Lögberg - 31.12.1908, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.12.1908, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. DESEMBER 1908. 7- bein síbasta Elfbergsins? Allur grunur og umtil þaggabist niður i grafarkyröinni. Allan daginn hafði fólk veriö stööugt á ferli fram og aftur um stóra hallarsalinn. Þar lá Rúdolf Rass- endyll á viöhafnarmiklum líkbörum meö kórónu yfir og tjaldað umhverfis konunglegum fánum. Æösti embætismaöur í höllinni hélt vörö um líkiö; i dóm- kirkjunni söng erkibiskupinn messu fyrir sálu hans. Hann haföi hvílt þarna í þrjá daga; þriöji dagurinn leiö aö kveldi og morguninn eftir var hann jaröaður. Á litla hápallinum í salnum, sem líkbörurnar höfðu staöiö rétt neöan við, var eg þetta kveld meö Flavíu drotningu minni. Viö vorum þar tvö ein, og horfö- um bæöi ofan á rólega andlitiö á dauöa manninum. Hann var klæddur i hvítan einkennisbúning, sama einkennifebúninginn, sem hann haföi borið þegar hann • var krýndur. Rauði rósadregillinn lá um brjóst hans. í hönd hans var sannarleg rauð rós óvisnuð og ilm- andi; Flavía sjálf haföi lagt hana þar, svo aö hann skyldi jafnvel dauöur fá aö bera merkið urn ást hennar. Eg haföi ekki yrt á hana frá því við komum þangaö og hún heldur ekki á mig. Viö horfð- um á alla viöhöfnina umhverfis hann; og fólkið, sem var aö streyma þama að með blóm eða aö lita á hann. Eg sá stúlku koma, og krjúpa niður hjá likbörunum. Hún stóð upp grátandi og skildi eftir ofurlitinn blóm- vönd. Þaö var Rósa Holf. Eg sá konur koma, og ganga burtu grátandi, og karlmenn bita á jaxlinn þeg- ar þeir fóru fram hjá. Rischenheim kom þangað fölur og hryggur bragöi. En meðan fólkiö var að koma að og fara burtu, stóð gamli Sapt mcð brugðnu sveröi, hermannlegur og hljóður við höföa- Iagiö á likkistunni, og starði beint fram undan sér. Þannig stóð hann klukkustund eftir klukkustund hræringarlaus allan þann langa dag. Ofurlítill kliður barst þangað sem við vorum. Drotningin lagði hönd sína á handlegginn á mér. “Þetta er draumurinn, Fritz,” sagði hún. “Þey! Fólkið er að tala um konunginn. Það talar í lágum hljóöum. Það kallar hann konung. Þetta er ein- • mitt það, sem eg sá í • draumnum. En hann hvorki heyrir né sinnir því neinu. Nei, hann getur hvorki heyrt né sint því, þó jafnvei eg kalli hann konung minn.” Mér flatig alt í einu nýtt í hsug, sneri mér a8 henni og spurði; “Hvaö réði hann af, drotning? Ætlaöi hann að verða konungur okkar?” Hún hrökk ofurlítiö við. "Hann sagði mér þaö ekki,” svaraði hún, “og eg mundi ekkert eftir því meðan hann var að tala við mig/^ “Um hvað var hann þá að tala, drotning?” “Um ekkert nema ást — um ekkert nema ást sína Fritz,” svaraöi hún. Af þessu ræö eg það, að ástin sé dauðvona manni meira virði en konungsríki, og vera má, ef vel er að gáð, aö hún sé lifandi manni engiu. minna virði. “Um ekkert annað en þá miklu og innilegu ást, P sem hann bar til mín,” sagði hún aftur. “Og ást min var það, sem bjó honum bana.” “Hann vildi engan veginn hafa það öðru vísi,” sagöi eg. “Nei,” hvíslaði hún; og hún hallaöi sér fram yf- ir grindurnar á hápallinum og rétti