Lögberg - 14.05.1908, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.05.1908, Blaðsíða 1
 *ÉR viljum koma oss í kynni viS lesendur þessa blaðs. Vel má vera, að þetta sé í fyrsta sinn, sem þér heyrið oss nefnda, en oss langar að kynnast yður nánar. Vér höfum þenna stað næsta ár, lesið hann. Þetta er bænda- félag. Sendið oss eina vagnhleðslu korns og vér munum útvega yður hæsta verð, og taka að eins i cent á bush. í ómakslaun, Sendið korn yðar til Tlie (irain (Jnmers (íruin Company, Lltl. WINSIPEG, MAN. D. EJAdams Coal Co. KOL og VIÐUR Vér seljum kol, og við í smákaupum frá 5 kolabyrgjum í bænum. Skrifstofa: [224 BANNATYNE AVE. WINNIPEG. 21. AR. Winnipe, Man., Fimtudainn, 14. Maí 1908. NR. 20 Fréttir. í neöri deild brezka þingsins hefir nýlega verið samþykt þings- ályktunartillaga um, að aftaka skuli alla sölu á opium í Honkong, Ceylon og öírurn brezkum lendum þar eystra. Root utanrikisráðgjafi Banda- rikjanna og Takahira, sendiherra Japana í Washington, hafa skrifaS undir sáttmálagerS svofelda, at5 nærri því öll deilumál, sem upp kunna að koma me8 ríkjunum, skuli lögö undir úrskurð geröar- dómsins í Haag. Bandamenn hafa fleiri slíka samninga viö ýms Norðurálfuríkin. Aukakosningar fóru fram 5. þá í Wolverhamton á Englandi. Það héraö hefir um langan tima sent liberala á þing og svo varð og í þetta sinn. Mr. G. R. Thorne var kjörinn með 8 atkvæðum fram yf- ir gagnsækjanda sinn, Mr. L- S. Amery. í vor 7. Maí voru liöin sextíu ár frá því Franz Jósef Austurríkis- keisari tók viö völdum. Hann er nú elztur allra þjóöhöföingja í Noröurálfunni, liðlega áttræöur. Um hans daga hefir ríkiö oröiö fyrir mörgu skakkafalli og oft leg- iö við innanlands uppreistum. Valda því hve ólíkir þjóöflokkar búa í löndum hans. Jósef keisari hefir verið vinsæll af þegnum sin- um og það talð eingöngu vinsæld- um hans aö þakka, að rikishlutarn- ir hafa hangt saman. Á 60 ára ríkisstjórnar afmæli hans um dag- inn komu margir þjóöhöföingjar, þar á meðal Þýzkalandskeisari, til Vínarborgar aö árna honum heilla. IÞá um daginn, drifu aö honum hamingjuóskir hvaöanæva. Manúel Portúgalskonungur setti þingiö í fyrri viku. í hásætisræöu sinni réö konungurinn til að stjórnarskráin yröi endurskoöuö og ný kosningalög gefin út. Sömu- leiöis réöi hann til aö fara varlega í sakirnar meö fjárveitingar og aö koma yfirleitt betra skipulagi á fjárháginn. Bandaríkjaflotinn er nú kominn til San Francisco og liggur þar. Engu skipanna haföi hlekst minstu vitund á alla leiöina frá Hampton Road suður um Ameriku til San Francisco. Þykir þaö dæmafátt í sögunni. Canadastjórn haföi boö- iö flotanum aö koma til Vancouv- er og Victoria og Bandamenn þakkað boöiö, en hafa ekki tíma til aö koma þar við. Flotinn þarf aö vera kominn til Japan í tæka tíö. Asquith forsætisráöherra Breta lagði fram fjárlögin í þinginu á fimtudaginn var. Þaö er i fyrsta sinni um langan tíma sem forsætis ráögjafi gerir þaö. En svo stóö á aö Asquith var áöur fjármálaráö- gjafi og haföi