Lögberg - 27.08.1908, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.08.1908, Blaðsíða 2
2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST 1908. ÍSLAND. Útgarös-vörSur fegurst ríms og rúna , Ránar-drotning sezt í álfur tvær. Græn-mötlaða, feyki-földum búna Fjalla-eyjan, móður-jöröin kær. Þú hefir snortiö eldi meö og anda, Eyjan litla, marga fjarri strönd — Þegar fjöllin þin í glóðum standa þá fer kippur gegn um önnur lönd. Það hrökk margur lás af liöum hálsins Landvættanna þinna skjóli í, Eld-gígsins með arnar-vængi bálsins, Ássins þins með snæ og þoku-ský. Kjörkaups-snópur örum árar-togum Undan flýtti og seglum stögin hlóð, Þegar hnjúkar veifðu vafur-logum Vexti brim og hregg af landi stóð. Tungan þin, með strengjum söngs og sagna, Setti um Miðgarð frjálsan lista-vörð — Hjá þér enn í rökkri allra ragna Rofar fyrir nýrri og betri jörð. Þú átt líka sumar sólskinandi, Sælu-dal og yndisstunda-hlíð. Meira er hitt, ei eru í öðru landi Öræfin eins hjartanlega fríð. Tára-bjart er blikið yfir holtin, Bruna-hraun og gráan ægisand. Beinin vorra feðra feigðar-soltin Frjófga þau og helga >6113 land. Vermist upp og vökvist þessi moldin! Vist er gull i þessum hauga-eld. Aldrei skyldi gröfin þeirra goldin Gjaldi, og túnin niðja þeirra seld. Leið þig sjálfa! Fólk þitt verður fríðast Frjálst með sig og þennan erfða-blett. Trúðu ei, barn, sá bróðir muni ei níðast Bróður á, sem togar loginn rétt. Trú þvi ei. að. vina virðing safnist Við að lúta ósanngirni i hag — Fyrsta ráð að réttur manna jafnist, Ratast til að fáist bræðralag. Enn er 'sætt, þó sigri ei tímans vörnin, Sé ei fargað ósanngirni í vil — Hinurn, sem i fáti binda börnin, Bölva þau að hafa verið til. — Það er mætt, að minnast þín i ljóði Móðurjörð. við þetta flúna lið. Hva^a annað útlaginn í sjóði Óðinn þann sem staðið gæti við? Eyjan vor! Þú varpar öllum böndum, Verður frjáls og gengur heilla-stig — Þá skal yndi út‘ í vestur-löndum Að eiga dag og syngja fyrir þig. 1.—6.—’o8. Stephan G. Stephansson. * * * Kvæði þetta var ort til að flytja 2. Ágúst 1908 c íslendingadegi hér i Winnipeg. Vér teljum þett; snjalla kvæði þess vert að miklu fleiri fái að sjá það, en þeir sem lesið hafa í bæklingnum, sem það var gefið út í, og leyfum oss þvi að birta það hér.—Ritstj Isienzkur stjórnmálafundur. Samkvæmt fundarboði frá nokkr- um mönnum, var haldinn almenn- ur fundur í Hóla-skólahúsi í ísl. bygðinni í Alberta, 8. Ág. 1908. Forseti var kosinn G. S. Grims- son, fundarskrifari J. J. Húnford. Forseti kvaddi hr. St. "G. Stephan- son til að skýra fyrir fundinum málefni það, sem væri' á dagskrá, sem vieri stjórnar- og frelsis-bar- átta íslenzku þjóðarinnar gagnvart Dönum. Hr. Stephansson gat þess fyrst, að mest væri komið undir því, hvort menn álitu betra að vera frjáls eða ófrjáls; leiddi hann að því 1 jós rök að frelsi og sjálfstæði leiddi ætið til framfara, ekki síður fyrir heilar þjóðir én hvern ein- stakling. Síðan skýrði hann fyrir fundinum öll helztu atriði í frum- ^arpi millilandanefndarinnar, og rökstuddi hve frumvarpið væri skaðlegt fyrir land og Þjóð, eins ; ag það lægi fyrir; alt væri i hönd- J jm Dana, þar sem sameiginlegu ( málin væru óuppsegjanleg; í á- greiningsmálunum hefðu Danir alt í sinni hendi, þar sem gjörðar- dómurinn væri skipaður að eins tveimur íslendingum, en dómsfor- seti skyldi ætíð vera hæstaréttar- dómari Dana. Ekki væri a^nað líkara en