Lögberg - 01.07.1909, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.07.1909, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. JÚLI 1909. I Vér höfum að eins eitt jám í eldinum og úr því búum vér til MAGNET skil- vinduna, og vér eyö- um ö 11 u m vorum tíma til þess. Þess vegna getum vér á- byrgst aö skilvinda vor sé gerö úr hinu bezta efni. MAGN- ET skilur ágætlega vel, þaö sannar hún sjálf á degi hverjum. Hér fer á eftir vottorö: Bertdale n. Júní 1909. Mr. G. W. Rife, umboSsm. The Petrie Mfg. Co.. Ltd., Foaot Lake. Sask. Kæri herra!. í tilefni af því, að eg keypti af yður Nr. 2 Magnet skilvindu í fyrra, er mér á- nægja að Iáta yður vita, að eg er mjög ánægður með hana, vegna þess, hve snotur hún er, endingargóð, skilur vel og er létt i snúningi. Þegar eg athuga alt þetta, og yðar góðu og ljúfmannlegu viðskifti, þá er eg sannfærður um, að þér munið hafa mikla aðsókn að verzlun yðar á þessu sumri. Með mikilli virðingu, (Sgd.) J. Einarsson. MAGNET á sér engan líka, aö öllu at- huguöu. Hver hluti er nógu sterkur, til aö endast lífstíö. Þaö er enginn galli á henni. Allar skilvindur eru jafnsterkar eins og veik- asti hluti þeirra. Magnet hefir enga veika parta. Hver hluti er geröur sterkur og end- ingargóöur. Vér biöjum alia okkar tilvonandi viöskifta- vini, aö skoða MAGNET skilvinduna, svo aö þér sannfærist um, aö ummæli vor eru sönn. The Petrie Mfg. Co. Ltd. I •: WINNIPEG || IlamiJton, Ont., St. Jhon, N. B., Kesina.Sask., Calgary.Altc. KJÖRDOTTIRIN Skáldsaga í þrem þáttuni eftir ARCHIBALD CLAVERING GUNTER í því aö þær óku um götuna, sem var full af vögnum er biðu eigenda sinna, beygði Mrs. Marvin sig áfram, hallaðist að ungu stúlkunni, kysti hana og sagði: “Þú gekst samt sigrandi af hólrni, hugrakka, góða stúlkan mín!” En hún þagnaði skjótt, þvi að nú þegar eldraun- in var afstaðin,-fór Mathilde að gráta, og hún grét fengi og beisklega. ÞRIÐJI þ'áTTUR. XVI. KAPÍTULI. I Phil Everett var búinn að gera gangskör að því að afla sér frétta frá New Mexico, en hann fýsti ltka að fá fregnir frá Englandi, en hann vissi ekki með vissu hvernig hann ætti að afla sér þeirra. Þess vegna beið hann þangað til Groosemoor kom aftttr úr kveldverðarsamsæti Mrs. Willis, því að hann vissi að sér var óhætt að treysta þagmælsku vin- ar sins. Þegar þeir fundust sagði Philip: “Þú lofaðist til að veita mér aðstoð i máli, sem eg læt mig miklu skifta.” “Já, eg gerði það.” “Nú þarf eg að halda á þessari hjálp þegar í stað.” “Það er ágætt, vinur minn,” svaraði Groose- moor. “Þ'etta litur út fyrir að vera mikið alvörumál. Eg sé það á þér. Hvað er það ?” “Eg óska eftir aðstoð þinni til að koma fram hefndum við morðingja Florenct Beatriqe Stella Will- oughby, Avonmere borúnsfrú. Þetta er nafn henn- ar; eg sá það í Batsrke í klúbbnum þegar eg var að fara í tónleikahúsið.” “Við hvað áttu?” sagði Groosemoor og stóð á öndinni, því að hann hélt að Phil væri að verða geggjaður á geðsmununum. “Eg á við það, að eg hefi góðá ástæðu til að halda, að Arthur Avonmere lávarður hafi á einhvern hátt komið barninu fyrir, af því að það var því til hindrunar að hann fengi öðlast þá stöðu, sem hann hefir nú. “Guð hjálpi mér!” sagði Skotinn, og hraustlega rjóða anditið á honum varð nábleikt við þessi tíðindi. “Þú lilýtur að hafa gildar ástæður fyrir þess.um sak- argiftum. til þess að þú berir þær svona hiklaust fram.” “Já, gildar og margar,” svaraði Phil; og vegna