Lögberg - 25.06.1908, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.06.1908, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JONÍ 1908. 3- Biðjið æ t í ð um indsi salt. Hið fræga canadíska salt, sem alþekt er nm alla Canada vegna þess hvað það er hreint. Það er enginn samjöfnuður á Windsor salti og ódýra, lakara saltinu, sem verið er k að selja hér vestur um alt. WINDSOR SALT kosta ekkert meira, en þetta innflutta salt, eins og nú endur. Biðjið um Windsor salt. FRÁ HALLSON. DálítiíS kveðjusamsæti var haldið sunnudaginn 7. Júni síðastliöinn að heimili herra Pálma Hjálmarsonar og konu hans, húsfrú Elínar Hjálm arson. Þau höfðu ákveðið að flytja hurt alfarin héðan úr bygðinni til Péturs kaupm. sonar síns í Pine Valley, Man. Vinir og nágrannar þeirra hjóna komu því heim til þeirra aö kveðja þau og þakka þeitn margra ára góða samvinnu í öllum nauð- synjamálum hér. Þau hjón eru og hafa verið alúðlega hlynt málefni kristindómsins og öllu því, er mið- ar til að göfga mannsand'ann. Herra Hjálmarson mun t. d. hafa verið einn af þeim fyrstu, er komu hér á stofn lestrarfélagi, og húsfrú Hjálmarson ein af |>eim altra fyrstu konum, er mynduðu hér kvenfélag. Fyrir því fanst mönn- um verðugt, og sérstaklega konun- um hér, að þakka húsfrú Hjálmar- son fyrir framkvæmdir hennar og góða sjtarfsemi í þarfir þess í lið- inni tíð, þó að hún væri nú hætt að geta verið persónulega viðstödd, sakir vanheilsu. En alla tíð var hún félaginu jafnheilráð, hvetjandi og fljót til úrræða ef á þurfti að halda. Jafnan var hún glöð í við- móti og góð heim að sækja, og mun mörgum hér seint fyrnast þær ánægjustundir, er menn nutu á heimili þeirra Hjálmarsons-hjón- anna. í kveðjusamsætinu ^>ru þeim hjónum færðar að gjöf nokkrar íslenzkar ljóðabækur skrautbundn- ar. Gerðu vinir þeirra það í end- urminningarskyni. Þeir völdu þess- ar bækur öðru fremur vegna þess, að þau hjónin unna meir auði and- ans en glysi eða hégóma, og bæði bera þau gott skyn á ljóðagerð. Nokkrar söngvísur voru þeim hjónum fluttar í þessu samsæti og fara þær hér á eftir; í dag er máske síðsta sinn að sækja hjónin þessi heim, við komum því að kveðja og þakka, og kæríeiksorð að færa þeim. Alt, sem gott var glöð þau studdu gjörn á friðarorðin blíð, ellimóðum einstaklingi, að þau hlyntu langa tíð . Fólkið þeirra sárt því saknar, sem hér dvöldu lengi og vel. Bæn um vernd á burt þeim fylgir, bróðurandi og systurþel. Ógeðfeld þó oft oss finnist atvik sum og breytingar, Þar ei tjáiir þó um kvarta, það er tímans eðlisfar. Máske siðar megi blómgast mannlegs anda vonarrós, og að öll við síðar sjáumst sælla lieims við meira Ijós. Herra Pálmi! Húsfrú Elín! Heilla-ósk og þökk í dag! —Ykkar biðjum indælt verði æfidagsins sólarlag. Kristin D. Jónsson. Að síðustu þakkaði hr. Hjálm- arsson vinum sínum með nokkrum velvöldum orðum og ljóðum, sem hér á eftir fara: -w. Vér hljótum þrátt á móti vorum vilja þá vini kveðja best sem undum hjá, og við þá eftir skamrna stund að skilja, þeim skapadómi sérihver hlíta má. í vandamanna og vinahóp að sitja er varía lengi