Lögberg - 14.05.1908, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.05.1908, Blaðsíða 4
4- LÖGBERG, FIMTUDAGINN14. MAI 1908. er gefið út hvern fimtudag af The Lögberg Printing & Publishing Ce.. (löggílth að Cor. William Ave. og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar $2.00 um árið (á fslandi 6 kr.). — Borg- ist fyrirfram. Einstök nr. 5 cents. Published every Thursday by The Lögberg Printing & Publishing Co., (fncorporated), at Cor. William Ave. & Nena St., Winnipeg. Man. — Subscriptjon price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cents. S. BJÖRNSSON, Edltor. J. A. BLÖNDAL, Bus. Manager Auglýsingar. — Smáauglýsingar fí eitt skifti 25 cent fyrir 1 þmL Á staerri auglýsing- um um lengri tíma, afsláttur eftir samningi. BdstaOaskiftl kaupenda verður að til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er : Tho LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. Winaipeg, Man. P. O. Box I 36. TELEPHONE^22 I. Utanáskrift til ritstjörans er: Editor Lftgberg, P. O. Box 130. WiNMiPea. Man. Samkvæmt landslögum er upúsögn kaupanda á blaði ógildl nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp. —?Ef kaupandi, sem er ( skuld við blaðið. flytur vistferlum án þess að til- kynna heimilisskiftin, þá er það fyrir ddm- stólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvís- legum tilgangi. Kosningasvik. Flesta rekur minni til kosninga- úrslitanna í fyrra í NoriSur-Winni- peg. Menn grunaBi þá aS þar hefSi ekki alt veritS meS feldu frekar en annars staöar þar sem hægt var aö koma því vitS aö kaupa atkvæði með peningum eSa brennivíni. Það vissu allir, sem nokkuð þektu til, a8 afturhalds menn hefðu ekki getað ortSið þar í meiri hluta nema með svo feldu móti, að þ|etta tvent hefði verið haft óspart á boðstólum. Þetta er nú vottfast og bókfast orðið. Hitt vissu menn ekki, að enn meira fals og svik hefði verið haft þar í frammi, sem nú er ljóst orðið. Eins og lesendum þessa blaðs er kunnugt liggur nú fyrir sambands- þinginu í Ottawa frámvarp til laga um endurbætur á kosningar- löggjöf, sérstaklega um undirbún- ing kjörskránna, og kom það fram til þess að koma í veg fyrir svik og brellur afturhaldsmanna, og til trygg’ingar 'Því, að atkvæðisréttur manna yrði ekki skertur eins og þótt hefir brenna við þar sem aft- urhaldsmenn hafa fjallað um til- búning kjörskránna. Sérstaklega er nauðsyn á lagabót þessari hér i Manitoba eins og nú er ástatt. Þetta var eins og koma við hjartað í afturhaldsflokknum og tóku þeir strax hver um annan Þveran að æpa gegn endurbótum þessum. Borden foringi þeirra skoraði á liberala að koma með eitt einasta dæmi, þar sem svik hefðu verið höfð í frammi meðan núverandi skrásetningarlög hefðu verið í gildi í Manitoba. D. W. Bole, þingmaður Winni- begbæjar, stóð þá upp næsta dag og las upp í þinginu eiðfest vott- orð frá mönnum í Norður-Winni- peg um það, að W. H. Hastings, hirðir afturhaldsmanna í Manito- ba, hefði látið það viðgangast að um hálft fimta hundrað Galiciu- manna og útlendinga hefðu fengið borgarabréf á ólöglegan hátt, fyr- ir fylkiskosningarnar í fyrra, og að öltunnur hefðu verið færðar þeim Galicíumönnum, sem vildu greiða atkvæði með Mitchell þing- mannsefni þeirra, og