hendurnar í áttina til hans. En hann lá kyr og rólegur, og heyrði hvorki né sinti því neinu þó hún segði lágt: “Koniumgur minn! Konungur minn!” Þetta var öldungis eins og í draumnuum. Það kveld ‘skildi James, þjónninn, við okkur og húsbónda sinn látinn. Hann flutti munnlega — við þorðum ekki aö skrifa — til Englands fregnina um Rúritaníu koniunginn og Mr. Rassendyll. Hann átti að segja Burlesdon jarlinum, bróður Rúdolfs, frá öllu, með þeim skilmála að hann héldi þvi leyndu; og alt til þessa dags er jarlinn sá eini, fyrir utan okkur, sem heyrt hefir þessa sögu. .Þegar James hafði lok- ið þessu erindi sínu, sneri hann aftur til að ganga í þjónustu. drotningarinnar og hefir verið hér síðan. Hann sagði okkur, að Burlesdon lávarður hefði setiö hljóöur um stund eftir að hann hafði heyrt söguna, og sagt síöan: “Honum fór vel. Eg ætla einhvem tíma að fara og sjá gröf han's. Segðu Hennar Hátign, að enn sé einn Rassendyllanna á lifi, ef hún þurfi einhvers við.” Orðsending þessi var eftir manni, sem bar sama nafn og Rúdolf, en eg vonast samt til, að drotningin þurfi engrar annarar hjálpar en þeirrar, sem skylda og ást okkar lítilmótlegra getur henni í té látið. Það er hlutskifti okkar, aö reyna að létta henni byrðina, sem hún hefir að- bera, og drag með vináttu okkar úr sorg hennar. Hún ríkir nú ein sins Iiðs í Rúritaniu, síðust Elphberganna; eina hugg- un hennar er að ræða um Rúdolf Rassendyll við þá, sem þektu ihann, og eina von hennar er þaö, aö fá ao vera samvistum með honum einhvern tíma. Við lögðum hann til hvildar með mikilli viðhöfn í grafhvelfingu Rúritaniukonunganna í dómkirkj- unni í Streslau. Þar hvílir hann ásamt konungborn- um mönnum af Elphbergsættinni. Eg ímynda mér, aö ef hinir dauðu, hafa nokkra meðvitund eða vita nokkuð um það, sem gerist í veröldinni sem þeir hafa horfið frá, þá^muni þeir verða upp meö sér aí því að geta kallaö hann bróöiu.r sinn. Þaö hefir veriö reist vegleg myndastytta af honum og nú benda menn á hana er þeir vilja minna á Rúdolf konung. Oft verð- ur mér reikað þangað, og minnist eg þá alls sem gerðist, þegar hann kom til Zenda, bæöi í fyrra og síðara skiftið. Eg syrgi hann, eins og flokksmaður syrgir öruggan foringja og kæran vin, og einkis hefði eg framar óskað en að fá aö þjóna honum al'a æfi mína. En nú þjóna eg drotningunni, og að lik- indum er elskhuga hennar það einkar kært. Tímarnir breytast og mennirnir með. Ólgulindir æskunnar streyma fram hjá, og elfur fiuJlorðins ár- anna hnigá að lygnu hafi. Sapt er nú orðinn hniginn að aldri; innan skamms verða synir minir orðnir svo vaxnir, aö þeir geta þjónaö Flavíu drotningu sjálfir. Samt sem áður er endurminningin um Rúdolf Rass- endyll mér í eins fersku minni eins og daginn, sern hann dó, og ímynd dauöa Rúpetrts Hentzau svífur mér oft fyrir sjónir. Það gefcur verið að öll sagan komi einhvern tíma fyrir almennings sjónir, og getur þá hver felt þann dóm yfir henni, sem honum sýnist. Nú virðist mér eins og alt hafa farið vel. Eg vil að menn misskilji mig ekki. Mig tekur það enn sárt, að hafa þurft aö sjá af honum. Mannorði drotningar- innar var