þáAindirbúið lögin og þvi vildi hann sjákfur flytja fjármálaræðuna. Þrátt fyrir þaö þó að dofnað hafi yfir allri verzl- un og viöskiftum siöastliöiö ár, þá höföu Bretar samt nær 24 miljónir dollara í tekjuafgang 1907—1908. Þessum tekjuafgang var mest- megnis variö til að grynna á ríkis- skuldunum, þær lækkaðar um 90 milj. dollara. Næsta ár er ráðgert að koma þeim enn niöur um 75 fnilj. Á fjárlögunum er gert ráð fyrir a'ö veita öldruöu fólki og fá- tæku ellistyrk. Hann eiga allir aö fá, sem eru yfir 70 ára og hafa minna en $2.50 á viku. Styrkur- inn er $1.25 fyrir einhleypa en $1.80 handa hjónum. Sykurtollinn á aö lækka um 3 shillings á hverj- um 100 pundum. Áfengistollurinn varö minni síöastliöiö ár en að undanförnu. Það munaöi eitthvað $151,000. Winston Churchill verka- og verzlunarmálarjáðgjafi í Asquith- ráðaneytinu, sem féll viö kosning- arnar í Manchester um daginn, hefir verið kjörinn ‘þingmaöur fyr- ir Dundee á Skotlandi meö nær 3,000 atkv. meiri hluta. svo sem Hull, Dundee 0g Aber- deen, tóku upp þykkjuna og ráku 6,000 vinnumenn frá verki, og þykir líklegt aö enn fleiri fari að |dæmi þeirra, og kann svo aö fara [aö 70 Þús. eö'a jafnvel 250 þúsund- [ir verkamanna verði atvinnulausir, ef eigi tekst aö jafna deiluna skjót- lega, en það er ætlaö hinum nýja verzlunar- og verkmálaráögjafa Winston Chruchill . Með fram brautum C. N. R. fé- lagsins er sagt að hveitisáning sé nú alveg lokiö. Eftir því sem vikuskýrsla félagsins skýrir frá, þá er enn meira land tekið til rækt- unar í vor en aö undanförnu. Sumstaöar jafnvel helmingi meira. Víöa kvaö hveitiö vera komiö upp og hafast vel viö. Enn þá er ekki afráðið hvar berklaveikishælíö hér í Manitoba eigi aö standa. í vikunni sem leiö fóru nokkrir menn aö skoöa staö út hjá Queens Valley og leizt all- vel á sig þar. Samt er ekkert fullgert í 'því máli enn. Skrásetningardagar í Winnipeg eru 26., 27. og 28. Maí. Munið eftir að koma nafninu yðar á kjör- LiíL____________________i Um undanfarin ár hafa meir en 1,000,000 innflytjendur komiö til Bandaríkjanna frá Evrópu á ári hverju. í ár hefir dregiö svo úr þeim mikla straum, aö tæpur þriðj ungur þeirrar tölu er þangað væntanlegur. Þau félög, sem hafa gert sér aö atvinnu aö flytja þann mikla sæg um Atlanzhaf, frá Norö urálfulöndum til New York, sjá sér búið fjártjón við þá miklu rýrnun fólksflutninganna og hafa leitað fyrir sér annarsstaöar um atvinnu. Þrjú þeirra, Holland- America, Hamburg-America og North German Lloyd, hafa áform- að aö láta skip sín koma viö í Hali- fax í Canada hér eftir, og gera sér góöar vonir um arð af því, þó að mikilli samkepni sé aö mæta frá enskum og canadiskum félögum, sem hingaö til hafa verið ein um flutninga fólks til Þessa lands. San Francisco rís úr rústum meö miklum hraöa. Síöan hún hrundi og brann fyrir þrem árum hafa einstakir menn og félög reist þar stórhýsi fyrir 117 miljónir dollara. Flestir þessara manna eru kaupmenn. Þeir hafa jafnframt þessu fengið sér vörur á ný, komið upp