Lögberg - 09.04.1908, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.04.1908, Blaðsíða 1
-------------------------- [ÉR viljum koma oss í kynni við lesendur S þessa blaBs. Vel má vera, að þetta sé í * fyrsta sinn, sem þér heyrið oss nefnda, en S oss langar að kynnast yður nánar. Vér höfum 0/ þenna stað næsta ár, lesið hann. Þetta er bænda- félag. Sendið oss eina vagnhleðslu korns og vér munum útvega yður hæsta verð, og taka að eins i cent á bush. í ómakslaun. Sendið korn yðar til The Grain Growers Grain Company, Ltd. WINNIPEG, MAN. D. E.'Adams Coal Co. * i KOL og VIÐUR Vér seljum kol og við í smákaupum frá 5 kolabyrgjum í bænum. Skrifstofa: 224 BANNATYNE AVE. WINNIPEG. 21. AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 9. Apríl 1908. NR. 15 Fréttir. Rússakeisari rauf finska þingið 2. Þ. m., og látið heita svo, aS þaS hafi veriS gert vegna þess, aö þingiö hafði nýlega lýst yfir van- trausti sínu á “senatinu” og ýmis- legt fleira, er rússneska stjórnin finnur því til foráttu. Vitanlega er þetta aöallega gert til þess aö þröngva kosti Finna. Kosningar eiga aftur aö fara fram í öndverö- um Júlímánuöi næstkomandi. Fylkisþingiö í Saskatchewan var sett 2. þ. m. Wetmore háyfirdóm- ari setti þaö í fjarveru Forgets fylkisstjóra. Þaö helzta sem minst var á í hásætisræöunni var tal- þráöamáliö, þar sem ráö er fyrir því gert, að fylkið eigi og starf- ræki talþræði sjálft. Þá var og lýst yfir Því, aö háskólamáliö væri allvei á veg komið. Þess var og getið, aö uppdrættir af nýju þing- og fylkisstjórnar byggingunum væru fullgeröar, og aö þær yröu reistar hið allra fyista, að auðið væri. Meðal frumvarpa, er fyrir þingiö skulu lögö, er frumvarp viö vikjandi kosningum, frumvarp um skólabækur, frumvarp viðvikjandi vínsölu o. fl., o. fl. Sagt er að leggja eigi frumyarp fyrir prússneska þingiö þess efnis, aö hækka laun keisara. Þau eru nú nærri fjórar miljónir dollara á ári og greidd honum sem konungi Prússa, þvi aö keisaraembættiö er ólaunaö. — Launahækkunina á aö byggja á því hve framfærslukostn- aöur keisarafjölskyldunnar hafi aukist m. m., en þó er sagt aö Vil- hjálmur keisari hafi lagt upp tölu- vert fé um nokkur ár eins og ekki er aö furöa. Vegna þess aö eigi komst sam- komulag á milli “The United Mine Workers” i Bandaríkjum og vinnu veitenda núna um mánaöamótin, uröu um tvö hundruö þúsund námamenn atvinnulausir. Þeir eru flestir í Pennsylvania, Ohio og Mississippi ríkjum, sem hættu vinnu. Laurier stjórnarformaöur hefir nýkga lýst yfir því í sambands- þinginu, aö Walter Cassels dómar« hafi veriö skipaöur til aö sjá um ítarlegri athugun á óreglu þeiiri, er skýrsla “Civil Service” nefndar- innar telur vera i sjávar- og fiski- mála deildinni, og er nú þegar bú- iö aö víkja burtu þremur embættis- mönnum úr þeirri deild. Sambandsstjómin i Canada hef- ir fengið tryggingu fyrir því hjá japönsku stjórninni, aö þegar á- kveðin tala Japana hafi flust hing- aö ár hvert, skuli eigi fleiri vega- bréf vera veitt neinum Japönum hingaö á Þvi ári. Monroe innflutn ingsmála umboösmaöur Dominion- stjómarinnar i Vancouver hefir fengiö tilkynningu um þetta ný- lega. Skýrsla um japanska inn- flytjendur veröur haldin í Ottawa, og þegar fjögur hupidruð þeirra eru komnir hingaö á ári hverju, þá veröur hætt að gefa út vegabréf hingað Japönum til handa í Tokio. 