Danir settu á stofn her- stöðvar á íslandi, þar sem þeim væri fengin landvöm i hendur; færu þeir þá með þann afla sinn, eins og þeir vær.u menn til, en dæmi sæu menn Þess annarsstaðar, að beitt hefði hervaldinu verið á stundum til Þess að bæla niður sérhverja frjálsa hreyfingu og kúga þjóðirnar. Hann sagði, að sumir álitu Island svo fátækt, að það gæ'ti ekki þess vegna skilið fjárhaginn við Dani; en ekki kvaðst hann vera þeirrar skoðun- ar, að ísland gæti eigi borið sig undir sjálfstjórn; eigi væri alt undir auðmagni komið, heldur að féð væri sem jafnast í höndum þjóðarinnar. Hann kvað það vera sína skoðun, að jafnvel þótt Vest- ur-ísl. gætu ekki haft beinlínis af- 9kifti af stjórnmálum íslands, þá samt gætu þeir unnið málefni þessu gagn með því að beita áhrif- um sín.um í rétta átt, og það ættu þeir að gera. Ó. Sigurðsson kvaðst vera hlynt- ur frjálsri stjórn, enda heyrði hann til jafnaðarmannaflokknum; það væri sín innileg ósk, að ísland fengi það stjórnarfyrirkomulag, sem leiddi þjóðina til sjálfstæðis og framfara. Hann kvaðst vera hr. Stephansson mjög þakklát’Ti fyrir, hve ljóst og vel hann hefði skýrt fyrir fundinum þetta mál. Hr. Jóh. Björnsson sagði, að sín hugmynd væri sú, að ísland yrði sjálfstætt ríki, með fullum að- skilnaði við Dani, og óskaði, að fundurinn beindi áhrifum sínum i þá átt; kvaðst hann hafa í þvi skyni samið ávarp til íslenzku þjóð arinnar, sem hann las þá upp, og afhenti fundarskrifara. C. Johnson kvaðst álíta það skyldu Vestur-ísl, að hvetja heima þjóðina til að hakla fram fullum réttindum sínum gagnvart Dönum. Hann kvaðst óska, að ísland yrði sem fyrst sjálfstætt ríki, sem réði sjálft öllum sínum málum. S. Goodman sagði sér virtist, eftir því sem fram hefði komið í umræðunum, að fundurinn hefði farið í kring um sjálft málefnið; umræðurnar hefðu gengið út á það, að ísland yrði lýðstjórnar- ríki. Ekki hefði Skúli Thorodd- sen haldið fram lýðstjórn, né held- ur því, að fella frumvarpið heldur vildi því væri breytt í ýmsum at- riðum. Forseti sagði, að það væri þeg- ar upplýst, að Danir heimtuðu annað hvort að íslendingar tækju frumvarpið óbreytt, eða höfnuði því með öllu; ekkert virtist vera á móti því, að benda heimaþjóðinni á hvað tiltækilegt væri. J. J. Húnford sagði, að um fram alt riði hinni íslenzku þjóð á, að hafna frumvarpinu. Allir, sem hefðu lesið það, hlytu að sjá, að yrði það að samningi við Dani, þá væri land og Þjóð ánauðug um aldur-og æfi; frumvarpið tæki frí hinni íslenzku þjóð alla möguleg- leika til að krefjast réttar síns, en yrði með því óuppsegjanlega inn- limuð í hið danska ríki; Vestur- íslendingar ættu því að hvetja þjóðina heima til að hafna frum- varpinu en krefjast þess, að ísland verði fullveðja ríki. C. Christinsson gerði þá tillögu, að fundurinn kysi 5 manna nefnd til að semja áskorun til tslenzku þjóðarinnar. Tillagan var studd og samþykt. Eftir stundarbið lagði nefndin svolátandi tillögu fyrir fundinn; “Vér undirritaðir nefndarmenn ráðum fundinum til. að senda Þjóð inni á íslandi svolátandi “Áskorun.” “Hér með skorum yér á alþjóð Islands, að hafna algerlega milli- landanefndar - frumvarpinu, en krefjast þess, að ísland verði full veðja ríki, slitið að f.ullu og öllu úr stjórnarsambandi við Dani.” G. S. Grímsson, J.J.Húnford. C. Johnson, A. Christianson, C. Christinsson. Fundurinn samþykti tillöguna pieð öllum atkvæðum. Forseti spurði þá, hvort nokkur