Lögberg - 03.03.1910, Síða 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 3- MARZ i^ia
3
ÞÆR SKIFTA
ÞÚSUNDUM
skilvindurnar en þó má deila þeim í tvo
flokka og er DE LAVAL í öörum, en
allar aörar í hinutn.
*
i&£>
DE LAVAL er frumlegust og aðrar aðallega eftirstælingar á
gömlum og nýjum De Laval einkaleyfum.
Hvers kcnar umbætur og endurbætur, sem gerðar hafa verið á
skilvindum, eiga rót sína að rekja til De Laval uppfundninga.
Allar skilvindur, sem ná eru tilbúuar,—hverju nafni sem þær
nefnast — eru gerðar eftir De Laval einkaleyfum, sem gengin eru úr
gildi eða hætt hefir verið við, og þær þeirra, sem beztar eru, jafnast
varla við De Laval skilvindur, sem notaðar voru fyrir tólf árum. en
þó hefir
HIN NÝJA ENDURBÆTTA
DE LAVAL SKILVINDA
stórura aukitJ þaB djúp, sem skilur þser.
Stælingarnar eru kænlegt bragö, en jafnast þó aídrei við fytir-
myndina frægu, sem hver skilvindu kaupandi er skyldur til a8 reyna
sér a8 kostnaBarlausu, úBur en hann gerir kaupin, þ. e. a. s. hina
nýju endurbættu De Laval skilvindu
SkriflB eftir verBIista og spyrjiB um nafn næsta umboBsmans
THE DE LAVAL SEPARATOR CO.
Montreal WINNIPEG Vancouver
Meðfram Califomíu-
isa&IÉfl ströndum,
Eftir A. Egilsson.
’Þegar laxveiöinni var lokiö i
Blaine s. 1. haust, fór eg suöur til
Raymond og South Bend, sem eru
mylnubæir i suövesturhorni Wash-
ington ríkisins. Þaö eru» 4 mílur
milli þeirra bæja, en líklegt aö þei
vaxi saman meö tímanum, íbúar
eru 4 til s þús.
Bæir þessir standa viö fljót
nokkurt, er Villapa River nefnist,
og eru um 20 mílur frá ströndinni.
Þó flæöir sjórinn langt upp fyrir
þessa bæi. 'Landiö umhverfis er
mjög óslétt, einlægir hryggir,
hæöir og hyldýpis gljúfur, vaxiö
stórskógi, sem nú er horfinn, en
stofnar eftir.
Bærinn Raymond er aö mesti.
leyti bygöur á láglendi á milli
tveggja kvísla, er mynda ána Lar
Þaö er sem þeir kalla hér tidc-
lands, og flæöir sjórinn yfir ait
bæjarstæðið i vatnavöxtum og stör
straumum. Standa því öll húi og
stræti á stólpum. Hér eru siö
fleiri sögunarmylnur og öurnir
verkstæði; er hér því mikil atvinna
áriö um kring. Nú er verið að
byggja tvær brýr yfir ána og kvísl-
ina. Viðurinn er að mestu leyti
fluttur ú skipiun í ýmsar áttir.
Hér er fjöldi Skandínava, Ger-
mana, Finna, Galla og Grikkja.
Standa þeir og vinna hver viö
annars hlið sem bræður. I Ray-
mond eru fjórar alíslenzkar famiii-
ur, það eru þeir Ólafur Magnús-
son og Guðvarður Tómasson, ætt-
aðir úr bygðarlagi Brennu-Njáls;
hinir eru þeir Karl Grímsson og
Jörundur úr Þingeyjarsýslu.
South Bend, eins og áður tr
sagt, er 4 miiur neðar með ánni.
Fólk ferðast á gufubátum milli
bæjanna.
Hér eru tvær sögunarmylnur og
eitt niðursuðuhús. Laxveiði er hér
nokkur og sækja menn hana alt að
ármynni. Selur og sjófugl er írið
aður með jressunt ströndum allan
árshringinn. Enda er rita, máfur
og isvartbakur svo spakt, að það sit
ur á húsþökum og revkháfum íbú-
anna, og kroppar eða tínir rusl
með hænsnum,
Hér er verið aö byggja County
Court tHouse, sem áætlað er að
muni kosta 125 þús doll. Á orði
er haft, að járnbraut verði lögð
inn í bæinn, er standi i beinni linu
^við brautina til Portland í Oregon.