þess að hann hafði illan bifur á að sýna trúnaðar- traust að eins að hálfu leyti, sagði hann honum alt, sem hann vissi, og las honum síðan það undarlega skjal, sem nafn dauða Englendingsins var ritað undir. • . Groosemoor hlýddi á þetta, en gat ekki að sér gert að reka upp óp af undrun óg fyrirlitningu öðru hvoru. Þegar Phil var búinn að lesa alt, sem skrifað var sagði hann: “Segðu mét nú nafn einhvers lög- manns, sem mér er óhætt að skrifa í því skyni að út- vega mér þær sannanir, sem Avonmere hlýtur að hafa borið fram fyrir dauða Flóssie litlu, og með því móti náð undir sig arfinum. Mig langar til að vita hvernig hann fór að fóðra það, að Indíánarnir hafi drepið hana.” Lávarðurinn hugsaði sig um stundarkorn og sagði siðan; “Þér er bezt að snúa þér til George Ramsey, Cornhill Nr. 4. Lundúmiim. Það er maður vel fallinn til að annast þetta.” ' “Þakka þér fyrir,” sagði Everett. “Eg ætla að skrifa horrum strax,” og ætlaði út iir herberginu. En Groosemoor bað hann bíða við og sagði: “Hefirðu fastráðið það Phil, að beitast fyrir í þessu máli? Mundu það, að þetta er stórræði í meira lagi.” “Eg man það, að eg únni heitt barninu, sem hann hefir svift réttindum og búið bana,” tautaði Phil. “Þegar eg hugsa um það, hve mikið hugrekki hún sýndi þegar hún gekk út í miðja kúlnahríðina til þess að sækja mér vatn í litla hattinum, þar sem eg lá særðaw og ósjálfbjarga, þá gæti eg — guð hjálpi mér! Eí hann skykli nú hafa myrt hana þessi glæpa- seggur!” Og tárin stóðu í augunum á kaupmanninum frá Boston. Þegar póstskipið lagði af stað daginn eftir, liafði það meðferðis bréf, sem Arthur Avonmere lá- varður lieföi liklega ekki glaðst af, ef hann hefði séð það; þó að liaún væri nú í bezta skapi um þessar mundir; í Follis-málinu hafði honutn sem sé gengið alt að óskurn. Mrs. Marvin hafði búið alt kænlega í haginn fyrir Avonmere á heimleiðinni úr tónleikahúsinu. Fyrri hluta leiðarinnar var ekkjunni ekki farið að verða um sel; því Máthilde hafði stunið því upp við hana grátandi, aö hún :etlaöi að hætta við að berjast fyrir metorðum og snúa aftur heim.til Denver til föður siris og Bobs, þar sem allir væru hetini *góðir. IMrs. Marvin starði á hana forviða af undrun, og afar óttaslegin. En þegar gráturinn í Mathilde sefaðist vaknaði aftur von hjá Mrs. Marvin. Hún fór að tala um meðíerðina, sem Mathilde hefði orðið að sæta hjá Gussie, og því næst leiddi hún talið að öðrum efnum, einkum að* vinsemd þeirri sem Avonmere hafði sýnt henni og sömuleiðis að hrósinu, sem hún hefði hlotið hjá Mr. Mac; liún vonaðist til að Miss Follis bryti sjálf upp á þessu, er henni var hughaldnast umræðu- efni. •»*[ “Þetta varð til þess, að unga stúlkan varð ró- legri. Siðan sagði hún og hló hæðnislilátur um leið: “Því fer betur, að eg elskaði ]>etta úrþvætti aldrei.” . - ~ áy&! “Elskaði hvern ?” “Bassington Iávarð — Augustus — Gtissie litla!” sagði unga stúlkan hæðnislega. “Þá hefði eg sjálf- sagt gugnað af sorg þegar hann sýndi mér litilsvirð- ingu og ekki getað leynt því fyrir glápandi mann- fjölrlanum. Eg helcl nú samt að eg hafi heldur horið lægra hlut, og eg skal hafa betur eftirleiðis, áður en við skiljum að skiftum.” Þetta síðasta sagði hún í íbyggilegum hefnrlar- rómi. “Hvað eruð þér að hugsa um að gera?” “Troða hann — troða hann undir í skarnið!” hrópaði Miss Follis og-fílabeins blævængurinn henn- ar brotnaði um leið í lófa herinar. “Já, þér getið fengið