þeim gefið fé til þess. í einu vottorðinu er sagt frá því að Hastings hafi sent eitthvað sex eða sjö menn út á meðal útlend- inga í Norður-Winnipeg til að viða að sér nöfn þeirra, sem ekki voru brezkir þegnar. Þ.essum sex gekk smalamenskan vel. Sunnudag inn 31. Febrúar höfðu þeir safnað 450 borgarabréfsbeiðnum. Undir flestar þeirra höfðu réttir hlutað- eigendur aldrei skrifað og enga eiða svarið. Svo var sezt við á sunnudaginn og vakað fram á mánudagsmorgun að búa til brezka þegna og ekki sést fyrir að falsa nöfn og dagsetningar eins og með þurfti. Þ'á segir og í' vott- orðunum hvernig þessir nýju kjós- endur voru vaktaðir, fluttir á kjör stað, peningum stungið að þeim o. s. frv. Eins og gefur að skilja komst alt í uppnám í búðum conservatíva austur frá, þegar vottorðin voru lesin upp, og var þegar símað eft- ir hjálp frá afturhalds höfðingjun- um hér, Þeim Roblin og Rogers. Þar stóð ekki á ósvífninni. Öll vottorðin sögð haugalýgi frá rót- um. Vitaskuld. Hver svo 4em bjóst við öðru úr þeirri átt? Hast- ings gaf vottorð um að hann hefði engar misfellur séð og fjórir aðrir með honum. Telegram, þetta alþekta sann- leiksvitni stjórnarinnar hérna, kom með mynd af $25.00 bankaávísun, sem Geo. Walton þingmaður hafði gefið einum vottorðsmanninum, svo sem til að sýna að vottorðs- mennirnir væru keyptir — Þá hver á þrjá dollara og þrettán cent. Skárri er það nú mútan! Annan eins dæmalausan þvætting dettur engum í hug að taka alvarlega og síst blaðinu sjálfu, því það mun ó- hætt að fullyrða, að öðrum eins kjörkaupum hafi jafnvel þeir con- servatívu aldrei sætt, þó mikla reynslu hafi í þeim efnum. En hvað sem því líður, þá verður víst flestum aö taka ávísunina trúan- lega, sem-segir, aö gjaldið sé greitt fyr.ir tímatap við að gefa vottorðin — átta alls. Þessi stórkostlegu atkvæðasvik þeirra conservatívu við síðustu kosningar hér í fylkinu gera deg- inum ljósari þá brýnu nauðsyn, sem er á því að fá betra eftirlit með tilbúning kjörskránna, en hægt er að hafa meö núgildandi lögum. Vilhjálmur Stefánsson, Fyrir tveim vikum flutti blaðið mynd af þessum efnilega unga landa vorum. Hann var þá á leið i hálfs aínnars árs leiðangur norð- ur að íshafi til vísindarannsókna. Vér lofuðum þá að segja lesend- um eitthvað meira um hann, en þá var gert. Það ska'l nú efnt. Vilhjálmur Stefánsson er fædd- ur x Árnesi í Nýja íslandi árið 1879. Faðir hans var Jóhann Stef- ánsson ættaður úr Þingeyjarsýslu, en móðir hans er Ingibjörg Jó- hannesdóttir úr Skagafirði. Þ’egar hann var tæplega tveggja ára gam all fluttu foreldrar hans búferlum til Mountain í Norður Dakota. Þar ólst hann upp, og naut tilsagn ar á alþýðuskólanum á Mountain. Seytján ára kom hann til rá- skólans.í Grand Forks, og var þar í sex ár; fyrst í undirbúnings- deildinni og svo “College”-deiId- inni. Snémma þótti' bera á því, aö eitthvað mundi í manninn spunnið. Þegar hann var í 1. deild háskól- ans var í fyrsta sinn veitt verðlaun fyrir kappræðu, sem skólapiltar höfðu sin á milli. Þeir sem tóku þátt í þeim, þrír á hvora hlið, voru flestir í efsta bekk nema Vilhjálm- ur. Flokkur hans vann sigur og dómararnir dæmdu ræðu hans langbezta og hlaut hann því verð- launin . Sama ár keptu fyrstu- bekkingar