Lögberg - 15.10.1908, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.10.1908, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1908. RUPERT HENTZAU xrriB iNTHONY HOPE. »M I I I 'I'■l-H-H-I-H-H-H-I-I-fr ■M"H XIII. KAPITULI. ■~Me I, Háa laglega stúlkan var a8 taka hlerana frá búöargluggunum í Konungsstræti nr. 19. Hún fór sér hægt aö tþví, en roöimi í kinnunum á henni og glampinn í augunlum bar vott um aö henni var mikiö í bug >ó aö hún vildi dylja þaö. Gamla Mrs. Holf studdist fram á búöarboröiö, og tautaöi eitthvaö í gremju sinni yfir því, aö Bauer skyldi ekki vera kom- inn. En þaö var engin von til, aö Bauer væri kom- inn inn, iþví aö hann var enn i sjúkrahúsinu viö lög- reglustööina, og þar voru einir tveir læknar aö stumra yfir honum. Gamla konan vissi ekkert um þetta. Hún vissi aö eins aö hann haföi fariö ut aö njósna. Ekkert vissi hún um hvar hann var aö njósna, þó hana grunaöi eftir hverjum hann væri aö leita. ^ “Ertu viss um aö hann hafi ekki komiö aftur?” spuröi hún dóttur sína. “Eg varö aldrei vör viö aö hann Jtæmi,’’ svaraöi stúlkan, “og eg var þó hér í búöinni meö ljós þangaö til fór aö birta.” “Hann hefir nú veriö í burtu í tólf klukkustundir og engin boð komiö frá honum. Og nú kemur Rúp- ert greifi bráöum, og þaö verður víst gaman að heyra til hans, eöa *hitt þó heldur, ef Bauer veröur ekki kominn.“ Stúlkan svaraöi engu; hún var nú búin aö því, sem hún var aö gera og hórföi út á strætiö. Klukkan var orðin rúmlega átta, og margt fólk var á götunni, flest af iþví fátæklega til fara. Efnaöa fólkiö var enn ekki komið á kreik. Á akveginum mátti helzt sjá sveitavagna. Bændur voru þar að flytja busaf- uröir sínar til torgsins, í stórbænum. Stúlkan horföi á mannaferðina, en var þó alt af hugsa um tígulega manninn, sem komið haföi um nóttina og beiðst eftir hjálp af henni. Hún hafði heyrt skammbyssuskot- iö úti fyrir; í því að hún heyröi hvellinn slökti hún á lampa sínum, og iþegar hún stóö og hlustaði iþnan viö huröina haföi hún heyrt fótatak flóttamannanna, og rétt á eftir iaö lögregluþjónarnir komu. Þaö var svo sem auðvitað, aö Iögregluþjónarnir mundu ekki hafa þoraö aö leggja hendur á konunginn; en um Bauer geröi minst tii, hvort hann var lifandi eöa dauöur. Ekki var hún aö fást um það, hún sem var aö iþjóna konunginum í baráttunni viö óvini hans. Ef Bauer var í þeim óvinahópi, þá mundi henni bara þykja vænt um, ef sá óþokki heföi veriö drepinn. En hvaö konungurinn hafði gripið laglega til bans og fleygt honum út í forina !Hún hló með sjálfri ser yfir því, aö móöir hennar skyldi ekkert vita um gest- inn, sem átti tal viö hama um nóttina. Sveitakerrurnar dröttuöust hægt og hægt fram hjá. Ein eöa tvær námu staöar úti fyrir búöinni og ökumennirnir buöu ávexti til sölu. Gamla konan vildi ekkert sinna þeim, og bandaði gremjulega hend- inni til þeirra svo þeir skyldu fana. Þrír höföu nú numiö þar staöar og fariö svo fram hjá, og gamla konan nöldraði