'A Þessu ári er sagt aö eigi hafi fluzt hingaö til lands nema hundr- aö Japanar. Tvö herskip brezk rákust á i Englandssundi 2. þ. m. Annað þeirra, tundurbátur lítill, sökk því nær samstundis, og fórust þar þrjá tíu- og sex menn. Tuttugu og tveimur var bjargaö. Útsæöistegundum var úthlutaö af stjórnarskrifstofunni til handa bændum í Sask. og Alberta í þess- um mánuöi snemma, svo sem hér segir: Saskatchewanbúum 482,- 279 bush. af hveiti, 484,529 bush. af höfrum og 58,269 bush. af byggi. Albertabúum, 27,795 bush. af hveiti, 183,850 bush. af höfrum do.5^3 bush. af byggi. Samtals báöum fylkjunum 1,287,233 bush. Hafrarnir eru innfluttir frá Bret- landi og seldir á 85 cent. bush., en hinar útsæðistegundirnar að meöal tali 70 cent. bush. í fréttum frá Pittsburg núna um mánaöamótin er þess getiö, að Pennsylvaníu jámbrautarfélagið hafi gefiö út skipun um, aö öllum útlendingum i þjónustu þess skyldi þegar í staö sagt upp atvinnu, og j eftirleiöis eingöngu veita þeim j vinnu, er væru Bandaríkja borg- arar. Þessi skipun k\raö hafa mælst afar illa fyrir sem vonlegt er, meö þvi aö félagið hefir um hundraö og átta Þúsund manns í þjónustu sinni og marga þeirra út- lendinga. — Engin orsök er greind fyrir þessu gerræði, en kvisast hef- ir þaö, aö járnbrautarfélagið ætli aö láta forsetakosningamar næstu til sín taka og í því augnámiði vilji Þaö tryggja sér aö hafa þá eina aö vinnumönnum, er kosningarrétt hafi. — Tekjur ríkissjóösins brezka síð- astliöiö fjárhagsár, er endaði 31. f. mán., nema $782,688,450,eöa hálfri sjöundu miljón meir en árið næsta á undan. i Heimastjórn íra hefir nýlega : verið rædd allítarlega í neöri mál- stofunni brezku. l>ó veröur ekkert endilegt gert i málinu, fyr en eftir næstu kosningar. Umræðunum lauk samt meö því samþykt var með 313 atkv. móti 157 conserva- tivum tillaga John Redmonds, sem telja má sjálfstjómarmálinu í vil. En sú tillaga er á Þessa leiö: “J»aö er skoöun þingdeildarinnar, að irska málinu veröi ekki ráöið til lykta fyr en þjóðinni írsku er veitt löggjafar og framkvæmdarvald i öllum írskum sérmálum.” Áður en umræðunum lauk var þó viö bætt setningu, er fremur er til takmörk- unar á sjálfstæöi íra en hitt. En i næstu kosningum verður þessi yfír lýsing brezlca þingsins nú eitt aöal- umræðuefnið þingmannanna írsku. Sagt er aö Dr. Nordenskjöld sé aö gangast fyrir Þvi að heim- kautafarar haldi þing meö W undir tilsjón allsherjar heimskaut- málaskrifstofunnar í Brussel.Þessi tillaga Nordenskjölds hefir vakið mikla athygli, og fer hún fram á þaö, að sérhver Þjóð sem hefir tekið þátt 5 heimskautaförum hingað t)l skuli senda tvo fulltrúa á þingið, og helzt aö annan full- trúann er farið hafi til aö leita suðurheimskautsins en hinn norö- urheimskautsins. Aðal tilgangur þingsins á aö vera sá aö gera mönnuni ljósan árangurinn sem oröiö hefir af ferðum heimskauta- fara en síöur þaö, aö hvetja til nýrra leiðangra noröur eöa suöur í höf. Landstjórinn í Alaska hefir ný- lega sent Bandaríkjastjórn skeyti þess efnis aö fá sent hjálparlið til aö sefa námamenn er vinna í Tread-well námunum og nú hafa gert ferkfall. Svo er sagt að eitt- hvaö átta hundruö verkfallsmanna flestir útlendingar hafi náð í tíu kassa af sprengiefni og ógni meö Því bæöi að sprengja námana og menn í loft upp. — Taft hermála- ráðgjafi samþykti aö senda her- mannasveit þangaö frá næsta kast- ala Þar í grend. Dr. Zimmermann læknir settur af þýzku stjórninni til aö Iíta eft- ir heilbrigðismálum i þýzku ný- lendunum í Afriku, fer þess á leit aö alsherjar samþykt verði gerö um