Lögberg - 07.05.1908, Blaðsíða 4
4-
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAí 1908.
»4*
er gefið út hvern fimtudag af The Lðgberg
Printing & Publishing C«., (löggilt), að Cor.
Willimm Ave. og Nena St., Winnipeg. Man. —
Kostar $2.00 um árið (á fslandi 6 kr.I. — Borg-
ist fyrirfram. Einstök nr. 5 cents.
Published every Thursday by The Lögberg
Printing & Publishing Co.. (fncorporated), at
Cor. William Ave. & Nena St.. Winnipeg,
Man. — Subscriptjon price $2.00 peryear. pay-
able in advance. Single copies 5 cents.
S. BJÖRNSSON, Edftor.
J. A. BLÖNDAL, Bus. Manager
Auglýningar. — Smáauglýsingar eitt
skifti 25 cent fyrir 1 þml. X stærri auglýsing-
um um lengri tíma, afsláttur eftir samningi.
BiistaOaskifti kaupenda verður að til-
kynna skriflega og geta um fyrverandi búftað
jafnframt.
Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er:
The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co.
Winnipeg, Man.
P. O. Box I 36.
TELEPHONE 221.
Utanáskrift til ritstjórans er:
Edltor LOgberg,
P. O. Box 130. Winnipio, M*n.
Samkvæmt landslögum er nppsögn kaupanda
á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar
hann segir upp. —|Ef kaupandi, sem er í skuld
við blaðið. flytur vistferlum án þess að til-
kynna heimilisskiftin. þá er það fyrir dóm-
stólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvfs-
legum tilgangi.
4-
Sir Henry Campbell-
Bannerman.
Fregnin um lát hans var ekki ó-
vænt Hann haföi legiö þungt
haldinn frá því í Febrúarmánuöi 1
hjartveikissjúkdómi sem dró hann
til dauöa seint í fyrra mánuöi, eins
og frá var skýrt í siöasta blaöi.
Sir Henry Campbell-Bannerman
var fæddur áriö 1836 og var sonur
Sir James Campbell í Forfairshire.
Hann fékk ágæta mentun i æsku
viö háskólann i Glasgow og í Cam-
bridge. Áriö 1872 tók hann upp
Bannerman’s nafniö eftir frænda
hans, Henry Bannerman, en auö
sinn hinn mikla haföi hann af
klæöaverksmiöju þeirri í Gksgow
er faöir hans stofnaöi og ber nafn
hans.
Áriö 1868 fór hann aö gefa sig
viö stjómmálum og varö þá þing-
maöur fyrir Stirling-kjördæmi, og
hélt þvi jafnan síöan og til dauöa-
dags.
Gladstone fékk brátt mætur á
Bannerman og tók hann í ráöa-
neyti sitt. Þar gengdi hann ýmsum
embættum viö hermáladeildina og
fleiri stjórnardeildir, og einnig
varö hann yfirritari írlandsmála.
Alit Gladstones á Bannerman
reyndist rétt því aö hann gat sér
hinn bezta oröstir í öllum þessum
embættum. Hann var öflugur tals-
maöur Ira í sjálfstæöisbaráttu
þeirra, og því jafnan meömæltur,
fyr og síöar, aö þeim væri veitt
sérréttindi, og litlar líkur til aö
nýi forsætisráöherrann veröi þeim
jafn velviljaöur.
Eftir dauöa Gladstones varö
Bannerman leiötogi liberala áriö
1899.
Helzta stórmáliö, er þá var á
dagskrá var Búastríöiö, og kom
þá brátt í ljós aö hann var öldung-
is andvígur aöferö stjómarinnar i
því máli, og sætti hann þungum á-
tölum fyrir og var t. a. m. brugö-
iö um aö hann væri óþjóölegur og
ókonunghollur og þaö jafnvel af
flokksmönnum hans sjálfs og lauk
svo, aö flokkur hans klofnaði. Nú
hafa Bretar samt fyrir löngu fyrir-
gefiö honum þaö.
Þegar Balfour-ráöaneytiö fór frá
5 Desember 1905, kvaddi konungur
Henry Bannerman til aö mynda
og menn muna, og aö þeim loknum
tók Bannerman viö stjórnarfor-
menskunni og hélt henni unz hann
sagöi henni af sér skömmu fyrir
andlát sitt nú í vor.
