Lögberg - 05.11.1908, Side 1
TRYGT
IIEYRIÐ
LÖGLEYFT
BÆNDUR
Talsvert inarrir bændur hafa keypt hluti í Home fíank.
sem vér söjðum yður frá fyrir skemstu. Viljið þér ekkj
leggja fé í GOTT OG ÓHULT FYRIRTÆKI. SEM GEF
UR STÓRA RENTU? Skrifið eftir upplýsingum til vor
um það.—Gleymið ekki að vér verzlum með korn í vagn-
hleðslum og að þér komist að betri kjörum hjá oss en-
nokkrum öðrum. Skrifið eftir upplýsingum til #
The firain firowers Grain Company, LM.
WINNIPEG. MAN.
D. C. Adams Coal Co.
KOL og VIÐUR
Vér seljum kol og’viS í smákaupum frá
5 kolabyrgjum í bænum.
* Skrifstofa: 22< BANNATYNE AVE.
% WINNIPEG.
21. ÁR. II
WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 5. Nóvember 1908.
NR. 45
Hon. Thos. Greenway"
Á föstudaginn var lézt austur í
Ottawa öldungurinn Thomas
Greenway, fyrrum stjórnarfor-
maður hér í Manitobafylki. Hann
hafði veriti lasinn, nokkra daga af
andþrengslum (asthmaj, og
iegið rúmfastur, og viku áöur en
hann lézt var hann talinn úr allri
hættu. En á fimtudaginn 30. f.m.
þyngdi honum aftur og aö morgni
þess 31. lézt hann snögglega úr
hjartasjúkdómi, að því er sagt er.
Thomas Greenway var fæddur
A
TIIOS. GREENWAY.
25. Marz 1838 x Cornwall á Eng-
Iandi og fluttist meS foreldrum
sínum til Ontario 1844. Þau sett-
ust aS í Huron County og naut
hann mentunar þeirrar er þar voru
föng á. Þegar hann var fulltíöa
fór hann aö gefa sig viö verzlun og
brátt tók aö kveða mikiö aö honum
í héraösmálum þar. Viö stjórn-
málum tók hann aö gefa sig milli
þrítugs og fertugs. Hann sótti
um þingmensku í South Huron
1872 og 1874 og hepnaðist eigi aö
ná kosningu, en síðari kosningin
var ógild og Greenway kosinn i
einu hljóöi áriö eftir, 1875. Mr.
Greenway haföi lýst yfir þvi, aö
hann væri óháöur, og átti þvi litl-
um vinsældum aö fagna á þinginu
af hvorugum stjórnarflokki, og
mun þaö að nokkru leyti hafa'vald
iö þvi, aö hann sagöi af sér þing-
mensku 1878, og það í kjördæmi
sem hann haföi sótt fast aö vinna.
En aðallega mun orsökin hafa
verið sú, aö hann vildi hingað vest-
ur í land. Hann geröi sér stór-
miklar vonir um Vesturfylkin sér-
staklega Manitoba og flutti hingað
og reisti hér stórbú.
Þessi nýi gestur hugnaöi sveit-
ungum hans í Manitoba svo vel, að
þeir kusu hann fyrir fylkisþing-
mann í því kjördæmi áriö eftir,
1879, °S hélt hann því kjördæmi
stööugt meöan hann gaf sig viö
fylkismálum.
Mr. Greenway kom þegar mjög
skörulega fram á þingi og sérstak-
lega í fylkisréttindamálinu og varö
þar leiðtogi frjálslynda flokksins.
Og þegar Norquay-stjórnin fór
frá varö hann stjórnarformaður og
tók viö því embætti í Jan. 1888.
Um tólf ára skeið stýröi hann
fylkismálum og fórst þaö mjög
myndarlega. Hann baröist fast-
lega f.yrir réttindum fylkisins og
ýmiskonar umbótum, svo sem sam-
kepni um flutninga og fleira, og
bændum reyndist hann trúr og
dyggur fulltrúi í hvívetna.