unt í þessum heim, því vinirnir, ef frá oss ekki flytja, vér förum sjálfir eitthvað burt frá þeim. Því tilfellin í tímans ölduróti oss taka í sína afarsterku hönd, sem leitt oss getur vorum vilja móti frá vinunum og burt í ókunn lönd. En eins og hægt þeim afli er Því að beita, sem ekki vorir kraftar staðist fá, eins hægt þeim veitir huga vorum breyta svo hyllumst það, sem áður sneidd- um hjá. % . . , j Og okkar hjóna huga svo er snúið, að héðan burtu fara viljum nú; þá fram á braut, sem forlög hafa búið, þó fjarri vinum okkar liggi sú.— Svo vini kæta verðum nú að kveðja, þó vist ei falli létt um skilnaðinn; við óskum þess að alt þá mætti gleðja og auðnan brosi við þeim hvert eitt sinn. i Við þökkum ykkur það með geði hlýju, að þið hér dvölduð ofurlitla stund, og sýnduð með því vinskapsvott að nýju, og vel það okkar gladdi þungu lund. I Við þökkum ykkifr vinagjafir góðar, og getum samt ei þakkað eins og ber; en tilfinningar hjartans munu hljóðar Það heiðra og virða, sem nú gerð- uð þér. Við þökkum vina atlot öll og gæði, sem okkur sýnduð þið um liðna tið. Hjá okkur mun í einveru og næði sú endurminning vaka ljúf cg- blíð. Pálmi Hjálmarsson. Fréttir frá íslandi. Viðtökur ísl. nefndarniann- iinna í Reykjavík. Um þær flytur Decorah Posten svolátandi fregn frá Reykjavík 31. Maí: Reykjavíkur-búar, menn af öll- um flokkum, héldu íslenzku nefnd- armönnunum, sem heim eru nú komnir, veizlu i dag. Gm. Björns- ,son landlæknir ávarpaði nefndina og óskaði henni til hamingju með árangurinn af starfi hennar, er hann taldi vonum fremur góðan. Hannes Hafstein ráðherra svar- aði fyrir hönd nefndarinnar og kvað árangurinn að þakka því, hve Danir væru hámentaðir og fyrir þá sök eiginlegt að viðurkenría þjóð- ernisrétt íslendinga. Hann leit svo á að tillögur nefndarinnar væru á- gætar, og vonaðist eftir að meiri hluti íslenzku þjóðarinnar mundi fallast á það með sér. — Lárus Bjarnason aliþingismaður mælti fyrir minni konungs. Veizlu- gestir sendti konungi símskevti Samkvæmið fór mjög vel fram og húsfyllir var. Á enda skeidsins. Þessi feykna sumarverzlun er sannarlegt skeiðhlaup óviðjafnanlega vinsæl og happa- sæl. Fáheyrð kjörkaup. Gróði fyrir hvern sem kaupir. Salan endar næsta laugardagskveld kl. 10, Þetta er YÐAR sala, YÐUR til hagnaðar. Notið tækifærið í DAG, SNEMM A. Fréttabréf, Skagway, Alaska, 30. Maí ’o8. Það er ekki mikið um það að Is- lendingar, sem heima eiga hér norður frá, skrifi í Lögberg, svo að eg held að eg verði að taka mig ti! og senda því nokkrar línur. Tíðin hefir Verið mjög góð hér í vetur, köld auðvitað, en enginn kippir sér upp við það. Menn eru við Því búnir. Vinna byrjaði samt í Marz og hjálpaði það mikiö mönnum, sem komið hafa hingað allslausir frá Vancouver og Seattle og fleiri bæjum þar syðra. Þegar snjó leysti og frost var farið svo úr jörðu að hægt var að taka ti! við járnbrautarvinnu, þá var byrj- að á járnbrautarparti, sem á að 'egTgja til allra koparnámanna I grend við White Horse. Ekki eru bæjarbúar hér heldur aðgerðalau^- ir. Þeir keyptu vatnsleiðsluna hér i bænum