ilskulega Þegar hún sá fjórða vagn- inum lokuðum ekið að dyrunum. “Viö ætlum ekkert að kaupa; burt meö ykkur, burt meö ykkur!” hrópaði hún hranalega. Ökumaöurinn stökk ofan úr sæti sínu,án þess aö anza henni, og gekk aftur meö vagninum. “Þá erum við komnir, herra minn,” kallaði hann. “Þetta er Konungsstræti nr. 19.” Nú heyrðist hvæs, og löng stuna, eins og til manns- er réttir úr sér hálf-makindalega og hálf- gramur við að vera vakinn upp af værum blundi. “Gott og vel. Eg skal koma út,” var svaraö. “Á, þoð er greifinn,” sagöi gamla konan viö dótt- ur sína mjög ánægjuleg. “Hvaö skyldi hann nú segja um Bauer ræfilinn?” Rúpert Hentzau rétti höfuöiö út um vagndyrnar, horföi til beggja handa eftir strætinu, gaf ökumann- inum nokkrar krónur, stökk út úr vagninum og hljóp skyndilega yfir steinstéttina og inn í litlu búöiaa. Vagninum var svo ekið af stað. “Það var gott, að eg skyldi rekast á hann,” sagöi Rúpert glaölega. “Vagninn sá ama skýldi mér vel, og þó »að eg sé fríður sýnum, þá má eg ekki láta alt of marga Streslau-búa sjá framan í mig. Sæl og blessuð, gamla konan. Hvaö er aö frétta. Og sæl vertu, unga »blómarósin. Hvemig líður þér?” Hann strauk glófanum.sem hann var nýbúinn að taka af sér um vangann á stúlkunni. “Fyrirgefðu mér,” mælti hann eftir litla Þögn, “glófinn sá arna er ekki nógu hreinn til þessa,” og um leið leit »hann á gula glóf- ann, er var ataöur dökkum ryðlitum blettum. “Hér er alt með sömu ummerkjum og þegar þér ’fóruð, Rúpert greifi,” sagði Mrs. Holf, “nema að Bauer, bjálfinn sá arna, fór út í gærkveldi—” “Einmitt þaö? En er hann ekki kominn aftur?” “Nei, ekki enn þá.” “Hm. Hefir enginn annar komið hér?” spuröi hann svona upp á von og óvon. Gamla konan hristi nöfuðið. Stúlkan sneri sér undan brosandi. Hún bjóst við að “enginn annar”, mundi eiga við konunginn. Hún ætlaði að minsta kosti ekkj að láta þau heyra neitt um iþað eftir sér. Konungurinn sjálfur hafði lagt aö henni að Þegja. “En hefir ekki Rischenheim komið?” spuröi Rúp- ert. “Ójá, hann kom, lávaröur minn, rétt eftir aö þér voruð farinn. Hann ber hendina í fatla.” “Svo!” hrópaöi Rúpert hissa. “Eins og eg bjóst viö! Fjandinn hafi hann! Bara eg gæti gert alt sjálfur, og Þyrfti ekki >að eiga neitt nndir mönnum, sem eru bjálfar og klaufar! Hvar er greifinn?” “Hann er uppi á efsta loftinu; þér ratið upp.” ' “Ójá, en mig langar í morgunverö, húsmóöir.” “Rósa getur fært yður hann undir eins, lávarður minn.” Stúlkan fór meö Rúpert upp hrörlegu stigana í þessu gamla háreista húsi. Þau fóru upp yfir þrjú loft og engin íbúð var á neinu þeirra. Síðast fóru þau upp mjög brattan stiga og voru þá komin aö þakherberginu. Rúpert opnaöi dyr rétt við upp- göngubrúnina, og sté kýmileitur inn í langt og mjótt herbergi og Rósa á eftir honum. Herbergiö var hátt í miðjunni, en lækkaðj eftir þakhallanum til hliöanna, svo aö þaö var litlu hærra en sex fet við dyrnar og gluggann. Inni var eikartx>rð og fáeinir