Hér eru fimm íslenzkar fjol-
skyldur, sem erti; Kristján Atla-
son frá Hernlu í Landeyjum; Er-
lendur Jónsson, ættaður frá Auðn-
mn i Gullbringusýslu; Paul Olson
frá Stykkkhólmi, J. G. Austfjörð
°g Björn G. Backman frá Stem-
grímsfirði á Ströndum, og sex
norsk-islenzkar familiur eru i báð-
um hæjunum. Flestir þessara of-
angteindu manna vtnna við myln-
ur og hleðsKi skipanna og vegitar
fremur vel.
Póstbátur gengur daglega frá
South Bend til Nacotta við strönd-
ina, og fór eg með honum ii Febr.
þangað, tók þar lest, er leggur leið
sína suður og upp með Columbia-
fljótinu til Mergil, sem er um leiö
ferjustöð yfir fljótiö til Astoria í
Olegon ríkinu. Hér er fljótið 10
mílur á breidd og er þvi stærsta
vatnsfall á Kyrrahafströndinni, og
mikil laxveiði. Sigling og verzlun
er hér mikil, því hér liggur leiðin
upp til Portland, sem stendur við
Villamette fljótið um 90 mílur
upp í landi. Hér eru miklir skóg-
ar og óyrkt landflæmi. Eg var
eina nótt i Astoria, en um morg-
uninn kom Rose City frá Portland
er tók hér margt ferðafólk. Kl. 10
f. h. var lagt af istað ofan fljótið.
Sundið á Columbia River er að
eins hálfa mílu á breidd og þrengsl
ni um þrjár milur á lengd, alsett
bogum og merkjum á bæði borð.
Grynningar og stórir brimsjóar á
báðar hliðar, og veltur elfau kol-
mórauð út á haf.
Þennan dag var dimt 1 lofti og
rigning, stórviðri á sunnan og
nokkuð ylginn, en enginn vestan-
sjór eða hafalda, þó nóg til þess
að flestir urðu isjóveikir um dag-
inn og nóttina, eða svo var það á
því farrýnii, sem eg var á, og það
alt karlmenn; um hitt vissum við
ekki, en ótrúlegt að þeim hafi liðið
mikið betur en oss. Af því að
svo þungt var i lofti gátum við
ekki séð Oregonian <ströndina, en
jafnan siglt 15 til 20 mílur frá
landi, og' hélzt þetta dimmviðri
fram á sunnudag kl. 9; þá lygndi
og birti í lofti og sást til lands, og
voru það norðurstranda fjöllin í
Californiu, við Humbolt Bay, ná-
lægt Eureka. Bezta veður allan
daginn og fram á nótt og gátu
flestir etið um kvöldið, en fáir
komu til morgunverðar; nokkru
fleiri þó til inið-dagsverðar.
Skreið nú skipið drjúgum. Það
er skráð fyrir 16 mílna hraða á kl.
stund, en hvort hann var svo mlk-
ill nú, veit eg ekki. Rose City er
stórt og mikið skip og miklu stærra
en hin dönsku póstskip er sigLa til
íslands.
California ströndin er lágur
fjallgarður fram í sjó, til og frá
eru dalir, en býsna eru þeir þröng-
ir. Hæðir þessar eru grasi jgrónar
en hrís og grannur skógur í skoriun
°g giljum, lítið undirlendi, engar
sléttur og fáar sem. engar hafnir
af náttúrunnar hendi; bygð er
mjög strjál, svo sem engin með
sjónum, og það á langri leið fyrir
sunnan Eureka. Að vísu getur
bygðin verið að aaistanverðu við
þessar hæðir, en hún sézt ekki af
sjó og vorum við þó skamt undan
landi.
Sóktist nú leiðin vel, því veður
var stilt um kvölidiö og fram á
nótt. Um morguninn þann 14. lcl.
5 kom eg á þilfar. Var þá komið
noröanrok og kuldi og þó bezta
leiði. Klauf nú Rósin ægisdætur
Hkt og steypireiður. Var nú borð-
að í snatri, þvi það sást til vitans á
Seal Rock ("Selskeri) fyrir sunnan
hafnarmynnið, og eftir stuttan
tíma var lagt inn i Goiden Gate.
Hamrabelti mynda innganginn að
Gullhliðinu báðu megin og eru þau
um þrjár mílur á lengd og 150 fet
á hæð, en þó nokkru lægri að sunn
an verðu er nær dregur bygðinni.
Sitndið er rúm míla á breidd, en
breikkar þegar innar dregur, og
skerast úr því firðir og víkur til
norðausturs, og fellur Sacramento
fljótið ]>ar í sjó; en suðaustur upp
í landið skerst San Francisco fló-
inn, um 40 mílur. Var nú siglt
inn fyrir Alcrtas eyju; þar er
hafnarvitinn og frain hjá Goat
Island; þar er lægi bryndreka
Bandaríkjanna,; og lent við skipa-
kví nr. 40. Kl. 8 var eg á Market
stræti, á einni aðalgötunni í San
Francisco.