um mælskuverðlaun og varð V. St. þar og skarpastur. Á skólaárum sínum hlaut hann líka verðlaun fyrir ljóðagerð. Á sumr- um var hann kennari við alþýðu- skóla á ýmsum stöðum í Norður- Dakota. Árið 1902 fór hann af háskólan- um og gerðist ritstjóri viö Grand Forks “Plain Dealer”. Viö ríkis- kosningar Það ár kusu sérveldis- men rxhann til að sækja um em- bætti “Superintendent” of Public Instruction” á móti W. L. Stock- vvell. Það var í fyrsta skifti sem íslendingur hafði verið tilnefndur við ríkiskosningar þar. Og það var mál manna Þá, að aldrei hefði jafnungur maður verið kjörinn til að keppa um emgætti í ríkiskosn- ingu, sem hann. Sýnir þetta bezt traust flokksbræðra hans til hans, enda hafði Vilhj. stutt flokkinn öflixglega við forsetakosningarnar 1900. Hélt Þá ræður á pólitiskum fundum vísvegar um rikið. Við ríkiskosningarnar 1902 urðu allir sérveldismenn í N. Dak. und- ir, sem i kjöri vorur og Vilhjálmur Stefánsson lika. Þá um haustið fór hann suður til Iowo og gekk þar á rikisháskólann um veturinn og útskrifaðist þaðan vorið eftir. Harvard háskóli er nokkurskon- ar Mekka öllum námsmönnum i Bandaríkjunum og vildi Vilhj. fyrir hvern mun komast þangað. Sumarið eftir að hann útskrifaðist frá Iowa fór hann austur til Cam- bridge, Mass., þar sem háskólinn er, og settist þar að. Um veturinn næsta gekk hann á guðfræðisskól- ann, en hætti Þar námi og fór í ‘Graduate’ skólann. Þar eru menn, sem hafa tekið stúdentspróf, og geta valið um hvaða námsgrein þeir taka. Vilhjálmur hafði snemma hneigst að fornfræði og mannfræöi og tók hann nú að lesa hvorttveggja af miklu kappi. Næsta vetur hélt hann náminu áfram og var um leið kennari (in- structorj við háskólann. Sumarið 1904 ferðaist V. St. til íslands. Hafði hann lengi langað til að koma þangað. Því þó að hann hefði mentast á enskum skól- um og verið mestmegnis með hér- lendum mönnum, hafði hann aflaö sér víðtækrar þekkingar á íslandi og Islendingum, og var vel kunn- ugur bókmentum vorum að fornu og nýju. Það sumar ferðaðist hann nokkuð um landið, en er hann kom vestur aftur flutti hann fyrirlestra í ýmsum félögum stú- denta um landið og þjóðina og gerðist hvatamaður þess, að náms- menn við Harvardháskóla færu til íslands næsta sumar. Það varð úr að 15 manns fóru og var einn pró- fessor háskólans, dr.Farrabee, for- maður fararinnar. Fóru þeir sum- part til skemtunar og sumpart til vísindalegra rannsókna og lagði háskólasjóðurinn þeim talsvert fé til stuðnings þeim. V. St. fór á undan þeim til Reykjavíkur og undirbjó Þar landferðina. Um sumarið ferðuðust Þeir félagar víða um landið og fengust sumir við jarðfræðisrannsóknir, en aðrir fóru að grafa í mörg hundruð ára gömlum kirkjugörðum og höfðu þaðan burt með sér um 70 beina- grindur, sem nú eru geymdar á Peabody Museum við Harvard- skóla. Þeir sem fóru. hafa síöan ritað ýmislegt um landið og þjóö- ina í blöð og tímarit í Bandaríkj- unum, og það alt af hlýjum hug í vorn garð og furðu rétt frá sagt eftir því, sem vér eigm au venjast um útlendinga. Um vorið eftir var V. St. boðið að vera í Anglo-American pólför- inni og átti hann að athuga siðu og háttu Skrælingja og safna forn- menjum þaðan, þeim er hann gæti. Skipið, sem taka átti Vilhjálm