Þaö er óhætt að fullyrða, aö viö
lát Bannermans eiga Bretar á bak
aö sjá einum sinum heiðvirðasta
og bezta stjómmálamanni. Þó að
hann væri eigi sá afburða hæfileg-
leikamaöur, aö jafna mætti honum
viö Gladstone og Harcourt, var
hann ágætum leiötoga hæfilegleik-
um gæddur. Kom þaö best í ljós
nú á síðustu árunum, er hann var
forsætisráöherra . Ráöaneyti hans
var ekki orðið gamalt, en kviksög-
ur bárust um þaö, aö þessi eöa
hinn flokkshópur fylgismanna
hans væri óánægöur meö aögeröir
stjórnarinnar og mundi jafnvel
snúast á móti henni. En aldrei
varö af því.
Meö einstakri lægni tókst Bann-
ermíin aö stilla svo trl aö halda
þingflokk sínum ósundruöum, og
heiðri sínum til dauðadags.
Hann var ósérplæginn og réttsýnn
og hygginn foringi, og þaö aflaöi
honum vinsælda og álits á viö þá
stjórnmálamenn Breta, er kannske
má telja honum fremri aö andleg-
um yfirburöum. í fám oröum sagt:
hann var göfygmenni og mikil-
menni.
Landsmenn munu þess alment
fýsandi, aö fá þessa nýju sam-
göngubót og verður þess því lík-
lega ekki langt aö biöa að stjórnin
sjái um aö koma henni á.
Skurðurinn austur
Georgian-flóa.
u
ísa hefir nú leyst af stórvötn-
unum og eru skipagöngur byrjaö-
ar á þeim að nýju. Nú er í óöa
önn verið aö flytja afuröir Norö-
vesturlandsins austur til sjávar og
nauðsynjavarning vestur aftur
Öllum er það kunnugt, hve hag
kvæmir þessir vatna flutningar
eru Canadamönnum. Munurinn
samgöngunum austur sumar og
vetur er svo feikimikill, aö hann er
ekki saman berandi. Þegar stór
vötnin eru lögö, er ekki nema ein
óslitin járnbraut frá hafi til hafs.
Bráöum veröa meginlandsbnaut-
irnar reyndar tvær hér í Canada,
en samt sem áöur verðia samgöng-
urnar ekki of greiðar. Langt frá
því. Farm-magnið fer sívaxandi
1 meö ári hverju, svo varla mun
langt um líöa áöur brautirnar tvær
nægja engu betur en ein nú
En þó aö járnbrautasamgöngur
sé nauðsynlegar þá eru skipagöng-
urnar enn hagkvæmari þar sem
hægt er að koma þeim viö, vegna
þess hve flutningar meö skipum
er hægari og kostnaðarminni. Því
er nauösyn á aö þeim veröi komiö
1 sem allra vænlegast horf, aö
hægt er.
Eins og kunnugt er Iiggur skipa
leiöin frá höfnunum í Superior-
vatni austur í stórmikinn bug suö-
ur í Erie-vatn, og tefur sá krókur
flutninga austur og að austan meir
en litiö.
Nú hefir stjórnin í hyggju aö
bæta úr þessu og gera nýja skipa-
leiö austur úr norðausturenda Hur-
on-vatns, eftir French River og
Ottawa River alla ieið austur til
Montreal og viö það styttast feröir
vatnaleiöarinnar um tvo daga, og
verða líka miklu greiöfarnari.
Skuröurinn á aö veröa svo djúp-
ur, aö hægt veröi að fara um hann
á stærri skipum en nú eru höfð til
flutninga þar eystra, og mundi það
meö ööru draga úr farmgjaldi.
Slíkt mundi koma sér heldur en
ekki vel aö því er snertir flutninga
á korntegundum haust og vor.
Dominionstjórnin hefir fyrir
nýtt ráöaneyti, og á öndveröu ári nokkru látiö mæla svæöi Þetta, er
1906 fóru kosningar fram, þar sem nýja skipaleiöin á aö liggja um og
liberalar unnu frægan sigur eins er máliö nú fyrir þinginu.
Amerískur hör.
Hugvitsmaöur einn í Bandaríkj-
unum hefir komist aö nýrri aöferö
til áð ná þráðunum úr hörjurtinni
og er líklegt taliö aö uppgötvun sú
veröi hörræktarbændum suöur í
ríkjum til svo mikils hagnaðar, aö
nemi mörgum miljónum dollara.