Kaffi, te, tóbak.
Eftir norskan Jækni.
í kaffi og tei er eiturefni, sem
nefnt er kaffein. Það verkar bæði
á vöðvana og taugamar. Það er
talið sannað, að við áhrif kaffeins-
ins verði vöðvarnir fyrÍT samskon-
ar áreynslu eins og þegar þeir
dragast saman þegar liandleggur t.
a. m. er kreftur.
Menn hafa gert visindalegar til-
raunir til að finna fyrir víst hve
niikið afl sé í lærlegg á froski.
Venjulega telst svo til, að það sé
7—800 grömm. En ef kaffein er
daflt inn i froskinn, má aúka aflið
alt að 1,500 grömmum. Á þessu
.sést, að kaffein er vel fallið til
aflsauka, og má vera, að einmitt
af því sé sprottin löngun manna í
kaffi. En auk þess verkar kaffe-
inið örfandi á heiilann, og ef neytt
er óhóflega, þá fá menn einskonar
vímu af því. ímyndunaraflið örf-
ast og oft kemur i menn einhvers-
konar óróleiki svo að menn eiga
bágt ineð að halda kyrru fyrir, og
um leið verður hjartað fyrir á-
hrifum eitursins og menn fá hjart- j
slátt og hræðsluköst.
Kaffein er þó einkennilegt eit-
\irefni fyrir þá sök, að það virðist
ekki vera drepandi. Þess eru sein
sé dæmi, að menn hafa reynt að
ráða sér bana með því að taka inn
alt að fjórum grömtnum af tómu
kaffein, eða jafngildi þess kaffe-
ins, sem er í 40 kaffibollum, án
þes,s að það liafi valdið dauða.
Sýking liefir vitaniega af leitt, en
sjúklingi hatnað aftuc eftir nokkra
daga.
En það sem gerir ofnautn kaffis
svo hættulega er ekki aðallega
kaff.einið, heldur kaffisýran. Sú
sýra er mjög vel fallin tiil að varð-
veita skinn ýmiskonar eða til að
súta þau. En slík sútun á ekki
vel við innýfli manna. Slímhúðin
í þörmunum crti.st oí mikið og
ýmsir kirtíar gefa þar frá sér
meiri vökva heldur en eðlilegt er
og skennnast við það. Af því get-
ur leitt illkynjaða meltingaróreghi
og blóðleysi og megurð.
I5n mörgum vísindamönnuin j
kemur saman um, að eikki sé á
neinn hátt hættulegit að neyta kaff-
is, ef það er gert i liófi. Kaffi
hefir ýmsa kosti, sem ekki' væri að
þvi að finna, þó að kaffidrykkja
færi nokkuð minkandi, og í þess
stað væri drukkið rneira af mjólk
og óáfengunr drykkjum. Te-
drýkkja gæti og að nokkru komið
i stað kaffidrykkju. í þvi eru að
vísu óheilnæmar sýrur, en af tei
þarf miklu minna en kaffi, og víðr
er te miklu ódýrari drykkur.
Nikotinið', eiturefnið í tóbakinu,
cr aftur á móti mjög sterkt eitur,
svo sterkt, að það er engu ósak
næmara en blásýra ef eitrið er ó-
blandað öðrum efnum. Ofmikil tó-
baksnautn verkar strax á hjartað;
menn fá hjartslátt, lífæðin slær ó-
reglulega, og fylgja stundum kvala
köst og andarteppa. Auk þess get-
ur tóbakið verkað á augun, svo að
sjóndepra sækir 4 menn og getur
jafnve lorðið alger bHnda.
Heymin getur og sljóvgast viö
ofmikla tóbaksnautn, og enn fleiri
kviBar geta af henni leitt, t. a. m.
--------------------—jr^---------
taugaveiklun, hræðsla og handa-
skjálfti, höfuöverkur og fleira og
fleira. En þessir kviílar gera ekki
várt við sig nema loDaksins sé
neytt í óhófi. Það hefir ekki tekisí
að sýna fram á skaðlegar verkanir
af tóbaksnautn ef það hefir verið
brúkað með hófsemd.