ágæta uppreist,” tautaði ekkjan ísmeygilega. “Það eru til aðalsmenn, sem eru komnir af eldri og göfttgri ættum en Gttssie Iitli.” “Já, og einn þeirra — liggur fyrir fótum mér,” sagði unga stúlkan Iágt. En gamla slungna konan sagði ekkert: nema: “Auðvitað — þetta*segja allir.” “Hvað segja allir?” “Að þér hafið sagt Gotssie upp Avonmeres M- varöar vegna. Allir héldti í gær. að Gussie þyrði ekki að koma inn í stúku yðar, af því að honum hefði verið bolað frá.” “Er þetta alveg satt?” spurði ttnga stúlkatT ög hló sigri lirósandi. “En nú erum við komnar heim, Mrs. Marvin.” Um Ieið og hún hljóp inn í húsið sagði hún við þjóninn, sem beið í forsalnum: “Eg ætla ekki að borða neinn kveldmat,” og því næst fór hún ttpp í herhergi sitt með sigurbros svip á ttngu. hraustlegu andlitinu, en ekkjan horfði á eftir henni og hló á henni alt feita, gamla andlitið. Áðw en Mrs. Marvin fór að hátta, skrifaði hún Avonmere lávarði hvað þeim liafði farið á milli á heintleiðinni og bréfið endaði á þessum lærdómsríku orðum: “Hamraðu járn meðan heitt er,” Avonmere fékk þetta bréf meðan hann sat að morgunverði. Um sama leyti hafði sendisveinn nokkur fært Mr. Gussie, er bjó á sama lofti, böggul ' nokkurn. Skrifað var utan á hann til Bassingtons barúns, og beðið um kvitteringu fyrir móttöku. Þegar Augustus var að skrifa kvitteringwna varð honum litið á skriftina utan á böglinum og varð hon- um hverft við. Hann flýtti sér inn í borðstofuna til að finna Avonmere. Avonmere var rétt að enda við að lésa bréf Mrs. Marvin og var einstaklega ánægður á svjp- inn. “Mig langar til að spyrja þig ráða, af því að þú ert stéttarbróðir minn,” sagði Gussie. “Ef einhverj- ar hótanir eru í þessurn böggli á hendur mér út af lieitrofi, — þá lit eg :svo á, að réttast sé að vísa öllu til lögmanna minna. Er það ekki vegurinn, þegar aðalsmenn eru lögsóttir?” “Jú, eg held að það sé venja,” tautaði Avonmere. Hann hafði tvisvar áður lent í samskonar málaferl- um. Siðan sagði hann gremjulega: “Þú ímyndar þér þó líklega ekki, að Miss Follis ætli að fara í mál viðþig?” og liann sárlangaði til að snúá Gussie úr hálsliðnum og fleygja honum niður stigann; en fyriraetlanir hans voru þess kyns, að hann varð að sýna Gussie Vinsemd nokkra daga enn. “Nei, eg á bágt með að trúa því,” tautaði Gussie; “en ef i það fer, þá vísa eg henni til Stillman, Myth & Co.” “í þínum sporum mundi eg ekki láta þá fjalla um málið,” sagði Avonmere rólegur. “Því þá?” “Þeir heimta of fjár af þér fyrir.” “Það verðwr að hafa það. Hæfileikamenn vilja alt af fá verk sín vel borguð,” sagði Gussie og tók utan af bögglinum. Þar varð fyrst fyrir honum trúlofunarhringurinn og nokkrir fleiri smámunir, er liann hafði gefið unnustu sinni — en enga einustu linu skrifaði hún honum. “Þetta þykir mér vænt um. Hún ætlar ekki að gera veður úr þessu. Aumingja stúlkan, hún er náttúrilega of hreld til að geta skrifað. Eg er þér mjög þakklátur, vinur minn, að þú gerðir henni sorg- ina léttbærari með því að draga eftirtekt manna frá því, að eg lítilsvirti hana. Þetta var það eina rétta, og það, sem stéttarbróður bar að gera. Eg skal muna eftir að gera þér samskonar greiða. Jæja, þá er það mál á enda kljáð — og nú er hægt að snúa sér að öðru! En sú hrúga af boðsbréfum!” Hann leit 4 þau allílest og sagði; “Heimboðunum rignir hvað- anæfa að, og öll eru þau stíluð til Bassington lávarð- ar. Geturðu trúað því, að þegar eg vaknaði í