af félagi, sem átti hana og borguðu andvirðið út í hönd. I orði er að leggja héðan akveg til stærsta jökulsins, sem til er í Al- aska. Hann er sex mtlur héðan. uppástungumaður bauð að gefa fimm hundruð dollara til þess. —* Þrjú stór gistihús hafa verið bygð hér í vor og fleiri aðrar stórar kvggingar verða reistar hér bráð- þegar. Yukonáin er nú um þaö að Vf rða ferðafær fyrir stóra báta og eru þeir að fiska og lenda í Daw- son. Fólk margt streymir nú til Dawson, og er líklegt að þar verði ekki mannekla í sumar, þvt að minni vinnuvon kvað þar vera en verið hefir und««farin ár. Bjöm Jónsson. Reykjavtk, 14. Maí 1908. Hallgrímur Sveinsson biskup hefir um tíma dvalið í Khöfn sér til Iækninga, en er nú á batavegi. 1 Úr Árnessýslu er skrifað 5. Maí 1908: “Norðanátt með kuldanæð- ingi og nokkru frosti næstum óslit- j' in síðan um sumarmál; þangað til I var ágætistíð. Vel hefir aflast í net í Þorláks- höfn, Eyrarbakka og Stokkseyri; mjög aflalítið á lóðir. Benedikt bóndi Benediktsson í íragerði hengdi sig sunnudaginn 25. f. m. Tvo undanfarna daga hafði hann ekki getað róið og kvartaði um, að sér væri ilt i höfði og fyrir hjartanu. Virtist hafa fengið snögg o gsérstök veikindi. Hann var fyrirtaks formaður og valmenni að öllu. Er að honum hinn mesti mannskaði.’’ Vestri frá 2. Þ. m. segir svo frá: “2. Apríl síðastl hrapaði niður fyr- ir björg 40—50 fjár, sem Einar Magnússon frá Glerárskógum, bóndi á Hvammi i Dölum, átti. Féð hafði verið heima á túninu í Hvammi ,en veður var hvast á út- sunnan, og í einni stormhviðunni hrakti féð upp dalinn, en byljirnir sem. eftir fylgdu keyrðu það upp á fjall og alla Ieið fram af klettun- um. 28 kindur fundust steindauð- ar, en hinar með lífsmarki, meira og fninna lemstraðar. Flest var féð fullorðið.” Reykjavík, 20. Maí 1908. Nýr vélarbátur, sem Hrólfur heitir, kom hingað fyrir skömmu fré Noregi, smíðaður þar fyrir séra Ól.Stephensen í Skildinganesi, Odd Gíslason málaflutningsmann, Sig- urð Jónsson í Görðum, Þorstein Sveinsson skipstjóra, Þórarinn Arnórsson í Skildinganesi og Hrólf Jakobsson, sem er formaður báts- ins. Báturinn er 45 fet á lengd, með 24 tonna lestarrúmi og 20 h. a. “Norröna” vél. Skriðhraðinn 7 mílur á vöku. Báturinn er úr eik, vel bygður og fagur á að sjá. Hann var 8 daga á leiðinni hingað frá 'Noregi, notaði vélaraflið i 3 daga, en annars segl. Vel er látið af bátnum ti! siglinga og eins af vél- inni, en hún er sömu tegundar eins þær vélar, sem hr. O. Ellingsen skipasmíðameistari selur hér. Báturinn á að stunda þorskveiö- ar rrveð netum. Þær hafa til þessa að eins verið stundaðar hér innan nesja og í grunnum sjó. En þessi bátur á að geta stundað netaveiðina á djúpmiðutn og byrjar hann að því leyti á nýjung hér í fiskiveið- unum. Skipstjórinn hefir í vetur sem leið dvalið í Lófóten í Noregj til þess að kynna sér veiðiaðferð- tna hjá Norðmönnum. Einnig hafa e gendurnir látið mann þann, sem yéHnni á að stjóma, dvelja í Nor- egi um tima til Þess að læra rétta meðferð á henni. Ætluain er að .' átnum sé haldið til veiða alt ár 'ð Sokkar, nærföt o. fl. Vér látum mikið yfir gæðunum, þeir sem kaupa láta mikið yfir verðinú lága. Tumbulls hvítur al-ullarnærfatnaður, létt- ur, silki líningar, er $3.00 verði,hver flík að eins......................