Áriö 1899 féll Greenway stjórn-
in og aftunhaldsmenn komust aö
undir forustu Hon. Hugh John
Macdonald, og furöa margir sig
enn yfgir þeim ósigri Greenways.
Greenway mundi þá fúslega hafa
hætt við að skifta sér af fylkismál-
um, þó að hann heföi enn veríö
kosinn til þings af Mountainbúum.
En áhangendur hans vildu ekki
heyra þaö nefnt og bentu honum á
að Rohlin mundi taka viö af Mr.
Macdonald, og þó aö Mr. Green-
way þekti Roblin vel, því að Robl-
in haföi áöur verið ötull fylgis-
maöur Greenways og frjálslynda
flokksins, hugöi hann aö þar væri
lítiö foringjaefni afturhaldsmönn-
nm.
En þegar til kosninga kom 1903
urðu afturhaldsmenn hlutskarpari
og héldu völdunum, enda voru þeir
vel við baráttunni búnir og árferöi
var hiö bezta og hjálpar það hverri
stjórn sem viö völd er.
Að þeim kosningum loknum
lýsti Greenway yfir því, aö nú ætl-
aöi hann alveg aö hætta aö eiga viö
fylkismál, og láta yngri mönnum
eftir leiötogastarfið, sem hann
haföi haft um hálfan þriöja tug
ára. Ætlaöi hann þá aö gefa sig
óskiftan viö umsjón á hinum mikla
búgarði, er hann átti viö Crystal
City, þar sem hann haföi haft aö-
setur síðan hann kom til Manitoba
og vildi helzt njóta ellinnar í næöi.
En þegar sambandskosningarnar
1904 báru aö, lét hanín tilleiöast
fyrir áskorun liberala að gefa kost
á sér til þingmensku í sambands-
þinginu og styöja þar stjórn þá,
sem barðist fyrir nýjium og hag-
kvæmum samgöngum og lækkuö-
um tollum á nauðsynjum bænda.
Mikiö þótti til hans koma á Ott-
awaþinginu, þó aö hann tæki þá
fast að eldast, og þótti hann þar
hinn sæmilegasti fulltrúi fyrir
Vesturfylkjamenn. Nú fyrir stuttu
síöan afréö hann samt aö gefa
ekki kost á sér til þingmensku aft-
ur og var hann þá skipaður í járn-
brautamálanefndina svo sem áöur
var frá skýrt hér í blaðinu.
Mr. Greenway hefir oröiö öllum
Canadamönnum harmdauöi, og nú
játa þa'ö jafnvel atkvæðamenn í
andstæðingaflokki hans fyrrum, aö
hann hafi verið hiö mesta mikil-
menni.
Sambandsstjórnin lét flytja lík
hans í sérstökum vagni með járn-
brautarlestinni sem kom hingaö á
sunnudagskveldið, og fylkisstjórn-
in sendi sérstaka lest til aö flytja
þaö til Crystal City á mánudags-
morguninn, og allir ráöherrarnir
hcr voru við greftrunina ásamt
miklum fjölda fólks, vina og kunn-
ingja hins látna öldungs og stór-
mennis.
Fréttir.
Núna um mánaðamótin varö
upphlaup i tyrkneska hernum í
Constantinopel. Viö því haföi
lengi veriö búist. Eitthvaö átta-
tíu upphlaupsmanna voru teknir
höndum, en nokkrir féllu. Sol-
dáns kvaö vera gætt í höll hans af
Ungu Tyrkjum eins og fanga,
vegna þess aö hann er grunaður
um aö vera aö æsa Tyrki til ófriö-
ar gegn Búlagríumönnum, og lítur
hclz( út fyrir aö hann veltist frá
völdum þá og þegar.
Siðan síöasta blaö kom út hefir
meiri hluti stjórnarinnar á þingi
aukist viö kosningu Hon. Rodolpe
Lemieux póstmálaráðgjafa, sem
kosinn var í Gaspe kjördæminu 29.
f. m. með 1,200 atkvæða meiri
hluta. Nú er afstaða flokkanna
þessi: Lib. Con.
