka verðinu, en aðrar íslenzkar bækur, þá er mig um það að saka. En reynist hið gagnstæða, þá er kæran gegn mér ,og bóksalafélaginu út í hött, og málið um leið útkljáð. Það liggur þá næst fyrir að at- huga samanburðinn, sem ritstjóri Heimskringlu gerði, hvernig hann er gerður og svo hver niðurstaðar, sem hann kemst að eftir þann sam- anburð, verður. Eg hafði í grein minni síðast tal- ið upp nokkrar bækur gcfnar út af öðrum en bóksalafélaginu ot, sýnt þar söluverð á Þeim bepði á íslandi og hér. Þessar sömu bækur telur nú rit- síiori Heimskringlu upp, og kcmst að þeirri niðurstöðu ,að til jafnað- ar, eða að meðaltali, verði gróðinn á Þessum bókum 116 prócent. Þá sýnir hann líka annan lista, yfir bóksalafélagsbækur, sem hann segist grípa af handahófi. Með honum ætlar liann sér ú að reka smiðshöggið á, og sanna hve mikið meira þær séu færðar upp heldur en hinar. En niðurstaðan verður sú, að gróðinn á þeim sé 115 pró- cent-^.^^ |||m|| |t|| ^ ^___ Svo að eftir alla fyrirhöfnina getur hann ekki annað en viður- kent, að niðurstaðan sem hann kemst að ,verður á móti honum sjálfum ,en með mér og bóksala- laginu, að svo miklu leyti, sem upp færslan á félagsbókunum verður 1 prócent minni en á bókum þeim, sem aðrir ráða verðinu á. En svo lítill er þessi munur, að hann er varla til að minnast á, ef ekki kæmi annað til greina; sem sé ráðið, sem ritstj. hefir gripið til, svo að niðurstaðan yrði ekki tölu- vert meira á móti hans málstað en hún varð, og skal eg nú benda á hvert.það ráð var. Úr fyrri bókalistanum, þeim yf- ir bækur annara en bóksalafélags- ins, hefir hann dregið undan söng- bók Jónasar Pálssonar, sem gífur- legast allra bóka er sett upp frá ís- lenzka verðinu og seld hér með 400 prócent gróða yfir umboðs- manna verð heima. Hefði hún fylgt með, þá hefði meðal gróðinn á þemi bókum ekki orðið 116 prct, heldur 164 prócent. Svona fór hann nú að draga úr uppfærslunni ábókunum, sem eg ræð ekki verði á. Nú er eftir að sjá hvernig hann beitir sér, þegar sem mest skal gera úr uppfærsl- unni, nefnilega á félagsbókunum, sem eg rœð verði á. Hann setur þár lista af bókum, tólf talsins, og þykist þar sýna söluverð á íslandi og söluverð hér. Við þann lista er nú fyrst það að athuga, að í hann er sett Flat- eyjarbók, sem ekki er eign bók- salafélagsins, og snertir því ekki málið í því sambandi, sem hér ræð ir um. Bók þá hefir mér heldur aldrei hepnast að ná í fyrir það verð, sem hann nefnir. Fyrir nokkrum árum var hún hér ekki fáanleg fyrir minna en $60.00. Eg sel hana þó nú fyrir $7.50 fyrir ut- an burðargjald. í annan stað er þess að geta. að hann segir ósatt frá um íslenzka innkaupsverðið. Hann segir það í ýmsum tilfellum mildð lægra en það er, til Þess auðvitað að geta sýnt því meiri uppfærsluna þegar The DOMINION BANK SELKIRK CTIBUIÐ. AUs konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin. TekiO viO innlðgum, frá $1.00 aO upphaeflf og þar yfir. . Haestu vextir borgaflir fjórum sinnum á ári. Viöskiftnm baenda og ann- arra sveitamanna sárstakur gaumur’gefinn. Bréfleg innleggog úttektir afgreiddar. Ósk- aö eftir bréfavíöskiftum. Nótur innkallaöar fyrir basndur fyrir sanngjörn umboöslaun. ^ ' ' liijr •!) sveitalélög 