við Herscheieyna, fórst í ísnum eins og kunnugt er orðið og sneri hann því suður aftur eftir eins og hálfs árs dvöl þar nyröra. Á þeim tíma hafði hann lært mál Skrælingja og kynst lifnaöarháttum þeirra. Þegar hann kom aftur til Banda ríkjanna settist hann að í New York og ritaði mn ferðina og hélt fyrirlestra um hana í ýmsum borg- um þar syðra.' I vor gerði The American Mus- eum of Natural History hann og annan mann út í nýjan leiðangur til Skrælingjabygða og styrkir Canadastjórn þá för að nokkru. Þeir félagar lögðu á stað frá Ed- monton 3. þ. m. Vilhjálmur Stefánsson er með- almaður á hæð, þreklegur og bein- vaxinn og allur hinn karlmannleg- asti. Hann er bjartur á brún og brá. I framkomu aliri er hann hið mesta snyrtimenni og hefir hvers manns heill, þess er við hann ræð- ir. Hann er ágætíega máli farinn og skáld gott. Hann hefir snúið á ensku mörgum íslenzkum kvæðum og tekist það mæta vel. Honum er létt um að rita, enda liggja allra mestu ósköp eftir hann í blöðum og tímaritum í Bandaríkjunum um ýmisleg efni, því maðurinn er fjöl- hæfur og víða vel heima. I mál- fræðingablað eitt hefir hann ritað uum útlend orð í íslenzkri tungu hér vestan hafs. Um mannfræði hefir hann ritað margar greinar. Meðal annars um nýlendur ís- lendinga á Grænlandi og viöskifti þeirra og Skrælingja. I “Folklore Journal” hefir hann ritað um ís- lenzkar þjóðsögur og æfintýrí. í “Poet Lore” er grein eftir hann um íslenzk nútiðarskáld, og þar hefir hann snúiö fjölda mörgum kvæðum þeirra. Um eitt skeið var hann fregnriti fyrir “BostonTran- script”, sem er talið eitthvert lang bezta blað Bandaríkjanna. Þá hef- ir hann og ritað um norðuurför sína í Bulletin of the American Geographical Society og i Harp- ers Magazine. Hann hefir verið kjörinn með- limur í ýmsuum vísindamannafé- lögum og nú síðast í “Explorers’ Club” í New York, en þar fá ekki aðrir inngöngu en Þeir, sem hafa getið sér frama fyrir landkannanir eða annað þessháttar. I því fé- lagi er Peary og aðrir frægir pól- farar. Oss íslendingum er það jafnan gleðiefni þegar vorrar þjóðar maður gerir sér eitthvað til ágætis. Vilhjálmur Steíánsson er ungur maður, ekki nema tæplega þritug- ur, vér megum því enn mikils frá honum vænta. Þvættingurum ísland. “Office Appliances” heitir mán- aðarrit, sem gefið er út í Chicago. I Aprílhefti Þess er sagt frá því, að Remington félagið hafi fengið sér umboðsmann fyrir ritvélar sin- ar í Reykjavík á íslandi. Félagið hefir látið setja á þær íslenzkt stafrof og er sagt aið margir ís- lendingar í Ameríku rafi keypt þær. Greinin er ekki löng, en samt nóg til þess, að hnoðað hefir verið í hana vitleysum um landið og þjóðina og þær svo gyltar með auglýsingaskrumi um gáfur Iands- manna o.s.fv. Þ'ar er t. d. sagt, að Þó íslendingar sé úr sambandi við umheiminn mestan hluta ársins, þá séu þeir þó furðu framfara^ gjarnir. Þetta er ritað nú, þegar ritsími er lagður til landsins og skip ganga þangað á hálfsmánað- ar og vikufresti alt árið. I einu Bandaríkjablaðinu, sem getur um norðurför Vilhjálms Stefánssonar, er tekið svona til orða': “Þótt undarlegt megi virðast, tala allir Skrælingjar frá austur- strönd íslands til vesturstrandar Síberíu fhvar er húnj sama mál. Mr. V. Stefánsson