Munntóbaksbrúkun þykir óskað-
legri heldur en reykingar, því að
þegar tóbakið er tuggið breytist
eitrið í því svo að það verður ó-
skaðlegra en þegar tóbakið er
reykt. Sænskur læknir nokkur hélt
því fram, eigi alls fyrir löngu, að
munntóbaksbrúkun gæti valdið sér-
stökum sjúkdómi, en síðar hefir
mönnum þótt sem þær staðhæf-
ingar hans hefðu við engin rök að
styðjast.
Unglingar ættu aldrei að neyta
nokkurrar munaðarvöru, því að
meðan líkaminn er ekki fullþrsok-
aður, er hanu óhæfari miklu til að
standast áhrif eitursins. Það er
sannreynt, aö menn, sem hafa byrj
að að brúka tóbak á ugum aldri,
hafa orðið meira og minna veikl-
aðir bæði á sál og likarna, og náms
hæfiHeikar þeirra hafa sljófgast
skjótt. Enginn unglingur ætti að
brúka tóbak fyrir tvítugsaldur.
Æskumennirnir eru margfalt lætur
færir um að halda sér frá nautn
munaðarvarnings en hinir full-
orðnu, því að þeir sakna hans ekki
meðan þeir þekkja hann ekki.
Fréttir frá Islandi.
Seyðisfirði, 8. Jan. 1910.
Frá landsímastööinni á Seyðis-
firði voru í desembermán. afgreidd
104 skeyti frá útlöndum fyrir sam-
tals kr. 157.76, og 159 skeyti til út-
landa fþar af 97 veðurskeytij fyrir
samtals kr. 374.20. Símasamtöl
voru afgreidd; nosamtöl með 139
vðtalsbilum frá Seyðisfirði, og 174
samtöl með 194 viðtalsbilum til
Seyðisfjarðar. — Um sæsímann
voru afgreidd 105 skeyti með 4,616
orðum til útlanda ('þar af 97 veð-
urskeyti með 1,709 orðumj, og 430
skeyti með 8,710 orðuni frá út-
löndum.
Seyðisfirði, 15. Jan 1910.
Sími til Sigiufjarðar verður
lagður á þessu ári frá aðalsímalín-
nnni i Skagafirði milli Skriðu-
lands og Sauðárkróks, nálægt Við-
vík, út með Skagafirði yfir Siglu-
fjarðarskarð til Siglufjarðar. Gert
er ráð fyrir að símalagning þessi
muni kosta um 3o þús. króna.
Verður fyrst einungis talsímastöð
á Siglufirði, en ef nauðsyn krefur,
verður þar sett upp ritsímastöð.
Starfrækslu stöðvarinnar á Siglu-
firði hefir hreppurinn tekið að sér
að annast að öllu á sinn kostnað.
Hefir Gísli Ólafsson stöðvarstjóri
á Akureyri nýlega verið á Siglu-
firði til þess að semja tim það við
hreppsnefndina.
Mun verða afannikið hagræíi að
þessum síma til Siglufjarðar, fyrst
og fremst fyrir skipaflotann, sem
þar er á hverju sumri, og svo hag-
ur fyrir landsímann.
Dáin er nýlega sér í bænum kona
Jóns Eyjólfssonar Vestdal, Guð-
rún að nafni, dugnaðarkona og vel
látin.
Seyðisfirði, 22. Jan. 1910.
Jarðskjálfta varð vart hér i bæn-
um í morgun kl. 7150. Voru það
all-snarpir kippir tveir, er mumi'
hafa staðið yfir nær 1 mínútu.
Jarðskjálfta þessa kvað hafa orð-
ið vart samtímis um alt Norður-
land og víða hér Austanlands;
snarpastur er hann sagður að hafa
verið á svæðinu frá Húsavík til
Sauðárkróks, og á Akureyri og
Sauðárkróki höfðu jafnvel brotnaff
rúður og skekkst hurðir í dyraum-
búningi. Á Stað í Hrútafirði fanst
og jarðskjálfti þessi allsnarpur. A
ísafirði og í Reykjavík varð að
eins vart viö hann, en 1 Árnes- og
Rangárvallasýslum fanst hann alls
ekkt. — Austri.
Gullbrúðkaup.
Koiwit í Tjaldbúðarsöfn. geng-
ust fyrir mjög myndarlegu sam-
sæti nýskeð, til minningar um fim-
tíu ára hjónaband hinna góðkunnu
hjóna Mr. og Mrs. J. Hallson á
Ellice ave hér í bænum. Samsæti
þetta var haldið 1 TjaldbáðarkirkjU
fyrra fimtudagskvöld 24. f. m.
Þar voru saman komnir um tvö
hundruð manns.
The Stuart Machinery Co., Ltd. %
WIN3STIPEG-,
JVETVlsriTOBA.