þaö, aö hætt veröi algerlega aö flytja inn vín og selja Afríkubú- um, innfæddum. Hann leggur þaö og til sérstaklega aö hætt verði aö flytja vín inn í þýzku nýlendurnar í Afriku. hvort heldur aö tilhlut- an þjóöverskra firma eöa annara útlendra, og öllum þeim sé strang- lega bannað meö lögum aö selja innfæddum Afríkubúum áfengi. Þýzkur greifi, Arnvin aö nafni, er jarðeignir miklar á í Þýzka- landi, heldur því fram aö kartöflu uppskera mikil veröi í Þyzkalacdi ' í ár, vegna þess aö kartöflu sýkin ! (blightj sé nú komin um alt Vest- ! ur Þýzkaland og til Danmerkur. Greifinn heldur því fram aö kart- öfluuppskeran í Þýzkalandi veröi 30 miljónum tonna minni en | venjulega og yröi Þaö landinu á! að giska $150 miljóna skaði. ipær fréttir hafa blööin hér eft- ir blaöinu Berlin Tageblatt, aö ; tundurbátar þeir er Bandaríkja- j maöurinn Lewis Nixon féldc svo miljóntim rubla skifti fyrir aö láta smíöa sé að engu nýtir i sjóorustu. Eftir þessu hvaö og flest annaö fara um þjóðmálastjórnina á Rússlandi, og sýni slíkt glögt hve algerlega ófær Nikulás keisari sé til aö sjá viö fjárbrellum skrif- finna þeirra er í stjórnardeildun- í um sitja og um það eitt hugsa aö sölsa landsfé undir sig og vildar- 1 menn sína. Fýzka blaöiö skýrir frá feikilegum fjárdrætti embætt- ísmannanna í hinum ýmsu stjóm- ardeildum, og styöur framburö sinn meö dæmutn og.tilfærir nöfn mannanoa, er valdir séu að fiessu. — Á ári hverju kvaö off jár veitt I til flotamáladeildarinnar til her-! skipaútbúnaöar ýmiskonar, sem aörar Þjóöir fyrir lðngu síöan eru hættar að nota, vegna þess að annaö nýrrra og hagkvæmara er komiö i staöinn hjá þeim. Og oft og tiöum kvaö féö jafnvel alls ekki notað til Þess sem þaö er veitt til, en rennur beint ofan í vasa em- bættismanna stjórnardeilda, æðri og lægri og skýrslur um flotann meira og minna falsaöar. Búist er við aö fylkiskosningar í Ontario fylki fari fram snetnma á komandi sumri. Enn er þó eigi búiö að ákveöa þær nákvæmlega. Heilsufar Sir Henry Campbell- Bannermanns er viö hiö sama, eh samkvæmt ráöum lækna sinna hef- ir han'n nú sagt af sér forsætis- ráöherra embættinu. Eftirmaður hans veröur Asquith fjármálaráö- gjafi, og hefir hann veriö boðaður á fund Bretakonungs, er nú dvel- ur í Biaritz, til aö ráögast um myndun nýja ráöaneytisins, því að tá'-aneyti 'Bannermanns fer irá m Ö honum. Ekkert veröur gert í því aö rrytida nýja ráöaneytiö íyr ■!i þeir hafa fundist kon ingur og Asqúith. Líklegt Þykir aö almenn- ar kosingar fari ekki fram fyr en 1910. Helzt lítur út fyrir aö stórkost- legt verkfall veröi meöaí verka- manna í París. Þaö er afleiðing erjanna. sem hófust þar i fyrra í Maímánuði milli steinsmiöa og vinnuveitenda Þeirra. Þeir hafa ekki enn getað oröiö ásáttir, og nú hefir Willimin, verkamanna ráö- gjafinn franski. lýst vfir því, aö ef steinsmiðir gangi ekki aö boðum vinnuveitenda, Þá veröi aörar deild ir iðnaöarmanna í bænum sviftar vinnu, trésmiöir, málarar, járn- smiðir, glerarar o. fI., og þá taliö aö tvö hundruö þúsundir manna muni missa atvinnu i Parrs. Kosningaróstur miklar og upp- hlaup kváöu hafa veriö í Lissabon 1 Portúgal um síðustu helgi, svo aö iriösamir borgarar hafa eigi veriö óhultir um líf sitt, en sífeldir bar- dagar á götum úti milli upphlaups- manna og herliösins, er orðið hefir aö skerast i leikinn. Nokkrir hafa veriö drepnir í skærum þessum en særðir eru svo hundruöum skiftif. Sagt er aö Japanar muni ætla aö fara aö flytja