bjargað, og atburöurinn vofeiflegi varð Rúdolf sjálfum eins -og lausn frá of erfiðu kjöri: annars vegar um rýrð á viröing hans sjálfs, hins veg- ar á hennar. Þegar eg hugleiði þetta, þá verður það til þess aö draga úr beiskjunni sem dauði'hans olli mér, en eg harma hann eigi að síður. Enn í dag veit eg ekki hvernig hann kaus; nei, eg veit það ekki, og eg veit heldur ekki hvernig hann heföi átt að kjósa. En samt var hann búinn að því, þvi að friöur og birta skein úr svip hans. Nú hefi eg hugsað um hann svo lengi, að eg má til að fara að skoða myndastyttuna af honum. Eg tek meö mér yngsta son minn, dreng á tiunda ári. Hann er ekki of umgur til að vilja þjóna drotningunni, og ekki of ungur heldur til að læra að elska og virða hann, sem sefur þarna í grafhvelfingunni og var meðan hann lifði sá göfugasti karlmaður, sem eg hefi þekt. Eg ætla að taka drenginn með mér og segja honum það, sem mér' sýnist um valmennið Rúdolí konung, segja honum hversu hann kumni að berjast hversu hann elskaði og hversu hann mat virðingu lrotningarinnar og sína eigin, öllu öðru meira hér í heimi. Drengurinn er nógu gamall til að nema slíka lærdóma úr lifi ftfr. Rassendylls. Og meöan við stöndum þar verð eg að þýða á rúrítansku, — því eins °g gengur þykir þessum snáða meira gaman að leika sér að tinsoldátum, en lesa latínu— letrið á mynda- styttunni, en það reit drotningin með eigin hendi, og mælti svo fyrir, að það skyldi vera letrað á þrótt- miklu tungumáli Rómvefja yfir gröf lians: “Rudolfi, isem nýlega ríkti í borg þessari, og ávalt mun ríkja í hjarta hennar — Flavía drotning.” Eg sagði Jionum hvað þetta þýddi, og hann staf- aði þessi stóru orð með barnsrödd sinni; í fyrsta sinni fipaöist honum, en í atinað skiftið hafði hann það rétt, og las upp með fjálgleik og barnslegum mál- rónti: RUDOLFO Qui in hac civitate nuper regnavit In corde ipsius in aeternum regnat. flavia regina. Eg fann hönd hans titra í lófa mínum, og hann leit framan í mig. “Guð blessi drotninguna, pabbi,” sagöi hann. Endir. f -------- ----------’S Ætlið þér að kaupa range? í Fyrst þér ætlið að gera það á annað borð er bezt að kaupa range, semendist æhlangt. Superior Niagara Steel Range er ranae handn yður. Hún er búin til úr beztn tegund stáls, eld- hólfið er mátule*:a stórt og hehr tvöfaldar grindur, ÖFXINN — konan seeir hann sé ntest verður—er nastum alfullkominn. Allur hiti er leiddur ( kring um hann áður en hann fer unp uiii stron pinn. Fleiri kosti henuar vildi eg sýna yður sjálfur. — k—- Eg álft að þessi Superior Nia- gara Steel range sé sú bezta i 1 range. sem nokkurntima hehr I verið búin til fyrir þetta verð.. » KOMiÐ VIÐ OQ SKOÐIÐ HANA. H. J. EGGERTSSON, ; Baldur, Man. V SEYMOUB UOUSE Marfcet Sqiure, Wlnnlp«ig. Eitt af beztu veitingahúsum bteja ins. M&ltiöir seldar & 85c. hve» tl.50 ft dag fyrlr fæBl og gott he- hergl. Bliiiardstofa og sérlega vöna- u8 vtnföng og vindlar. — ökeypla keyrsla Ul og frft J&rnbrautastiiRvum. JOhN’ BAIKD, eigandl. MARKET $1-1.50 á dug. P. O’ComielI eigandi. HOTEL & mötl markaCnum. 