stólar; tvö járnrúm stóðu við vegginn hjá glugganum. í ööru rúminu var enginn. I hinu lá Luzau-Rischenheim greifi í öllum fötunum, og hægri höndin á honum var hjúpuð í smeyg úr svörtu silki. Rúpert nam staðar á þrepskildinum og leit brosandi til frænda síns. Stúlkan gekk in nog aö skáp einum, tók þar út glös og disVa og annan borðbúnaö. Risöhenheim spratt upp og stökk fram á gólfiö. “Hvað er að frétta?” spurði hann með ákefð. “Þú hefir þá sloppið frá þeim, Rúpert?” “Það lítur út fyrir það,” svaraði Rúpert létti- lega, fór inn gólfið, tylti sér á stól og fleygöi hatt- inum á borðið. “Já, það lítur út fyrir aö eg hafi sloppið, þó við sjálft lægi að mér yröi heimska mann- bjálfa eins að bana.” Rischenheim roðnaði. “Eg skal segja þér greinilega frá því bráöum,” sagði hann og leit hornauga til stúlkunnar, sem búin var að setja kalt kjöt og vín á borðið. Hún var nú að enda við að reiða fram matinn, en fór sér hægt aö öllu. “Ef eg heföi ekkert annað að gera, en aö horfa á falleg andlit — eg vildi gjaman að svo væri —, þá mundi eg biðja þig að vera hér kyr,” sagöi Rúpert og kinkaði kolli til hennar mjög hæversklega. “Eg hefi enga löngun til að heyra það, sem mér kemur ekkert við,” svaraöi hún fyrirlitlega. - “Það er sjaldgæfur og góður kostur á kven- manni!” svaraði hanti, opnaði hurðina fyrir henni og hneigi5i sig aftur. “Eg læt mér nægja þaö, sem eg veit,” kallaði hún til hans hróðug úr stiganum. “Og vera kann, að þér vilduð gefa töluvert til aö vita» þaö líka, Rúp- ert greifi!” “Það er ekki ótrúlegt, þvi að það eru undursam- legir hlutir, sem kvenfólkið veit!” svaraöi Rúpert brosandi; en hann lokaði hurðinni og gekk hratt yfir j að borðinu og sagöi úfinn á svipinn: “Jæja, segðu! mér þá hvernig þeir fóru >að blekkja þig, eöa hvernig stóð á því, að þú blektir mig, frændi.” Risohenheim fór á að þylja upp, hvernig þeir veiddu hann og léku á hann í Zenda, en Rúpert snæddi á meðan meö góðri lyst. Hann greip aldrei fram í og lét ekkert álit í ljósi, en þegar Rúdolf Rass- endyll var nefndur, leit hann snöggvast upp, hristi höfuðið og augun tindruöu. Þegar Rischenheim hafði lokið sögu sinni, iþá var hann aftur orðinn hýr og brosleitur á svipinn. “Ó, já, gildran var laglega lögð,” mælti hann. “Eg furöa mig ekkert á því, þó aö þú lentir í hana.” “En hvað er aö frétta af þér? Hvaö kom fyrir þig ?” spuröi Rischenheim meö ákefö. “Af mér er það að segja, að eg fékk skeyti þitt, sem ekki var Þó frá þér, og eg fór eftir því, sem þar var skipað, þó að Iþú ættir engan þátt í því.” “Fórstu ti! skothússins ?” “Já, vitanlega.” “Og hittirðu Sapt þar? — Hittirðu nokkum annan ?” “Ónei, eg sá Sapt alls ekki.” “Sástu ekki Sapt? En ætluöu Þeir þá ekki aö leggja gildruna fyrir þig?” “Það er mjög sennilegt, en hún hélt mér ekki,” sagði Rúpert, krosslagði fæturnar og kveikti í vindl- ingi.” “En hvern fanstu þá?” “Eg fann skógarvörð konungs, villigaltahundinn konungsins og — eg hitti reyndar konunginn