1 ' •’ J • hagfdum kjorum. J GRISDALE, bankastjórl. hann ber þetta innkaupsverð sam- an við söluverð hér. Hann tneyst- ir Þvi auðsjaanlega að lesendur Heimskringlu, sem hann er að vinna fyrir lofinu frá, séu ókunn- ir bókaverðinu á íslandi. Enda segir hann í byrjun greinar sinnar, að þetta sé aðferðin, sem hann beiti, “til Þess að hrinda í rétt horf Því sem aflaga hefir farið.” í þessum bókalista sínum télur hann “Gullöld íslendinga”. Sú bók segir hann að kosti kn. 3.50 á ís- landi. En verð hennar þar er kr. 4.00 og það í kápu ,en kr. 5.00 í bandi, og er það verð hið eina rétta í þessu sambandi, því eg hefi aldrei haft Þá bók nema í bandi. Þannig hefir hann rang- hermt verðið á þeirri bók um eina og hálfa krónu. Viðlíka bragði beitir hann með ís. þjoðerni.” Hann segir þá bók vera kr. 2 heima, en þaö er verð hennar í kápu. 1 bandi kost- ar hún kr. 3.00, og þannig hefi eg ætið haft hana, en aldrei í kápu. Venðið því ranghermt um þriðj- ung þar. Þó nóg sé nú komið til að sýna hvernig mál þetta er flutt, þá skal eg bæta við að eins einu dæmi enn. Það er Nítjanda öldin”, ein bókin á Þessum lista. Sú bók segir hann að kosti kr. 2.00 á íslandi, og dreg ur hann þar undan eina krónu, því verö hennar þar er kr. 3.00. Þessar missagnir vaxa nú lík- lega ekki Heimskringlu ritstjóran- um í augum, enda voru þær hon- um nauðsynlegar til þess að geta fundið nokkrun stað sleggjudóm- um sínum. Þetta eru fleygar, sem hann rekur undir .málstað sinn til að lyfta honum upp, og sjálfum sér um leið, svo hann hækki í áliti hjá almenningnum, - sem hann er að vinna fyrir lofinu og þakklæt- inu hjá. Eg Þykist nú hafa sýnt og sann- að þetta tvent: Fyrst það, að sá, sem hefir tekið að sér það sæmd- arstarf, að búa út sök á hendur mér, beitir til þess ósannindum. Líka þykist eg hafa sannað, að bækur bóksalafélagsins, sem eg set prísinn á, eru ekki seldar hér með ósanngjömu verði. Þetta hefir líka ritstjóri Heims- kringlu hjálpað mér til að sanna, með því að þrátt fyrir hans ítrustu tilraun og hjálparráðin, sem hann hefir ætið við hendina og grípur svo oft til, gat mðurstaðan, sem hann komst að samt ekki orðiö önn ur en su, að verð félagsbókanna væri i)6 það sem munaði, minna fært .ipp frá íslands prísnum, e^ verð annara íslenzkra bóka. Mér hafði nærri gleymst að taka til greina eitt atriði, sem þó er ekki alveg þýðingarlaust. Ritstjórinn reynir að smeygja inn þeim skiln- ingi, að eg borgi ekki fyrir flutn- ing á bókunum nema frá Englandi. Þetta er auðvitað smávægilegt inn an um svo margt annaö ,en samt skal eg taka það fram.að eg borga. alt flutningsgjald á bókum félags- ins alla leið frá íslandi, eins og eg tók fram í fyrri grein minni . Að endingu skal eg nú leyfa mér að fara fram á það við ritstjóra Heimskr., að hann leiðrétti í blaði sínu missagnir sínar um bókaverð- ið, sem eg hefi bent á. Eg hefi bókaskrárnar íslenzku prentaðar heima hjá mér, og er honum, og annarsi hverjum sem er, velkomið að sjá Þær með eigin augum og sannfærast um verðið. Fáist hann ekki til að gera það, er mér varla láandi þó eg hlífi mér við að eiga mikið lengur oröastað við hann um þetta mál. H. S. Bardal.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.