morg- un, fanst mér að þetta væri alt draumanr, fanst að eg vera aftUr orðinn Gussie van Beekman — ljugsunin var margfalt verri en martröð og eg æpti upp yfir 1 mig, skal eg segja þér! En sem betur fer erum við | litli Gussie skildir að skiftum! Eg hefi fengið , heimsóknir ekki svo fáar í morgun; eg hafði lagt svo fyrir að alt handiðnafolk mitt kæmi á fund minn og bauð að greiða reikninga þess undir eins. En þó að þetta fólk heföi tekið með áfergi við hverjum skildingi af Gussie van Beekman, þá vi'Icli ekkert af 1 }>vi snerta peningana sem Bassington lávaröur hauð. og eg sá mér ekki annað fært, en að panta hjá mönn- unum nýjan varning fvrir mikið verð, rétt til að gleðja þá. Eg keypti Iéttvagna og- veiðivagna hjá Brewster, og allskonar ytri fatnað, stígvél, glófa og nærfatnað keypti eg og hlakka til að fá að sýna þér það. Eg hbfi sjálfsagt evtt tiu þúsundum í morgun [ að minsta kosti.” “Pundnm?” spurði Avonmere. “Nei, dollurum. Qg eg borgaði að eins tvö liestapör, annað brúnt og hitt grátt. Hestakaupmenn vilja fá alt borgað út í hönd; svo að eg varð að gefa þeim víxil. Eg held að ,eg fari nú að finna þá Gill í og Patricks og skoða gimsteina og skrautgripi hjá þeim,” sagði nýi lávarðurinri ann leið og liann dró trúlofunarhring Mathilde á litla fingur sér. “F.n hvað mér þykir vænt um að Miss Follis skyldi ekkert malda í móirin.” “Eg get skilið það,” svaraði Avonmere. Hann liafði hlýtt á alt rausið með mikilli fvrirlitningu. “En þú mátt vera óhræddur um það, að Mathilde ó- ■ rói þig; en þú gleymir föður hennar; auk þess á stúlkan hálfbróður eða gamlan unnusta við námurn- ar. Hann er sagður bezta skytta og hafa oftar en einu sinni orðið mannsbani þegar upphlaup hefir orð- ið í námunum.” “Guð sé mér næstur! Eg var alveg búinn að gleyma föður hennar, ræningjaforingjanum,” tautaði Gussie. “Hvað á eg að gera? cEtli það sé ekki bezt. a® eg- hjóði þeim að endurnýja trúlofunina þangað til eg er kominn laglega austur um haf?” Nú skelti Avonmere upp úr, því að krossfarenda- blóð Hugo gamla Bassingtons var alveg horfið úr kinnowium á nýja lávarðinum og varirnar á honum skulfu af ótta. “Eg held að það hyggil«egasta sem þú getur gert, Bássington minn góður, væri að nefna það alls ekki á nafn að þú hafir sagt Miss Follis upp. Plún er gædd æði miklu af þessum undarlega alþýðuþótta. og það kann vel að vera, að hún nefni þetta alls ekki á nafn við ættfólk sitt. og það Iofi þér að lifa.” “Já, þetta er sjálfsagt snjallasta ráðið,” svaraði Gussié fieginsamlega. “Eg þegi” og síðan stóö hann upp og skildi við Avonmere, sem fór að lesa blöðin. “Þ'að eru aumu öfundarseggirnir þessír blaða- menn,” sagði hann, uiri leið og hann sneri sér við t dyrunum. “Ekki «inn einasti þeirra hefir skrifað ritstjórnargrein ur^i mig, jafnvel þó hér sé um mál að ræða, sem hefir þjóðemislega þýðingu.” “Vagn yðar er úti fyrir, lávarður minn,” sagði þjórininn t flýti, og Bassington barún þaut af stað, til að sólunda stórfé á ný og verða aðnjótandi nýrra heiðurs viðurkenninga. Avonmere þótti vænt tiffi það, að ekkert blaðið hafði sagt eins mikið um nýja lávarðinn eins og hann hafði óttast að þau matndu gera; en flestir blaða- &IPS A YEfi&I. Þetta á að minna yður á aö gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“,viðar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold4Dust“ tullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris ; „Ever Ready“ gips