sem óöast til Suöur- Ameríku. Til Chili kváöu eigi færri en þrjú þúsund þeirra eiga aö verða fluttir á þessu ári. sk’-'far. A. J. Johnson organisti sér nú um íslenzku fréttimar. Sjguröur Sölvason, sem heim fór á þriðjudaginn í fyrri viku baö blaöiö aö flytja sveitungum sínum í Westbourne innilegt þakklæti sitt og konu sinnar fyrir samveruna fyr og síöar. Þetta átti aö koma í síðasta blaöi, en féll úr fyrir van- gá. í síöasta blaði er sagt, aö Westboumebúar hafi haldið Sig- uröi kveöju samsæti aö heimili Friöriks Eyvindssonar. Þetta átti aö vera Þiðriks Eyvindssonar. Ræningjar tveir vopnaöir brut- ust inn á skrifstofu í vörubirgðar- húsi Nicholson & Bain verzlunar- félagsins á Bannatyne ave. hér * bæ, á fimtudagskveldið var og ætl- uöu aö neyða bókarann, er þar var einn aö vinnu, til aö hleypa Þeim í peningaskápinn. Hann var rétt i þann veginn aö loka peningaskápn um er þá bar að, og tókst þaö þótt ræningjamir skytu á hann tvdm skotum. Han nsæröist þó aö dns á fæti, en þeir höföu sig á brott, er Þeir gátu engu fémætu náö. FRÁ BLAINE, 0r bænum. og grendinni. Mr. Sig. J. Jóhannesson brá sér noröur til Nýja íslands snögga ferö á mánudaginn var. Aö sunnan eru staddir hér þeir séra Hans B. Thorgrímsen, Jónas Hall og Bjöm Halldórsson. James Goodman frá Holland, kom hér snöggvast eftir helgina.! Hann sagöi alt tíöindalaust úr því bygöarlagi. Fr. Svarfdal hér í bæ flytur al- farinn í dag vestur til Sldpnir, -Sask. Hann hefir tekiö þar heim- ilisréttarland og ætlar aö setjast að á Því. Tekjur vatnsmálsddldarinnar í1 Winnipeg hafa náö áætlun fyrir fjárhagsáriö sem leið, en þaö var á enda 31. f. m. Tekjurnar voru ■ $357.37546. Kvenfélag Fyrstu lút. kirkju ætl- ar aö hafa Bazar 5. og 6. Maí, í sunnudagsskólasalnum, eins og aö undanfömu. Þ'ar veröur til sölu klæðnaður ýmiskonar og margt fleira. Veitingar veröa lika seldar. Héöan ætla aö leggja á staö til Iriands, 20. þ. m., þeir Böövar Sigurösson frá Swan River og GuðmundurThorsteinsson frá Bel- mont og Stefán Magnússon prent- ari héöan úr bæ. Böövar ætlar snögga ferð en hinir setjast Iíklegi að á gamla landinu. Um síöustu helgi hlánaöi svo aö nú má heita oröiö alautt hér. Eng- in veruleg vorhlýindi hafa samt verið þessa viku fyr en helzt í gær. Þaö hefir flogið fyrir, aö Þjón- ar strætisvagnafélagsins mundu hætta vinnu þá og Þegar. Þdr hafa beöiö um hækkaö kaup og styttri vinnutíma. En félagiö kvaö neita, aö þvt er sagt er. Emma Goldman, gjöreyöandi, hefir veriö hér í bænum aö flytja fyrirlestra fjrrir og eftir hdgina. Hún fór suöur aftur á þriöjudag- inn. Eins og lcunnugt er hefir hún veriö mjög fyrir um mál gjöreyö- enda í Bandaríkjunum undanfarin ár. 1 þrettánda tölubl. Lögbergs 26. f. m. hefir falliö burtu ein lína í dánarfregn um Einar heit. Engil- bertsson, milli tólftu og þrettándu l'nu, svo hljóðandi: “Helgafelli, en móöir hans var Val-” Setning- in, sem hún var í, lesist því þann- ig: “Séra Engilbert faöir hans Þóröarson, stúdents, er bjó að Vigri viö ísafjaröardjúp sýslu- manns aö Hdgafelli, en móöir hans var Valgerður” o. s. frv. VVash., er skrifaö x, þ. m.: Tiöar- fariö í Febrúar var hér ágætt. Mjög litlar rigningar en frost stöku sinnum á nóttum. í Marz- mánuöi voru míklar rigningar meö köflum. Meiri en vanalega eru á Þeim tima árs, og engin regluleg vorhlýindi komin enn. Samt er skógurinn farinn aö laufga og gras fariö aö spretta. Nokkrir eru byrj- aöir aö sá í akra og garða. Þegar miöaö