fer því sama sem til sinnar eigin þjóðar.” Það er laglegt það arna. Það er sama suðan, að Islendingar séu Skrælingjar, up paftur og upp aftur. Vér erum því vanastir, að sjá hrúgað saman um oss vanþekk- ingarþvættingi, þegar minst er á iánd vort eða þjóð í útlendum blöðum og tímaritum. Vér erum orðnir þessu svo vanir, aö vér er- um farnir að láta slíkt eins og vind um eyrun þjóta; oss gremst það ef til vill í svip og þar við sit- ur. Það er ekki nóg. Vér eigum að senda blöðum, sem þess háttar þvætting flytja, leiðréttingar, hve- nær sem því verður við komið. Með því vinnum vér bæði landinti og þjóðinni gagn og eins oss sjálfum, sem búum með útlendum Þjóðum. Bjarni Jónsson frá Vogi hefir verið á ferð um Noreg og Svíþjóð i síðasta mánuði. Hann hélt fyrirlestur í Stockholm um stefnu landvarnarmann. Kvað hann lítill árangur mundi verða af starfi millilandanefndarinnar, ef Danir vildu ekki viðurkenna, að ísland hefði verið og skyldi vera sjálfstætt ríki, er hefði sama kon- ung og Danmörk. Frá þessu er sagt í skandinaviskum blöðum. sem út eru gefin í Bandaríkjunum. Þegar deilan stóð með Norð- mönnum og Svíum um sumarið 1905 út af skilnaðinum voru Danir allir á bandi Norðmanna og studdu Þá með ráði og dáð, eins og vert var. Svíar hafa alt p.£ haft horn í síðu þeirra síðan, og er ekki ólíklegt, að þeir vildu nú styðja að skilnaði Danmerkur og • Islands. Þeir gætu með því gert tvenb.. íí I einu, styrkt réttmætar kröfur Is- lendinga og goldið Dönum lambið grá. Bjarni Jónsson á þakkir skilið fyrir að hafa vakið máls á Þessu hjá frændþjóöunum. íslendingar eiga öflugan tals- mann þar sem Ragnar Lundborg ritstjóri að Upsölum, er. Hann hefir meðal annars ritaö bók um ríkisréttindi Islands á þýzkuu, rétt- orða og af hinni mestu velvild í garð íslendinga. Auk þess hefir hann ósleitilega dregið vorn taum í blaði sínu fUpsala Tid.J . Hann hefir 0g reynt að koma á meiri verzlunarviðskiftum milli Svíþjóð- ar og íslands. Hið ísl. bókmentafél. . L^igardaginn 11. Apríl var haldinn aðalfundur í Hafnardeild hins ísl. Bókmentafélags. 24 fé- lagsmenn voru á fundi. Forseti lagði fram endurskoð- aðan reikning deildarinnar. Sam- kvæmt honum höfðu tekjur henn- ar á umliðna árinu verið 5,850 kr. 60 a., en útgjöld 5,135 kr. 31 a. I sjóði var við árslok 23,519 kr. 86a. Reikningurinn var samþyktur í éinu hljóði. Forseti skýrði þá frá starfsemi félagsins á umliðna arinu. Reykja víkurdeildin hefði gefið út Skírni 81. árg, Isl. fornbréfasafn vii bd., 1. h. og viii. bd. 2. h. og Sýslum.- æfir iii. bd.-3. h.; Hafnardeildin hefði gefið út: Willard Fiske eftir B. Th. Melsteð fAlþýöurit Bókm.- fél. 2. bókj, síðara heftið af Bygg- ing og Iíf planta eftir Helga Jóns- son, íslendingasögu B. Th. Mel- steðs ii. bd. 2. h., Lýsing Islands eftir Þorv. Thoroddsen i. bd. 1. h. og Safn til sögu íslands iv. bd. 1. h. — I ár mundi Hafnardeildin gefa út: Lýsing íslands eftir Þ'orv The DOMINION BANK SELKIRK CTIBCIÐ. AUs konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin. Tekið við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir fjórum sinnumáári. Viðskiftum bænda og ann- arra sveitamanna sérstakur gaumur gefinn. Bréfleg innleggog óttektir afgreiddar. Ósk- að eftir bréfaviðskiftum. Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjörn umboðslaun. Við sk ti við kaupmenn, sveitaldé/ö ■ öjólkahéru og einstaklingameð hagfu ra krum. J. GRISDALE, bankastjóri. h., Safn til sögu íslands iv. bd. 2. h. og Sögu Jóns Ó lafssonar Ind- íafara i. h. Þá fór fram stjórnarkosning og hlutu þessir kosningu: Forseti prof. Þorv. Thoroddsen, féhirðir Gísli læknir Brynjólfsson, skrifari Siigfús Blöndal undirbókavör ;ður v. konungl. bókasafnið, og bóka- vörður Pétur Bogason stud. med., allir endurkosnir. I varastjón voru endurkosnir: Vara-forseti B. Th. Melsteð mag. art., varaféhirðir Þ'. Tuliníus stórkc upmaður og vara- skrifari Stefán Stefánsson cand. jur.; vara*bókavörður var kosinn stud. mag. Jónas Einarsson. End- urskoðunarmen nvoru endurkosnir þeir cand. mag. Þorkell I>orkels- son og læknir Sigurður Jónsson. Forseti mintist látinna félaga. Guðna Guðmundssonar læknis. Jóns Magnússonar kaupmanns 03 Dr. Solone Ambrosoli’s; létu fé- lagsmenn hluttekningu sína i Ijósi með því að standa upp. — Heið- ursfélagi var kjörinn í einu hljóði prfessor við háskólann í Lundun- um W. P. Ker. — 40 reglulegir fé- iagar varu teknir inn. Utan dagsrkár vakti extjuris. Gísli Sveinsson máls á heimflutn- ingsmálinu og urðu um Það all- miklar umræður. Að þeim lokn- um var fundi slitið. Svefnlyt og setandi meðul. Hygnar mæður gefa aldrei börn um sínum svefnlyf, sefandi eða deyfandi meðul, nema að skynbær- ir læknar ráði til þess, sem hafa séð barnið. öll slík lyf eru ban- eitruð. Þegar þér gefið baminu yðar Baby’^ Own Tablets, þá haf- ið Þér tryggingu efnafræðings stjórnarinnar fyrir því, að í þeim sé ekki minsta ögn af deyfand' lyfjum, og þess vegna geta þau ó- mögulega skaðað, en þær gera alt af gott. Mrs. Geo. M. Kempt, Charleton Place, Ont., segir svo: “Eg hefi gefið drengnum mínum Baby’s Own Tablets frá þ'ví hann var tveggja vikna gamall. Hann var ósköp lítill og magur, en svo er töflunum fyrir að þakka, að nú er hann orðinn ,stor, feitur og hraustur.” Fást hjá öllum lyfjof- um eða sendar með pósti á 25 cent askjan frá Dr. Williams’ Medicine Co., Broc r/ille, Ont. Knipplinga-gluggatjöid 500 pör veröa seld með þessum feikna afslætti. Vanal. 6oc á 45C Vanal. 75C á 500. Vanal. 1.00 á 75C. Vanal. 1.25 á goc. o.s.frv. Nýjustu fyrirmyndir ljósleitt og * dökt. Vanal. 12J-15C, nú....ioc ENSKT SIRZ. Ábyrgst að það haldi litnum og geýt eftir nýjustu tízku með stjörnum og göndum. Sérstakt verð.. 15C Þolir þvott Dress Muslin vanal. 15C Hálfvirði . ...7JC Dress Muslins allavega lit vanal. i8c á 12J Cotton Voile vanal. 35C á.... 25C Dress Gingham mesta uppáhald í New York. Vanal. 25C á............igc Vefnaðarvara Alt að 65C virði á 25C Það er alt beztu vefnaðarvörur, svartar og hvítköflóttar. Úrval af röndóttum dúk- um, íburðarlausir eða skrautlegir lustres, cashmeres. nunnublæjur og serges. Þessir litir eru þar, dökkblátt, brúnt, grænt.grátt, fawn. ljósrautt, 'ljósblátt. gult, hvítt og svart. Söluverð.......25C CABSLEY * CO. Thoroddsen i bd 2 h, Islendinga^^ Main St> Winilipeg sogu Boga Th. Melsteös 11. bd. 3. >/ Vinsœlasta hattabúðin í WINNIPEG, Einka umboðsm. fyrir McKibbin hattana 364 Main St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.