Skrifið eftir bók sem segir hvað fólk, sem fylgist með tímanum, er að gera. ManitobaJGypsum Co., Ltd. SkRIFSTOFA 0(i JIVLSA WINNIPEO. MAN. útgefendurnir voru hyggnir menn og varfærnir t ummælum sinum um öll dularkend málefni. Þó að ekkert blaðanna drægi í efa að Gussie litli væri orð- inn lávarður, voru flest blöðin fáorð um það, og gátu þess að eins í fréttum. Ef Gussie litli hefði nefnt þá Stillman, Myth & Co. við blaðasnápana, þá liefði hann fengið að sjá lengri greinar aim sig í blöðunum,” hugsaði Avön- iriere nteð sér; “en úr því það fór eins og fór fær hann að njóta frægðarinnar eftir fáeina daga. Ef eg þekki nokkuð til blaðamensku í New York, þá þykir mér ekki ósennilegí að þeir skrifi greinar utn hann áður en hætt verður að minnast á hann.” En réit á eftir datt honuin nýtt t liug. Hann tautaði fyrir munni sér það, sem Mrs. Marvin hafði skrifað honum: “Hamraðu járn meðan lieitt er!” Síðan fór hann inn í fataherbergið og bjóst hin- um bezta búningi. Og síöan gekk Avonmere lávarð- rir út og stefndi tíl lutssins í Fttfn ave), þar sem Miss Follis átti heima. Á leiðinni var hann ýmist fölur sem nár, ða rauður sem blóð: óvissan tók svo á hann, því, hann ttnni á sinn hátt riku stúlkunni að vestan, sem. hann ætlaði nú að fara að biðja. Þjónn kom tii dyra er hann hringdi. Avonmere spurði eftir Miss Follis -og var vísað inn í gesta- salinn. Hann settist þar niður og fór að lntgsa mn hversu hann skyldi liaga herferð sinni. En honutri, gafst ekki langur tími til þess, því að hann heyrði fótatak nálægjast. Þegar hann leit upp kom hann auga á Mathilcte, er stóð í dyrunum, en þær voru op'nar. Hún var rjóð í framan og leit bláum augunum feinmislega í kring um sig, en þegar hún sá hann varð hún niðurlút. Frækornið, sem Mrs. Marvin hafði slæglega gróðursett í hug hennar var . nú farið að bera .ávöxt og hafði vakið þá hugsun í sál hennar, að hún skyldi nú taka þessum manni í dag, því að þá mundtt allir segja: Hún hefir sagt Augikst- tts, Basington barún upp í gærkveldi, en hann ekki henrii. Eins og góðri námsmey úr skóla frú Lamere bar gekk' hún í móti honum og sagði ef til vill dálítið hik- andi og kvíðafull; “Góðan daginn!”, en hún rétti honum ekki hönd sina og gat þess strax aö móöit Itennar og Mrs. Marvin væru ekki heima, því að þær væru nýfarnar að heimsækja frú Lamere, og sækja Flossie úr skóianum. ............. ’“Á, hana systur yðar, sem er svo einstaklega yndisleg!” sagði 'lávarðurinn. ó “Hvernig farið þér að vita það, að hún sé yndis- leg?” sagði Mathilde gletnislega. “Þér liafiö aldrei séð hana.” “Nei,” svaraði hann kankvíslega; “en eg hefi aftur á móti séð yður!” “En við erum ekkert líkar,” sagði hún hlæjandi; en svo kom hik á hana, .og hún sagði; “En hvað það er sérgæðingslegt af mér að vera að láta yður slá mér gullhamra.” “Jæja, sleppum gullhömrunum, en gætið að’því, að eg hefi staðið býsnalengi með framrétta höndina og beðið eftir að fá að heilsa yður,” sagði hann. Og þá sá hún ekki annan kost en að rétta honum hönd sína og hún gerði það brosandi með feimnisroða á vöngum. En Avonmere tók svo innilega í hönd henni, að hún roðnaði enn meira, og fór að segja honum, að nú ætti systir hennar að fá að vera hetrrta og taka þátt í samkvæmislífinu með þeim. Mrs. Mar- vin hefði lagt það til og Flossie hefði sjálf sótt það mjög fast. “En þér?’’spurði hann. j .'i.f ._ i;l,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.