er viö atvinnuskort þann, sem veriö hefir hér á ströndinni í vetur, þá er óhætt aö segja, aö líð- an fólksins hér í Blaine er fram yfir allar vonir. Margir hafa haft vinnu viö skógarhögg, jámbrautir og byggingar. Kaupiö hefir veriö nokkuö lægra en vant er, en hefir þó veriö fólkinu góö hjálp. Nú eru mylnumar farnar aö vinna og útlitið aö batna fyrir verkalýðinn. íslendingar, sem lönd eiga hér i kring, hafa unnið aö Því aö hrdnsa þau i vetur, og á þann hátt lagt í sjóö fyrir ókomna tímann. Sagt er að Álftavatns og Grunna- atnsmenn séu aö hugsa um aö :oma á hjá sér svdtarstjóm og itti aö halda almennan fund um iaö 7. þ. m. Aöal forgöngumað- ir fyrir þessu er Helgi Pálsson i Jrunnavatnsbygð. Þaö er tíma- •ært aö sveitarstjórn kæmist á þar ’tra og vonandi aö veröi af þvt. Skírnir, síöasta hefti ársins sem leið, er nú nýkomiö vestur. Efnis yfirlit er þetta: Guöm. Friöjónsson: Niðurlag á ritgerðinni um Stephan G.Steph- ansson. Guöm. Fnnbogason: Aldarminn- ing Jónasar Hallgrímssonar. Finnur Jónsson: Völuspá. Briet Bjarnéöinsdóttir: Ágpúp af sögu kvenréttinda hreyfingarinnar. Helgi Pétursson: Upptök mann- kynsins. Ritdómar eftir Guðm. Finnboga- son. 4JJ Bjöm Jónsson: Erlend tíöindL Þorst. Gislason: ísland áriö 1907. Skýrslur og rdkningar Bók- mentafélagsins. [ ^ Fyrir tuttugu árum. 1 ÖGBERG 28. Marz. 1888. ■~r i ___i Sveinn Brynjólfsson, kona og yngsti sonur, er dvalið hafa í Cres- cent Lodge vestur viö Kyrrahai siðastliðna þrjá mánuöi, komu aft- ur hingað aö vestan á laugardags- morguninn var. Þau hafa unaS hag sínum vel vestra. Tíðarfar þar mjög milt í vetur og frost engin aö kalla. Free Press hefir flutt í vetur fréltir frá íslandi og íslendingum í Ameríku einu sinni í viku, á fcstudögum. Fréttirnar em líka 5 Weekly Free Press. Þær em þar^ mrð fréttum frá Svíþjóö. Noregi cg Danmörku, sem A. C. Jones, tiUtjóri sænska blaösins “Canada” Hjónavígslur í Winnipeg: Sig- uröur Bárðarson og Guörún Dav- íösdóttir (12. Marz). — Einar Sæ- mundsson og Þóra Sæmundsdóttir (T3. MarzJ. Fasteignaverzlun og lán út á fasteignir stendur i staö — sama deyfðin, en þeir sem fyrir þeim kaupskap standa vona að bráö- lega komi betri tímar. þegar járn- brautardnokunin veröur afnumin, sem búist er við innan skamms. Þeir vonast þá eftir aö fasteignir hækki í veröi og alt muni ganga greiölega. — En sem stendur er alt dauft. Garðarsöfnuður ætlar aö fara aö byggja kirkju í sumar. $x.ooo hefir Þegar veriö lofaö til fyrir- tækisins. Vér höfum séö teikning- una og eftir henni veröur kirkjan prýöis-fallegt hús—tuminn sérstak lega smekklegur og reisulegur. Yfir $1,000 hafa landar í Pem- bina Co. fengiö einum manni í hendur i vetur til aö senda heim til íslands. Auk þess hafa vafa- laust miklir peningar veriö sendir á annan hátt. Mountain búar hafa verið aö leika “Útilegumennina” eftir Matt. Tochumsson fyrirfarandi. Aðsókn in hefir veriö mikil. og fvrirtækið hefir borgað sig vel. Herra Bjöm Blöndal stendur fyrir leiknum. Hljóðfæri, einstök Iög og nótnabækur.1 Og alt sem lýtur a8 músík. Vér höfum stærsta og bezta úrval af birgðum í Canada, af því tagi, úr að velja. Verölisti ókeypis. Segið oss hvaö þér eruö gefinn fyrir. WHALEY, ROYCE & CO., Ltd., 256 Main St., WINNIPEG. Hafið þér séð nýju'hattana brúnu? Þeir eru^m"JR ®eint lrá --- Dökkbrúni blærinn og flötu börðin gera þá mjög ásjálega. - "WMITE & MANAHAN, 500 Möin St., Winnipeq.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.