Sagt er aö í Bandaríkjunum sé
hör ræktaöur á f jórum miljónu n
ekra. Ekkert er notaö af hörjurt-
inni þar nema fræiö. Árlega fást
fyrir þaö um tuttugu miljónir doll-
ara. Hörþræöirnir eru unnir úr
stráinu, en þaö hefir veriö brent
suöur frá. Þar hefir ógrynni fjár
fariö i eldinn, því aö hörstráiö
syöra er taliö miklu lengra og
betra aö jafnaði heldur en strá það
sem rússnesku bændurnir t. a. m.
vinna hör úr.
Óratími, til Þess aö gera, fer í þaö
aö vinná hörþræöina úr stráinu
meö aðferö þeirri, sem fylgt hefir
verið til þessa í Evrópu, og einkum
er fólgin í því, aö láta stráin rotna
svo aö Þræðimir losni sundur.
Hugvitsmaöur einn i Massáchus-
etts, sem heitir Benjamin C.
Mudge, hefir aftur á móti getað
náö hörþráöunum úr stráinu á tólf
klukkustundum. Notar hann bæöi
til þess vélar og efnafræðisleg lyf.
En auk Þess hve hörinn vinst
skjótt meö aðferð hans, nær hann
tvö hundruð og fimtíu pundum af
hör úr þúsund pundum af strái, en
meö evrópisku aöferöinni hafa eigi
náöst nema hundraö og sjötíu
pund úr jafnmiklu strái, og þá ver
iö ónýtt fræiö, en Mudge getur not
aö þaö lika.
Sú er orsök til Þess, aö ekkert
hefir veriö átt viö hörgerö í Banda
ríkjum áöur, aö aðferðin, sem
fylgt hefir verið um hörgerö i Ev-
rópu heföi oröið þar svo kostnaö-
arsöm, aö þaö heföi verið ógern-
ingur. Hvergi í Bandaríkjunum
eru verkalaun svo lág aö það heföi
getaö borgaö sig. Bandaríkjamenn
hafa því keypt hörléreft frá Ev-
rópu fyrir tuttugu miljónir dollara
árlega.
Nú hafa mylnur veriö reistar !
Massachusetts til aö vinna hörinn
sem fæst úr ameriska stráinu.
Markaður er og fenginn fyrir alt
hörstráiö sem þar felst til hér eft-
ir, og auk þess halda menn aö nú
muni hörléreft hér falla svo í veröi
aö Þaö muni veröa litlu dýrara en
hitt, sem bómullin er í.
framan í nýgræöinginn. En ný-
græöingurinn var lífseigur, þó
hann væri lágur í loftinu og vildi
ekki gefa sinn rétt eftir — réttinn,
að fá að lifa og þroskast við sólar-
ylinn. I hvert sinn sem gaddurinn
slakaöi ofurlítiö á böndunum og
sólin leit til hans, notaði hann tæki
færiö aö teygja úr sér og gægjast
upp í sólarylinn. Þessi barátta var
löng og ströng fyrir nýgræöing-
inn. En þegar baráttan stóö sem
hæst og útlitið var sem ömurlegast
og svo virtist sem nýgræöingurinn
yröi að bíða ósigur, kom dögg af
himni meö frjósamar árstíöir. Þá
hristi nýgræöingurinn af sér öll
bönd og þaut á staö út um tún og
móa. Nú var þó voriö loksins
komiö. Nú var starfstími nýgræö-
ingsins byrjaöur og mikiö verk var
fyrir höndum, aö klæöa hina nöktu
jörö í grænan skrautbúning. Alt
iöar af starfandi lífsþrá. Farfugl-
arnir koma sunnan yfir höf meö
fjaöraþyt og söng, fljúga upp til
dala, netna Þar land og byrja bú-
skap.
Hoppandi lækir hlaupa syngj-
andi 0g dansandi niöur eftir fjalla
hlíöunum, niður á jafnsléttuna og
kyssa hverja nýútsprungna rós, er
þeir ná í. Dátt ómandi vorfugla-
kliður fyllir loftiö meö unaösóm.
Sólin horfir niöur á hinn unga vor
gróöur og blessar alt sem hún lít-
ur. Hinn hlýi sunnan-vorblær kyss
ir mér á kinn og kveður mér viö
eyra; ekkert er til nema líf. Hug-
fanginn stari eg út í bláinn og
drekk langa teyga af lífgjafa lind-
m. Bráöum fæ eg aö ganga i
guös grænni jörö — bráöum fæ eg
aö líta hin töfrandi vorkvöld, þeg-
ar skýin roöna viö kveöju sólar og
skreytast gullhreisturs gárum og
jöröin hjúpast í lágnættismóöu.