Manitoba .. . 2 8
Saskatchewan .. 8 1
Alberta ■ • 4 3
Brit. Col .. 2 3
Ontario .. 38 48
Quebec • • 54 11
Nova Scotia... . 12 6
New Bruns. .. . . . . .. 11 2
Prince Ed. Isl. • • 3 1
134 83
meiri hluti liberala á þingi 51. —•
Ókosið enn í 1 kjördæmi í Quebec,
2 í Brit. Col., 1 í Saskatchewan og
í Yukon kjördæminnu. — Þess er
vert aö minnast í sambandi viö
kosningarnar i Ontario, að liberal-
ar unnu þar í hverju einasta kjör-
dæmi, sem Laurier talaöi i fyrir
þessar kosningar.
0r bænum.
Hon. J. H. Agnew, f jármálaráð-1
gjafi hér í fylki, kvað liggja hættu 1
lega veikur. Nýveriö hefir hann
veriö skorinn upp viö botnlanga-
bólgu.
Þær systurnar Guörun og Rann-
veig Egilsson frá Lögbergs-ný-
lendu, komu til bæjarins snemma í
fyrri viku. Þær búast við aö |
dvelja hér í vetur.
Ákveönar eru nú þegar þessar!
samkomur Stephans G. Stephans-1
sonar, auk þeirrar í Winnipeg í |
kvöld:
Að Wild Oak föstud. 6. Nóv.
í Marshland Hall, 7. Nóv.
I Goodtemplarahúsinu í Argyle
bygö miðvikud. þann 11. Nóv. —
Sú síöasttalda verður byrjuö kl. 3
síödegis.
Hinn 23. f. m. voru gefin sam-
an í Baldur af séra Fr. Hallgríms-
syni þau Björn Th. Jónasson og
Kristjana S. Pétursson. Þau lögöu
af stað samdægurs til Narrows, og
setjast að þar.
Miövikudagskveldiö 11. Nóv.
veröa sýndar rnyndir í Tjaldbúð-
inni úr leiknum Ben Hur, sem
samin hefir verið út af sögunni
sem nú er aö koma út í Sameining-
unni.
Þann 25. f. m. voru þau Gunn-
laugur Haraldsson Holm og Svan-
friður Jakobsdóttir, bæöi frá Sel-
kirk, gefin saman í hjónaband af |
séra N. Stgr. Thorlakssyni.
Þann 29. f. m. lézt Björn S.
Nordal, sonur Sigvalda Nordal, j
25 ára aö aldri. Hann var jarð-!
sunginn 30. s. m. af séra N. Stgr.
Thorlakssyni.
Síöastliðinn sunnudagsmorgun
1. þ. m., lézt aö heimili sínu hér í
bænum Mrs. Jónína Morris, eftir
langa og þunga sjúkdómslegu.
Hún var 42 ára er hún lézt. Jarö-
arför hennar fer fram frá Fyrstu
lút. kirkju klukkan 2 í dag.
Á þriðjudagskveldið var, litlu
eftir klukkan sex, vildi til hrapar-
legt slys hér í bænum. Júngfrú
Katrín Polson, dóttir Páls Sigfús-
sonar að 398 Simcoe stræti, var á
leið heim til sín úr vinnu og var a
hjóli. Þegar hún var á hornínu a
Ellice og Edmonton kom maötu
keyrandi í loftinu noröan Edmon-
ton stræti og keyrði stúlkuna um
koll. , Miss Polson hentist af hjól-
inu /6g var tekin meövitundarlaus
upp' af götunni og flutt í húá þar
hjá og þaöan á sjúkrahúsið. Húri
hafði stórt sár í hnakka. Húa var
W. II. TAFT. W. J. BRYAN.
meövitundarlaus á miövikudags-
morgun, þegar siðast fréttist um
kl. 10. Vagnstjórinn, sem keyrði
Miss Polson uni koll hafði ekki
fyrir því að stanza, heldur sló í
hestana og hvarf út í myrkrið.;
Lögreglan hefir góöar vonir uin
aö geta haft upp á þeim pilti.