sjálfan líka.” “Hittirðu konunginn í skothúsinu?” Skeytið þitt var ekki svo galið eftir alt saman.” “En þeir hafa hlotið að vera með honum Sapt, Bernenstein, eða einhver Þeirra.” “Þeir voru hjá honum skógarvörðurinn og villi- galtahundurinn eins og eg sagði þér áöan. Þar var enginn annar ma»ður eöa skepna.” “Og fékstu honum bréfið?” hrópaði Rischenheim skjálfandi af áfergi. “Ónei, ekki g«rði eg það frændi. Eg fleygði öskjunum til hans, en eg held aö hann hafi ekki feng- iö færi á að opna þær. Þaö komst aldrei svo^ langt, að eg gæti sagt honum frá bréfinu, sem eg var meö.” “Og hvers vegna?” Rúpert stóð upp og staðnæmdist frammi -fyrir Rischenheim, sneri sér á hæl, og leit framan í frænda sinn. Um leið blés hann öskuna af vindlingi sinum, og brost ánægjulega. Hefirðu ekki tekið eftir því, að yfirhöfnin mín er rifin?” spuröi hann. “Jú eg sá þaö.” “Jæja, villigaltaihundurinn ætlaöi aö bita mig, frændi, og skógarvörðurinn ætlaði aö reka mig i gegn — og konungurinn ætlaðj að skjóta mig sjálfur.” “Nú, nú, og hvernig fór? SegÖu þaö í öllum lif- andi bænum.” “Ja, það fór svo, aö engum Þeirra tókst að koiha því í verk, sem þeir ætluðu, frændi minn góður.” Rischenheim horföi á hann stórum augum. Rúp- ert horfði niður á hann góðlátlega. “Eins og þú getur ímyndað þér,” mælti hann enn fremur, “þá hélt forsjónin verndarhendi sinni yfir mér, svo að hundurinn bítur nú engan framar og skógarvörðurinn rekur engan í gegn. Það var líka satt að segja landhreinsun aö þeim báðum.” Svo varð þögn. Þá hallaði Rischenheim sér á- fram og sagði mjög lágt, eins og hann væri hræddur að heyra spurningu sina sjálfur; “En hvað er af konunginum að segja?” “Af konunginum? Nú ekki annað en það, að hann skýtur engan framar.” Rischenheim var stundarkorn álútur og staröi á frænda sinn. Svo hné ihann hægt aftur á bak á stóln- um. “Drottínn minn!” tautaði hann. “Drottinn 6IPS A VEGGl. > 4Sö“ Þetta á að minna yöur á aö gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“ viöar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgeröar gips „Gold Dust“ fullgeröar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips Skrifið eftir bók sem segir hvað fólk, sem fylgist með tímanum, minn! “Kopungurinn var flón,” sagöi Rúpert. “Heyrðu, eg skal segja þér þaö alt saman.” Svo dró hann til stól og settist hjá Rischenheim. Rischenheim virtist varla fylgjast meö því, sem hann var að segja. Frásögnin varð enn áhrifameiri vegna þess, hve léttúðugt Rúpert inti frá og óskamm- feilni hans stæltist við að sjá hve fölur og skjálfandi félagi hans var. En þegar sögunni v»ar lokið sneri hann upp á hrokkna granaskeggið, varö alt í einu al- varlegur og sagöi: “En samt sem áður er þetta býsna. alvarlegt mál.” Rischenheim haföi oröið afarflemt við þessi tíö- indi. Frændi hans hafði getað fengið hann til aö vera með í bréfmálinun; en Það gekk alveg fram af honum, að hamlaus óbilgimi Rúperts hafði leitt hann stig af stigi, þar