vildi taka til máls frekar í þessu máli. Th. Davíðsson tók þá til máls, og sagði, að jafnvel þó hann væri samþykkur áliti fundarins, þá samt gæti hann ekki fallist á þá tillögu, að Island yrði nú þegar lýðveldi; hann áleit, að íslending- ar mistu. svo mikil hlunnindi, sem þeir hefðu hjá Dönum, einkum í mentalegu tilliti; svo sem aðgang að ýmsum dýrmætum söfnum; nefndi til þess háskólastyrkinn og safn Á. M., með fleiru. Lýðveldi kvað hann þrífast misjafnt, og nefndi til dæmis lýðveldin i Suður og Mið Ameriku. Hr. Stephansson sagði að hlunn indi þau, sem íslendingar hefðu hjá Dönum, væru ekki mjög/mik- ils virði. Danir hefðu i raun réttri aldrei gert neitt fyrir Island; ekki eitt einasta lagaboð hefðu Danir gefið íslendingum, sem miðað hefði til umbóta; það sem fengist hefði úr þeirri átt, mættu Islend- ingar þakka sjálfum sér; þeir hefðu fengið það með striði og baráttu. Hvað safn Á. M. áhrærði, þá væru sterkar líkur á því, að íslendingar ættu það en ekki Dan-<- ir, enda hefði þvi verið hreyft, að láta iþá sýna eignarheimild fyrir safninu. — Hvað lýðveldin á- hrærði, er síðasti tölumaður hefði tekið til dæmis, þá væri það sann»- ast að segja, að þar værin engi engin lýðstjórn, heldur kirkju- stjórn. Ákveðið var að senda Blaða- mannafélaginu í Reykjavík áskor- un þessa, og láta prenta hana á- samt þessari fundargjörð í vestur- íslenzku blöðunum. G. S. Grímsson. JÓnas J. Húnford. Búðarstúlkur missa krafta. Þcer hœtta heilsunni heldur en að Missa atmnnuna og verða svo heilsulausar. Þúsundir skynsamra, ungra og alvarlegra kvenna, sem vinna fyrir sér á skrifstofum og hjá verzlun- arhúsum fjarri heimilunum, þjást oft ákaflega vegna þess að þær leggja of mikið á taugarnar, en vantar krafta. Þær eru máttvana, hafa stuttan andardrátt og eru taugaóstlyrkar. Þjær fá aldrei stund til hvíldar, þegar höfuðverk- ur og bakverkur þjá þær svo að hver klukkutími finst vera heill dagur. Það er því ekki að undra, þó roðinn hverfi af kinnunum og fölvi færist yfir þær, augun verði dat f og fjörlaus og fegurðin hverfi smátt og smátt. Konur, sem vinna í búðum, eru ellilegri en þær hafa aldur til vegna verksins og áhygnanna. Það sem þær þurfa oft með, er meðal sem styrki þær á daginn. Dr. Williams Pink Pills eru sannarleg fæðafyrir hungrað- ar taugar og þreyttan heila búðar- stúlkna. Þær búa til mikið rautt blóð, einmitt það sem þær Jconur þurfa til að halda heilsu og feg- urð. Þær gera augun björt, skap- ið létt og erfiði og Þunga dagsins auðvelt. Miss Alexandrina Bedard, vél- ritari að 36 Richelieu St., Quebe»% kemst svo að orði; “Síðustu tvö ár hefir líkamsbygging minni stöð- ugt farið aftur vegna þess að eg hefi orðið að sitja inni yfir ritvél- inni. En það eru ekki nema sex Ny haustföt nykomin. Nýjasta gerð. Nýjasta snið. Komið og lít- ið á fallegu brúnu fötin. Til sölu nú á $14.75 The Cammonuuealth _________Hoover & Co. THE MANS STONErCtTYHALL SQtíARE. mánuðir frá því að eg vaf svo langt komin, að það leið yfir mig siðdegis dag einn af máttleysi. Eg fann greinilega hvað hætt eg hafði verið komin, því eg varð að liggja í rúminu vegna þess að eg var svo kraftalaus að eg gat ekki einu sinni gengið um gólf. Læknirinn kom til mín og stundaði mig, en eftir mánuð var mér ekki hót far- ið að batna. Um það leyti las frænka min að ung stúlka hefði læknast með því að brúka Dr. Williams’ Pink Pills, en sjúkdóm- ur hennar líktist mikið minni