Taft kosinn forseti.
Þeir íslendingar, sem vér vitum
um að fóru héöan vestur til Cryst-
al City á mánudaginn var til aö
vera viö jarðarför Hon. Thomas
Greenway voru: Andrés Freeman,
Arinbjörn S. Bardal, Jón J. Vopni,
T. tj. Johnson. W. H. Paulson. í
Morden bættist viö Jón Sigfússon,
en Christján Johnson keyröi frá
Baldur til Crystal City.
Samveldismenn vinna mikinn kosningasigur. Fá meirihluta í báðum
deildum þingsins. Vinna nær öll ríkin sem efi var á um. John
A. Johnson (sérv.) kjörinn ríkisstjóri í Minnesota og Hughes
(samv.) í New York. Burke (sérv.) í Norður-Dakota.
Til bæjarins kom í fyrri viku
Mrs. H. Auderson frá Hensil, N.
D., til aö heimsækja kunningjana
og bý»t við aö dvelja hér vikutíma.
íslenzka stúdentafélagið heldur
'fyrsta fund sinn á vetrinum í sam-
kvæmissal Tjaldbúöarkirkju, á
horninu á Furby og Sargent stræt-
um, á laugardaginn kemur (7.
Nóv.J. Öllu íslenzku námsfólki í
bænttm er boöiö á fundinn. Þar
verður gott tækifæéi aö skemta sér
og mæta kunningunum eftir dreif-
ingu sumarsins. Þaö er innileg
ósk stjórnarnefndarinnar, aö meö-
limir fjölmenni og komi meö ný-
byrjendur með sér. Fundurinn
byrjar stundvíslega kl. 8.
í kvöld, fimtudagskveldið þann
5. Nóvember, heldur Stephan G.
Stephansson samkomu sína í éfri
s’al Goodtemplarahússins íslenzka
hér í bænum. Samkoman byrjar
klukkan 8 að kveldinu. — Aöal-
efrii samkonrunnar verður auövit-
aö ljóöalestur Stephans, en þar
verður Hka ýmislegt fleira, sem
vert 'er á að minnast. Samsöngvar
og sólós undir stjórn herra Stein-
gríms Hall. Mrs. Hall syngur þar
eina eða fleiri sólós. Búist er lika
við að þeir muni halda þar ræöur
Skapti Brynjóifsson, séra Eriörik
J. Bergmann og W. H. Paulson.
En livaö sem prógrami líður, þá
er vonandi aö margir Islendirgar
sæki þessa savnkomu. Stephan
hefir orðið íslenzku þjóöinni, og
þá sérstaklega Vestur-íslemhngum
til sæmdar meö skáldskap sínum.
En fá hafa oss gefist tækifærin hér
til aö heyra hann og sjá og er því
rétt aö nota þetta tækifæri.
Komið og heiðrið, heyrið og
sjáið einn íslenzkasta íslendinginn
í þessu landi.
Inngangur kostar 25 cents.
Þaö fór sem menn grunaði, aö
Taft var kosinn forseti Bandaríkj-
anna til næstu fjögra ára á þriðju-
daginn var. Hann vann nær öll
Ný-Englandsrikin. Miöríkjunum
höföu menn búist viö aö Bryan
ynni á ef þaö yröi nokkurs staðar.
En þaö hefir ekki oröiö. Ohio,
Indiana, íllinois, Iowa og jafnvel
Missouri hafa kosið Taft. Nebr-
aska, sem Lincoln er í þar sem
Bryan sjálfur býr, er talið meö
Taft, en meö mjög litlum meiri-
hluta. Sama er aö segja um
Norður-ríkin. Þau liafa öll aö því
er séð verður kosið Taft.
Aðalstyrkur Bryans var í Suö-1
urríkjunum. Þau greiða alt af at-|
kvæöi með sérveldismönnum.
Ilann hefir unniö Alabama, Ar-
kansais, Florida, Georgia, Louisi-;
ana, Mississippi, Noröur- og Suö-
nr Carolina, Tennessee, Texas og
Virginia. Oklahoma, nýja rikiö, |
kaus Bryan, sömuleiöis Névada.