til dauði konungs virtist svo sem eins og smáatvik í náöabruggi hans. Hann spratt á fætur og hrópaði: “En við verðum að flýja—viö verðum að flýja!” “Nei, við þurfum ekki að flýja. Þaö má vera, að við ættum að fara héðan, en við þurfum ekki að flýja.” “En þegar það kemst upp—?” Hann íauk ekki viö setninguna ,en hrópaði: “Hversvegna sagðir þú mér þetta? Hvers vegna komstu hingað?” “Nú, eg sagöi þér það, vegna þess að það var skemtilegt, og eg kom hingað af því að mig skorti fé til að fara nokkuð annað.” “Eg heföi sent þér peninga.” “Eg haföi komist að Þvi, að mér innheimtist meira þegar eg bið um það persónulega. En er líka alt búið, sem gera átti?” “Eg ætla engan hlut aö eiga í þessu framar.” “Þú lætur hugfallast of snemma. Blessaður konungurinn er nú til allrar óhamingju skilinn viö okkur, en drotningin okkar kæra er eftir. Og fyrir mildilega handleiðslu forsjónarinnar höfcum viö í höndum bréfið frá okkar kæru drotningu.” “Eg ætla engan hlut aö eiga í Þessu framar.” “Er þig fariö að fiöra í hálsinum?” og um leiö hermdi Rúpert gletnislega eftir bööli, sem ætlar að leggja snöru um háls glæpamanns. Rischenheim spratt skyndilega á fætur og reif opinn gluggann upp á gátt. “Eg ætla. ekki að ná andanum hér inni,” tautaði hahn armæddur á svipinn, og forðaðist að nta framan í Rúpert. “Hvar er Rúdolf Rassendyll?^ spurði Rúpert. “Hefirðu komist að því?” “Nei, eg veit ekkert hvar hann er.” “Við verðum held eg að komast eftir því.” Rischenheim sneri sér snöggkga að honum og mælti: “Eg átti engan hlut í þessu, og eg vil elckert meira við mál þín eiga. Eg var þar ekki. Hvaö vissi eg um að konungiurinn var þama? Eg er sak- laus. Eg vissi ekkert um þetta. Þaö segi eg satt.” “Þetta er alt rétt hjá þér,” svaraði Rúpert og kinkaöi kolli. “Rúpert,” hrópaði hann, “lofaðu mér aö fara, og sjáöu mig í friði. Ef þig vantar peninga, þá skal eg láta þig fá þá. Taktu við þessu í öllum guöannai bænum, og hafðu þig burt úr Streslau!” “Eg skammast mín fyrir að biöja um peningalán, frændi minn góður, en sannast að segja þá vanhagar mig um ofurlítið af peningum, þangað til eg get náö í mínar verömætu eignir. Þaö er þó líklega á vísum stað? Já, þaö er hérna.” Hann dró bréf drotningarinnar upp úr brjóst- vasa' sinium. “Betur aö konungurinn heföi ekki ver- iö annað eins flón og hann var,” tautaði hann gremju lega um leiö og hann stakk Því á sig. Svo gekk hann yfir að glugganum og leit út. HSnn sást ekki sjálfur utan af götunni, og engann var aö sjá í gluggunum andspænis. Karlar og konur voru á gangi á strætunum ýmist aö fara til vinnu, eöa úti sér tii skemtunar; þaö var ekki hægt aö sjá neinn óvanalegan brag á borginni. Rúpert horföi yfir hús- tþökin og gat þá séð konungsflaggið blakta á stöng yfir höllinni og hermanna bústöðunum. Hann leit á úrið sitt. Sama gerði Rischenheim. Klukkuna vantaði tíu minútur í tíu. “Rischenheim,’ ’hrópaði Rúpert, “komdu hingaö snöggvast. Littu hérna út á þetta.” er