vélum í verksmiðjum sínum, keypt húsgögn og innanhúsmuni í heimili sín^ og orðið meira aö segja aö klæöa sig og sína að nýju., Þegar jaröskjálftinn varö og bruninn var tala borgarbúa 500,- 000; en eftir þaö mikla slys fanst ekki húsnæði í borginni nema fyrir 75,000 manns. Nú eru svo marg- ir fluttir til borgarinnar aftur, er þá uröu að hrökkav þaöan, aö í- búatalan er aö eins 15,000 lægri en áöur en tjónið varð. Viöskifti og verzlun hafa lifnaö og aukist aö sama skapi, og er borgin enn sem fyr höfuöból viðskifta og verzlun- ar framkvæmda á Kyrrahafs- ströndinni. Til ósamþykkis horfir meö verkamönnum og vinnuveitendum í skipasmíða-stöðvum á Englandi. Vinnuveitendur færöu niður kaup á nokkrum stööum meir en verka- mönnum þótti feanngjarnt, og nokkrar þúsundir þeirra frá verki. Vinnuveitendur á öörum stööum, Vilhjálmur prinz, næstelzti son- ur Gústafs Svíakonungs, giftist 3. þ. m. rússneskri prinzessu, Maríu Pálsdóttur. Sú athöfn fór fram í keisarahöllinni Tsarsko-Selo í Pét- ursborg, meö þeirri viöhöfn og prýöi, sem tamt er aö hafa viö slik tækifæri. Brskupinn í Pétursborg gaf brúðhjónaefnin saman á rúss- neska vísu, meö siðum og isere- moníum grísk-kaiþólsku kirkjunn- ar, en erkibiskupinn af Uppsölum pússaöi brúöhjónin á sænskan móð og sænska tungu. Gústaf kon- ungur sótti brúökaup sonar síns og margir höföingjar með honum, svo og margt stórmenni frá flest- um konungum Norðurálfunnar. f þessari ferö fengu Svíar þaö lof- orö af Rússastjórn aö hún skyldi ekki setja vígi á Álandseyjum fyr- ir Finnlándsströnd í Eystrasalti, en af því ráöi haföi Svium staðið mikill geigur. Þeir vilja fyrir hvern mun hafa vináttu viö Rúss- land, og þykir vænlega horfa ef tryggur góövildarhugur skyldi tak ast með ríkjunum meö tengdum konunganna. Ur bænum. ísinn er farið aö leysa af Winni- pegvatni út frá Rauðárósum, en er enn fast upp viö land hjá Gimli og þar norður af. Þessi íslandsbréf eru á skrif- stofu Lögbergs: til Mr. J. P. Bjarnason og til Miss Friöbjargar Baldvinson, áður á Home St. Bergur Benediktsson, Myrtle, Man., kom hér snöggvast eftir helgina. Hann var á leiö vestur til Sask. Hann sagöi alt tíöinda- lítið í sínu bygöarlagi. Á mánudaginn fóru þau Mr. og Mrs. J. Hallgrímsson frá Garöar og Björn Halldórsson suöur aftur heim til sín. Mrs. Hallgrímsson hress orðin eftir holdskurðinn. Mr. og Mrs. O. T. Anderson á Burnell St. mistu dreng á ööru ári á mánudaginn var. H(ann (hafölj veriö aö leika sér á sunnudaginn viö húsiö og náö í karbolsýru- flösku og drukkið eitthvaö úr henni og dó daginn eftir. Vér1 viljum Ibenda lesjendum blaðsins á fyrirlestur séra Hans B. Thorgrímsen, sem auglýstur er á öörum staö í blaðinu, og mun vera vel 25 cts. viröi aö hlusta á hann. Bandalagið vonast eftir aö öll sæti verði upptekin. Eitt slysið enn. Þaö hörmulega slys vildi til skömmu eftir klukkan sex á þriðju dagskveldið aö tveir landar uröu fyrír járnbrautarlest ®á Logan ave. hér vestur í bæ og beiö annar sam- stundis bana af, en hinn