ves- öld. Eg tók að brúka þessar pi-11- ur daginn eftir og eg þakka þeim það að eg varð alheilbrigð aftur. Eg hafði ekki lokið meira en úr þremur öskjum þegar eg fór að finna mun á mér og þegar eg hafði tekið pillurnar inn eitthvað mánað artíma, var eg orðin hrau-stari en nokkru sinni áðurJI. Þér getið fengið Dr. Williams’ Pink Pills hjá öllum lyfsölum eða með pósti á 50 cent. öskjuna, sek öskjur fyrir $2.50, frá Dr. Willi- ams’ Medicine Co., Brockville, Ont. IIUBBARD, HANNESSON & ROSS lögfræðingar og málafærslumenn 10 Bank of llamilton Chambers . WINNIPEO. TALSÍMI 378 CH. GOLDSTEIN SKÓR og STi'VEL Lægsta verS, en gæðin mest. Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn. -696 WELLINGTON AVE. STEFAN JOHNSON liorni Sargent Ave. »g Ðowning St. hefir ávalt til nvjar Á F I R 1 J á hverjum degi BEZTI SVALADRYKKUR Thos. H. Johnson. Islenzkur lögfræBlngur og mi.lt. færslumaður. Skrlfstofa:— Room 83 Canada Llfr Block, suðaustur hornl Portag* avenue og Main at. Utanáskriít:—p. o. Box 1384. Teiefðn: 423. Winnipeg, Man. •W-l-M I M-I-H-H-H-I-I I I hh.- Dr. B. J. BRANDSON Office: 650 William Ave. Telephone; 89. Office-tímar; 3—4 0g 7—8 e. h. Heimili: 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. •M-H M I I Hrí-I-þ I I I I I I t i-.h Dr. O. BJORNSON Office: 650 William Ave. . Telephone: 89. Office-tímar: 1.30-3 og 7-8 e.h. Heimili; 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. *H-H d I I I I I i- m-i- -H-H-H H< 1. M. Clfl?!iopn, M D læknir og yflrsetmnaður. Hefir keypt lyfjabúðina á Baldur, og hefir Því sjálfur umsjón á 511- una meðulum. Elizabeth St., BALDUR, . MA.N. p.s.—ÍBlenzkur túlkur við hendina hvenær sem þörf gerist. •H-H-H-H-t I I >.t I I 1 I I I I 1Þ N, J. Maclean,?M. D. M. R. C. S. fEnh Sérfræðingur í kven-sjúkdómum og uppskurði. 326 Somerset Bldg. Talsími 135 Móttökustundir: 4—7 síðd. og eftir samkomulagi. — Heimatalsimi na. E. Nesbitt Tals. 8218 LYFSALI Cor. Sargent & Sherbrooke Komiö meö meöalaforskriftina yöar til vor. öllum meðalaforskriftum. sem oss eru færðar er nákvæmur gaumur gefinn, og þær samsettar úr hreinustu og nýjustu lyfjum, og alt fljótt af hendi leyst. Vér höfum allar beztu tegundir af vindl- um, tóbaki og vindlingum. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast am útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minmisvarða og legsteina Telephone 3o6. Islenzkur Plumber G. L. STEPHENSON. 118 Nena Street. — — Winnpeg. Noröan við fyrstu lút kirkju Stefán Guttormsson, MÆLINGAMAÐUR, 663 AGNES ST„ W’PEG. THE DOMINION SECOND HAND STORE Fyrirtaks föt og húsgögn. —• Brúkaðir munir keyptir og seldir íslenzka töluð. 555 Sargent ave. F. L. KENNY M A L A R J. C. Snædal tannlœknir. Lækniogastofa: Main & Bannatyne DUFFIN BLOCK. Tel. 5302 Hjá honum fást alls konar skilti af fínustu tegund ; : : OLASSKILTI MET) filll.l.smvi 419 Main St., WIWIPEfí. Tal»- 2955. Á V A L T, ALLSTAÐAR í CANADA, BIÐJIÐ UM EDDY S ELDSPÍTUR Eddy’s eldspítur hafa verið búnartil i Hull síöan 1851. Stööugar endurbætur á þeim í 57 ár hefir oröið til þess aö þær hafa náð meiri fullkomnun en nokkrar aörar. Seldar og brúkaöar um alla Canada. o o “w- isr Hi VILJUM VÉR SÉRSTAKLEGA MÆLA MEÐ LAGER.------------------------ÖL,-----------------------PORTER. CEOWN BEEWEEY CO-, talsi'Mi 3960 ] IR, ---------------LINDARVATN. 30Q STELLA -A.'VIEL., WINNiPPG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.