Alt lífiö er eintómt starf, sá sem
aldrei hefir starfaö, hefir aldrei
lifaö. Eg elska lífiö meö þess kvöl
og unaðsemd. ó. í.
Góð bók.
Vor.
Nýgræðingnum datt ekki ann-
aö í hug, þegar allur snjór var upp
eystur, og vorsólin skein svo blítt
dag eftir dag, en aö nú væri voriö
comiö. Og hann gat ekki stilt sig
um aö gægjast upp úr köldum
sverðinum og teygja sig upp í sól-
arylinn. Svo horfði hann beint í
sólina, og skaut út frá sér nýjum
ixjóöngum. En nýgræöingurinn
átti ekki lengi því láni aö fagna, aö
fá að horfa beint i sólina, því i
rauninnt haföi þetta ekki veriö
annað en fyrirboöi vorsins. Þung-
)úin kuldaleg ský drógfu fyrir sólu
og gaddurinn spenti greipar utan
um nýgræöinginn og reyröi hann
óöndum. Noröanstormurinn hvein
ömurlega og kaldur og hristi og
iristi og beygöi hvert einasta strá,
sem hann náöi í, til jarðar, og
kuldahretiö sletti blautu krapi
og þarfleg er bamabókin, sem ný-
komin er út, og fylgir reykvíska
unglingablaöinu “Unga Island”
sem kaupbætir.
Hún hefir inni að halda tuttugu
og fjóra söngva tvíraddaöa (sopr
an og altoj viö úrvalsljóð eftir
flesta frægustu ljóösnilíinga ls-
lendinga lífs og liöna.
Textarnir eru þessir:
Eldgamla Isafold ('Bjarni Thor-
arensen ).
Ó fögur er vor fósturjörö fjón
ThoroddsenJ.
Þú vorgyöja svífur ('Stgr. Thor-
steinssonj.
Eg elska yöur, þér íslands fjöll
fsami höf.J.
Þiö þekkið fold meö blíöri brá
('Jónas Hallgrímsson).
Heyriö vella’ á heiöum hveri (Gr
ThomsenJ.
Þú bláfjalla geimur fStgr.J.
Frjálst er í fiallasal ('Stgr.J.
Hve glöö er vor æska Þorsteinn
ErlingssonJ.
Nú er vetur úr bæ (Jónas Hall-
grímsson ).
Vorið góöa grænt og hlýtt ('sami
höf.J.
Nú er sumar, gieöjist gumar
('Stgr. Thorst.J.
Ríöum, riðum, rekum yfir sand-
inn fGr. ThomsenJ.
Stóö eg úti í tunglsljósi ('Jónas
Hallgrímsson ).
Svífur að hausti ('Stgr. ThorstJ.
Nú blikar viö sólarlag ('Þ.orst.
ErlingssonJ.
Góða tungl um loft þú líöur
("Stgr. Thorst.J.
Máninn hátt á himni skín ('Jón
Ólafssonj.
Heyriö morgunsöng á sænum
('Stg. Thorst.J
Eg berst á fáki fráum ('Hannes
HafsteinJ.
Hliöin mín fríða (Jón Thorodd-
senj.
Út um græna grundu fStgr. TH.
Island, ísland, ó ættarland (Kr.
Jónsson ).
íslandsljóö — Sjá hin ungborna
tíö vekur storma og stríð (Einar
Benediktssoný.
“Alt skal frjálst, alt skal jafnt,
réttan skerf sinn og skamt
á hvert skaparans barn alt frá
vöggu aö gröf.
Þetta boðorð knýr fram
knýr menn brautina fram
undir blikandi merkjum
um lönd og um höf.”
Þannig er hún síöari vísan í Is-
landsljóöum E.B. sem hér er prent
uö. Hvert einasta orö sannkallaö-
ur gimsteinn.
Kvæðin hafa í sér geymd fræ-
korn ættjaröarástar, drenglyndis,
hetjuskapar og sannleika, og hljóta
því að bera góöa ávexti hjá öllum
unglingum, er læra Þau og syngja.
íslenzkir foreldrar beggja megin
hafsins geta naumast gefið börnum
sínum heilsusamlegri bók eöa betri,
viö Þeirrá hæfi, en þessi er. Tvö
og þrjú erindi af hverju kvæöi eru
prentuð meö hverju lagi, þar sem
erindin eru til svo mörg.
Lögin eru öll útlend utan aö eins
eitt eftir Sigfús Einarsson.