$t.oo Karlm. kasmír sokkar og skrautlegir bóm- ullarsokkar vattav. 2oc. og 35C, þrjú pör fyrir.... ......................50c- Karlmannafatnaður og yfirfrakkar. Ómögulegt að lýsa þeim öllum. Þér trú- ið ekki hve ódýrir þeir eru nema þér sjáið sjálfir. Nýjasta snið. Karlm. Canada Tweet fatnaður, hinn bezti, seui fá má fyrir $7.50 og $8.50, fer fyr.........................$4-75 Sumaifatnaður, 2 flíkur, úr gráu Tweed, $10 00 og $12.00, nú fyrir....$4-97 Yfirfrakkar, Cravenette af meðal þyngd, góðir fyrir kvöldkulið. $10,00 til $12.00 virði á................'.$4-95 Hattarl Hattarl Hattarl Stráhattar, léreptshattar, allskonar hatt- ar, fyrir allar árstíðir. 20 af hundr. fyrir neðan vanaverð. Drengjafatnaður. Drengjafatnaður, tvær flíkur, $2.jo til $3.25 virði, á..................$1.90 Unglinga ullarfatnaður, brúnn, einhnept- ur og tvlhneptur $5.00 til $5. sovirði, á................................$2.45 Nokkrir drengjafatnaðir, 3 flíkur, svart Worsted Serges, ódýrir á $6.00 og $7.00. Nú færðir niður í.$3-9° Buxur. • Ódýrari en nokkurntíma áður. Yfir 5,000 buxur að velja úr. Canadian Tweed-buxur, stærðir 32, 33, 34, 35. 36 °g 40. $1.50 og $2.oo virði, á...................... 65C Buxur fyrir stóra menn, $3.50, $4.00 og $4.50 virði, fyrir að eins.... $1.75 Þér verðið að kaupa ný föt. Kaupið þau hér nú. Buxurnar yðar poka út, fá- ið yður nýjar hér. Merki: Blá stjarna THE Chevrier & Son. Winnipeg. BLUE STORE 452 Main St. á móti pósthúsinu WINNIPEG. og er hann vátrygður í Noregi. Séra Ólafur Stephensen valdi bæði bátinn og vélina eftir fyrir- myndum. er hann sá á Björgvinar- sýningunni i fyrra. Grænlandsfar, eitt af skipum grænlenzku verzlunarinnar, “Hans Egede”, kom hér inn í vikunni sem leið. Með því var danskur læknlr, 2 Grænlendingar, sem eiga að nema læknislist í Höfn, og 2 grænlensk- ar stúlkur, sem eiga að nema þar yfirsetufræði. Sagt er að Skúli Thoroddsen komi lieim með Sterling 22. þ. m., en hinir nefndarmennirnir með Laura 29. þ. m. Ný skáldsaga er nú prentuð eft- ir Guðmund Magnússon. Hún heitir “Heiðarbýlið”, og er fram- hald af skáldsögpinni “Höllu”, sem út kom fyrir tæpum tveimur árum. Fálkinn tók í síðastl. viku fransk i an botnvörpung ,Marguerite, í land helgi nálægt Dyrhólaey og kom með hann hingað inn á Reykja- víkurhöfn. Sekt 1,200 kr. og afli og veiðarfæri upptækt. Síðastl. föstudagskveld lenti franskt botnvörpuskip á sker, sem kallað er Jörundur, út af Skerja- firði. Skipverjar kveytku hjá sér bál til Þess að gera vart viö strand ið og höfðu einhverjir séð það héð- an úr landi. En bjargað var skip- inu af norskum botnvörpung, sem var hér úti í flóanum, og dró hann það hingað inn á höfn, og það hleypti þá upp á Efferseyjar-grand ann, til Þess að sökkva ekki. Það heitir Alexander. Reykjavík, 23. Maí 1908. Frá Khöfn er skrifað 11. þ. m : “Fullnaðarpróf við Landbúnaðar- háskólann