Getur verið aö hann vinni líka;
Missouri og Kansas.
Fyrir kosningarnar var þaö al-
ment talið, aö New York ríkiö
| mundi ráða úrslitum í þessum kosn
| ingum. Þaö ríki sendir flesta
| fulltrúa, 39, á kjörfund þann sem
| i vetur kýs forseta. Þetta hefir
i ekki reynst rétt, því Taft hefir
1 fengið fleiri atkvæði en svo aö
| hann þyrfti New York atlcvæð-
j anna meö. New York kaus Taft
! meö eitthvað yfir 100,000 atkv.
jmeiri hluta. Mestur meiri hluti
atkvæöanna var i Pennsylvania,
I yfir 300,000 Taft megin.
Flokkaskipun í þinginu veröur
j því sem næst eins og var. Sam-
■veldismenn hafa einum færri en
jáöur í neðri deildinni. Meiri hluti
þar 39 en 24 í efri deild.
Ríkisstjóravaliö hefir tekist bet;-
ur fyrir sérveldlsmönnum. John
A. Johnson var endurkosinn ríkis-
! stjóri í Minnesota meö um 20,000
! atkvæöa meiri hluta. I Noröur-
I Dakota er talið víst aö Burke rík-
jisstjóri Csérv.mJ hafi náð lcosn-
j ingu aftur. Sömuleiöis Stevenson
(sérv.m.J í Illinois. Harmond
(sérv.m.J í Ohio. Aftur var
jHughes endurkosinn ríkisstjóri í
j New York meö um 50,000 atkv.
Imeiri hluta.
Þaö eru ekki komnar glöggar
fréttir úr öllum ríkjunum um for-
setakosninguna; en eins og nú
stendur má ætla, aö hún hafi fariö
sem hér segir:
Fulltrúar
. Ríki. Taft. Bryan
Alabama................. 11
Arkansas .................... 9
California............. 10
Colorado .............. 5
Connecticut............ 7
Delaware......... .. 3
Florida ..................... 5
Georgia v.................... 13
Idaho.................. 3
Illinois ........... 27
Indiana................ 15
Iowa.................. 13
Kansas................. 10
Kentucky..................... 13
Louisiana............... 9
Maine.................. 6
Maryland............... 8
Massachusetts .... 16
Michigan.............. 14
Minnesota.............. 11
Mississippi................. 10
Missouri.............. 18
Montana................ 3
Nebraska............... 8
Nevada ...................... 3
New Hampshire .... 4
New Jersey ........... 12
New York.............. 39
Narth Carolina.............. 12
North Dakota .......... 4
Ohio.................. 23
Oklahoma .................... 7
Oregon................. 4
Pennsylvanya ...... 34
Rhode Island............4
South Carolina............... 9
South Dakota........... 4
\ Tennessee ........... .. 12
Texas....................... 18
Utah................... 3
Vermont ............... 4
Virginia ................... 12
: Washington........ 5
West Virgina................. 7
Wisconsin............. 13
Wyoming................ 3
333 150
Tölurnar tákna fulltrúaf jölda
j hvers ríkis á kjörfundinn í Wash-
; ington í vetur. Breytist eitthvaö
frá því sem hér er sagt, verður
skvrf frá i nofkcfn LtoX?
Hafið þér séö nýju hattana brúnu? Þeir cr"^‘m^RKB'int ,rá
--- Dökkbrúni blærinn og flötu böröin gera þá mjög ásjálega. -
WHITE £» MANAHAN, 500 Hain 8t., Winnipeq.
Hljóöfæri. einstök Iög og nótnabækur.
Og alt sem lýtur aö músík. Vér höfum stærsta og bezta úrval af
birgöum í Canada, af því tagi, úr aö velja. Verölisti ókeypis.
Segiö oss hvaö þér eruö gefinn fyrir.
WHALEY, ROYCE & CO., Ltd., 356 Main St., WlNNiPEG.