Fleiri lög íslenzk hefði veriö hægt
að hafa við þessa texta, því þau
eru til, en þessi, sem hér eru höfö,
eru búin að ná svo mikilli hefð viö
þessi kvæði, að ekki hefir þótt til-
tækilegt oð útrýma þeim. Sigfús
tónskáld Einarsson hefir raddsett
lögin, og sýnist það vera mjög vel
gert, svo að ekki er ofvaxið nein-
um unglingi, sem nokkra söngrödd
hefir, að syngja þau.
Það væri ekki úr vegi að minna
unglingafélög hér í landi meöal Is-
lendinga ('Bandalgsfét., unglinga-
stúkur o. fl.J að notfæra sér þessa
bókj læra kvæðin og syngja lögin
í henni “duet”, og leika hringleik-
ana tvo, sem aftastir eru.
Allir Islendingar, yngri og eldri,
sem unna ísl. tungu og ísl. þjóðerni
hafi þetta hugfast.
Að síðustu örfá orö til útg. "U.
ísl.” Hafið kæra þökk fyrir þessa
“barnabók”. Með henni vinnið þiö
Islandi stórmikið gagn. Blaö ykk-
ar ætti skilið að komast inn á hvert
einasta ísl. heimili austan hafs og
vestan, fyrir þá góðu viðleitni, sem
það sýnir í því, að hafa göfgandi
og betrandi áhrif á ungu kynslóð-
ina, að öllu Jeyti án þess að binda
sig viö nokkurn flokk eöa félag
nema íslenzka þjóöfélagið.
Og verðið er sama sem ekkert,
að eins 45 cent hér vestra, og ann
að eins góögæti í kaupbætir og
söngbókin.
En þaö verður eins meö ykkur
og alla, sem vel gera, að vonast er
eftir meiru.
Og eg er einn af þeim, sem von-
ast eftir aö þiö haldiö áfram aö
gefa út söngva við okkar indælu ís-
lenzku ljóö, t- d. “Heim til fjalla
Guðm. Guðmundsson, “Aldamóta-
ljóö Hannesar Hafsteins, “ísland”
eftir dr. Valt. Guðmundsson, “Jón-
as Hallgrímsson” eftir Þ.orst. Erl-
ingsson og “Eg trúi því sannleiki
aö sigurinn þinn” eftir sama; svo
eg nefni eitthvaö. Lærdómurinn og
lífsspekin, sem fólgin er í þessum
ljóöum—og mörgum fleiri álíka—,
hlýtur aö hafa svo mikil áhrif á
hugsanalíf þeirra, sem læra þau og
syngja, aö eigi veröur meö neinum
tölum talið.
A. J. Johnson.
Thc DOMINION BANK
SELKIKK UTIBUIÐ.
Alls konar bankastörf af hendi leyst.
Sparisjóðsdeildin.
TekiO við innlögum, frá $1.00 að upphæO
og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir fjórum
sinnumáári. Viðskiftum bænda og ann-
arra sveitamanna sérstakur gaumur?gefinn.
Bréfleg innleggog úttektir afgreiddar. Ósk-
að eftir bréfaviðskittum.
Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir
sanngjörn umboðslaun.
Við sk ti við kaupmenu, sveitaldélö
(kólkahéru og einstaklingameð hagtjra
örum.
d GRISOALE,
bankastjórl.
Frændurnir.
Eftir Edmund About.
('Framh.J
Mr. Morlot svaraöi engu. Hann
starði niður fyrir sig og spuröi
sjálfan sig hvort þetta væri ekki
vondur draumur. Hvaö af öllu
Þessu var verulegt? Hann var
bundinn á höndum og spuröur
spjörunum úr af alókunnugum
manni, sem las huga hans eins og
opna bók.
'‘Heyrir hann raddir ?” spuröi hr.
Auvray.
Veslings Marlot fanst hárin á
höföinu á sér standa út í loftið.
'íann mundi eftir röddinni, sem
altaf haföi suöaö viö eyraö á hon-
um — og svaraði ósjálfrátt: “Já,
stundum.”
“Hann sér þá ofsjónir.”
“Nei, nei. Eg er ekki veikur,
Iofið mér aö fara. Eg missi vitiö,
ef eg verö hér. Spyrjið vini mína;
þeir munu segja yöur, aö eg sé meö
fullu ráði. Þreifið á æöinni og þá
getiö þér fundiö, aö eg hefi ekki
hitasótt.”
“Aiuningja móöurbróöir minn”
sagði Francois. “Hann veit ekki,
aö brjálsemi fylgir ekki hitasótt.”