liggur á sjúkrahúsinu hættulega meiddur. Maðurinn sem dó, hét Gísli Björn Jónsson og bjó á Simcoe stræti, en hinn, sem slasaðist, heitir Kristinn Guðmundsson og býr aö 765 Sim- coe stræti. Þeir unnu báðir hjá A. Carruth- ers & Co., húöa kaupmönnum hér vestur á Logan ave. Þetta kveld voru þeir nýhættir vinnu og voru á heimleið austur Logan ave., en þar liggur járnbrautarspor yfir þvera götuna á einum staö. Þegar þeir komu þangað var flutnings- lest aö fara aftur á bak noröur yf- ir götuna. Þaö er ekki ljóst, hvort mennirnir sáú hana eöa aö þeir ætluöu sér aö hlaupa yfir sporiö áöur en hún kæmi. Þeir urðu of seinir og kom vagninn á þá áður en varði. Gisli varö undir lestinni og drógst undir henni yfir þvert strætiö áöur en hún stansaöi. Þeg: ar aö var komið var hann allur brotinn og hræðilega útleikinn svo aö hann hefir sjálfsagt dáiö strax. Kristinn haföi veriö kominn litið eitt lengra og fleygöi því vagninn honum frá út á götuna. Sjúkra- vagninn kom aö eftir stutta stund og flutti hann á almenna sjúkra- húsiö. Hann hefir sár í hnakka, og hefir rifbrotnaö og haldiö aö hann hafi kostast innvortis. Á miðvikudagsmorgun var hann að sögn heldur skárri. Gísli sálugi var tvíkvæntur og lætur eftir sig ekkju' og eitt barn og börn af fyrra hjónabandi. Hann var 48 ára gamall. \ ilhjálmur Stefánsson og Dr. um. Helmingur hlutabréfanna er Anderson, félagi hans, lögöu á þegar seldur. Sveinn Brynjólfs- staö frá Athabasca Landing niöur son er stærstur íslenzkur hluthafi eftir fljótum þ. 6. þ. m. i félaginu og í stjórn þess. Annar -------- helzti maöurinn er Alsip stórkaup- Hjörtur Lárusson frá Minnea- maöur. Þeir gera sér hinar glæsi- polis kom hingað eftir helgina legustu vonir um aö fyrirtæki þetta meö Minneapolis Symphony Or- muni borga sig vel, enda má það chestra. Hann er einn í þeim sjálfsagt, því lóðin er aö eins flokk. Hingaö til Winnipeg hefir fjögra mínútna gang frá tveim hann ekki komiö í sex ár, en á hér fjölförnustu strætum bæjarins og marga góða vini og kunningja frá þessi íbúöarhýsi jafnan reynst gamalli tíö, er hann átti hér heim- gróöafyrirtæki til þessa. ili. Hann var meö þeim fyrstu er __________ gekkst fyrir því aö komið væri á Eins og íslenzkum Goodtempl- fót lúðraflokk meðal Islendinga í urum hér í bæ er kunnugt, hefir Winnipeg. j stúkan Skuld haft ritaö vikublaö ---------- (um langa tíö. Á síðastliðnum árs- fjóröungi haföi sex manna nefnd blaðið meö höndum, og gafst vel, en nú hefir sú breyting verið gerö, aö þennan ársfjóröung sem nú er að byrja, hafa 12 inanns blaöið, sitt fundarkveldið hver. Þessir eru mennirnir, og mánaðardagarnir aftan viö nöfn þeirra: A. J. Johnson, 13. Maí. Gunnl. Jóhannsson, 20. Maí. j C. B. Julius, 27. Maí. R. Th. Newland, 3. Júní. Guöjón Johnson, 10. Júní. H kveld (fimtud.) halda liber- alar í vestur Winnipeg undir- búnings fund í samkomusal Gooð Templara á horni Sar- gent og McGee St. Fundur- inn byrjar kl. 8. Hver ein- asti liberal í kjördæminu ætti þar að vera svo að