148 Princess Street. WlNMPIXi. J Wm.C-GouId. Fred.D.Peters j $1.50 á dag og meira. MiilliiiKl Hotel 285 Market St. Tals. 3491. jNýtt hús. Ný húsgögn. Nýr hús j búnaður. Á veitingastofunni e. ;nóg af ágætisvíni, áfengum drykkj um og vindlum. Winnipeg, Can.. Mrs. M. Pollitt horni Sarqent £» Mcöee beint á móti Good-Templarahiisinu íslenzka selur ÍCE CREAM, KALDA DRYKKI, VINDLA og TÓBAK ÁVEXTI eftir ársíðaskiftum. MATVÖRUR. Talsímapantanir fijótt og vel afgreiddar. HREINN ÖMENGAÐLIR B JÓR gerir yöur gott Drewry’s REDWOOD LACER Þér megið reiða yður á að hann er ómengaður. Bruggaður eingöngu af malti og humli. Reynið hann. Talsími 6376. LEITIÐ beztra nýrra og Húsgagna, | Járnvöru, Leirvöru brúkaOra og annara nauS- synlegra búsá* halda — hjá— 314 McDbrmot Avb. — Pbow 4584, á milli PrinceM & Adelaide Su. Sfhe City JSiquOY Jtore. IIkildsala k VINUM. VINANDA, KRYDDVINUM,^ VINOLUM og TÓBAKI. Pöntnnum til heimabrúkunar sérstaknr gaumur gefinn. Graham <&* Kidd. THE WEST END New and Second Hand STORE Tlie Botel Sntherland COR. MAIN ST. &. SUTHERLAND Cor. Notre Danie & Nena Northern Crown Bank. Utibúdeildin á horninu á Nena St. og William Ave. Starfsfé $6,000,000. Ávísanir seldar til allra landa. Vanaleg bandastörf gerð. SPARISJÓÐUR, Renta gefin af innlogum $1.00 lægst. Hún lögð viS fjórum sinnum á ári. Opinn á laugardagskvöldum frá 7—9 H. J. Hastings, bankastjóri. ------------------------------- Tnc DOniNION BANK. t á horninu á Notre Darae og Nena St. Höfuðstóll $3,848,597.50. Varasjóður $5,380,268.35. C. F. BUNNELL, bigandi. $1.00 Og $1.50 ádag Strætisvagnar fara rétt fram hjádyrnn- nm. — Þægilegt fyrir alla staði í bænum bæOi til skemtana og anaart. Tel. 848. AUGLYSING. Ef þér þnrfiö a8 senda peninga til ís- lands, Bandaríkjanna eBa til einhverra staBa innan Canada þá notiB Domimon E»- press Company's Money Orders. útlendar ávísanir eða póstsendingar. LÁG IÐGJÖLD. A8al skrifsofa 482 Main St., Winnipeg- Á vísanir seldar á banka á íslandi, Dan- mörku og í öðrum löndurn Norðurálfunn- ar. Sparisjóðsdeildin. SparlsJÓCsdelldln tekur vlð tnnlög- um, frft $1.00 a6 upphæ6 og þar yflr. Rentur borgaðar fjórum sinnum i ári. A. E. PIERCT, ráðsm. UKKAK florris l’iiino Skrifstofur viðsvegar um borgina, og öllum borgum og þorpum víðsvegar uro landið raeðfram Can, Pac. Járnbrautinni. A. S. BARD4L, selui Granite Legsteina Tónarnir og tilfinningin er framleitt á hærra stig og meS I meiri list heldur en á nokkru j öðru. Þau eru seld með góðuru ! kjömm og ábyrgst um óikveðinn tíma. l»aB ætti að vera á hverju heirn- jili. 8. L. BARROCTjOCGH * OO., I 328 Portnge ave., - Wtnnlpeg. alls kcnar stærðir. Þeir sem ætla sér að kaupa LEGSTEINA geta því fengiö þá með mjög rýtnilegu verði og ættu að senda pantanir sem fyrst til A. S. BARDAL 121 Nena St., Winnipeg, Man ViHger á gullstássi. Ef til vill þarfnast eitthvað af skrautgripum yðar viðgerðar. Yður mun furða á því hve hægt er að gera það eins og nftt væri fyrir lítið verð Það er auevelt að gera það á viðgerðarstofu vorri. O B. KNIGHT & CO. ÖRSMIÐIR og GIMSTEINASALAR Portaqe Ave. £» Smith St. WINNIPEG, MAN. Talsfmi 8696.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.