“Ef sjúklingarnir fengju hita-
sótt, Þá væri hægt að lækna þá að
fullu,” sagöi læknirinn.
Mr. Morlot fleygði sér á legu-
bekkinn, en frændi hans gekk um
gólf.
“Eg er mjög sorgmæddur yfir
þessum sjúkdómi móðurbróöur
míns,” sagði Francois, “en mér er
það mikil huggun að geta komið
honum fyrir hjá öörum eins manm
og yöur. Eg hefi lesiö hina ágætu
bók yðar ‘La Monomanie raisonn-
ar.te”. Það er sú bezta bók, sem
liefir verið skrifuð um það efn4
siöan Esquirol ritaði ‘Traité des
Maladies Mentales.” Eg veit enn
fremur aö þér gangið sjúklingum
1 mcöurstaö svo eg vil ekki móðga
yöur meö því aö biöja yöur sérstak
lega fyrir hr. Morlot. Eg set yöur
alveg í sjálfsvald allan kostnaö viö
lækning hans.” Hann tók því næst
þúsund franka seðil úr vasabók
sinni og lagði hann á arinhilluna.
“Eg kem hér aftur í næstu viku. Á
hvaöa tíma er fólki veitt viötal við
sjúklingana?”
“Frá 12—2. Sjálfur er eg altaf
heima. Verið þér sælir.”
“Stööviö hannl” sagöi Morlot
“Látið hann ekki fara. Hann er
vitlaus; eg skal skýra fyrir yöur
hvernig brjálsemi hans er háttað.”
“Vertu rólegur, elsku móöur-
bróöir minn,” sagöi Francois um
leiö og hann gekk út. “Þlú verður
hér hjá hr. Auvray, hann gerir vel
til þín.” . t
Hr. Morlot ætlaöi aö rjúka á eft-
ir frænda sínum, en læknirinn hélt
honum kyrrum.
“Það er verst, aö hann skuli engi
vitleysu segja”,sagði Morlot gamlL
“Ef Þaö kæmist fát á hann, þá sæj-
uö þér strax, að það er ekki eg,
sem er vitlaus.”
Francois var kominn fram að
dyrum og haföi tekiö í snerilinn, en
þá sneri hann viö, rétt eins og hann
heföi gleymt einhverju, gekk beint
til læknisins og mælti;
“Herra minn! Eg kom hingaö
ekki eingöngu vegna veikinda móö-
urbróöur míns.”
“Bíöum viö,” sagði Morlot og
þótti fara að vænkast ráö sitt.
Francois bætti viö:
“Þér eigiö dóttur.”
“Loksins kom þaö,” sagöi móö-
urbróðir hans, frá sér numinn af
fögnuði. “Eg tek yður til vitnis
um aö hann sagði: ,Þér eigiö dótt-
ur‘.”
Læknirinn svaraði Francois:
herra minn. Hvað um þaö—”
“Þér eigið dóttur, jungfrú Claire
Auvray.” | 1
“Þama kemur þaö! Þama kem-
ur þaö! Sagöi eg þaö ekki?”
“Já, herra minn,” sagöi læknir-
inn aftur.
“Fyrir þremur mánuðum var
hún viö bööin í Ems meö móöur
sinni.”
“Ágætt! Ágætt!” sagöi hr. Mor-
lot.
“Já, herra mjnn,” svaraði lækn-
irmn.
Morlot gekk fast upp aö læknin-
um og sagði: “Þér eruö ekki lækn-
irinn; þér eruö einn sjúklinganna.”
‘‘Vinur minn” svaraöi læknirinn,
“ef þér veröið ekki rólegur, þá
neyöist eg til aö gefa yður steypu-
baö.”
Morlot hiökklaöist út í hom, en
Francois hélt áfram talinu:
“Eg ann dóttur yöar, og er ekki
vonlaus um, aö hún elski mig, ef
Gips á veggi.
Þetta á að minna yður á að Gypsum gipsið sem vér búum til
er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar:
Skrifiö eftir bók sem segir hvað fólk, sem „Empire" viSar %ipt „Goid Dust“ fullgerðar gips
fylgist með tímanum, er að gera. ^
MANITOBA GYPSUM CO. LTD., SKRIFSTOFA OG MYLNA WINNIPEG, MAN.
Vinsœlasta hattabúðin í
WINNIPEG.
Einka uinboðsm. fyrir McKibbin hattana
mun
364 Main St. WINNIPEG.