M/
\«/
\l/
w
ví/
W
\(/
w
\l>
VI/
M/
\l/
VI/
VI/
____________________________________________ VI/
-------------------------------------------- M/
The Stuart Machinery Co., Ltd. w
764-766 Main Street. Phones 3870, 3871. ^
Hefir tekið þenna stað í blaðinu
á Ieigu til ems árs og mun við og
við auglýsa nokkuð af sínum fjöl-
breyttu verkfæruin.
Félaginu þykir ávalt vænt um að
fá fyrirspurnir um verð á hverj-
um hlut, sem verkfæra verzlunin
hefir til sölu.
Samsætinu stýrði prestur safn-
aðarins, séra Friörik J. Bergmann,
og hófst það uppí kirkjunni með
því, að hann gerði grein fyrir til-
efni þess og afhenti þeim hjónum
frá söfnuðinum fimtíu dollara í
gulli, hvoru fyrir sig. Þau þökk-
uðu gjafirnar og vinsemd þá, sem
þeim var sýnd. ,
Niðri í sd.sk.salnum voru fram
reiddar góðar veitingar og skemt
með ræðum og hljóðfæraslætti.
Meðal annara töluðu þeir B. L.
Baldwinson, S. Anderson, E. And-
erson og fleiri. Kvæði það, seui
hér fer á eftir, flutti M. Markús-
son. Samsætið fór hiö beztá fraiu.
Mr. og Mrs. Jón Hallson giftust
15. Nóv. 1859 °S eignuðust 1.5
böm, og lifa 5 af þeim. Jón Ilall
^on er nú 75 ára en kona hans 7»
ára gömul.
Kvæði,
Flutt í gullbrúðkaupi Mr. og Mrs. Hallson 24. Feb. 10
Heiðruðu gestir, vinirnir vaka,
vonin og ástin þar samstilla lag,
sælt er að lifa og líta til baka,
læra og þakka hvem samverudag.
Fimtíu árin, hríinguðu hárin,
hylla þig aldraði beimur og sprund;
gleðin og tárin, sælan og sárin
sameinuð gylla nú hamingjustuTid.
Nú stafar geislum hautsins sigur sunna
á sambúð tveggja, gifturíka braut,
hve sælt og ljúft að eiga vin og unna,
það yfirbugar sérhvert stríð og þraut.
Sjá, hálfrar aldar hnígur sól aö baki,
er helgum eldi vermir beggja sál,
og því er skylt að vinir glaöir vaki
og vígi gulli þessa hjónaskál.
Það mark er öllu heimsins valdi hærra,
þar hjörtun tengja ódauðleikans bönd;
já, víst er hverju lífsins láni stærra
um langa braut að styöjast vinarhönd;
og þá er létt hið þunga starf að vinna,
og þraut og reynsla hljóta sigurkrans,
því göfgar sálir frið og gleði finna
í fögru' skauti ljóss og kærleikans.
í kvöld er sælt að fagna hér og finnast,
og friði helga sérhvert bros og tár,
í kvöld er ljúft á liðna tíð að minnast
o.g k>fa drottin fyrir horfin ár,
í kvötd er sælt að sitja hér og ræða
og sjá hvað gengin braut oss hefir kent,
það greiðir leið til Ijóssins sigurhæða,
því lífsins reynsla er hins sanna ínanns.
Já, gleðjumst meðan leiðir saman liggja,
og lærum það, sem gefur hæstan arð,
vor félagsbönd og bræðra hug að tryggja
og byggja þar sem tímmn heggur skarð.
Hið góða fræ meö degi hverjum dafnar,
og dreifir blómum yfir hjam og þraut;
og hann, er flestum sannleiks-perlum safnar,
er sögukappinn, þegar lýkur braut.
Þið, sælu hjón! er hafið leiðst svq lengi
í ljósi því, sem aldrei neinum brást,
þið hafíð lært að stiHa saman strengi
og starfa dygg í helgri von og ást.
l>ið hafið örugg hita dagsins borlð,
þó höndin lýist skarpt er vil'jans stál,
og enn í hjörtum vermir bliða vorið,
er vígði forðum ykkar hjónaskál.
Erá vinum ykkar hlýjar þakkir hljóma,
er hafið gullnu sigurmarki náð.
i hálfrar aldar aftanroðans ljóma
ná endurskína samtengd verk og ráð.
Þótt lækki sól i svölum tímans he-tmi,
hln sæla von oss helgar þcnnan fund,
að hawstið bltða blómin ykkar geymi
er breiði lauf að hinstu dagsms stund.
M. Morkússon.