sem mest fjölmenni verði. H. S. Bardal, 1. Júlí. Carolina Dalmann, 8. Júlí. Helgi Johnson, 15. Júlí. Guöm. Bjamason, 22. Júlí. Gunnl. Johnson, 29. Júlí. Þaö hefir flogiö fyrir aö þau Baldur og Freyja væru í þann veginn aö taka saman. Þaö ætti [ að verða nógu óháö og ‘emancip- erað’, sem út af þeim hjúskap kemur. Á sunnudaginn þ. 10. þ. m. gekk setuliö borgarinnar og sjálf- boðalið í skrúögöngu til kirkju- garösins í St. Johns til aö leggja blóm á leiði hermanna þeirra, sem féllu í Indíána uppreistinni 1885, eins og siöur er um þetta leyti ár hvert. I skrúögöngunni tóku þátt bæöi ungir og gamlir og var þaö hið fríöasta liÖ. Þeir guðfræðiskand. Jóhann Bjarnason og Runólfur Fjeldsteö eru báöir komnir hingaö norður, Jóhann í fyrri viku, en Runólfi^r á föstudaginn var. Jóhann Bjarna- son er kjörinn prestur í Nýja Is- landi, og fer þangað í dag, en Run ólfur Fjeldsteð fer vestur til Foam Lake nýlendunnar. Til sundurþykkju horfir meö G. T. P. og C. N. R. félögunum út af stöö þeirri, sem Þau ætla aö reisa hér í Winnipeg. Stöðin á að kosta hálfa aöra miljón dollara og var til ætlast aö Grand Trunk félagið borgaði tvo þriöju af kostnaöin- um. Nú vill það félag ekki borga nema helming kostnaöarins, en C. N. R. menn segja, að fyr muni þeir byggja sér stöö annarsstaðar en aö borga helming . Þar viö sit- ur nú. Á laugardaginn kom þriggja manna sendinefnd frá Ný-lslend- ingum. 1 nefndinni eru þeir Stef-' Guöjón Hjaltalín, 17. Júní. án Sigurösson og Bjarni Marteins S. ■ Thorgeirsson, 24. Júní. son frá Hnausum, og Þ(orbergur' Fjeldsted, Hecla. Þeir voru send-' ir af járnbrautarnefndinni og sveit arstjórninni til þess að fá vissu um hverja ályktan sambandsstjórnin tæki um styrkveitingu til framleng Boðiö er öllu fólki utan félags og ingar Gimlibrautarinnar noröur aö innan aS skrifa í blaöiö, og snúa íslendingafljóti. Þeir ha'fa sent sér meS fitgeröir sínar til einhvers skeyti austur til Ottawa en ekki af ritstjórunum sem þaö vill. Und- getaö fengiö ákveöiö svar enn. ir öllum greinum verður aö vera Þeir hafa og beðið Sigtr. Jóna's- rétt nafn höf. Sá ritstjóri, sem son M. P. P. um aö fara austur ef greinar eru sendar til, ræður hvort ekki fáist ákveðið svar, sem búist hann vil veita heim upptöku, og er viö aö komi innan skamms. (fer slíkt aö sjálfsögðu eftir efni. ----------i Fólk er hér meö hvatt til að ræða Á almennum fundi, sem haldinn áhugamál sitt, bindindismáliö, L var á mánudagskveldiö var, voru Þessu blaði. A. J. J. þessir menn kosnir til að standa 11 fyrir íslenzku þjóöhátíöarhaldi! Bréf frá Edmonton, hér í Winipeg. B. L. Baldwinson, A. J. Johnson. Th. Johnson. T. Thomas. T. Gillis. Sigf. Anderson. Jak. Jþhnston. Victor Anderson. P. S. Pálsson. ‘ Fráfarandi nefnd lagöi Herra ritstjóri. I blaöi yðar 30. f. m. las eg fréttagrein frá Mímir, Sask., er kallast “Sléttu-eldur.” Það er átakanlegt■ fyrir þá, sem veröa fyrir svo miklum skaöa, en þeir hafa enga aöra en sjálfa\ si!g að ásaka. Norður í óbygöum meöal Indí- fram (ána þar sem grasiö er fjögra feta skýrslur og reikninga og reyndist hátt, ér það bara álitiö kvenfólks' fjárhagurinn í bezta lagi. Út-(verk aö verja heimilin fyrir sléttu- gjöld á áttunda hundrað doll., en eldum. tekjur átta hundruð. Nefndinnij Þær gera þaö svo sem hér seg- var þakkað starfið meö því að ;r frá- fundarmenn stóðu upp. j j>4 eldur er í nánd og svo hvast ~ er að ekki er hægt aö slökkva hann Sveinn Brynjólfsson bygginga- þar sem hann kemur upp.fær kven meistari hefir selt lóö sína á horn- j fólkið sér einar tvær fötur af vatni inu á Carlton og Qu Appelle stræt- Dg rennandi blautar rekkjuvoðir,, um móti Central Park hlutafélagi p0ka eöa bleyta sjölin sin. Síðan nymynduöu, sem ætlar að reisa kveykja þær í grasinu skjólsmegin þar stórhysi mikiö, 120x100 fet, v;g húsin og leggja blautu leppana fnnmlyft. I byggingu þessari eiga húsmegin viö eldinn svo að hann að vera eintómar leiguíbúöir, 10 á deyr þar við, en brennur út frá hverju lofti, meö veggsvölum á húsinu og myndast við það eldj þeini lilið, sem aö garðinum veit, skeifa og snúa hornin að fliúsiín- og glersal á þaki uppi. Til bygg- 'lun. Tveir blautir leppar eru svo ingarinnar á aö vanda eins og mest haföir við þá enda þangað til þeir má verða og í henni eiga aö vera niætast hinu megin við húsin. Þau í nýkominni Reykjavík er sagt öll þægindi, sem títt er í beztu standa þá eftir á litlum grasbletti frá því í ritstjórnargrein um milli-1skrauthýsum þeirrar tegundar.10g sakar ekki. Slökkviö eld meö landanefndina, að allir islenzku | Höfuöstóll félagsins á aö vera cldi; Það er hægöarleikur. nefndarmennirnir séu sammála og $200.000 í hundraö dollara hlut-1 c Eymundsson. aö Lárus Bjarnason sýslumaöur ........ —........ . ...... ............. hafi samiö ritgerð og látiö prenta um réttarstööu íslands, sem svo liafi verið lögö þar fram af hálfu íslendinganna. Enn fremur er sagt frá því, aö ísl. nefndarmenn- irnir telji ísland eiga meira hjá Danmörku en “Statistikt Burean” segir að Danmörk hafi lagt úr fyr ir landið. Um þetta liafa þeir samiö bækling og lagt hann fram. L. Fyrir tuttugu árum. LÖGBERG 0. Maf. 1888. fe ---5 Á mánudagskvöldiö var Var! realismus. Á milli sögunnar og haldin samkoma í íslenzku kirkj-; fyrirlestursins söng Einar Sæ- unni hér í bænum. Einar Hjör- mundsson. Inngangseyrir var leifsson las upp söguna af Sigurði ; enginn, en frjálsra samskota var formanni eftir Gest Pálsson; séra I leitað við lok samkomunnar; þau Jón Bjarnason hélt fyrirlestur um [ uröu $15. Hafið þér séð nýju hattana brúnu? Þeir eru nýkomnir. Beint frá NEW YORK, ■— Dökkbrúni blærinn og flötu böröin gera þá mjög ásjálega. WHITE MANAHAN, 500 Main St., Winnipeg. Hljóðfæri, einstök Iög og nótnabækur. Og alt sem lýtur aö músík. Vér höfum stærsta og bezta úrval af birgðum í Canada, af þvf tagi, úr aö velja. Verðlisti ókeypis. • Segiö oss hvaö þér eruö gefinn fyrir. WHALEY, ROYCE & CO., Ltd., 356 Main St., WlNNiPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.