að gera. ManitobalGypsum Co., Ltd. SKHIFSTOFA OC JIYLSA WINNIPEG. PÍXN. ...... Rischenheim gerði sem honum var boöiö, og Rúpert lét hann horfa stundarkorn áður en hann tók til máls. “Sérðu noklcuð markvert?” spurði hann svo. “Nei, ekki vitund,” svaraði Rischenheim, stuttur í spuna og hnugginn af ótta. “Eg ekki heldur. Og þaö er býsna undarlegt, því að heldur þú ekki aö Sapt, eða einhver af vinum drotningarinnar hafi fariö til skothússins í gær- kveldi?” “Þaö ætluðu þeir sér, eg þori að sverja þaö,” sagði Rischenheim og fór nú að hugsa um þetta. “Efc Þeir hafa farið, þá hafa þeir hlotiö aö finna konunginn. Símastöð er í Hofban, að eins fáar míl- ur burtu. Og nú er klukkan tíu. Hvernig stendur i því frændi, að Streslau er ekki farin að syrgja kon- ung sinn? Hvernig stendur á því, aö ekki er flagg- aö í hálfa stöng? Eg skil það ekki.” “Eg ekki heldur.” tautaöi Rischenheim og haföi ekki augun af frænda sínum. Rúpert fór að brosa, og sló fingrinum á tann- garðinn. “Mig skyldi ekki undra,” sagði hann hugsandi, “þó aö Sapt hefði annan konung á boöstólum í annaö sinn. Ef svo væri—“ Hann þagnaði og virtist hugsa af kappi. Rischenheim greip ekki fram í fyrir hon- um, en stóö og horfði ýmist á hann eöa út Aim glugg- ann. Enn sást engin tilbreyting á götunum og enn Möktu flöggin dregiij í hún. Þaö var ekki orðið kunnugt um dauöa konungsins í Streslau. THE ,RED CROSS' SANITARY CLOSET. NotaO á þessum alþýOuskólum hér vestra: Neepawa, Killarney, Melita, Wolseley, McGregor og í hundruOum öðrura opinberum byggingum og á heimilum, Hiö eina ágæta salerni þar sem ekki er vatnsleiðsla, Einföld efnablöndun eyöir öllum saur. Fást einnig með skáplagi og má þá taka hylkið undan. Skrifið eftir upplýsingum. . / Skólagögn. Vér getum lagt til alt sem þarf til skóla. Sýningin okkar á Louisiana Purchase Exposi- tion í St. Louis, hlaut aðal verðlaunin. Það helzta efvér sýndum á sýningu þessari var: HNATTBRÉF, BLAKKBORÐ, JARÐFRÆÐISAHÖLD, STROKLEÐUR, LANDABRÉF, TEIKNIKRÍT, SJÓKORT, GLUGGATJÖLd SKÓLAPAPPÍR, PENNAR, BLEK, BLEKBITTUR og BLEKDŒLUR. Áður en þér kaupið annarstaðar sendið eftir verðskrá, ókeypis, Og biðjið um sýnishorn af því sem þér viljið kaupa. M Cro^s Siiiiti-y. Applianee Co. C#r. PRIMCESS and MeDERilWT AVE, WINNIPEG, - MAN. Við þurfum góða uinboðsmenn. EiNKU VI ,bán ir til fyrir beií'jr 05 gripiræ'ttarm jnn. Bánar til úr undnum gormvir Nr. 9, velgalvan- éraðir o> auðvalt a5 sitja þ er upp át í viðavan 'i ra sí siu -n >r't n vír m >5 þ arfa þy'tir. En»ir gad tir. J sem geta meitt góða gripi og þarfa ekki stáðagra viðgerða mið. Kostar ekk^rt meira en jafnmargir ^þættir af gi 11 i/ir, ag e a i \ ft f j 5r 1 n sinnum len r . Nánari upplýsingar gefnar og verðlisti mið myndum og sýnishorn af girðingunum sent ef um er beðið. -W'Vírioka vor. ÓSKAÐ EFTIR ÁREIÐANLEGUM U.MBOÐSMÖNNUM. The Great West Wire Fence Co., Ltd ,f 76 LombardSt. Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.