í búfræði hafa þeir tekíö Ingimundur Guðmunlsson úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu og Benedikt Blöndal fsonur Magnús- ar Blöndals frá HVammi, nú kenn- ara i StykkishólmiJ, báðir með 1. eink.” Enskt blað‘ ,‘Daily Telegraph", frá 8. þ. m., segir frá þvi, að kveld ið áður hafi félagið “Víking Club” í Lundúnum haldið samsöng í Stoneway Hall og hafi mikið af söngskránni verið norrænir söngv- ar. Það nefnir lög eftir E- Grieg og Sveinbjöm Sveinbjörnsson. — 1 Samsöngurinn hófst með laginu “ísland’ ’fþ. e. “Ó fögur er vor fósturjörð”J eftir Sveinb. Svein- björnsson, cg stýrði hann sjálfur söngnum. Annað lag eftir hann enskt kvæði, “Gröf víkingsins”, nefnir blaðið einnig að sungið hafi verið, og lætur vel af báðum. En mikilvægan þátt i söngskránni tel- ur það lög Svb. við kvæðaflokkinn til Friðriks konungs VIII., og var hann sunginn í enski þýðingu. Blaðið hrósar bæði lögunum og söngnum. Svb. lék sjálfur á hljóð- færi undir. Frá Isafrði er skrifað 9. Maí “í síðustu viku hefir hér verið ein- hver mesti afli, sem eg man til aí hafa heyrt talað um. Einn vélar- bátur í Bolungarvík fékk á 26 kl.- ,st. 150 kr. í hlut. 3 bátar frá Ás- geirssonsverzlun fengu á einum degi 40,000 pund af fiski til sam- ans. Margir bátar urðu að seila, og sumir gátu eigi dregið allar Ióð- ir sínar. I dag og í gær minni afli vegna poku, en alment 2—4,000 pund.” Bæjargjaldkeri var kosinn af bæj- arstjórninni í fyrra kveld Borgtþór ■ Jósefsson verzlunarmaður. Mikil kepni var um starfið og sóttu 15, þar á meðal 2 prestar. Þeir Einar Árnason kaupmaður og Borgþór fengu jöfn atkvæði, en Borgþór vann við hlutkesti. — Lögrétta. Eftirtekt neytenda er hér með vakin á Rare öld Liqneur Whisky Hver flaska hefir skrásett vörumerki og og nafn eigenda J. & W. HARDIE Edinburg ÞaO sem sérstaklega mælir með því til þeirra sem neyta þess er aldurinn og gæði þess sem alt af eru hin sömu. ..Loksins fékk eg það!“ ' ‘Tlte Miqnaiý Þessar verzlanir f Winnipeg hafa það til sölu: HUDSON BAY CO. RICHARD 'BELIVEAU CO., LTD. GEORGE VELIE GREEN & GRlFFITHS W. J. SHARMAN STRANG & CO. VINE AND SPIRIT VAULTS, LTD. A. J. FERGUSON. KAUPMENN! Þegar þér þurfið að láta prenta eitthvað, hvort heldur bréfform, reikn- ingsform, umslög eða eitthvaö annað — þ á sendið pantanir yðar til prentsmiðju Lögbergs og skulu þær fljótt og vel afgreiddar. —Pöntunum utan af landi sérstakur gaumur gefinn. hvað sé í öðrum bjúgum, þegar þér vitið með vissu hvað er f Tomato bjúgunum hans Fraser. Vér er- um ekkert hræddir við að láta ykkur sjá tilbúning þeirra. Biðjiö matvörusalann um þau eða Verið ekki að geta til D. W. FRASER, 357 William Ave. Talsími 64s WINNIPEG 17RUÐ þér ánægðir með þvottinn yðar. Ef svo er ekki, XI Ct^n/Iar/I I ann/irt Cí\ þá skulum vér sækja hann til yðar'og ábyrgjast að I llt? OlulKJdl (J LdUllury LÁ), þér verðið ánægðir með hann. W. NELSON, eigandi. TALSÍMI 1440. Fullkomnar vélar. Fljót skil. 74—76 AIKINS ST. Þvotturinn sóktur og skilað. Vér vonumst eftir viðskiftum yðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.